Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Stefnumót við stjórnvöld

Það hefur spurst út að lögreglan ætlar ekki að standa heiðursvörð við alþingishúsið við þingsetninguna 1. okt. n.k. Þetta veldur mörgum siðvilltum þingmanninum sakbitnum kvíðahnútum. Einhverra hluta vegna hefur Ólína Þorvarðardóttir verið sett í það hlutverk að miðla þessum titringi og biðla til björgunarsveitarmanna um að þeir taki hlutverkið að sér. Hún blandar líka hugtakinu virðingu fyrir sjálfri sér og öðrum, sem sitja með henni á þingi, við þessa furðulegu málaumleitan.

Ég velti því fyrir mér hvort þessi ódáðaverkahópur hafi alveg misst af því að nú þegar hefur stór hópur boðið sig fram til heiðursvarðar niður við alþingishúsið. Síðast þegar ég gáði (sjá hér) voru þeir komnir upp í rúm 3.000 sem ætla að taka þetta hlutverk að sér. Ég treysti þessum hópi til að sýna Ólínu Þorvarðardóttur og öllu hennar hyski tilhlýðilega virðingu

Það er virkilega dapurlegt að verða vitni af allri þeirri firringu sem virðist nær allsráðandi innan veggja Alþingis en það er ljóst af öllu þeirra látbragði að stjórnmálastéttin veit upp á sig skömmina. Grasrótin og ávextir hennar er sá jarðvegur sem eina von þessarar þjóðar liggur í. Einn blómlegasti ávöxturinn eru Hagsmunasamtök heimilanna sem hafa barist ötulega fyrir réttlæti til handa heimilunum í landinu.

Frá miðju sumri hafa þau staðið fyrir undirskriftarsöfnun undir eftirfarandi kröfu: 

Í nafni almannahagsmuna krefjumst við undirrituð almennra og réttlátra leiðréttinga á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnáms verðtryggingar.

Hafi stjórnvöld ekki orðið við þessari kröfu fyrir 1. janúar 2012 jafngildir undirskrift mín kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfugerðina. (sjá hér)

Það eru síðustu forvöð að skrifa undir en undirskriftarlistinn verður afhentur á morgun (þ.e. 1. okt). Viðburðurinn Samstaða Íslendinga var settur upp til stuðnings framtakinu. Fjölmargar hljómsveitir og tónlistarmenn munu koma fram. Þar á meðal Magnús Þór Sigmundsson ásamt Fjallabræðrum sem munu syngja meðfylgjandi lag þar sem þetta hljómar: „HVAR ER SKJALDBORGIN MÍN? HVAR ER HÚS MITT OG LÍF?“



Svo er það stefnuræða Jóhönnu Sigurðardóttur sem verður flutt 3. októrber Stefnuræða forsætisráðherraen af því tilefni munu TUNNURNAR koma saman aftur og minna á kröfur sínar sem í stuttu máli má segja að snúist um vantraust á alla sjórnmálastéttina sem hefur ekkert gert frá hruni nema staðfesta getuleysi sitt til annars en þjóna peningaöflunum á kostnað almennings. Settur hefur verið upp viðburður á Fésbók af þessu tilefni ásamt kröfulista sem má nálgast hér.

Að lokum er vert að taka það fram að ný Grasrótarmiðstöð verður tekin í notkun nú um mánaðarmótin. Hún er til húsa í Brautarholti 4. Ég hvet ykkur til að fylgjast með hér og kíkja við. Fyrsta tækifærið til þess verður upp úr hádeginu 1. okt. n.k.


mbl.is Óheiðarlegur og ósanngjarn rógburður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmönnum og ráðherrum boðið á borgarafund

Undirbúningshópur um borgarafundinn í kvöld bauð ríkisstjórn og stjórnarandstöðu á fundinn með þessu bréfi:

Ég geri ráð fyrir því að þú sem þingmaður áttir þig á því að þessi spurning skiptir máli og þiggir boð á borgarafund um þetta efni. Það er undirbúningshópurinn sem stendur að þessum fundi sem býður. Fundurinn verður haldinn í Háskólabíói nú í kvöld og hefst klukkan 20:00 og er áætlað að honum ljúki klukkan 22:00. Að fundinum standa, auk Sturlu Jónssonar, einstaklingar sem stóðu að skipulagningu reglulegra borgarafunda bæði á Akureyri og Reykjavík í kjölfar bankahrunsins haustið 2008.

Framsögur flytja Sturla Jónsson, fyrrverandi vörubílstjóri, Jóhannes Björn, höfundur bókarinnar Falið vald, Björn Þorri Viktorsson hæstaréttarlögmaður og Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR. Þessir munu líka sitja í pallborði ásamt Bergþóru Sigmundsdóttur, deildarstjóra Þinglýsinga- og skráningadeildar Sýslumannsins í Reykjavík.

Sturla mun útskýra sinn skilning á þinglýsingalögunum http://www.althingi.is/lagas/132b/1978039.html og lög um samningsveð: http://www.althingi.is/lagas/135a/1997075.html Jóhannes Björn veltir fyrir sér hvernig hagnaður bankanna hefur orðið til. Björn Þorri Viktorsson mun segja frá sínum skilningi á framangreindum lögum út frá lögfræðilegri sérþekkingu og Ragnar Þór Ingólfsson lokar framsögunum með umfjöllun um lánskjarabaráttuna.
 
Að loknum framsögum verður orðið gefið laust og þá gefst fundargestum tækifæri til að spyrja pallborðið spurninga eða koma með athugasemdir.

Draumur skipuleggjenda þessa fundar var að skapa breiðan umræðuvettvang á borgarafundi um ofangreind atriði. Þín mæting myndi svo sannarlega styrkja það að sá draumur verði að veruleika.

Fyrir hönd undirbúningshóps að borgarafundum um lög sem varða neytendalán,

Rakel Sigurgeirsdóttir.


Vetur vaxandi viðspyrnu

Þegar allt snýr á haus, þegar græðgin er leiðarljósið, þegar forgangsröðunin hossar hrunelítunni, þegar réttlætið er blindað af siðvillunni, þá er ekki nema von að það hrikti í stoðum samfélagsins. Sú vaxandi óánægja sem breiðir úr sér meðal almennings kemur varla nokkrum meðvituðum einstaklingi á óvart en hún kemur fram á mörgum sviðum.

Nú með haustinu hafa margir þeirra sem komu saman haustið 2008 orðið meðvitaðri um að okkur miðar ekkert áleiðis nema með þrotlausri vinnu. Það hyllir loksins undir það að sú grasrót sem kom fram á þessum tíma komist í varanlegt húsnæði. (sjá hér) Fyrsti fundur í borgarafundarröð um neytendalánalögin verður haldinn n.k. mánudagskvöld. Svo er þingsetningin framundan og stefnuræða forsætisráðherra.

Viðburður hefur verið settur upp vegna þingsetningarinnar 1. október (sjá hér) en þann dag munu Hagsmunasamtök heimilanna afhenda undirskriftir við eftirfarandi áskorun samtakanna til stjórnvalda: 

Í nafni almannahagsmuna krefjumst við undirrituð almennra og réttlátra leiðréttinga á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnáms verðtryggingar.

Hafi stjórnvöld ekki orðið við þessari kröfu fyrir 1. janúar 2012 jafngildir undirskrift mín kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfugerðina. 

 Þegar hafa safnast rúmlega 30.000 undirskriftir en ég leyfi mér að lýsa eftir hinum 70.000 sem hafa enn ekki sett nafn sitt undir þessa áskorun. Það má bæta úr þessu hér. Þeir sem eiga aðstandendur sem ekki hafa aðgang að tölvum eru sérstaklega hvattir til að kynna þeim þessa undirskriftarsöfnun og bjóða þeim að setja nafn sitt á listann.

Svo er það borgarafundurinn (viðburður inni á Facebook) en hér að neðan er auglýsing um hann en áhangandi við þessa færslu eru tvö pdf-skjöl. Annað sem er plakat sem má prenta út og hengja upp og svo dreifildi til fjölföldunar og dreifingar í póstkassa eða hvar sem næst til fólks.

Borgarafundur 26. september 2011


mbl.is Mikil reiði í lögreglumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Meðvituð afneitun

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að sumarþing var sett í gær. Fréttir þaðan voru líka fyrirferðarmiklar í allflestum miðlum þó lítið sem ekkert hafi verið gert af því að benda á þá hróplegu staðreynd að hér er allt við það sama. Kyrrstaðan og afneitunin er æpandi en allir stærstu fjölmiðlarnir þykast ekkert sjá. Á vellinum fyrir framan Alþingishúsið birtist þó samfélagsleg meðvitund í formi táknræns gjörnings sem vakti verðskuldaða athygli allra hugsandi einstaklinga.
Grafreitur svikinna loforðaInnan úr þinginu bárust spurnir af því að sumir þingmenn þóttust ekkert skilja fyrir hvað þessi gjörningur stæði en giskuðu helst á að þetta væri eitthvert uppátæki nemenda Kvikmyndaháskólans. Slík rörsýn og afneitun vakti furðu fleiri en mín og hafði einn það á orði að þessi tilgáta svo og fleira sem frá stjórnarheimilinu hefur komið beri meðvitaðri afneitun innanbúðarmanna gleggst vitni.

Mikill meiri hluti stærstu fjölmiðlanna opinberuðu slíka afneitun líka skýrt og greinilega með því að fjalla annaðhvort ekki um þennan myndræna og táknræna gjörning eða gæta þess að setja hann í ekkert samhengi við raunverulegar aðstæður úti í samfélaginu sem full ástæða er til að fái ýtarlega umfjöllun. ruv.is og pressan.is eru þeir miðlar sem sýndu einhverja viðleitni (Sjá fréttir á ruv.is: hér hér og hér  og á pressan.is: hér. Það skal tekið fram að einhverra hluta vegna er fjöldi krossanna lækkaður um helming á pressan.is) 

Fyrir þá sem eru haldnir sama skilningsleysi og umræddir má kannski gera tilraun til að varpa örlitlu ljósi á merkingu þessa gjörnings með samanburðarmynd. Sú er valin vegna textans sem ætti að gera það að verkum að ekkert fer á milli mála.
FórnarkostnaðurinnFyrir þá sem af einhverjum ástæðum hafa misst af þessum gjörningi þá fylgja hér fleiri myndir sem voru teknar niður á Austurvelli í gærmorgun. Ljósmyndarnir sem tóku þær heita: Halldór Grétar Gunnarsson, Indriði Helgason og Kristján Jóhann Matthíasson. Þessa myndaröð nefni ég Minningargrafreit um fórnarkostnaðinn:

Minningargrafreitur um fórnarkostnaðinn
Minningargrafreitur um fórnarkostnaðinn
 Minningargrafreitur um fórnarkostnaðinn Minningargrafreitur um fórnarkostnaðinn
 Minningargrafreitur um fórnarkostnaðinn Minningargrafreitur um fórnarkostnaðinn

mbl.is Fagnar kínverskum fjárfestingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband