Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Þingmenn í óþurft þjóðarhagsmuna

Þeir sem fylgjast með þessu bloggi blandast vart hugur um það hver afstaða mín til kostaðra þingmanna er. Í mínum huga er engin spurning um að þeir verða að víkja skilyrðislaust! En þeir ætla heldur betur að þrjóskast við. Sannast sagna finnst mér viðbrögð þeirra vera til enn frekari vitnis um sekt þeirra og vanhæfni.

Þeir eru ekki aðeins sjálfum sér til skammar með gelgjulegum yfirgangi sínum og afneitun heldur setja þeir Alþingi okkar Íslendinga niður með háttalagi sínu. Þeir vanvirða ekki aðeins íslenska kjósendur heldur halda þeir öllu þjóðfélaginu í gíslingu með siðvilltu framferði sínu.

Alþingi nýtur ekki trausts á meðan myrkur siðblindu þeirra, sem eru grunaðir, hvílir yfir störfum þess. Ég leyfi mér líka að efast um að þingið sé almennilega starfhæft með þá innanborðs vegna þess skugga sem áframhaldandi vera grunaðra ráðherra og þingmanna hlýtur að varpa á hina og þar með öll störf þingsins.

Það er aðeins einn hinna grunuðu sem ég hef séð að gefur það a.m.k. í skyn að hann hafi velt því fyrir sér hvort hann er „að gera gagn“ með veru sinni inni á þingi. Hann tekur það reyndar ekki fram hvort upplýsingarnar um „styrk“ sem Landsbankinn veitti honum, sem segir af í 8. bindi Rannsóknarskýrslunnar, hafi einhver áhrif á þessar vangaveltur hans. (Eftirfarandi er tekið úr Fréttablaðinu en tilsvarið sem ég vísa til er litað með gulum áherslupenna)Þau þáðu „styrki“ Ég hef áður birt töflur yfir þá þingmenn sem samkvæmt gögnum hafa þegið „styrki“ frá Landsbanka og Kaupþingi og/eða ættu að víkja vegna annars konar fríðinda sem þeir þáðu af gerendum bankahrunsins. Sjá hér og hér. Þrír þeirra sem þar er getið hafa þegar vikið þingsæti en einn þeirra varamanna sem tóku sæti í kjölfarið er ekki síður vanhæfur á sömu forsendum og þeir sem tóku sér tímabundið orlof

Sigurður Kári Kristjánsson sem kom inn á þing í fjarveru Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur er líka kostaður þingmaður eins og Þorgerður Katrín þó hann hafi ekki verið jafndýr. Hér að neðan er tafla til upprifjunnar því um hvaða þingmenn er að ræða og hve dýrt þeir seldu sig. Tölurnar eru byggðar á þeim upplýsingum sem koma fram í töflum 4 og 6 í 8. bindi Rannsóknarskýrslunnar.

 Nafn KaupþingLandsbanki
 Samtals
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
  3.500.0003.500.000
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
 1.500.000 2.500.0003.000.000
Guðlaugur Þór Þórðarson
 1.000.000 1.500.0002.500.000
Kristján L. Möller
 1.000.000 1.500.0002.500.000
Össur Skarphéðinsson
  1.500.0001.500.000
Björgvin G. Sigurðsson
    100.000
 1.000.0001.100.000
Guðbjartur Hannesson
  1.000.0001.000.000
Helgi Hjörvar
    400.000    400.000   800.000
Sigurður Kári Kristjánsson
     750.000
   750.000
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
    250.000    300.000
   550.000
Ragnheiður Elín Árnadóttir
    250.000    300.000   550.000
Árni Páll Árnason
     300.000   300.000
Jóhanna Sigurðardóttir
     200.000   200.000
Katrín Júlíusdóttir
     200.000   200.000
Valgerður Bjarnadóttir
     200.000
   200.000

Ég vek athygli á því að undir nöfnum þingmannanna hér að ofan eru tenglar inn á æviágrip þeirra inni á vef Alþingis. Ástæðan fyrir því að enginn slíkur tengill er undir nafni Sigurðar Kára er sú að af einhverjum ástæðum hefur listinn yfir þingmenn ekki verið uppfærður þrátt fyrir það að þrír þeirra grunuðu hafa vikið og þrír nýir tekið þeirra sæti. Kann að vera að ástæðan sé sú að þeir sem viku sögust eingöngu ætla að taka sér tímabundið orlof frá þingstörfum.

Þeir ætla e.t.v. að bíða þess að stormurinn í kjölfar Rannsóknarskýrslunnar lægi. En ætlum við að sætta okkur við það? Örfáir eitilharðir kjósendur hafa fylgt kröfunni um afsögn framantaldra eftir. Það hefur kostað oft og tíðum ótrúleg viðbrögð þar sem útlit er fyrir að ákveðin hagsmunaklíka hafi risið upp kostuðu þingmönnunum sínum til varnar.

Það eru einkum stuðningsmenn Steinunnar Valdísar, svo og hún sjálf, sem hafa staðið að baki þeirri óvægnu varnarbaráttu siðvillunnar. Þessir hafa jafnvel gengið svo langt að tala um mannréttindabrot þeirra sem vilja minna þingmenn á siðferðislegar skyldur sínar gagnvart íslensku þjóðinni. Þetta er auðvitað ekkert annað en að snúa sannleikanum á hvolf því það er miklu frekar mannréttindabrot að bjóða þjóðinni upp á að grunaðir sitji áfram á þingi.
Aðalheiður Ámundadóttir
Aðalheiður Ámundadóttir, sem stundar meistaranám við Háskólann á Akureyri,  skrifar ágætan pistil um þetta efni sem var birtur á vef Smugunnar í gær. (Sjá hér) Í pistli sínum bendir hún á misbeitingu ofangreindra á hugtakinu mannréttindi og útskýrir hvað það felur í sér út frá lagalegri skilgreiningu: „Mannréttindi eru ætluð til að vernda hinn almenna borgara gagnvart ríkisvaldinu en ekki öfugt. Hinn almenni borgari getur ekki framið mannréttindabrot, hann er ekki í stöðu til þess.“ Síðar bætir hún við:

Hinn almenni borgari þarf að virða hin almennu lög. Stjórnarskrár hafa hins vegar þann tilgang að ákvarða stjórn landsins og setja valdhöfunum skorður. Og hvers vegna skyldu nú mannréttindin vera tryggð í stjórnarskrá frekar en með almennum lögum? Jú vegna þess að það er valdhafana að virða mannréttindin.

Það er ekki bara dapurlegt að horfa upp á grunaða þingmenn haga sér eins og óstöðuga unglinga sem eru svo sjálflægir að þeir verjast allri gagnrýni með yfirgangi og misbeitingu tungumálsins. Það er skuggalegt að hugsa til þess að örlög okkar séu undir þeim komið sem hafa ekki nægilegan siðgæðisþroska til að viðurkenna mistök sín og horfast í augu við afleiðingar þeirra.

Það er ekki nóg að segjast hafa samvisku og vilja vel. Í heimi þeirra sem hafa þroskast upp úr rokgjarnri dramatík gelgjuáranna þá eru það fyrst og fremst verkin sem dæma menn.

Það getur vissulega verið virkilega gaman að unglingum. Maður getur m.a.s. hlegið að dramaþáttunum sem þeir setja upp við óútreiknanlegar aðstæður. Stundum a.m.k. En það er ekkert fyndið við það þegar fullorðið fólk notar þessa stjórnunartaktík. Síst af öllu þegar viðkomandi er meðal æðstu stjórnenda landsins.

Það er reyndar stórhættulegt! Við verðum að hætta þessari meðvirkni og losa þjóðfélagið úr þeirri gíslingu sem dramadrottningarnar og -prinsarnir halda samfélaginu í. Þau ógna trúverðugleika Alþingis okkar Íslendinga með því að neita að víkja sæti á meðan mál þeirra sem koma fram í Rannsóknarskýrslunni eru rannsökuð til hlítar.

Áframhaldandi vera þeirra er lífshættuleg fyrir samfélagið og því í raun mannréttindabrot gagnvart íslensku þjóðinni að ráðherrar og þingmenn, sem voru kostaðir af gerendum hrunsins, skuli sitja í stjórn landsins.


mbl.is Óþægilegt fyrir Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Af hverju ertu svona reiður, Jón?“

Einhvern daginn mun ég setjast niður og skrifa pistil þar sem ég dreg saman mína upplifun af því að standa að borgarafundum hér á Akureyri sl. eina og hálfa árið. Þar mun ég velta fyrir mér borgarafundarforminu og líklegum árangri þess. Ég vona að ég geti látið verða af þessu fljótlega en það verður ekki í þessari færslu.

Tilefni þessara skrifa er það að ég rakst á greinarkornið hér að neðan en það er skrifað í kjölfar síðasta borgarfundar. Þessi fundur var jafnframt síðasti borgarafundur vetrarins en þar sátu oddvitar framboðanna sem bjóða fram til bæjarstjórnarkosninga hér á Akureyri í pallborði. Fyrst svöruðu þeir spurningum frá spyrlum sem sáu hver um einn málaflokk. Meðal þeirra var miðbæjarskipulagið hér.

Í kjölfarið fengu áheyrendur svo tækifæri til að spyrja oddvitana um þau málefni sem þeim fannst brýnast að fá svör við. Jón Hjaltason, sagnfræðingur, var fyrsti áheyrandinn sem varpaði fram spurningum. Önnur þeirra sneri að miðbæjarskipulaginu. Í framhaldi af viðbrögðunum sem hann fékk á fundinum skrifaði hann eftirfarandi grein sem birtist í Fréttablaðinu á dögunum (Smelltu á myndina til að fá letrið í þá stærð sem hentar þér til aflestrar):
Grein Jóns HjaltasonarÞetta er ekki einu blaðaskrifin sem ég hef rekist á í kjölfar borgarafundarins sem Jón vísar til í skrifum sínum. Landpósturinn, sem er fréttavefur fjölmiðlanema við Háskólann á Akureyri, og Pressan birtu líka umfjöllun um það þar kom fram. Fréttina á Landpóstinum er að finna hér og á Pressunni hér. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér annað sem fram fór á þessum fundi er bent á fundargerðina sem ég birti hér.


Hin margumtalaða friðhelgi

Auðvitað finn ég til með Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. Hennar staða er langt frá því öfundsverð. Hins vegar verður því ekki neitað að þær fjárhæðir sem hún tók við fyrir sína eigin hönd eða flokksins eru svimandi háar. Svo háar að þær vekja upp spurningar sem hún hefur ekki gefið viðhlítandi svör við enn þó hún telji annað sjálf.

En málið snertir ekki hana eina. Þeir eru miklu fleiri þingmennirnir sem tóku við ótrúlega háum upphæðum. Þeir eru allir taldir upp í Rannsóknarskýrslunni. Þeir sem voru kosnir inn á þing í síðustu Alþingiskosningum og sátu enn þegar skýrslan kom út eru eftirtaldir:

  • Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar og félags- og tryggingamálaráðherra
  • Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar og forseti Alþingis
  • Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks
  • Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar og formaður þingflokksins. Hefur vikið tímabundið.
  • Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar
  • Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks
  • Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar
  • Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður þingflokksins. Ég hef reyndar ekki rekist á nafnið hann enn á þeim bls. sem ég hef skoðað en hann hefur vikið tímabundið 
  • Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar og forsætisráðherra
  • Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingar og iðnaðarráðherra
  • Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
  • Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingar, 3. varaforseti Alþingis og varaformaður þingflokksins
  • Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks (bls. 141, 214 0g 276 í 8.bd)
  • Ragnheiður E. Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður þingflokksins
  • Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingar
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Hefur vikið tímabundið.
  • Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og utanríkisráðherra

Mér þykir ástæða til að taka það fram að þeir sem gegndu þingmennsku fyrir Framsóknarflokkinn á þeim tíma sem upplýsingar Rannsóknarskýrslunnar ná til eru ekki lengur inni á þingi. Eins þykir mér rétt að benda á að Sigurður Kári Kristjánsson, sem hefur tekið sæti fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, er einn þeirra sem þáði styrk frá bönkunum á þeim tíma sem Skýrslan tekur yfir.

Þessi nafnalisti er sóttur í II. kafla áttunda bindis Rannsóknarskýrslunnar. Nánar tiltekið í undirkafla sem heitir: Styrkir og fríðindi til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna. (Sjá hér bls. 165-169) Í upphafi hans segir: „Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna.“

Það er vegna þessara augljósu staðreynda sem mér þykir það liggja beinast við að framantaldir stjórnmálamenn segi af sér. Alþingi Íslendinga býr við sífellt minnkandi traust og það ekki að ósekju. Sú staðreynd að þingmenn og stjórnmálaflokkar þáðu það sem þeir kalla „styrki“ frá bönkunum til að koma sér áfram í pólitíkinni er síst til þess fallin að auka á tiltrú almennings á stjórnkerfinu. 

Ef vel ætti að vera þá þyrftu allir sem sátu inni á þingi í aðdraganda hrunsins og sitja þar enn að víkja og hleypa nýjum að í sinn stað. En einhvers staðar verður að byrja og mér þykir það eðlilegt að þeir sem tóku við hæstu styrkjunum byrji með góðu fordæmi. Nú verða þeir að taka almannahag fram fyrir sinn eigin og segja af sér þingmennsku. Ekki aðeins tímabundið heldur til frambúðar.

Ástæðan er ósköp einföld. Þeir fengu sitt tækifæri en brugðust. Afleiðingarnar eru ekki aðeins efnahagskreppa heldur stjórnmálakreppa líka. Á meðan hér ríkir stjórnmálakreppa verður ekkert hægt að gera til að byggja upp nýtt samfélag á rústum þess gamla. 

Sá almenningur sem hefur tekið það að sér fyrir hönd kjósenda að færa umræddum þingmönnum áminningu um að segja af sér hefur fengið nóg af sofanda- og roluhættinum sem viðgengst innan stjórnsýslunnar. Þeim er það fullljóst að á meðan stjórnsýslan snýst bara í kringum sjálfa sig og þá sem styrktu þá til þingsetunnar þá mun efnahagur landsins brenna endanlega upp og framtíðardraumurinn um áframhaldandi búsetu hér á landi verða að engu.

Þessir eiga því brýnt erindi við þá þingmenn sem þeir hafa heimsótt nú þegar. Fyrst var það Þorgerður Katrín, sem hefur tekið sér tímabundið leyfi að eigin sögn, nú er það Steinunn Valdís. Einhverra hluta vegna hafa margir tekið það í sig að þykja þessar heimsóknir óverjandi. Sumir hafa m.a.s. gengið svo langt að fordæma þessar heimsóknir á grundvelli eftirfarandi greinar úr Stjórnarskrá Íslands:

71. gr. Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.
(Sjá hér.)

Eins og öllum má vera ljóst þá er afar lítið hald af þessari grein Stjórnarskrárinnar í þessum tilvikum. Hins vegar þykist ég skilja að það er hvimleitt að láta minna sig á það sem samviska manns veit að er ekki rétt eða í það minnsta vafasamt. Það hlýtur líka að vera pínlegt að standa frammi fyrir spurningum barnanna sinna og nágranna um ástæður heimsókna af því tagi sem hér um ræðir.

ÁminninginEn á meðan umræddir þingmenn taka eigin persónu fram yfir almannahag, og á meðan flokkakerfið og stjórnkerfið sjálf hlífir þeim við ábyrgðinni af verk- um þeirra, þá sé ég ekki hvernig þeir verða minntir á hvað þeim beri að gera við þær kringumstæðum sem nú eru uppi.

Ég sé ekki betur en almenningur sé tilneyddur til að bregðast við og þá er það að færa þingmönnunum áminningu eins og þá sem getur að líta hér til hliðar (smelltu á myndina þar til þú færð letur hennar í læsilega stærð) langt frá því að vera það versta sem hann getur tekið upp á.

Ég sjálf er of mikil geðluðra til að treysta mér í heimsóknir til þessara þingmanna en ég styð tilgang þeirra og dáist reyndar af þeim sem standa í þeim fyrir mig. Ég er þeim reyndar virkilega þakklát fyrir það að nenna að leggja svona mikið á sig til að verja hag heillar þjóðar. Þjóðar sem virðist kunna þeim ákaflega litlar þakkir fyrir framtakið.

Í þessu sambandi þykir mér ástæða til að minna á það að sumir þeirra þingmanna sem hér um ræðir hafa tekið sér það leyfi að banka upp á hjá kjósendum í aðdraganda kosninga. Sumir hafa m.a. segja farið saman í flokkum og ég man eftir einum sem tók fjölskylduna sína með á atkvæðaveiðar af þessu tagi.

Ég man ekki eftir neinum sem lét sér til hugar koma að væna þessa stjórnmálamenn um brot á „friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu“ þó þeir hafi lýst því yfir að þeim finnist slíkar heimsóknir hvimleiðar. Heimsóknir kjósenda, sem þær Þorgerður Katrín og Steinunn Valdís hafa haft ama af að undanförnu, varða miklu brýnna tilefni en stjórnmálaframa eins einstaklings. Tilefnið varðar almannahag því á meðan grunaðir sitja á þingi verða engar framfarir. Í þessu samhengi vitna ég í Rannsóknarskýrsluna þar sem segir:

„Í flestum nálægum löndum gilda skýrar reglur eða lög um fjárreiður stjórnmálaflokka. Slíkum lögum og reglum er ætlað að vernda almenning gegn afleiðingum óeðlilegra fjárhags- og hagsmunatengsla á milli fjársterkra fyrirtækja, hagsmunasamtaka og stjórnmálaflokka. Þar hefur löggjafarvaldinu þótt rétt að reisa skorður við tilraunum fyrirtækja og hagsmunasamtaka til að kaupa sér áhrif á vettvangi stjórnmálanna.“ (Sjá hér athugasemd á spássíu bls. 165)

Við viljum fá að bera virðingu fyrir Alþingi okkar en á meðan þar sitja einstaklingar sem þáðu fjárframlög frá bönkunum, sem keyrðu efnahag landsins inn í gin kreppunnar, þá getur það ekki orðið. Alþingi sem nýtur ekki virðingar, nýtur ekki trausts og er af þeim sökum handónýtt. Á meðan málum er þannig háttað mun allt sitja fast.

Til að byggja upp traust almennings til stjórnkerfisins verða umræddir þingmenn að hverfa út af þingi. Þeir þáðu fjárframlög frá þeim sem hefur komið í ljós að stóðu í afar vafasömum fjármálaumsvifum og verða að taka afleiðingum þess. Þeir verða að hætta þessum hráskinnaleik og axla sína ábyrgð á því hvernig komið er.

Þeir hafa tækifæri núna til að sýna það hvort þeir eru atvinnupólitíkusar eða hugsjónapólitíkusar. Hugsjónapólitíkus tekur almannahag og hag samfélagsins fram yfir sjálfan sig. Þeim sem er „annt um æru sína og samvisku“ taka að sjálfsögðu rétta ákvörðun og stíga til hliðar vegna þess að þeir hljóta að sjá að sá grunur sem á þá hefur fallið grefur undan þeirri virðingu sem Alþingi verður að njóta til að það sé starfhæft! 


mbl.is Segir ásakanir á hendur sér rangar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar ætlum við að byrja?

Vonbrigðin sem helltust yfir mig við hrunið eru að hellast yfir mig á nýjan leik af endurnýjuðum krafti. Ástæðan er sú sama og þá sem er að það verður ljósara með hverjum deginum sem líður frá útkomu Rannsóknarskýrslunnarþað ætlar enginn að axla ábyrgð og það ætlar enginn að krefjast þess að neinn taki ábyrgð. A.m.k. enginn sem þeir sem brutu af sér taka mark á.

Þvert á móti þá keppast nú gerendur hrunsins og stuðningsmenn þeirra, sem leiddu þjóðina inn í fordyri helvítis í krafti gegnsýrðrar græðgi, um að víkja sér undan sök með ýmislegum hætti. Forsetinn skammast út í staðreyndavillur og villandi upplýsingar sem hann segir að höfundar Rannsóknarskýrslunnar hafi gert sig seka um (sjá t.d. hér) og Björgólfur Thor sendir þjóðinni afsökunarbréf! (sjá hér)

Ég gæti talið upp fleiri, sem í siðvilltu dómgreindarleysi sínu, neita að horfast í augu við sektina og vanhæfnina en læt dæmin hér á undan duga. Það er auðvitað grafalvarlegt mál að umsvifamestu fjármagnseigendur landsins og ráðamenn þjóðarinnar skuli koma þannig fram og komast upp með það! En ástæðan liggur væntanlega í augum upp.

Þögnin og aðgerðarleysið undirstrikar aðeins það að enginn er saklaus! Stjórnkerfið er allt gegnumsýrt af samofinni spillingu og sekt. Niðurstaðan er því sú að ef við, fólkið í landinu, gerum ekki neitt þá breytist ekki neitt!

En hvað getum við gert? Frá því að mótmælin og borgarafundirnir sem fóru af stað við hrunið haustið 2008 liðu undir lok, í kjölfar afsagnar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, snemma á síðasta ári hefur verið lítil virkni í viðspyrnu almennings gegn því óréttlæti sem margan grunaði að þjóðin hefði verið beitt og nýútkomin Rannsóknarskýrsla staðfestir.

Mótmælafundirnir á laugardögum tóku sig þó upp aftur í Reykjavík (sjá hér) auk þess sem harður kjarni mótmælenda hefur komið saman og mótmælt við ýmis stærri tilefni eins og afgreiðslu stjórnvalda á Icesave. Borgarafundirnir á Akureyri héldu líka áfram og var síðasti fundur vetrarins haldinn nú fyrir skömmu (sjá hér). Þessar aðgerðir hafa auðvitað einhver áhrif en þær eru seinvirkar. Það þarf þess vegna eitthvað stærra að koma til ef þjóðin ætlar ekki að sætta sig við að verða eign erlendra gervimanna.

Margir eru enn eitthvað heimóttalegir gagnvart því að taka þátt í mótmælum. Hvað þá alvöru byltingu. Það verður hins vegar ljósara með hverjum deginum sem líður frá útkomu Rannsóknarskýrslunnar að alvöru bylting, þar sem almenningur yfirtekur stjórn landsins, er óumflýjanleg ef hér eiga að verða einhverjar raunverulegar breytingar.

Það hafa nokkrir mælt með allsherjarverkfalli. Ég reikna með að það komi af sjálfu sér þegar byltingin hefst. Ég tel að ef það á ekki að fara fram stórfelld hreingerning inni í stjórn-, embættismanna- og fjármálakerfinu með afsögnum og/eða uppsögnum þá sé bylting íslenskrar alþýðu óumflýjanleg! Það er nefnilega orðið lífsspursmál fyrir okkur, íslensku þjóðina, að rífa ofan af okkur þá möru sem þjónar græðginnar hafa lagt á okkur.  

Bylting er ekki eitthvað sem maður skipuleggur en ég ætla samt að varpa fram ofurlítilli hugmynd sem varðar liðskönnun. Við getum sett upp fíflafánann ef við erum tilbúinn að taka þátt og/eða styðjum byltingu.
Alvöru byltingarfániÞeim sem hafa ekki kynnst þessum fána bendi ég á að sögu hans er að finna hér.

Það er hægt að panta fánann í mismunandi stærðum á vef vefverslunar Fánasmiðjunnar á Þórshöfn. Ef einhver vill minni fána en þá sem eru í boði þar þá má annaðhvort hringja í Fánasmiðjuna (síminn er 577 20 20) eða senda póst með slíkum séróskum. Eins er hægt að fá bílafánann sem handflagg.

Ég hvet þá sem vilja breytingar til að drífa sig í því að panta fána og koma honum fyrir á áberandi stað þannig að boðin um byltingarviljann berist hratt og örugglega út í samfélagið. Það er mín skoðun að slík skilaboð muni hafa áhrif.

Auðvitað væri það óskandi að blaktandi fíflafáni í flaggstöngum og úti á snúrum vítt og breitt um allt land muni hafa áhrif á þá sem leiddu kreppuna yfir okkur en ég myndi ekki treysta á það. Hins vegar reikna ég fastlega með að hann myndi auka samstöðuvitund þjóðarinnar sem er það sem okkur vantar til að bregðast við núverandi óstandi.

Mig langar til að nota þetta tækifæri til að vekja athygli á því að Hörður Torfa las þennan pistil frá mér um fánann og í framhaldi af því samdi hann texta sem ég birti hér að neðan með góðfúslegu leyfi hans. Hann hefur líka samið lag við þennan texta sem hann flutti á tónleikunum sínum í Iðnó 8. apríl síðastliðinn.

Ég hef því miður ekki heyrt lagið en Hörður kemur öllum þeim hugmyndum og hugsjónum sem ég tengi við þennan fána á framfæri í textanum sínum á svo einfaldan og magnaðan hátt að það er vart hægt að ímynda sér að það verði gert betur.
Með 
vindinum fýk ég sem fræ...
Söngur fíflanna
eftir Hörður Torfa

með vindinum fýk ég sem fræ
mitt frelsi er að berast með honum
við heiminum sólgulur hlæ
með hjarta fullt af vonum

ég dafna allstaðar ögrandi
Sá sólgulisem útskúfuð jurt á engi
fíflið sem segir alltaf satt
er sjaldan velkomin lengi

menn reyna oft að malbika
mig oní jörð en ég hvika
hvergi og kem alltaf aftur
í mér býr lífsgleði vilji og kraftur
ég hef margt að segja og sanna
Andstöðutáknég er sigurtákn meðal manna
uni því sáttur og sæll
ég er sigurvegari en ekki þræll

ég er fíflið sem ást sína ól
á öllu sem skiptir máli
ég nýt þess að nærast á sól
neita öllu falsi og prjáli

ég tákna andstöðu alls
sem eyðir kúgar og svíkur
ég er fífill og líka fífl
falslaus og engu líkur


mbl.is Ólafur Ragnar svarar fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sekir þurfa að víkja. Saklausir að taka sig saman og knýja á um það.

Ég sendi þingmönnum meðfylgjandi bréf nú fyrir stundu. Ég birti það hér vegna þess að þeir sem vilja mega nota það orðrétt eða breytt í þeim tilgangi að reyna að vekja þingmenn og ráðherra þjóðarinnar til ábyrgðar.

Akureyri 13. apríl 2010

Góðan daginn!

Ég veit að ykkur berast mörg bréf á dag og þess vegna ætla ég að leggja mig fram við að hafa þetta ekki of langt en erindi mitt er brýnt!

Erindi mitt er að hvetja þau ykkar sem eruð sek og getið í nýútkominni rannsóknarskýrslu að segja af sér þingmennsku nú þegar. Ég hvet líka þau ykkar sem eru sannanlega saklaus til að taka sig saman og knýja á um þessa réttlætiskröfu.

Hafið það hugfast í því sambandi að „vinur er sá sem til vamms segir“ en ykkur ber þó fyrst og fremst að vinna að því að byggja upp traust almennings til íslenskrar stjórnsýslu. Það verður ekki gert á sama tíma og grunaðir sitja á Alþingi Íslendinga!

Á meðan þeir sem eru grunaðir sitja áfram á þingi nýtur það ekki trausts og er þess vegna ónýtt. Það vita það líka allir, sem vilja horfast í augu við þá staðreynd, að traustið sem þingmenn njóta um þessar mundir er hverfandi.

Það er brýnt að bregðast við þessu með því að þeir sem hafa gerst brotlegir eða eru grunaðir um slíkt víki þingsæti eins og tíðkast hjá þeim þjóðum sem vilja kenna sig við siðmenningu en hún byggir m.a. á því að þjóðkjörnir fulltrúar taki siðferðislega ábyrgð.

Ég skora á bæði þingmenn og ráðherra að taka mark á orðum mínum vegna þess að, að öðrum kosti stefnir í algera upplausn í samfélaginu. Fólk er ekki aðeins slegið yfir þeim upplýsingum sem Rannsóknarskýrslan staðfestir heldur er það líka reitt. Fæstir búa yfir þeim eiginleika að kunna að hófstilla reiði sína og þess vegna er það mjög alvarlegt að ala á reiðinni með hálfkæringi og/eða sofandahætti og bjóða þannig hættunni heim.

Það er ekki nóg að þingmenn og ráðherrar tali um endurmat og endurreisn. Þið verðið að sýna viljann í verki og byrja á ykkur sjálfum. Ég þykist vita að þið viljið öll vel en þið ykkar sem hafið orðið ber af því að misnota aðstöðu ykkar, fyrir ykkur sjálf og ykkar nánustu, ykkur ber að horfast í augu við gjörðir ykkar og þá ábyrgð sem þið berið gagnvart íslensku samfélagi og segja af ykkur.

Þetta er nauðsynlegt til að sefa reiðina sem ríkir í samfélaginu en þó ekki síst til að byggja upp traustið sem verður að ríkja til stjórnkerfisins. Á meðan þeir sem hafa orðið berir af misnotkun á stöðu sinni og/eða eru grunaðir um slíkt sitja áfram á Alþingi þá mun íslensk stjórnsýsla ekki aðeins vera í kreppu heldur samfélagið allt!

Þeir sem neita að víkja þingsæti þrátt fyrir sekt eða grun um hana ásamt þeim sem láta það viðgangast grafa ekki aðeins undan trausti almennings til Alþingis. Þeir standa í vegi fyrir því að hið bráðnauðsynlega uppbyggingarstarf, sem þjóðin öll stendur frammi fyrir, geti hafist.

Almenningur hefur sýnt ykkur ótrúlegt umburðalyndi og þolinmæði í meira en eitt og hálft ár en mælirinn er að fyllast. Bíðið ekki eftir því að upp úr sjóði með ófyrirsjáanlegum hörmungum heldur takið nauðsynlega ábyrgð.

Sýnið sjálf að þið berið virðingu fyrir því starfi sem kjósendur treystu ykkur fyrir. Látið ekki flokks- og/eða vináttutengsl trufla ykkur heldur knýið á um að þeir sem hafa brugðist segi af sér þingmennsku tafarlaust. Þannig en ekki öðruvísi er hægt að byrja á að draga úr því vantrausti sem Alþingi býr við núna.

Þá og ekki fyrr getum við byrjað að byggja upp!

Með vinsemd og virðingu, Rakel Sigurgeirsdóttir, kjósandi í Norðurlandskjördæmi eystra.


Viðbót:  Ég ætla að bæta við þessa færslu tengli í ræðu Þórs Saari sem hann flutti í þinginu í dag þar sem hann dró fram nöfn þeirra þingmanna sem sitja enn á þingi en þáðu „styrki“ og/eða óeðlilega fjárhagslega fyrirgreiðslu hjá íslensku bönkunum samkvæmt nýútkominni Rannsóknarskýrslu. Vek líka athygli á því að Þór hefur líka sett ræðuna inn á bloggið sitt. (Sjá hér)

Þar taldi hann fyrst upp nöfn þeirra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, Bjarna Benediktssonar og Ólafar Nordals sem höfðu tekið lán upp á einhverja milljarða. Upphæðirnar eru fyrir ofan minn talnaskilning þannig að ég bendi á ræðu Þórs í því sambandi.

Hér er hins vegar tafla yfir núverandi þingmenn og þá styrksupphæð sem þeir þáðu frá Landsbankanaum og Kaupþingi samkvæmt upplýsingum sem koma fram í töflu skýrslunnar númer 8.11.2. 

 Nafn Upphæð styrkjar
 Steinunn Valdís Óskarsdóttir
 3,5 milljónir
 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
 3 milljónir
 Guðlaugur Þór Þórðarson
 2,5 milljónir
 Kristján L. Möller
 2,5 milljónir
 Össur Skarphéðinsson
 1,5 milljónir
 Björgvin G. Sigurðsson
 1,1 milljón
 Guðbjartur Hannesson
 1 milljón
 Helgi Hjörvar
 800 þúsund
 Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
 550 þúsund
 Ragnheiður Elín Árnadóttir
 550 þúsund
 Árni Páll Árnason
 300 þúsund
 Jóhanna Sigurðardóttir
 200 þúsund
 Katrín Júlíusdóttir
 200 þúsund
 Valgerður Bjarnadóttir
 200 þúsund

mbl.is Ákvæði um ráðherraábyrgð duga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegir forystumenn fjórflokkanna og ljósið í myrkrinu

Ég ákvað að láta mig hafa það að hlusta á ræður formanna flokkanna í tilefni af útkomu skýrslunnar í dag. Það var dapurlegt framan af. Jóhanna og Bjarni orkuðu á mig sem tilfinningalausar talvélar sem væru í engu sambandi við orðin sem þeim var ætlað að flytja af þessu tilefni. Svo kom Steingrímur og ég áttaði mig enn og aftur á því hvers vegna margir dá hann sem stjórnmálamann. 

Hann er nefnilega greinilega meistari í því að skrifa og flytja ræður. Svo leið að lokum ræðu hans og þá var hann dottinn í sömu gryfju og hin tvö. Þar fór ræðan hans að snúast um eitthvað sem ég kalla gjarnan: ég, um mig, frá mér, til mín og minna. Það var heldur ekkert í ræðu þessara þriggja sem vakti mér von um að til stæði að bregðast við niðurstöðum rannsóknarskýrslunnar með öðru en orðum í ræðum og ritum.

Að mínu mati stóð þó Sigmundur Davíð sig verst af formönnum gömlu flokkanna. Ég er enn að velta því fyrir mér hvaða mikilvægu skilaboðum hann vildi koma til þjóðarinnar í ræðu sinni. Ég hef ekki komist að neinni niðurstöðu enn.

Þegar ég hlustaði á framantalda sannfærðist ég enn frekar um að stjórnmál á Íslandi eru sýndarveruleiki sem hefur verið gerður að raunveraleikaþætti sem tekinn er upp í Stúdíói Alþingi. Þátturinn er sendur út í beinni í þeim tilgangi að viðhalda þeirri blekkingu kjósenda að þar fari fram það sem skiptir máli. Það versta er að vel flestir þingmenn eru haldnir þessum misskilningi sjálfir.

Mér sýnist að þingmönnum sé haldið uppteknum þarna inni svo þeir nái engri yfirsýn yfir það sem raunverulega fer fram í samfélaginu og skiptir máli. Alþingi þjónar þess vegna hlutverki einhvers konar gæslustofnunar. Þingmönnum er haldið innilokuðum þarna inni svo þeir sem hafa sölsað samfélagið undir sig geti haldið áfram að fara með það eins og þeim hentar.

Birgitta JónsdóttirÞað er þó ljóst að þessi aðferð dugir ekki til að draga athygli Birgittu Jónsdóttur frá því markmiði sem knúði hana til að bjóða sig fram til alþingiskosninga fyrir u.þ.b. ári síðan. Frá upphafi hefur hún kallað eftir réttlæti og lýðræðisumbótum. Í dag var hún líka sú eina sem kallaði eftir raunverulegum og eðlilegum viðbrögðum við niðurstöðum rannsóknarskýrslunnar. 

Þar krafði hún þingheim til að bregðast við og krefjast þess að útrásarvíkingarnir skili ránsfeng sínum. Hún vill að fyrirtæki þeirra verði tekin af þeim og aðrar eignir þeirra frystar. Hún tók það líka fram að þeir þingmenn sem sæju nafn sitt í skýrslunni hlytu að hugsa sinn gang. Í því sambandi tók hún það fram að nú komi í ljós hverjir séu menn og hverjir séu mýs.

Mikilmenni muni axla sína ábyrgð og stíga til hliðar en lítilmenni muni halda áfram að láta sem ekkert hafi í skorist. Hún sagði það sitt mat að hér hefðu verið framin landráð og minnti enn einu sinni á að hér þyrfti að fara fram almennilegt uppgjör áður en lengra væri haldið þó minnti hún á þá nauðsynlegu aðgerð að leiðrétta húsnæðislán einstaklinga hið bráðasta. Hún benti á að niðurstöður rannsóknarskýrslunnar undirstrikaði réttmæti þessarar kröfu.

Birgitta tók það fram að því miður væri fátt sem bendi til að á meðal stjórnmálamannanna ríki raunverulegur vilji til að læra af hruninu og ráðast í nauðsynlegar breytingar á stjórnsýslunni. Í þessu sambandi vísaði hún til þess að hún hefði setið fund með fulltrúum fjórflokkanna í gær þar sem ákveðið hafi verið að stjórnmálaflokkarnir myndu áfram þiggja fjárframlög frá fyrirtækjum. (ræða Birgittu Jónsdóttur er hér)

Þráinn Bertelsson flutti líka áheyrilega ræðu þar sem hann dró saman framkomnar fyrirsagnir fjölmiðlanna í dag. Þessi samantekt undirstrikaði fyrst og fremst hversu fáránlega ber spillingin hefur verið og hversu siðvilltir gerendurnir eru. Óneitanlega minntu orð Þráins enn einu sinni á fáránleikann sem liggur í aðgerðarleysinu varðandi þá einstaklinga sem rannsóknarskýrslan staðfestir að eru sekir. Hann vakti líka áherslu á því að enginn þeirra hefðu viðurkennt sök sína.


mbl.is Margt þegar vitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarafundur: Hver vinnur Akureyri?

Fyrstu opinberu umræður þeirra sem bjóða fram til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri fóru fram á fundi sem borgarfundanefndin hér fyrir norðan stóð fyrir. Borgarafundurinn fór fram í Deiglunni sl. fimmtudagskvöld. Þetta var fjölmennasti fundur vetrarins en þeir voru rúmlega hundrað sem sóttu þennan síðasta borgarafund á þessum vetri.

Sex framboð hafa tilkynnt þátttöku í komandi bæjarstjórnarkosningum sem fara fram í lok maí og sátu fulltrúar þeirra í pallborði. Þeir voru eftirtaldir:

Edward H. Huijbens, fulltrúi Vinstri grænna
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, fulltrúi Framsóknarflokks
Logi Már Einarsson, fulltrúi Samfylkingar
Oddur Helgi Halldórsson, fulltrúi L-listans
Sigrún Björk Jakobsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks
Sigurður Guðmundsson, fulltrúi Bæjarlistans

Embla Eir OddsdóttirEmbla Eir Oddsdóttir var fundarstjóri þessa fundar sem var með töluvert öðru sniði en þeir sem hafa verið haldnir hingað til. Í stað fram- sagna sem fulltrúar framboðanna fengju svo tækifæri til að bregðast við voru fjórir spyrlar, hver með sitt málefni. Valdís Viðarsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvarinnar á Akureyri, átti hugmyndina að því að hafa spyrla sem ég þáði og útfærði á þann hátt að hver spyrill sá um eitt afmarkað málefni. Þeir sem voru í spyrilhlutverkunum voru eftirtaldir:

Jóhann Ásmundsson: Atvinnumálin
Jóna Lovísa Jónsdóttir: Velferðarmálin
Knútur Karlsson: Miðbæjarskipulagið
Erlendur Steinar Friðriksson: Framtíðarsýnin

Borgarafundur á Akureyri 8.04.10

Atvinnumálin

Jóhann Ásmundsson reið á vaðið en málaflokkurinn sem hann sá um voru atvinnumálin. Sennilega vita það flestir að hér á Norðurlandi eystra er næsthæsta atvinnuleysishlutfall á landinu. Jóhann spurði fulltrúa framboðanna sérstaklega eftir því hvort þeir byðu upp á einhverjar nýjungar til að bæta úr þessu háa hlutfalli.

Logi: Undirstrikaði að fiskveiðar og landbúnaður verða áfram grunnatvinnugreinar á svæðinu en hann sá ekki fyrir sér að þar væri hægt að fjölga störfum. Vélvæðingin og tæknistig þessara atvinnugreina hefur nú þegar fækkað höndunum sem þurfa að koma að framleiðslunni í þessum greinum. Hér á Akureyri vantar þó 200-300 störf þannig að það þarf að finna upp á einhverju nýju.

Sigrún: Sagði að það væri ekki hægt að skapa þeim 200-300 manns, sem væru án atvinnu, störf í þjónustugreinunum. Það væri því nauðsynlegt að finna nýjar leiðir í atvinnumálunum.

Edward: Benti á að atvinnusamsetningin hér byggðist upp á: samgöngum, verslun, þjónustu og svo frumvinnslugreinunum; sjávarútvegi og landbúnaði. Þetta eru fjölbreyttar atvinnustoðir en þeim þarf að fjölga og benti m.a. á aukna tengingu skólanna í bænum við atvinnulífið í því sambandi. 

Guðmundur: Lagði ríka áherslu á gildi samvinnunnar. Að hans mati er best að nýta það sem er fyrir en það er líka nauðsynlegt að bæta við. Í þessu samhengi vísaði hann í hugmyndir sem komu fram í þessu sambandi á fundi Samherja nýlega (vikudagur.is hefur flutt einhverjar fréttir af þessum fundi. Sjá t.d. hér)

Sigurður: Benti á nýsköpun og frumkvöðlastarf og sagði að bæjaryfirvöld þyrftu að standa sig miklu betur í því að styðja við slíkt. Hann benti líka á að bærinn ætti að standa að því að kalla eftir nýjum hugmyndum hvað varðar ný tækifæri til atvinnusköpunar.

Oddur Helgi Halldórsson og Sigurður GuðmundssonOddur: Hóf mál sitt á því að segja að það væri líka ástæða til að minnast þess sem væri hér fyrir. Akureyringar búa m.a. við góða skóla og heilbrigðis- þjónustu. Hann talaði um að það væri ástæða til meiri savinnu og sameiningar sveitarfélaga hér í firðinum sem myndi t.d. stuðla að því að hægt væri að koma upp hafnaraðstöðu á Dysnesi sem væri fyrir löngu orðin tímabær.

Auk þess benti hann á að hér væri komin vistvæn stóriðja á vegum Becromal og útlit fyrir að fleiri störf myndu skapast af samstarfi við þá. Hann tók hins vegar undir það að bærinn ætti að skapa aðstöðu fyrir þá sem væru með atvinnuskapandi hugmyndir og styðja við það að að hrinda þeim í framkvæmd.

Spyrillinn, Jóhann Ásmundsson, fékk orðið aftur og nýtti það tækifæri til að benda á að 60% þeirra sem væru atvinnulausir hér á svæðinu væru karlmenn. Þeir höfðu flestir atvinnu í byggingariðnaðinum áður. Hins vegar snýst hlutfallið við þegar litið er til langtímaatvinnuleysis því að fleiri konur, sem eru á atvinnuleysisskrá, hafa verið atvinnulausar í sex mánuði eða lengur.

Hann bað fulltrúanna í pallborðinu að huga sérstaklega að því hvernig vandi þessara yrði best leystur. Jóhann, benti Oddi á að afstaða bæjarbúa og fleiri til Becromal væri afar misjöfn. Oddur greip fram í og undirstrikaði það að hvað sem um þá mætti segja þá rækju þeir mengunarfría stóriðju hér í firðinum.

Jóhann lauk svo máli sínu á því að undirstrika það að uppbyggingin sem er framundan þurfi ekki síður að taka mið af siðferðilegum þáttum.

Velferðarmálin

Jóna Lovísa Jónsdóttir sá um þennan þátt. Hún hóf mál sitt á því að benda á að þær væru margar spurningarnar sem brynnu á henni en hún hefði ákveðið að skera þær niður í þrjár. Fyrst vék hún að skólamáltíðum. Þar vildi hún fá viðbrögð við kröfu um fríar skólamáltíðir og benti á að sumar fjölskyldur hefðu einfaldlega ekki efni á að kaupa slíkar máltíðir.
Jóna Lovísa JónsdóttirJóna Lovísa tók það sérstaklega fram að hún væri ekki að biðja um svör frá öllum fulltrúunum en langaði til að heyra viðhorf þeirra sem hefðu myndað sér skoðun á þessum málaflokki. Mig langar líka til að benda á að landposturinn.is birti frétt af þessum fundi þar sem viðbrögð eins fulltrúans við þessum þætti voru gerð að umfjöllunarefni og pressan.is tók þessa frétt svo upp þaðan.

Sigurður: Sagði að þetta málefni væri honum mjög hugleikið. Það á ekki að mismuna börnum í skólum. Þar er líka allt jafnt þar til kemur að hádegismatnum. Hann sagði að honum þætti það mjög óeðlilegt. 

Sigrún: Sagðist vera honum algerlega ósammála. Hún sagði að hún vildi finna aðrar leiðir til að styrkja þá sem kæmu frá heimilum sem væru svo illa stödd að ekki væri hægt að kaupa skólamáltíðir handa börnunum sem þaðan kæmu. Hún ítrekaði það að það þyrfti að finna leiðir til að mæta þeim vanda sem Sigurður dró upp í máli sínu.

Þá vék Jóna Lovísa að styrkjum til tómstundaiðkunar og spurði hvort ekki væri ástæða til að hækka núverandi aldursviðmið.

Oddur: Sagðist vera því mjög fylgjandi að hækka aldurinn.

Guðmundur: Sagðist vera fylgjandi þeirri leið að mæta þeim sem væru í vanda bæði hvað varðar það að greiða þann kostnað sem fylgir tómstundaiðkun barna þeirra og kostnað af skólamáltíðum.

Logi: Gerði það að sérstöku umtalsefni varðandi tómstundir barna að þar væri alltaf talað um íþróttir. Hann sagði að sum börn vildu miklu frekar verja frítíma sínum í einhverja menningarstarfsemi eins og listsköpun. Að hans mati þarf að tryggja öllum börnum jafna aðstöðu til að taka þátt í einhverju tómstundastarfi hvort sem um er að ræða börn sem hneigjast til íþrótta eða listsköpunar.

Næst vék Jóna Lovísa að aftöðu fulltrúanna til þess að tryggja áframhaldandi rekstrargrundvöll göngudeildar SÁÁ hér á Akureyri en tilefnið er sú ákvörðun að loka henni í sparnaðarskyni (Sjá hér)

Sigurður: Minnir á viðbrögð bæjarstjórans við þessari lokun og vísaði til þess að það var haft eftir honum í blaðaviðtali að bærinn hefði ekki bolmagn til að bregðast við þessu þó lokunin væri að sjálfsögðu bagaleg fyrir bæjarfélagið. Sigurður sagði að sumt væri þannig vaxið að bærinn gæti bara ekki vikið sér undan því að bregðast við því og taka þátt.
Borgarafundur á Akureyri 8.04.10Edward: Vék að þeirri grundvallarspurningu hvernig við vildum sjá samfélag okkar í framtíðinni. Hann sagði það vera á ábyrgð samfélagsins að sjá um sína og þess vegna bæri stjórnvöldum, hvort sem það væri bæjarstjórn Akureyrar eða íslenska ríkið, að standa vörð um velferðarmálin. Hér værum við vissulega komin að spurningunni um forgangsröðunina. Hann benti á að Vinstri grænir á Akureyri vildu raða velferðarmálunum fremst í þeirri röð.

Sigrún: Benti í þessu sambandi á mikilvægi samvinnu t.d. við verkalýðsfélögin og lífeyrissjóðina sem hún taldi að ættu að koma að því að tryggja göngudeild SÁÁ áframhaldandi rekstrargrundvöll hér á Akureyri. Hún talaði líka um að það væri ástæða til þess að ríkið skilyrti ákveðna peningaupphæð í fjárframlögum sínum til SÁÁ við starfsemi þeirra hér á Norðurlandi. Í þessu sambandi talaði hún um að það mætti alls ekki fara of geyst í sameiningu ríkisstofnana þar sem sú hætta væri fyrir hendi að sameiningin myndi bitna á landsbyggðinni.

Miðbæjarskipulagið

Eins og mörgum er eflaust kunnugt þá hefur þó nokkuð verið tekist á um hugmyndir sem lúta að nýju skipulagi miðbæjarins hér á Akureyri. Framkomnar hugmyndir má m.a. kynna sér hér en það var Knútur Karlsson sem sá um að spyrja fulltrúa framboðanna sem bjóða fram til bæjarstjórnarkosninganna nú í vor Knútur 
Karlssonum þennan málaflokk. 

Knútur hóf mál sitt á þeim orðum að ef fulltrúarnir samþykktu ýmsar af breytingartillögum hans í sambandi við miðbæjarskipulagið þá yrðu eftir nægir peningar til að standa vörð um velferðar- málin í bæjarfélaginu. Þá sneri hann sér að sínum málaflokki og þá fyrst því hvort fulltrúarnir væru með eða á móti síkinu sem er stærsta ágreinings- efnið varðandi skipulag miðbæjarins hér. Hann óskaði jafnframt eftir því að þeir héldu sig við það í svörum sínum að svara þessu eingöngu.

Oddur: Sagðist aldrei hafa verið með hugmyndum um síki í miðbæ Akureyrar og uppskar mikið lófaklapp.

Sigurður, Guðmundur og Edward sögðust vera á móti síkinu.

Sigrún: Sagðist vilja láta kjósa um síkið þegar að því kæmi að ráðast í framkvæmdir varðandi nýja miðbæjarmynd.

Logi: Sagðist vera opinn fyrir því að falla frá hugmyndum um síkið miðað við þá miklu óánægju sem það hefur mætt.

Þá vildi Knútur fá að heyra hvað fulltrúunum þætti um það að miðað við núverandi skipulagshugmyndir þá færu mikið af þeim bílastæðum sem væru nú við miðbæinn undir háreistar byggingar.
Logi Már 
Einarsson
Logi: Vill að við stefnum að því að byggja hér upp evrópska smáborg. Sjálfur segir hann að hann væri alveg til í að búa í blokk en hann muni ekki láta verða af því nema að hann geti búið við það sem gert er ráð fyrir í þessu nýja skipulagi. Það sem honum finnst heillandi við þá blokkarbyggð sem gert er ráð fyrir í miðbænum er það að á kvöldin þá getur hann tekið lyftuna niður á neðstu hæð og keypt sér bjór og/eða kaffi og skellt sér svo upp í lyftunni og í rúmið.

Sigrún og Edward tóku að miklu leyti undir það með Loga að þau vildu stuðla að því að hér yrði unnið að því að breyta yfirbragði miðbæjarins í þá átt sem gert er ráð fyrir í skipulaginu.

Guðmundur: Sagðist hins vegar hafa áhyggjur af bílastæðamálunum. Hann taldi að miðað við núverandi skipulag yrðu þau of fá.

Sigurður: Sagði að hann vildi henda núverandi tillögum og byggja upp miðbæ í þeim anda sem er þar fyrir. Logi skaut þeirri spurningu inn í þetta hjá honum hvort hann vildi kannski mæta í smalabúningi í vinnuna líka?

Oddur: Sagðist vera á móti núverandi miðbæjarskipulagi. Hann sagði að þar væri farið eftir dyntum arkitektsins og vildi meina að myndirnar væru villandi. Af þessu tilefni bendi ég á myndina hér til hliðar sem sýnir hugmyndir um síkið sem samkvæmt núverandi hugmyndum á að ganga upp frá fjöru og upp að Hafnarstræti sem er aðalverslunargatan hérna á Akureyri. Blekkingin sem einkum hefur verið bent á liggur í hæð ljósastauranna sem gagnrýnendur hafa bent á að dragi úr þeirri staðreynd að blokkirnar eru fjögurra til fimm hæða.
Síkið á AkureyriÞá benti Knútur á þau vandamál sem hlytust af því að blanda saman þjónustu- og íbúðabyggð. Hann taldi það liggja í augum uppi að íbúarnir myndu ekki sætta sig við það ónæði sem hlytist af veitinga- og verslunarrekstri. T.d. í sambandi við umgengi við ruslagáma eftir miðnætti og móttöku vara eldsnemma á morgnana. Ennfremur minnti hann á skort á bílastæðum í og við miðbæinn miðað við núverandi skipulagshugmyndir.

Logi: Sagði að þeir sem vilja búa í miðbænum ætli sér ekki að vera að þvælast á bílum út um allan bæ. Hann benti á að til að leysa bílastæðamálið mætti byggja bílastæðahús á einhverjum af þeim reitum sem miðbæjarskipulagið tæki til.

Sigrún: Tók undir með Loga hvað varðaði bílastæðahúsið og benti jafnframt á að útfærslan á hverjum reit fyrir sig væri að miklu leyti eftir þannig að það væri alls ekki út úr myndinni að koma slíku húsi fyrir á einhverjum þeirra.

Edward: Sagðist hrylla við afmarkaðri byggð þar sem skýr skil væru á milli íbúðahverfa og annars konar byggð. Hann sagðist sjálfur aðhyllast blandaða byggð og benti á að sá sem kysi að búa yfir veitingastað hlyti að ætla sér að aðlaga sig því.

Guðmundur: Tók hins vegar að nokkru leyti undir ábendingar Knúts einkum hvað varðaði bílastæðin og sagði að það yrði að tryggja greiðan aðgang þeirra sem vildu koma á bílum í miðbæinn með því að gera ráð fyrir því að þeir gætu lagt bílum sínum í nágrenni hans.

Sigurður: Tók undir það að það yrði að tryggja bílastæði fyrir alla þá starfssemi sem áætlað er að fari fram í miðbænum svo og íbúa hans og aðra sem þurfa að sækja þangað þjónustu.

Oddur: Sagði að það væri ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að það eru allir á bílum. Hann gagnrýndi það sem hann kallaði „grænt snobb“ og hvatti til þess að miðbæjarskipulagið tæki mið af staðreyndum.

Í lok þessarar umræðu fékk Knútur aftur orðið þar sem hann notaði tækifærið og bað fulltrúanna að velta því alvarlega fyrir sér að 30% íbúa Akureyrar hafa mótmælt núverandi miðbæjarskipulagi og því hvernig þeir ætla sér að bregðast við þeirri staðreynd. Logi benti á að hann væri afar ósáttur við að fá ekki tækifæri til að bregðast við þessu og vísaði til þess að honum þætti þessi framsetning vera í ætt við útúrsnúning.

Framtíðarsýnin

Erlendur Steinar Friðriksson var fjórði spyrillinn sem spurði fulltrúa framboðanna sem bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum hér á Akureyri. Hann vildi heyra hvernig þeir sæju fyrir sér innra og ytra skipulag akureysks samfélags í framtíðinni.

Oddur: Sagði að hann vildi viðhalda einkennum samfélagsins þannig að Akureyri væri áfram líkara sveitaþorpi en borg.

Sigurður: Vill fyrst og fremst bæta atvinnustigið. Hann vill fleiri íbúa og fleiri fyrirtæki. Hann benti hins vegar á að Akureyri væri ekki borg og yrði það tæpast á næstunni.

Guðmundur: Sagði að sennilega væri það best að Akureyri yrði áfram bær. Hann vill þó sjá einhverja fjölgun íbúanna og benti á að fjölgun upp í kringum 20.000 myndi ná að skapa hér sterkara samfélag.

Edward: Tók undir það að það væri nauðsynlegt að gera sér skýra mynd af því hvernig samfélag við viljum hér í framtíðinni. Í því sambandi benti hann einkum á skipulags- og atvinnumálin.

Sigrún: Benti á að hér hefur verið stöðug og jöfn fjölgun á undanförnum árum og það yrði að tryggja það að svo yrði áfram. Hún benti á hve frjáls félagasamtök væru mikilvæg fyrir samfélagsheildina og tók það fram að okkur mætti t.d. ekki fækka svo mikið að þetta tapaðist.

Logi: Vill að bærinn vaxi áfram og tók það fram að það væri hæpið að miða við einhverja tölu eins og 20.000 því tæplega væri hægt að ætlast til að fólk hætti að sofa hjá þegar þeim fjölda væri náð. Hann ítrekaði það að hann vildi að bærinn yxi þannig að hér væri hægt að bjóða upp á margháttaða þjónustu svo og menningu.

Þá fékk Erlendur Steinar aftur orðið og spurði fulltrúanna eftir stjórnskipulagi framtíðarinnar. Hver væri m.a. afstaða þeirra til einstaklingskjörs og íbúalýðræðis.

Logi: Sagðist vera með auknu lýðræði og benti á hvernig íbúalýðræðið hefur komið fram í sambandi við  miðbæjarskipulagið. 

Sigrún: Sagðist vera fylgjandi persónukjöri. Hún benti á að íbúalýðræði væri samráð og samræða en ekki undirskriftarlistar. íbúalýðræði væri uppbyggilegar umræður sem miðuðu að lausnum.
Borgarafundur á Akureyri 8.04.10Edward: Nefndi hverfisnefndir sem dæmi um aukið íbúalýðræði. Hann sagði að ferlið í kringum íbúalýðræði væri gjarnan langt og flókið og af þeim sökum tafsöm þolinmæðisvinna en niðurstaðan yrði alltaf málamiðlun og lausnir.

Guðmundur: Sagði að hann væri sammála þeim sem hefðu tekið til máls á undan honum varðandi persónukjör og íbúalýðræði. Hann benti hins vegar á að það þyrfti að bæta upplýsingaflæðið frá bæjaryfirvöldum út í samfélagið. 

Sigurður: Mælti með einstaklingskjöri. Hvað íbúalýðræðið varðaði var hann því fylgjandi en það þyrfti að setja því ramma hvernig það ætti að virka.

Oddur: Benti á að íbúalýðræðið virkaði því aðeins að það færi saman við vilja meirihlutans. Hann sagði að honum litist ekki á einstaklingskjör vegna þess að það þarf hóp til að halda utan um nefndarstörfin. Menn þurfa að tala sig saman um stefnumörkun.

Fyrirspurnir úr sal

Fundartíminn var ríflega hálfnaður þegar  fundarstjórinn, Embla Eir, opnaði fyrir fyrirspurnir úr sal. Eins og kom fram hér í upphafi var mjög góð mæting á fundinn eða nokkuð yfir hundrað manns. Þetta þýðir að meginsalurinn var fullsetinn og stiginn meðfram svo og fordyrið (svona fyrir þá sem þekkja til í Deiglunni).
Borgarafundur á Akureyri 8.04.10Þar sem flestar spurningarnar sem komu fram snerust um sama efni og spyrlarnir höfðu komið að áður voru sum svör fulltrúanna nokkuð áþekk því sem þegar hafði komið fram hjá þeim. Ég ætla þess vegna að fara fremur hratt yfir sögu.

Þannig snerist fyrsta spurningin úr sal um miðbæjarskipulagið og atvinnumálin. Varðandi miðbæjarskipulagið kom þó fram að miðað við ferlið í því máli hingað til væri ekki líklegt að tekið yrði tillit til þeirra athugasemda sem væru komnar fram núna með undarskriftarlistanum sem var afhentur fyrir rétt um hálfum mánuði.

Logi, Edward, Guðmundur og Oddur ítrekuðu ýmist það sem þeir höfðu þegar sagt um þessi efni og/eða tóku undir það sem kom fram í svörum Sigrúnar og Sigurðar við þessum fyrirspurnum.

Sigrún: Lagði áherslu á það að það yrði tekið tillit til þeirra athugasemda sem nú væru komnar fram. Hins vegar taldi hún ekki tímabært að kjósa um þær núna í vor. Varðandi atvinnumálin sagði hún að þau væru okkar brýnasta úrlausnarefni en benti á að skattastefna ríkisins gerði bæjarfélaginu ekki auðvelt fyrir í þvíefni. Hún benti á að Akureyrarbær gæti stutt við atvinnulífið með því að leiða menn saman og safna hugmyndum um úrlausnir og ný atvinnutækifæri.
Sigurður 
Guðmundsson
Sigurður: Vildi sjá beina eign bæjarins í nýjum atvinnu- fyrirtækjum sem stuðning og til að koma fyrirtækjum af stað. Í því sambandi benti hann á að það tæki 6-12 mánuði að koma slíku í gegnum Atvinnuþróunarfélagið. Það er alltof langt ferli og þess vegna er eðlilegt að koma einhverju batteríi á fót sem getur komið með fjármagn og styrkt góðar hugmyndir þannig að þær verði að veruleika.

Þá lýsti einn áheyrenda eftir afstöðu fulltrúanna til framhalds Dalsbrautarinnar en lagning hennar hefur verið ágreiningsefni hér á Akureyri allt frá því að þessi tengibraut var kynnt í fyrstu. Helmingur hennar er kominn en ekki er fyrirséð hvernig og hvenær framhaldi hennar verður lokið.

Nýlega voru kynntar niðurstöður athugunar á þörf fyrir Dalsbrautina sem voru á þann veg að ekki væri þörf á að ljúka henni vegna núverandi umferðarþunga en hún myndi samt sem áður verða töluverð samgöngubót. (Sjá nánar hér)

Logi: Sagði að forsendur þéttbýlis sem stendur saman af afmörkuðum hverfum væru greiðar samgöngur. Naustahverfið þyrfti þess vegna á Dalsbrautinni að halda hvað sem öðru liði.

Sigrún: Sagði að það væru mjög skiptar skoðanir um þetta mál innan Sjálfstæðisflokksins hér á Akureyri og menn væru hreinlega ekki búnir að komast að niðurstöðu enda væri svo stutt síðan að niðurstöður athugunarinnar um þörfina voru kynntar fyrir skipulagsnefnd bæjarins. Áheyrendur gengu á hana varðandi afstöðu hennar til málsins og viðurkenndi hún að hún væri fylgjandi því að ljúka lagningu Dalsbrautar.

Edward: Ítrekaði að Vinstri grænir væri líka stór flokkur á Akureyri eins og Sjálfstæðisflokkurinn og þess vegna við því að búast að þar væru uppi mismunandi skoðanir á þessu málefni eins og þar. Hann sagði að hann væri sjálfur frekar á móti Dalsbrautinni. Stór hópur áheyrenda lét vandlætingu sína í ljós gagnvart þeirri afsöðu hans.

Guðmundur: Sagði að það væru líka uppi mismunandi afstaða innan Framsóknarflokksins varðandi framhald á lagningu Dalsbrautarinnar. Hann benti þó á að engu að síður þá yrði brautin lögð vegna þess að sú tenging sem hún skapaði væri nauðsynleg og þess vegna óhjákvæmileg.

Sigurður: Sagðist einfaldlega vera fylgjandi lagningu Dalsbrautarinnar.

Oddur: Hóf mál sitt á því að skýra frá því að hann hefði verið á móti skipulagi Naustahverfis sem honum hefði alltaf þótt ákaflega illa heppnað en fyrir þá sem rötuðu á annað borð út úr því þyrfti tengingu við önnur hverfi svo þeir kæmust lengra til. Þess vegna væri Dalsbrautin nauðsynleg. Hann benti á að hann hefði mælt fyrir yfirbyggðum stokki þannig að ekki þyrfti að raska því svæði sem KA Hjörleifur 
Hallgrímshefði undir sína íþróttastarfsemi.

Þá var komið að síðustu fyrirspurnunum úr sal. Það voru þau Hjörleifur Hallgríms og Sigurbjörg Árnadóttir sem komu þeim á framfæri. Hjörleifur vildi ganga betur á eftir því hvernig fulltrúarnir ætluðu að mæta atvinnuleysinu í bænum með aukinni atvinnuuppbyggingu.

Sigurbjörg spurði aftur á móti um það hvernig væri hægt að réttlæta þann kostnað sem færi í undirbúning á miðbæjarskipulaginu, sem miðað við það sem fram hafði komið á fundinum stæði jafnvel ekki til í að fara í að framkvæma fyrr en eftir áratug, á meðan börn á grunnskólaaldri mættu svöng í skólann að morgni og færu þaðan svöng í lok skóladags.

Sigrún: Fékk orðið fyrst og sagði að það þyrfti að huga að framtíðinni líka um leið og það væri brugðist við þeim vandamálum sem kæmu upp.

Logi: Benti á að honum þætti samanburðurinn sem kom fram í máli Sigurbjargar ósanngjarn. Hann þakkaði svo Hjörleifi, sem er kominn með yfirvararskegg, fyrir að kynna sig því annars hefði hann staðið í þeirri meiningu að Burt Reynolds hefði setið þetta kvöld á borgarafundi norður á Akureyri annað eins og hann minnti á leikarann með þetta yfirvararskegg. Þessi athugasemd vakti mikinn hlátur bæði hjá Hjörleifi sjálfum svo og öðrum fundargestum.

Edward: Taldi ástæðu til að skoða forgangsröðunina.

Guðmundur: Tók undir með Sigrúnu og Loga og ítrekaði það mat að ekki væri hægt að setja hlutina upp á þann hátt sem Sigurbjörg gerði.

Oddur: Benti á að fulltrúar þeirra sem nú væru í meirihluta héldu því fram að ekki yrði farið í framkvæmdir við hið nýja miðbæjarskipulag fyrr en eftir fjögur, átta eða tíu ár. Að hans mati yrði það aldrei. Hann sagði viðbrögð fulltrúa meirihlutans ekkert annað en sjálfsvörn því að auðvitað væri það fáránlegt að vera að setja peninga í það sem kannski yrði aldrei. Sjálfur kallaði hann síkið ræsi.

Sigurður: Vísaði til ábyrgðar kjósenda. Ef þeir vildu breytingar myndu þeir kjósa eftir því í kosningunum núna í vor.

Þeir sem þekkja til í Deiglunni átta sig sennilega á því að þegar yfir hundrað manns eru samankomnir þar vill verða mjög heitt í salnum og loftlaust. Fundarstjórinn var farinn að finna verulega til þess og sagði um leið og hann sleit fundi að hann gæti ekki betur séð en svo væri ástatt um fleiri. Þess vegna væri rétt að slíta þessum fundi á þeim tíma sem ráð var fyrir gert þó það væri ljóst að enn brynnu ýmis mál á viðstöddum.


mbl.is Heitar umræður oddvitanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggjum okkar af mörkum!

Friðrik Þór Guðmundsson byrjaði með því að gera texta fréttanna sem varð tilefni stefnu Pálma Haraldsson í Fons gegn fréttamanninum Svavari Halldórssyni að sínum og birta þær á blogginu sínu. Lára Hanna Einarsdóttir bætti um betur og setti fréttabrotin sem um ræðir inn á You Tube.

Bæði skora á alla að taka þátt og dreifa þessu sem víðast um Netið. Ég tók áskoruninni og afritaði færslu Láru Hönnu til að birta hér á blogginu mínu. Tilgangurinn er að sjálfsögðu sá að spyrna gegn þeim yfirgengilegu þöggunartilburðum sem Pálmi sýnir með stefnu sinni!

Ég vil með þessu lýsa yfir stuðningi mínum við þá fréttamenn sem hafa bein í nefninu til að vinna vinnuna sína þrátt fyrirsvívirðilega framkomu þeirra sem svífast einskis til að hylma yfir glæpsamlega hegðun sína sem setti heila þjóð á hausinn! Ég vil tryggja það að þeir fréttamenn sem hafa dug og þor geti flutt mér fréttir af slíkum jafnóðum og þær berast!

Fyrsta fréttin er frá 25. mars 2010

 

Pálmi Haraldsson notaði skuldaviðurkenningu frá Baugi sem veð þegar hann fékk tveggja og hálfs milljarða króna lán frá Glitni rétt fyrir hrun. Baugur og eigendur hans voru ráðandi hluthafar í Glitni og viðskiptafélagar Pálma. Bankinn hefur ekkert fengið greitt og peningarnir eru týndir.

Pálmi Haraldsson í Fons kom víða við í góðærinu. Hann átti Iceland Express, Skeljung, Securitas, flugfélagið Sterling og hluti í FL Group og bresku verslunarkeðjunni Iceland. Meðal helstu viðskiptafélaga hans var Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann átti meðal annars Gaum og réði ríkjum í Glitni.

Fons, félag Pálma, átti hlutabréf í Högum og Debenhams sem Pálmi seldi félaga sínum Jóni Ásgeiri í Baugi, snemma árs 2007. Á móti fékk Pálmi skuldabréf á Baug. Allir pappírar virðast hafa verið útbúnir í samræmi við lög og reglur. Pálmi fór með skuldabréfið í Glitni og lagði það að veði fyrir tveggja og hálfs milljarða króna láni sem hann fékk greitt út í peningum. Á þeim tíma var Baugur Jóns Ásgeirs í miklum vanskilum við Glitni Jóns Ásgeirs, en skuldabréfið þótti samt sem áður fullnægjandi trygging. Hlutabréfin hurfu síðar úr Baugi yfir í önnur félög Jóns Ásgeirs en allir gjalddagar voru framlengdir inn í framtíðina. Félögin þrjú í þessari fléttu fóru öll á hausinn eitt af öðru, Glitnir, Baugur og Fons. Þessa sögu má lesa úr lánasamningum, viðaukum og allskyns skjölum sem fréttastofa hefur undir höndum.

Allar skuldaviðurkenningar liggja ógreiddar í búum hinna gjaldþrota fyrirtækja. Einu alvöru peningarnir í þessum viðskiptum voru 2500 milljónir króna, sem fóru úr Glitni og í hendur Pálma Haraldssonar, en þeir peningar finnast hins vegar hvergi.

Önnur fréttin er frá 26. mars 2010

Ekki verður hægt að ganga að Pálma Haraldssyni vegna gjaldþrots Fons, þar sem hann er ekki í persónulegum ábyrgðum. Kröfur í þrotabú félagsins nema 38 milljörðum króna og ljóst að stór hluti tapast. Pálmi segist geta gert grein fyrir því hvað varð um tveggja og hálfs milljarðs króna ógreitt lán frá Glitni.

Fréttastofa sagði frá því gær að 2.500 milljónir króna sem Pálmi Haraldsson fékk lánaðar hjá Glitni fyrir hrun virðast gufaðar upp í flókinni viðskiptafléttu. Lögmaður Pálma hefur hótað fréttamanni málsókn, verði fréttin ekki dregin til baka og beðist afsökunar. Pálmi segir að féð hafi verið notað til að greiða lán Fons hjá Landsbankanum og kaup á sjóðsbréfum Glitnis og hefur látið fréttastofu í té færslunúmer þessu til sönnunar. Ómögulegt er hins vegar út frá þeim að staðfesta orð Pálma. Fréttastofa hafði í gær eftir heimildarmönnum, sem hún metur áreiðanlega, að féð virðist hafa horfið og finnist ekki í þrotabúi Fons.

Þeir hafa staðfest það aftur í dag. Lánið hefur aldrei verið borgað. Af frétt gærdagsins hefði mátt skilja að Pálmi hafi sjálfur tekið umrætt 2.500 milljóna lán persónulega, en ekki eignarhaldsfélag hans, Fons, sem nú er í skiptameðferð. Hér með er áréttað að Fons tók lánið, en Pálmi var þar aðaleigandi, annar tveggja prókúruhafa og einn skráður í framkvæmdastjórn, samkvæmt fyrirtækjaskrá. Kröfur í þrotabú Fons nema um 38 milljörðum króna og ólíklegt að nokkuð fáist upp í almennar kröfur.

Pálmi Haraldsson var hins vegar ekki í neinum persónulegum ábyrgðum og því fellur ekki blettur á hans kennitölu við gjaldþrot Fons. Hann á enn miklar eignir víða um lönd í gegnum önnur félög sín.

Fyrirtækjaveldi Pálma virðist hafa fengið góða fyrirgreiðslu hjá Glitni fyrir hrun. Fréttastofa hefur undir höndum gögn um fjögur lán sem tekin voru frá því í desember 2007 og fram á mitt ár 2008. Samanlögð upphæð þeirra nemur um 22 milljörðum króna. Þrotabú Glitnis gerir tæplega 24 milljarða króna kröfu í þrotabú Fons og fyrirséð er að það muni taka milljarðaskell. Títtrætt 2.500 milljóna lán hefur aldrei verið greitt og féð finnst ekki í þrotabúi Fons.

Þriðja fréttin er frá 4. apríl 2010

Eignarhaldsfélaginu Sundi var tryggt með leynisamningi við Baug að það gæti losað sig við fimmtungs hlut sinn í Northen Travel Holding á hærra verði en hann var keyptur. Að auki fékk Sund sérstaka þóknun fyrir viðvikið, samtals 475 milljónir króna.

Í desember 2006 seldi FL-Group lággjaldaflugfélagið Sterling fyrir 20 milljarða inn í nýtt félag, Northern Travel Holding. Það var í eigu stórra hluthafa Glitnis, seljandans FL, og Fons Pálma Haraldssonar og síðan Sunds, sem var í eigu fjölskyldu Óla heitins í Olís. Hið síðastnefnda lagði til 2500 milljónir og eignaðist um 22% í nýja félaginu. Baugur, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, skuldbatt sig jafnframt til að kaupa aftur bréfin af Sundi, samkvæmt leynilegum baksamningi. Fons stofnaði svo nýtt félag 2008, M21 sem fékk lán hjá Glitni til að kaupa Sunds-bréfin, fyrir 2750 milljónir. Hlutabréfin sjálf voru látin duga sem veð og lánið er enn ógreitt. Sund fékk að auki sérstaka 222 milljóna króna þóknun fyrir ómakið. Mál þetta er til rannsóknar hjá yfirvöldum.

Fons bólgnaði út og greiddi eigendum sínum rúma fjóra milljarða í arð, en Fons, Northern Travel Holdins, Baugur og Glitnir eru nú öll farin á hausinn. Skiptastjóra Fons hefur tekist að rekja slóð milljarðanna fjögurra til Lúxemborgar, en síðan ekki söguna meir. Um þá snýst eitt fjölmargra riftunarmála sem hann hefur höfðað. Þetta má allt saman lesa út úr skýrslu endurskoðenda, leynisamningnum sjálfum, lánasamningum og fleiri skjölum. Allt var þetta hluti mikillar viðskiptafléttu þar sem Sterling flugfélagið gekk ítrekað kaupum og sölu, og allir virðast hafa grætt, ja nema Glitnir.

Eftirmáli, þulur les: Ekki náðist í Pálma Haraldsson við vinnslu þessarar fréttar og Jón Ásgeir Jóhannesson vildi lítið tjá sig um málið.


mbl.is Eignir auðmanna frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasti borgarafundur vetrarins

Borgarafundur verður haldinn í Deiglunni fimmtudagskvöldið 8. apríl n.k. og hefst hann kl. 20:00. Yfirskrift fundarins er: „Hver vinnur Akureyri?“ en tilefnið er bæjarstjórnarkosningarnar núna í maí. Spyrlar munu spyrja fulltrúa af framboðslistunum, sem bjóða fram til komandi kosninga, um málefni sem varða akureyskt samfélag og framtíð Akureyrar.

Fundarstjóri: Embla Eir Oddsdóttir

Pallborðið:
Edward H. Huijbens, fulltrúi Vinstri grænna
Geir Kristinn Aðalsteinsson, fulltrúi L-listans
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, fulltrúi Framsóknarflokks
Logi Már Einarsson, fulltrúi Samfylkingar
Sigrún Björk Jakobsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks
Sigurður Guðmundsson, fulltrúi Bæjarlistans

Spyrlar og málefnin sem þeir hafa á sinni könnu:
Erlendur Steinar Friðriksson: Framtíðarsýnin
Jóhann Ásmundsson: Atvinnumálin
Jóna Lovísa Jónsdóttir: Velferðarmálin
Knútur Karlsson: Miðbæjarskipulagið

                                                               Borgarafundanefndin


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband