Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Ræður af síðasta borgarafundi

Fyrir þá sem komust ekki á borgarfundinn: Er verðtryggingin að kæfa heimilin? sem haldinn var í Háslólabíói mánduaginn 23. janúar sl, er ábyggilega ánægjulegt að vita að nú er hægt að nálgast ræðurnar inni á You Tube. Þetta eru reyndar bara tvær af fjórum en hinar tvær eru væntanlegar þangað fljótlega.

Fundurinn var tvískiptur en fyrst voru tvær reynslusögur fluttar og svo opnað á umræður en klukkutíma síðar voru aðrar tvær þar sem verðtryggingin var skoðuð sérstaklega auk þess sem hugað var að lausnum.

Þau sem sögðu reynslusögur voru Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkíktekt og Karl Sigfússon, verkfræðingur og millistéttarauli. Hér er ræða Karls:

Hér er svo ræða Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur:

Að lokum má svo benda á umfjöllun Lóu Pind Aldísardóttur um verðtrygginguna í innslagi hennar í Ísland í dag frá því í gærkvöldi en þar er m.a. brot úr ræðu Karls Sigfússonar auk þess sem rætt er við Marinó G. Njálsson og Andreu J. Ólafsdóttur, formann Hagsmunasamtaka heimilanna, en þau voru gestir borgarfundarins. Marinó var með framsögu og tók síðan síðan sæti í pallborði ásamt Andreu og fleirum.


Gróandinn í grasrótinni

Grarótarmiðstöðin

Grasrótarstarfið hefur farið af stað með líflegasta móti þetta árið og nú er hægt að fylgjast með á nýrri heimsíðu Grasrótarmiðstöðvarinnar. Vefslóðin er: grasrotarmidstodin.is

DebtocracyAnnað kvöld, nánar tiltekið föstudagskvöldið 27. janúar, verður heimildamyndin: Debtocracy sýnd í Grasrótarmiðstöðinni og hefst sýning myndarinnar kl 20:00. Það eru Gagnauga, Attac og Hreyfingin sem bjóða upp á sýningu þessarar myndar.

Myndin sem er eftir Katerina Kitidi og Aris Hatzistefano er frá árinu 2011 og fjallar um skuldavanda Grikklands og leiðir til að glíma við hann. Þessar leiðir eru þó ekki þær sem þarlend stjórnvöld hafa farið.

Það má lesa sér nánar til um myndina víða á Netinu, t.d. hér, en viðburður hefur verið stofnaður á Facebook í tilefni af sýningu hennar í Grasrótarmiðstöðinni. Fyrir þá sem komu á sýningu myndarinnar Thrive má geta þess að það er búið að gera við ofnakerfið í húsinu.

Andrea ÓlafsÁ laugardaginn verður svo fræðslufundur þar sem Andrea Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, ætlar að segja frá undirskriftarsöfnun heimilanna fyrir leiðréttingu lána og afnámi verð- tryggingarinnar. Í erindi sínu segir hún frá ástæðum þess að henni var hrundið af stað og stiklar síðan á stóru í því sem fram hefur farið frá upphafi til dagsins í dag. Viðburður hefur verið stofnaður á Facebook þar sem þessi fundur er auglýstur.

Fundurinn verður haldinn undir yfirskriftinni: Verðtryggður lánavandi og er sjálfstætt framhald borgarafundarins sem haldinn var í Háskólabíói síðastliðið mánudagskvöld. Mikið hefur mætt á félagsmönnum Hagsmunasamtaka heimilanna að undanförnu enda fáir, ef nokkrir, lagt sig jafnmikið fram í baráttunni fyrir heildarhagsmunum heimilanna í landinu.

Heimildamyndasýningar og fræðslufundir á laugardögum eru uppákomur sem eru vonandi komnar til að vera en síðasta laugardag voru það félagar úr Öldu: Félagi um sjálfbærni og lýðræði sem héldu stutt erindi um félagið og tillögur þess um stofnun og starfsemi lýðræðislegs stjórnmálaflokks.

Sá fundur var tekinn upp og stendur til að halda því áfram og setja upptökurnar á heimsíðu Grasrótarmiðstöðvarinnar. Vonandi verður af því fljótlega en hér er upptaka af kynningu Kristins Más Ársælssonar á Lýðræðisfélaginu Öldu:


Borgarafundur: Er verðtryggingin að kæfa heimilin?

Á meðan þingheimur snýst í kringum naflann á sjálfum sér eins og sjálfhverfur táningur, sannfærður um skjólið af peningavörðum forréttindum og blindaður af kastljósi fjölmiðla og þeirrar ímyndunar að frægðin sé viðurkenning fyrir farsæl störf. Á meðan þjóðin býr í sambýli við handónýtt þjóðþing getur hún engum treyst nema sjálfri sér.

Það rennur upp fyrir stöðugt fleirum að það er ekki bara „óreglufólk“ sem missir vinnuna, verður gjaldþrota, tapar eigum sínum og flytur úr landi. Það er fólk á öllum aldri, af báðum kynjum, af öllum menntunarstigum og úr vel flestum atvinnugreinum sem stendur frammi fyrir því að hafa glatað öllu sem það hefur lagt líf sitt í eða horfa fram á það að missa það allt út úr höndunum.

Þeir sem eru enn skráðir eigendur þaksins sem þeir búa undir berjast og berjast við að standa undir síbreytilegri skuldabyrði en vita innst inni að þeir gætu orðið næstir á götuna. Þeir sem hafa tapað öllu flytja margir úr landi. Aðallega ungt fólk en slíkur raunveruleiki kemur fljótt tilfinnanlega niður á fámennri þjóð.

Þegar horft er til fortíðar og nútíðar er ljóst að sjálfhverfum þingheimi er á engan hátt treystandi. Fulltrúunum, sem þjóðin hefur viljað trúa að starfi að almannahagsmunum, stendur langflestum hjartanlega á sama um annað en sérhagsmuni eigna og valda. Slíkt er ekki ásættanleg staða og þess vegna ekkert í boði nema almenningur taki sig saman og komi vilja sínum á framfæri við valdið með áhrifaríkari ráðum en kosningum þingfulltrúa á fjögurra ára fresti.

Skuldafangelsi heimilanna

Borgarafundir eru kjörin leið til að mynda þrýsting, setja fram skoðanir og skapa umræður um þau mál sem brenna á þjóðinni. Annað kvöld verður borgarafundur haldinn í Háskólabíói þar sem staða lánþega verður í brennidepli. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur í tvo tíma. Auk reynslusagna verður farið í það hvernig verðtryggingin virkar og bent á lausnir.

Fundurinn er sjálfstætt framhald fjölmenns fundar sem haldinn var á sama stað síðastliðið haust. Sá fundur bar yfirskriftina: Er lögmætur eigandi skuldarinnar að rukka þig? Á bak við undirbúning hans voru nokkrir félagar sem stóðu fyrir borgarafundunum í Reykjavík og á Akureyri frá haustinu 2008 til vorsins 2010. Nú hafa fleiri bæst í hópinn enda fundurinn með nokkru öðru sniði en sá í haust.

Framsögumenn eru allt þekktir bloggara og/eða greinahöfundar sem hafa látið málefni lánþega til sín taka. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt, skrifaði þó nokkrar greinar á visir.is síðastliðið sumar (Sjá t.d. hér). Karl Sigfússon, verkfræðingur, skrifaði greinina: „Ég er kúgaður millistéttarauli“ sem vakti gríðarlega athygli. Þessi segja sögu sína á fundinum en setjast þá í pallborð með Sverri Bollasyni, skipulagsverkfræðingi, sem er meðal þeirra sem standa á bak við Fésbókarsíðuna: „Skuldabyrði ungs fólks“.

Áherslan á seinni hluta fundarins beinist að lausnum og því hvernig verðtryggingin virkar. Framsögumenn í þeim hluta eru: Marinó G. Njálsson, ráðgjafi, sem er vel þekktur fyrir skelegg og skýr bloggskrif um málefni lánþega gagnvart bönkunum. Guðbjörn Jónsson, fyrrverandi ráðgjafi, er ekki síður skeleggur bloggari en hann hefur líka gert fræðslumyndband í þremur hlutum um verðtrygginguna sem er aðgengilegt inni á You Tube. (Fyrsti hlutinn er hér)

Með þessum tveimur í pallborði verða: Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, sem allir ættu að þekkja af einarði baráttu í þágu heimilanna í landinu og Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR, sem er sennilega best þekktur fyrir að ylja stjórnarmönnum lífeyrissjóðanna undir uggum með beinskeyttum bloggskrifum.

Fundarstjóri er Rakel Sigurgeirsdóttir en Eiríkur S. Svavarsson stýrir pallborðsumræðum.

Fésbókarviðburður hefur verið stofnaður til að vekja athygli á þessum fundi. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 300 manns boðað komu sína. Þess má svo geta að þingmönnum hefur verið sent boð á fundinn og hafa sex þeirra látið vita að þeir ætli sér að mæta.


mbl.is Titringur og erfiðleikar á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðið er meðalið

Þar sem ég er alltaf af og til að gagnrýna fjármálavaldsstýrðu fjölmiðlana fyrir það hvað þeir sinna grasrótarstarfinu og/eða viðspyrnustarfinu illa finnst mér að ég verði að vekja athygli á þessari gleðilegu undantekningu. Það var nefnilega haldinn fundur í Grasrótarmiðstöðinni í gær þar sem fulltrúar Öldu: Félags um sjálfbærni og lýðræði kynnti tillögur sínar að því hvernig skuli standa að og starfrækja lýðræðislegan stjórnmálaflokk.

Fréttatilkynning um fundinn var send á alla fjölmiðla. Svipan birti hana, Kristinn Már Ársælsson og Helga Kjartansdóttir voru í morgunútvarpi Útvarps Sögu sl. fimmtudagsmorgun (eða 19. janúar. Það eru liðnar u.þ.b. 30 mínútur af upptökunni þegar viðtalið við þau byrjar). Kristinn Már Ársælsson var svo Í Bítinu á Bylgjunni sl. föstudagsmorgun (20. janúar) og svo birti mbl.is þetta fína viðtal, sem þessi bloggfærsla er tengd við, við Kristin Má í gærmorgun.

Það má kynna sér hugmyndir Öldu um stofnun og innra starf lýðræðislegs stjórnmálaflokk hér. Fundurinn tókst í aðalatriðum vel þó það hafi vissulega valdið einhverjum vonbrigðum að þeir stjórnmálamenn, sem skv. fréttum eru að vinna að stofnun stjórnmálaflokka, hafi ekki látið sjá sig. Það var þó enginn skortur á fjörugum og áhugaverðum umræðum. Lokaniðurstöðu þeirra má segja að Kristinn Már Ársælsson hafi dregið saman í þessu innleggi sem hann birti á Fésbókarsíðu sinni eftir fundinn:

Þegar borin eru saman kerfi þarf að bera saman árangur (væntan árangur) þeirra við að ná tilteknum markmiðum. Það er hreinlega rangt að hafna öllum tillögum að nýjum kerfum með því að benda á hugsanlegan galla í kerfinu. Það eru gallar á öllum mannlegum kerfum. Og engir smá gallar á því sem við búum við.

Hér er svo að lokum mynd frá fundinum sem sýnir hluta fundargesta:

lyddi.jpg


mbl.is Kynna tillögur um stofnun stjórnmálaflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðið er lykillinn

Alda: Félag um sjálfbærni og lýðræði er eitt af þeim grasrótarfélögum sem koma að rekstri Grasróarmiðstöðvarinnar sem var opnuð í Brautarholti 4 síðastliðið haust. Næst komandi laugardag, sem er 21. janúar, munu fulltrúar Öldu kynna tillögur sínar um það hvernig skyldi standa að stofnun og skipulagi lýðræðislegs stjórnmálaflokks. Fundurinn byrjar kl 13:00 og stendur í tvo tíma.

Það er von þeirra sem að fundinum standa að þeir sem hafa í hyggju að taka þátt í stofnun nýrra framboða fyrir næstu kosningar fjölmenni á fundinn og kynni sér þessar tillögur sem félagar í Öldu hafa sett saman. (Sjá hér)

um_gildin_lydraedi.jpg
Stofnaður hefur verið viðburður inni á Facebook til að vekja athygli á fundinum. Þar segir m.a: „Í því pólitíska umróti sem nú blasir við í stjórnmálunum er ljóst að margir hafa misst trúna á það að þeir geti haft raunveruleg áhrif. Einhverjir kenna fjórflokknum um og telja það fyrsta skrefið til alvöru lýðræðis að stofna nýjan flokk.

En vantar ekki nýja aðferð til að stofna slíkan flokk? Og þarf ekki líka nýja hugmyndafræði varðandi valddreifingu innan hans til að tryggja öllum hópum samfélagsins rödd?

Alda: Félag um sjálfbærni og lýðræði hefur unnið tillögur að því hvernig skipulag stjórnmálaflokks í anda alvöru lýðræðis geti litið út. Tillögur Öldu hafa það að markmiði að búa til skipulag sem hentar stjórmálaflokki fyrir almenning þar sem valdi er dreift og styrkur fjöldans er nýttur til fullnustu.“


mbl.is Ríkisstjórnin standi við loforð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband