Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég hef veriđ titluđ gribba, kvenremba og kommúnisti en tek ţessum titlum sem hrósi ţví ég túlka ţá sem viđurkenningu á ţví ađ ég er ákveđin kona međ ríka réttlćtiskennd Fyrir ţá sem vilja vita meira flygir hér örstutt ćvi- og ferilskrá.


Ćttir mínar liggja ađallega til Vestfjarđa. Pabbi fćddist ţar og ólst upp en mamma, sem er hálfur Barđstrendingur og hálfur Skagfirđingur, ólst upp í Reykjavík. Ţau kynntust á Hvanneyri ţar sem ég varđ til.


Ég fćddist á Blönduósi en fyrstu 10 mánuđi ćvi minnar var ég í fóstri hjá móđurömmu minni og eiginmanni hennar sem bjuggu í Mjóanesi viđ Ţingvallavatn. Ţá hófu foreldrar mínir sambúđ sem ţau byrjuđu á Reykhólum á Barđaströnd en fluttu svo ađ Saltvík á Kjalarnesi. Ţegar ég var fimm ára flutti ég og fjölskyldan í Eyjafjörđinn. 


Nćstu tíu árin voru foreldrar mínir bćndur á ţremur bćjum í og viđ Eyjafjörđinn en ţegar ég var fimmtán ára flutti fjölskyldan til Akureyrar. Ţar hef ég búiđ lengst af síđan. Lauk samrćmdum prófum frá Gagnfrćđaskóla Akureyrar voriđ 1977 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum ţar voriđ 1984.


Sex árum síđar, og ţá tveimur dćtrum ríkari, settist ég enn á skólabekk og ţá viđ Háskóla Íslands. Á međan á námi mínu stóđ bjuggum viđ á Hjónagörđum í Reykjavík. Voriđ 1995 lauk ég skólagöngu minni ţar, í bili a.m.k., međ ţrjár prófgráđur af fjórum mismunandi sviđum.


Ég hef lengst af starfađ sem íslenskukennari viđ Verkmenntaskólann á Akureyri. Á međan ég bjó á Akureyri var ég líka stundakennari viđ Háskólann ţar. Kenndi ađallega ritun tímaritsgreina. Fram til síđasta árs gegndi ég nokkrum launuđum og ólaunuđum trúnađarstörfum fyrir hönd bćđi kennara hjá VMA og Félags framhaldsskólakennara. Í dag starfa ég sem verktaki viđ íslenskukennslu.


Frá haustinu 2008 fram til alţingiskosninganna voriđ 2013 tók ég virkan ţátt í ýmsu viđspyrnustarfi. Fyrst á Akureyri međ ţátttöku í laugardagsmótmćlum og skipulagi og utanumhaldi reglulegra borgarafunda sem haldnir voru ţar. Ég var virkur ţátttakandi í skipulagi borgarafundanna frá upphafi árs 2009 og fram til vorsins 2010. Eftir ađ ég flutti til Reykjavíkur kennir ýmissa grasa. Ţar má nefna skipulag og hudmyndavinnu í kringum fyrstu tunnumótmćlin haustiđ 2010, Samstađa ţjóđar gegn Icesave fyrri hluta ársins 2011, laugardagsfundi í Grasrótarmiđstöđinni og borgarafundi um verđtryggđ lán í Háskólabíói.


Bein afskipti af pólitík eru óveruleg en voriđ 2009 var ég í fimmta sćti á lista Borgarahreyfingarinnar í Norđurlandskjördćmi eystra. Ég var međal ţeirra sem gekk út međ ţingmönnunum haustiđ eftir og var í stjórn Hreyfingarinnr fram til haustins 2011 ađ ég sagđi mig frá henni.


12. mars 2012 var ég kjörin formađur SAMSTÖĐU-Reykjavík á stofnfundi ađildarfélags SAMSTÖĐU flokks lýđrćđis og velferđar. Ţađ tókst ekki ađ byggja ţann flokk upp eins og til stóđ og ţví var ákveđiđ á landsfundi 9. febrúar 2013 ađ hann drćgi sig út úr fyrirhuguđum alţingiskosningum. Á ţessum sama landsfundi var ég kjörin varaformađur flokksins en starfssemi hans hefur ađ mestu legiđ niđri síđan.

Ábyrgđarmađur skv. Ţjóđskrá: Rakel Sigurgeirsdóttir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband