Ráðherrasamanburður: Nefndareynsla I

Þessi færsla er framhald færslunnar Ráðherrasamanburður: Þingreynsla sem var birt hér í byrjun desember sl. Þar var fjallað um starfsaldur fyrrverandi og núverandi ráðherra í stjórnmálum, vera þessara í þingnefndum var talin fram og endað á samanburði. Færslan innihélt aðallega tölulegar upplýsingar um árafjölda á þingi og í þingnefndum ásamt því sem það var skoðað hvort þessi hefðu starfað í nefndum sem eru málefnalega skyldar ráðuneytunum sem þau stýrðu áður eða stýra nú.

Á þeim tíma sem er liðinn frá því að umrædd færsla var sett í loftið hefur Ólöf Nordal tekið við sem innanríkisráðherra og Sigrún Magnúsdóttir sem umhverfis- og auðlindaráðherra. Þar sem færslan um þingreynsluna varð mjög löng var tækifærið við skipun Ólafar notað og efni hennar skipt í fjóra hluta með viðbótum varðandi þingreynslu Ólafar. Sérstök aukafærsla var líka sett fram í tilefni skipunar Sigrúnar Magnúsdóttur. Krækjur í þessar færslur eru neðst í heimildaskrá þessarar færslu.

Benjamin Rush

Hér verður settur fram fyrsti hlutinn um fastanefndir Alþingis en alls verða færslurnar um nefndarreynslu þess hóps, sem hér hefur verið til skoðunar, fjórar. Í þessum fyrsta hluta er farið yfir sögu fastanefndanna auk þess sem farið er yfir það í hvaða fastanefndum hver þeirra, sem hefur setið á ráðherrastóli frá 2009, hefur átt sæti.

Tilgangurinn með þessari nákvæmu umfjöllun er að sýna fram á það að nefndirnar gegna ákveðnu hlutverki í að virðingarraða þingmönnum og um leið að auka líkur þeirra til að ná ráðherrasæti komist flokkur þeirra í ríkisstjórn. Þetta kemur m.a. fram í því að sum nefndarheiti eru algengari á ferilskrám þeirra sem hafa orðið ráðherrar. Meira verður ekki fullyrt að svo komnu máli.

Saga fastanefndanna

Hér er margt að athuga og nauðsynlegt að gera nokkra fyrirvara og þá þann fyrstan að núverandi nefndarfyrirkomulagi var ekki komið á fyrr en árið 1991 með því að Alþingi var gert að einni málstofu (sjá feril frumvarpsins hér með dagsetningum). Fastanefndirnar rekja hins vegar upphaf sitt aftur til ársins 1915.

Árið 1915 var ákveðið í þingsköpum að kosnar skyldu 14 fastanefndir, en fram til þess tíma var venja að skipa nefnd um hvert mál. Þessar nefndir voru fjárhagsnefnd, fjárveitinganefnd, samgöngumálanefnd, landbúnaðarnefnd, sjávarútvegsnefnd, menntamálanefnd og allsherjarnefnd, allar bæði í efri og neðri deildum þingsins. Voru 5 menn í hverri nefnd að því undanskildu að 7 voru í fjárveitinganefnd neðri deildar. (sjá hér)

Á þessum tíma var Einar Arnórsson ráðherra Íslands. Ráðherra Íslands átti sæti í ríkisstjórn Danmerkur og var Einar fimmti og síðasti einstaklingurinn sem gegndi þessu embætti. Hann sat fram til ársins 1917 þegar fyrsta ráðuneyti Jóns Magnússonar var sett á fót en í því áttu sæti þrír ráðherrar í stað eins áður.

Annar ekki jafn mikilvægur fyrirvari sem þarf að gera hér er sá að það er ekki alveg víst að sá fjöldi sem er sagður hafa verið í hverri nefnd sé 100% réttur. Samkvæmt því sem kemur fram hér er nefnilega útlit fyrir að talan fimm hafi ekki alltaf verið tekin alvarlega. Það er líka möguleiki að heimildin á alþingisvefnum sé ekki alveg nógu nákvæm hvað fjöldann varðar.

Hér verður hins vegar gengið út frá því að heimildinni sé treystandi og haldið áfram að rekja það sem þar kemur fram. Miðað við það þá hefur þessi nefndarskipan haldist óbreytt fram til ársins 1928 en þá var utanríkismálanefnd bætt við og skyldi hún „kosin í sameinuðu þingi og skipuð 7 mönnum.“ (sjá hér). Þetta var í forsætisráðherratíð Tryggva Þórhallssonar.

Í tíð fyrsta ráðuneytis Hermanns Jónassonar (árið 1936) „var síðan með breytingu á þingsköpum ákveðið að auk 7 aðalmanna skyldu kosnir jafnmargir varamenn.“ (sjá hér) Fram til ársins 2011 var utanríkismálanefnd eina nefndin sem í voru kjörnir varamenn. Fleiri breytingar voru þó gerðar á fastanefndum Alþingis á fjórða áratugnum og fram til þess tíma að núverandi nefndarskipun var lögfest um mitt ár 2011.

Alex Carey

Iðnaðarnefnd var bætt við árið 1932 í forsætisráðherratíð Ásgeirs Ásgeirssonar. „Árið 1934 var þingsköpum breytt á þann veg að fjárveitinganefnd skyldi kosin í sameinuðu Alþingi og yrði skipuð 9 mönnum.“ (sjá hér). Við þetta fækkaði nefndum þingsins um eina þar sem fjárveitinganefndir lögðust af í öðrum deildum þingsins með þessari breytingu. Henni var einnig komið á, á tíma fyrsta ráðuneytis Hermanns Jónassonar.

Hermann Jónasson var enn forsætisráðherra þegar fastanefndum þingsins var aftur fjölgað upp í 17. Þá var bætt við „allsherjarnefnd, skipuð 7 mönnum, sem kosin skyldi í sameinuðu þingi“ (sjá hér). Við það urðu allsherjarnefndirnar þrjár, ein í hverri málstofu þingsins með alls 17 mönnum.

Fastanefndirnar héldust svo óbreyttar í rúma tvo og hálfan áratug en þá var nefndarmönnum fjölgað upp í sjö í öllum nefndum (sjá hér). Þetta var árið 1964 í forsætisráðherratíð Bjarna Benediktssonar. Væntanlega hefur þó fjárveitinganefnd áfram verið skipuð níu mönnum.

Tæpum áratug síðar, eða í fyrra ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar, var nefndunum fjölgað úr sautján upp í tuttugu og tvær. Auk þess var heiti fjárhagsnefnda efri - og neðri deildar breytt í fjárhags- og viðskiptanefnd:

Árið 1972 var ákveðið að kosnar yrðu atvinnumálanefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd og félagsmálanefnd. Skyldi kjósa heilbrigðis- og trygginganefnd og félagsmálanefnd í báðum deildum þingsins en sameinað þing skyldi kjósa atvinnumálanefnd sem skipuð yrði 7 mönnum. Var þeirri nefnd ætlað að fjalla um mál sem landbúnaðar-, sjávarútvegs- og iðnaðarnefndir í deildum mundu fjalla um ef þau væru borin fram í frumvarpsformi. (sjá hér)

Árið 1974 tók ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar við stjórnartaumunum en þá „var nefndarmönnum í fjárveitinganefnd fjölgað úr 9 í 10.“ (sjá hér). Matthías Á. Mathiesen var fjármálaráðherra á þessum tíma. Árið 1978, eða fjórum árum síðar, tók síðara ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar við völdum og var nefndarmönnum þá aftur fækkað niður í níu. Árið 1983 varð Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í fyrsta skipti í ríkisstjórn sem var mynduð af Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Sú ríkisstjórn sat fram til ársins 1987.

Fyrstu tvö árin var Albert Guðmundsson fjármálráðherra en á þeim tíma var fjölda nefndarmanna í fjárveitinganefnd aftur fjölgað upp í tíu. Þorsteinn Pálsson tók við Fjármálaráðuneytinu árið 1985 en þá var nefndarmönnunum fækkað enn á ný niður í níu. Sama ár „bættist félagsmálanefnd í hóp þeirra nefnda sem kosnar voru í sameinuðu þingi“ (sjá hér) en áfram var þó kosið í slíkar nefndir í báðum deildum þingsins.

Árið 1991 voru gerðar veigamiklar breytingar á þingsköpum þegar deildaskipting þingsins var lögð af. Fastanefndir þingsins urðu 12, allsherjarnefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, félagsmálanefnd, fjárlaganefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd, iðnaðarnefnd, landbúnaðarnefnd, menntamálanefnd, samgöngunefnd, sjávarútvegsnefnd, umhverfisnefnd og utanríkismálanefnd. Hver nefnd var skipuð 9 þingmönnum að því undanskildu að 11 sátu í fjárlaganefnd, auk þess sem kosnir voru 9 varamenn í utanríkismálanefnd. (sjá hér)

Þingmennirnir: Páll Pétursson, Geir H. Haarde, Guðrún Helgadóttir, Össur Skarphéðinsson og Anna Ólafsdóttir Björnsson mæltu fyrir frumvarpinu með þessum breytingum aðeins hálfum mánuði eftir að fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar tók við völdum vorið 1991 (sjá hér). Hér má taka það fram að á þessum tíma sat Alþýðuflokkurinn með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn en þessi nefndarskipan hélst óbreytt fram til þess að Sjálfstæðisflokkur myndaði ríkisstjórn með arftaka Alþýðuflokksins; Samfylkingunni, vorið 2007 (sjá hér). Breytingar sem þá voru gerðar fólust aðallega í tilfærslum á málaflokkum og nafnabreytingum samfara því en líka sameiningu nefnda eða tvískiptingu:

Efnahags- og viðskiptanefnd var skipt upp í tvær nefndir, efnahags- og skattanefnd annars vegar og viðskiptanefnd hins vegar. Félagsmálanefnd breyttist í félags- og tryggingamálanefnd og heilbrigðis- og trygginganefnd breyttist í heilbrigðisnefnd. Þá voru sjávarútvegsnefnd og landbúnaðarnefnd sameinaðar undir heitinu sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd. (sjá hér)

Fjórum árum síðar var komið að enn einni breytingunni á fastanefndum Alþingis en þær komu til framkvæmda á miðju sumri árið 2011. Þá var nefndunum fækkað úr tólf niður í átta og nefndarmönnum fækkað niður í níu í öllum nefndum. Hins vegar eru nú kosnir jafnmargir varamenn í allar nefndir en ekki einungis í utanríkismálanefnd eins og áður.

Sérnefndir um stjórnarskrármál ættu líka að geta heyrt sögunni til þar sem málefni þeirra eru komin undir sérstaka stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem er ný í fastanefndum þingsins. Aðrar nefndir voru sameinaðar undir nýjum en skyldum heitum nema utanríkismálanefnd og fjárlaganefnd. Þær héldu heitum sínum óbreyttum (sjá hér og lögin hér).

Alexander Berkman

Samkvæmt þingskaparlögunum, sem voru samþykkt síðustu daga júnímánaðar árið 2011, var þeim m.a. ætlað að létta starfsálagi af þingmönnum þannig að þeir væru að jafnaði ekki í fleiri en tveimur þingnefndum. Þar er líka gert ráð fyrir að þingmenn sitji í sömu nefnd/-um allt kjörtímabilið. Tíminn á eftir að leiða það í ljós hvort þetta markmið verði að veruleika eða ekki.

Miðað við núverandi fastanefndir

Eins og hefur komið fram áður, í þessu bloggverkefni, þá var og er ekkert óalgengt að þingmenn og ráðherrar gegni mörgum hlutverkum á sama tíma. Þó eitthvað hafi dregið úr margvíslegum ábyrgðarfjölbreytileika hérlendra stjórnmálamanna þá er útlit fyrir að sú hugmynd sé ekkert á undanhaldi að þeir sem eru formenn og varaformenn stjórnmálaflokkanna séu best til þess fallnir að gegna ábyrgð og skyldum ráðherra.

Sú hugmynd að stjórnmálamenn geti gengið inn í hvaða hlutverk sem er kemur líka fram í því hvernig þingmönnum hefur verið/er raðað niður í þingnefndir. Ein allra langlífasta hefðin á Alþingi er sú sérkennilega hugmyndafræði að þeir, sem raðast í efstu sæti framboðslistanna (og eru skv. hefðinni þ.a.l. ráðherraefni síns flokks), eru álitnir alvitrir á öll málefni hinna aðskiljanlegustu málaflokka. Það er reyndar ekki annað að sjá en býsna stór hluti kjósenda sé á þessari sömu skoðun.

Það er kannski þess vegna sem það hefur orðið að hefð að líta svo á að vera/þátttaka í nefndum Alþingis sé eins og undirbúningsáfangi eða prófsteinn, sem þeir sem hafa komið hafa hug á pólitískum frama, skuli undirgangast áður en að honum kemur. Til að fá ráðherraembættið, sem þeir sem eru í fyrstu sætunum telja sig jafnvel eiga heimtingu á komist þeirra flokkur í ríkisstjórn, þá þurfa þeir fyrst að safna einhverjum stigum.

Það er þó greinilega ekki algilt að allir þurfi að fara í gegnum þann undirbúning að safna þingreynslu til að komast í ráðherrastól. Þetta kom m.a. fram í skipun Svandísar Svavarsdóttur á síðasta kjörtímabili og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á þessu. Miðað við skipun þeirra er ekki annað að sjá en þátttaka í borgarstjórnarmálunum þyki líka ásættanlegur undirbúningsáfangi til að stýra ráðuneyti og málefnum þess.

Lysander Spooner

Hér á eftir fylgir nokkuð viðamikil tafla sem er sett fram í nokkrum hlutum. Henni er líka ætlað nokkuð margþætt hlutverk. Meginmarkmiðið er þó að draga það skýrar fram í hvaða fastanefndum þeir, sem hafa gegnt ráðherraembættum frá vorinu 2009, höfðu áttu sæti áður en þeir voru skipaðir ráðherrar og freista þess um leið að koma auga á eitthvert mynstur.

Hér er að sjálfsögðu átt við mynstur sem gefur það til kynna að nefndirnar hafi eignast einhverja virðingarröð þannig að þær gefi kannski mismörg “stig“ þegar kemur að ráðstöfun ráðherrastóla. Ekki er annað að sjá en þetta sé tilfelli varðandi stöðu viðkomandi innan stjórnmálaflokksins (sjá t.d. hér) en það liggur ef til vill í augum uppi að það þarf að skoða fleiri þingmenn til að fá fram marktæka niðurstöðu hvað nefndarreynsluna varðar.

Það væri óskandi að stjórnmálafræðin sannaði gildi sitt og legðist í almenna úttekt á því hvort það getur verið að hefðirnar sem hafa orðið til í kringum flokkspólitíkina og stjórnmálin séu reist á jafn hæpnum forsendum og sú frumathugun, sem hér hefur farið fram, bendir til. Að þessu sögðu er óhætt að fullyrða að þeir sem rýna nákvæmlegast í það efni sem hefur verið sett fram hér munu reka augun í ýmislegt sem vekur forvitni. Það er heldur ekki ólíklegt að einhverjir muni treysta sér til að setja fram niðurstöður út frá öllu þessu efni.

Til að ekkert fari á milli mála er kannski ástæða til að minna á það enn einu sinni að í þessari samantekt er stuðst við þau yfirlit sem koma fram í ferilskrám viðeigandi þingmanna á alþingisvefnum. Þar er talin fram vera hvers þeirra í nefndum eftir árið 1991. Til að gera samantektina á þessu bloggi einfaldari og vonandi aðgengilegri er stuðst við núverandi heiti fastanefnda Alþingis. Það hefur verið tekið fram áður að sumarið 2011 voru einhverjar nefndir sameinaðar undir einni en heiti sumra höfðu líka verið breytileg frá því að þær voru stofnaðar með nýju þingskaparlögunum frá árinu 1991.

Eftirfarandi samantekt ætti samt að renna frekari stoðum undir það að tvær nefndir hafa annað vægi í þeirri goggunarröð sem er útlit fyrir að ráði mestu þegar kemur að úthlutun nefndarsæta og svo ráðherrastólum. Þessar nefndir eru fjárlaga- og utanríkismálanefndin. Þær sem koma þar á eftir er allsherjarnefnd og efnahags- og viðskiptanefnd. Það er útlit fyrir að iðnaðarnefndin komi næst í virðingarröðinni.

Áður en lengra er haldið er rétt að taka það fram að nefndarheitin sem eru rauð- eða blálituð, í eftirfarandi töflum, eru nefndir sem heyra undir þau ráðuneyti sem viðkomandi var skipaður ráðherra yfir. Þessar nefndir eru rauðlitaðar hjá þeim sem voru ráðherra á liðnu kjörtímabili en heiti nefndanna eru blá hjá þeim sem eru ráðherrar nú. Nöfn fyrrverandi og núverandi ráðherra eru höfð í tímaröð miðað við það hvenær þeir áttu sæti í viðkomandi nefndum.

Á eftir upptalningunni er svo gerð tilraun til að draga það fram hve margir í hvorri ríkisstjórn áttu sæti í viðkomandi nefnd og hver meðaltalsreynsla hópsins er af starfi innan hennar. Í þessu sambandi er rétt að minna á að það munar a.m.k. sex árum á þingaldursreynslu þeirra sem voru ráðherrar á síðasta kjörtímabili og þeirra sem sitja nú.

Vakin er athygli á því að hvorki Hanna Birna Kristjánsdóttir né Svandís Svavarsdóttir koma fyrir í eftirfarandi yfirlitum um nefndarsetur. Ástæðan er að sjálfsögðu sú að þær voru nýjar á þingi þegar þær voru skipaðar til ráðherraembætta.

Allsherjar- og menntamálanefnd
 Fyrrverandi ráðherrar
heiti nefndar og tímabil
ár
 Össur Skarphéðinsson allsherjarnefnd 1991-1992
1
 Ögmundur Jónasson allsherjarnefnd 1995-1997, 1998-1999 og 20104
 Jóhanna Sigurðardóttir allsherjarnefnd 1996-19993
 Katrín Júlíusdóttir menntamálanefnd 2003-2005 og 2007-2009
4
 Guðbjartur Hannesson menntamálanefnd 2007-20092
 Katrín Jakobsdóttir menntamálanefnd 2007-20092
 Ráherrar tímabundið
heiti nefndar og tímabilár
 Álfheiður Ingadóttir allsherjarnefnd 20091/2
 Árni Páll Árnason allsherjarnefnd 2009; formaður
 menntamálanefnd 2009
 
 Oddný G. Harðardóttir menntamálanefnd 2009-2011; form. 2009-2010
 allsherjar- og menntamálanefnd 2011
2
2ja ára meðaltalsreynsla á 9 einstaklinga á samanlagt 10 árum19
 Núverandi ráðherrarheiti nefndar og tímabilár
 Bjarni Benediktsson allsherjarnefnd 2003-2007; formaður 4
 Illugi Gunnarsson menntamálanefnd 2007-2009 (2 ár)
 allsherjarnefnd 2010-2011
 3
 Ólöf Nordal allsherjarnefnd 2007-20103
 Eygló Harðardóttir menntamálanefnd 2009-2011
 allsherjar- og menntamálanefnd 2011
2
3ja ára meðaltalsreynsla á 4 einstaklinga á samanlagt 7 árum12


Eins og kemur fram í töflunni hér að ofan þá hafa allsherjar- og menntamálanefnd verið sameinaðar í eina. „Nefndin fjallar um dóms- og löggæslumál, mannréttindamál, ríkisborgararétt, neytendamál, málefni þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga og jafnréttismál, svo og um mennta- og menningarmál og vísinda- og tæknimál.“ (sjá hér)

Það vekur væntanlega athygli hve margir ráðherrar Samfylkingarinnar hafa átt sæti í þeim nefndum sem nú hafa verið sameinaðar undir hatti allsherjar- og menntamálanefndar. Þegar allir eru taldir eru þeir sex en þeir eru helmingi færri úr hópi Vinstri grænna sem höfðu átt sæti í þessum nefndum sem nú eru komnar saman í eina.

Fjórir þeirra sem eru ráðherrar núverandi ríkisstjórnar höfðu átt sæti í þessum nefndum þegar þeir voru skipaðir en það hlýtur að vekja athygli að það er miklu algengara að þeir hafi átt sæti í allsherjarnefnd en menntamálanefnd. Allir  fjórir höfðu átt sæti í allsherjarnefnd. Helmingurinn hafði einnig átt sæti í menntamálanefnd. Það má líka vekja athygli á því að enginn ráðherra Framsóknarflokksins hefur átt sæti í allsherjarnefnd fyrr en árið 2011 og þá aðeins í mjög stuttan tíma.

Í framhaldi þessarar ábendingar má minna á að Eygló Harðardóttir hefur hæsta þingreynslualdurinn af núverandi ráðherrum Framsóknarflokksins. Hún kom inn á þing um miðjan nóvember haustið 2008 í kjölfar þess að Guðni Ágústsson sagði af sér þingmennsku (sjá hér). Ein helsta skýring þess að nefndarreynsla hennar sker sig úr reynslu annarra ráðherra Framsóknarflokksins er væntanlega sú að hún tók við nefndarsætum Guðna Ágústssonar þegar hún tók við þingsæti hans. Þ.á.m. var sæti í iðnaðarnefndinni sem nú er komin undir atvinnuveganefndina.

Atvinnuveganefnd
 Fyrrverandi ráðherrar
heiti nefndar og tímabil
ár
 Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsnefnd 1991-1998; form. 1995-19987
 Össur Skarphéðinsson sjávarútvegsnefnd 1991-1993
 iðnaðarnefnd 1991-1993; formaður
 landbúnaðarnefnd 1992-1993
2
 Jóhanna Sigurðardóttir iðnaðarnefnd 1995-19994
 Katrín Júlíusdóttir iðnaðarnefnd 2005-2009; formaður 2007-2009 4
 Ögmundur Jónasson sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009-20101
 Ráherrar tímabundið
heiti nefndar og tímabilár
 Jón Bjarnason landbúnaðarnefnd 2003-2007
 sjávarútvegsnefnd 2006-2007
4
 Kristján L. Möller iðnaðarnefnd 2003-2004
 sjávarútvegsnefnd 2003-2006
3
 Álfheiður Ingadóttir iðnaðarnefnd 2007-20092
3ja ára meðaltalsreynsla á 8 einstaklinga á samtals 16 árum27
 Núverandi ráðherrarheiti nefndar og tímabilár
 Bjarni Benediktsson iðnaðarnefnd 2003-2004 og 2007 2
 Kristján Þór Júlíusson iðnaðarnefnd 2007-2009 2
 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarnefnd 2007-2009 2
 Eygló Harðardóttir iðnaðarnefnd 2008-20091
 Gunnar Bragi Sveinsson iðnaðarnefnd 2009-20112
 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009-2011
 atvinnuveganefnd 2011-2013
 4
2ja ára meðaltalsreynsla á 6 einstaklinga á samtals 6 árum13


Atvinnuveganefnd „fjallar um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál, iðnaðar- og orkumál, nýsköpun og tækniþróun, atvinnumál almennt og einnig nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar.“ (sjá hér) og hefur nú sama fundartíma og allsherjarnefndin eða fyrir hádegi á þriðjudögum og fimmtudögum. Það er þar af leiðandi hæpið að eiga sæti í báðum nefndum á sama þingi. Stundataflan sem er vísað í hér verður sett fram í næstu færslu.

Sú ályktun sem mætti draga af því sem kemur fram í töflunni hér að ofan er að frá því að núverandi nefndarkerfi var komið á (þ.e. 1991) hafi það þótt eftirsóknarvert að fá sæti í iðnaðarnefndinni sem er nú komin saman við atvinnuveganefndina með málefnum landbúnaðarins og sjávarútvegsins. Af því sem þegar er komið fram er líka tilefni til að draga þá ályktun að hver þingmaður hafi ekki verið nema tvö til þrjú ár að jafnaði í hverri þingnefnd.

Þegar rýnt er í töfluna, sem sýnir hvaða ráðherrar fyrrverandi og núverandi ríkisstjórnar höfðu setið í forverum atvinnuveganefndarinnar, verður heldur ekki annað ályktað en að landbúnaðar- og sjávarútvegsnefndir hafi ekki þótt mikilvægar eða spennandi nefndir af þeim sem eru í forystu stjórnmálaflokkanna. Það sama á við um menntamálanefndina.

Hér er ein undantekning en Sigurður Ingi tók sæti í landbúnaðar- og sjávarútvegsnefndinni í upphafi síðasta kjörtímabils og sat áfram í arftaka hennar þegar hún var Eftir sameinuð iðnaðarnefndinni. Hann er reyndar eini ráherra núverandi ríkisstjórnar sem hefur átt sæti í atvinnuveganefndinni.

Það vekur og athygli að allir Samfylkingaráherrarnir höfðu átt sæti í iðnaðarnefndinni áður en þeir voru skipaðir ráðherrar á síðasta kjörtímabili. Helmingur þeirra sem nú eru ráðherrar hafa líka átt sæti í þeirri sömu nefnd en enginn fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna hafði átt þar sæti þegar hann tók við ráðuneyti í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Efnahags- og viðskiptanefnd
 Fyrrverandi ráðherrar
heiti nefndar og tímabil
ár
 Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptanefnd 1991-1999
8
 Jóhanna Sigurðardóttir efnahags- og viðskiptanefnd 1999-2007
8
 Ögmundur Jónasson efnahags- og viðskiptanefnd 1999-2007
 efnahags- og skattanefnd 2007-2009 og
 2009-2010
11
 Össur Skarphéðinsson efnahags- og viðskiptanefnd 2001-2005
4
 Katrín Jakobsdóttir efnahags- og skattanefnd 2007-2009
2
 Ráherrar tímabundið
heiti nefndar og tímabilár
 Árni Páll Árnason viðskiptanefnd 2007-20092
 Jón Bjarnason viðskiptanefnd 2007-2009
 efnahags- og skattanefnd 2009
2
 Álfheiður Ingadóttir viðskiptanefnd 2009; formaður
 efnahags- og skattanefnd 2009
1/2
5 ára meðaltalsreynsla á 8 einstaklinga á samanlagt 19 árum37
 Núverandi ráðherrarheiti nefndar og tímabilár
 Bjarni Benediktsson efnahags- og skattanefnd 2007-2009 2
 Ragnheiður Elín Árnadóttir efnahags- og skattanefnd 2007-2009
 viðskiptanefnd 2009-2010
(1 ár)
 3
 Illugi Gunnarsson efnahags- og skattanefnd 2007
 viðskiptanefnd 2010-2011
2
 Eygló Harðardóttir viðskiptanefnd 2009-2011
 efnahags- og viðskiptanefnd 2012-2013
4
3ja ára meðaltalsreynsla á 4 einstaklinga á samanlagt 5 árum11


Eins og glöggir lesendur taka eflaust eftir þá hefur Össur Skarphéðinsson, Ögmundur Jónason, Álfheiður Ingadóttir, Bjarni Benediktsson og Eygló Harðardóttir öll átt sæti í forverum þeirra nefnda sem þegar hafa verið taldar upp. Þar af leiðandi er ekki óeðlilegt að rifja það upp að á síðustu áratugum hafa þingstörf breyst mjög mikið eða frá því að vera ætlað að fara að mestu fram í deildarskiptu þingi til þess að fara fram í þingnefndum.

Þegar horft er til þess mikla munar sem kemur fram í þessari töflu á samanlögðum árum (= tíminn sem hver og einn átti sæti í þeirri nefnd, sem er til skoðunar, lagður saman) vekur það væntanlega athygli hve munurinn er mikill á milli ráðherrahópanna. Í þessu sambandi er rétt að minna á að tími Steingríms J., Jóhönnu og Ögmundar hefur mikið að segja varðandi þessa útkomu en þau höfðu öll verið umtalsvert lengur á þingi en ráðherrar núverandi ríkisstjórnar. Þetta á reyndar við um Össur líka en þó hann hafi nýtt tímann til að vera í mörgum nefndum þá hefur hann staldrað stutt við í hverri þeirra.

Eins og þegar hefur komið fram þá hét nefndin, sem er fjallað um hér, efnahags- og viðskiptanefnd fyrst eftir að þýðing þingnefndanna var aukin í tilefni þess að Alþingi var gert að einni málstofu. Heitinu var síðar breytt í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar (2007-2009) og viðskiptahlutinn settur undir sérnefnd. Þessar nefndir hafa nú verið sameinaðar undir gamla heitinu. „Nefndin fjallar um efnahagsmál almennt, viðskiptamál, þ.m.t. bankamál, fjármálastarfsemi og lífeyrismál, svo og skatta- og tollamál.“ (sjá hér)

Fjárlaganefndin er arftaki fjárveitinganefndarinnar. Heitinu var breytt til núverandi myndar með breytingunni sem var gerð árið 1991 á þingsköpum Alþingis. Hún er önnur tveggja nefnda sem hélt síðan heiti sínu við endurskoðun síðustu ríkisstjórnar á lögum um nefndarskipun Alþingis.

Það má minna á að þegar fastanefndunum var komið á árið 1915 var fjárveitinganefnd neðri deildar fjölmennari en aðrar nefndir þingsins. Á kreppuárunum (árið 1934) voru gerðar þær breytingar að í stað þess að tvær slíkar nefndir væru starfandi; hvor í sinni deild þingsins, voru þær lagðar niður en í stað þess var kosið í hana í sameinuðu þingi. Þá var nefndarmönnum fjölgað úr sjö upp í níu (sjá hér). Á árunum 1974 til 1985 var fjöldi þeirra rokkandi á milli níu og tíu en árið 1991 var þeim fjölgað upp í ellefu.

Væntanlega þarf ekki að fjölyrða um það frekar að fjárlaganefndin er ein þeirra nefnda sem hafa frá upphafi þótt ein sú mikilvægasta og e.t.v. sú allra mikilvægasta á fyrsta áratug fastanefndanna. Í þessu ljósi er afar athyglisvert að virða það fyrir sér hverjir þeirra sem hafa gegnt ráðherraembætti eftir 2009 hafa átt sæti í þessari nefnd.

Fjárlaganefnd

Það hefur þegar verið vakin athygli á því að Össur Skarphéðinsson og Bjarni Benediktsson höfðu átt sæti í öllum þeim nefndum sem þegar hafa verið taldar upp. Skýringin á bak við það að tími þess síðarnefnda er litaður með bláu á myndinni hér að ofan er sú að verkefni nefndarinnar tengjast núverandi ráðherrastöðu hans.

Það eru þó væntanlega önnur atriði á þessari mynd sem vekja meiri athygli en þetta tvennt. Fyrst er það væntanlega hversu margir Samfylkingar- og Sjálfstæðisflokksráðherrar höfðu átt sæti í fjárlaganefndinni áður en þeir urðu ráðherrar. Svo það hversu lengi Jón Bjarnason, eini ráðherra Vinstri grænna sem hafði setið í þessar nefnd, sat þar og loks það að þeir Bjarni, Illugi og Kristján Þór áttu allir sæti í nefndinni á árunum 2007 til 2009.

Þetta allt er ekki síst athyglisvert fyrir það að enginn núverandi ráðherra Framsóknarflokksins hafði átt sæti í fjárlaganefndinni áður en hann var skipaður ráðherra. Þegar árin, sem annars vegar ráðherrahópur fyrrverandi ríkisstjórnar og hins vegar þeirrar núverandi áttu í fjárlaganefndinni, eru lögð saman þá kemur í ljós að þeir fimm sem gegndu ráðherrastöðum í ríkisstjórn Jóhönnu höfðu setið þar í samtals ellefu ár eða samfleytt frá árinu 1999 til ársins 2011.

Núverandi ríkisstjórn hafði hins vegar átt fjóra fulltrúa í fjárlaganefndinni á þeim tíu árum sem liðu frá því að Bjarni fékk þar sæti þar til hann varð fjármálaráðherra. Niðurstaðan er þar af leiðandi sú að eðaltalsreynsla beggja hópa er nær því sú sama eða tæp fjögur ár; þ.e. tæplega eitt kjörtímabil.

Fjárlagaefndin „fjallar um fjármál ríkisins, fjárveitingar, eignir ríkisins, lánsheimildir og ríkisábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs. Enn fremur skal nefndin annast eftirlit með framkvæmd fjárlaga.“ (sjá hér). Í nefndinni eiga sæti níu fulltrúar eins og í öðrum fastanefndum þingsins.

Eðli málsins samkvæmt þá ætti að vera óhætt að fullyrða að fjárlaganefndin er ein af mikilvægustu nefndum Alþingis. Miðað við það sem hefur verið dregið fram hér að framan ætti að vera óhætt að taka undir þá fullyrðingu að hún er líka ein þeirra eftirsóknarverðustu. Það er líklegt að það sé eitthvað misjafnt eftir þingum og kjörtímabilum hvaða aðrar nefndir eru taldar eftirsóknarverðastar. Af því sem kemur fram í næstu töflu er ekki útilokað að ætla að einhver áherslumunur sé líka á milli flokka hvaða nefndir þykja mikilvægar.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
 Fyrrverandi ráðherrar
heiti nefndar og tímabil
ár
 Jóhanna Sigurðardóttir sérnefnd um stjórnarskrármál 1995-1997,
 1999-2000 og 2004-2007
 kjörbréfanefnd 1999-2003
9
 Össur Skarphéðinsson kjörbréfanefnd 1999-2003
 í stjórnarskrárnefnd 2005-2007
6
 Ögmundur Jónasson kjörbréfanefnd 1999-2007
 sérnefnd um stjórnarskrármál 1999-2003, 2004 
 og 2005-2007
8
 Steingrímur J. Sigfússon sérnefnd um stjórnarskrármál 2004-2005
 í stjórnarskrárnefnd 2005-2007
3
 Ráherrar tímabundið
heiti nefndar og tímabilár
 Álfheiður Ingadóttir kjörbréfanefnd 20091/2
5 1/2 árs meðaltalsreynsla á 5 einstaklinga á samanlagt 10 árum26
 Núverandi ráðherrarheiti nefndar og tímabilár
 Bjarni Benediktsson sérnefnd um stjórnarskrármál 2004-2007 og
 2009
(fyrri)
 kjörbréfanefnd 2005-2009
 5
 Ólöf Nordal kjörbréfanefnd 2009-2011
 sérnefnd um stjórnarskrármál 2010-2011
 stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2011-2013
4
 Sigrún Magnúsdóttir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2013-20141
3ja ára meðaltalsreynsla á 3 einstaklinga á samanlagt 10 árum10


Það er alls ekki útilokað að niðurstaða þessarar töflu þýði það eitt að stjórnarandstöðuflokkarnir fái frekar sæti í nefndum eins og kjörbréfanefnd og svo sérnefndum eins og þeirri sem hefur verið skipað í nokkuð reglulega frá því að EES samningurinn var leiddur í lög árið 1994 (sjá hér). Hér er að sjálfsögðu átt við sérnefndir um stjórnarskrárbreytingar. Báðir málaflokkar heyra nú undir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eins og hefur komið ítrekað fram í síðustu færslum.

Hlutverki þessarar nefndar hefur líka verið gerð rækileg skil nú þegar þannig að það ætti að vera óþarft að telja það allt upp aftur. Eins og kemur fram hér þá er það líka afar víðtækt. Í þessu sambandi er vert að minna á að henni er m.a. ætlað að fjalla um „málefni forseta Íslands, Alþingis og stofnana þess, kosningamál, málefni Stjórnarráðsins í heild og önnur mál sem varða æðstu stjórn ríkisins“. Nefndinni er einnig ætlað að:

hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur gagnvart framkvæmdarvaldinu. (sjá hér)

Miðað við það sem bankahrunið, haustið 2008, og eftirleikur þess hefur leitt í ljós er hins vegar hæpið að gera ráð fyrir að með nefndinni hafi verið komið á raunverulegu eftirlit sem muni breyta einhverju í stjórnsýsluháttum hér á landi. Miðað við það á hvaða vettvangi og með hvaða aðferðum er skipað í fastanefndir Alþingis er a.m.k. líklegra að eftirlitið muni frekar stjórnast af pólitískum hvötum og/eða ásetningi en faglegum.

Varðandi muninn sem kemur fram í meðaltalsreynslu (árafjöldi einstaklinga í hvorum hópi deilt með fjölda einstaklinganna) þeirra sem eru taldir í töflunni hér að ofan má benda á að sambærilegan mun er að sjá í töflunni fyrir efnahags- og viðskiptanefndina sem stendur hér framar. Hér munar mestu um árafjöldann sem Jóhanna, Ögmundur og Össur hafa átt í forverum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarinnar.

Það er auðvitað hæpið að ætla að efnahags- og viðskiptanefndin þyki ekki mikilvæg en þó eru mjög sterkar vísbendingar um að hún sé ekki álitin jafn þýðingarmikil og fjárlaganefndin. Þeir ráðherrahópar sem hér hafa verið bornir saman eiga báðir tæpa fjögurra ára meðaltalsreynslu úr þeirri síðarnefndu. Hins vegar er meðaltalsreynslan úr efnahags- og viðskiptanefndinni fimm ár hjá ráðherrahópnum sem sat í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur en tvö ár hjá núverandi ráðherrahópi. Svipaður munur kemur fram í töflunni hér að ofan þó hann sé hálfu ári minni.

Á þessu kunna að vera a.m.k. tvær skýringar. Sú sem var bent á hér að ofan sem þýðir það að þeir sem eru í stjórnarandstöðu fái frekar sæti í þeim nefndum sem eru síður eftirsóknarverðar en svo skiptir það auðvitað máli að allir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar, að Bjarna einum undanskildum, komu ekki inn á þing fyrr en árið 2007 eða síðar.

Þriðja atriðið er að heildartala þeirra sem sátu á ráðherrastóli á síðasta kjörtímabili er hærri. Það munar reyndar ekki nema tveimur þegar utanþingsráðherrarnir, Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon, eru ekki taldir með. Ef tvö síðasttöldu atriðin væru stórir áhrifavaldar á eftir að skýra af hverju þessi munur á meðaltalsreynslu kemur ekki fram í öllum nefndunum.

Það er hins vegar ekki ólíklegt að það skipti máli að flestar núverandi fastanefndir standa fyrir tvær til þrjár eldri sem hafa verið sameinaðar í eina. Það skýrir þó ekki þá staðreynd að meðaltalsreynsla núverandi ráðherrahópsins er hærri í allsherjar- og menntanefndinni en þeirra sem voru ráðherrar á síðasta kjörtímabili. Þetta skýrir heldur ekki að jafnaðarreynsla núverandi hóps af setu í atvinnuveganefndinni er aðeins ári styttri en þeirra sem voru ráðherrar á síðasta kjörtímabili. Þessi munur er á milli hópanna þegar þessir þættir eru skoðaðir í sambandi við umhverfis- og samgöngunefndina.

Umhverfis- og samgöngunefnd
 Fyrrverandi ráðherrar
heiti nefndar og tímabil
ár
 Össur Skarphéðinsson umhverfisnefnd 1999-2000
1
 Katrín Júlíusdóttir umhverfisnefnd 2007-2009
2
 Ögmundur Jónasson umhverfisnefnd 2009-20101
 Ráherrar tímabundið
heiti nefndar og tímabilár
 Jón Bjarnason samgöngunefnd 1999-20032
 Kristján L. Möller samgöngunefnd 1999-2003 og 2004-2007
7
 Oddný G. Harðardóttir samgöngunefnd 2009-20101
3ja ára meðaltalsreynsla á 6 einstaklinga á samanlagt 10 árum16
 Núverandi ráðherrarheiti nefndar og tímabilár
 Illugi Gunnarsson umhverfisnefnd 2007-2009 2
 Ólöf Nordal samgöngunefnd 2007-2009
 umhverfisnefnd 2007-2009
2
 Eygló Harðardóttir umhverfisnefnd 2008-2009 1
 Kristján Þór Júlíusson umhverfisnefnd 2009-20112
2ja ára meðaltalsreynsla á 4 einstaklinga á samanlagt 4 árum7


Miðað við það sem má lesa út úr þessari töflu hafa forverar þessarar nefndar ekki þótt þurfa mikla einbeitingu þar sem langflestir sem hafa setið í annaðhvort samgöngu- eða umhverfisnefndinni hafa ekki staldrað þar við lengur en eitt til tvö ár. Kristjáni L. Möller er eina undantekningin. Hann var samgönguráðherra í rétt rúmt eitt ár á síðasta kjörtímabili en þá var Samgönguráðuneytið lagt niður og málefni þess færð undir Innanríkisráðuneytið (sjá hér).

Umhverfis- og samgöngunefndin „fjallar um umhverfismál, skipulags- og byggingarmál og rannsóknir, ráðgjöf, verndun og sjálfbærni á sviði auðlindamála almennt. Enn fremur fjallar nefndin um samgöngumál, þ.m.t. framkvæmdaáætlanir, byggðamál svo og málefni sveitarstjórnarstigsins og verkaskiptingu þess og ríkisins.“ (sjá hér)

Utanríkismálanefnd virðist vera undir aðra mikilvægis- eða virðingarröð seld en flestar aðrar fastanefndir Alþingis. Hún er eina nefndin sem hefur haldið sama heiti frá því að hún var sett á stofn árið 1928. Fjárlaganefndin er svo önnur einungis tveggja fastanefnda sem héldu sínum heitum eftir breytingarnar sem voru gerðar á þingsköpum Alþingis undir júnílok sumarið 2011. Heiti hennar var sett árið 1991 eða þegar uppstokkun var gerð á á fastanefndunum í tilefni þess að Alþingi var gert að einni málstofu. Af því tilefni var heiti fjárveitinganefndarinnar breytt í fjárlaganefnd.

Fleira sem ýtir undir þá ályktun að utanríkismálanefndin hafi alltaf verið á öðrum virðingarstað en aðrar fastanefndir þingsins er að frá stofnun hennar (árið 1928) var hún kosin í sameinuðu þingi. Samkvæmt því sem kemur fram hér áttu sjö sæti í nefndinni en fimm í öðrum nefndum. Fram til ársins 2011 var utanríkismálanefndin eina nefndin sem var skipuð varamönnum. Varamennirnir voru jafnmargir þeim sem áttu sæti í nefndinni. Þessu fyrirkomulagi var komið á árið 1938 eða tíu árum eftir að hún var sett á fót(sjá hér).

Það grefur heldur ekki undan þeirri ályktun, að utanríkismálanefndin hafi annan sess en hinar fastanefndir þingsins, að hún er eina nefndin þar sem það er tekið fram að: „Nefndarmenn eru bundnir þagnarskyldu um þá vitneskju sem þeir fá í nefndinni ef formaður eða ráðherra kveður svo á.“ þar er líka tekið fram að fulltrúar hennar skuli vera til taks ef á þarf að halda „jafnt á þingtíma sem í þinghléum“(sjá hér).

Það vekur sérstaka athygli að í utanríkismálanefnd hafa báðir ráðherrahóparmir átt jafnmarga fulltrúa. Meðaltalsreynsla beggja hópa er líka jöfn eða eitt kjörtímabil. Þó ber að benda á að það munar um tíu ára veru Steingríms J. Sigfússonar og sex ára setu Össurar Skarphéðinssonar þegar reynsla ráðherra fyrrverandi ríkisstjórnar er metin með þessum hætti.

Glöggir lesendur hafa væntanlega veitt því athygli að Össur er sá eini af þeim, sem hér eru bornir saman, sem hefur átt sæti í öllum nefndunum sem þegar hafa verið taldar.  Í því samhengi er full ástæða til að vekja athygli á því að utanríkismálanefndin er sú eina þar sem Össur hefur átt sæti í meira en eitt kjörtímabil. Það hversu lengi hann og svo Steingrímur J. hafa átt sæti í nefndinni er ætti ekki síður að vekja sérstaka athygli þegar það er haft í huga hversu eftirsóknarvert það virðist að fá sæti í þessari nefnd.

Bjarni Benediktsson er sá eini meðal núverandi ráðherra sem hefur átt sæti í nefndinni í meira en eitt kjörtímabil. Eins og kemur fram hér að neðan hefur hann setið í utanríkismálanefnd í átta ár.

Utanríkismálanefnd

Eins og kemur fram á myndinni hér að ofan þá hefur helmingur þeirra, sem hafa átt sæti í utanríkismálanefndinni, setið það sem samsvarar einu kjörtímabili eða lengur. Þetta er ekki síst athyglisvert fyrir það að í flestum tilvikum hafa þeir sem eru bornir saman hér ekki átt sæti í sömu nefnd nema í 1-3 ár.

Áður en síðasta fastanefndin verður talin skal tilgreina hlutverk utanríkismálanefndar en á vettvangi hennar er fjallað „um samskipti við erlend ríki og alþjóðastofnanir, varnar- og öryggismál, útflutningsverslun, málefni Evrópska efnahagssvæðisins og þróunarmál, svo og utanríkis- og alþjóðamál almennt. Enn fremur fjallar nefndin um skýrslur alþjóðanefnda sem og skýrslu utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál.“ (sjá hér) Auk þessa hefur hún „yfirumsjón með umfjöllun nefnda Alþingis um EES-mál.“

Velferðarnefnd
 Fyrrverandi ráðherrar
heiti nefndar og tímabil
ár
 Össur Skarphéðinsson heilbrigðis- og trygginganefnd 1995-1999; form.4
 Ögmundur Jónasson heilbrigðis- og trygginganefnd 1995-1996
 félagsmálanefnd 1997-1998
 félags- og tryggingamálanefnd 2007-2009, 2010
5
 Steingrímur J. Sigfússon félagsmálanefnd 1999-20034
 Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálanefnd 2003-20074
 Katrín Júlíusdóttir félagsmálanefnd 2004-20073
 Guðbjartur Hannesson félags- og trygginganefnd 2007-2010; form. 
 2009-2020
2
 Ráherrar tímabundið
heiti nefndar og tímabilár
 Kristján L. Möller félagsmálanefnd 1999-2000
 heilbrigðis- og trygginganefnd 2006-2007
2
 Álfheiður Ingadóttir heilbrigðis- og trygginganefnd 2007
 heilbrigðisnefnd 2007-2009
2
 Árni Páll Árnason heilbrigðis- og trygginganefnd 2007
 heilbrigðisnefnd 2007-2009
2
3ja ára meðaltalsreynsla á 9 einstaklinga á 15 ára tímabili20
 Núverandi ráðherrarheiti nefndar og tímabilár
 Bjarni Benediktsson heilbrigðis- og trygginganefnd 2004-2005 1
 Eygló Harðardóttir heilbrigðisnefnd 2008-2009
 velferðarnefnd 2011-2012
 2
1s árs meðaltalsreynsla á 2 einstaklinga á 3ja ára tímabili13


Af því sem er talið í þessari töflu er auðvitað sláandi hversu margir þeirra, sem sátu á ráðherrastóli fyrir hönd síðustu ríkisstjórnar, hafa átt sæti í félagsmála-, heilbrigðis- og trygginganefnd. Þeir eru hins vegar ekki nema tveir í núverandi ráðherrahópi sem hafa setið í þessum nefndum. Þessi tvö hafa líka setið þar áberandi styttra en ráðherrar síðustu ríkisstjórnar.

Þessi munur skýrist að einhverju leyti af því að ráðherrahópurinn sem situr nú á a.m.k. helmingi styttri heildarþingreynslualdur en hinir sem voru ráðherrar á næsta kjörtímabili á undan (sjá t.d. hér). Í þessu sambandi má minna á að þeir sem gegna ráðherraembættum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins komu nær allir nýir inn á þing árið 2007 og flestir ráðherrar Framsóknar settust ekki inn á þing fyrr en vorið 2009.

Þingreynslualdurinn segir hins vegar alls ekki alla söguna eins og kemur fram þegar horft er til samanburðarins á utanríkismála- og fjárlaganefndinni en þar er nefndarreynsla beggja hópa nokkuð jöfn. Mestur munurinn er hins vegar á meðaltalsreynslu ráðherrahópanna í velferðarnefndinni, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndinni og efnahags- og viðskiptanefndinni.

Í þessum nefndum munar almennt tveimur árum á meðaltalsreynslu. Eina nefndin þar sem núverandi ráðherrahópur kemur út með hærri meðalnefndarreynslu í árum talið er allsherjar- og menntanefnd. Þegar aðrar tölur sem sýna fjölda hvors hóps sem hafði setið í viðkomandi nefndum og árafjöldann sem hvor hópur hafði átt fulltrúa í umræddri nefnd eru bornar saman er munurinn minni. Þetta kemur skýrar fram í kaflanum hér á eftir.

Út frá þrengra sjónarhorni

Af þeim fimmtán, sem sátu á ráðherrastóli í mislangan tíma á síðasta kjörtímabili, eru þau tólf sem höfðu einhverja nefndarreynslu áður en þau voru skipuð til embættis. Fjögur þeirra voru inni á þingi þegar núverandi nefndarfyrirkomulagi var komið á. Það eru því átján ár (1991-2009) sem er verið að horfa til þegar þessi hópur er til athugunar. Reyndar átti síðasta nýskipun ráðherra í þeirri stjórn sér stað í loka ársins 2011 (sjá hér) þannig að árin er þar af leiðandi alls tuttugu.

Í núverandi ríkisstjórn eru þau tíu sem höfðu nefndarreynslu þegar þau voru skipuð. Tímabilið er frá 2003 til 2014 eða ellefu ár. Árið 2003 miðast við það að þá kom Bjarni Benediktsson, sem á lengstu þingreynsluna í núverandi ráðherrahópi, inn á þing. Reyndar gætu árin, sem núverandi ráðherrahópur ætti úr einhverri fastanefnd þingsins, verið tólf þar sem Sigrún Magnúsdóttir var skipuð ráðherra í lok síðasta árs. Skipun Ólafar Nordal breytir hins vegar engu um árafjöldann þar sem hún hvarf af þingi vorið 2013.

Í töflunni hér að neðan er tekið saman í hversu margir í hvorum ráðherrahópi höfðu átt sæti í hverri fastanefnd þingsins. Þar kemur dregið fram hver meðaltalsreynsla hvers þeirra var, áður en til ráðherraskipunar kom, í árum talið. Síðast er svo samanlagður árafjöldi hvors hóps í viðkomandi nefnd. Það er rétt að taka það fram að það sem er rautt í töflunni hér að neðan á við ráðherra fyrrverandi ríkisstjórnar en það sem er blátt á við ráðherra þeirrar sem situr nú.

Allsherjar- og menntamálanefnd
 jafnaðarreynsla
fjöldi
tímabil
2 ár910 ár
3 ár47 ár
 Atvinnuveganefnd
3 ár816 ár
2 ár66 ár
 Efnahags- og viðskiptanefnd
 5 ár819 ár
3 ár45 ár
Fjárlaganefnd
4 ár5 11 ár
3,5 ár410 ár
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
5,5 ár510 ár
3 ár310 ár
Umhverfis- og samgöngunefnd
3 ár610 ár
2 ár44 ár
Utanríkismálanefnd
4 ár514 ár
4 ár58 ár
Velferðarnefnd
3 ár915 ár
1 ár23 ár


Þar sem þegar hefur verið gerð ýtarleg grein fyrir því sem kemur fram í þessari töflu í kaflanum á undan verður ekki staldrað frekar við það sem hún dregur fram. Hins vegar kann það að vera spennandi að taka það saman, sem hefur verið sett fram hér á undan, út frá einstaklingunum sem hafa verið skipaðir ráðherrar frá vorinu 2009.

Í eftirfarandi töflu er þetta gert en þar er heiti fastanefndanna skammstafað á sama hátt og gert er í slóð viðkomandi nefndar sem er krækt við skammstafanirnar. Einnig eru krækjur á ferilskrár viðkomandi þingmanna undir nöfnum þeirra. Á eftir nafni hvers og eins kemur fyrst árið, sem viðkomandi kom inn á þing, þá x í þeim reitum sem eiga við þá nefnd, sem hann hefur setið í, en reiturinn hafður gulur ef hann hefur aldrei átt sæti í nefndinni.

Síðast er svo samtalan yfir það hversu lengi viðkomandi hefur átt sæti í fastanefndum þingsins. Þar á eftir kemur reyndar reitur sem er merktu mt. og stendur fyrir meðaltal og á við hvert má gera ráð fyrir að sé meðaltalsreynsla hvers eftirtaldra úr þeim nefndum sem hann hafur átt sæti í. Þetta gefur í fæstum tilvikum rétta mynd af raunverulegum árafjölda, sem hver þeirra sem um ræðir sátu í hverri nefnd, en dregur það þó fram, sem hefur komið fram áður, að fæstir meðal þeirra, sem hér hafa verið bornir saman, hafa meiri reynslu úr hverri nefnd en sem nemur tveimur árum.

Það er svo væntanlega ástæða til að minna á það enn einu sinni að með breytingunni á þingsköpum Alþingis árið 1991 varð líka stór breyting á fastanefndunum og hvernig vera í þeim er talin fram á ferilskrá alþingismanna. Af þessari ástæðu var gerð sérstök grein fyrir nefndarveru Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, sem bæði komu inn á þing fyrir 1991, í þessari færslu hér.

Það sem er litað rautt eða blátt í þessari töflu eru x-in í þeim nefndum sem snerta ráðuneytin sem viðkomandi stýrði áður eða stjórnar nú. Rautt fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar sem sat á árunum 2009 til 2013 en blátt fyrir ráðherra núverandi ríkisstjórnar.

 Fyrrverandi ráðherrar
kos.amavevflseusutvfármt.
 Jóhanna Sigurðardóttir1978 xxx x xx122
 Steingrímur J. Sigfússon1983 xx x xx183,6
 Össur Skarphéðinsson1991xxxxxxxx141,8
 Ögmundur Jónasson1995xxx xxxx152,1
 Katrín Júlíusdóttir2003xx x x x61,2
 Guðbjartur Hannesson2007x  x   x31
 Katrín Jakobsdóttir2007x x     21
 Svandís Svavarsdóttir2009        0 
Fjöldi nefndarsæta/7 einstaklingum= reynsla af 5 nefndum á hvern702
 Ráherrar tímabundið
kos.amavevflseusutvfár 
 Kristján L. Möller1999 x   x x72,3
 Jón Bjarnason1999 xxx x  102,5
 Árni Páll Árnason2007x x   xx20,5
 Álfheiður Ingadóttir2007xxx x  x20,4
 Oddný G. Harðardóttir2009x  x x  20,7
Fjöldi nefndarsæta/5 einstaklingum= reynsla úr 4 nefndum á hvern231
 Núverandi ráðherrarkos.amavevflseusutvfár 
 Bjarni Benediktsson2003xxxxx xx101,4
 Kristján Þór Júlíusson2007 x x x  62
 Ragnheiður Elín Árnadóttir2007 xx  x  51,7
 Illugi Gunnarsson2007x xx x  41
 Eygló Harðardóttir2008xxx  x x51
 Gunnar Bragi Sveinsson2009 x    x 42
 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson2009      x 44
 Sigurður Ingi Jóhannsson2009 x      44
 Hanna Birna Kristjánsdóttir2009        0 
 Ólöf Nordal2007x  xxxx 61,2
 Sigrún Magnúsdóttir2013    x   ~21,5
Fjöldi nefndarsæta/10 einstaklingum= reynsla úr 3 nefndum á hvern422

Það er e.t.v. rétt að skýra það sem er tekið saman í lok hverrar upptalningar hér að neðan en þar er einstaklingunum sem áttu einhverja þingreynslu að baki deilt í heildarfjölda þeirra nefndarsæta sem hvor hópur hafði átt. Út úr því er fenginn meðalfjöldi á einstaklingana í hópnum.

Auðvitað kemur það svo í ljós þegar betur er að gáð að það eru t.d. bara Kristján Þór og Ragnheiður Elín, af núverandi ráðherrum, sem hafa setið í nákvæmlega þremur nefndum. Eins og áður hefur komið fram hafði Bjarni Benediktsson átt sæti í öllum nefndum Alþingis nema umhverfis- og samgöngunefndinni þegar hann var skipaður efnahags- og fjármálaráðherra vorið 2013. Sigmundur Davíð, Sigurður Ingi og Sigrún Magnússóttir höfðu hins vegar aðeins átt sæti í einni nefnd áður en þau urðu ráðherrar.

Í samanburðinum hlýtur það að vekja athygli að jafnvel þeir ráðherrar síðustu ríkisstjórnar sem höfðu styttri þingreynslualdur að baki þegar þeir voru skipaðir ráðherrar höfðu setið í tveimur til þremur nefndum áður en þeir voru skipaðir ráðherrar.

Árni Páll Árnason hafði reyndar átt sæti í fjórum fastanefndum þingsins áður en hann varð ráðherra þrátt fyrir að eiga aðeins tveggja ára þingreynslualdur að baki og Álfheiður Ingadóttir sem kom inn á þing sama ár og hann, þ.e. vorið 2007, hafði átt sæti í fimm fastanefndum Alþingis þegar hún var skipuð. Þær verða reyndar sex ef það er miðað við nefndarskipulagið fyrir mitt ár 2011.

Meðal þeirra ályktanna sem má draga af því sem umrædd tafla leiðir í ljós er að það sé þó nokkur munur á viðhorfum á milli stjórnmálaflokkanna varðandi það hvernig nefndarsætunum er skipt á milli þingflokksmanna. Þetta kemur skýrast fram þegar nefndarskipan þeirra, sem höfðu setið í tvö til þrjú ár á Alþingi áður en þeir voru skipaðir ráðherrar á síðasta kjörtímabili er borin saman við nefndarreynslu þeirra, sem gegna ráðherraembættum fyrir Framsóknarflokkinn nú.

Allir, að Eygló einni undanskilinni, núverandi ráðherrar Framsóknarflokksins komu nýir inn á þing vorið 2009 eða síðar. Þrjú þeirra höfðu átt sæti í einni og sömu fastanefndinni frá því þau komu inn á þing. Gunnar Bragi skipti hins vegar um nefnd á miðju síðustu kjörtímabili. Flutti sig úr iðnaðarnefndinni yfir í utanríkismálanefndina.

Það eru vissulega fleiri atriði sem vekja athygli í þeim samanburði sem farið hefur fram hér að ofan. Einhverjum þeirra verða gerð ýtarleg skil í næstu færslu en alls verða færslurnar um nefndareynslu þeirra sem hafa verið skipaðir ráðherrar frá vorinu 2009 fjórar. Þessi og tvær til viðbótar um þingnefndirnar og svo ein um erlendu nefndirnar. Það er þó möguleiki á að umfangið leiði til þess að þær verði fleiri.

Heimildir

Aðrar færslur í þessum sama flokki:
Ráðherrasamanburður: Aldur við skipun
Ráðherrasamanburður: Menntun
Ráðherrasamanburður: Starfsreynsla
Ráðherrasamanburður: Sveitarstjórnarreynsla
Ráðherrasamanburður: Önnur pólitísk reynsla
Ráðherrasamanburður: Flokksforysta
Ráðherrasamanburður: Önnur flokksreynsla
Ráðherrasamanburður: Þingreynsla

Krækjur í aukafærslur í þessum flokki:
Hefðarreglur ráða för I
Hefðarreglur ráða för II
Hefðarreglur ráða för III
Hefðarreglur ráða för IV
Ráðherrasamanburður: Aukafærsla vegna skipunar Sigrúnar

Ferilskrá ráðherra núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnar:
Menntunar- og hæfniskröfur til ráðherraembætta

Heimild um fastanefndir Alþingis
Fastanefndir Alþingis - Sögulegt yfirlit

Heimild um skipun ráðuneyta:
Ráðuneyti 1917-2013
Breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands (fækkun ráðuneyta). frá 30. mars til 11. apríl 2012.
Stjórnarráð Íslands
(sameining ráðuneyta). frá 9. júní til 9. september 2010.


Ráðherrasamanburður: Aukafærsla vegna skipunar Sigrúnar

Þessi færsla er skrifuð í tilefni af skipun Sigrúnar Magnúsdóttur í embætti umhverfis- og auðlindaráðherra. Hér verður ferilskrá hennar sett fram eins og hinna en það var gert í færslu sem fékk heitið Menntunar- og hæfniskröfur til ráðherraembætta. Ferilskrá Ólafar Nordal var sett fram í nýlegri viðbótarfærslu í framhaldi af skipun hennar í byrjun síðasta mánaðar.

Þar sem Sigrún Magnúsdóttir á sér langa sögu í pólitík verður farið nokkuð ýtarlega yfir hana ásamt því að bera ferilskrá hennar saman við forvera hennar, Svandísi Svavarsdóttur, sem sat á tíma fyrri ríkisstjórnar. Auk þessa verða dregin fram þau atriði sem skipun Sigrúnar hefur breytt/styrkt í því sem þegar hefur verið sett fram í þeim ráðherrasamanburði sem þetta blogg hefur verið undirlagt af á undanförnum mánuðum.

Ferilskrá Sigrúnar Magnúsdóttur

Ferilskráin hér að neðan er byggð á því sem kemur fram á alþingisvefnum en það er rétt að benda á að ýtarlegri ferilskrá má finna á heimasíðu hennar og svo ágrip á heimasíðu Framsóknar. Þar kemur m.a. fram að baráttumál Sigrúnar á þessu kjörtímabili eru: „Atvinnuuppbygging, menningartengd ferðaþjónusta, þjóðmenning, varðveisla minja og menntamál.“ (sjá hér)

Sigrún Magnúsdóttir

Sigrún Magnúsdóttir
fædd í Reykjavík 15. júní 1944

þingmaður Reykjavík norður
Framsóknarflokkur
formaður þingflokksins frá 2013
hefur setið inni á þingi frá sama tíma (varaþingmaður Reykvíkinga mars-apríl 1980 og apríl-maí 1982)

umhverfis- og auðlindaráðherra
2014-

aldur

 70 ára

menntunKvennaskóla- og landspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1961.
Próf frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1962.
Stundaði nám við öldungadeild MH 1974-1976.
BA-próf í þjóðfræði og borgarfræðum frá HÍ 2006.


stjórnmálatengd störf
og nefndarsetur utan Alþingis


Í hreppsnefnd Suðurfjarðahrepps 1970-1972.

Varaborgarfulltrúi 1982-1986, borgarfulltrúi 1986-2002.
Formaður borgarráðs 1994-2000.

Í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1994-2002.

Í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar 1982-1986.
Í stjórn heilbrigðisráðs Reykjavíkur 1984-1986.
Í stjórn Dagvistar barna 1988-1990.
Í stjórn Veitustjórnar Reykjavíkur 1990-1994.
Í fræðsluráði Reykjavíkur 1991-1994, formaður 1994-2002.
Formaður nefndar borgarinnar um yfirfærslu á grunnskólanum frá ríkinu 1994-1996.  
Formaður verkefnisstjórnar um skólabyggingar í Reykjavík 1994-2002.
Varaformaður Hafnarstjórnar Reykjavíkur 1994-2002.
Formaður nefndar um að koma á laggirnar sjóminjasafni í Reykjavík 2001-2004.
Varaformaður stjórnar Heilsugæslunnar í Reykjavík 2002-2003.
Í stjórn Framkvæmda- og eignaráðs borgarinnar 2008-2010.

Í nefnd á vegum menntamálaráðherra um tengsl heimila og skóla 1982-1983.
Í nefnd á vegum menntamálaráðherra til undirbúnings stofnunar Borgarholtsskóla 1996-1998;
í skólanefnd skólans 1998-2005.
Í nefnd milli menntamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um málefni framhaldsskólanna í borginni, t.d. uppbyggingu og kostnaðarskiptingu 1996-2002.
Í nefnd menntamálaráðherra um endurmat á kostnaði vegna flutnings grunnskólans til sveitarfélaga 1999-2000.

Formaður borgarstjórnarhóps Reykjavíkurlistans 1994-2002.

Formaður Félags framsóknarkvenna í Reykjavík 1981-1986.
í stjórn fulltrúaráðs framsóknarfélaga í Reykjavík 1981-1986.
Í miðstjórn Framsóknarflokksins 1982-2002 og frá 2008.
Í stjórn flokksmálanefndar Framsóknarflokksins 1982-1987. 
Í landsstjórn Framsóknarflokksins 1989-1993.
Í stjórn kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Reykjavík 2010-2012. Formaður Félags framsóknarmanna í Reykjavík 2011-2012.

Sat formannafundi Bandalags kvenna í Reykjavík 1981-1986 og 2010-2013.
Varaformaður Kaupmannasamtaka Íslands 1991-1995.
Varaformaður stjórnar Sjálfsbjargarheimilisins 1991-2006.
Í stjórn hjúkrunarheimilanna Eirar og Skjóls 1992-1994;
í fulltrúaráði Eirar 1994-2004.
Varaformaður Hollvinasamtaka um varðskipið Óðin frá 2006.
Varaformaður félagsins Matur, saga, menning 2006-2009.

Í bankaráði Landsbanka Íslands 1993-1995.

Í landsdómi 2005-2012.

Þingvallanefnd 2013-

starfsaldur á þingi
Hefur setið á þingi í rúmlega eitt og hálft ár.

viðkomandi þingnefndir
stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2013-2014.


önnur starfsreynsla
Banka- og skrifstofustörf í Þýskalandi 1962-1967.
Bankastörf á Íslandi 1967-1969.
Kennari á Bíldudal 1969-1971.
Kaupmaður í Reykjavík 1971-1994.
Forstöðumaður og kynningastjóri Víkurinnar, Sjóminjasafnsins í Reykjavík, 2005-2011.

><>  ><>  ><>  ><>  ><>  ><>   ><>

Pólitíkin

Eins og kemur fram hér að ofan hóf Sigrún feril sinn í pólitík 26 ára gömul og hefur verið meira og minna viðloðandi pólitík í 44 ár. Reyndar var hún aðeins í tvö ár í hreppsnefnd Suðurfjarðahrepps en svo liðu tíu ár áður en hún komst til áhrifa í Framsóknarflokknum, fyrst sem varaþingmaður árið 1980, þá sem varaborgafulltrúi og svo sem borgarfulltrúi sex árum síðar.

Næstu tvo áratugina barst Sigrún mikið á bæði innan flokksins og í borgarpólitíkinni en hún var borgarfulltrúi frá árinu 1986 til ársins 2002 eða í 16 ár. Á árunum frá 1994 til 2002 átti hún að jafnaði sæti í 12 til 14 ráðum nefndum og stjórnum. Það má minna á það að á þessum árum var grunnskólinn færður frá ríki til sveitarfélaga en það vekur sérstaka athygli hvað Sigrún Magnúsdóttir átti mörg sæti á vegum borgar- og ríkisstjórnar á þessum árum þar sem unnið var að mótun menntamála í landinu:

  • í fræðsluráði Reykjavíkur 1991-1994, formaður 1994-2002.
  • formaður borgarráðs 1994-2000.
  • í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1994-2002.
  • formaður verkefnisstjórnar um skólabyggingar í Reykjavík 1994-2002.
  • formaður nefndar borgarinnar um yfirfærslu á grunnskólanum frá ríkinu 1994-1996.  
  • í nefnd á vegum menntamálaráðherra til undirbúnings stofnunar Borgarholtsskóla 1996-1998, í skólanefnd skólans 1998-2005.
  • í nefnd milli menntamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um málefni framhaldsskólanna í borginni, t.d. uppbyggingu og kostnaðarskiptingu 1996-2002.
  • í nefnd menntamálaráðherra um endurmat á kostnaði vegna flutnings grunnskólans til sveitarfélaga 1999-2000. (sjá hér)

Upphafið að því að Sigrúnu hefur verið falin svo mörg trúnaðarstörf við mótun menntamála gæti verið tveggja ára kennslureynsla hennar frá Bíldudal en hún starfaði sem leiðbeinandi við grunnskólann þar árin 1969 til 1971. Ekki er tekið fram hvaða greinar hún hefur kennt en miðað við menntun hennar má ætla að það hafi verið hússtjórnar- og handavinnugreinar þó það sé allt eins líklegt að hún hafi kennt almennar greinar þó kennaramenntunina vanti.

Væntanlega eru þeir allnokkrir sem þykir það hæpin grunnur, að hafa eingöngu tveggja ára kennslureynslu að byggja á, í jafnvíðtækum áhrifastöðum og Sigrúnu voru falin á sviði stefnumótunar í menntamálum. Þegar ferilskrá Sigrúnar er skoðuð með tilliti til þess ráðherraembættis sem hún hefur verið skipuð til nú er ljóst að þar er hvorki menntunar- né reynslugrunnur á sviði umhverfis- og auðlindamála til að byggja á heldur.

Eina skýring skipunarinnar er pólitískur ferill hennar. Það virðist engu skipta þó þar sé ekkert sem viðkemur málaflokkunum sem hún er orðin æðstráðandi yfir. Í eftirfarandi orðum, sem koma fram í frétt á vef ráðuneytisins, kemur það e.t.v. skýrast fram hversu rík sú hugmyndafræði er að það sé miklu frekar reynsla af flokkspólitískum stjórnmálastörfum, sem veita góðan grunn til að standa sig í starfi ráðherra, heldur en bein þekking eða reynsla af málaflokknum sem viðkomandi er ætlað að stýra:

Sigrún á að baki farsælan feril í stjórnmálum auk þess að búa að víðtækri reynslu úr atvinnulífinu.  Sigrún hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir ríki og borg og sat í borgarstjórn Reykjavíkur í 16 ár, m.a. sem formaður borgarráðs í 6 ár og formaður borgarstjórnarhóps Reykjavíkurlistans frá 1994 til 2002. Hún hefur setið í stjórnum margra fyrirtækja og stofnana borgarinnar og leitt mikilvæg verkefni, t.d. á sviði mennta- og fræðslumála. 

Sigrún var kjörin á þing vorið 2013 og  hefur setið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og verið formaður Þingvallanefndar auk þess að gegna embætti þingflokksformanns. (sjá hér)

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur fullyrt að „Sigrún njóti almenns stuðnings“ (sjá hér) meðal þingmanna Framsóknarflokksins. Hann sagði jafnframt að: „marg­ir öfl­ug­ir þing­menn væru í þing­flokki Fram­sókn­ar­flokks­ins og gætu leyst það verk­efni að vera ráðherra.“ (sjá hér) sem minnir nokkuð á orð Steingríms J. Sigfússonar sem hann lét falla við skipun Álfheiðar Ingadóttur í embætti heilbrigðisráðherra haustið 2009: „Við vorum að sjálfsögðu ekki í neinum vandræðum og margir fleiri komu til greina.“ (sjá hér).

Euripides

Af einhverjum ástæðum hefur ekki tekist að finna viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttir vegna þeirra breytinga sem voru gerðar þegar Guðbjartur Hannesson var skipaður heilbrigðisráðherra. Fréttir af því hvernig þeirri skipun var tekið innan Samfylkingarinnar eru nokkuð misvísandi. Þannig segir á einum stað að „almenn ánægja með ákvarðanir um breytta ríkisstjórn [og] nýrri ráðherraskipan hafi verið fagnað með lófataki“ (sjá hér) á meðan annars staðar kemur fram að „fundurinn [var] ekki átakalaus og menn því ekki á eitt sáttir um þessa ráðstöfun“ (sjá hér).

Þegar Oddný G. Harðardóttir var skipuð er það haft eftir Jóhönnu að þetta sé í „fyrsta sinn [sem kona gegn­ir] embætti fjár­málaráðherra á Íslandi. Það er sér­stak­lega ánægju­legt að enda árið 2011 með því að ná þess­um merka áfanga í jafn­rétt­is­bar­áttu á Íslandi.“ Þetta er sett fram á vef Forsætisráðuneytisins (sjá hér). Af þessu má ætla að annaðhvort hafi Jóhanna Sigurðardóttir ekki gefið fjölmiðlum kost á viðtölum við framangreind ráðherraskipti eða fjölmiðlar hafi ekki treyst sér til að hafa neitt eftir henni heldur frekar talað við þá sem létu af embættum og þá sem tóku við (sjá hér og hér).

Af öllu þessu ætti þó að vera óhætt að fullyrða að formenn fjórflokksins, svokallaða, eru allir sammála um það að það sé þeirra að velja ráherra eftir óskráðum flokkspólitískum hefðarreglum sem er ekki annað að sjá en að séu afar sveigjanlegar. Það má líka vekja athygli á því að miðað við það sem hér hefur verið rakið er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að fjölmiðlar hafi gengist inn á að þetta sé eðlileg aðferðafræði sem engin ástæða sé til að efast um.

Ágrip af sögu utanríkisráðherraembættisins

Ef allir eru taldir sem hafa farið með Umhverfisráðuneytið frá stofnun þess er Sigrún Magnúsdóttir þrettándi ráðherrann sem tekur við lyklavöldunum þar; þriðji eftir að heitið var aukið til núverandi myndar haustið 2012 (sjá hér). Þegar Halldór Ásgrímsson er talinn, eins og hér er gert en hann fór með Umhverfisráðuneytið í tæpar þrjár vikur vorið 1999 (sjá hér), er Sigrún sjötti framsóknarmaðurinn sem fer fyrir ráðuneytinu.

Framsóknarmennirnir eru taldir hér en Halldóri sleppt þar sem hann sat aðeins síðustu vikur kjörtímabilsins 1995-1999 í stað Guðmundar Bjarnasonar sem fékk lausn frá embætti þremur vikum áður en kjörtímabilið var úti (sjá hér).

Framsóknarmenn í Umhverfisráðuneytinu

Eins og kom fram í sérstakri færslu um Umhverfis- og auðlindaráðuneytið (sjá hér) var það stofnað árið 1990 og er því aðeins tuttugu og fjögurra ára gamalt. Þegar það er haft í huga að alls 13 einstaklingar hafa farið þar með æðstu völd frá stofnun þess er ljóst að ráðherraskiptin þar hafa verið mjög ör. Hins vegar hefur Framsóknarflokkurinn farið með umhverfismálin lengst allra flokka eða í nær helming tímans sem er liðinn frá stofnun ráðuneytisins.

Miðað við sögu annarra ráðuneyta vekur það athygli að ríflega helmintur þeirra sem hefur gegnt embætti umhverfisráðherra eru konur (sjá hér). Umhverfis- og auðlindaráðuneytið er eina ráðuneytið þar sem fleiri konur en karlar hafa farið með æðstu völd. Sigrún Magnúsdóttir er sjöunda konan til að stýra því.

Þegar horft er til menntunar og starfsreynslu þeirra sem hafa farið með umhverfis- og auðlindaráðherraembættið er ekki að sjá að þeir formenn, sem hafa skipað ráðherra yfir ráðuneyti þessa málaflokks, hafi verið uppteknir af þessum þáttum við valið. Það er helst að menntun Júlíusar Sólness, sem var fyrsti umhverfisráðherrann, og Össurar Skarphéðinssonar, sem varð þriðji ráðherrann til að stýra ráðuneyti umhverfismála, snerti umhverfis- og auðlindamál.

Júlíus Sólnes, sem gegndi embættinu í eitt ár, er með próf í byggingarverkfræði og einhverja starfsreynslu í þeirri sérgrein (sjá hér). Össur Skarphéðinsson er með doktorspróf í lífeðlisfræði með fiskeldi sem sérgrein (sjá hér) en hann tók við embætti umhverfisráðherra af Eiði Guðnasyni árið 1993 þegar Eiður var skipaður sendiherra í Osló (sjá hér). Össur var umhverfisráðherra í tvö ár (sjá hér).

Þegar Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra 1. febrúar 2009 var Kolbrún Halldórsdóttir skipuð yfir Umhverfisráðuneytið. Hún var fyrsti ráðherra Vinstri grænna til að fara með ráðuneytið en féll út af þingi í alþingiskosningunum um vorið. Svandís Svavarsdóttir kom hins vegar ný inn á þing. Hún var umsvifalaust gerð að umhverfisráðherra og er líklegast að sú tilhögun hafi ráðist af því að hún hafði setið í tvö ár í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur áður en hún kom inn á þing(sjá hér).

Svandís Svavarsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir

Þegar Svandís Svavarsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir eru bornar saman er auðvitað ljóst að það munar 20 árum á þeim í aldri en þó er hægt að sjá ákveðin samkenni sem formenn þeirra hafa væntanlega báðir tekið mið af við skipun þeirra í ráðherraembætti. Þ.e. að báðar hafa fyrst og fremst flokks- og sveitarstjórnareynslu sem þeim er ætlað að byggja á í því ráðherraembætti sem þeim var úthlutað.

Af því sem hefur verið dregið fram í fyrri færslum og undirstrikað hér þá ætti það að vera orðið fullljóst að reynsla af pólitísku starfi ræður mun meiru og jafnvel öllu þegar kemur að vali formanna ríkisstjórnarflokkanna á þeim sem þeir skipa til ráðherraembætta. Það er ekkert á ferilskrá Sigrúnar sem rökstyður það að hún búi yfir staðgóðri þekkingu eða reynslu af umhverfis- og auðlindamálum. Það er líka hæpið að halda því fram að Svandís Svavarsdóttir hafi búið yfir nægilegri þekkingu og reynslu af málefnum Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þó hún hafi sannarlega setið í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og munað um hana þar (sjá hér).


Aldursforseti

Eins og kom fram hér í upphafi er þetta innskotsfærsla í tilefni af því að Sigrún Magnúsdóttir hefur nú verið skipuð yfir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Hér að ofan hefur ferilskrá Sigrúnar einkum verið skoðuð út frá ferli Svandísar Svavarsdóttur og því hvernig hún fellur að því hefðarmynstri sem hefur orðið ofan á við ráðherraskipanir hér á landi. 

Frá sl. vori hefur meginverkefnið á þessu bloggi verið það að stilla saman þeim þáttum sem koma fram á ferilskrám núverandi og fyrrverandi ráðherra í þeim tilgangi að draga það fram sem ræður vali formanna stjórnmálaflokkanna þegar kemur að skipun í ráðherraembætti. Þeir þættir sem hefur verið stillt þannig saman er aldur, menntun, starfs-, flokks- og stjórnmálareynsla.

Þessi samanburður er langt kominn. Svo langt að það er óhætt að fullyrða að það er hvorki viðkomandi menntun né reynsla af atvinnumarkaði sem formenn stjórnmálaflokkanna hafa í hávegum þegar þeir skipa ráðuneytunum æðstráðendur. Hins vegar skiptir flokkspólitískur ferill greinilega máli og ekki skemmir fyrir að viðkomandi hafi aflað sér reynslu af pólitíska sviðinu. Þar skiptir ekki öllu hvort hún er af sveitarstjórnar- eða landsmálum.

Allir sem gegna ráðherraembættum nú hafa verið í þingnefnd sem tengist málaflokki/-flokkum þess ráðuneytis sem þeir sitja yfir nema Kristján Þór Júlíusson og Sigrún Magnúsdóttir. Ef Hanna Birna Kristjánsdóttir er talin með þá var hún ný inni á þingi þegar hún var sett yfir Innanríkisráðuneytið og hafði þar af leiðandi enga reynslu innan úr þingnefndum þegar hún tók við embætti. Þegar þetta er skrifað situr Ólöf Nordal yfir ráðuneytinu en hún hefur reynslu innan úr þingnefndum sem viðkoma starfi hennar sem innanríkisráðherra.

Í síðustu ríkisstjórn var Svandís Svavarsdóttir eini ráðherrann sem hafði enga reynslu, innan úr viðkomandi þingnefnd, áður en hún var skipuð til embættisins. Hún, eins og Hanna Birna Kristjánsdóttir, hafði heldur enga þingreynslu.

Nýskipanir Ólafar Nordal og Sigrúnar Magnúsdóttur hafa breytt einhverju varðandi tölulegar niðurstöður sem hafa verið settar fram í fyrri færslum þessa samanburðarverkefnis. Það hafa þegar verið settar fram sérstakar færslur þar sem þingreynslu Ólafar Nordal var bætt við það sem hafði verið sett fram í færslunni Ráðherrasamanburður: Þingreynsla en hér á eftir verður farið yfir önnur atriði með breytingum sem skipun hennar og Sigrúnar valda.

Elstir og yngstir

Aldur við skipun: Áður hefur aldur þeirra sem voru ráðherrar fyrir stjórnarskiptin vorið 2013 og þeirra sem tóku við verið borinn saman. Við nýskipun Sigrúnar Magnúsdóttur hefur orðið sú breyting að hún er langelsti ráðherra núverandi ríkisstjórnar. Reyndar er hún elst þeirra sem hafa verið skipaðir ráðherrar á Íslandi eins og Kjarninn vakti athygli á hér. Svo er auðvitað spurning hvort hún verði elst í embætti líka en það met á Gunnar Thoroddsen nú.

Elst í ráðherraembætti

Eins og kemur fram í færslunni Ráðherrasamanburður: Aldur við skipun var meðaltalsskipunaraldur framsóknarráðherranna lægstur eða 43 ár. Skipunaraldur ráðherranna sem sitja í ríkisstjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins var 47. Þar sem Hanna Birna og Ólöf Nordal eru fæddar sama ár breyttist hann ekkert við það að Ólöf var skipuð til embættis en við skipun Sigrúnar Magnúsdóttur hækkar meðalaldur framsóknarráðherranna um heil fimm ár og er þar af leiðandi orðinn jafnhár þeirra ráðherra sem sátu fyrir hönd Vinstri grænna við ríkisstjórnarskiptin vorið 2013.

 Aldursdreifing eftir flokkum30-40
40-50
50-60
60-70
 Meðalaldur
 Framsóknarflokkur
 1 2 1 1 48 ára
 Sjálfstæðisflokkur
  4 1 47 ára
 Samfylkingin 1  1 254 ára
 Vinstri grænir
 1 1 1 148 ára
  1/2 6/1 2/2 0/3      ***


Eins og kemur fram í töflunni hér að ofan er meðalaldur við skipun mjög áþekkur á milli flokka nema hjá Samfylkingunni. Þar er meðalaldurinn fimm til sex árum hærri en hjá öðrum flokkum sem hafa átt sæti í ríkisstjórn frá vorinu 2009.

Menntun og starfsreynsla: Þegar hefur verið gerð ýtarleg grein fyrir því að menntun og starfsreynsla Sigrúnar er ekki í neinum tengslum við málefni þess ráðuneytis sem hún hefur verið skipuð yfir. Þar af leiðandi er lítil ástæða til að bæta neinu við það sem kom fram í köflunum Ráherrasamanburður: Menntun og -: Starfsreynsla. Þess má þó geta að Sigrún Magnúsdóttir er með BA-próf eins og þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (reyndar er hann með BS-próf) og Eygló Harðardóttir.

Varðandi starfsreynsluna má svo minna á að sex af þeim átta ráðherrum, sem voru leystir undan embættisskyldum vorið 2013, höfðu reynslu af kennslu og/eða voru kennaramenntaðir. Með því að Ólöf Nordal og Sigrún Magnúsdóttir eru orðnar ráðherrar eru þau orðin fjögur sem hafa einhverja kennslureynslu á ferilskránni í núverandi ríkisstjórn.

Kennslu- og skólareynsla

Aðrir þættir sem þegar hafa verið skoðaðir í sérstökum færslum er sveitarstjórnar-, flokks- og þingreynsla. Eins og áður hefur komið fram byrjaði Sigrún Magnúsdóttir afskipti sín á sviði sveitarstjórnarmála aðeins 26 ára gömul eða á sama aldri og Katrín Jakobsdóttir (sjá mynd hérna neðar).

Ólíkt Katrínu hóf Sigrún sinn pólitíska feril „úti á landi“ eða í hreppsnefnd Suðurfjarðahrepps (Patreks- og Tálknafjörður ásamt Bíldudal). Þar sat hún í tvö ár eða til ársins 1972. Tíu árum síðar var hún varaborgarfulltrúi og svo borgarfulltrúi frá árinu 1986 til ársins 2002.  Sigrún á því 22 ár að baki í sveitarstjórnarpólitíkinni sem er næstlengsti ferill af því sviði meðal þeirra sem hér eru bornir saman.

Punktarnir sem telja

Sveitarstjórnarreynsla: Það var fjallað um sveitarstjórnarreynslu þeirra sem þessi ráðherrasamanburður hefur staðið um í sérstakri færslu. Þar var sett fram mynd til að draga fram starfsaldur þeirra sem voru leystir frá embættum vorið 2013 og hinna sem voru skipaðir í framhaldinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir er ekki lengur talin í þessum hópi en Sigrún er ný. Önnur breyting sem hefur verið gerð á þessari mynd að þeir sem koma fram á henni er raðað í starfsaldursröð.

Starfsaldur af sveitarstjórnarsviðinu

Ef allir sem hafa gegnt ráðherraembætti frá vorinu 2009 eru skoðaðir þá dreifist fjöldi þeirra sem áttu einhverja sveitarstjórnarreynslu að baki þannig á milli flokkanna: Framsóknarflokkur: 5, Sjálfstæðisflokkur: 2 (1), Samfylkingin: 1 (2) og Vinstri grænir: 2 (2). (Í þessari upptalningu eru þeir hafðir innan sviga sem hafa verið leystir frá embætti á þessu kjörtímabili og svo þeir sem sátu ekki út síðasta kjörtímabil).

Eins og hefur verið gerð rækileg grein fyrir hér að framan þá tók Sigrún þátt í borgarpólitíkinni í alls 20 ár. Fyrst með óbeinum hætti á árunum 1982-1986 en síðan með beinum og stigvaxandi hætti eftir að hún varð borgarfulltrúi árið 1986. Árin 1994-2002 var hún formaður borgarstjórnarhóps Reykjarvíkurlistans. Hún var líka formaður borgarráðs frá árinu 1994 en gegndi því embætti tveimur árum skemur en formennskunni í borgarstjórnarhópi Reykjavíkurlistans.

Á þessum árum hefur Sigrún að jafnaði verið í 12 til 14 hlutverkum í hinum ýmsu ráðum, stjórnum og nefndum sem er líklega met í þeim hópi sem hér hefur verið borinn saman. Áður en lengra er haldið er ekki úr vegi að rifja upp stöðu þeirra, sem hér eru bornir saman, innan Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 Nafn ráðherra Staða innan samtaka og Sambands ísl. sveitarfélaga
 Guðbjartur Hannesson Í fulltrúaráði Sambands ísl. sveitarfélaga 1994-1998
 Sigrún Magnúsdóttir Í stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga 1994-2002
 Kristján Þór Júlíusson Í stjórn Sambands ísl. sveitarfél. 1998-2007
 Oddný G. Harðardóttir Í stjórn Sambands sveitarfél. á Suðurnesjum 2006-2009; formaður þess á 
 árunum 2007-2008
 Gunnar Bragi Sveinsson   Formaður stjórnar Samtaka sveitarfél. á Norðurl. vestra 2006-2009
 Hanna Birna Kristjánsdóttir Í stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga 2006-2013
 Í stjórn Samtaka sveitarfél. á höfuðborgarsv. 2008-2010
 Sigurður Ingi Jóhannsson Í stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfél. 2007-2009
 Svandís Svavarsdóttir Varaformaður Sambands ísl. sveitarfélaga 2007-2009


Sigrún Magnúsdóttir á það líka sameiginlegt með öllum þeim sem sátu tímabundið á ráðherrastóli á síðasta kjörtímabili og þeim Illuga Gunnarsyni, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, Sigurði Inga JóhannssyniGunnari Braga Sveinssyni og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur (sjá líka færsluna: Ráðherrasamanburður: Önnur pólitísk reynsla) að hafa starfað á vegum fyrri ríkisstjórna. Hún var í nefnd á vegum menntamálaráðherra til undirbúnings stofnunar Borgarholtsskóla 1996-1998 en á þeim tíma var Björn Bjarnason menntamálaráðherra (sjá hér).

Sama ár var hún valin í nefnd milli menntamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um málefni framhaldsskólanna í borginni. Hún sat í þeirri nefnd til ársins 2002 sem er sama ár og Tómas Ingi Olrich tók við Menntamálaráðuneytinu af Birni Bjarnasyni (sjá hér). Árið 1999 tók hún sæti í þriðju nefndinni sem Björn Bjarnason, þáverandi menntamálaráðherra, kom á fót. Henni var ætlað að framkvæma endurmat á kostnaði vegna flutnings grunnskólans til sveitarfélaga og lauk störfum árið 2000. Nefndin gerði verksamning við KPMG sem yfirfór gögn og setti fram skýrslu um málið (sjá hér).

Það má taka það fram að á árunum 1996 til 2002, sem er tímabilið sem Sigrún átti sæti í ofantöldum nefndum, átti Framsóknarflokkurinn sæti í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Halldór Ásgrímsson var formaður flokksins á þessum tíma en núverandi eiginmaður Sigrúnar, Páll Pétursson, var félagsmálaráðherra á sama tíma.

Flokksreynsla: Bæði Ólöf Nordal og Sigrún Magnúsdóttir höfðu komist til metorða innan sinna flokka áður en þær voru skipaðar til ráðherraembættis á vegum núverandi ríkisstjórnar. Sigrún Magnúsdóttir á sannarlega lengri og fjölskrúðugri feril innan Framsóknarflokksins en samkvæmt ferilskrá Ólafar hafði hún gegnt tveimur embættum innan flokksins áður en hún var skipuð innanríkisráðherra.

Hún var formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Auðar á Austurlandi á árunum 2006 til 2009. Árið 2010 var hún kjörinn varaformaður flokksins og gegndi því embætti til ársins 2013 þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir tók við.

Forysta Sjálfstæðisflokksins sl. ár

Það hefur þegar verið fjallað nokkuð ýtarlega um það hvernig það hefur orðið að hefð við ríkisstjórnarmyndun að líta á formennsku og varaformennsku innan stjórnmálaflokkanna eins og tryggingu fyrir ráðherraembætti (sjá hér). Annað sem lítur út fyrir að hafa orðið að hefð meðal formanna þeirra stjórnmálaflokka sem hafa komist til valda er að taka mið af annarri virkni og/eða metorðum innan viðkomandi flokks.

Sigrún Magnúsdóttir á svo sannarlega bæði langan og fjölskrúðugan feril þegar tillit er tekið til þess tíma sem hún hefur verið í stjórnum og ráðum Framsóknarflokksins. Hún hefur verið virk innan flokksins í alls 27 ár. Á þeim tíma hefur hún verið í forystu fyrir stjórn Félags framsóknarkvenna (1981-1986) og Félags framsóknarmanna í Reykjavík (2011-2012).

Áður hafði hún setið í fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Reykjavík (1981-1986) og stjórn kjördæmissambands Framsóknarflokksins í borginni (2010-2012. Auk þessa hefur hún átt sæti í miðstjórn flokksins (1982-2002 og frá 2008),í stjórn flokksmálanefndar hans (1982-1987), landsstjórn (1989-1993) og loks þingflokki hans (frá 2013).

Þau höfðu verið í formennsku og/eða stjórn aðildarfélaga sinna flokka

Í færslunni Ráðherrasamanburður: Önnur flokksreynsla var vakin athygli á því, sem getur reyndar ekki farið fram hjá neinum, að hér eru aðeins þrír taldir af ráðherrum síðustu ríkisstjórnar en sjö af núverandi ráðherrum. Þar segir:

Skýringin liggur væntanlega að einhverju leyti í því að stjórnmálaflokkarnir sem tóku upp stjórnarsamstarf í kjölfar alþingiskosninganna vorið 2009 eru yngri en Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur og því að meðalaldur síðustu ríkisstjórnarfulltrúa er hærri en þeirra sem eiga sæti í núverandi ríkisstjórn (sjá hér).

Í þessu samhengi má reyndar vekja athygli á því að auk þeirra flokkshlutverka Sigrúnar Magnúsdóttur, sem voru talin hér að ofan, þá var hún formaður borgarstjórnarhóps Reykjavíkurlistans á árunum 1994 til 2002. Sigrún Magnúsdóttir á svo þann vegsauka sameiginlegan með mörgum sem hafa orðið ráðherrar að hafa verið þingflokksformaður.

Reyndar hefur hún aðeins gegnt því embætti í rúmt ár en þegar ferilskrár þeirra, sem hafa verið skipaðir ráðherrar hingað til eru skoðaðar, virðist það ekki alltaf skipta öllu hversu mikla eða langa reynslu viðkomandi hefur hlotið í flokksskipuðum embættum heldur miklu fremur að vissir þættir og/eða embætti komi fyrir á ferilskrá hans. Það er margt sem bendir til þess að þingflokksformennska sé einn þessara þátta.

Þau höfðu verið þingflokksformenn áður en þau voru skipuð

Þingreynsla: Eins og þegar hefur verið bent á þá hefur verið gerð nákvæm grein fyrir þingreynslu Ólafar Nordal í sérstökum færslum. Þar var líka aukið við kaflann Ráðherrasamanburður: Þingreynsla. Aðallega vangaveltum varðandi ályktanir sem má draga af því sem þessum færslum er ætlað að vekja athygli á.

Ólöf hafði setið á þingi í sex ár en gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu á þessu kjörtímabili. Í yfirlýsingu sem hún gaf út um þetta atriði kemur reyndar fram að hún „ætl­ar ekki að hætta af­skipt­um af stjórn­mál­um og úti­lok­ar ekki end­ur­komu síðar“ (sjá hér). Sennilega voru þeir fáir ef nokkrir sem óraði fyrir því að það yrði svo fljótt sem hún sneri til baka.

Þegar allt er talið þá er þingreynsla Sigrúnar Magnúsdóttur hins vegar ekki nema tæp tvö ár en það eru liðnir 20 mánuðir síðan hún fékk kosningu sem alþingismaður vorið 2013. Í tilefni þess að hún var kjörin var tekið við hana viðtal þar sem hún sagði m.a:

Mig langar ekki í ráðherraembætti. Það á að velja til að gegna ráðherraembættum fólk sem ætlar að sitja lengur á þingi en eitt kjörtímabil.“

Hins vegar er hún alveg til í að taka að sér formennsku í einhverri af fastanefndum þingsins. (sjá hér)

Sigrún er formaður Þingvallanefndar (sjá hér)en henni varð ekki að þeirri ósk sinni að verða formaður í neinni fastanefnd þingsins. Hins vegar var hún skipuð í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd (sjá hér) en víkur væntanlega úr henni þar sem hún hefur verið skipuð ráðherra.

Vera hennar í þingnefndum breytir þar af leiðandi því sem var sett fram með þessari töflu nánast ekki neitt. Eina breytingin er að þeim sem hafa setið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur fjölgað um einn.

 Heiti fastanefndar
xSxVxBxDSamtals
 Allsherjar- og menntamálanefnd4 (2)
2 (1)
13 10 (3)
 Atvinnuveganefnd3 (1)
2 (2)
3311 (3)
 Efnahags- og viðskiptanefnd2 (1)
3 (2)
139 (3)
 Fjárlaganefnd3 (1)
(1) 47 (2)
 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd21 (1)
126 (1)
 Umhverfis- og samgöngunefnd2 (2)
1 (1)
137 (3)
 Utanríkismálanefnd2 (1)
2 239 (1)
 Velferðarnefnd4 (2)2 (1)118 (3)
 Sætafjöldi eftir flokkum22 (10)
13 (9)
102262 (19)
 Sætafjöldi eftir ríkisstjórnum35 (19)32 


Það má minna á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefndin er ný á meðal fastanefnda þingsins. Hún bættist við með breytingum á lögum um þingsköp sem tóku gildi um mitt ár 2011 (sjá hér). Undir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndinni hafa kjörbréfanefnd og sérstakar stjórnarskrárnefndir verið sameinaðar en verksvið hennar hefur líka verið aukið til samræmis við heiti hennar. Eitt af verkefnum hennar er að:

„hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur gagnvart framkvæmdarvaldinu. Komi beiðni um slíka athugun frá a.m.k. fjórðungi nefndarmanna skal hún fara fram. Um athugun sína getur nefndin gefið þinginu skýrslu.“ (sjá hér)

Í þessu samhengi má benda á að heiti nefndarinnar hefur verið fyrirferðamikið í fjölmiðlum á þessu kjörtímabili fyrir framgöngu nokkurra nefndarmanna í lekamálinu svokallaða (sjá t.d. þessa krækju á leitarniðurstöðu á Google).

Þingvallanefnd

Þrír núverandi ráðherra eiga það sameiginlegt að hafa átt sætti í Þingvallanefnd áður en þeir voru skipaðir ráðherra. Það vekur athygli að enginn þeirra sem sat á ráðherrastóli í stjórnartíð síðustu ríkisstjórnar hafði átt sæti í þessari nefnd áður en kom að embættisskipun þeirra. Þetta vekur ekki síður athygli í því ljósi að þegar allir eru taldir voru þau 13 (15 með Rögnu Árnadóttur og Gylfa Magnússyni) sem voru ráðherrar í mislangan tíma á árunum 2009 til 2013.

Samantekt og niðurlag

Hér hefur verið farið nokkuð ýtarlega yfir feril Sigrúnar Magnúsdóttur og hann borinn saman við forvera hennar og samráðherra. Reynsla hennar liggur einkum í borgarstjórnarmálum og nefndum á vegum borgarinnar og Björns Bjarnasonar, menntamálaráðherra. Þegar þessari reynslu hennar er bætt við, það sem var sett fram í töflunni hér, að neðan verður töluverð breyting á samanlagðri stjórnmálareynslu þeirra sem gegna ráðherraembætti fyrir Framsóknarflokkinn.

 
 fj.
sveitarstjórn.r.
þingreynsla
 Samtals
 Framsóknarflokkur
 5 (4)
 47 (25)
 19 (17)
66 (42)
 Sjálfstæðisflokkur
5 (6)
 22 (33)
 34 (28)
56 (61)
 Samfylkingin 4 (7)
 26 (43)
58 (72)
 84 (115)
 Vinstri grænir
 4 (6)
9 (22)
42 (54)
51 (76)
Meðaltalsreynsla 7 (6)/4 (5)
5 (5)/12 (10)12 (10)/17 (15)


Taflan sýnir samanlagða stjórnmálareynslu þeirra sem sitja nú eða sátu áður á ráðherrastóli fyrir ofantalda stjórnmálaflokka. Tölurnar í svigunum er fjöldinn þegar þeir eru taldir með sem sátu áður í núverandi ríkisstjórn eða tímabundið á ráðherrastóli í tíð síðustu ríkisstjórnar. Neðst hefur árafjöldanum svo verið deilt á fjölda ráðherra.

Þessi samanburður dregur það m.a. fram hversu miklu munar þegar þingreynsla núverandi - og fyrrverandi ráðherra er borin saman. Þegar sveitarstjórnarreynslan er hins vegar lögð við minnkar munurinn þannig að samanlögð stjórnmálareynsla þessara er áþekkari.

Áður en botninn verður sleginn í þessa aukafærslu þykir ástæða til að vekja athygli á því að Sigrún Magnúsdóttir átti sæti í Landsdómi á árunum 2005 til 2012 og var því ein þeirra sem réði niðurstöðu dómsins í máli Geirs H. Haarde.

Sigrún Magnús­dótt­ir lýsti sig í sér­at­kvæði sam­mála for­sendu meiri­hlut­ans um for­send­ur og niður­stöður fyrstu þriggja ákæru­liðanna, en sam­mála minni­hlut­an­um um síðasta ákæru­liðinn. Hún vildi því einnig að Geir yrði sýknaður af öll­um ákær­um. (sjá hér)

Framhald þessarar færslu er væntanlegt á næstu vikum en þar verður haldið áfram með færsluflokkinn Ráðherrasamanburður. Áætlað er að framhaldsfærslurnar verði tvær. Í þeirri fyrri verður farið svolítið dýpra í nefndarreynslu ráðherrahópsins sem hér hefur verið borinn saman en í þeirri seinni verður gerð grein fyrir þátttöku hans í erlendum nefndum. Í báðum færslum er áætlað að reyna að finna út þýðingu þeirra hvað möguleika á skipun í ráðherraembætti varðar.

Heimildir

Aðrar færslur í þessum sama flokki:
Ráðherrasamanburður: Aldur við skipun
Ráðherrasamanburður: Menntun
Ráðherrasamanburður: Starfsreynsla
Ráðherrasamanburður: Sveitarstjórnarreynsla
Ráðherrasamanburður: Önnur pólitísk reynsla
Ráðherrasamanburður: Flokksforysta
Ráðherrasamanburður: Önnur flokksreynsla
Ráðherrasamanburður: Þingreynsla

Ferilskrá ráðherra núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnar:
Menntunar- og hæfniskröfur til ráðherraembætta

Heimildir um skipun ráðuneyta:
Ráðuneyti 1917-2013
Breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands (fækkun ráðuneyta). frá 30. mars til 11. apríl 2012.
Stjórnarráð Íslands
(sameining ráðuneyta). frá 9. júní til 9. september 2010.


Hefðarreglur ráða för IV

Þetta er fjórði og síðasti hluti bloggfærslunnar Ráðherrasamanburður: Þingreynsla sem var birtur hér á þessu bloggi 4. desember sl. Eða sama dag og Bjarni Benediktsson tilkynnti um það hvern hann hefði valið til að leysa Hönnu Birnu Kristjánsdóttur af í Innanríkisráðuneytinu. Í beinu framhaldi þess var ráðist í að endurbirta þá færslu í fjórum hlutum þar sem þingreynslu Ólafar Nordal var bætt við það sem þegar var komið.

Meiningin er svo að gera hlé á þessu verkefni fram yfir jólahátíðirnar. Þá verður þráðurinn tekinn upp aftur og verkefnið klárað. Þar verður fjallað betur um nefndarreynslu ráðherrahópsins sem hér hefur verið borinn saman og litið aftur í tímann til eldri ráðherra til enn frekari samanburðar.

Þessi ýtarlega umfjöllun um þing- og nefndarreynslu núverandi og fyrrverandi ráðherra hefur margþættan tilgang. Megintilgangurinn er þó sá að freista þess að finna út úr því út frá hvaða forsendum formenn stjórnmálaflokkanna skipa til ráðherraembætta. Hér hefur það nokkrum sinnum verið tekið fram að það eru ekki faglegar forsendur sem þeir hafa að leiðarljósi heldur óskráðar hefðarreglur sem virðast einkum taka mið af flokkshollustu þeirra sem verða fyrir valinu og svo geðþótta þeirra formanna sem viðkomandi “heyrir undir“.

Hvað er lýðræði?

Það sagði í inngangi að síðustu færslu að „formenn stjórnmálaflokkanna láta sem þetta sé vinnuregla sem lýðræðið hafi látið þeim í hendur. M.ö.o.að það sé þeirra að deila og drottna hvort sem um nefndar- eða ráðherrasæti er að ræða.“ (sjá hér) Þar var líka vikið að ábyrgð kjósenda og svo fjölmiðla. Það er meiningin að fara ýtarlegar í þessa þætti síðar en það þykir ástæða til að undirstrika það hér að það eru ekki bara formenn stjórnmálaflokkanna sem bera ábyrgð á þeirri pólitísku kreppu sem hamlar lýðræðinu.

Þar bera kjósendur allstóra ábyrgð og þó ekki síst fjölmiðlar og pennar þeirra. Hingað til hefur verið litið svo á að eitt merki þess að lýðræðið virki sé það að borgararnir hafi kosningarétt og fjölmiðlar veiti virkt aðhald með gagnrýninni umfjöllun um það sem miður fer. Kannski höfðu þeir sem settu fram þessar staðhæfingar ekki hugmyndaflug til að láta sér detta það í hug að stjórnmálaflokkarnir sæju þannig við lýðræðinu að þeir kæmu sér upp formönnum með alræðisvald yfir þingmönnunum sem kjósendur gæfu atkvæði sitt.

Það hefur líka komið betur og betur í ljós að fjölmiðlar þjóna ekki almannahagsmunum heldur veita þeir virkt aðhald til að verja forréttindi eigenda sinna. Eigenda sem oft og tíðum eru þeir sömu og halda stjórnmálaflokkunum og jafnvel stjórnmálamönnum uppi með styrkjum og öðrum “vinargreiðum“. Áttunda bindi Rannsóknarskýrslu Alþingis um orsakir efnahagshrunsins er býsna góð heimild um styrkveitingar af þessu tagi (sjá t.d. hér). Það sem þar kemur fram var nokkuð í umræðunni fram til haustsins 2010 en svo var eins og hún fjaraði út.

Auðræði hefur tekið við af lýðræðinu

Það er alveg ljóst að lýðræðið kostar heilmikla vinnu. Það kann líka að kosta óvinsældir og einangrun. Kannski er það þess vegna sem hérlendir stjórnmálaflokkar líta á hlutverk sitt sem það að vera við völd í stað þess að hylla það mikilvæga hlutverk sem málefnaleg og skynsamleg stjórnarandstaða er virku lýðræði.

Það er útlit fyrir að margir kjósendur og stærstur hluti þeirra sem hafa aðgang að því að koma skoðunum sínum á framfæri í fjölmiðlum séu á þessari sömu skoðun. Það er kannski þess vegna sem stjórnmál nútímans líkjast æ meira íþróttakappleik þar sem tvö andstæð lið keppa við hvert annað eins og andstæðingar. Í þannig aðstæðum er það auðvitað borin von að fulltrúar stjórnmálaflokkanna horfi hver til annars sem kollega sem voru valdir til þess hlutverks að vinna að heill samfélags sem er ætlað að standa og þjóna öllum sem það byggja.

Það verður ekki annað sagt en nútímastjórnmál einkennist af ráða- og metnaðarleysi fyrir því hlutverki kjörinna fulltrúa að viðhalda lýðræðislegu og sjálfstæðu þjóðfélagi þar sem málfrelsi og skoðanafrelsi fær að þrífast jafn inni í stjórnmálaflokkunum sem og annars staðar. Hins vegar blómstra óbilgjarnar persónuárásir og pólitísk millifótaspörk fá óskipta athygli á meðan málefni sem varða samfélagsheildina fá lítil önnur viðbrögð en einstaka upphrópanir. Upphrópanirnar beinast í langflestum tilvikum frekar að málshefjendum en málefninu sjálfu. Því miður er ekki líklegt að samfélagið komist út úr þeirri stjórnmálakreppu, sem opinberaðist öllum við bankahrunið, með þessari aðferðafræði.

William Beveridge

Á því eina og hálfa ári sem er liðið frá því að ég setti mér það verkefni að kafa virkilega niður í það verkefni, að draga fram hvað það er sem ræður því hverjir komast til valda, þá hef ég nokkrum sinnum talað um að birta niðurstöðu/-ur. Eins og ég hef látið koma fram í þessum innskotsflokki sem ég hef einfaldlega kallað: Hefðarreglur ráða för þá hef ég sett þeim inngang sem vísa í niðurstöður sem hafa legið fyrir frá upphafi og voru hvatinn af þessum skrifum.

Það er því væntanlega mat einhverra að þetta sé ótrúlega langur og jafnvel óþarfur aðdragandi að því sem hefur legið í augum uppi frá upphafi. Ég er hins vegar ekki svo viss um það því það getur oft og tíðum verið stór munur á því að vita og skilja. Mitt mat var því það að fara rækilega í gegnum þær staðreyndir sem standa í ferilskrám þeirra sem hafa verið skipaðir ráðherrar frá og með vorinu 2009 til að draga það fram hvort þar mætti sjá vísbendingar um það hvers vegna þau voru valin.

Að mínu viti er það ákveðinn byrjunarpunktur til að átta sig á því hvort það er ástæða til að breyta núverandi fyrirkomulagi og þá hverju. Þessi vinna er ekki fullkomlega búin en það fer að draga að lokum hennar og vissulega hefur hún leitt ýmislegt í ljós um það hverju má breyta en svo er það alltaf spurning hvernig það skal gert. Það verður ekki farið lengra út í þá sálma að þessu sinni en hér er lokakafli kaflans Ráðherrasamanburður: Þingreynsla þar sem efni þeirrar færslu er dregið saman í texta og töflum.

Samdráttur

Hér verður skerpt á nokkrum þeirra atriða, sem komu fram í köflunum á undan, með því að setja þau fram í töflum. Fyrst eru það töflur sem sýna árið sem viðkomandi kom inn á þing, árafjöldann sem hann hafði setið inni á þingi áður en að kom að skipun hans í ráðherraembætti og svo árafjöldann sem hann hafði setið í þingnefnd/-um. Ef við á þá er árafjöldinn sem viðkomandi hafði verið formaður í þingnefnd/-um talinn líka. Síðast er svo tafla sem dregur það enn skýrar fram í hvað nefnd/nefndum viðkomandi hafði setið sem heyra málefnalega undir ráðuneytið sem sá situr/sat yfir.

Það hefur komið fram að allir innan beggja ráðherrahópanna höfðu einhverja reynslu innan úr nefndum sem viðkomu þeim málaflokkum sem heyrðu/heyra undir ráðuneytið sem þeir voru skipaðir yfir. Það er að segja allir nema þær Svandís Svavarsdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir, en þær tvær voru nýjar inni á þingi þegar þær voru skipaðar ráðherrar, og svo Kristján Þór Júlíusson. Aðrir höfðu sannarlega mislangan reynslualdur; allt frá einu ári upp í átta.

Það hefur líka verið drepið á það að það er því miður ekkert sérstaklega einfalt að stilla þeim atriðum, sem hér hafa verið til skoðunar, þannig upp að þau gefi nægilega skýra mynd til að draga af henni ályktanir um það hvort eða hvernig þessir þættir grundvalla skipun til ráðherraembættis. Fyrir því eru nokkrar ástæður sem skipta máli. Mikilvægasta ástæðan er sú að hvergi hefur verið gefið út opinberlega eftir hverju er farið við val þeirra sem eru skipaðir. Reyndar er útlit fyrir að það séu engar skráðar reglur heldur ákveði bara hver flokksformaður þetta fyrir sig (sjá hér).

Önnur praktísk atriði sem flækja málin líka snúa að vinnu- og/eða hefðarreglum varðandi aðferðarfræðina við að skipa í nefndir Alþingis. Sumt er vissulega bundið í lög en annað í flokksreglur þannig að það er ekki víst að sömu “reglur“ gildi innan allra stjórnmálaflokkanna við úthlutun nefndarsæta. Það er heldur ekki útilokað að einhver nefndarsæti séu bundin “heiðursmannasamkomulögum“ á milli einstaklinga og/eða þingflokka.  

Það sem gerir þennan samanburð svo enn torsóttari er afar flókinn ráðherrakapall síðasta kjörtímabils og tíðar breytingar á heitum fastanefnda þingsins frá því þær voru settar á stofn fyrir rétt rúmum tuttugu árum. Það liggur því væntanlega í augum uppi að það er hæpið að draga of víðtækar ályktanir um samhengi þing- og nefndarreynslu við skipun í ráðherraembætti með því að bera eingöngu saman ferilskrár ráðherra í tveimur ríkisstjórnum.

Stóra spurningin um ábyrgðina

Hér á undan hefur verið fjallað um þingreynslu, breytingar á nefndarskipan útskýrð og svo ferla nokkurra sem eiga sér langan og/eða óvenjulegan þingferil ásamt því að telja fram þær nefndir sem samanburðarhópurinn hafði verið þátttakandi í á þingferlinum. Í næstu færslu verður þráðurinn tekinn upp þar sem frá verður horfið hér.

Þar verður þess freistað að ná betur utan um nefndarreynslu núverandi og fyrrverandi ráðherra með því að setja nefndarreynslu þeirra niður undir núverandi heitum þeirra. Auk þess verður fjallað um nefndirnar út frá því hvort hægt sé að greina einhvern nefndarferil sem er líklegri til að skila ráðherraembætti. Þetta verður gert með einhverjum samanburði við ferilskrár ráðherra fyrri ríkisstjórna.

Áður en kemur að töflum með tölulegum upplýsingum, þar sem þing- og nefndarvera þeirra sem hér hafa verið til umfjöllunar er dregin saman, er rétt að vekja athygli á því að meðaltalstölurnar sem þeim fylgja eru í langflestum tilvikum námundaðar. Þegar hefur verið bent á að það er væntanlega svolítið hæpið að setja fram meðaltöl af því tagi sem hér hefur verið gert en þau eru þó höfð með til að gera samanburðinn ögn aðgengilegri.

Í framhaldinu hér að neðan eru fyrst allir taldir sem voru ráðherrar við þinglok vorið 2013. Það skal tekið fram að þingveran er reiknuð frá því eftirtaldir voru kosnir inn á þing og þar til þeir voru skipaðir ráðherrar í seinna ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur. Nefndarveran er sá tími sem þessir höfðu setið í þingnefndum óháð því hvort um var að ræða nefndir sem voru taldar með fastanefndum eða sérnefndum hér að ofan.

 þingárþingveranefndarveraformennska
 Jóhanna Sigurðardóttir19783121 4
 Steingrímur J. Sigfússon198326223
 Össur Skarphéðinsson199118145
 Ögmundur Jónasson19951414 
 Katrín Júlíusdóttir2003662
 Guðbjartur Hannesson2007331
 Katrín Jakobsdóttir200722 
 Svandís Svavarsdóttir2009   
Meðaltalstölur(1997)12102


Það vekur væntanlega athygli að tölurnar yfir þingreynslu og nefndarveru þeirra þriggja, sem hafa setið lengst á Alþingi, skuli ekki stemma saman eins og hjá hinum sem eru taldir. Ástæðurnar fyrir þessu eru í meginatriðum tvær. Í fyrsta lagi sú að nefndarskipanin var með öðrum hætti fram til ársins 1991 en hin er sú að þau þrjú, sem hafa lengstu þingreynsluna, höfðu verið ráðherrar áður. Eins og áður hefur komið fram þá sitja ráðherrar ekki í þingnefndum.

Jóhanna Sigurðardóttir hafði verið inni á þingi í 13 ár áður en núverandi nefndarskipulagi var komið á. Frá því að hún kom inn á þing var hún í tryggingaráði þar sem hún átti sæti næstu níu ár eða þar til hún var skipuð félagsmálaráðherra í fyrsta skipti árið 1987.

Ríkisstjórn 1987

Fram að þeim tíma hafði Jóhanna Sigurðardóttir líka setið í tveimur stjórnarnefndum til endurskoðunar á lögum sem lutu að málefnum öryrkja og almannatrygginga. Hún var formaður annarrar þeirra í fjögur ár. Fyrsta árið var hún líka formaður í tryggingaráði. 

Fram til þess að Jóhanna varð forsætisráðherra árið 2009 hafði hún átt sæti í hinum ýmsu nefndum þingsins í alls 21 ár og verið ráðherra í alls níu ár. Árið sem stendur út af er árið sem hún klauf sig úr Alþýðuflokknum og stofnaði Þjóðvaka (sjá hér).

Steingrímur J. Sigfússon kom inn á þing átta árum áður en núverandi nefndarskipun var sett í lög. Hann var umsvifalaust settur í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna en þar átti hann sæti í fjögur ár. Fimm árum síðar var hann skipaður landbúnaðarráðherra en hann gegndi því embætti í þrjú ár.

Ríkisstjórn 1988

Miðað við ferilskrá Steingríms J. á alþingisvefnum þá er eins og það vanti eitt ár inn í nefndarferil hans en þegar kemur að þriðja hluta þessarar umfjöllunar, um þingreynslu þeirra sem voru ráðherrar í síðustu ríkisstjórn og þeirra sem eru það nú, kemur í ljós að á þessum tíma sat Steingrímur í Vestnorræna þingmannaráðinu. Þegar leitarvélin er sett af stað til að skoða hugsanleg hliðarverkefni hans sem tengjast veru hans þar kemur m.a. í ljós að hann átti sæti í utanríkismálanefnd Alþingis á árunum 1985 til 1986 án þess að það komi fram á ferilskrá hans á alþingisvefnum (sjá hér og síðan hér).

Þetta dæmi ætti að sýna að fyrir 1991 hafa bæði Steingrímur og Jóhanna eflaust átt sæti í forverum núverandi þingnefnda án þess að það komi fram í ferilskrám þeirra. Þetta takmarkar að sjálfsögðu allan samanburð á þeim sem voru kjörnir inn á þing fyrir 1991 við þá sem eiga þingferil eftir þann tíma.

Össur Skarphéðinsson kom nýr inn á þing sama ár og núverandi nefndarskipan var gerð að lögum. Hann hafði verið þrjú ár á þingi þegar hann var skipaður ráðherra í fyrsta skipti en alls hafði hann verið ráðherra í fjögur ár þegar Jóhanna Sigurðardóttir skipaði hann yfir Utanríkisráðuneytið. Samtals er nefndarvera hans og tíminn sem hann var ráðherra átján ár eða jafnlangur tími og hann hefur verið inni á þingi.

Af þeim ráðherrum sem sátu tímabundið á ráðherrastóli í ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttir var einn sem hafði verið ráðherra áður. Hér er átt við Kristján L. Möller en hann var eini ráðherrann sem sat áfram yfir sama ráðuneyti og hann stýrði í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar árin 2007 til 2009. Þetta skýrir þann tveggja ára mun sem er á þingveru hans og nefndarveru í töflunni hér að neðan.

 þingárþingveranefndarveraformennska
 Jón Bjarnason19991010 
 Kristján L. Möller1999108 
 Árni Páll Árnason2007222 (vfm)
 Álfheiður Ingadóttir200722 0,5
 Oddný G. Harðardóttir2009222
Meðaltalstölur(2004)551


Það eru þó nokkur atriði sem mætti staldra við hér og gera nánari grein fyrir en hér verður látið nægja að benda á tvö þeirra. Í fyrsta lagi þykir ástæða til að minnast á það að Árni Páll Árnason var formaður allsherjarnefndar í þá rúmu þrjá mánuði sem fyrra ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttir sat við völd. Það er þó ekki talið með hér en réttlætir vissulega námundun meðaltalstölunnar sem á við um formennsku þessa hóps í þingnefndum.

Það er líka vert að vekja athygli á því að hér eru allar tölur a.m.k. helmingi lægri en sambærilegar tölur í töflunni sem dregur fram sömu atriði varðandi þingferil þeirra sem sátu enn í ráðherraembætti við lok síðasta kjörtímabils. Það munar sjö árum á þingreynslualdrinum og munar að sjálfsögðu mestu um þann háa starfsaldur sem Jóhanna og Steingrímur höfðu á þingi.

Eins og við er að búast eru meðaltalstölur þeirra, sem sátu tímabundið á ráðherrastóli í seinna ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur, mun sambærilegri við reynslu ráðherranna sem stýra ráðuneytunum á núverandi kjörtímabili.

 þingárþingveranefndarveraformennska
 Bjarni Benediktsson20031010 6
 Kristján Þór Júlíusson200766 
 Ragnheiður Elín Árnadóttir200766 
 Illugi Gunnarsson200766 
 Ólöf Nordal200766 
 Eygló Harðardóttir200855 
 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson200944 
 Sigurður Ingi Jóhannsson200944 
 Gunnar Bragi Sveinsson200944 
Ráherra tímabundið eða í tímabundnu hléi frá embætti
 Hanna Birna Kristjánsdóttir2013   
Meðaltalstölur(2008)55 


Eins og áður hefur komið fram hefur enginn núverandi ráðherra reynslu af formennsku í þingnefndum fyrir utan Bjarna. Hann hefur hins vegar sex ára reynslu sem er lengri reynsla en nokkur þeirra sem var ráðherra á síðasta kjörtímabili hafði að baki þegar hann var skipaður til embættis. Bjarni hafði verið formaður tveggja nefnda, allsherjar- og utanríkismálanefndar, frá því að hann kom inn á þing þar til ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við völdum vorið 2009 (sjá hér).

Með því að nefndunum var fækkað á miðju ári 2011 hurfu mörg þeirra nefndarheita sem eru talin í þeim köflum sem eru teknir saman hér. Það þýðir að verkefni þeirra eru komin undir aðrar nefndir með nýjum heitum. Heiti tveggja nefnda standa þó óbreytt en það eru Fjárlaganefnd og Utanríkismálanefnd.

Samanburði eins og þeim sem er brugðið upp í töflunni hér að neðan verður að taka með þessum fyrirvara en hér er nefndarreynsla þeirra sem hafa verið ráðherrar frá 2009 sett niður eftir flokkum og núverandi fastanefndum Alþingis. Tilgangurinn er að reyna að átta sig á því hvort það megi greina einhverjar málefnaáherslur og/eða feril sem eykur líkur á ráðherraskipun síðar meir.

Það flækir vissulega þessa viðleitni hversu margir sátu tímabundið á ráðherrastóli á síðasta kjörtímabili. Þeir eru þó hafðir með en látnir standa innan sviga. Það er svo rétt að minna á það að hér er stuðst við þau nefndarheiti sem voru ákveðin með lögunum um þingsköp Alþingis árið 2011 (sjá yfirlit yfir heiti þeirra hér). Hér hefur nefndarreynslu Ólafar Nordal líka verið bætt við sem breytir töluverðu varðandi niðurstöðurnar.

 Heiti fastanefndar
xSxVxBxDSamtals
 Allsherjar- og menntamálanefnd4 (2)
2 (1)
13 10 (3)
 Atvinnuveganefnd3 (1)
2 (2)
3311 (3)
 Efnahags- og viðskiptanefnd2 (1)
3 (2)
139 (3)
 Fjárlaganefnd3 (1)
(1) 47 (2)
 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd21 (1)
 25 (1)
 Umhverfis- og samgöngunefnd2 (2)
1 (1)
137 (3)
 Utanríkismálanefnd2 (1)
2 239 (1)
 Velferðarnefnd4 (2)2 (1)118 (3)
 Sætafjöldi eftir flokkum22 (10)
13 (9)
92261 (19)
 Sætafjöldi eftir ríkisstjórnum35 (19)31 


Varðandi samtölurnar sem standa neðst í töflunni hér að ofan ber að hafa í huga að þeir sem hafa átt ofantalin nefndarsæti hafa verið á þingi í mjög mislangan tíma. Mestur munurinn er á starfsaldri ráðherra fyrrverandi ríkisstjórnarflokka og ráðherra Framsóknarflokksins sem komu allir nýir inn á þing eftir bankahrunið haustið 2008. Þrátt fyrir að ráðherrar Framsóknar hafi styttri þing- og nefndarreynslu en ráðherrar annarra flokka munar samt ekki svo miklu á heildarfjölda nefndarsæta þeirra og ráðherra Vinstri grænna.

Mikilvægasti fyrirvarinn sem verður að hafa í huga þegar það sem kemur fram í töflunni hér að ofan er skoðað og metið er að undir sum núverandi nefndarheiti eru komin allt upp í þrjár nefndir. Sem dæmi má nefna að þau málefni sem eru nú undir Atvinuveganefnd voru áður í tveimur nefndum en þar áður í þremur. Í reynd eru það eingöngu tölurnar sem eiga við Fjárlaganefndina og Utanríkismálanefndina sem eru sæmilega marktækar þó hinar gefi væntanlega einhverjar vísbendingar samt um skiptingu nefndarsæta á milli stjórnmálaflokkanna sem hafa átt aðild að ríkisstjórnun síðustu sex ára.

Þess ber svo að geta í sambandi við tölurnar hér að ofan að það er á valdi þeirra stjórnmálaflokka, sem sitja í ríkisstjórn hverju sinni, hversu mörgum sætum stjórnarandstöðunni er úthlutað í nefndum og hvort einhverjir fulltrúar hennar eru skipaðir formenn eða varaformenn þeirra. Það eru síðan þingflokkarnir eða formenn stjórnmálaflokkanna sem deila nefndarsætunum á sína þingmenn. Vissulega væri forvitnilegt að vita eftir hverju er farið en það er líklegt að þar hafi virðingar- og/eða goggunarröð miklu meira að segja en góðu hófi gegnir. 

Þeir eru orðnir býsna margir fyrirvararnir sem hafa verið settir varðandi áreiðanleika þess samanburðar sem hér hefur verið settur fram. Það er þó líklegra að þeir sem hafa þol til að lesa svona mikinn texta velti innihaldinu fyrir sér áfram til þeirra spurninga sem þessum skrifum er ætlað að vekja. Þ.e. spurningum um það hvernig þingstörfum er háttað; hvar ákvarðanirnar eru teknar um það sem mestu máli skiptir; hverjir koma að þeim ákvörðunum og hvernig er staðið að þeim?

Síðasta tafla þessarar samantektar er fyrir þá allra áhugasömustu. Henni er skipt eftir ráðuneytum. Undir þeim eru taldir fulltrúar síðustu ríkisstjórnar vinstra megin en fulltrúar núverandi stjórnar hægra megin. Fyrir aftan nöfn þeirra er ártalið sem þessi komu inn á þing innan sviga. Ef embættisheiti þeirra voru/eru önnur en núverandi heiti ráðuneytanna kemur það fram fyrir neðan nöfn hlutaðeigandi. Ef viðkomandi sat ekki allt síðasta tímabil eða situr ekki lengur á þessu tímabili kemur tíminn sem hann var í ráðherraembætti þar á eftir.

Þá eru taldar nefndir sem viðkoma málefnum ráðuneytanna sem þau sátu/sitja yfir. Þingreynslualdurinn og árafjöldinn sem þessi sátu í viðkomandi nefndum eru svo í sérdálkum fyrir aftan framantaldar upplýsingar. Til að undirstrika það enn frekar sem er ætlað að vera aðalatriðið hér þá er árafjöldinn sem eftirtaldir sátu í viðkomandi nefndum hafður rauður fyrir ráðherra síðustu ríkisstjórnar en blár fyrir ráðherra núverandi ríkisstjórnar.

Taflan vekur væntanlega líka athygli á því hve samanburðurinn er flókinn fyrir tíðar mannahrókeringar síðasta kjörtímabils en auk þess var ráðuneytunum fækkað og málefni annarra aukin. Í lok töflunnar er tekið mið að því að Hanna Birna Kristjánsdóttir er ekki lengur í Innanríkisráðuneytinu og eftirmaður hennar hafður með.

 Fyrrverandi ráðherrar
árNúverandi ráðherrar
ár
Forsætisráðuneytið
 Jóhanna Sigurðardóttir (1978)31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (2009)
4
 utanríkismálanefnd 1995-19961 utanríkismálanefnd 2009-2013
4
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
 Steingrímur J. Sigfússon (1983)
 fjármálaráðherra 2009-2011
 26 Bjarni Benediktsson (2003)10
 efnahags- og viðskiptanefnd
 1991-1999
 8 fjárlaganefnd 2003-2007
4
 Oddný G. Harðardóttir (2009)
 fjármálaráðherra 2011-2012
 2 efnahags- og skattanefnd 2007-2009
2
 fjárlaganefnd 2009-2011; formaður
 2010-2011
 2 
 Katrín Júlíusdóttir (2003) 6
 fjárlaganefnd 2005-2007 2
Félags- og húsnæðisráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið
 Ögmundur Jónasson (1995)
 heilbrigðisráðherra 2009
 14 Kristján Þór Júlíusson (2007)
 heilbrigðisráðherra
6
 heilbrigðis- og trygginganefnd
 1995-1996
  1  
Árni Páll Árnason (2007)
 félags- og tryggingamálráðherra
 2009-2010
  2 Eygló Harðardóttir (2008)
 félags- og húsnæðismálaráðherra
 5
 heilbrigðisnefnd  2 velferðarnefnd 2011-2012 1
 Álfheiður Ingadóttir (2007)
 heilbrigðisráðherra 2009-2010
  2 sérnefndir:
 verðtrygginganefnd 2010-2011;
 formaður
 samráðshópur um húsnæðisstefnu
 2011
 1
 heilbrigðisnefnd 2007-2009  2      
 Guðbjartur Hannesson (2009)
 félags-, trygginga- og heilbrigðis-
 ráðherra 2010
 velferðaráðherra 2011-2013
  1
 félags- og tryggingamálanefnd
 2007-2010; formaður 2009-2010
  3
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
 Katrín Jakobsdóttir (2007) 2 Illugi Gunnarsson (2007) 6
 menntamálanefnd 2007-2009 2 menntamálanefnd 2007-2009 2
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið
 Gylfi Magnússon
 efnahags- og viðskiptaráðherra
 2009-2010
  Ragnheiður Elín Árnadóttir (2007)6
   iðnaðarnefnd 2007-20092
 Árni Páll Árnason (2007)
 efnahags- og viðskiptaráðherra
 2010-2011
  viðskiptanefnd 2009-20101
 viðskiptanefnd 2007-20092 
 Steingrímur J. Sigfússon (1983)
 efnahags- og viðskiptaráðherra
 2012
 
 efnahags- og viðskiptanefnd
 2001-2005
4
 Katrín Júlíusdóttir (2003)
 iðnaðarráðherra 2009-2012
 
 iðnaðarefnd 2005-2009; formaður
 2007-2009
4
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið
 Jón Bjarnason (1999)
 sjávarútvegs- og landbúnaðar-
 ráðherra 2009-2011
 10 Sigurður Ingi Jóhannsson (2009) 4
 landbúnaðarnefnd 2003-2007 4 sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd
 2009-2011
 2
 sjávarútvegsnefnd 2006-20071 atvinnuveganefnd 2011-20132
 Steingrímur J. Sigfússon (1983)
 sjávarútvegs- og landbúnaðar-
 ráðherra 2012
 atvinnu- og nýsköpunarráðherra
 2012-2013
  
 landbúnaðarráðherra 1988-19913
 sjávarútvegsnefnd 1991-1998;
 formaður
7
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
 Svandís Svavarsdóttir (2009)
 umhverfisráðherra 2009-2012
 umhverfis- og auðlindaráðherra
 2012-2013
  Sigurður Ingi Jóhannsson (2009) 
Utanríkisráðuneytið
 Össur Skarphéðinsson (1991)18 Gunnar Bragi Sveinsson (2009)4
 utanríkismálanefnd 1995-1999 og
 2005-2007
6 utanríkismálanefnd 2011-20132
Innanríkisráðuneytið
 Ragna Árnadóttir
 dómsmála- og mannréttinda-
 ráðherra 2009-2010
  Hanna Birna Kristjánsdóttir (2013)
 2013-2014
 
 Kristján L. Möller (1999)
 samgöngu- og sveitarstjórnar-
 ráðherra 2009-2010
10 Ólöf Nordal (2007-2013)
 2014
6
 samgönguráðherra 2007-20092 allsherjarnefnd 2007-20103
 samgöngunefnd 1999-2003 og
 2004-2007
7 samgöngunefnd 2007-20092
 Ögmundur Jónasson (1995)
 
dómsmála- og mannréttinda-
 ráðherra og samgöngu- og
 sveitarstjórnarráðherra 2010
 innanríkisráðherra 2011-2013
  stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
 2011-2013
2
 allsherjarnefnd 1995-1997,
 1998-1999 og 2010
4 
 sérnefnd um stjórnarskrármál
 1999-2003, 2004 og 2005-2007
7


Þrátt fyrir að störf þingmanna fari alltaf meira og meira fram í sérstökum nefndum þá er útilokað að gera ráð fyrir því að með því verði þeir að sérfræðingum í þeim málaflokkum sem heyra undir þær. Vissulega má gera ráð fyrir að þeir fái eitthvað betri innsýn inn í málefni þeirra nefnda sem þeir sitja í til lengri tíma en það er væntanlega öllum ljóst að vera í nefnd skilar engum, sem ekki kann, því sem upp á vantar.

Það ber svo líka að benda á það að þingmenn eru að jafnaði í fleiri en einni nefnd á sama tíma. Það er heldur ekki óalgengt að þeir séu í flokks- eða þingbundnum hlutverkum með því að sitja í a.m.k. einni nefnd, en oftar tveimur til þremur, á sama tímanum.

Í þessu sambandi er vert að taka það fram að ráðherrar fyrrverandi ríkisstjórnar höfðu að jafnaði verið í tveimur til þremur þingnefndum á sama tíma. Þetta er breytilegra meðal ráðherra núverandi ríkisstjórnar. Framsóknarþingmennirnir, sem eru ráðherrar nú, sátu aðeins í einni þingnefnd á hverjum tíma að Eygló Harðardóttur einni undanskilinni en ráðherrar Sjálfstæðisflokks að jafnaði í þremur.

Á sama tíma gegndu þeir sem um ræðir ýmsum öðrum verkefnum og hlutverkum eins og setu í erlendri/-um nefndum, þingflokksformennsku eða öðru hlutverki við stjórn stjórnmálaflokksins sem skilaði þeim inn á þing. Þegar þetta er haft í huga er útilokað að gera ráð fyrir því að þingmenn geti sett sig þannig inn í þau mál sem koma á borð nefndanna að það skili þeim þeirri sérfræðiþekkingu sem almennt er gerð krafa um þegar skipað/ráðið er í æðstu embætti bæði hér og annars staðar í heiminum.

Það er því áleitin spurning af hverju núverandi aðferð við skipun í ráðherraembætti hefur orðið að hefð þar sem það er nákvæmlega ekkert faglegt við hana. Í reynd er ekki annað að sjá en hún sé ekki bara flokkspólitíkinni og Alþingi hættuleg heldur lýðræðinu og þá samfélaginu líka þegar upp verður staðið.

Olof Palme

Frekari niðurstöður hvað varðar nefndarreynslu þeirra sem voru ráðherrar í síðustu ríkisstjórn og þeirra sem eru það núna verða dregnar fram og útskýrðar í næstu færslu. Í framhaldi hennar verður svo fjallað um þann hluta þingreynslunnar sem fellur undir erlendar nefndir eða þátttöku Alþingis í alþjóðaþingum og -ráðum.

Heimildir

Aðrar færslur í þessum sama flokki:
Ráðherrasamanburður: Aldur við skipun
Ráðherrasamanburður: Menntun
Ráðherrasamanburður: Starfsreynsla
Ráðherrasamanburður: Sveitarstjórnarreynsla
Ráðherrasamanburður: Önnur pólitísk reynsla
Ráðherrasamanburður: Flokksforysta
Ráðherrasamanburður: Önnur flokksreynsla
Ráðherrasamanburður: Þingreynsla

Innskotsfærslur þar sem þingreynslu Ólafar Nordal er bætt við:
Hefðarreglur ráða för I
Hefðarreglur ráða för II
Hefðarreglur ráða för III

Ferilskrá ráðherra núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnar:
Menntunar- og hæfniskröfur til ráðherraembætta

Heimildir um þingsköp:
Lög um breytingu á lögum nr. 55/1991 um þingsköp Alþingis. lög nr. 84 23. júní 2011.
Lög um þingsköp Alþingis (setning þingnefnda) lög nr. 55. 31. maí 1991.

Heimildir um skipun ráðuneyta:
Ráðuneyti 1917-2013
Breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands (fækkun ráðuneyta). frá 30. mars til 11. apríl 2012.
Stjórnarráð Íslands
(sameining ráðuneyta). frá 9. júní til 9. september 2010.

Ánægjukannanir Gallup frá síðasta kjörtímabili
Ánægja með störf ráðherra: 6. október 2009 (fyrsta könnun)
Ánægja með störf ráðherra:
9. apríl 2010
Ánægja með störf ráðherra og stjórnarandstöðu: 23. mars 2012
Ánægja með störf ráðherra:
10. janúar 2013


Hefðarreglur ráða för III

Í inngangi að síðustu færslu voru settar fram vangaveltur sem snúa að áhyggjum af því að lýðræðið virki ekki eins og því var ætlað að gera. Sú þrískipting valds sem hugmyndin um lýðræði er reist á er tæplega lengur fyrir hendi eins og kemur til dæmis fram í því hverjir eru til ráðgjafar innan fastanefndanna. Í þessu samhengi var eftirfarandi staðhæfing sett fram:

Í reynd er því útlit fyrir að þátttaka kjósenda í “lýðræðinu“ sé það að velja fulltrúa til að samþykkja eða hafna skoðunum eða túlkun þeirra sérfræðinga sem hefur orðið viðtekið að séu nefndunum til ráðgjafar og leiðbeiningar. (sjá hér)

Viðteknir sérfræðingar fastanefndanna eru ráðgjafar innan úr ráðuneytunum og eru þar af leiðandi bæði með framkvæmda- og löggjafavaldið í hendi sér. Auk þessa eru gjarnan kallaðir til sérfræðingar ýmissa “hagsmunaðila“. Sumir oft, aðrir sjaldnar. Það gefur væntanlega augaleið að viðkomandi sérfræðingarnir hafa almennt meiri menntun, meiri reynslu og víðtækari innsýn í málaflokka fastanefnda þingsins en mikill meiri hluti þeirra þingmanna sem eiga sæti í nefndunum.

Albert Einstein

Í þessu samhengi er rétt að hafa það í huga að það er engin trygging fyrir því að þó þingmaður búi yfir sérfræðiþekkingu á vissu sviði að hann fái sæti eða stöðu innan viðkomandi nefndar eða að sjónarmið hans fái eitthvert vægi. Ástæðan er m.a. sú að ef álit sérfræðinga ráðuneytanna og opinberra samtaka eins og Viðskiptaráðs, SA, SFF, LÍÚ o.fl. o.fl. stangast á við skoðun einstakra nefndarmanna þá eru yfirgnæfandi líkur á að skoðun sérfræðinganna verði ofan á.

Ástæða þessa kann líka að vera flokkspólitísk. Þingmenn sem hafa ekki þekkingarlegar forsendur til að meta mál, sem eru tekin fyrir innan nefndanna, taka jafnvel frekar mark á eða tillit til sjónarmiða “óháðra“ utanaðkomandi aðila en að að þeir taki afstöðu með sjónarmiðum sem koma frá öðrum þingmönnum sem tilheyra ekki þeirra stjórnmálaflokki. Þetta er reyndar ein af þeim viðteknu hugmyndum um starfsaðferðir fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem stendur lýðræðinu fyrir þrifum.

Kjósendur hafa gengist inn á það að kjósa frekar stjórnmálaflokka en einstaklinga inn á þing. Þó er líklegt að í einhverjum tilfellum kjósi þeir flokk fyrir það að þeir treysta einhverjum fulltrúa hans betur en öðrum til að vinna að einhverjum þeirra málaflokka sem eru á könnu Alþingis.

Eins og áður segir þá hafa kjósendur hins vegar enga tryggingu fyrir því að þeir sem þeir kjósa geti beitt sér í þeim málaflokkum sem þeir hafa gefið fyrirheit um að þeir hafi góða þekkingu á og/eða brenni fyrir. Það eru ekki bara úrslit kosninganna sem hafa þar mikið að segja. Flokksforysta viðkomandi stjórnmálaflokks getur ekkert síður verið hindrun fyrir því að menntun, reynsla, þekking og/eða málefnaáhugi fái að njóta sín.

Það liggur væntanlega í augum uppi að vinna þingmanna gerir ekki aðeins kröfu um staðgóða þekkingu á hinum ýmsu málefnasviðum heldur ekki síður að hann geti staðið á sínu frammi fyrir “hagsmunamiðuðum“ sérfræðingum innan fastanefndanna. Í þessu ljósi er auðvitað sérkennilegt að horfa upp á það hvaða leið hefur orðið að viðtekinni venju við val á framboðslista og ekki síður að það skuli vera þeir sem raðast efst á lista eftir þessari leið sem þykja sjálfsagðir kandídatar til ráðherraembætta. 

Marcus Tullius Cicero
Miðað við aðferðafræðina sem hefur fests í sessi við val á framboðslista stjórnmálaflokkanna, kosningu í stjórnir flokkanna og síðan alræðisvald flokksforystunnar er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að það sé almennt álit, bæði innan þings og utan, að stjórnmálamenn fæðist hreinlega alvitrir. Auðvitað er það ekki tilfellið og þess vegna er það með ólíkindum að ekki skuli vera gerðar meiri kröfur til þeirra sem er ætlað að taka afdrifaríkar ákvarðanir um viðgang og framtíð mikilvægustu þátta samfélagsins.

Það er sannarlega sérstakt að horfast í augu við það að á sama tíma og sívaxandi kröfur eru gerðar um sértæka hæfni og/eða færni á hinum aðskiljanlegustu sviðum samfélagins þá getur hver sem er orðið þingmaður og síðan ráðherra. Þ.e. ef hann hefur tileinkað sér aðferðafræðina við að komast í gegnum prófkjörið, ná hylli formannsins í sínum stjórnmálaflokki og komast að í fjölmiðlum.

Hér er líka tilefni til að vekja sérstaka athygli á því að engar kröfur eru gerðar um sí- eða endurmenntun þeirra sem eru kosnir inn á þing eða eru skipaðir ráðherrar. Það er væntanlega einsdæmi þegar um svo margslungnar stjórnenda- og/eða ábyrgðarstöður er að ræða. Það má þó vera að þetta sé viðtekið metnaðarleysi innan stjórnsýslunnar. Hins vegar er ekki útlit fyrir annað en almennt séu gerðar töluvert meiri kröfur til menntunar- og reynsluferils starfsfólks stjórnsýslunnar en þingmanna og ráðherra.

Það er sanngjarnt að taka það fram að það er kannski ekki eingöngu við stjórnmálaflokkana, hvað þá einstaka þingmenn, að sakast. Kjósendur bera þó nokkra ábyrgð líka því þeir hafa ekkert síður gengist inn á þær hefðir sem stjórnmálin hafa ratað í (sjá t.d. hér). Hér má ekki heldur gleymast að minnast á þátt fjölmiðla sem í stað uppbyggilegrar gagnrýni sitja fastir í hjólförum vanabundinnar umfjöllunar eða í versta falli flokkspólitískra árásaraðgerða sem gera ekkert nema skerpa flokkslínurnar.

Í aðdraganda kosninga eru efstu menn gjarnan kallaðir í viðtöl þar sem þeir eru spurðir um afstöðu til tiltekinna mála án þess að nokkurs sé spurt um bakgrunnsþekkingu á viðkomandi málefnum. Formenn stjórnmálaflokkanna fá þó yfirleitt mestu athyglina en þar er heldur einskis spurt um bakgrunnsþekkingu hvorki varðandi einstök mál né reynslu af mannaforráðum eða öðru sem víkur að stjórnun.

Þá eru formenn þeirra stjórnmálaflokka sem þykja líklegastir til að koma best út úr viðkomandi kosningum spurðir um það með hvaða stjórnmálaflokki/-um þeir gætu hugsað sér að vinna eftir kosningarnar. Hins vegar vantar spurningar sem taka mið af faglegum þáttum eins og þeim sem varða skipun æðstu manna ráðuneytanna og aðferðafræðina sem þeir munu fara eftir.

Che Cuevara

Það hefur vissulega komið fyrir að val formannanna á ráðherrum hefur verið gagnrýnt eftir á. Formennirnir hafa líka verið spurðir út í val á einstökum ráðherrum sem hafa tekið við ráðuneytum þegar eitthvað er liðið á kjörtímabilin en þar fá þeir líka að tala einir:

[1. okt. 2009 í tilefni þess að Álfheiður Ingadóttir tók við af Ögmundi Jónassyni:] Steingrímur [J. Sigfússon] segir fullan einhug hafa verið innan þingflokksins um að Álfheiður tæki við ráðherrastólnum. Kynjasjónarmið höfðu áhrif þar á. „Álfheiður er auðvitað reynd og hefur sinnt heilbrigðismálum. Hún er vel að sér í þeim málaflokki. (sjá hér)

[4. desember 2014 í tilefni þess að Ólöf Nordal tók við af Hönnu Birnu Kristjánsdóttir:] Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera mjög ánægður með Ólöfu Nordal sem næsta innanríkisráðherra og segir ríkisstjórnina hafa fengið afskaplega hæfa konu til að koma í ráðuneytið. [...]

„Fyrst og fremst vildi ég fá einstakling sem nyti óskorað traust okkar sjálfstæðismanna. Ég lít á hana sem eina af okkur. Hún hefur reynslu úr ráðuneytinu og er lögfræðimenntuð. Hún býr í Reykjavík en reykvíkingar höfðu aðeins einn ráðherra í þessum tveimur stóru kjördæmum,“ (sjá hér)

Það blasir sennilega við öllum hversu keimlík þessi svör eru. Í þeim má líka sjá að þau vísa í ákveðnar hefðir, einhvern ramma og aðferðafræði sem er greinilega viðtekin af formönnum stjórnmálaflokkanna. Reyndar gott betur en það því það er ekki annað að sjá en báðum þyki fullsvarað með því að vísa til þess að flokkurinn hafi verið sáttur, kynjasjónarmiða hafi verið gætt og að þær hafi einhverja undirstöðuþekkingu.

„Álheiður hefur sinnt heilbrigðismálum og er vel að sér í málaflokknum“, segir Steingrímur. „Ólöf hefur reynslu úr ráðuneytinu og er lögfræðimenntuð“ segir Bjarni. Fréttamennirnir sem tóku við þessum skýringum spyrja einskis. Annaðhvort eru þeir þögulir fyrir það að þeir eru því vanastir eða þeir eru blindaðir af því sem hefur orðið viðtekið fyrir það að formenn stjórnmálaflokkanna láta sem þetta sé vinnuregla sem lýðræðið hafi látið þeim í hendur. M.ö.o.að það sé þeirra að deila og drottna hvort sem um nefndar- eða ráðherrasæti er að ræða.

Álfheiður Ingadóttir og Ólöf Nordal

Hér að ofan er það tekið úr ferilskrám þeirra Álfheiðar Ingadóttur og Ólafar Nordal sem er líklegast að formenn þeirra vísi til þegar þeir fjalla um hæfi þeirra til að gegna þeim ráðherraembættum sem þeir úthlutuðu þeim. Hér verður látið staðar numið í þessum vangaveltum að sinni en þriðja kafli færslunnar Ráðherrasamanburður: Þingreynsla endurbirtur með viðbætum.

Þessi hluti fjallar um sérnefndir Alþingis og önnur trúnaðarstörf á vegum þess. Kaflinn er óbreyttur nema reynslu Ólafar Nordal hefur verið bætt við. Textinn hefur líka verið aukinn á einhverjum stöðum þar sem óhjákvæmilegt var að gera frekari grein fyrir þátttöku hennar í neðantöldum nefndum.

Sérnefndir og önnur trúnaðarstörf

Eins og áður hefur komið fram eru þær  nefndir sem eru taldar hér kallaðar „aðrar nefndir“ samkvæmt þessu yfirliti alþingisvefsins. Hér eru líka taldar svokallaðar sérnefndir en það er breytilegt á milli kjörtímabila og þinga hverjar þær eru. Á síðasta þingi voru þær óvenju margar. Þar af leiðandi hafa einhverjir þeirra sem eru ráðherrar nú orðið sér úti um reynslu af nefndarstörfum þaðan.

Á undanförnum árum hefur verið skipað nokkuð reglulega í sérnefnd um stjórnarskrármál. Árið 2005 var hins vegar stofnuð sérstök stjórnarskrárnefnd undir forystu Jóns Kristjánssonar. Sú nefnd starfaði í tvö og hálft ár og lauk störfum með útgáfu skýrslu (sjá hér). Þeir sem voru ráðherrar á síðasta kjörtímabili eiga margir nefndarferil úr þessum nefndum.

Kjörbréfanefnd hefur hins vegar verið skipuð í upphafi hvers þings. Samkvæmt yfirliti alþingisvefsins (sjá hér) hefur hún talist til „annarra þingnefnda“. Frá og með breytingum síðustu ríkisstjórnar á stjórnskipunarlögum, sem tóku gildi um mitt ár 2011 (sjá hér), heyra málefni hennar svo og sérnefnda um stjórnarskrármál/stjórnarskrárnefnda undir sérstaka stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem er orðin ein af fastanefndum þingsins. Hlutverk hennar er að fjalla:

um stjórnarskrármál, málefni forseta Íslands, Alþingis og stofnana þess, kosningamál, málefni Stjórnarráðsins í heild og önnur mál sem varða æðstu stjórn ríkisins. Enn fremur fjallar nefndin um ársskýrslu og tilkynningar umboðsmanns Alþingis, svo og um skýrslur Ríkisendurskoðunar. [...]

Nefndin skal einnig hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur gagnvart framkvæmdarvaldinu. Komi beiðni um slíka athugun frá a.m.k. fjórðungi nefndarmanna skal hún fara fram. Um athugun sína getur nefndin gefið þinginu skýrslu.

Nefndin skal jafnframt leggja mat á og gera tillögu til Alþingis um hvenær rétt er að skipa rannsóknarnefnd, sbr. lög um rannsóknarnefndir. Nefndin tekur skýrslur slíkrar nefndar til umfjöllunar og gefur þinginu álit sitt um þær og gerir tillögur um frekari aðgerðir þingsins. (sjá hér)

Fimm þeirra, sem eiga þær ferilskrár sem hafa verið til skoðunar hér, höfðu setið í kjörbréfanefnd áður en þeir urðu ráðherrar. Sex ef Álfheiður, sem sat tímabundið yfir Heilbrigðisráðuneytinu, er talin með en væntanlega hefur hún verið komin með hálfs árs reynslu þaðan þegar hún tók við Heilbrigðisráðuneytinu haustið 2009.

Kjörbréfanefnd

Reyndar á þetta líka við um þrjár þeirra fastanefnda sem Álfheiður hafði átt sæti í áður en að skipun hennar kom og svo reynslu hennar sem nefndarformanns. Þessi reynsla hefur þegar verið talin (sjá t.d. hér) en það þykir tilhlýðilegt að benda á að ekki kemur fram hvort Álfheiði voru úthlutuð þessi nefndarhlutverk í fyrra eða seinna ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur. Hér er miðað við að það hafi verið í því fyrra eða þegar Jóhanna tók við völdum sem forsætisráðherra 1. febrúar 2009.

Þingvallanefnd er sennilega ein elsta sérnefnd þingsins en hún varð til við það að Þingvellir voru gerðir að þjóðgarði árið 1928 (sjá athyglisverða grein um nefndina hér). Nefndin er skipuð sjö alþingismönnum og heyrir undir Forsætisráðuneytið (sjá hér). Meira verður sagt af þessari nefnd í ýtarlegri færslu um nefndir Alþingis.

Forsætisnefnd er væntanlega enn eldri en hana skipa forseti Alþingis og varaforsetar. Veru í þessari nefnd er ekki getið sérstaklega í ferilskrám fyrrverandi og núverandi alþingismanna en þar er hins vegar talið ef þeir hafa verið forsetar eða varaforsetar Alþingis. Þessi höfðu gegnt embætti varaforseta og hafa þar af leiðandi átt sæti í forsætisnefnd áður en kom til skipunar þeirra í ráðherraembætti:

Forsætisnefnd

Hér þykir ástæða til þess að vekja athygli á því að Guðbjartur Hannesson, sem hafði setið í tvö ár inni á þingi þegar síðasta ríkisstjórn tók við, var forseti Alþingis árið 2009. Sama ár var hann settur formaður einnar fastanefndar þingsins en ári síðar var hann skipaður til ráðherraembættis. Guðbjartur er sá í þeim hópi, sem hér hefur verið borinn saman, sem á að baki lengsta stjórnmálaferilinn af sveitarstjórnarstiginu eða 26 ár (sjá hér).

Það er reyndar áberandi að af þeim fjórum sem eiga sögu innan úr forsætisnefndinni á þingferlinum eru þrír samfylkingarráðherrar. Það vekur væntanlega athygli líka að Össur hefur orðið annar varaforseti á fyrsta ári sínu á þingi en það ár sat Alþýðuflokkur með Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn undir fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar (sjá hér).

Jóhanna var 2. varaforseti Neðri deildar ári eftir að hún kom inn á þing en það ár sat flokkur hennar, Alþýðuflokkurinn í ríkisstjórn með Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokki undir forsæti Ólafs Jóhannessonar (sjá hér). Stjórnarsamstarfið náði rétt rúmu ári áður en Alþýðuflokkur sprengdi ríkisstjórnina (sjá hér).

Árið 1983 til 1984 var Jóhanna svo 1. varaforseti en það ár varð Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í fyrsta skipti í stjórnarsamstarfi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þetta er ekki síður athyglisvert fyrir það að Steingrímur gegndi sínu fyrsta ráðherraembætti í þeirri ríkisstjórn sem Alþýðuflokkurinn hafði sprengt fjórum árum áður. Það skal tekið fram að það má vel vera að á þeim tíma, sem Alþingi var þrjár málstofur, hafi stjórnarandstaðan skipað forseta Neðri deildar.

Árið 2003 til 2007 störfuðu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur saman undir þremur forsætisráðherrum: Davíð Oddsyni, Halldóri Ásgrímssyni og Geir H. Haarde (sjá hér). Jóhanna Sigurðardóttir var hins vegar 4. varaforseti Alþingis allt það kjörtímabil.

Hlutverk Forsætisnefndar er að hún „skipuleggur þinghaldið, hefur umsjón með alþjóðasamstarfi, fjallar um fjárhagsáætlanir þingsins og setur almennar reglur um rekstur þingsins og stjórnsýslu“ (sjá hér). Þess má svo geta að nánar verður fjallað um þessa nefnd og þýðingu hennar eins og Þingvallanefndarinnar í sérstakri færslu.

Hér er svo loks yfirlit þar sem þær sérnefndir/aðrar nefndir eru dregnar fram sem ráðherrarnir, sem voru leystir undan embættisskyldum sínum vorið 2013, áttu sæti í áður en þeir voru skipaðir. Hér eru líka talin önnur trúnaðarstörf en þar er átt við forseta- og varaforsetahlutverk.

  
 Jóhanna Sigurðardóttir,
 forsætisráðherra
í stjórnarnefnd um málefni þroskaheftra og öryrkja 1979-1983; formaður,
í nefnd til að undirbúa frumvarp um tilhögun og framkvæmd fullorðinsfræðslu og endurskoðun laga um almannatryggingar 1978
í tryggingaráði 1978-1987; formaður 1979-1980
sérnefnd um stjórnarskrármál 1995-1997, 1999-2000 og 2004-2007,
kjörbréfanefnd 1999-2003.

Önnur trúnaðarstörf á vegum Alþingis:
2. varaforseti Neðri deildar 1979,
1. varaforseti Neðri deildar 1983-1984,
4. varaforseti Alþingis 2003-2007.
 Guðbjartur Hannesson,
 velferðarráðherra
Önnur trúnaðarstörf á vegum Alþingis:
forseti Alþingis 2009.
 Steingrímur J. Sigfússon,
 atvinnuvega- og nýsköpunar-
 ráðherra
í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1983-1987,
sérnefnd um stjórnarskrármál 2004-2005,
Í stjórnarskrárnefnd 2005-2007.
 Össur Skarphéðinsson,
 utanríkisráðherra
kjörbréfanefnd 1999-2003,
í stjórnarskrárnefnd 2005-2007.

Önnur trúnaðarstörf á vegum Alþingis:
2. varaforseti Neðri deildar 1991.
 Ögmundur Jónasson,
 innanríkisráðherra
kjörbréfanefnd 1999-2007,
sérnefnd um stjórnarskrármál 1999-2003, 2004 og 2005-2007.


Eins og var rakið hér á undan er margt athyglisvert í sambandi við það sem kemur fram í þessari töflu um sérnefndareynslu þeirra sem þar koma fyrir. Til viðbótar því sem þegar hefur verið gerð sérstök grein fyrir þykir ástæða til að undirstrika það að fjórir af þeim átta, sem voru ráðherrar undir lok síðasta kjörtímabils, höfðu starfað með hinum ýmsu nefndum sem höfðu fjallað um Stjórnarskrána á undangegnum árum eða frá því að EES-samningurinn var lögleiddur hér á landi (sjá hér).

Stjórnarskrárnefndir

Það sem þessi mynd dregur fram vekur ekki síst athygli í ljósi þess hvar áherslur síðustu ríkisstjórnar lágu undir lok valdatímabils hennar. Miðað við þann tíma sem  Jóhanna og Ögmundur hafa setið í nefndum, þar sem Stjórnarskráin hefur verið sérstakt umfjöllunarefni, er ekki óvarlegt að ætla að bæði þekki hana eins og eigin handarbök.

Eins og rækilega hefur verið gerð grein fyrir þá eru stjórnarskrármál nú komin undir eina af þeim fastanefndum sem voru settar með breytingunum á þingskaparlögum árið 2011 (sjá hér) og heitir nú stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Það er þar af leiðandi sérstakt að enn einu sinni hafi stjórnarskrárnefnd verið sett á laggirnar en það var gert í nóvember á síðasta ári.

Samkvæmt því sem kemur fram á vef Forsætisráðuneytisins þá er stefnt „að því að vinnu nefndarinnar ljúki tímanlega svo að hægt sé að samþykkja frumvarp til breytinga á stjórnarskránni á yfirstandandi kjörtímabili en unnt er að áfangaskipta vinnunni eftir því sem henta þykir“ (sjá hér).

Áður en kemur að yfirliti yfir veru núverandi ráðherra í „öðrum nefndum“ og eða sérnefndum Alþingis er rétt að koma því á framfæri að af þeim fimm, sem sátu tímabundið á ráðherrastóli undir ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur, þá áttu aðeins Álfheiður Ingadóttir og Oddný G. Harðardóttir mislangan feril að baki í slíkum nefndum.

Reynsla Álfheiðar hefur þegar verið talin en hún hafði verið hálft ár í kjörbréfanefnd þegar hún var skipuð heilbrigðisráðherra haustið 2009. Oddný var svo meðal þeirra sem sátu í þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis árið 2009 til 2010 en tveir af núverandi ráðherrum áttu sæti í henni líka eins og fram kemur í eftirfarandi töflu.

  þingnefndir
 Bjarni Benediktsson,
 fjármála- og efnahagsráðherra
sérnefnd um stjórnarskrármál 2004-2007 og 2009 (fyrri),
í stjórnarskrárnefnd 2005-2007,
kjörbréfanefnd 2005-2009.
 Illugi Gunnarsson,
 mennta- og menningarmála-
 ráðherra
í nefnd um eflingu græna hagkerfisins 2010-2013.
 Ragnheiður Elín Árnadóttir,
 iðnaðar- og viðskiptaráðherra
þingskapanefnd 2011-2013,
í Þingvallanefnd 2009-2013.
 Eygló Harðardóttir,
 félags- og húsnæðisráðherra
þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009-2010,
formaður verðtryggingarnefndar  2010-2011,
í samráðshóp um húsnæðisstefnu 2011.
 Sigurður Ingi Jóhannsson,
 sjávarútvegs- og landbúnaðar-
 ráðherra
 umhverfis- og auðlindaráðherra
þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009-2010,
í Þingvallanefnd 2009-2013.

Önnur trúnaðarstörf á vegum Alþingis:
4. varaforseti Alþingis 2011-2013.
 Gunnar Bragi Sveinsson,
 utanríkisráðherra
þingskapanefnd 2011-2013.
 Ólöf Nordal,
 innanríkisráðherra
kjörbréfanefnd 2009-2011,
sérnefnd um stjórnarskrármál 2010-2011.


Hér má sjá að Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Ólöf Nordal eru þeir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar sem hafa setið í þeim “sérnefndum“ sem er algengast að ráðherrar þeirrar síðustu hafi haft sína sérnefndareynslu. Þessar nefndir eru kjörbréfa-, forsætis- og stjórnarskrárnefnd og svo sérstök nefnd um stjórnarskrármál.

Algengasta sérnefndarreynsla núverandi ráðherrar er úr: þingskapanefnd, þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og svo Þingvallanefnd. 

Sérnefndir síðasta kjörtímabils

Það er rétt að geta þess að Ólöf Nordal sat bæði í kjörbréfnefnd og sérnefnd um stjórnarskrá undir ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur. Þar sem rækileg grein hefur verið gerð fyrir veru hennar í þessum nefndum þykir óþarft að telja hana aftur enda þær nefndir, sem eru taldar á myndinni hér að ofan, annaðhvort þær sem ekki hafa verið taldar áður eða sérnefndir sem var skipað í á síðasta kjörtímabili.

Illugi Gunnarsson átti sæti í nefnd um eflingu græna hagkerfisins. Nefndinni var ætlað það „verkefni að kortleggja sóknarfæri íslensks atvinnulífs á sviði grænnar atvinnusköpunar“ (sjá hér) og skilaði af sér skýrslu um efnið haustið 2011 (sjá hér). Eygló Harðardóttir átti sæti í tveimur þeirra sérnefnda sem síðasta ríkisstjórn setti á laggirnar. Hún var formaður verðtryggingarnefndar sem starfaði árið 2010 til 2011 (sjá skýrslu) og í samráðshópi um húsnæðisstefnu árið 2011 (sjá skýrslu).

Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson sátu líka í þingmannanefndinni sem var ætlað að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í ljósi þess hver útkoma þeirrar vinnu varð er forvitnilegt að lesa það sem þessari nefnd var ætlað (sjá hér). Það er ekki síður forvitnilegt að rifja upp umræðuna inni á þingi um þetta efni (sjá hér) og síðast en ekki síst þingsályktunina sem var samþykkt af 63 þingmönnum í framhaldinu en þar segir m.a:

  • Alþingi ályktar að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Mikilvægt sé að Alþingi verji og styrki sjálfstæði sitt og grundvallarhlutverk.
  • Alþingi ályktar að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og leggur áherslu á að af henni verði dreginn lærdómur.
  • Alþingi ályktar að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu, verklagi og skorti á formfestu.
  • Alþingi ályktar að stjórnendur og helstu eigendur fjármálafyrirtækja á Íslandi beri mesta ábyrgð á bankahruninu.
  • Alþingi ályktar að eftirlitsstofnanir hafi brugðist.
  • Alþingi ályktar að mikilvægt sé að allir horfi gagnrýnum augum á eigin verk og nýti tækifærið sem skýrslan gefur til að bæta samfélagið. (sjá hér)

Sigurður Ingi Jóhannsson átti líka sæti í Þingvallanefnd ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Þau sátu allt síðasta kjörtímabil í nefndinni. Nefndin fer „með yfirstjórn Þingvallaþjóðgarðs“ (sjá hér). Hér þykir tilefni til að vekja sérstaka athygli á því að enginn ráðherra fyrrverandi ríkisstjórnar hafði átt sæti í þessari nefnd.

Ragnheiður Elín átti svo sæti í þingskapanefnd ásamt Gunnari Braga Sveinssyni. Þessi nefnd var skipuð til að „fjalla um frumvarp til laga um breytingu á lögum [...] um þingsköp Alþingis (nefndaskipan, eftirlitshlutverk Alþingis o.fl.)“ (sjá hér). Útkoman urðu lögin sem núverandi nefndarskipan Alþingis byggir á og tóku gildi á miðju ári 2011 (sjá lögin hér). Það má svo minna á að samkvæmt því sem kemur fram hér er einnig starfandi nefnd á þessu þingi til endurskoðunar á þessum sömu lögum.

                                      ***

Í næstu færslu verður lokakafli færslunnar Ráðherrasamanburður: Þingreynsla birtur en væntanlega verður svo gert hlé á þessu verkefni fram yfir jól.

Heimildir

Aðrar færslur í þessum sama flokki:
Ráðherrasamanburður: Aldur við skipun
Ráðherrasamanburður: Menntun
Ráðherrasamanburður: Starfsreynsla
Ráðherrasamanburður: Sveitarstjórnarreynsla
Ráðherrasamanburður: Önnur pólitísk reynsla
Ráðherrasamanburður: Flokksforysta
Ráðherrasamanburður: Önnur flokksreynsla
Ráðherrasamanburður: Þingreynsla

Innskotsfærslur þar sem þingreynslu Ólafar Nordal er bætt við:
Hefðarreglur ráða för I
Hefðarreglur ráða för II

Ferilskrá ráðherra núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnar:
Menntunar- og hæfniskröfur til ráðherraembætta

Heimildir um skipun ráðuneyta:
Ráðuneyti 1917-2013
Breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands (fækkun ráðuneyta). frá 30. mars til 11. apríl 2012.
Stjórnarráð Íslands
(sameining ráðuneyta). frá 9. júní til 9. september 2010.


Hefðarreglur ráða för II

Það skal viðurkennt hér að áður en sú sem þetta skrifar réðist í þetta verkefni taldi hún sig vita eitt og annað um nefndir og nefndarvinnu Alþingis. Heimildarvinnan í kringum þessi skrif hefur komið mér til þeirrar niðurstöðu að í raun var það harla lítið. Reyndar grunar mig að þetta eigi ekki við um mig eina og þar af leiðandi er það kannski alls ekki svo galin hugmynd að gera grein fyrir þátttöku þeirra, sem hafa setið á ráðherrastóli frá vorinu 2009, í nefndarstörfum Alþingis þó verkefnið sé langsótt.

Ástæðan er ekki síst sú að samfara slíkri umfjöllun fylgir eitt og annað sem viðkemur nefndarskipulaginu sem fáir, fyrir utan þingmenn og starfsfólk Alþingis, er mikið inn í. Á síðustu árum hefur vægi nefndanna aukist sem þýðir að stór hluti þingstarfa þeirra sem hljóta kosningu til Alþingis fer fram í hinum ýmsu nefndum. Nefndirnar sem um ræðir eru svokallaðar þingnefndir og líka erlendar nefndir. Þingnefndunum má svo skipta í fastanefndir og aðrar nefndir og/eða sérnefndir. Sérnefndirnar geta verið mjög breytilegar á milli þinga bæði að fjölda og verkefnum. Umfjöllun um erlendu nefndirnar kemur síðar.

Noam Chomsky

Á meðan á þinghaldi stendur eru haldnir reglulegir fundir í fastanefndunum eða tveir fundir í hverri viku fyrir hverja nefnd. Fundartími fastanefndanna er fyrir hádegi í hveri viku frá mánudegi fram til fimmtudags. Fundir í öðrum nefndum og/eða sérnefndum eru eflaust haldnir mjög reglulega líka og svo eru það fundir erlendu nefndanna sem þarf að sækja út fyrir landssteinana.

Viðfangsefni þessara nefnda eru mjög breytileg; allt frá því að skipuleggja þinghaldið og ákveða í hvaða röð fyrirliggjandi málefni verði tekin fyrir til þess að taka þátt í umræðum og samþykktum um hernaðaríhlutanir á milli stríðandi þjóða hvarvetna í heiminum. Kjósendur hafa í reynd sáralítil áhrif á það hver tekur að sér þau mörgu og margvíslegu verkefni sem heyra undir þingið nema með því að kjósa einn stjórnmálaflokk eftir framboðslista síns kjördæmis. Oft er það trú kjósandans á hæfi þeirra sem eru í oddvitasætunum til “góðra verka“ sem ræður hvaða flokkur fær hans atkvæði.

Þegar fulltrúar stjórnmálaflokkanna mæta inn á þing þá tekur hins vegar við þeim “hefðarkerfi“, sem hefur orðið til varðandi vinnulag og nefndarsætaúthlutanir, sem gera það að verkum að hverfandi líkur eru á því að einstaklingur geti haft nokkur áhrif. Skýringin er m.a. sú að umræðan um mál hefur að langmestu leyti verið færð inn í nefndir þar sem verkefnin eru oftar en ekki það að liggja yfir lagafrumvörpum sem kalla á stranga yfirlegu og/eða sérfræðiþekkingu í tilteknum málaflokki.

Þingmenn eru almennt undir alltof miklu starfsálagi auk þess, sem þeir þurfa að sjálfsögðu líka tíma fyrir sitt persónulega líf, til að geta lagst þannig yfir einstök mál sem standa sum hver langt fyrir utan þeirra þekkingarsvið. Innan nefndanna eru því starfandi sérfræðingar sem koma gjarnan innan úr ráðuneytum viðkomandi málaflokks nefndanna og sérfræðingar frá því sem almennt eru kallaðir “hagsmunaðilar“. Hlutverk sérfræðinganna er að útskýra og túlka texta frumvarpanna, gildandi laga og annarra viðfangsefna sem koma á borð nefndanna.

Í reynd er það svo að þingmenn, sem eru starfandi í þremur til fjórum nefndum auk þess að taka afstöðu til málefna sem aðrar nefndir hafa til umfjöllunar, hafa fæstir tök á því að setja sig þannig inn í mál að þeir geti staðið undir verkefninu sem almennir kjósendur hafa valið þá til. Þ.e. að vera fulltrúar skoðana almennra kjósenda inni á þingi. Í reynd er því útlit fyrir að þátttaka kjósenda í “lýðræðinu“ sé það að velja fulltrúa til að samþykkja eða hafna skoðunum eða túlkun þeirra sérfræðinga sem hefur orðið viðtekið að séu nefndunum til ráðgjafar og leiðbeiningar.

Chris Hedgess

Það gefur væntanlega augaleið að það getur reynst erfitt að standa á móti túlkunum og/eða skoðunum sérfræðinga í t.d. sjávarútvegi með tilfinningarök eða yfirborðskennda þekkingu á sjávarútveginum eina að vopni. Þar sem vangaveltur af þessu tagi standa nokkuð fyrir utan efni þess, sem er meginverkefnið hér, þá verður ekki farið lengra út í þær að þessu sinni heldur haldið áfram við að gera grein fyrir því í hvaða nefndum þeir, sem hafa verið skipaðir ráðherrar eftir vorið 2009, hafa setið.

Hér verður sá hluti færslunnar Ráðherrasamanburður: Þingreynsla, sem fjallar um fastanefndir þingsins, endurbirtur. Kaflinn er eins að öðru leyti en því að reynsla Ólafar á þessu sviði hefur verið bætt við og þeim hlutum umfjöllunarinnar, þar sem hennar reynsla á heima, verið auknar.

Fastanefndir þingsins

Á undanförnum áratugum hafa þingstörfin breyst mjög mikið. Stærsta breytingin varð við það að Alþingi var gert að einni málstofu. Af því tilefni var nefndarskipan og -tilhögun breytt með lögum  árið 1991 (sjá hér) í átt að núverandi tilhögun en núgildandi skipulag er frá árinu 2011 (sjá hér). Fram til ársins 1991 voru nefndarsviðin þrjú og fór eftir skiptingu þingsins í: neðri - og efri deild og sameinað þing.

Miðað við greinargerðina sem fylgdi lagafrumvarpinu um þingsköp Alþingis hafa fastanefndir Alþingis verið orðnar 23 árið 1991 en var fækkað niður í 12. Á móti var nefndarmönnum fjölgað upp í níu. Það sést á ferilskrám þeirra sem voru á þingi fyrir árið 1991 að vera þeirra í þessum nefndum er ekki getið þar. Það má vera að það stafi af því að fram að þeim tíma höfðu fastanefndirnar minna vægi. Það kemur a.m.k. fram í greinargerðinni með frumvarpinu að „mikilvægi nefndarstarfsins mun aukast frá því sem áður var“ (sjá hér) við lagabreytinguna.

Nefndirnar sem voru settar með lögum árið 1991 hafa eitthvað breyst síðan. Þetta kemur greinilega fram þegar ferilskrár þeirra sem hafa setið á Alþingi eftir það er skoðuð þar sem heiti nefndanna eru breytileg. Á síðasta kjörtímabili var lögunum frá 1991 breytt þannig að fastanefndum þingsins var fækkað úr tólf niður í átta en fjöldi nefndarmanna er áfram níu.

Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu er tilgangur breytinganna sá að bæta löggjafarstarfið. Þar kemur líka fram að það er gert ráð fyrir að flestir þingmenn muni aðeins sitja í einni nefnd í stað þriggja til fjögurra áður. Reyndin er hins vegar sú að þingmenn sitja að jafnaði í tveimur nefndum enda enda eiga ráðherrar ekki sæti í nefndum þingsins (sjá hér).

Miðað við það að á þessu þingi hefur verið skipað í sérstaka þingskaparnefnd (sjá hér) er ekki útilokað að framundan séu enn frekari breytingar á nefndarskipan Alþingis. Það kemur væntanlega í ljós síðar en vegna þeirra breytinga, sem þegar hefur verið gerð einhver grein fyrir, er það alls ekki aðgengilegt verkefni að skoða hvort og þá að hvaða leyti nefndarseta núverandi og fyrrverandi ráðherra hefur skipt máli þegar þeir voru valdir til þessara embætta.

Will Rogers

Á vef Alþingis er yfirlit yfir núverandi þingnefndir. Fyrst eru taldar fastanefndir og dregur þessi kafli heiti sitt af því. Þá eru „aðrar nefndir“ sem eru taldar í yfirlitinu í sérstökum kafla. Yfirlit yfir erlendu nefndirnar er annars staðar (sjá hér) en þeim hefur fjölgað smátt og smátt á undanförnum áratugum.

Allir þeir sem voru ráðherrar undir lok síðasta kjörtímabils sitja enn á þingi fyrir utan Jóhönnu Sigurðardóttur. Þau sitja því öll í einhverjum nefndum nú þó þær séu eðli málsins samkvæmt ekki taldar hér enda ætlunin að draga fram þá reynslu sem ráðherrarnir höfðu aflað sér áður en að skipun til embættisins kom. Þeim sem kunna að hafa áhuga á að sjá í hvaða nefndum fyrrverandi ráðherrar sitja nú er því bent á að í töflunni hér að neðan er krækja undir nöfum þeirra sem vísa í ferilskrá viðkomandi.

Þar sem framundan er afar þurr upptalning, sem er hætt við að missi nokkuð marks, er rétt að taka það fram að þau nefndarheiti sem óvefengjanlegast tengjast málaflokki viðkomandi ráðherra eru feitletruð í upptalningunni á nefndunum hér að neðan. Þar sem það er ekki hægt að sjá að einhver nefnd tengist starfssviði forsætisráðherra þá er ekkert nefndarheiti feitletrað í tilviki Jóhönnu Sigurðardóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Það verða hins vegar dregnar saman nokkrar athyglisverðar niðurstöður varðandi það hvaða reynslu þau eiga sameiginlega með fyrrverandi forsætisráðherrum þegar þráðurinn í verkefninu Ráðherrasamanburður verður tekinn upp aftur. Í þeim færslum verða líka dregnar fram fleiri niðurstöður varðandi þetta verkefni með skýrari hætti. Það er svo rétt að benda á það að í yfirlitinu hér á eftir verður miðað við heiti nefndanna eins og þau koma fyrir í ferilskrám þeirra sem eru taldir.

Ráherrar síðustu ríkisstjórnar nefndarheiti
 Jóhanna Sigurðardóttir,
 forsætisráðherra
utanríkismálanefnd 1995-1996,
iðnaðarnefnd 1995-1999,
allsherjarnefnd 1996-1999,
efnahags- og viðskiptanefnd 1999-2007,
félagsmálanefnd 2003-2007.
 Katrín Júlíusdóttir,
 fjármála- og efnahagsráðherra
menntamálanefnd 2003-2005 og 2007-2009,
félagsmálanefnd 2004-2005,
fjárlaganefnd 2005-2007,
iðnaðarnefnd 2005-2009; formaður 2007-2009,
umhverfisnefnd 2007-2009.
 Guðbjartur Hannesson,
 velferðarráðherra
 
 (tók við embætti haustið 2010)
félags- og tryggingamálanefnd 2007-2010; formaður 2009-2010,
fjárlaganefnd 2007-2010; formaður 2009-2010,
menntamálanefnd 2007-2009.
 Katrín Jakobsdóttir,
 mennta- og menningarmála-
 ráðherra
efnahags- og skattanefnd 2007-2009,
menntamálanefnd 2007-2009.
 Steingrímur J. Sigfússon,
 atvinnuvega- og nýsköpunar-
 ráðherra
sjávarútvegsnefnd 1991-1998; formaður 1995-1998,
efnahags- og viðskiptanefnd 1991-1999,
félagsmálanefnd 1999-2003,
utanríkismálanefnd 1999-2009.
 Össur Skarphéðinsson,
 utanríkisráðherra
sjávarútvegsnefnd 1991-1993,
allsherjarnefnd 1991-1992,
iðnaðarnefnd 1991-1993; formaður,
landbúnaðarnefnd 1992-1993,
utanríkismálanefnd 1995-1999, 2005-2007,
heilbrigðis- og trygginganefnd 1995-1999; formaður,
umhverfisnefnd 1999-2000,
fjárlaganefnd 1999-2001,
efnahags- og viðskiptanefnd 2001-2005.
 Ögmundur Jónasson,
 innanríkisráðherra

 (var skipaður heilbrigðisráðherra
 vorið 2009 en sagði af sér haustið 
 eftir. Tók við nýju ráðherraembætti 
 haustið 2010)
allsherjarnefnd 1995-1997, 1998-1999 og 2010,
heilbrigðis- og trygginganefnd 1995-1996,
félagsmálanefnd 1997-1998,
efnahags- og viðskiptanefnd 1999-2007,
efnahags- og skattanefnd 2007-2009 og 2009-2010,
félags- og tryggingamálanefnd 2007-2009 og 2010,
sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009-2010,
umhverfisnefnd 2009-2010,
utanríkismálanefnd 2009-2010, 


Jóhanna Sigurðardóttir hafði átt sæti á þingi í þrettán ár áður en þær nefndir sem hér eru taldar voru settar með lögum árið 1991. Á því 18 ára tímabili, sem leið frá því þær voru gerðar að mikilvægum hluta þinghaldsins uns hún varð forsætisráðherra, hafði hún setið fimm þeirra í alls 12 ár eða frá 1995 til 2007. Hún var félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar þegar lagafrumvarpið um þingnefndirnar var samþykkt (sjá hér) og var skipuð félags- og tryggingamálaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde árið 2007 (sjá hér).

Á þeim 12 árum sem Jóhanna átti sæti í fastanefndunum, sem voru lögfestar árið 1991, sat hún lengst í efnahags- og viðskiptanefnd. Hún átti sæti í henni á árunum 1999 til 2007 eða í átta ár. Auk þeirra nefnda sem hér hafa verið taldar gegndi Jóhanna ýmsum öðrum trúnaðarstörfum á vegum þingsins áður en það kom að því að hún varð forsætisráðherra. Þau eru talin undir kaflanum „Sérnefndir og önnur trúnaðarstörf“ í færslunni Ráðherrasamanburður: Þingreynsla. Hann verður endurbirtur í framhaldi þessarar færslu í þeim tilgangi að bæta reynslu Ólafar Nordal þar við. Önnur reynsla Jóhönnu kemur líka fram í færslunni um alþjóðastarf núverandi og fyrrverandi ráðherra.

Aðrir ráðherrar síðustu ríkisstjórnar höfðu mislanga reynslu af setu í nefndum ef Svandís Svavarsdóttir er undanskilin. Hún hafði enga reynslu þar sem hún var ný inni á þingi þegar hún var skipuð yfir Umhverfisráðuneytið.

Tengd þingnefndarreynsla fyrrverandi ráðherra

Eins og fram kemur á myndinni hér að ofan höfðu þeir sem eru taldir verið í fastanefndum sem viðkomu málaflokki þess ráðuneytis sem Jóhanna Sigurðardóttir trúði þeim fyrir. Sumir reyndar ekki nema í tvö til þrjú ár. Katrín Júlíusdóttir sat í fjárlaganefnd á árunum 2005 til 2007 eða í tvö ár. Katrín Jakobsdóttir átti jafnlanga veru úr  menntamálanefnd eða frá því að hún var kosin inn á þing árið 2007 fram til þess að hún var skipuð yfir Menntamálráðuneytið árið 2009.

Guðbjartur Hannesson hafði átt sæti í félags- og tryggingamálanefnd jafnlengi og hann hafði setið inni á þingi en hann var skipaður félags- og tryggingamálaráðherra þegar eitt ár var liðið af síðasta kjörtímabili. Steingrímur J. Sigfússon, sem átti 26 ára þingferil að baki þegar hann var skipaður fjármálaráðherra sölsaði um á miðju síðasta kjörtímabili og tók við Atvinnumálaráðuneytinu. Reynslan sem hann bjó að í málefnum þess var sú að hann hafði setið í sjö ár í sjávarútvegsnefnd auk þess sem hann hafði áður gegnt embætti landbúnaðarráðherra í þrjú ár eða á árunum 1988 til 1991 (sjá hér)

Össur Skarphéðinsson hafði setið í sjö ár í utanríkismálanefnd og Ögmundur Jónasson hafði setið í samtals í fjögur ár í allsherjarnefnd þegar hann tók við af Rögnu Árnadóttur haustið 2010 (sjá hér). Össur Skarphéðinsson hafði líka verið ráðherra í alls fjögur ár áður en hann var skipaður yfir Utanríkisráðuneytið vorið 2009. Hann tók við af Eiði Guðmundssyni sem umhverfisráðherra árið 1993 en það var í fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar (sjá hér). Hann var svo skipaður iðnaðarráðherra í öðru ráðuneyti Geirs H. Haarde (sjá hér).

Í töflunni hér að neðan er gerð tilraun til að draga það fram sem hefur komið fram hér að ofan um mislanga reynslu þeirra, sem voru taldir, úr nefndum sem viðkomu ráðuneytunum sem þau stýrðu í seinna ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur. Auk þess er það talið ef þessir gegndu formennsku í umræddum nefndum.

 
tengd nefndfj. ára
formaðurfj. ára
 Katrín Júlíusdóttirx4/2x2/
 Guðbjartur Hannessonx3x1
 Katrín Jakobsdóttirx2  
 Steingrímur J. Sigfússonx8/7x/3
 Össur Skarphéðinssonx7  
 Ögmundur Jónassonx1/4  
Meðaltal 5/4  


Það sem vekur mesta athygli hér er að helmingurinn hafði reynslu af formennsku í þeim nefndum sem viðkoma þeim málaflokkum sem þeir voru skipaðir yfir á kjörtímabilinu 2009-2013. Í þessu sambandi er rétt að minna á að Katrín og Guðbjartur nutu þess að Samfylkingin hafði verið í stjórn frá árinu 2007 en það er eitthvað annað sem skýrir það að Steingrímur J. Sigfússon var formaður sjávarútvegsnefndar árin 1995 til 1998 þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur sátu saman í stjórn (sjá hér). Sama kjörtímabil var Össur Skarphéðinsson formaður heilbrigðis- og trygginganefndar ásamt því að vera í utanríkismálanefnd.

Má vera að báðir hafi notið þess að þeir höfðu verið ráðherrar í þeim ríkisstjórnum sem sátu á árunum á undan með ráðherrum sem héldu um stjórnartaumana þetta kjörtímabil. Steingrímur J. með þeim Halldóri Ásgrímssyni og Guðmundi Bjarnasyni en Össur með þeim Davíð Oddssyni, Friðriki SophussyniHalldóri Blöndal og Þorsteini Pálssyni. Munurinn er sá að Össur var formaður allt kjörtímabilið 1995 til 1999 en Steingrímur hefur vikið úr nefndinni ári áður en það var á enda.

Það þarf svo að útskýra uppsetninguna á árafjölda Katrínar Júlíusdóttur, Steingríms J. Sigfússonar og Ögmundar Jónassonar í töflunni hér að ofan áður en lengra er haldið. Eins og hefur komið fram áður þá sátu þessi yfir fleiru en einu ráðuneyti á síðasta kjörtímabili. Katrín var skipaður iðnaðarráðherra vorið 2009 en hún átti sæti í iðnaðarnefnd á árunum 2005-2009. Frá 2007 og fram til ársins 2009 var hún formaður nefndarinnar. Fram að því hafði hún líka átt sæti í fjárlaganefnd en hún tók við Fjármálaráðuneytinu þegar hún sneri úr fæðingarorlofi haustið 2012 (sjá hér).

Steingrímur J. Sigfússon átti sæti í efnahags- og viðskiptanefnd í átta ár eða frá árinu 1991 til ársins 1999. Á sama tíma sat hann í sjávarútvegsnefnd en reyndar einu ári skemur. Árin 1995-1998 var hann formaður sjávarútvegsnefndarinnar eins og var rakið hér að framan. Ögmundur Jónasson sat í eitt ár í heilbrigðis- og trygginganefnd eða árin 1995 til 1996. Vorið 2009 var hann skipaður heilbrigðisráðherra en vék úr því embætti eftir nokkurra mánaða veru. Ári síðar tók hann við Innanríkisráðuneytinu en hann hafði átt sæti í allsherjarnefnd í alls fjögur ár.

Skástrikin í töflunni hér að ofan afmarka sem sagt árafjöldann sem þessi sátu í þeim nefndum sem tengjast málaflokkum ráðuneytanna sem þau stýrðu á síðasta kjörtímabili. Tölurnar sem eru fyrir framan skástrikið eiga við þá nefnd sem tengist ráðuneytinu sem þessi þrjú stýrðu í upphafi síðasta kjörtímabils en sú fyrir aftan því sem þau stýrðu við þinglok vorið 2013.

Nánar verður farið í sum þeirra atriða sem koma fram í yfirlitinu hér að ofan í sérstakri færslu sem nefnist Ráðherrasamanburður: Nefndarreynsla en fjöldi þingnefnda og samanlögð þingnefndarvera hvers ráðherra í síðustu og núverandi ríkistjórn eru dregin saman í lokakafla færslunnar Ráðherrasamanburður: Þingreynsla. Hann verður settur fram aftur í sérstakri færslu þar sem þessi reynsla Ólafar Nordal hefur verið bætt inn í.

Áður en kemur að yfirliti sem sýnir í hvaða fastanefndum þingsins ráðherrar núverandi ríkisstjórnar hafa setið er yfirlit yfir nefndarstörf þeirra sem sátu tímabundið á ráðherrastóli á síðasta kjörtímabili.

 Ráðherrar í styttri tíma
nefndarheiti
 Jón Bjarnason,
 sjávarútvegs- og landbúnaðar-
 ráðherra
(2009-2011)
fjárlaganefnd 1999-2009,
samgöngunefnd 1999-2003, landbúnaðarnefnd 2003-2007, sjávarútvegsnefnd 2006-2007, viðskiptanefnd 2007-2009,
efnahags- og skattanefnd 2009.
 Árni Páll Árnason,
 félags- og tryggingamála-
 ráðherra
(2009-2010)
 efnahags- og viðskiptaráðherra
 
(2010-2011)
heilbrigðis- og trygginganefnd 2007, heilbrigðisnefnd 2007-2009, utanríkismálanefnd 2007-2009; varaformaður,
viðskiptanefnd 2007-2009,
allsherjarnefnd 2009;formaður, menntamálanefnd 2009.
 Kristján L. Möller
 samgöngu- og sveitarstjórnar-
 ráðherra 2009-2010
félagsmálanefnd 1999-2000,
samgöngunefnd 1999-2003 og 2004-2007,
iðnaðarnefnd 2003-2004,
sjávarútvegsnefnd 2003-2006,
heilbrigðis- og trygginganefnd 2006-2007.
 Álfheiður Ingadóttir,
 heilbrigðisráðherra (2009-2010)
heilbrigðis- og trygginganefnd 2007, heilbrigðisnefnd 2007-2009,
iðnaðarnefnd 2007-2009,
allsherjarnefnd 2009,
viðskiptanefnd 2009; formaður,
efnahags- og skattanefnd 2009.
 Oddný G. Harðardóttir,
 fjármála- og efnahagsráðherra
 
(2011-2012)
fjárlaganefnd 2009-2011; formaður 2010-2011,
menntamálanefnd 2009-2011; formaður 2010-2011,
samgöngunefnd 2009-2010,
allsherjar- og menntamálanefnd 2011.


Það er vissulega margt forvitnilegt sem kemur fram í töflunni hér að ofan. Það sem vekur þó líklega mesta athygli er í hve mörgum nefndum Oddný G. Harðardóttir hefur setið í á aðeins tveimur árum. Hún hefur líka verið formaður í tveimur þeirra sitthvort árið.

Nefndarreynsla Álfheiðar Ingadóttur er ekki síður athyglisverð þar sem hún hefur verið sett í þrjár nýjar nefndir árið sem fyrrverandi ríkisstjórn komst til valda og gerð að formanni einnar þeirra. Hún hefur því væntanlega ekki setið í þessum nefndum nema u.þ.b. hálft ár áður en hún tók við ráðuneytinu sem Ögmundur Jónasson fékk í sinn hlut við ráherraskipunina vorið 2009.

Í stað þess að dvelja frekar við þessi atriði er hér næst tafla sem dregur fram hversu lengi þeir ráðherrar, sem sátu tímabundið á ráðherrastóli á síðasta kjörtímabili, höfðu setið í nefndum sem fjölluðu um sömu málefni og ráðuneytin sem þeir stýrðu. Aðeins einn þessara hafði verið formaður í viðkomandi nefnd.

 tengd nefndfj. ára
formaðurfj. ára
 Jón Bjarnasonx4  
 Árni Páll Árnasonx1/2  
 Kristján L. Möllerx7  
 Álfheiður Ingadóttirx2  
 Oddný G. Harðardóttirx2 x 1
Meðaltal 3/3  


Vorið 2009 var Árni Páll skipaður félags- og tryggingamálaráðherra en hann tók síðan við af Gylfa Magnússyni sem viðskipta- og efnahagsráðherra haustið 2010 (sjá hér). Steingrímur J. Sigfússon tók við ráðuneyti hans á nýársdag árið 2012 ásamt ráðuneytinu sem Jón Bjarnason hafði setið yfir en Oddný G. Harðardóttir tók við Fjármálaráðuneytinu á gamlársdag ársins 2011 (sjá hér). Ráðherrahrókeringar haustsins 2010 hafa þegar verið raktar.

Hér má geta þess að það er afar forvitnilegt að skoða hvaða nefndarsæti þeir hlutu sem voru leystir frá ráðherraembættum á síðasta kjörtímabili. Ástæðan er ekki síst sú að slík skoðun gefur væntanlega einhverja hugmynd um það í hvaða “virðingarröð“ nefndirnar eru og líka hvar í goggunarröðinni viðkomandi einstaklingar eru innan síns eigin flokks. Niðurstöður þeirrar skoðunar bíður næstu færslu.

Loks er það yfirlit sem dregur fram nefndarsetu núverandi ráðherra í fastanefndum þingsins. Hér er líklegt að það sem veki einkum athygli sé fjöldi þeirra nefnda sem Eygló Harðardóttir hafði setið í áður en hún var skipuð félags- og húsnæðisráðherra. Það er rétt að benda á að vera hennar í nefndunum, sem fyrst eru taldar, nær væntanlega ekki að fylla nema tvo til þrjá mánuði þar sem hún tók við nefndarsætum Guðna Ágústssonar þegar hann sagði af sér þingmennsku í miðjum nóvember 2008. Vegna þess að þetta er óstaðfest ágiskun er þetta þó talið eins og það er gefið upp í ferilskránni hennar.

 Ráðherrar núverandi stjórnar
 þingnefndir
 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
 forsætisráðherra
utanríkismálanefnd 2009-2013.
 Bjarni Benediktsson,
 fjármála- og efnahagsráðherra
allsherjarnefnd 2003-2007; formaður,
fjárlaganefnd 2003-2007,
iðnaðarnefnd 2003-2004 og 2007,
heilbrigðis- og trygginganefnd 2004-2005,
utanríkismálanefnd 2005-2013; formaður 2007-2009,
efnahags- og skattanefnd 2007-2009.
 Kristján Þór Júlíusson,
 heilbrigðisráðherra
fjárlaganefnd 2007-2013,
iðnaðarnefnd 2007-2009,
umhverfisnefnd 2009-2011.
 Illugi Gunnarsson,
 mennta- og menningarmála-
 ráðherra
efnahags- og skattanefnd 2007,
fjárlaganefnd 2007-2009 og 2011-2012,
menntamálanefnd 2007-2009,
umhverfisnefnd 2007-2009,
viðskiptanefnd 2010-2011,
allsherjarnefnd 2010-2011.
 Ragnheiður Elín Árnadóttir,
 iðnaðar- og viðskiptaráðherra
efnahags- og skattanefnd 2007-2009,
iðnaðarnefnd 2007-2009,
utanríkismálanefnd 2007-2009, 2010 og 2011-2013,
viðskiptanefnd 2009-2010.
 Eygló Harðardóttir,
 félags- og húsnæðisráðherra
heilbrigðisnefnd 2008-2009,
iðnaðarnefnd 2008-2009,
umhverfisnefnd 2008-2009,
menntamálanefnd 2009-2011,
viðskiptanefnd 2009-2011,
allsherjar- og menntamálanefnd 2011,
velferðarnefnd 2011-2012,
efnahags- viðskiptanefnd 2012-2013.
 Sigurður Ingi Jóhannsson,
 sjávarútvegs- og landbúnaðar-
 ráðherra
 umhverfis- og auðlindaráðherra
sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009-2011,
atvinnuveganefnd 2011-2013.
 Gunnar Bragi Sveinsson,
 utanríkisráðherra
iðnaðarnefnd 2009-2011,
utanríkismálanefnd 2011-2013.
 Ólöf Nordal,
 innanríkisráðherra
allsherjarnefnd 2007-2010,
samgöngunefnd 2007-2009,
umhverfisnefnd 2007-2009,
fjárlaganefnd 2009-2010,
utanríkismálanefnd 2010-2011,
stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2011-2013.


Sigmundur Davíð Gunnlaugsson átti aðeins sæti í einni fastanefnd Alþingis á síðasta kjörtímabili. Hann sat allt kjörtímabilið í utanríkismálanefnd. Vert er að vekja athygli á því að Jóhanna Sigurðardóttir hafði einnig átt sæti í þeirri sömu nefnd. Hún sat þar þó ekki nema eitt ár eða frá 1995 til 1996. Um verksvið nefndarinnar segir:

Nefndin fjallar um samskipti við erlend ríki og alþjóðastofnanir, varnar- og öryggismál, útflutningsverslun, málefni Evrópska efnahagssvæðisins og þróunarmál, svo og utanríkis- og alþjóðamál almennt. Enn fremur fjallar nefndin um skýrslur alþjóðanefnda sem og skýrslu utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál. (sjá hér)

Eins og áður hefur verið vikið að verður sú þingnefndareynsla sem þessi tvö eiga sameiginlega til frekari skoðunar í síðari færslum. Hér verður það hins vegar tekið til skoðunar hvort það sé jafn almennt meðal þeirra, sem Sigmundur Davíð skipaði til ráðherraembætta, að þeir hafi setið í nefndum sem snerta málefni ráðuneytanna sem þeir stýra eins og meðal þeirra sem fóru með völdin á árunum 2009-2013,

Það hefur þegar verið farið ýtarlega í það að þeir sem gegna ráðherraembættum nú hafa að jafnaði ekki jafnlagna þingreynslu og þeir sem voru ráðherrar í síðustu ríkisstjórn (sjá t.d. hér). Þar af leiðandi kemur það væntanlega engum á óvart að reynsla núverandi ráðherra af þingnefndarstörfum er ekki jafnlöng og þeirra sem höfðu setið lengst inni á þingi í ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur. 

Í ljósi þess að það munar sex árum á meðaltalsþingreynslu (fjórum ef þingreynslualdur þeirra sem sátu tímabundið er reiknaður inn í meðaltalið) núverandi ráðherra og þeirra, sem voru leystir frá embættum vorið 2013, er eðlilegt að gera ráð fyrir að það muni líka umtalsverðu á fjölda þeirra nefnda sem þessi höfðu setið í áður en að skipun þeirra kom. Sú er hins vegar ekki raunin í öllum tilvikum. Allir sem sitja á ráðherrastóli nú hafa átt sæti í nefndum sem fjalla um málefni ráðuneytisins sem þeim var trúað fyrir að Kristjáni Þór Júlíussyni einum undanskildum.

Áður en Ólöf Nordal tók sæti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur voru þau reyndar tvö en Hanna Birna á það sameiginlegt með Svandísi Svavarsdóttur, sem var yfir Umhverfisráðuneytinu í síðustu ríkisstjórn, að koma beint úr borgarpólitíkinni inn á þing og vera samstundis skipuð til ráðherraembættis. Svandís átti fjögurra ára reynslu úr borgarpólitíkinni að baki en Hanna Birna ellefu (sjá hér).

Kristján Þór á reyndar langan feril af sveitarstjórnarsviðinu en vorið 2013 hafði hann átt sæti á Alþingi í sex ár og setið þrjár nefndir. Engin þeirra snerti þó málefni Heilbrigðisráðuneytisins sem hann var skipaður yfir. Þar af leiðandi kemur hann hvorki fyrir á myndinni hér að neðan eða er getið í töflunni í framhaldi hennar.

Tengd þingnefndarreynsla núverandi ráðherra

Þau eru sjö meðal núverandi ráðherra sem áttu sæti í nefndum sem snerta málefni þeirra ráðuneyta sem þau sitja yfir. Þegar tíminn sem þau sátu í þessum nefndum er borinn saman við tíma fyrrverandi ráðherrahóps sést að ekki munar jafn miklu og mætti búast við. Ekki síst þegar miðað er við muninn á þingreynslutíma þessara tveggja hópa. Það sem samanburðurinn leiðir hins vegar í ljós og vekur sérstaka athygli er að enginn þeirra sem gegnir ráðherraembættum nú hafði verið formaður í þeim nefndum sem hér eru taldar. 

 tengd nefndfj. ára
formaðurfj. ára
 Bjarni Benediktssonx6  
 Illugi Gunnarssonx2  
 Ragnheiður Elín Árnadóttirx3  
 Eygló Harðardóttirx1  
 Sigurður Ingi Jóhannssonx4  
 Gunnar Bragi Sveinssonx2  
 Ólöf Nordalx5  
Meðaltal 3  


Það hefur heldur enginn núverandi ráðherra reynslu af því að stýra fastanefnd nema Bjarni Benediktsson. Hann er sá í ráðuneyti Sigmundar Davíðs sem á lengsta starfsaldurinn. Hann á líka lengstu veruna í þingnefndum sem snerta ráðuneytið sem hann stýrir; þ.e. fjögur ár í fjárlaganefnd og síðar tvö ár í efnahags- og skattanefnd.

Hvað nefndarveru Ólafar Nordal snertir þá skal það tekið fram að hún á það sameiginlegt með Ögmundi Jónassyni að hafa verið í kjörbréfanefnd og sérnefnd um stjórnarskrármál sem voru sameinaðar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd með breytingunni sem gerð var á nefndarskipan Alþingis á miðju síðasta kjörtímabili. Áður voru þessar nefndir taldar til annarra nefnda og sérnefnda en með breytingunni heyrir verkefnasvið þeirra nú undir eina af fastanefndum Alþingis.

Miðað við lýsinguna á verkefnasviði kjörbréfanefndar er hæpið að telja reynslu af verkefnum hennar til grundvallaþátta í þingreynslu kandídata til embættis innanríkisráðherra. Góð þekking og skilningur á innihaldi Stjórnarskrárinnar er hins vegar einn þeirra þátta sem hlýtur að teljast mikilvægur þeim sem fer með embætti innanríkisráðherra.

Á hitt ber að benda að verkefni sérnefnda um stjórnarskrármál undangenginna ára hafa í meginatriðum snúist um breytingar á núverandi Stjórnarskrá og þar af leiðandi ekki alveg eins víst hversu hagnýt reynslan er verðandi innanríkisráðherra. Reynsla þingmanna af sérnefndum er talin í sérstökum kafla undir heitinu „sérnefndir og önnur trúnaðarstörf“. Þar er líka fjallað nákvæmar um þessar og aðrar nefndir sem þar eru taldar. Þessi kafli verður endurbirtur í framhaldi af þessari færslu og þá með þeim tíma sem Ólöf Nordal sat í þessum nefndum.

Hvað sem þessu líður þá sat Ólöf Nordal í tvö ár í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og þrjú ár í allsherjarnefnd. Ef vera hennar í sérnefnd um stjórnarskrármál er talin með á hún jafnlangan nefndarferil úr viðkomandi nefndum og Bjarni en það breytir hins vegar ekki þeirri niðurstöðu að meðaltalsreynsla núverandi ráðherra úr málefnalega viðeigandi nefndum eru þrjú ár.

Kristján Þór Júlíusson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Illugi Gunnarsson áttu öll sex ára þingreynslu að baki þegar þau voru skipuð til núverandi ráðherraembætta. Eins og var tekið fram hér á undan þá hefur Kristján aldrei átt sæti í þingnefnd sem fjallar um heilbrigðismál. Illugi Gunnarsson átti hins vegar sæti í menntamálanefnd á árunum 2007-2009 og Ragnheiður Elín Árnadóttir hafði bæði setið í iðnaðarnefnd og viðskiptanefnd áður en hún var skipuð iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Samtals í þrjú ár.

Eygló Harðardóttir átti sæti í velferðarnefnd í eitt ár eða þingárið 2011-2012. Auk þess má geta þess hér að hún var formaður verðtryggingarnefndar (sjá skýrslu hér), sem var skipuð af Gylfa Magnússyni, og í samráðshópi um húsnæðisstefnu árið 2011 (sjá skýrslu hér), sem var skipuð af Guðbjarti Hannessyni. Þessar nefndir eru taldar í kaflanum um sérnefndir og önnur trúnaðarstörf.

Sigurður Ingi átti sæti í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd í tvö ár og svo áfram þegar henni var steypt inn í atvinnuveganefnd haustið 2011. Samtals fjögur ár eða allt síðasta kjörtímabil. Gunnar Bragi sat í utanríkismálanefnd frá 2011 til 2013.

Formenn fastanefnda þingsins

Áður en lengra verður haldið með þennan samanburð má minna á það að af þeim átta sem sátu á ráðherrastóli undir lok síðasta kjörtímabils höfðu þrír verið formenn fastanefnda sem fóru með sömu málefni og þau ráðuneyti sem þeir voru skipaðir yfir. Fjórir ef Oddný G. Harðardóttir er talin með.

Formennska í fastanefndum þingsins

Reyndar hafði enginn setið lengur en í þrjú ár sem slíkur en þetta vekur sérstaka athygli fyrir það að enginn þeirra sem er ráðherra nú hafði verið formaður í þeirri nefnd sem fer með málefni þess ráðuneytis sem hann stýrir nú. Það má líka benda á að bæði Guðbjartur Hannesson og Oddný G. Harðardóttir höfðu verið formenn í tveimur nefndum þegar kom að skipun þeirra. Guðbjartur Hannesson kom nýr inn á þing vorið 2007 en Oddný vorið 2009.

Það er ekki síður athyglisvert að í núverandi ráðherrahópi er það aðeins Bjarni Benediktsson sem hefur verið formaður í einhverri fastanefnd Alþingis en þau voru fjögur, sem luku síðasta kjörtímabili á ráðherrastóli, sem höfðu slíka reynslu. Reyndar fimm ef formannsreynsla Jóhönnu er talin með. Ástæðan fyrir því að hún er ekki höfð með á myndinni hér að ofan er að reynsla hennar stendur fyrir utan núverandi nefndarskipan.

Nánari grein er gerð fyrir formannsreynslu Jóhönnu Sigurðardóttur í lokakafla færslunnar, Ráðherrasamanburður: Þingreynsla, sem verður þá fjórði hluti þessa færsluflokks en þegar allt er talið þá höfðu níu af fimmtán ráðherrum síðustu ríkisstjórnar reynslu af formennsku í nefndum og/eða ráðum á vegum stjórnsýslunnar. 

Þrír þeirra sem voru ráðherrar tímabundið bjuggu að slíkri reynslu. Ragna Árnadóttir hafði líka reynslu sem formaður nefnda sem var stofnað til af frumkvæði Alþingis (sjá hér). Það vekur sérstaka athygli að allir ráðherrar Samfylkingarinnar sem sátu á ráðherrastóli við lok kjörtímabilsins, vorið 2013, höfðu verið formenn þingskipaðra nefnda og/eða ráða einhvern tímann á þingmannsferlinum.

Heimildir

Aðrar færslur í þessum sama flokki:
Ráðherrasamanburður: Aldur við skipun
Ráðherrasamanburður: Menntun
Ráðherrasamanburður: Starfsreynsla
Ráðherrasamanburður: Sveitarstjórnarreynsla
Ráðherrasamanburður: Önnur pólitísk reynsla
Ráðherrasamanburður: Flokksforysta
Ráðherrasamanburður: Önnur flokksreynsla
Ráðherrasamanburður: Þingreynsla

Innskotsfærslur þar sem þingreynslu Ólafar Nordal er bætt við:
Hefðarreglur ráða för I

Ferilskrá ráðherra núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnar:
Menntunar- og hæfniskröfur til ráðherraembætta

Heimildir um skipun ráðuneyta:
Ráðuneyti 1917-2013
Breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands (fækkun ráðuneyta). frá 30. mars til 11. apríl 2012.
Stjórnarráð Íslands
(sameining ráðuneyta). frá 9. júní til 9. september 2010.


Hefðarreglur ráða för I

Í tilefni þess að Bjarni Benediktsson hefur opinberað hver tekur við stöðu innanríkisráðherra eftir brotthvarf Hönnu Birnu Kristjánsdóttur úr Innanríkisráðuneytinu þykir tilhlýðilegt að vekja athygli á því verkefni sem hefur verið unnið að og birt á þessu bloggi. Verkefnið snýr að því að vekja til umhugsunar um þær aðferðir sem eru við lýði þegar kemur að skipun til ráðherraembætta á Íslandi. “Reglurnar“ eru óskráðar en útlit er fyrir að þær byggi í megindráttum á hollustubundnum hefðum náins klúbbasamfélags þar sem faglegar forsendur megi sín lítils.

Það er reyndar að verða eitt og hálft ár frá því að síðuhaldari hratt þessu verkefni af stað en fyrsta færslan ásamt tilefninu var kynnt í byrjun ágústmánaðar á síðasta ári. Frá síðastliðnum apríl hefur áherslan legið á því að draga fram þá þætti í ferilskrám þeirra, sem hafa setið á ráðherrastólum frá vorinu 2009, sem geta gefið vísbendingar um færni og/eða hæfi þeirra til að fara með það embætti sem þeim var úthlutað. Hérna neðst eru krækjur í færslurnar sem hafa verið birtar.

Alva Myrdal

Síðasta færsla fjallaði um þingreynslu þeirra sem hafa gegnt ráðherraembættum frá vorinu 2009. Færslan var sett í loftið nóttina áður en tilkynnt var um eftirmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Þingreynsla Ólafar Nordal kemur þar af leiðandi ekki fyrir þar. Hugmyndin er að bæta henni við og taka feril hennar svo áfram inn í færslurnar sem eru eftir. Þar sem síðasta færsla er mjög löng og efnismikil þá er meiningin að flétta þann hluta sem snýr að þeirri þingreynslu Ólafar, sem þegar hefur verið talin fram hjá hinum, inn með því að endurbirta síðustu færslu í fjórum hlutum.

Nýr innanríkisráðherra

Í þessum fyrsta hluta er fyrst sams konar uppsetning á ferilskrá Ólafar eins og var sett upp á ferilskrám þeirra sem voru skipaðir ráðherrar við upphaf þessa kjörtímabils og hinna sem voru leystir frá þeim embættum við lok þess síðasta. Færslan nefnist Menntunar- og hæfniskröfur til ráðherraembætta og var sett fram sem undanfari þess verkefnis sem enn er ekki að fullu lokið.

Ólöf Nordal 

Ólöf Nordal
fædd í Reykjavík 3. desember 1966

þingmaður Reykjavík suður til 2013 (Norðausturkjördæmi 2007-2009)
Sjálfstæðisflokkur
varaformaður flokksins 2010-2013.
sat inni á þingi frá 2007-2013

innanríkisráðherra
2014-
aldur

 48 ára

menntunStúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1986.
Lögfræðipróf frá HÍ 1994.
MBA-próf frá Háskólanum í Reykjavík 2002.

stjórnmálatengd störf og nefndarsetur utan Alþingis

Formaður sjálfstæðiskvennafélagsins Auðar á Austurlandi 2006-2009.

Formaður Spes, hjálparsamtaka vegna byggingar barnaþorpa í Afríku (ekkert ártal).

starfsaldur á þingi
Sat í 6 ár á þingi

þingnefndir
allsherjarnefnd 2007-2010,
samgöngunefnd 2007-2009,
umhverfisnefnd 2007-2009,
fjárlaganefnd 2009-2010,
kjörbréfanefnd 2009-2011,
sérnefnd um stjórnarskrármál 2010-2011,
utanríkismálanefnd 2010-2011,
stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2011-2013.

önnur starfsreynsla
Lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands 1999-2001.
Stundakennari í lögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst 1999-2002.
Deildarstjóri viðskiptalögfræðideildar Viðskiptaháskólans á Bifröst 2001-2002.
Yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun 2002-2004.
Framkvæmdastjóri sölusviðs hjá RARIK 2004-2005 er rafmagnssala var tekin inn í sérstakt fyrirtæki, Orkusöluna,
framkvæmdastjóri Orkusölunnar 2005-2006.

><>  ><>  ><>  ><>  ><>  ><>   ><>

Þar sem Ólöf Nordal hefur verið skipuð í það embætti sem Hanna Birna Kristjánsdóttir baðst lausnar frá þá er vissulega forvitnilegt að bera þær tvær saman út frá þeim þáttum sem hafa verið raktir í fyrri færslum. Þessi atriði eru dregin fram á eftirfarandi mynd:

Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ólöf Nordal

Það sem þær eiga sameiginlegt er að þær eru jafngamlar og hafa báðar komist til forystu í Sjálfstæðisflokknum. Hanna Birna tók við af Ólöfu Nordal sem varaformaður flokksins ári eftir að Ólöf gaf út þá yfirlýsingu að hún ætlaði ekki fram sem varaformaður né þingmaður áfram (sjá hér).

Menntun þeirra er ólík. Önnur hefur víðtæka menntun í stjórnmálafræði. Hin próf í lögfræði. Starfsreynslan er frekar ólík líka en þó má geta þess að Ólöf var deildarstjóri í Samgönguráðuneytinu 1996 til 1999 og Hanna Birna deildarsérfræðingur í Menntamálaráðuneytinu 1994 til 1995. Ólafur G. Einarsson var menntamálaráðherra þann tíma sem Hanna Birna gegndi stöðu deildarsérfræðings í Menntamálaráðuneytinu (sjá hér). Þegar Ólöf var deildarstjóri í Samgönguráðuneytinu var Halldór Blöndal samgönguráðherra.

Starfsreynsla Hönnu Birnu er að langmestu leyti af stjórnsýslu og -stjórnmálasviðinu en Ólöf starfaði í tvö ár sem lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands. Á sama tíma var hún stundakennari í lögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Hún starfaði við skólann í alls þrjú ár og var deildarstjóri viðskiptalögfræðideildar hans síðasta árið.

Í framhaldinu var hún yfirmaður og síðar framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun, RARIK og síðast Orkusölunni. Hún kom fyrst inn á þing vorið 2007 sem þingmaður Norðausturkjördæmi. Það má geta þess að það sama ár lauk þingferli Halldórs Blöndal.

Bertrand Russell

Ekki verður dvalið frekar við samanburð Ólafar og Hönnu Birnu sérstaklega enda markmiðið að bera þingreynslu Ólafar saman við alla kollega hennar með því að flétta þeim atriðum sem viðkoma honum inn í þann hluta sem þegar hefur verið settur fram. Þeir sem hafa þegar lesið síðustu færslu kannast við að hún er afar löng. Henni verður því skipt niður eftir undirköflum sem eru fjórir. Þetta er fyrsti hlutinn þar sem starfsaldur þeirra sem sitja á ráðherrastóli nú og hinna sem sátu þar á síðasta kjörtímabili er dreginn fram og borinn saman.

Kaflinn er að mestu óbreyttur frá síðustu færslu nema varðandi þau atriði sem eiga við um starfsaldur Ólafar og tilefni þess að hún hefur bæst við núverandi ráðherrahóp. Hér er líka komin ný mynd af ráðherrahópnum þar sem Ólöf Nordal er komin í stað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

Þingreynsla

Væntanlega eru þeir allnokkrir sem telja það til kosta að þeir sem eru skipaðir ráðherrar hafi hlotið nokkra reynslu af þingstörfum og þá líka að þeir hafi kynnst málaflokkunum sem þeir eru skipaðir yfir í gegnum störf sín á Alþingi. Þegar horft er til þeirrar umræðu sem varð áberandi í kjölfar bankahrunsins þá er þó ljóst að ekki ber öllum saman um það hvort starfsaldur á þingi telst til kosta eða lasta.

Margir þeirra sem létu til sín taka í þeirri byltingu, sem síðar hefur verið kennd við Búsáhaldabyltingu, héldu þeirri skoðun mjög á lofti að langur starfsaldur á þingi leiddi til ógæfu og gæfulegasta lausn þess vanda sem hrunið opinberaði væri að óreyndari einstaklingar tækju við stjórnartaumunum. Í þessu ljósi er afar merkilegt að bera saman þingreynslu þeirra ráðherra sem tóku við vorið 2009 og svo þeirra sem voru skipaðir í kjölfar alþingiskosninganna vorið 2013.

Ráðherraskipan í ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur vorið 2009

Meðal ráðherra síðustu ríkisstjórnar voru tveir þeirra þingmanna sem höfðu hæsta starfsaldurinn á Alþingi en þar voru líka þrír sem höfðu innan við fjögurra ára reynslu af þingstörfum. Þetta kemur fram í töflunni hér að neðan en árafjöldinn miðast við þá þingreynslu sem eftirtaldir höfðu að baki þegar þeir voru skipaðir ráðherrar vorið 2009. Rétt er að geta þess að hér eru þeir einir taldir sem voru ráherrar við lok síðasta kjörtímabils.

 Ráðherrar Samfylkingar og Vinstri grænna
 þingreynsla í árum
 Jóhanna Sigurðardóttir31
 Katrín Júlíusdóttir6
 Guðbjartur Hannesson3
 Katrín Jakobsdóttir2
 Steingrímur J. Sigfússon26
 Svandís Svavarsdóttir0
 Össur Skarphéðinsson18
 Ögmundur Jónasson14
Meðaltalsreynsla við skipun 12 ár


Eins og kemur fram var meðalstarfsaldur ráðherranna, sem voru leystir frá störfum vorið 2013, 12 ár eða á bilinu 0 til 31 ár. Það má benda á að þegar meðalstarfsaldur þeirra, sem tóku við ráðherraembættum strax eftir alþingiskosningarnar vorið 2009, er reiknaður lækkar hann um tvö ár. Þar munar mestu um utanþingsráðherrana tvo en þeir gegndu embættum sínum aðeins í eitt ár áður en þeim var skipt út fyrir aðra.

Þetta var haustið 2010 en á sama tíma var Kristján L. Möller leystur frá sínu embætti og Samgönguráðuneytið fært undir Innanríkisráðuneytið (sjá hér). Kristján var með 10 ára þingreynslu að baki þegar hann var skipaður ráðherra vorið 2009. Hann var eini ráðherra ríkisstjórnarinnar, sem var við völd kjörtímabilið næst á undan, sem hélt embætti sínu við það að Samfylkingin tók við forystu ríkisstjórnarsamstarfsins eftir tæplega tveggja ára stjórnarsetu með Sjálfstæðisflokknum (sjá hér).

Haustið 2010 var Guðbjartur Hannesson hins vegar tekinn nýr inn í ríkisstjórnina. Hann var með þriggja ára þingreynslu þegar hann tók við ráðherraskipuninni. Á sama tíma kom Ögmundur Jónasson aftur inn eftir árshlé. Ögmundur var skipaður heilbrigðisráðherra vorið 2009 en sagði af sér haustið 2009 fyrir það að hann var ekki samstíga öðrum innan ráðherrahópsins varðandi afstöðuna í Icesave.

Á þeim tíma tók Álfheiður Ingadóttir við af honum. Hún vék svo fyrir Guðbjarti Hannessyni haustið 2010 en Ögmundur settist í Innanríkisráðuneytið og tók líka við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið af Kristjáni L. Möller.

Ráðherrar í ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur vorið 2009

Það má minna á það hér að þegar síðasta kjörtímabil var á enda voru það aðeins tveir ráðherrar sem sátu enn yfir sama ráðuneytinu og þeir voru skipaðir yfir í upphafi þess. Þetta voru þau Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson. Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir sátu reyndar báðar á sama stað og þær voru settar vorið 2009 en málefnaþáttur ráðuneyta beggja hafði verið aukinn frá því sem hann var þegar þær tóku við þeim. Þær tvær voru með minnstu þingreynsluna þegar þær tóku við embættum. Svandís hafði enga en Katrín tvö ár. Hér má og geta þess að Svandís leysti Katrínu af í Menntamálaráðuneytinu á meðan sú síðarnefnda var í barnseignarleyfi árið 2011 (sjá hér).

Hér er yfirlit yfir þingreynslu þeirra sem gegndu ráðherraembættum tímabundið á síðasta kjörtímabili. Meðaltalsþingreynsla þessa hóps við skipun í ráðherraembætti eru 5 ár. Meðaltalstala allra þeirra sem gegndu ráðherraembættum frá 2009 til 2013 (að Rögnu og Gylfa undanskildum) eru 10 ár.

 Ráðherrar Samfylkingar og Vinstri grænna
 þingreynsla í árum
 Jón Bjarnason (ráðherra 2009-2011)10
 Árni Páll Árnason (ráðherra 2009-2011)2
 Kristján L. Möller (ráðherra 2009-2010)10
 Álfheiður Ingadóttir (ráðherra 2009-2010)2
 Oddný G. Harðardóttir (ráðherra 2011-2012)2
 Meðaltalsþingreynsla við skipun  5


Meðalstarfsaldur þeirra sem voru skipaðir til ráðherraembætta í kjölfar síðustu alþingiskosninga er helmingi lægri en meðalþingreynslualdur ráðherrahópsins sem þau tóku við af. Einn þeirra hafði enga þingreynslu þegar hann var skipaður en sá sem er með lengstu þingreynsluna hafði setið á þingi í tíu ár þegar hann tók við embætti. Miðað við áður tilvitnaðar kröfur Búsáhaldabyltingarinnar ætti þetta reynsluleysi af þingstörfum að teljast núverandi ráðherrum til tekna.

Ráðherrar í ráðuneyti Sigmundar Davíðssonar sem tók við vorið 2009

Það er reyndar afar hæpið að telja reynsluleysi af þingstörfum til tekna þegar mið er tekið af því hversu almennur hann er skorturinn á annarri reynslu og/eða menntun sem lýtur að málaflokkum þeirra ráðuneyta sem framantaldir hafa setið yfir. Rök af þessu tagi sem hér hefur verið vísað til hafa líka horfið út úr umræðunni en gagnrýnin á núverandi ráðherra frekar einkennst af tortryggni og/eða gagnrýni fyrir reynslu- og þekkingarleysi á þeim málaflokkum sem viðkomandi hafa á sinni könnu.

Eitthvað fór fyrir slíkri umræðu á síðasta kjörtímabili en hún varð þó ekki eins áberandi og á því sem stendur yfir núna. Miðað við það sem hefur komið fram hér að framan varðandi menntunstarfsreynslu (starfstengd stjórnmálareynsla er rakin hér og hér) og flokksreynslu (sjá hér og hér) er ljóst að það munar einhverju hvað alla þessa þætti varðar. Munurinn skýrir þó hvorki eða réttlætir áðurnefnt ójafnvægi. Það má því segja að þó gagnrýnin kunni að eiga rétt á sér þá vantar í hana samræmi og grundvallarrök.

Ekki verður farið ýtarlega í þennan þátt að sinni né heldur fullyrt nokkuð um það hvað veldur enda utan meginþráðar þessarar færslu. Það er þó vissulega tilefni til að lauma að þeirri spurningu: hvort gagnrýni gagnrýninnar vegna kunni að vera afleiðing þess trúnaðarbrests sem kom í ljós að hafði/hefur orðið á milli þings og þjóðar? Það verður heldur ekki hjá því komist að reifa lítillega þennan þátt í samhengi við þá staðreynd að Ólafur Nordal er nýskipaður innanríkisráðherra.

Malcolm X

Það er næsta víst að þegar fræðingar framtíðarinnar munu fjalla um okkar tíma þá eiga þeir eftir að rekast á samræmið á milli hlutverks kirkjunnar hér í eina tíð og fjölmiðlanna í samtíma okkar. Kirkjunnar menn héldu uppi galdrabrennum og öðrum “mildari“ aðferðum útskúfunar sem sundruðu samfélagsheildum eftir tengslum þeirra við “fórnarlömbin“ og/eða málefnin.

Hugtakið fjölmiðlun og fyrirbærið fjölmiðlar eru ekki ýkja gömul en fjölmiðlar nútímans hafa vaxið gífurlega og taka sennilega síst minni tíma af hversdeginum en trúarbragðaiðkun gegninna kynslóða svo og fjölmiðill þess tíma; þ.e. kirkjan. Fölmiðlar samtímans hafa líka vaxið alveg gríðarlega enda hafa þeir langflestir hafnað því sem átti að vera grunnhlutverk þeirra og selt sig markaðinum. Áður voru þeir kallaðir „gula pressan“ sem byggði sölu sína á slúðri og gróusögum og stóð fyrir lélega blaðamennsku byggða á lélegu siðferði.

Sú aðferðafræði sem áður var kennd við  „gulu pressuna“ er hins vegar orðin allsráðandi og oftar en ekki einkennandi í umfjöllun fjölmiðlanna um bæði menn og málefni. Vinnulag „gulu pressunnar“ hefur og verið viðhaft í því máli sem hefur nú leitt til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra og Ólöf Nordal hefur verið skipuð í hennar stað.

Ráðherrar núverandi ríkisstjórnar

Í ljósi þess að “fjölmiðlavaldið“ hefur beitt sér með þessum “árangri“ gegn eina ráðherra þessarar ríkisstjórnar sem enga þingreynslu hafði er spurning hvort krafan um “nýtt“ fólk inn á þing sé þar með dáin drottni sínum? Það er a.m.k. ekki líklegt að þeir séu margir sem séu tilbúnir til að berjast fyrir því að rata kannski í spor Hönnu Birnu verði þeim á mistök sem fjölmiðlar ákveða að gera að máli málanna.

Það er ekki tilgangur þessarar færslu að kryfja stöðu “stjórnmálaumræðunnar“ í landinu til mergjar en þar sem afsögn Hönnu Birnu er bein afleiðing af því á hvern hátt hefur verið fjallað um mögulega ábyrgð hennar í ráðherraembætti þá er vissulega tilefni til að drepa á þessu atriði hér. Það skal tekið fram að hér er alls ekki verið að mæla á móti því að ráðherrar axli ábyrgð og segi af sér verði þeim á í starfi.

Það væri hins vegar eðlilegt að sömu reglur giltu um afglöp allra ráðherra og að löggjafarvaldið nýti þetta tækifæri til að setja saman einhverja viðmiðun, sem væri í takti við almenna skynsemi og tæki mið af almannahagsmunum, þannig að það sé ekki á valdi eigenda fjölmiðlanna að finna tilefni til að losna við ráðherra ef skoðanir þeirra og/eða afstaða í einstökum málaflokkum stríða gegn þeirra hagsmunum.

Þá er að taka upp þráðinn í umfjölluninni um starfsreynslu núverandi ráðherra inni á þingi. Í yfirlitinu hér að neðan hefur Ólöfu Nordal verið bætt inn í. Hanna Birna er samt áfram höfð í þessari töflu þar sem hún er eini ráðherrann sem hefur setið tímabundið á ráðherrastóli á yfirstandi kjörtímabili.

Neðst eru svo tölur þar sem árunum hefur verið deilt jafnt niður á alla sem sitja á ráðherrastóli á þessu kjörtímabili. Fyrri talan er reiknuð út frá því sem á við þá sem voru skipaðir í upphafi þessa kjörtímabils en sú seinni við það sem þingreynsla Ólafar leggur til þessa þáttar. Við það að Hanna Birna er farin út úr stjórninni en Ólöf tekin við hefur meðalþingreynslan hækkað um 0,6 ár. Niðurstöðutalan er svo námunduð.

 Ráðherrar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks
 þingreynsla í árum
 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson4
 Bjarni Benediktsson10
 Kristján Þór Júlíusson6
 Illugi Gunnarsson6
 Ragnheiður Elín Árnadóttir6
 Eygló Harðardóttir5
 Sigurður Ingi Jóhannsson4
 Gunnar Bragi Sveinsson4
 Ólöf Nordal (frá 2014)6
 Ráherra tímabundið eða í tímabundnu hléi frá embætti
 Hanna Birna Kristjánsdóttir (2013-2014)0
 Meðaltalsþingreynsla við skipun 5/6 ár


Meðaltalsaldurinn sýnir að það munar u.þ.b. helmingi á þingreynslualdri þeirra sem hafa gegnt ráðherraembættum á þessu kjörtímabili og þeirra sem voru leystir frá embættum sínum vorið 2013.

Samanburður og samantekt

Það er væntanlega áhugavert að sjá það enn skýrar hvernig þingreynslan skiptist á milli stjórnmálaflokkanna, sem sitja saman í ríkisstjórn á þessu kjörtímabili, og hinna, sem voru við völd á kjörtímabilinu sem lauk vorið 2013. Til að gera þennan samanburð svolítið þægilegri er það sem á við núverandi ríkisstjórn blátt en það sem á við fyrrverandi ríkisstjórn rautt.

 Þingreynsla eftir flokkum0  
2-3
4  
5-6
10 
 14-1826-31
 Meðaltal
 Framsóknarflokkur
  3
1
    4,25
 Sjálfstæðisflokkur
   4
 1  6,8
 Samfylkingin 1
 1
  1 114
 Vinstri grænir 1 1    1 1 11
 1/10/23/04/1 1/00/2 0/2 


Hér kemur það væntanlega greinilega fram að langflestir þeirra sem gegna ráðherraembættum nú höfðu verið á þingi í eitt til eitt og hálft kjörtímabil (4-6 ár) þegar þeir voru skipaðir. Einn ráðherra hafði hins vegar enga þingreynslu við skipunina en einn var með tíu ára þingreynslu þegar hann var skipaður ráðherra. Við það að Ólöf Nordal var tekin inn í ríkisstjórnina í stað Hönnu Birnu hækkar meðaltalsþingreynsla ráðherra Sjálfstæðisflokksins um tvö ár þar sem Ólöf á sex ára þingreynslu að baki.

Helmingur þeirra sem sátu á ráðherrastólum við lok síðasta kjörtímabils voru hins vegar með frá 14 ára starfsaldri á Alþingi upp í 31 ár. Tveir voru með í kringum eins og hálfs áratugar þingreynslu, þriðji með hátt í þrjá áratugi og einn yfir þrjá sem þýðir að hann hafði setið á Alþingi í nær átta kjörtímabil. Einn hafði setið í eitt og hálft kjörtímabil inni á þingi en þrír höfðu undir þriggja ára reynslu af þingstörfum. Þar af var einn sem hafði enga reynslu.

Áður ráðherrarÍ þeim hópi sem hlutu skipun til ráðherraembættis vorið 2009 voru líka fjórir sem höfðu mislanga reynslu sem ráðherrar enn eldri ríkisstjórna. Þar af þrír í þeirri ríkisstjórn sem sat á árunum 2007 til 2009 og margir hafa kennt við hrunið. Tveir þessara tóku við nýjum ráðuneytum en einn sat áfram yfir sama ráðuneyti og hann hafði setið yfir kjörtímabilið á undan.

Steingrímur J. Sigfússon var eini ráðherra Vinstri grænna sem hafði setið á ráðherrastóli áður en þá sat hann sem fulltrúi Alþýðubandalagsins. Á miðju síðasta kjörtímabili færði hann sig úr Fjármálaráðuneytinu til að taka við sama málaflokki og hann stýrði tveimur áratugum áður en jók við sig málaflokkum frá því sem hafði verið þá. Enginn núverandi ráðherra hafði gegnt ráðherraembætti áður.

Þegar litið er til samanlagðrar stjórnmálareynslu; þ.e. þingreynslu + reynslu af sveitarstjórnarstiginu, þá er munurinn ekki lengur jafnmikill. Það er rétt að taka það fram varðandi uppsetningu þessarar töflu að hér eru þeir fyrst taldir sem eru ráðherra nú og svo þeirra sem voru í embætti vorið 2013 en í svigunum eru samanlagðar tölur alls hópsins; þ.e. framantaldra og svo þeirra sem hafa setið tímabundið á ráðherrastóli á valdatíma fyrri ríkisstjórnar og þeirrar sem situr nú.

 
 fj.
sveitarstjórn.r.
þingreynsla
 Samtals
 Framsóknarflokkur
 4 25 17 42
 Sjálfstæðisflokkur
5 (6)
 22 (33)
 34 (28)
56 (61)
 Samfylkingin 4 (7)
 26 (43)
58 (72)
84 (115)
 Vinstri grænir
 4 (6)
9 (12)
 42 (54)
51 (76)
Meðaltalsreynsla 5 (6)/4 (5)
6 (5)/12 (10)11 (11)/17 (14)


Þetta er e.t.v. hæpin uppsetning en hér er þess þó freistað að sýna fram á það að meðaltalsreynsla núverandi og fyrrverandi ráðherra af stjórnmálastörfum er miklu sambærilegri en kann að virðast í fyrstu. Sjö þeirra ráðherrar sem voru skipaðir vorið 2013 höfðu reynslu af stjórnmálastarfi af sveitarstjórnarsviðinu, sex þeirra sem sitja nú, en þrír af þeim átta sem voru leystir frá störfum vorið 2013.

Þeir voru reyndar fimm til viðbótar (sjö ef Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon eru talin með) sem gegndu ráðherraembættum tímabundið á síðasta kjörtímabili. Fjórir þeirra höfðu reynslu af sveitarstjórnarsviðinu. Um þennan þátt er fjallað hér.

Miðað við það sem kemur fram í töflunni hér að ofan þá virðist vera óhætt að halda því fram að þegar allt er reiknað þá er meðaltalsreynsla beggja hópa af stjórnmálum öðru hvoru megin við þrjú kjörtímabil. Reyndar einu kjörtímabili betur ef þeir einir eru taldir sem luku síðasta kjörtímabili á ráðherrastólum.

Að lokum er vert að vekja athygli á því að nýliðin ráðherraskipti í núverandi ríkisstjórn hafa haft lítil sem engin áhrif á niðurstöður töflunnar hér að ofan. Meðaltalsreynslan af sveitarstjórnarmálum lækkar reyndar um eitt ár en á móti kemur að þingreynslutalan hækkar um sömu tölu þannig að heildarstjórnmálareynsla núverandi ráðherrahóps helst óbreytt.

Heimildir

Aðrar færslur í þessum sama flokki:
Ráðherrasamanburður: Aldur við skipun
Ráðherrasamanburður: Menntun
Ráðherrasamanburður: Starfsreynsla
Ráðherrasamanburður: Sveitarstjórnarreynsla
Ráðherrasamanburður: Önnur pólitísk reynsla
Ráðherrasamanburður: Flokksforysta
Ráðherrasamanburður: Önnur flokksreynsla
Ráðherrasamanburður: Þingreynsla

Ferilskrá ráðherra núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnar:
Menntunar- og hæfniskröfur til ráðherraembætta

Heimildir um skipun ráðuneyta:
Ráðuneyti 1917-2013
Breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands (fækkun ráðuneyta). frá 30. mars til 11. apríl 2012.
Stjórnarráð Íslands
(sameining ráðuneyta). frá 9. júní til 9. september 2010.


Ráðherrasamanburður: Þingreynsla

Það er komið vel rúmt ár síðan að farið var af stað með það verkefni að bera saman reynslu þeirra sem eru ráðherrar nú og hinna sem voru það á síðasta kjörtímabili. Bloggfærslan sem var sett fram eins og inngangur að verkefninu var gefið heitið: Loforð og efndir en þar sagði m.a:

Á næstu vikum er ætlunin að birta samanburð á menntun og starfsreynslu ráherranna í núverandi ríkisstjórn og þeirrar síðustu. Tilgangurinn er [...] sú bjartsýnislega von að samanburðurinn veki einhverja til umhugsunar um það hvort núverandi kerfi við skipun ráðherra sé heillavænleg leið til reksturs samfélags sem er ætlað að þjóna öllum einstaklingunum sem það byggja. (sjá hér)

Verkefnið reyndist töluvert umfangsmeira en áætlað var og þar af leiðandi hefur það tekið gott betur en einhverjar vikur. Upphaflega var áætlað að megináherslan yrði á samanburð á menntun og starfsreynslu þeirra sem gegna ráðherraembætti nú og svo hinna sem gegndu því á síðasta kjörtímabili. Þegar verkefnið var komið nokkuð áleiðis varð þó ljóst að til að ná fullum árangri í því sem þessum skrifum var ætlað var nauðsynlegt að líta nokkuð aftar í tímann.

Ástæðan er sú að núverandi aðferðafræði við skipun í ráðherraembætti byggir á hefð sem byrjaði að mótast við upphaf síðustu aldar eða á dögum fyrstu ráðuneytanna. Niðurstaðan varð því sú að freista þess að draga þetta fram með því að fjalla líka um fyrstu ráðherrana sem gegndu viðkomandi embættum auk þess sem saga nokkurra ráðuneyta hefur verið rakin nokkuð nákvæmlega.

Samuel Adams

Verkefnið, sem sneri að því að fjalla um ráðherra núverandi og fyrrverandi stjórnar út frá hverju ráðuneyti fyrir sig, lauk síðastliðið vor eða nánar tiltekið í apríl (sjá hér). Samkvæmt upphaflegri áætlun var ætlunin að fylgja þeim lokum eftir með niðurstöðum. Meginniðurstaðan hefur þó alltaf legið fyrir, þ.e. að núverandi fyrirkomulag við ráðherraskipunina þjónar illa málaflokki/-um hvers ráðuneytis svo og samfélagsheildinni. Hins vegar þótti ástæða til að ganga lengra í því að skoða hvort eftirfarandi tilgáta fengi staðist:

Í langflestum tilvikum er það staða viðkomandi innan stjórnmálaflokksins og flokkshollusta sem ræður hver fær ráðherraembætti og hvaða embætti viðkomandi er settur í. Það má minna á það líka að þeir sem fá æðstu embættin eru gjarnan formenn viðkomandi flokka eða gegna einhverri annarri flokkstengdri ábyrgðarstöðu auk þess að vera þingmenn.

[...] hvert þessara embætta fela í sér ríflega fullt starf. Líklegasta niðurstaðan er því sú að viðkomandi sinni engu af þessum verkefnum af árvekni heldur reiði sig á aðra launaða en flokksholla embættismenn sem kjósendur hafa ekkert um að segja hverjir eru. (sjá hér)

Þess vegna var ákveðið að beina kastljósinu enn frekar að þeim þáttum sem eru líklegastir til að styðja eða hrekja ofangreinda staðhæfingu. Frá því í apríl hefur áherslan þar af leiðandi einkum legið á þáttum sem koma fram í ferilkrám fyrrverandi og núverandi ráðherra. Út frá þeim upplýsingum sem þar er að finna hafa eftirtaldir þættir verið bornir saman: aldur, menntunstarfsreynsla og stjórnmálareynsla.

Það sem heyrir undir stjórnmálareynslu hefur verið sett fram í köflum sem bera undirheitin: sveitarstjórnarreynsla, önnur pólitísk reynsla, flokksforystuhlutverk og önnur flokksreynsla. Meiningin með því að fjalla þannig um þá, sem gegna ráðherraembættum nú og þeirra sem gegndu ráðherraembættum á síðasta kjörtímabili, er að byggja enn frekar undir ályktanir og/eða niðurstöður sem verða settar fram þegar þessum samanburði er lokið. Hér verður þessari skoðun haldið áfram þaðan sem frá var horfið í lok júní sl. (sjá hér). Það sem er eftir er það sem lýtur að þingreynslu.

John Adams

Upphaflega var gert ráð fyrir að þessi þáttur yrði settur fram í einni færslu en nú er komið í ljós að færslurnar verða a.m.k. þrjár. Fyrst þingaldur og nefndarreynsla við skipun, þá ýtarlegri samanburður og vangaveltur um þingnefndareynsluna og þýðingu/vægi hennar. Í því sambandi þótti rétt að líta aftur til einhverra sambærilegra þátta sem má finna í ferilskrám ráðherra fyrri ríkisstjórna.

Þriðja og síðasta færslan mun fjalla um þátttöku þeirra, sem hafa verið skipaðir ráðherrar frá og með vorinu 2009, í erlendum nefnum þingsins eða svokölluðu alþjóðastarfi. Þar er átt við Íslandsdeildir hinna ýmsu þinga, sambanda og ráða sem Ísland hefur orðið aðili að fyrir ákvarðanir Alþingis á umliðnum áratugum. 

Í þessari færslu verður fyrst farið yfir það hve lengi þeir, sem eru bornir saman hér, höfðu setið á þingi þegar þeir voru skipaðir til ráðherraembættis. Þá eru yfirlit yfir veru þessara í þingnefndum og síðast samantekt á nokkrum helstu þáttum þessarar færslu en einhverjum þeirra verður svo fylgt betur eftir í þeirri næstu.

Áður en lengra er haldið er rétt að benda á að þar sem fjallað er um reynslu af störfum innan þingnefndanna þótti aðgengilegast að skipta umfjölluninni í tvo hluta. Annars vegar er kafli sem fékk heitið fastanefndir en þar er farið yfir veru í þeim nefndum sem heyra/heyrðu málefnalega undir ráðuneytin. Í seinni hluta umfjöllunarinnar er farið yfir ýmsar sérnefndir sem skal viðurkennast að er svolítið villandi nafngift þar sem einhverjar þeirra mega með réttu kallast fastanefndir. Þetta atriði verður útskýrt nánar í viðeigandi köflum.

Þingreynsla

Væntanlega eru þeir allnokkrir sem telja það til kosta að þeir sem eru skipaðir ráðherrar hafi hlotið nokkra reynslu af þingstörfum og þá líka að þeir hafi kynnst málaflokkunum sem þeir eru skipaðir yfir í gegnum störf sín á Alþingi. Þegar horft er til þeirrar umræðu sem varð áberandi í kjölfar bankahrunsins þá er þó ljóst að ekki ber öllum saman um það hvort starfsaldur á þingi telst til kosta eða lasta.

Margir þeirra sem létu til sín taka í þeirri byltingu, sem síðar hefur verið kennd við Búsáhaldabyltingu, héldu þeirri skoðun mjög á lofti að langur starfsaldur á þingi leiddi til ógæfu og gæfulegasta lausn þess vanda sem hrunið opinberaði væri að óreyndari einstaklingar tækju við stjórnartaumunum. Í þessu ljósi er afar merkilegt að bera saman þingreynslu þeirra ráðherra sem tóku við vorið 2009 og svo þeirra sem voru skipaðir í kjölfar alþingiskosninganna vorið 2013.

Ráðherraskipan í ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur vorið 2009

Meðal ráðherra síðustu ríkisstjórnar voru tveir þeirra þingmanna sem höfðu hæsta starfsaldurinn á Alþingi en þar voru líka þrír sem höfðu innan við fjögurra ára reynslu af þingstörfum. Þetta kemur fram í töflunni hér að neðan en árafjöldinn miðast við þá þingreynslu sem eftirtaldir höfðu að baki þegar þeir voru skipaðir ráðherrar vorið 2009. Rétt er að geta þess að hér eru þeir einir taldir sem voru ráherrar við lok síðasta kjörtímabils.

 Ráðherrar Samfylkingar og Vinstri grænna
 þingreynsla í árum
 Jóhanna Sigurðardóttir31
 Katrín Júlíusdóttir6
 Guðbjartur Hannesson3
 Katrín Jakobsdóttir2
 Steingrímur J. Sigfússon26
 Svandís Svavarsdóttir0
 Össur Skarphéðinsson18
 Ögmundur Jónasson14
Meðaltalsreynsla við skipun 12 ár


Eins og kemur fram var meðalstarfsaldur ráðherranna, sem voru leystir frá störfum vorið 2013, 12 ár eða á bilinu 0 til 31 ár. Það má benda á að þegar meðalstarfsaldur þeirra, sem tóku við ráðherraembættum strax eftir alþingiskosningarnar vorið 2009, er reiknaður lækkar hann um tvö ár. Þar munar mestu um utanþingsráðherrana tvo en þeir gegndu embættum sínum aðeins í eitt ár áður en þeim var skipt út fyrir aðra.

Þetta var haustið 2010 en á sama tíma var Kristján L. Möller leystur frá sínu embætti og Samgönguráðuneytið fært undir Innanríkisráðuneytið (sjá hér). Kristján var með 10 ára þingreynslu að baki þegar hann var skipaður ráðherra vorið 2009. Hann var eini ráðherra ríkisstjórnarinnar, sem var við völd kjörtímabilið næst á undan, sem hélt embætti sínu við það að Samfylkingin tók við forystu ríkisstjórnarsamstarfsins eftir tæplega tveggja ára stjórnarsetu með Sjálfstæðisflokknum (sjá hér).

Haustið 2010 var Guðbjartur Hannesson hins vegar tekinn nýr inn í ríkisstjórnina. Hann var með þriggja ára þingreynslu þegar hann tók við ráðherraskipuninni. Á sama tíma kom Ögmundur Jónasson aftur inn eftir árshlé. Ögmundur var skipaður heilbrigðisráðherra vorið 2009 en sagði af sér haustið 2009 fyrir það að hann var ekki samstíga öðrum innan ráðherrahópsins varðandi afstöðuna í Icesave.

Á þeim tíma tók Álfheiður Ingadóttir við af honum. Hún vék svo fyrir Guðbjarti Hannessyni haustið 2010 en Ögmundur settist í Innanríkisráðuneytið og tók líka við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið af Kristjáni L. Möller.

Ráðherrar í ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur vorið 2009

Það má minna á það hér að þegar síðasta kjörtímabil var á enda voru það aðeins tveir ráðherrar sem sátu enn yfir sama ráðuneytinu og þeir voru skipaðir yfir í upphafi þess. Þetta voru þau Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson. Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir sátu reyndar báðar á sama stað og þær voru settar vorið 2009 en málefnaþáttur ráðuneyta beggja hafði verið aukinn frá því sem hann var þegar þær tóku við þeim. Þær tvær voru með minnstu þingreynsluna þegar þær tóku við embættum. Svandís hafði enga en Katrín tvö ár. Hér má og geta þess að Svandís leysti Katrínu af í Menntamálaráðuneytinu á meðan sú síðarnefnda var í barnseignarleyfi árið 2011 (sjá hér).

Hér er yfirlit yfir þingreynslu þeirra sem gegndu ráðherraembættum tímabundið á síðasta kjörtímabili. Meðaltalsþingreynsla þessa hóps við skipun í ráðherraembætti eru 5 ár. Meðaltalstala allra þeirra sem gegndu ráðherraembættum frá 2009 til 2013 (að Rögnu og Gylfa undanskildum) eru 10 ár.

 Ráðherrar Samfylkingar og Vinstri grænna
 þingreynsla í árum
 Jón Bjarnason (ráðherra 2009-2011)10
 Árni Páll Árnason (ráðherra 2009-2011)2
 Kristján L. Möller (ráðherra 2009-2010)10
 Álfheiður Ingadóttir (ráðherra 2009-2010)2
 Oddný G. Harðardóttir (ráðherra 2011-2012)2
 Meðaltalsþingreynsla við skipun  5


Meðalstarfsaldur þeirra sem voru skipaðir til ráðherraembætta í kjölfar síðustu alþingiskosninga er helmingi lægri en meðalþingreynslualdur ráðherrahópsins sem þau tóku við af. Einn núverandi ráðherra hafði enga þingreynslu þegar hann var skipaður en sá sem er með mestu þingreynsluna hafði setið á þingi í tíu ár þegar hann tók við embætti. Miðað við áður tilvitnaðar kröfur Búsáhaldabyltingarinnar ætti þetta reynsluleysi af þingstörfum að teljast núverandi ráðherrum til tekna.

Ráðherrar í ráðuneyti Sigmundar Davíðssonar sem tók við vorið 2009

Það er reyndar afar hæpið að telja reynsluleysi af þingstörfum til tekna þegar mið er tekið af því hversu almennur hann er skorturinn á annarri reynslu og/eða menntun sem lýtur að málaflokkum þeirra ráðuneyta sem framantaldir hafa setið yfir. Rök af þessu tagi sem hér hefur verið vísað til hafa líka horfið út úr umræðunni en gagnrýnin á núverandi ráðherra frekar einkennst af tortryggni og/eða gagnrýni fyrir reynslu- og þekkingarleysi á þeim málaflokkum sem viðkomandi hafa á sinni könnu.

Eitthvað fór fyrir slíkri umræðu á síðasta kjörtímabili en hún varð þó ekki eins áberandi og á því sem stendur yfir núna. Miðað við það sem hefur komið fram hér að framan varðandi menntunstarfsreynslu (starfstengd stjórnmálareynsla er rakin hér og hér) og flokksreynslu (sjá hér og hér) er ljóst að það munar einhverju hvað alla þessa þætti varðar. Munurinn skýrir þó hvorki eða réttlætir áðurnefnt ójafnvægi. Það má því segja að þó gagnrýnin kunni að eiga rétt á sér þá vantar í hana samræmi og grundvallarrök.

Ekki verður farið ýtarlegar í þennan þátt að sinni né heldur fullyrt nokkuð um það hvað veldur enda utan meginþráðar þessarar færslu. Það er þó vissulega tilefni til að lauma að þeirri spurningu: hvort gagnrýni gagnrýninnar vegna kunni að vera afleiðing þess trúnaðarbrests sem kom í ljós að hafði/hefur orðið á milli þings og þjóðar?

Þá er yfirlit yfir það hve lengi núverandi ráðherrar höfðu verið á þingi þegar þeir voru skipaðir til embætta:

 Ráðherrar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks
 þingreynsla í árum
 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson4
 Bjarni Benediktsson10
 Kristján Þór Júlíusson6
 Illugi Gunnarsson6
 Ragnheiður Elín Árnadóttir6
 Eygló Harðardóttir5
 Sigurður Ingi Jóhannsson 4
 Gunnar Bragi Sveinsson4
 Hanna Birna Kristjánsdóttir0
 Meðaltalsþingreynsla við skipun 5 ár


Meðaltalsaldurinn sýnir að það munar rúmum helmingi á þingreynslu núverandi ráðherra og þeirra sem voru leystir frá embættum sínum þegar ríkisstjórnin sem situr nú tók við. Það er væntanlega áhugavert að sjá það enn skýrar hvernig þingreynslan skiptist á milli stjórnmálaflokkanna, sem sitja saman í ríkisstjórn á þessu kjörtímabili, og hinna, sem voru við völd á kjörtímabilinu sem lauk vorið 2013. Til að gera þennan samanburð svolítið þægilegri er það sem á við núverandi ríkisstjórn blátt en það sem á við fyrrverandi ríkisstjórn rautt.

 Þingreynsla eftir flokkum0  
2-3
4  
5-6
10 
 14-1826-31
 Meðaltal
 Framsóknarflokkur
  3
1
    4,25
 Sjálfstæðisflokkur
1
  3
 1  4,75
 Samfylkingin 1
 1
  1 114
 Vinstri grænir 1 1    1 1 11
 1/10/23/04/1 1/00/2 0/2 


Hér kemur það væntanlega greinilega fram að langflestir þeirra sem gegna ráðherraembættum nú höfðu verið á þingi í eitt til eitt og hálft kjörtímabil (4-6 ár) þegar þeir voru skipaðir. Einn ráðherra hafði hins vegar enga þingreynslu við skipunina en einn var með tíu ára þingreynslu við skipun til embættis.

Helmingur þeirra sem sátu á ráðherrastólum við lok síðasta kjörtímabils voru hins vegar með frá 14 ára starfsaldri á Alþingi upp í 31 ár. Tveir voru með í kringum eins og hálfs áratugar þingreynslu, þriðji með hátt í þrjá áratugi og einn yfir þrjá sem þýðir að hann hafði setið á Alþingi í nær átta kjörtímabil. Einn hafði setið í eitt og hálft kjörtímabil inni á þingi en þrír höfðu undir þriggja ára reynslu af þingstörfum. Þar af var einn sem hafði enga reynslu.

Áður ráðherrarÍ þeim hópi sem hlutu skipun til ráðherraembættis vorið 2009 voru líka fjórir sem höfðu mislanga reynslu sem ráðherrar enn eldri ríkisstjórna. Þar af þrír í þeirri ríkisstjórn sem sat á árunum 2007 til 2009 og margir hafa kennt við hrunið. Tveir þessara tóku við nýjum ráðuneytum en einn sat áfram yfir sama ráðuneyti og hann hafði setið yfir kjörtímabilið á undan.

Steingrímur J. Sigfússon var eini ráðherra Vinstri grænna sem hafði setið á ráðherrastóli áður en þá sat hann sem fulltrúi Alþýðubandalagsins. Á miðju síðasta kjörtímabili færði hann sig úr Fjármálaráðuneytinu til að taka við sama málaflokki og hann stýrði tveimur áratugum áður en jók við sig málaflokkum frá því sem hafði verið þá. Enginn núverandi ráðherra hafði gegnt ráðherraembætti áður.

Þegar litið er til samanlagðrar stjórnmálareynslu; þ.e. þingreynslu + reynslu af sveitarstjórnarstiginu, þá er munurinn ekki lengur jafnmikill. Það er rétt að taka það fram varðandi þær tölur sem eiga við síðustu ríkisstjórn að hér eru þeir fyrst taldir sem voru í embætti vorið 2013 en í svigunum eru samanlagðar tölur alls hópsins.

 
 fj.
sveitarstjórn.r.
þingreynsla
 Samtals
 Framsóknarflokkur
 4 25 17 42
 Sjálfstæðisflokkur
5 33 2861
 Samfylkingin 4 (7)
 26 (43)
58 (72)
84 (115)
 Vinstri grænir
 4 (6)
9 (22)
 42 (54)
51 (76)
Meðaltalsreynsla 6/4 (5)
5/12 (10)11/17 (15)


Þetta er e.t.v. hæpin uppsetning en hér er þess þó freistað að sýna fram á það að meðaltalsreynsla núverandi og fyrrverandi ráðherra af stjórnmálastörfum er miklu sambærilegri en kann að virðast í fyrstu. Sjö núverandi ráðherrar höfðu reynslu af stjórnmálastarfi af sveitarstjórnarsviðinu þegar þeir voru skipaðir en þrír af þeim átta sem voru leystir frá störfum vorið 2013.

Þeir voru reyndar fimm til viðbótar (sjö ef Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon eru talin með) sem gegndu ráðherraembættum tímabundið á síðasta kjörtímabili. Fjórir þeirra höfðu reynslu af sveitarstjórnarsviðinu. Um þennan þátt er fjallað hér.

Miðað við það sem kemur fram í töflunni hér að ofan þá virðist vera óhætt að halda því fram að þegar allt er reiknað þá er meðaltalsreynsla beggja hópa af stjórnmálum öðru hvoru megin við þrjú kjörtímabil. Reyndar einu kjörtímabili betur ef þeir einir eru taldir sem luku síðasta kjörtímabili í ráðherrastólum.

Fastanefndir þingsins

Á undanförnum áratugum hafa þingstörfin breyst mjög mikið. Stærsta breytingin varð við það að Alþingi var gert að einni málstofu. Af því tilefni var nefndarskipan og -tilhögun breytt með lögum  árið 1991 (sjá hér) í átt að núverandi tilhögun en núgildandi skipulag er frá árinu 2011 (sjá hér). Fram til ársins 1991 voru nefndarsviðin þrjú og fór eftir skiptingu þingsins í: neðri deild, efri deild og sameinað þing.

Miðað við greinargerðina sem fylgdi lagafrumvarpinu hafa fastanefndir Alþingis verið orðnar 23 árið 1991 en var fækkað niður í 12. Á móti var nefndarmönnum fjölgað upp í níu. Það sést á ferilskrám þeirra sem voru á þingi fyrir árið 1991 að vera þeirra í þessum nefndum er ekki getið. Það má vera að það stafi af því að fram að þeim tíma höfðu fastanefndirnar minna vægi. Það kemur a.m.k. fram í greinargerðinni með frumvarpinu að „mikilvægi nefndarstarfsins mun aukast frá því sem áður var“ (sjá hér) við lagabreytinguna.

Nefndirnar sem voru settar með lögum árið 1991 hafa eitthvað breyst síðan. Þetta kemur greinilega fram þegar ferilskrár þeirra sem hafa setið á Alþingi eftir þann tíma er skoðuð þar sem heiti nefndanna eru breytileg. Á síðasta kjörtímabili var lögunum frá 1991 breytt þannig að fastanefndum þingsins var fækkað úr tólf niður í átta en fjöldi nefndarmanna er áfram níu.

Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu er tilgangur breytinganna sá að bæta löggjafarstarfið. Þar kemur líka fram að það er gert ráð fyrir að flestir þingmenn muni aðeins sitja í einni nefnd í stað þriggja til fjögurra áður. Reyndin er hins vegar sú að þingmenn sitja að jafnaði í tveimur nefndum enda eiga ráðherrar ekki sæti í nefndum þingsins (sjá hér).

Miðað við það að á þessu þingi hefur verið skipað í sérstaka þingskaparnefnd (sjá hér) er ekki útilokað að framundan séu enn frekari breytingar á nefndarskipan Alþingis. Það kemur væntanlega í ljós síðar en vegna þeirra breytinga, sem þegar hefur verið gerð einhver grein fyrir, er það alls ekki aðgengilegt verkefni að skoða hvort og þá að hvaða leyti nefndarseta núverandi og fyrrverandi ráðherra hefur skipt máli þegar þeir voru valdir til þessara embætta.

Will Rogers

Á vef Alþingis er yfirlit yfir núverandi þingnefndir. Fyrst eru taldar fastanefndir og dregur þessi kafli heiti sitt af því. Þá eru „aðrar nefndir“ sem eru taldar í yfirlitinu í sérstökum kafla. Yfirlit yfir erlendu nefndirnar er annars staðar (sjá hér) en þeim hefur fjölgað smátt og smátt á undanförnum áratugum.

Allir þeir sem voru ráðherrar undir lok síðasta kjörtímabils sitja enn á þingi fyrir utan Jóhönnu Sigurðardóttur. Þau sitja því öll í einhverjum nefndum nú þó þær séu eðli málsins samkvæmt ekki taldar hér enda ætlunin að draga fram þá reynslu sem ráðherrarnir höfðu aflað sér áður en að skipun til embættisins kom. Þeim sem kunna að hafa áhuga á að sjá í hvaða nefndum fyrrverandi ráðherrar sitja nú er því bent á að í töflunni hér að neðan er krækja undir nöfum þeirra sem vísa í ferilskrá viðkomandi.

Þar sem framundan er afar þurr upptalningu, sem er hætt við að missi nokkuð marks, er rétt að taka það fram að þau nefndarheiti sem óvefengjanlegast tengjast málaflokki viðkomandi ráðherra eru feitletruð í upptalningunni á nefndunum hér að neðan. Þar sem það er ekki hægt að sjá að einhver nefnd tengist starfssviði forsætisráðherra þá er ekkert nefndarheiti feitletrað í tilviki Jóhönnu Sigurðardóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Í næstu færslu verða hins vegar dregnar saman nokkrar athyglisverðar niðurstöður varðandi það hvaða reynslu þau eiga sameiginlega með fyrrverandi forsætisráðherrum. Þar og í næstu færslum verða líka fleiri niðurstöður settar fram með skýrari hætti. Það er svo rétt að benda á það að í yfirlitinu hér á eftir er miðað við heiti nefndanna eins og þau koma fyrir í ferilskrám þeirra sem eru taldir.

Ráherrar síðustu ríkisstjórnar nefndarheiti
 Jóhanna Sigurðardóttir,
 forsætisráðherra
utanríkismálanefnd 1995-1996,
iðnaðarnefnd 1995-1999,
allsherjarnefnd 1996-1999,
efnahags- og viðskiptanefnd 1999-2007,
félagsmálanefnd 2003-2007.
 Katrín Júlíusdóttir,
 fjármála- og efnahagsráðherra
menntamálanefnd 2003-2005 og 2007-2009,
félagsmálanefnd 2004-2005,
fjárlaganefnd 2005-2007,
iðnaðarnefnd 2005-2009; formaður 2007-2009,
umhverfisnefnd 2007-2009.
 Guðbjartur Hannesson,
 velferðarráðherra
 
 (tók við embætti haustið 2010)
félags- og tryggingamálanefnd 2007-2010; formaður 2009-2010,
fjárlaganefnd 2007-2010; formaður 2009-2010,
menntamálanefnd 2007-2009.
 Katrín Jakobsdóttir,
 mennta- og menningarmála-
 ráðherra
efnahags- og skattanefnd 2007-2009,
menntamálanefnd 2007-2009.
 Steingrímur J. Sigfússon,
 atvinnuvega- og nýsköpunar-
 ráðherra
sjávarútvegsnefnd 1991-1998; formaður 1995-1998,
efnahags- og viðskiptanefnd 1991-1999,
félagsmálanefnd 1999-2003,
utanríkismálanefnd 1999-2009.
 Össur Skarphéðinsson,
 utanríkisráðherra
sjávarútvegsnefnd 1991-1993,
allsherjarnefnd 1991-1992,
iðnaðarnefnd 1991-1993; formaður,
landbúnaðarnefnd 1992-1993,
utanríkismálanefnd 1995-1999, 2005-2007,
heilbrigðis- og trygginganefnd 1995-1999; formaður,
umhverfisnefnd 1999-2000,
fjárlaganefnd 1999-2001,
efnahags- og viðskiptanefnd 2001-2005.
 Ögmundur Jónasson,
 innanríkisráðherra

 (var skipaður heilbrigðisráðherra
 vorið 2009 en sagði af sér haustið 
 eftir. Tók við nýju ráðherraembætti 
 haustið 2010)
allsherjarnefnd 1995-1997, 1998-1999 og 2010,
heilbrigðis- og trygginganefnd 1995-1996,
félagsmálanefnd 1997-1998,
efnahags- og viðskiptanefnd 1999-2007,
efnahags- og skattanefnd 2007-2009 og 2009-2010,
félags- og tryggingamálanefnd 2007-2009 og 2010,
sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009-2010,
umhverfisnefnd 2009-2010,
utanríkismálanefnd 2009-2010, 


Jóhanna Sigurðardóttir hafði átt sæti á þingi í þrettán ár áður en þær nefndir sem hér eru taldar voru settar með lögum árið 1991. Á því 18 ára tímabili, sem leið frá því þær voru gerðar að mikilvægum hluta þinghaldsins uns hún varð forsætisráðherra, hafði hún setið fimm þeirra í alls 12 ár eða frá 1995 til 2007. Hún var félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar þegar lagafrumvarpið um þingnefndirnar var samþykkt (sjá hér) og var skipuð félags- og tryggingamálaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde árið 2007 (sjá hér).

Á þeim 12 árum sem Jóhanna átti sæti í fastanefndunum, sem voru lögfestar árið 1991, sat hún lengst í efnahags- og viðskiptanefnd. Hún átti sæti í henni á árunum 1999 til 2007 eða í átta ár. Auk þeirra nefnda sem hér hafa verið taldar gegndi Jóhanna ýmsum öðrum trúnaðarstörfum á vegum þingsins áður en það kom að því að hún varð forsætisráðherra. Þau verða talin í næsta kafla og svo færslunni um alþjóðastarf núverandi og fyrrverandi ráðherra.

Aðrir ráðherrar síðustu ríkisstjórnar höfðu mislanga reynslu af setu í nefndum ef Svandís Svavarsdóttir er undanskilin. Hún hafði enga reynslu þar sem hún var ný inni á þingi þegar hún var skipuð yfir Umhverfisráðuneytið.

Tengd þingnefndarreynsla fyrrverandi ráðherra

Eins og fram kemur á myndinni hér að ofan höfðu þeir sem eru taldir verið í fastanefndum sem viðkomu málaflokki þess ráðuneytis sem Jóhanna Sigurðardóttir trúði þeim fyrir. Sumir reyndar ekki nema í tvö til þrjú ár. Katrín Júlíusdóttir sat í fjárlaganefnd á árunum 2005 til 2007 eða í tvö ár. Katrín Jakobsdóttir átti jafnlanga veru úr  menntamálanefnd eða frá því að hún var kosin inn á þing árið 2007 fram til þess að hún var skipuð yfir Menntamálráðuneytið árið 2009.

Guðbjartur Hannesson hafði átt sæti í félags- og tryggingamálanefnd jafnlengi og hann hafði setið inni á þingi en hann var skipaður félags- og tryggingamálaráðherra þegar eitt ár var liðið af síðasta kjörtímabili. Steingrímur J. Sigfússon, sem átti 26 ára þingferil að baki þegar hann var skipaður fjármálaráðherra sölsaði um á miðju síðasta kjörtímabili og tók við Atvinnumálaráðuneytinu. Reynslan sem hann bjó að í málefnum þess var sú að hann hafði setið í sjö ár í sjávarútvegsnefnd auk þess sem hann hafði áður gegnt embætti landbúnaðarráðherra í þrjú ár eða á árunum 1988 til 1991 (sjá hér)

Össur Skarphéðinsson hafði setið í sjö ár í utanríkismálanefnd og Ögmundur Jónasson hafði setið í samtals í fjögur ár í allsherjarnefnd þegar hann tók við af Rögnu Árnadóttur haustið 2010 (sjá hér). Össur Skarphéðinsson hafði líka verið ráðherra í alls fjögur ár áður en hann var skipaður yfir Utanríkisráðuneytið vorið 2009. Hann tók við af Eiði Guðmundssyni sem umhverfisráðherra árið 1993 en það var í fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar (sjá hér). Hann var svo skipaður iðnaðarráðherra í öðru ráðuneyti Geirs H. Haarde (sjá hér).

Í töflunni hér að neðan er gerð tilraun til að draga það fram sem hefur komið fram hér að ofan um mislanga reynslu þeirra, sem voru taldir, úr nefndum sem viðkomu ráðuneytunum sem þau stýrðu í seinna ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur. Auk þess er það talið ef þessir gegndu formennsku í umræddum nefndum.

 
tengd nefndfj. ára
formaðurfj. ára
 Katrín Júlíusdóttirx4/2x2/
 Guðbjartur Hannessonx3x1
 Katrín Jakobsdóttirx2  
 Steingrímur J. Sigfússonx8/7x/3
 Össur Skarphéðinssonx7  
 Ögmundur Jónassonx1/4  
Meðaltal 5/4  


Það sem vekur mesta athygli hér er að helmingurinn hafði reynslu af formennsku í þeim nefndum sem viðkoma þeim málaflokkum sem þeir voru skipaðir yfir á kjörtímabilinu 2009-2013. Í þessu sambandi er rétt að minna á að Katrín og Guðbjartur nutu þess að Samfylkingin hafði verið í stjórn frá árinu 2007 en það er eitthvað annað sem skýrir það að Steingrímur J. Sigfússon var formaður sjávarútvegsnefndar árin 1995 til 1998 þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur sátu saman í stjórn (sjá hér). Sama kjörtímabil var Össur Skarphéðinsson formaður heilbrigðis- og trygginganefndar ásamt því að vera í utanríkismálanefnd.

Má vera að báðir hafi notið þess að þeir höfðu verið ráðherrar í þeim ríkisstjórnum sem sátu á árunum á undan með ráðherrum sem héldu um stjórnartaumana þetta kjörtímabil. Steingrímur J. með þeim Halldóri Ásgrímssyni og Guðmundi Bjarnasyni en Össur með þeim Davíð Oddssyni, Friðriki SophussyniHalldóri Blöndal og Þorsteini Pálssyni. Munurinn er sá að Össur var formaður allt kjörtímabilið 1995 til 1999 en Steingrímur hefur vikið úr nefndinni ári áður en það var á enda.

Það þarf svo að útskýra uppsetninguna á árafjölda Katrínar Júlíusdóttur, Steingríms J. Sigfússonar og Ögmundar Jónassonar í töflunni hér að ofan áður en lengra er haldið. Eins og hefur komið fram áður þá sátu þessi yfir fleiru en einu ráðuneyti á síðasta kjörtímabili. Katrín var skipaður iðnaðarráðherra vorið 2009 en hún átti sæti í iðnaðarnefnd á árunum 2005-2009. Frá 2007 og fram til ársins 2009 var hún formaður nefndarinnar. Fram að því hafði hún líka átt sæti í fjárlaganefnd en hún tók við Fjármálaráðuneytinu þegar hún sneri úr fæðingarorlofi haustið 2012 (sjá hér).

Steingrímur J. Sigfússon átti sæti í efnahags- og viðskiptanefnd í átta ár eða frá árinu 1991 til ársins 1999. Á sama tíma sat hann í sjávarútvegsnefnd en reyndar einu ári skemur. Árin 1995-1998 var hann formaður sjávarútvegsnefndarinnar eins og var rakið hér að framan. Ögmundur Jónasson sat í eitt ár í heilbrigðis- og trygginganefnd eða árin 1995 til 1996. Vorið 2009 var hann skipaður heilbrigðisráðherra en vék úr því embætti eftir nokkurra mánaða veru. Ári síðar tók hann við Innanríkisráðuneytinu en hann hafði átt sæti í allsherjarnefnd í alls fjögur ár.

Skástrikin í töflunni hér að ofan afmarka sem sagt árafjöldann sem þessi sátu í þeim nefndum sem tengjast málaflokkum ráðuneytanna sem þau stýrðu á síðasta kjörtímabili. Tölurnar sem eru fyrir framan skástrikið eiga við þá nefnd sem tengist ráðuneytinu sem þessi þrjú stýrðu í upphafi síðasta kjörtímabils en sú fyrir aftan því sem þau stýrðu við þinglok vorið 2013.

Nánar verður farið í sum þeirra atriða sem koma fram í yfirlitinu hér að ofan í næstu færslu en fjöldi þingnefnda og samanlögð þingnefndarvera hvers ráðherra í síðustu og núverandi ríkistjórn verða dregin saman í lokakafla þessarar færslu. Áður en kemur að yfirliti sem sýnir í hvaða fastanefndum þingsins ráðherrar núverandi ríkisstjórnar hafa setið er yfirlit yfir nefndarstörf þeirra sem sátu tímabundið á ráðherrastóli á síðasta kjörtímabili.

 Ráðherrar í styttri tíma
nefndarheiti
 Jón Bjarnason,
 sjávarútvegs- og landbúnaðar-
 ráðherra
(2009-2011)
fjárlaganefnd 1999-2009,
samgöngunefnd 1999-2003, landbúnaðarnefnd 2003-2007, sjávarútvegsnefnd 2006-2007, viðskiptanefnd 2007-2009,
efnahags- og skattanefnd 2009.
 Árni Páll Árnason,
 félags- og tryggingamála-
 ráðherra
(2009-2010)
 efnahags- og viðskiptaráðherra
 
(2010-2011)
heilbrigðis- og trygginganefnd 2007, heilbrigðisnefnd 2007-2009, utanríkismálanefnd 2007-2009; varaformaður,
viðskiptanefnd 2007-2009,
allsherjarnefnd 2009;formaður, menntamálanefnd 2009.
 Kristján L. Möller
 samgöngu- og sveitarstjórnar-
 ráðherra 2009-2010
félagsmálanefnd 1999-2000,
samgöngunefnd 1999-2003 og 2004-2007,
iðnaðarnefnd 2003-2004,
sjávarútvegsnefnd 2003-2006,
heilbrigðis- og trygginganefnd 2006-2007.
 Álfheiður Ingadóttir,
 heilbrigðisráðherra (2009-2010)
heilbrigðis- og trygginganefnd 2007, heilbrigðisnefnd 2007-2009,
iðnaðarnefnd 2007-2009,
allsherjarnefnd 2009,
viðskiptanefnd 2009; formaður,
efnahags- og skattanefnd 2009.
 Oddný G. Harðardóttir,
 fjármála- og efnahagsráðherra
 
(2011-2012)
fjárlaganefnd 2009-2011; formaður 2010-2011,
menntamálanefnd 2009-2011; formaður 2010-2011,
samgöngunefnd 2009-2010,
allsherjar- og menntamálanefnd 2011.


Það er vissulega margt forvitnilegt sem kemur fram í töflunni hér að ofan. Það sem vekur þó líklega mesta athygli er í hve mörgum nefndum Oddný G. Harðardóttir hefur setið í á aðeins tveimur árum. Hún hefur líka verið formaður í tveimur þeirra sitthvort árið.

Nefndarreynsla Álfheiðar Ingadóttur er ekki síður athyglisverð þar sem hún hefur verið sett í þrjár nýjar nefndir árið sem fyrrverandi ríkisstjórn komst til valda og gerð að formanni einnar þeirra. Hún hefur því væntanlega ekki setið í þessum nefndum nema u.þ.b. hálft ár áður en hún tók við ráðuneytinu sem Ögmundur Jónasson fékk í sinn hlut við ráherraskipunina vorið 2009.

Í stað þess að dvelja frekar við þessi atriði er hér næst tafla sem dregur fram hversu lengi þeir ráðherrar, sem sátu tímabundið á ráðherrastóli á síðasta kjörtímabili, höfðu setið í nefndum sem fjölluðu um sömu málefni og ráðuneytin sem þeir stýrðu. Aðeins einn þessara hafði verið formaður í viðkomandi nefnd.

 tengd nefndfj. ára
formaðurfj. ára
 Jón Bjarnasonx4  
 Árni Páll Árnasonx1/2  
 Kristján L. Möllerx7  
 Álfheiður Ingadóttirx2  
 Oddný G. Harðardóttirx2 x 1
Meðaltal 3/3  


Vorið 2009 var Árni Páll skipaður félags- og tryggingamálaráðherra en hann tók síðan við af Gylfa Magnússyni sem viðskipta- og efnahagsráðherra haustið 2010 (sjá hér). Steingrímur J. Sigfússon tók við ráðuneyti hans á nýársdag árið 2012 ásamt ráðuneytinu sem Jón Bjarnason hafði setið yfir en Oddný G. Harðardóttir tók við Fjármálaráðuneytinu á gamlársdag ársins 2011 (sjá hér). Ráðherrahrókeringar haustsins 2010 hafa þegar verið raktar.

Hér má geta þess að það er afar forvitnilegt að skoða hvaða nefndarsæti þeir hlutu sem voru leystir frá ráðherraembættum á síðasta kjörtímabili. Ástæðan er ekki síst sú að slík skoðun gefur væntanlega einhverja hugmynd um það í hvaða “virðingarröð“ nefndirnar eru og líka hvar í goggunarröðinni viðkomandi einstaklingar eru innan síns eigin flokks. Niðurstöður þeirrar skoðunar bíður næstu færslu.

Loks er það yfirlit sem dregur fram nefndarsetu núverandi ráðherra í fastanefndum þingsins. Hér er líklegt að það sem veki einkum athygli sé fjöldi þeirra nefnda sem Eygló Harðardóttir hafði setið í áður en hún var skipuð félags- og húsnæðisráðherra. Það er rétt að benda á að vera hennar í nefndunum, sem fyrst eru taldar, nær væntanlega ekki að fylla nema tvo til þrjá mánuði þar sem hún tók við nefndarsætum Guðna Ágústssonar þegar hann sagði af sér þingmennsku í miðjum nóvember 2008. Vegna þess að þetta er óstaðfest ágiskun er þetta þó talið eins og það er gefið upp í ferilskránni hennar.

 Ráðherrar núverandi stjórnar
 þingnefndir
 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
 forsætisráðherra
utanríkismálanefnd 2009-2013.
 Bjarni Benediktsson,
 fjármála- og efnahagsráðherra
allsherjarnefnd 2003-2007; formaður,
fjárlaganefnd 2003-2007,
iðnaðarnefnd 2003-2004 og 2007,
heilbrigðis- og trygginganefnd 2004-2005,
utanríkismálanefnd 2005-2013; formaður 2007-2009,
efnahags- og skattanefnd 2007-2009.
 Kristján Þór Júlíusson,
 heilbrigðisráðherra
fjárlaganefnd 2007-2013,
iðnaðarnefnd 2007-2009,
umhverfisnefnd 2009-2011.
 Illugi Gunnarsson,
 mennta- og menningarmála-
 ráðherra
efnahags- og skattanefnd 2007,
fjárlaganefnd 2007-2009 og 2011-2012,
menntamálanefnd 2007-2009,
umhverfisnefnd 2007-2009,
viðskiptanefnd 2010-2011,
allsherjarnefnd 2010-2011.
 Ragnheiður Elín Árnadóttir,
 iðnaðar- og viðskiptaráðherra
efnahags- og skattanefnd 2007-2009,
iðnaðarnefnd 2007-2009,
utanríkismálanefnd 2007-2009, 2010 og 2011-2013,
viðskiptanefnd 2009-2010.
 Eygló Harðardóttir,
 félags- og húsnæðisráðherra
heilbrigðisnefnd 2008-2009,
iðnaðarnefnd 2008-2009,
umhverfisnefnd 2008-2009,
menntamálanefnd 2009-2011,
viðskiptanefnd 2009-2011,
allsherjar- og menntamálanefnd 2011,
velferðarnefnd 2011-2012,
efnahags- viðskiptanefnd 2012-2013.
 Sigurður Ingi Jóhannsson,
 sjávarútvegs- og landbúnaðar-
 ráðherra
 umhverfis- og auðlindaráðherra
sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009-2011,
atvinnuveganefnd 2011-2013.
 Gunnar Bragi Sveinsson,
 utanríkisráðherra
iðnaðarnefnd 2009-2011,
utanríkismálanefnd 2011-2013.


Sigmundur Davíð Gunnlaugsson átti aðeins sæti í einni fastanefnd Alþingis á síðasta kjörtímabili. Hann sat allt kjörtímabilið í utanríkismálanefnd. Vert er að vekja athygli á því að Jóhanna Sigurðardóttir hafði einnig átt sæti í þeirri sömu nefnd. Hún sat þar þó ekki nema eitt ár eða frá 1995 til 1996. Um verksvið nefndarinnar segir:

Nefndin fjallar um samskipti við erlend ríki og alþjóðastofnanir, varnar- og öryggismál, útflutningsverslun, málefni Evrópska efnahagssvæðisins og þróunarmál, svo og utanríkis- og alþjóðamál almennt. Enn fremur fjallar nefndin um skýrslur alþjóðanefnda sem og skýrslu utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál. (sjá hér)

Eins og áður hefur verið vikið að verður sú þingnefndareynsla sem þessi tvö eiga sameiginlega til frekari skoðunar í næstu færslum. Hér verður það hins vegar tekið til skoðunar hvort það sé jafn almennt meðal þeirra, sem Sigmundur Davíð skipaði til ráðherraembætta, að þeir hafi setið í nefndum sem snerta málefni ráðuneytanna sem þeir stýra eins og meðal þeirra sem fóru með völdin á árunum 2009-2013,

Það hefur þegar verið farið ýtarlega í það að þeir sem gegna ráðherraembættum nú hafa að jafnaði ekki jafnlagna þingreynslu og þeir sem voru ráðherrar í síðustu ríkisstjórn. Þar af leiðandi kemur það væntanlega engum á óvart að reynsla núverandi ráðherra af þingnefndarstörfum er ekki jafnlöng og þeirra sem höfðu setið lengst inni á þingi í ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur. 

Í ljósi þess að það munar sjö árum á meðaltalsþingreynslu (fimm ef þingreynslualdur þeirra sem sátu tímabundið er reiknaður inn í meðaltalið) núverandi ráðherra og þeirra, sem voru leystir frá embættum vorið 2013, er eðlilegt að gera ráð fyrir að það muni líka umtalsverðu á fjölda þeirra nefnda sem þessi höfðu setið í áður en að skipun þeirra kom. Sú er hins vegar ekki raunin í öllum tilvikum. Meiri hluti þeirra sem sitja á ráðherrastóli hafa átt sæti í nefndum sem fjalla um málefni ráðuneytisins sem þeim var trúað fyrir en tveir hafa enga slíka innsýn.

Þetta eru þau Hanna Birna Kristjánsdóttir og Kristján Þór Júlíusson. Hanna Birna á það sameiginlegt með Svandísi Svavarsdóttur að koma beint úr borgarpólitíkinni inn á þing og vera samstundis skipuð til ráðherraembættis. Svandís átti fjögurra ára reynslu úr borgarpólitíkinni að baki en Hanna Birna ellefu (sjá hér).

Kristján Þór á reyndar langan feril af sveitarstjórnarsviðinu en vorið 2013 hafði hann átt sæti á Alþingi í sex ár og setið þrjár nefndir. Engin þeirra snerti þó málefni Heilbrigðisráðuneytisins sem hann var skipaður yfir. Þar af leiðandi kemur hann hvorki fyrir á myndinni hér að neðan eða er getið í töflunni í framhaldi hennar.

Tengd þingnefndarreynsla núverandi ráðherra

Þau eru sex meðal núverandi ráðherra sem áttu sæti í nefndum sem snerta málefni þeirra ráðuneyta sem núverandi forsætisráðherra skipaði þau yfir. Þegar tíminn sem þau sátu í þessum nefndum er borinn saman við tíma fyrrverandi ráðherrahóps sést að ekki munar jafn miklu og mætti búast við. Ekki síst þegar miðað er við muninn á þingreynslutíma þessara tveggja hópa. Það sem samanburðurinn leiðir hins vegar í ljós og vekur sérstaka athygli er að enginn þeirra sem gegnir ráðherraembættum nú hafði verið formaður í þeim nefndum sem hér eru taldar. 

 tengd nefndfj. ára
formaðurfj. ára
 Bjarni Benediktssonx6  
 Illugi Gunnarssonx2  
 Ragnheiður Elín Árnadóttirx3  
 Eygló Harðardóttirx1  
 Sigurður Ingi Jóhannssonx4  
 Gunnar Bragi Sveinssonx2  
Meðaltal 3  


Það hefur heldur enginn núverandi ráðherra reynslu af því að stýra fastanefnd nema Bjarni Benediktsson. Hann er sá í ráðuneyti Sigmundar Davíðs sem á lengsta starfsaldurinn. Hann á líka lengstu veruna í þingnefndum sem snerta ráðuneytið sem hann stýrir; þ.e. fjögur ár í fjárlaganefnd og síðar tvö ár í efnahags- og skattanefnd.

Kristján Þór Júlíusson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Illugi Gunnarsson áttu öll sex ára þingreynslu að baki þegar þau voru skipuð til núverandi ráðherraembætta. Eins og var tekið fram hér á undan þá hefur Kristján aldrei átt sæti í þingnefnd sem fjallar um heilbrigðismál. Illugi Gunnarsson átti hins vegar sæti í menntamálanefnd á árunum 2007-2009 og Ragnheiður Elín Árnadóttir hafði bæði setið í iðnaðarnefnd og viðskiptanefnd áður en hún var skipuð iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Samtals í þrjú ár.

Eygló Harðardóttir átti sæti í velferðarnefnd í eitt ár eða þingárið 2011-2012. Auk þess má geta þess hér að hún var formaður verðtryggingarnefndar (sjá skýrslu hér), sem var skipuð af Gylfa Magnússyni, og í samráðshópi um húsnæðisstefnu frá árinu 2010 (sjá skýrslu hér), sem var skipuð af Guðbjarti Hannessyni. Þessar nefndir eru taldar í næsta kafla.

Sigurður Ingi átti sæti í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd í tvö ár og svo áfram þegar henni var steypt inn í atvinnuveganefnd haustið 2011. Samtals fjögur ár eða allt síðasta kjörtímabil. Gunnar Bragi sat í utanríkismálanefnd frá 2011 til 2013.

Formennska í fastanefndum þingsins

Áður en lengra verður haldið með þennan samanburð má minna á það að af þeim átta sem sátu á ráðherrastóli undir lok síðasta kjörtímabils höfðu þrír verið formenn fastanefnda sem fóru með sömu málefni og þau ráðuneyti sem þeir voru skipaðir yfir. Fjórir ef Oddný G. Harðardóttir er talin með.

Reyndar hafði enginn setið lengur en í þrjú ár sem slíkur en þetta vekur sérstaka athygli fyrir það að enginn þeirra sem er ráðherra nú hafði verið formaður í þeirri nefnd sem fer með málefni þess ráðuneytis sem hann stýrir nú. Það má líka benda á að bæði Guðbjartur Hannesson og Oddný G. Harðardóttir höfðu verið formenn í tveimur nefndum þegar kom að skipun þeirra. Guðbjartur Hannesson kom nýr inn á þing vorið 2007 en Oddný vorið 2009.

Það er ekki síður athyglisvert að í núverandi ráðherrahópi er það aðeins Bjarni Benediktsson sem hefur verið formaður í einhverri fastanefnd Alþingis en þau voru fjögur, sem luku síðasta kjörtímabili á ráðherrastóli, sem höfðu slíka reynslu. Reyndar fimm ef formannsreynsla Jóhönnu er talin með. Ástæðan fyrir því að hún er ekki höfð með á myndinni hér að ofan er að reynsla hennar stendur fyrir utan núverandi nefndarskipan.

Nánari grein er gerð fyrir formannsreynslu Jóhönnu Sigurðardóttur í lokakafla þessarar færslu en þegar allt er talið þá höfðu níu af fimmtán ráðherrum síðustu ríkisstjórnar reynslu af formennsku í nefndum og/eða ráðum á vegum stjórnsýslunnar. 

Þrír þeirra sem voru ráðherrar tímabundið bjuggu að slíkri reynslu. Ragna Árnadóttir hafði líka reynslu sem formaður nefnda sem var stofnað til af frumkvæði Alþingis (sjá hér). Það vekur sérstaka athygli að allir ráðherrar Samfylkingarinnar sem sátu á ráðherrastóli við lok kjörtímabilsins, vorið 2013, höfðu verið formenn þingskipaðra nefnda og/eða ráða einhvern tímann á þingmannsferlinum.

Sérnefndir og önnur trúnaðarstörf

Eins og kemur fram í kaflanum hér á undan verða þær nefndir taldar hér sem eru kallaðar „aðrar nefndir“ samkvæmt þessu yfirliti alþingisvefsins. Hér eru líka taldar svokallaðar sérnefndir en það er breytilegt á milli kjörtímabila og þinga hverjar þær eru. Á síðasta þingi voru þær óvenju margar. Þar af leiðandi hafa einhverjir þeirra sem eru ráðherrar nú orðið sér úti um reynslu af nefndarstörfum þaðan.

Á undanförnum árum hefur verið skipað nokkuð reglulega í sérnefnd um stjórnarskrármál. Árið 2005 var hins vegar stofnuð sérstök stjórnarskrárnefnd undir forystu Jóns Kristjánssonar. Sú nefnd starfaði í tvö og hálft ár og lauk störfum með útgáfu skýrslu (sjá hér). Þeir sem voru ráðherrar á síðasta kjörtímabili eiga margir nefndarferil úr þessum nefndum.

Kjörbréfanefnd hefur hins vegar verið skipuð í upphafi hvers þings. Samkvæmt yfirliti alþingisvefsins (sjá hér) hefur hún talist til „annarra þingnefnda“. Frá og með breytingum síðustu ríkisstjórnar á stjórnskipunarlögum, sem tóku gildi um mitt ár 2011 (sjá hér), heyra málefni hennar svo og sérnefnda um stjórnarskrármál/stjórnarskrárnefnda undir sérstaka stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem er orðin ein af fastanefndum þingsins. Hlutverk hennar er að fjalla:

um stjórnarskrármál, málefni forseta Íslands, Alþingis og stofnana þess, kosningamál, málefni Stjórnarráðsins í heild og önnur mál sem varða æðstu stjórn ríkisins. Enn fremur fjallar nefndin um ársskýrslu og tilkynningar umboðsmanns Alþingis, svo og um skýrslur Ríkisendurskoðunar. [...]

Nefndin skal einnig hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur gagnvart framkvæmdarvaldinu. Komi beiðni um slíka athugun frá a.m.k. fjórðungi nefndarmanna skal hún fara fram. Um athugun sína getur nefndin gefið þinginu skýrslu.

Nefndin skal jafnframt leggja mat á og gera tillögu til Alþingis um hvenær rétt er að skipa rannsóknarnefnd, sbr. lög um rannsóknarnefndir. Nefndin tekur skýrslur slíkrar nefndar til umfjöllunar og gefur þinginu álit sitt um þær og gerir tillögur um frekari aðgerðir þingsins. (sjá hér)

Fjórir þeirra, sem eiga þær ferilskrár sem hafa verið til skoðunar hér, höfðu setið í kjörbréfanefnd áður en þeir urðu ráðherrar. Fimm ef Álfheiður, sem sat tímabundið yfir Heilbrigðisráðuneytinu, er talin með en væntanlega hefur hún verið komin með hálfs árs reynslu þaðan þegar hún tók við Heilbrigðisráðuneytinu haustið 2009.

Kjörbréfanefnd

Reyndar á þetta líka við um þrjár þeirra fastanefnda sem Álfheiður hafði átt sæti í áður en að skipun hennar kom og svo reynslu hennar sem nefndarformanns. Þessi reynsla hefur þegar verið talin en það þykir tilhlýðilegt að benda á að ekki kemur fram hvort Álfheiði voru úthlutuð þessi nefndarhlutverk í fyrra eða seinna ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur. Hér er miðað við að það hafi verið í því fyrra eða þegar Jóhanna tók við völdum sem forsætisráðherra 1. febrúar 2009.

Þingvallanefnd er sennilega ein elsta sérnefnd þingsins en hún varð til við það að Þingvellir voru gerðir að þjóðgarði árið 1928 (sjá athyglisverða grein um nefndina hér). Nefndin er skipuð sjö alþingismönnum og heyrir undir Forsætisráðuneytið (sjá hér). Meira verður sagt af þessari nefnd í næstu færslu.

Forsætisnefnd er væntanlega enn eldri en hana skipa forseti Alþingis og varaforsetar. Veru í þessari nefnd er ekki getið sérstaklega í ferilskrám fyrrverandi og núverandi alþingismanna en þar er hins vegar talið ef þeir hafa verið forsetar eða varaforsetar Alþingis. Þessi höfðu gegnt embætti varaforseta og hafa þar af leiðandi átt sæti í forsætisnefnd áður en kom til skipunar þeirra í ráðherraembætti:

Forsætisnefnd

Hér þykir ástæða til þess að vekja athygli á því að Guðbjartur Hannesson, sem hafði setið í tvö ár inni á þingi þegar síðasta ríkisstjórn tók við, var forseti Alþingis árið 2009. Sama ár var hann settur formaður einnar fastanefndar þingsins en ári síðar var hann skipaður til ráðherraembættis. Guðbjartur er sá í þeim hópi, sem hér hefur verið borinn saman, sem á að baki lengsta stjórnmálaferilinn af sveitarstjórnarstiginu eða 26 ár (sjá hér).

Það er reyndar áberandi að af þeim fjórum sem eiga sögu innan úr forsætisnefndinni á þingferlinum eru þrír samfylkingarráðherrar. Það vekur væntanlega athygli líka að Össur hefur orðið annar varaforseti á fyrsta ári sínu á þingi en það ár sátu Alþýðuflokkur með Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn undir fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar (sjá hér).

Jóhanna var 2. varaforseti Neðri deildar ári eftir að hún kom inn á þing en það ár sat flokkur hennar, Alþýðuflokkurinn í ríkisstjórn með Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokki undir forsæti Ólafs Jóhannessonar (sjá hér). Stjórnarsamstarfið náði rétt rúmu ári áður en Alþýðuflokkur sprengdi ríkisstjórnina (sjá hér).

Árið 1983 til 1984 var Jóhanna svo 1. varaforseti en það ár varð Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í fyrsta skipti í stjórnarsamstarfi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þetta er ekki síður athyglisvert fyrir það að Steingrímur gegndi sínu fyrsta ráðherraembætti í þeirri ríkisstjórn sem Alþýðuflokkurinn hafði sprengt fjórum árum áður. Það skal tekið fram að það má vel vera að á þeim tíma, sem Alþingi var þrjár málstofur, hafi stjórnarandstaðan skipað forseta Neðri deildar.

Árið 2003 til 2007 störfuðu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur saman undir þremur forsætisráðherrum: Davíð Oddsyni, Halldóri Ásgrímssyni og Geir H. Haarde (sjá hér). Jóhanna Sigurðardóttir var hins vegar 4. varaforseti Alþingis allt það kjörtímabil.

Hlutverk Forsætisnefndar er að hún „skipuleggur þinghaldið, hefur umsjón með alþjóðasamstarfi, fjallar um fjárhagsáætlanir þingsins og setur almennar reglur um rekstur þingsins og stjórnsýslu“ (sjá hér). Þess má svo geta að nánar verður fjallað um þessa nefnd og þýðingu hennar eins og Þingvallanefndarinnar í næstu færslu.

Hér er svo loks yfirlit þar sem þær sérnefndir/aðrar nefndir eru dregnar fram sem ráðherrarnir, sem voru leystir undan embættisskyldum sínum vorið 2013, áttu sæti í áður en þeir voru skipaðir. Hér eru líka talin önnur trúnaðarstörf en þar er átt við forseta- og varaforsetahlutverk.

  
 Jóhanna Sigurðardóttir,
 forsætisráðherra
í stjórnarnefnd um málefni þroskaheftra og öryrkja 1979-1983; formaður,
í nefnd til að undirbúa frumvarp um tilhögun og framkvæmd fullorðinsfræðslu og endurskoðun laga um almannatryggingar 1978
í tryggingaráði 1978-1987; formaður 1979-1980
sérnefnd um stjórnarskrármál 1995-1997, 1999-2000 og 2004-2007,
kjörbréfanefnd 1999-2003.

Önnur trúnaðarstörf á vegum Alþingis:
2. varaforseti Neðri deildar 1979,
1. varaforseti Neðri deildar 1983-1984,
4. varaforseti Alþingis 2003-2007.
 Guðbjartur Hannesson,
 velferðarráðherra
Önnur trúnaðarstörf á vegum Alþingis:
forseti Alþingis 2009.
 Steingrímur J. Sigfússon,
 atvinnuvega- og nýsköpunar-
 ráðherra
í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1983-1987,
sérnefnd um stjórnarskrármál 2004-2005,
Í stjórnarskrárnefnd 2005-2007.
 Össur Skarphéðinsson,
 utanríkisráðherra
kjörbréfanefnd 1999-2003,
í stjórnarskrárnefnd 2005-2007.

Önnur trúnaðarstörf á vegum Alþingis:
2. varaforseti Neðri deildar 1991.
 Ögmundur Jónasson,
 innanríkisráðherra
kjörbréfanefnd 1999-2007,
sérnefnd um stjórnarskrármál 1999-2003, 2004 og 2005-2007.


Eins og var rakið hér á undan er margt athyglisvert í sambandi við það sem kemur fram í þessari töflu um sérnefndareynslu þeirra sem þar koma fyrir. Til viðbótar því sem þegar hefur verið gerð sérstök grein fyrir þykir ástæða til undirstrika það að fjórir af þeim átta, sem voru ráðherrar undir lok síðasta kjörtímabils, höfðu starfað með hinum ýmsu nefndum sem höfðu fjallað um Stjórnarskrána á undangegnum árum eða frá því að EES-samningurinn var lögleiddur hér á landi (sjá hér).

Stjórnarskrárnefndir

Það sem þessi mynd dregur fram vekur ekki síst athygli í ljósi þess hvar áherslur síðustu ríkisstjórnar lágu undir lok valdatímabils hennar. Miðað við þann tíma sem  Jóhanna og Ögmundur hafa setið í nefndum, þar sem Stjórnarskráin hefur verið sérstakt umfjöllunarefni, er ekki óvarlegt að ætla að bæði þekki hana eins og eigin handarbök.

Eins og kom fram í upphafi þessa kafla þá eru stjórnarskrármál komin undir eina af þeim fastanefndum sem voru settar með breytingunum á þingskaparlögum árið 2011 (sjá hér) og heitir nú stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Það er þar af leiðandi sérstakt að enn einu sinni hafi stjórnarskrárnefnd verið sett á laggirnar en það var gert í nóvember á síðasta ári.

Samkvæmt því sem kemur fram á vef Forsætisráðuneytisins þá er stefnt „að því að vinnu nefndarinnar ljúki tímanlega svo að hægt sé að samþykkja frumvarp til breytinga á stjórnarskránni á yfirstandandi kjörtímabili en unnt er að áfangaskipta vinnunni eftir því sem henta þykir“ (sjá hér).

Áður en kemur að yfirliti yfir veru núverandi ráðherra í „öðrum nefndum“ og eða sérnefndum Alþingis er rétt að koma því á framfæri að af þeim fimm, sem sátu tímabundið á ráðherrastóli undir ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur, þá áttu aðeins Álfheiður Ingadóttir og Oddný G. Harðardóttir mislangan feril að baki í slíkum nefndum.

Reynsla Álfheiðar hefur þegar verið talin en hún hafði verið hálft ár í kjörbréfanefnd þegar hún var skipuð heilbrigðisráðherra haustið 2009. Oddný var svo meðal þeirra sem sátu í þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis árið 2009 til 2010 en tveir af núverandi ráðherrum áttu sæti í henni líka eins og fram kemur í eftirfarandi töflu.

  þingnefndir
 Bjarni Benediktsson,
 fjármála- og efnahagsráðherra
sérnefnd um stjórnarskrármál 2004-2007 og 2009 (fyrri),
í stjórnarskrárnefnd 2005-2007,
kjörbréfanefnd 2005-2009.
 Illugi Gunnarsson,
 mennta- og menningarmála-
 ráðherra
í nefnd um eflingu græna hagkerfisins 2010-2013.
 Ragnheiður Elín Árnadóttir,
 iðnaðar- og viðskiptaráðherra
þingskapanefnd 2011-2013,
í Þingvallanefnd 2009-2013.
 Eygló Harðardóttir,
 félags- og húsnæðisráðherra
þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009-2010,
formaður verðtryggingarnefndar  2010-2011,
í samráðshóp um húsnæðisstefnu 2011.
 Sigurður Ingi Jóhannsson,
 sjávarútvegs- og landbúnaðar-
 ráðherra
 umhverfis- og auðlindaráðherra
þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009-2010,
í Þingvallanefnd 2009-2013.

Önnur trúnaðarstörf á vegum Alþingis:
4. varaforseti Alþingis 2011-2013.
 Gunnar Bragi Sveinsson,
 utanríkisráðherra
þingskapanefnd 2011-2013.


Hér má sjá að Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson eru einu núverandi ráðherrarnir sem hafa setið í þeim “sérnefndum“ sem er algengast að ráðherrar síðustu ríkisstjórnar hafi haft sína sérnefndareynslu. Þessar nefndir eru kjörbréfa-, forsætis- og stjórnarskrárnefnd og svo sérstök nefnd um stjórnarskrármál.

Algengasta sérnefndarreynsla núverandi ráðherrar er úr: þingskapanefnd, þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og svo Þingvallanefnd. 

Sérnefndir síðasta kjörtímabils

Illugi Gunnarsson átti sæti í nefnd um eflingu græna hagkerfisins. Nefndinni var ætlað það „verkefni að kortleggja sóknarfæri íslensks atvinnulífs á sviði grænnar atvinnusköpunar“ (sjá hér) og skilaði af sér skýrslu um efnið haustið 2011 (sjá hér). Eygló Harðardóttir átti sæti í tveimur þeirra sérnefnda sem síðasta ríkisstjórn setti á laggirnar. Hún var formaður verðtryggingarnefndar sem starfaði árið 2010 til 2011 (sjá skýrslu) og í samráðshópi um húsnæðisstefnu árið 2011 (sjá skýrslu).

Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson sátu líka í þingmannanefndinni sem var ætlað að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í ljósi þess hver útkoma þeirrar vinnu varð er forvitnilegt að lesa það sem þessari nefnd var ætlað (sjá hér). Það er ekki síður forvitnilegt að rifja upp umræðuna inni á þingi um þetta efni (sjá hér) og síðast en ekki síst þingsályktunina sem var samþykkt af 63 þingmönnum í framhaldinu en þar segir m.a:

  • Alþingi ályktar að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Mikilvægt sé að Alþingi verji og styrki sjálfstæði sitt og grundvallarhlutverk.
  • Alþingi ályktar að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og leggur áherslu á að af henni verði dreginn lærdómur.
  • Alþingi ályktar að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu, verklagi og skorti á formfestu.
  • Alþingi ályktar að stjórnendur og helstu eigendur fjármálafyrirtækja á Íslandi beri mesta ábyrgð á bankahruninu.
  • Alþingi ályktar að eftirlitsstofnanir hafi brugðist.
  • Alþingi ályktar að mikilvægt sé að allir horfi gagnrýnum augum á eigin verk og nýti tækifærið sem skýrslan gefur til að bæta samfélagið. (sjá hér)

Sigurður Ingi Jóhannsson átti líka sæti í Þingvallanefnd ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Þau sátu allt síðasta kjörtímabil í nefndinni. Nefndin fer „með yfirstjórn Þingvallaþjóðgarðs“ (sjá hér). Hér þykir tilefni til að vekja sérstaka athygli á því að enginn ráðherra fyrrverandi ríkisstjórnar hafði átt sæti í þessari nefnd.

Ragnheiður Elín átti svo sæti í þingskapanefnd ásamt Gunnari Braga Sveinssyni. Þessi nefnd var skipuð til að „fjalla um frumvarp til laga um breytingu á lögum [...] um þingsköp Alþingis (nefndaskipan, eftirlitshlutverk Alþingis o.fl.)“ (sjá hér). Útkoman urðu lögin sem núverandi nefndarskipan Alþingis byggir á og tóku gildi á miðju ári 2011 (sjá lögin hér). Það má svo minna á að samkvæmt því sem kemur fram hér er einnig starfandi nefnd á þessu þingi til endurskoðunar á þessum sömu lögum.

Samdráttur

Áður en lokapunkturinn verður settur við þessa færslu verður skerpt á nokkrum þeirra atriða sem koma fram hér að ofan með því að setja þau fram í töflum. Fyrst eru það töflur sem sýna árið sem viðkomandi kom inn á þing, árafjöldann sem hann hafði setið inni á þingi áður en að kom að skipun hans í ráðherraembætti og svo árafjöldann sem hann hafði setið í þingnefnd. Ef við á þá er árafjöldinn sem viðkomandi hafði verið formaður í þingnefnd talinn líka. Síðast er svo tafla sem dregur það enn skýrar fram í hvað nefnd/nefndum viðkomandi hafði setið sem heyra málefnalega undir ráðuneytið sem sá situr/sat yfir.

Það hefur komið fram að allir innan beggja ráðherrahópanna höfðu einhverja reynslu innan úr nefndum sem viðkomu þeim málaflokkum sem heyrðu/heyra undir ráðuneytið sem þeir voru skipaðir yfir. Það er að segja allir nema þær Svandís Svavarsdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir, en þær tvær voru nýjar inni á þingi þegar þær voru skipaðar ráðherrar, og svo Kristján Þór Júlíusson. Aðrir höfðu sannarlega mislangan reynslualdur; allt frá einu ári upp í átta.

Það hefur líka verið drepið á það að það er því miður ekkert sérstaklega einfalt að stilla þeim atriðum, sem hér hafa verið til skoðunar, þannig upp að þau gefi nægilega skýra mynd til að draga af henni ályktanir um það hvort eða hvernig þessir þættir grundvalla skipun til ráðherraembættis. Fyrir því eru nokkrar ástæður sem skipta máli. Mikilvægasta ástæðan er sú að hvergi hefur verið gefið út opinberlega eftir hverju er farið við val þeirra sem eru skipaðir. Reyndar er útlit fyrir að það séu engar skráðar reglur heldur ákveði bara hver flokksformaður þetta fyrir sig (sjá hér).

Önnur praktísk atriði sem flækja málin líka snúa að vinnu- og/eða hefðarreglum varðandi aðferðarfræðina við að skipa í nefndir Alþingis. Sumt er vissulega bundið í lög en annað í flokksreglur þannig að það er ekki víst að sömu “reglur“ gildi innan allra stjórnmálaflokkanna við úthlutun nefndarsæta. Það er heldur ekki útilokað að einhver nefndarsæti séu bundin “heiðursmannasamkomulögum“ á milli einstaklinga og/eða þingflokka.  

Það sem gerir þennan samanburð svo enn torsóttari er afar flókinn ráðherrakapall síðasta kjörtímabils og tíðar breytingar á heitum fastanefnda þingsins frá því þær voru settar á stofn fyrir rétt rúmum tuttugu árum. Það liggur svo væntanlega í augum uppi að það er hæpið að draga of víðtækar ályktanir um samhengi þing- og nefndarreynslu við skipun í ráðherraembætti með því að bera eingöngu saman ferilskrár ráðherra í tveimur ríkisstjórnum.

Það er rétt að skjóta því inn hér að dagurinn sem þessi færsla birtist mun leiða það í ljós hvernig núverandi ríkisstjórn bregst við því að Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur horfið úr Innanríkisráðuneytinu. Sá eða þeir sem koma inn í ríkisstjórnina í hennar stað verða teknir með í næstu færslum.

Stóra spurningin um ábyrgðina

Hvað sem dagurinn í dag mun leiða í ljós þá voru komnar upp margar ástæður fyrir því að horfið var til þeirrar niðurstöðu að skipta þessum síðasta þætti samanburðarins á ferilskrám núverandi og fyrrverandi ráðherra niður í þrjár færslur. Hér hefur verið fjallað um þingreynslu, breytingar á nefndarskipan útskýrð og svo ferlar nokkurra sem eiga sér langan og/eða óvenjulegan þingferil ásamt því að telja fram þær nefndir sem samanburðarhópurinn hafði verið þátttakandi í á þingferlinum. Í næstu færslu verður þráðurinn tekinn upp þar sem frá verður horfið hér.

Þar verður þess freistað að ná betur utan um nefndarreynslu núverandi og fyrrverandi ráðherra með því að setja nefndarreynslu þeirra niður undir núverandi heitum þeirra. Auk þess verður fjallað um nefndirnar út frá því hvort hægt sé að greina einhvern nefndarferil sem er líklegri til að skila ráðherraembætti með einhverjum samanburði við ferilskrár ráðherra fyrri ríkisstjórna.

Áður en kemur að töflum með tölulegum upplýsingum, þar sem þing- og nefndarvera þeirra sem hér hafa verið til umfjöllunar er dregin saman, er rétt að vekja athygli á því að meðaltalstölurnar sem þeim fylgja eru í langflestum tilvikum námundaðar. Þegar hefur verið bent á að það er væntanlega svolítið hæpið að setja fram meðaltöl af þessu tagi en þau eru þó höfð með til að gera samanburðinn ögn aðgengilegri.

Í framhaldinu hér að neðan eru fyrst allir taldir sem voru ráðherrar við þinglok vorið 2013. Það skal tekið fram að þingveran er reiknuð frá því eftirtaldir voru kosnir inn á þing og þar til þeir voru skipaðir ráðherrar í seinna ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur. Nefndarveran er sá tími sem þessir höfðu setið í þingnefndum óháð því hvort um var að ræða nefndir sem voru taldar með fastanefndum eða sérnefndum hér að ofan.

 þingárþingveranefndarveraformennska
 Jóhanna Sigurðardóttir19783121 4
 Steingrímur J. Sigfússon198326223
 Össur Skarphéðinsson199118145
 Ögmundur Jónasson19951414 
 Katrín Júlíusdóttir2003662
 Guðbjartur Hannesson2007331
 Katrín Jakobsdóttir200722 
 Svandís Svavarsdóttir2009   
Meðaltalstölur(1997)12102


Það vekur væntanlega athygli að tölurnar yfir þingreynslu og nefndarveru þeirra þriggja, sem hafa setið lengst á Alþingi, skuli ekki stemma saman eins og hjá hinum sem eru taldir. Ástæðurnar fyrir þessu eru í meginatriðum tvær. Í fyrsta lagi sú að nefndarskipanin var með öðrum hætti fram til ársins 1991 en hin er sú að þau þrjú, sem hafa lengstu þingreynsluna, höfðu verið ráðherrar áður. En eins og áður hefur verið tekið fram þá sitja ráðherrar ekki í þingnefndum.

Jóhanna Sigurðardóttir hafði verið inni á þingi í 13 ár áður en núverandi nefndarskipulagi var komið á. Frá því að hún kom inn á þing var hún í tryggingaráði þar sem hún átti sæti næstu níu ár eða þar til hún var skipuð félagsmálaráðherra í fyrsta skipti árið 1987.

Ríkisstjórn 1987

Fram að þeim tíma hafði Jóhanna Sigurðardóttir setið í tveimur stjórnarnefndum til endurskoðunar á lögum sem lutu að málefnum öryrkja og almannatrygginga. Hún var formaður annarrar þeirra í fjögur ár. Fyrsta árið var hún líka formaður í tryggingaráði. 

Fram til þess að Jóhanna varð forsætisráðherra árið 2009 hafði hún átt sæti í hinum ýmsu nefndum þingsins í alls 21 ár og verið ráðherra í alls níu ár. Árið sem stendur út af er árið sem hún klauf sig úr Alþýðuflokknum og stofnaði Þjóðvaka (sjá hér).

Steingrímur J. Sigfússon kom inn á þing átta árum áður en núverandi nefndarskipun var sett í lög. Hann var umsvifalaust settur í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna en þar átti hann sæti í fjögur ár. Fimm árum síðar var hann skipaður landbúnaðarráðherra en hann gegndi því embætti í þrjú ár.

Ríkisstjórn 1988

Miðað við ferilskrá Steingríms J. á alþingisvefnum þá er eins og það vanti eitt ár inn í nefndarferil hans en þegar kemur að þriðja hluta þessarar umfjöllunar, um þingreynslu þeirra sem voru ráðherrar í síðustu ríkisstjórn og þeirra sem eru það nú, kemur í ljós að á þessum tíma sat Steingrímur í Vestnorræna þingmannaráðinu. Þegar leitarvélin er sett af stað til að skoða hugsanleg hliðarverkefni hans sem tengjast veru hans þar kemur m.a. í ljós að hann átti sæti í utanríkismálanefnd Alþingis á árunum 1985 til 1986 án þess að það komi fram á ferilskrá hans á alþingisvefnum (sjá hér og síðan hér).

Þetta dæmi ætti að sýna að fyrir 1991 hafa bæði Steingrímur og Jóhanna eflaust átt sæti í forverum núverandi þingnefnda án þess að það komi fram í ferilskrám þeirra. Þetta takmarkar að sjálfsögðu allan samanburð á þeim sem voru kjörnir inn á þing fyrir 1991 við þá sem eiga þingferil eftir þann tíma.

Össur Skarphéðinsson kom nýr inn á þing sama ár og núverandi nefndarskipan var gerð að lögum. Hann hafði verið þrjú ár á þingi þegar hann var skipaður ráðherra í fyrsta skipti en alls hafði hann verið ráðherra í fjögur ár þegar Jóhanna Sigurðardóttir skipaði hann yfir Utanríkisráðuneytið. Samtals er nefndarvera hans og tíminn sem hann var ráðherra átján ár eða jafnlangur tími og hann hefur verið inni á þingi.

Af þeim ráðherrum sem sátu tímabundið á ráðherrastóli í ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttir var einn sem hafði verið ráðherra áður. Hér er átt við Kristján L. Möller en hann var eini ráðherrann sem sat áfram yfir sama ráðuneyti og hann stýrði í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar árin 2007 til 2009. Þetta skýrir þann tveggja ára mun sem er á þingveru hans og nefndarveru í töflunni hér að neðan.

 þingárþingveranefndarveraformennska
 Jón Bjarnason19991010 
 Kristján L. Möller1999108 
 Árni Páll Árnason2007222 (vfm)
 Álfheiður Ingadóttir200722 0,5
 Oddný G. Harðardóttir2009222
Meðaltalstölur(2004)551


Það eru þó nokkur atriði sem mætti staldra við hér og gera nánari grein fyrir en hér verður látið nægja að benda á tvö þeirra. Í fyrsta lagi þykir ástæða til að minnast á það að Árni Páll Árnason var formaður allsherjarnefndar í þá rúmu þrjá mánuði sem fyrra ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttir sat við völd. Það er þó ekki talið með hér en réttlætir vissulega námundun meðaltalstölunnar sem á við um formennsku þessa hóps í þingnefndum.

Það er líka vert að vekja athygli á því að hér eru allar tölur a.m.k. helmingi lægri en sambærilegar tölur í töflunni sem dregur fram sömu atriði varðandi þingferil þeirra sem sátu enn í ráðherraembætti við lok síðasta kjörtímabils. Það munar sjö árum á þingreynslualdrinum og munar að sjálfsögðu mestu um þann háa starfsaldur sem Jóhanna og Steingrímur höfðu á þingi.

Eins og við er að búast eru meðaltalstölur þeirra, sem sátu tímabundið á ráðherrastóli í seinna ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur, mun sambærilegri við reynslu ráðherranna sem stýra ráðuneytunum á núverandi kjörtímabili.

 þingárþingveranefndarveraformennska
 Bjarni Benediktsson20031010 6
 Kristján Þór Júlíusson200766 
 Ragnheiður Elín Árnadóttir200766 
 Illugi Gunnarsson200766 
 Eygló Harðardóttir200855 
 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson200944 
 Sigurður Ingi Jóhannsson200944 
 Gunnar Bragi Sveinsson200944 
 Hanna Birna Kristjánsdóttir2013   
Meðaltalstölur(2008)55 


Eins og áður hefur komið fram hefur enginn núverandi ráðherra reynslu af formennsku í þingnefndum fyrir utan Bjarna. Hann hefur hins vegar sex ára reynslu sem er lengri reynsla en nokkur þeirra sem var ráðherra á síðasta kjörtímabili hafði að baki þegar hann var skipaður til embættis. Bjarni hafði verið formaður tveggja nefnda, allsherjar- og utanríkismálanefndar, frá því að hann kom inn á þing þar til ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við völdum vorið 2009 (sjá hér).

Með því að nefndunum var fækkað á miðju ári 2011 hurfu mörg þeirra nefndarheita sem eru talin í köflunum hér að ofan. Það þýðir að verkefni þeirra eru komin undir aðrar nefndir með nýjum heitum. Heiti tveggja nefnda standa þó óbreytt en það eru Fjárlaganefnd og Utanríkismálanefnd.

Samanburði eins og þeim sem er brugðið upp í töflunni hér að neðan verður að taka með þessum fyrirvara en hér er nefndarreynsla þeirra sem hafa verið ráðherrar frá 2009 sett niður eftir flokkum og núverandi fastanefndum Alþingis. Tilgangurinn er að reyna að átta sig á því hvort það megi greina einhverjar málefnaáherslur og/eða feril sem eykur líkur á ráðherraskipun síðar meir.

Það flækir vissulega þessa viðleitni hversu margir sátu tímabundið á ráðherrastóli á síðasta kjörtímabili. Þeir eru þó hafðir með en látnir standa innan sviga. Það er svo rétt að minna á það að hér er stuðst við þau nefndarheiti sem voru ákveðin með lögunum um þingsköp Alþingis árið 2011 (sjá yfirlit yfir heiti þeirra hér).

 Heiti fastanefndar
xSxVxBxDSamtals
 Allsherjar- og menntamálanefnd4 (2)
2 (1)
12 9 (3)
 Atvinnuveganefnd3 (1)
2 (2)
3311 (3)
 Efnahags- og viðskiptanefnd2 (1)
3 (2)
139 (3)
 Fjárlaganefnd3 (1)
(1) 36 (2)
 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd21 (1)
 14 (1)
 Umhverfis- og samgöngunefnd2 (2)
1 (1)
126 (3)
 Utanríkismálanefnd2 (1)
2 228 (1)
 Velferðarnefnd4 (2)2 (1)118 (3)
 Sætafjöldi eftir flokkum22 (10)
13 (9)
91761 (19)
 Sætafjöldi eftir ríkisstjórnum35 (19)26 


Það er full ástæða til að setja fyrirvara varðandi samtölurnar sem standa neðst í töflunni hér að ofan. Þar ber að hafa í huga að þeir sem hafa átt ofantalin nefndarsæti hafa verið á þingi í mjög mislangan tíma. Mestur munurinn er á starfsaldri ráðherra fyrrverandi ríkisstjórnarflokka og ráðherra Framsóknarflokksins sem komu allir nýir inn á þing eftir bankahrunið haustið 2008. Þrátt fyrir að ráðherrar Framsóknar hafi styttri þing- og nefndarreynslu en ráðherrar annarra flokka munar samt ekki svo miklu á heildarfjölda nefndarsæta þeirra og ráðherra Vinstri grænna.

Mikilvægasti fyrirvarinn sem verður að hafa í huga þegar það sem kemur fram í töflunni hér að ofan er skoðað og metið er að undir sum núverandi nefndarheiti eru komin allt upp í þrjár nefndir. Sem dæmi má nefna að þau málefni sem eru nú undir Atvinuveganefnd voru áður í tveimur nefndum en enn áður í þremur. Í reynd eru það eingöngu tölurnar sem eiga við Fjárlaganefndina og Utanríkismálanefndina sem eru sæmilega marktækar þó hinar gefi væntanlega einhverjar vísbendingar samt um skiptingu nefndarsæta á milli stjórnmálaflokkanna sem hafa átt aðild að ríkisstjórnun síðustu sex ára.

Þess ber svo að geta í sambandi við tölurnar hér að ofan að það er á valdi þeirra stjórnmálaflokka, sem sitja í ríkisstjórn hverju sinni, hversu mörgum sætum stjórnarandstöðunni er úthlutað í nefndum og hvort einhverjir fulltrúar hennar eru skipaðir formenn eða varaformenn þeirra. Það eru síðan þingflokkarnir eða formenn stjórnmálaflokkanna sem deila nefndarsætunum á sína þingmenn. Vissulega væri forvitnilegt að vita eftir hverju er farið en það er líklegt að þar hafi virðingar- og/eða goggunarröð miklu meira að segja en góðu hófi gegnir. 

Þeir eru orðnir býsna margir fyrirvararnir sem hafa verið settir varðandi áreiðanleika þess samanburðar sem hér hefur verið settur fram. Það er þó líklegra að þeir sem hafa þol til að lesa svona langar færslur velti innihaldinu fyrir sér áfram til þeirra spurninga sem þessum skrifum er ætlað að vekja. Þ.e. spurningum um það hvernig þingstörfum er háttað; hvar ákvarðanirnar eru teknar um það sem mestu máli skiptir; hverjir koma að þeim ákvörðunum og hvernig er staðið að þeim?

Síðasta tafla þessarar samantektar er fyrir þá allra áhugasömustu. Henni er skipt eftir ráðuneytum. Undir þeim eru taldir fulltrúar síðustu ríkisstjórnar vinstra megin en fulltrúar núverandi stjórnar hægra megin. Fyrir aftan nöfn þeirra er ártalið sem þessi komu inn á þing innan sviga. Ef embættisheiti þeirra voru/eru önnur en núverandi heiti ráðuneytanna kemur það fram fyrir neðan nöfn hlutaðeigandi. Ef viðkomandi sat ekki allt síðasta tímabil eða situr ekki lengur á þessu tímabilið kemur tíminn sem hann var í ráðherraembætti þar á eftir.

Þá eru taldar nefndir sem viðkoma málefnum ráðuneytanna sem þau sátu/sitja yfir. Þingreynslualdurinn og árafjöldinn sem þessi sátu í viðkomandi nefndum eru svo í sérdálkum fyrir aftan framantaldar upplýsingar. Til að undirstrika það enn frekar sem er ætlað að vera aðalatriðið hér þá er árafjöldinn sem eftirtaldir sátu í viðkomandi nefndum hafður rauður fyrir ráðherra síðustu ríkisstjórnar en blár fyrir ráðherra núverandi ríkisstjórnar.

Taflan vekur væntanlega líka athygli á því hve samanburðurinn er flókinn fyrir tíðar mannahrókeringar síðasta kjörtímabils en auk þess var ráðuneytunum fækkað og málefni annarra aukin. Í lok töflunnar er tekið mið að því að Hanna Birna Kristjánsdóttir ekki lengur í Innanríkisráðuneytinu en þessi færsla var send út rétt áður en yfirlýsing um það hver eftirmaður hennar verður var opinberuð. Miðað við vangaveltur þeirrar fréttar sem þessi færsla er hengd við er gert ráð fyrir að með þvi að það þarf að skipa eftirmann Hönnu Birnu verði fleiri breytingar á ráðherraskipaninni opinberaðar.

 Fyrrverandi ráðherrar
árNúverandi ráðherrar
ár
Forsætisráðuneytið
 Jóhanna Sigurðardóttir (1978)31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (2009)
4
 utanríkismálanefnd 1995-19961 utanríkismálanefnd 2009-2013
4
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
 Steingrímur J. Sigfússon (1983)
 fjármálaráðherra 2009-2011
 26 Bjarni Benediktsson (2003)10
 efnahags- og viðskiptanefnd
 1991-1999
 8 fjárlaganefnd 2003-2007
4
 Oddný G. Harðardóttir (2009)
 fjármálaráðherra 2011-2012
 2 efnahags- og skattanefnd 2007-2009
2
 fjárlaganefnd 2009-2011; formaður
 2010-2011
 2 
 Katrín Júlíusdóttir (2003) 6
 fjárlaganefnd 2005-2007 2
Félags- og húsnæðisráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið
 Ögmundur Jónasson (1995)
 heilbrigðisráðherra 2009
 14 Kristján Þór Júlíusson (2007)
 heilbrigðisráðherra
6
 heilbrigðis- og trygginganefnd
 1995-1996
  1  
Árni Páll Árnason (2007)
 félags- og tryggingamálráðherra
 2009-2010
  2 Eygló Harðardóttir (2008)
 félags- og húsnæðismálaráðherra
 5
 heilbrigðisnefnd  2 velferðarnefnd 2011-2012 1
 Álfheiður Ingadóttir (2007)
 heilbrigðisráðherra 2009-2010
  2 sérnefndir:
 verðtrygginganefnd 2010-2011;
 formaður
 samráðshópur um húsnæðisstefnu
 2011
 1
 heilbrigðisnefnd 2007-2009  2      
 Guðbjartur Hannesson (2009)
 félags-, trygginga- og heilbrigðis-
 ráðherra 2010
 velferðaráðherra 2011-2013
  1
 félags- og tryggingamálanefnd
 2007-2010; formaður 2009-2010
  3
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
 Katrín Jakobsdóttir (2007) 2 Illugi Gunnarsson (2007) 6
 menntamálanefnd 2007-2009 2 menntamálanefnd 2007-2009 2
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið
 Gylfi Magnússon
 efnahags- og viðskiptaráðherra
 2009-2010
  Ragnheiður Elín Árnadóttir (2007)6
   iðnaðarnefnd 2007-20092
 Árni Páll Árnason (2007)
 efnahags- og viðskiptaráðherra
 2010-2011
  viðskiptanefnd 2009-20101
 viðskiptanefnd 2007-20092 
 Steingrímur J. Sigfússon (1983)
 efnahags- og viðskiptaráðherra
 2012
 
 efnahags- og viðskiptanefnd
 2001-2005
4
 Katrín Júlíusdóttir (2003)
 iðnaðarráðherra 2009-2012
 
 iðnaðarefnd 2005-2009; formaður
 2007-2009
4
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið
 Jón Bjarnason (1999)
 sjávarútvegs- og landbúnaðar-
 ráðherra 2009-2011
 10 Sigurður Ingi Jóhannsson (2009) 4
 landbúnaðarnefnd 2003-2007 4 sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd
 2009-2011
 2
 sjávarútvegsnefnd 2006-20071 atvinnuveganefnd 2011-20132
 Steingrímur J. Sigfússon (1983)
 sjávarútvegs- og landbúnaðar-
 ráðherra 2012
 atvinnu- og nýsköpunarráðherra
 2012-2013
  
 landbúnaðarráðherra 1988-19913
 sjávarútvegsnefnd 1991-1998;
 formaður
7
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
 Svandís Svavarsdóttir (2009)
 umhverfisráðherra 2009-2012
 umhverfis- og auðlindaráðherra
 2012-2013
  Sigurður Ingi Jóhannsson (2009) 
Utanríkisráðuneytið
 Össur Skarphéðinsson (1991)18 Gunnar Bragi Sveinsson (2009)4
 utanríkismálanefnd 1995-1999 og
 2005-2007
6 utanríkismálanefnd 2011-20132
Innanríkisráðuneytið
 Ragna Árnadóttir
 dómsmála- og mannréttinda-
 ráðherra 2009-2010
  Hanna Birna Kristjánsdóttir (2013)
 2013-2014
 
 Kristján L. Möller (1999)
 samgöngu- og sveitarstjórnar-
 ráðherra 2009-2010
10 
 samgönguráðherra 2007-20092
 samgöngunefnd 1999-2003 og
 2004-2007
7
 Ögmundur Jónasson (1995)
 dómsmála- og mannréttinda-
 ráðherra og samgöngu- og
 sveitarstjórnarráðherra 2010
 innanríkisráðherra 2011-2013
 
 allsherjarnefnd 1995-1997,
 1998-1999 og 2010
4
 sérnefnd um stjórnarskrármál
 1999-2003, 2004 og 2005-2007
7


Þrátt fyrir að störf þingmanna fari alltaf meira og meira fram í sérstökum nefndum þá er útilokað að gera ráð fyrir því að með því verði þeir að sérfræðingum í þeim málaflokkum sem heyra undir þær. Vissulega má gera ráð fyrir að þeir fái eitthvað betri innsýn inn í málefni þeirra nefnda sem þeir sitja í til lengri tíma en það er væntanlega öllum ljóst að vera í nefnd skilar engum, sem ekki kann, því sem upp á vantar.

Það ber svo líka að benda á það að þingmenn eru að jafnaði í fleiri en einni nefnd á sama tíma. Það er heldur ekki óalgengt að þeir séu í flokks- eða þingbundnum hlutverkum með því að sitja í a.m.k. einni nefnd, en oftar tveimur til þremur, á sama tímanum.

Í þessu sambandi er vert að taka það fram að ráðherrar fyrrverandi ríkisstjórnar höfðu að jafnaði verið í tveimur til þremur þingnefndum á sama tíma. Þetta er breytilegra meðal ráðherra núverandi ríkisstjórnar. Framsóknarþingmennirnir, sem eru ráðherrar nú, sátu aðeins í einni þingnefnd á hverjum tíma að Eygló Harðardóttur einni undanskilinni en ráðherrar Sjálfstæðisflokks að jafnaði í þremur.

Á sama tíma gegndu þeir sem um ræðir ýmsum öðrum verkefnum og hlutverkum eins og setu í erlendri/-um nefndum, þingflokksformennsku eða öðru hlutverki við stjórn stjórnmálaflokksins sem skilaði þeim inn á þing. Þegar þetta er haft í huga er útilokað að þingmenn geti sett sig þannig inn í þau mál sem koma á borð nefndanna að það skili þeim þeirri sérfræðiþekkingu sem almennt er gerð krafa um þegar skipað/ráðið er í æðstu embætti bæði hér og annars staðar í heiminum.

Það er því áleitin spurning af hverju núverandi aðferð við skipun í ráðherraembætti hefur orðið að hefð þar sem það er nákvæmlega ekkert faglegt við hana. Í reynd er ekki annað að sjá en hún sé ekki bara flokkspólitíkinni og Alþingi hættuleg heldur lýðræðinu og þá samfélaginu líka þegar upp verður staðið.

Frekari niðurstöður hvað varðar nefndarreynslu þeirra sem voru ráðherrar í síðustu ríkisstjórn og þeirra sem eru það nú verða dregnar fram og útskýrðar í næstu færslu. Í framhaldi hennar verður svo fjallað um þann hluta þingreynslunnar sem fellur undir erlendar nefndir eða þátttöku Alþingis í alþjóðaþingum og -ráðum.

Heimildir

Aðrar færslur í þessum sama flokki:
Ráðherrasamanburður: Aldur við skipun
Ráðherrasamanburður: Menntun
Ráðherrasamanburður: Starfsreynsla
Ráðherrasamanburður: Sveitarstjórnarreynsla
Ráðherrasamanburður: Önnur pólitísk reynsla
Ráðherrasamanburður: Flokksforysta
Ráðherrasamanburður: Önnur flokksreynsla

Ferilskrá ráðherra núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnar:
Menntunar- og hæfniskröfur til ráðherraembætta

Heimildir um þingsköp:
Lög um breytingu á lögum nr. 55/1991 um þingsköp Alþingis. lög nr. 84 23. júní 2011.
Lög um þingsköp Alþingis (setning þingnefnda) lög nr. 55. 31. maí 1991.

Heimildir um skipun ráðuneyta:
Ráðuneyti 1917-2013
Breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands (fækkun ráðuneyta). frá 30. mars til 11. apríl 2012.
Stjórnarráð Íslands
(sameining ráðuneyta). frá 9. júní til 9. september 2010.

Ánægjukannanir Gallup frá síðasta kjörtímabili
Ánægja með störf ráðherra: 6. október 2009 (fyrsta könnun)
Ánægja með störf ráðherra:
9. apríl 2010
Ánægja með störf ráðherra og stjórnarandstöðu: 23. mars 2012
Ánægja með störf ráðherra:
10. janúar 2013


mbl.is Telur að Brynjar verði dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjólkin og pólitíkin

Einu sinni var gríðarlega stórt mjólkurbú sem hét Korpúlfsstaðir. Húsbóndinn þar hét Thor Jensen. Sonur hans var Ólafur Thors. Hann var leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í nær þrjá áratugi. Sjálfstæðisflokkurinn var flokkur þeirra sem áttu von í peningum auk þeirra sem álitu heiti hans tengjast sjálfstæðisbaráttu landsins.

Thor Jensen og frú og Ólafur Thors á yngri árum

Á fjórða áratug síðustu aldar voru þeir sem áttu umtalsverðar eignir fámennir en engu að síður fjármagnsfrekir eins og oft og tíðum gegnir um þá sem tekst að telja umhverfi sínu trú um að þeir eigi það sem þeir krefjast. Á síðustu áratugunum áður en Ísland fékk sjálfstæði frá Dönum voru þetta nokkrir óðalsbændur og svo sjávarútvegsforkólfar og stórkaupmenn.

Fyrstu árin virtist ekkert ógna völdum Sjálfstæðisflokksins en frá og með árinu 1927 varð Framsóknarflokkurinn harður keppinautur. Jónas frá Hriflu og Tryggvi Þórhallsson voru fyrstu leiðtogar Framsóknarflokksins til að ógna “veldi“ þeirrar nýju eignastéttar sem var að verða til í byrjun síðustu aldar og þeim félagasamtökum sem hún hafði búið til í þeim tilgangi að tryggja sér og sínum völd og viðhalda þeim.

Nokkru áður en þetta varð hafði Thor Jensen tekið peninga úr sjávarútvegsfyrirtækinu Kveldúlfi og stofnað og byggt upp mjólkurbúið að Korpúlfsstöðum. Hann réði m.a. danska mjólkurfræðinga til að ná þeim framúrskarandi árangri í mjólkurframleiðslunni sem hann sóttist eftir. Korpúlfsstaðir varð stærsta mjólkurbú landsins á tímabilinu 1929-1934 og sá langstærstum hluta Reykjavíkur fyrir mjólk. Aðrir mjólkurframleiðendur komust ekki með tærnar þar sem mjólkurbúið við bæjardyr Reykjavíkur hafði hælanna í hreinlæti, gæðum og magni.

Árið 1934 kom fram nýr leiðtogi Framsóknarflokksins þó hann yrði reyndar ekki formaður hans fyrr en 10 árum síðar. Þessi nýi leiðtogi gerðist fulltrúi þeirra sem þóttust sviknir af dekri Sjálfstæðisflokksins við þá eignastétt sem hafði vaxið upp í sveitum landsins en valið sér athafnasvið á mölinni niður við sjóinn. Afurðasölulögin sem Hermann Jónasson kom á árið 1934 voru e.t.v. hugsuð af einhverjum til að ná sér niður á ósvífninni sem hinir nýríku kaupstaðabúar sýndu fortíðinni og sveitamenningunni. 

Pólitísk átök sem leiddu til helmingaskipta

Mjólkursölulögin voru hluti afurðasölulaganna en þau gerðu öllum mjólkurframleiðendum skylt að selja mjólkina til mjólkursamfélaga kaupfélaganna  eða SÍS. Þessi lög kipptu rekstrargrundvellinum undan Korpúlfsstöðum og setti búið á hausinn sama ár og þau gengu í gildi. Hins vegar urðu þau til að rétta þannig við ógæfulegum hag SÍS að árið 1937, eða þremur árum eftir að þau gengu í gildi, þá voru inneignir sambandsins orðnar hærri en skuldirnar (sjá hér).

Árið 1934 voru að undirlagi Framsóknarflokksins sett ný mjólkursölulög sem komu því skipulagi á dreifingu mjólkur sem við þekkjum í dag. Lögin áttu að jafna aðstöðu bænda hvar sem þeir bjuggu á landinu og féllu jafnframt að þeirri hugmynd Framsóknarmanna að smábýlarekstur væri æskilegasta fyrirkomulagið í landbúnaði.

Talið var að lögunum væri ekki síst beint gegn Thor Jensen, sem rak stórbú að Korpúlfsstöðum. Eftir að mjólkursölulögunum var komið á gat hann ekki selt Korpúlfsstaðamjólkina sérstaklega heldur þurfti öll mjólk í Reykjavík að fara gegnum Mjólkursamsöluna, nema greitt væri verðjöfnunargjald. Upp úr þessu hnignaði Korpúlfsstaðabúinu og það lagðist loks af. Alþýðuflokkurinn studdi mjólkursölulögin, en Sjálfstæðisflokkurinn var á móti. Þetta var því hápólitískt og flokkspólitískt mál (sjá hér).

Þó hagur SÍS vænkaðist árið 1937 þá ríkti kreppa annars staðar í landinu. Hún kom m.a. niður á sjávarútvegsfyrirtækinu Kveldúlfi sem þetta ár fékk einhverja innspýtingu þrátt fyrir harðvítuga gagnrýni Einars Olgeirssonar og félaga. Þá kom m.a. framsóknarþingmaðurinn Eysteinn Jónsson Kveldúlfi til varnar. Einhverjir hafa haldið því fram að á þessum árum hafi skuldum Kveldúlfs verið velt yfir á herðar almennings í gegnum endurreisn Landsbankans (sjá t.d. hér).

Hér má svo benda á að Reykjavíkurborg keypti Korpúlfsstaði af Thor Jensen árið 1942 en þá var Bjarni Benediktsson (eldri) borgarstjóri (sjá hér). Sjávarútvegsfyrirtækið Kveldúlfur var hins vegar ekki gert upp fyrr en árið 1974 nokkrum árum eftir að það varð gjaldþrota. Þá leysti Landsbankinn það til sín sem eftir var að eigum félagsins. Á þeim tíma var Jónas H. Haralz bankastjóri bankans (sjá hér).

Stórir gerendur í utanríkissamskiptum og íslenskum efnahagsmálum

Læt ég þar með lokið stuttri samantekt um forsögu/bakgrunn og lög sem hafa alið af sér fleiri milliliði en ég reikna með að Hermann Jónasson hafi órað fyrir að lögin myndu geta af sér og hafa kostað bæði neytendur og bændur meiri auðævi en nokkur gat séð fyrir!

Mín niðurstaða í þessu er sú að flokkspólitíkin er almenningi dýrari en að hann fái við kostnaðinn ráðið. Reyndar er allt eins líklegt að önnur stjórnarform reyndust síst ódýrari. Hins vegar blasir það væntanlega við hverjum manni að þegar framleiðslu er ætlað að bera uppi launakostnað fjölda milliliða, sem hafa stillt sér upp á milli framleiðandans - í þessu tilviki: mjólkurbóndans - og neytendans, þá er hætt við að það sé ekki bara neytandinn sem líði fyrir heldur líka framleiðandinn og varan sem um ræðir. 

Ýtarefni:
Brot MS alvarlegt fyrir samfélagið allt
RUV 23. september 2014.
Mjólkurbúið Mjöll var risafyrirtæki
Skessuhorn 28. maí 2014.
Rakel Sigurgeirsdóttir. Til kvótastýrðs sjávarútvegs III (blogg) 26. janúar 2014
- Til kvótastýrðs sjávarútvegs II (blogg) 23. október 2013.
- Til kvótastýrðs sjávarútvegs I (blogg) 12. október 2013.
- Til kvótastýrðs landbúnaðar (blogg) 22. september 2013.
Ingi Freyr Vilhjálmssson Á allt of troðnum slóðum DV 20. nóvember 2012
Guðrún Pétursdóttir Um helmingaskipti og fyrirgefningu skulda Morgunblaðið 28. ágúst 2003


mbl.is MS greiði 370 milljónir í sekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignatilfærsluvopn fjármálaaflanna

Af viðbrögðum Más Guðmundssonar, sem var skipaður áfram í seðlabankastjóraembættið á dögunum, má ráða að fjármálöflin gleðjast yfir blessun EFTA-dómsstólsins yfir verðtryggingunni. Eins og áður hefur verið bent á hér er vart nokkrum blöðum um það að fletta að Már Guðmundsson var og er talsmaður fulltrúa einkabanka og hrægammasjóða.

Þetta kom m.a. fram í samtali hans við fréttastofu Bylgjunnar í hádeginu þar sem hann sagðist: „anda léttar nú enda hafi í álitinu verið eytt ákveðinni óvissu sem snúi að fjármálastöðugleika.“ (sjá hér). Má finnst sjálfssagt að gefa út skuldabréf með veði í þjóðinni til að mæta kröfum vegna Icesave og erlendra kröfuhafa í þrotabú gömlu bankanna.
Verðtryggingin þjónar hagsmunum fjármálaaflanna

Hins vegar er það útilokað að hans mati að koma á móts við meirihluta þjóðarinnar og bæta lífskjör þeirra með því að fella niður verðtrygginguna. Hann virðist þar af leiðandi algjörlega lokaður fyrir því að gefa út skuldabréf til að bjarga almenningi eins og Ólafur Margeirsson hefur lagt til. Ólafur bendir á:

[...] ríkissjóður og Seðlabanki Íslands geta skrifað niður eins margar krónur niður á blað og þeim lystir og búið þær til með því einu að stimpla nokkrar tölur inn í tölvu. Þetta var t.d. gert „í massavís“ árið 2008 þegar Seðlabankinn fékk aukið eigið fé „frá“ ríkissjóði upp á 270 milljarða í formi ríkisskuldabréfs (ríkissjóður fékk í staðinn ástarbréf bankanna). [...]

Hið sama yrði upp á teningnum ef ríkissjóður þyrfti að redda t.d. Íbúðalánasjóði út úr sínu gjaldþroti [...] vegna ólögmæti verðtryggingar. Ríkissjóður gæti að sama skapi búið til eins margar krónur og hann vildi ef það þyrfti t.d. að bjarga bankastofnunum frá eiginfjárvandræðum vegna ólögmæti verðtryggingar á neytendalánum.
(sjá hér)

Ólafur Margeirsson hélt því fram í tilvitnaðri grein „að það yrði blessun fyrir íslenskt efnahagslíf ef verðtrygging á neytendalánum yrði dæmd ólögleg“. Már Guðmundsson er of upptekinn af hagsmunum erlendra kröfuhafa til að koma auga á það.
Liðsmenn fjármálaaflanna verja hagsmuni þeirra með síauknum álögum á lamenning

Í ljósi þess hverjir skipuðu hann (sjá hér) og í ljósi þess að fulltrúar allra þingflokka þögðu (að Ögmundi Jónassyni einum undanskildum) má telja víst að allir fulltrúar kjósenda á Alþingi eru honum sammála varðandi það að hagsmunir fjármálaaflanna skuli alltaf njóta forgangs! Af því tilefni er við hæfi að draga þá ályktun: að aldrei hefur verið jafn dimmt yfir því að uppgjör við hrunið náist fram!


Nýfrjálshyggjan áfram við stýrið

Í tilefni þess að þetta er dagurinn sem Már Guðmundsson tekur formlega við embætti seðlabankastjóra ætla ég að leyfa mér að birta svokallaða glósu síðunnar: Lilju Mósesdóttur sem næsta seðlabankastjóra. Glósan er sú þriðja og síðasta í framhaldsskrifum umsjónarhóps síðunnar þar sem hver glósa er tileinkuð einum þeirra þriggja sem hæfisnefnd fjármála- og efnahagsráðherra mat hæfastan.

Glósuþættirnir standa undir þessum heitum:Talsmaður fjármagnsins, Talsmaður einkavæðingarinnar og Talsmaður fjármálaaflanna. Sú síðasttalda fjallar um fjármálafortíð Más Guðmundssonar og var birt á stuðningssíðu Lilju þ. 11. ágúst sl.

Talsmaður fjármálaaflanna

Þetta er þriðja og síðasta glósan sem byggir á glósunni: Þess vegna viljum við Lilju (http://on.fb.me/1kSuiTb) en hún inniheldur ágrip af forsögu þremenninganna sem hæfisnefnd fjármála- og efnahagsráðherra mat hæfasta til að gegna seðlabankastjórastöðunni. Skipunin fer fram 20. ágúst n.k. en það verður væntanlega tilkynnt í vikunni hver hefur orðið fyrir valinu.

Ef marka má umfjöllun fjölmiðla og annarra sem hafa gert sig gildandi í umræðunni um stjórnsýslulegar athafnir þá er ekki gert ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson fari út fyrir þann hóp sem að mati hæfisnefndarinnar þykja „mjög vel hæfir“ til að reka efnahagsstefnu landsins úr Seðlabankanum. Þeir eru reyndar alls ekki margir sem hafa tjáð sig ýtarlega um þessi efni; hvorki um umsækjendurna né út frá hvaða forsendum svo mikil þögn hefur ríkt um umsóknarferlið eins og raunin hefur orðið.

Hér hefur verið reynt að bæta nokkuð úr því sem upp á vantar í varðandi umfjöllun um þær efnahagsáherslur sem þeir: Friðrik Már Baldursson, Már Guðmundsson og Ragnar Árnason hafa staðið fyrir hingað til. Áður hefur verið fjallað um þá Friðrik Má, í glósu sem fékk heitið: Talsmaður fjármagnsins (http://on.fb.me/1pK79kB), og Ragnar en glósan þar sem fjallað er um forsögu hans nefnist: Talsmaður einkavæðingarinnar (http://on.fb.me/1ylnuOt). Loks er það Már Guðmundsson.

Már Guðmundsson

Tögl og haldir

Már Guðmundsson á sér langa forsögu þegar kemur að opinberum afskiptum af stjórn efnahagsmála hér á landi (http://bit.ly/1mBgiIg). Hann hóf feril sinn sem hagfræðingur hjá Seðlabankanum árið 1980 eða fyrir tæpum 35 árum. Þá var hann efnahagsráðgjafi ríkisstjórna sem Steingrímur Hermannsson fór fyrir á árunum 1988 til 1991. Í framhaldinu var hann forstöðumaður hagfræðisviðs Seðlabankans í þrjú ár og í beinu framhaldi aðalhagfræðingur bankans næstu tíu árin.

Á sama tíma og hann starfaði sem aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands gegndi hann ráðgjafastarfi á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í ríkjum Suður-Ameríku. Þetta var á árunum 1998-1999. Árið 2004 tók Már við starfi aðstoðarframkvæmdastjóra peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel (BIS) þar sem hann vann þegar hann var skipaður seðlabankastjóri hér fyrir fimm árum (http://bit.ly/1mBsJnu). Hann gegndi þó áfram ábyrgðarstörfum fyrir BIS fram til ársloka 2011 (http://bit.ly/1vwdENA).

Miðað við þennan feril kemur það e.t.v. ekki á óvart að Már Guðmundsson er höfundur þeirrar peningagengisstefnu sem hefur verið rekin hér á landi frá því í mars 2001 eða frá þeim tíma sem Geir H. Haarde sat í fyrsta sinn í stól fjármálaráðherra Sú stefna sem þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks tók upp undir forsæti Davíðs Oddssonar hefur gjarnan verið nefnd flotgengisstefna enda gengur hún út á svokallað fljótandi gengi en flotbúnaðurinn eru stýrivextir.

Höfundur núverandi peningastefnu

Á þeim tíma sem Már setti fram hugmyndir sínar um „sveigjanlegra gengi“ var hann aðalhagfræðingur Seðlabankans en jafnframt ráðgjafi í málefnum Suður-Ameríku hjá AGS. Hugmyndir sínar kynnti Már á ráðstefnu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um „efnahagsstefnu smárra opinna hagkerfa á tímum alþjóðavæðingar“. Þetta var sumarið 1999.

Í kynningu hans kom fram að hugmyndir hans gengju út á það að gera gengið mun sveigjanlegra og þar af leiðandi áttu að vera „minni líkur á þessum skyndilegu breytingum sem annað hvort frjálsar fjármagnshreyfingar eða veikleikar í okkar fjármálakerfi gætu kallað fram.“ (http://bit.ly/1vj3dNp).

Allar heimildir benda til að ákvörðunin um það að taka upp þá stefnu í peningamálum, sem Már Guðmundsson kynnti á framangreindri ráðstefnu, hafi borið frekar brátt að. Það er svo að skilja að ástæðan hafi einkum verið sú að gera fjárfestum það mögulegt að taka þátt í því sem hefur verið kallað: „frjálsir fjármagnsflutningar“ (http://bit.ly/1rgziio) án þess að landið gengi inn í sameiginlegt myntsamstarf sem var að verða til í Evrópu á þessum tíma (http://bit.ly/XVeQLE).

Það er vissluega gagnlegt að rifja upp markmiðin sem sett voru fram í sameiginlegri yfirlýsingu Seðlabankans og þáverandi ríkisstjórnar um þetta nýja fyrirkomulega við stjórn peningamála í landinu:

Með því að gera verðstöðugleika formlega að meginmarkmiði stjórnar peningamála er formfestur sá skilningur að meginverkefni Seðlabankans sé að stuðla að stöðugu verðlagi. Verðbólga er til langs tíma peningalegt fyrirbæri og því er rökrétt að endanlegt markmið peningastefnunnar sé stöðugt verðlag.

Með því að taka upp formlegt verðbólgumarkmið sem kjölfestu peningastefnunnar er stefnt að því að formfesta verðstöðugleika sem meginmarkmið peningastefnunnar. Markmið breytinganna er einnig að tryggja opnari og skilvirkari stjórn peningamála sem stuðla á að efnahagslegum langtímastöðugleika og aukinni hagsæld til frambúðar. (http://bit.ly/1ugDV0K)

Sjö árum síðar gekk í garð dýpsta efnahagskreppa „sem þjóðin hefur upplifað frá lokum seinna stríðs“ (http://bit.ly/1q4v5fW) í kjölfar bankahrunsins hér á landi. Fæstum blandast hugur um ábyrgð „verðstöðugleikahumyndar“ Más Guðmundssonar á því hvernig fór. Samt var hann valinn hæfastur af síðustu ríkisstjórn til að taka við stjórn Seðlabankans sem hann hefur byggt síðan á fallinni hugmyndafræði um stöðugleika, sem staðreyndir hafa sýnt fram á að ekki er hægt að skapa með þeim aðferðum, sem hann lagði til efnahagsstjórnunar landsins (http://bit.ly/1uERTXA) þegar hann var bæði aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og ráðgjafi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í máefnum Trinidad og Tobago á sama tíma.

Sérhagsmunirnir

Þar sem Már Guðmundsson hefur farið með æðstu stjórn efnahagsmála í landinu undangengin fimm ár er hæpið að það þurfi að draga það fram í mörgum orðum hvar hjarta hans slær. Það er a.m.k. hæpið að vefengja það að áherslur hans hafa miðað að því að þjóna hagsmunum erlendra kröfuhafa og öðrum sérhagsmunum gróðahyggju og fjármálaumsvifa. Þau síðastliðnu fimm ár sem hann hefur farið með seðlabankastjórastöðuna hefur hins vegar farið lítið fyrir því að hann hafi sýnt skilning á kjörum hins stóra hóps húsnæðiskaupenda sem hefur þurft að bera forsendubrestinn, sem varð að völdum bankahrunsins, af fullum þunga án áberandi hluttekningar af hans hálfu.

Af sömu ástæðu ætti það líka að vera óþarft að rekja dæmin nákvæmlega sem eru til marks um það, að Már Guðmundsson aðhyllist þá nýfrjálshyggjulegu hugmyndafræði, að það sé boðlegt að ganga á velferðarkerfið og lífskjör almennings í þeim tilgangi að þjóna sérhagsmunum fjármálaaflanna. Hér verða þó tilgreind tvö.

Björgunaráætlun Más Guðmundssonar

Í þriðja og síðasta þætti Icesave sýndi Már Guðmundsson að honum finnst eðlilegt að bankar komi skuldum sínum yfir á skattgreiðendur.

„Verði niðurstaðan já munu haftaafnám og lántökur ríkissjóðs ganga fram eins og áformað er. Ef Icesave-samningunum verður hafnað eru hins vegar vísbendingar um að stóru bandarísku matsfyrirtækin tvö ákveði að setja lánshæfismat ríkissjóðs niður í spákaupmennskuflokk. Þá verður þyngra fyrir fæti varðandi erlenda lántöku ríkissjóðs og framgangur áætlunar um afnám gjaldeyrishafta myndi af þeim sökum ganga hægar. (http://bit.ly/1pfo0g2)

Árið 2012 fór Már síðan í mál við Seðlabanka vegna eigin launamála (http://bit.ly/1kNbt3I). Tveimur árum síðar varð það uppvíst að hann lét bankann greiða málskostnaðinn. Kostnaðurinn nam alls 7,4 milljónum króna. Í umfjöllun Viðskiptablaðsins um málið frá því fyrr á þessu ári, þ.e. 11. mars, kemur fram að:

Már tapaði málinu í héraðsdómi. Hann sagði í samtali við RÚV um helgina að hann hefði aldrei áfrýjað málinu til Hæstaréttar nema ef ekki hefði legið fyrir að bankinn myndi greiða kostnaðinn við málareksturinn. Már tapaði málinu sömuleiðis í Hæstarétti. (http://bit.ly/1pZXu6S)

Svar við gjaldþroti nýfrjálshyggjunnar

Í ljósi þess sem hefur verið dregið fram hér og í undanförunum tveimur, þar sem fjallað var um forsögu Friðriks Más Baldurssonar og Ragnars Árnasonar, má vera ljóst að allir þrír aðhyllast sömu hugmyndafræði hvað stjórn efnahagsmála varðar. Þó einhver örlítill blæbrigðamunur kunni að vera á framsetningu þeirra og eða áhersluatriðum þá ætti að vera ljóst eftir þessa yfirferð að allir þrír setja hagsmuni fjármagns og eigenda þess ofar almannahagsmunum.

Eini umsækjandinn um seðlabankastjórastöðuna sem hefur sett fram heilstæðar lausnir á þeim efnahagsvanda, sem íslenskt samfélag á við að etja, er Lilja Mósesdóttir. Ábendingar hennar og varnaðarorð í sambandi við kreppudýpkandi efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, skuldaíþyngjandi afleiðingum Icesave, ógnvænlegan vöxt snjóhengjunnar og eðli og markmið hrægammasjóða hafa orðið að viðurkenndum staðreyndum. Þess vegna sætir það vissulega furðu að hún sé ekki meðal þeirra sem var a.m.k. metin jafnhæf framantöldum þremenningum.

Það er mat þeirra sem setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum vogunarsjóða og annarra kröfuhafa að það þjóni þeim, landinu og framtíðarkynslóðum best að skipa Lilju Mósesdóttur í stól seðlabankastjóra þar sem hún hefur ekki aðeins lagt fram „skapandi lausnir“ á snjóhengjuvandanum“ heldur kann hún að tjá sig þannig um efnahagsmál að það má bæði skilja það sem hún segir og treysta því að hún dregur ekkert undan.

Þá skal það undirstrikað að niðurstaðan er sú að það skiptir engu máli hvort nýfrjálshyggjusinnuð hugmyndafræðin, sem þeir Friðrik Már Baldursson, Már Guðmundsson og Ragnar Árnason standa fyrir, rekur upphaf sitt til hægri eða vinstri. Þegar mið er tekið af reynslunni af áherslum þeirra í efnahagsmálum er hins vegar farsælast og eðlilegast að hafna slíkum áherslum alfarið og snúa sér að lausnum þeirra vandamála sem þær hafa skapað.

Skiptigengisleiðin eða flotgengisstefnan

Í þeim efnum er það samfélagslega farsælast að fara þá leið sem Lilja Mósesdóttir hefur talað fyrir frá því fyrri hluta ársins 2011 sem gengur út á það að heildarhagsmunir eru settir í forgang með því að erlendum kröfuhöfum verður boðið að ganga að samningum um að fá kröfur sínar greiddar út að frádregnum þeim okurvöxtum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tryggði þeim með samþykki íslenskra stjórnvalda. Afgangurinn fer í uppbyggingu þeirra samfélagsþátta sem hafa staðið sveltir fyrir þær áherslur að láta fjármagn ganga fyrir fólki.
___________

Þess má að lokum geta að aðstandendur síðunnar: Lilju Mósesdóttur sem næsta seðlabankastjóra hafa tekið ákvörðun um að halda henni áfram undir óbreyttu nafni. Tilefnið er innihaldið í yfirlýsingu Más Guðmundssonar (sjá hér).  Jafnframt er fleirum boðið að læka síðuna og taka undir: „Við sem lækum viljum skora á stjórnvöld að fá Lilju til forystu við efnahagsstjórn landsins.“


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband