Bloggfćrslur mánađarins, september 2014

Mjólkin og pólitíkin

Einu sinni var gríđarlega stórt mjólkurbú sem hét Korpúlfsstađir. Húsbóndinn ţar hét Thor Jensen. Sonur hans var Ólafur Thors. Hann var leiđtogi Sjálfstćđisflokksins í nćr ţrjá áratugi. Sjálfstćđisflokkurinn var flokkur ţeirra sem áttu von í peningum auk ţeirra sem álitu heiti hans tengjast sjálfstćđisbaráttu landsins.

Thor Jensen og frú og Ólafur Thors á yngri árum

Á fjórđa áratug síđustu aldar voru ţeir sem áttu umtalsverđar eignir fámennir en engu ađ síđur fjármagnsfrekir eins og oft og tíđum gegnir um ţá sem tekst ađ telja umhverfi sínu trú um ađ ţeir eigi ţađ sem ţeir krefjast. Á síđustu áratugunum áđur en Ísland fékk sjálfstćđi frá Dönum voru ţetta nokkrir óđalsbćndur og svo sjávarútvegsforkólfar og stórkaupmenn.

Fyrstu árin virtist ekkert ógna völdum Sjálfstćđisflokksins en frá og međ árinu 1927 varđ Framsóknarflokkurinn harđur keppinautur. Jónas frá Hriflu og Tryggvi Ţórhallsson voru fyrstu leiđtogar Framsóknarflokksins til ađ ógna “veldi“ ţeirrar nýju eignastéttar sem var ađ verđa til í byrjun síđustu aldar og ţeim félagasamtökum sem hún hafđi búiđ til í ţeim tilgangi ađ tryggja sér og sínum völd og viđhalda ţeim.

Nokkru áđur en ţetta varđ hafđi Thor Jensen tekiđ peninga úr sjávarútvegsfyrirtćkinu Kveldúlfi og stofnađ og byggt upp mjólkurbúiđ ađ Korpúlfsstöđum. Hann réđi m.a. danska mjólkurfrćđinga til ađ ná ţeim framúrskarandi árangri í mjólkurframleiđslunni sem hann sóttist eftir. Korpúlfsstađir varđ stćrsta mjólkurbú landsins á tímabilinu 1929-1934 og sá langstćrstum hluta Reykjavíkur fyrir mjólk. Ađrir mjólkurframleiđendur komust ekki međ tćrnar ţar sem mjólkurbúiđ viđ bćjardyr Reykjavíkur hafđi hćlanna í hreinlćti, gćđum og magni.

Áriđ 1934 kom fram nýr leiđtogi Framsóknarflokksins ţó hann yrđi reyndar ekki formađur hans fyrr en 10 árum síđar. Ţessi nýi leiđtogi gerđist fulltrúi ţeirra sem ţóttust sviknir af dekri Sjálfstćđisflokksins viđ ţá eignastétt sem hafđi vaxiđ upp í sveitum landsins en valiđ sér athafnasviđ á mölinni niđur viđ sjóinn. Afurđasölulögin sem Hermann Jónasson kom á áriđ 1934 voru e.t.v. hugsuđ af einhverjum til ađ ná sér niđur á ósvífninni sem hinir nýríku kaupstađabúar sýndu fortíđinni og sveitamenningunni. 

Pólitísk átök sem leiddu til helmingaskipta

Mjólkursölulögin voru hluti afurđasölulaganna en ţau gerđu öllum mjólkurframleiđendum skylt ađ selja mjólkina til mjólkursamfélaga kaupfélaganna  eđa SÍS. Ţessi lög kipptu rekstrargrundvellinum undan Korpúlfsstöđum og setti búiđ á hausinn sama ár og ţau gengu í gildi. Hins vegar urđu ţau til ađ rétta ţannig viđ ógćfulegum hag SÍS ađ áriđ 1937, eđa ţremur árum eftir ađ ţau gengu í gildi, ţá voru inneignir sambandsins orđnar hćrri en skuldirnar (sjá hér).

Áriđ 1934 voru ađ undirlagi Framsóknarflokksins sett ný mjólkursölulög sem komu ţví skipulagi á dreifingu mjólkur sem viđ ţekkjum í dag. Lögin áttu ađ jafna ađstöđu bćnda hvar sem ţeir bjuggu á landinu og féllu jafnframt ađ ţeirri hugmynd Framsóknarmanna ađ smábýlarekstur vćri ćskilegasta fyrirkomulagiđ í landbúnađi.

Taliđ var ađ lögunum vćri ekki síst beint gegn Thor Jensen, sem rak stórbú ađ Korpúlfsstöđum. Eftir ađ mjólkursölulögunum var komiđ á gat hann ekki selt Korpúlfsstađamjólkina sérstaklega heldur ţurfti öll mjólk í Reykjavík ađ fara gegnum Mjólkursamsöluna, nema greitt vćri verđjöfnunargjald. Upp úr ţessu hnignađi Korpúlfsstađabúinu og ţađ lagđist loks af. Alţýđuflokkurinn studdi mjólkursölulögin, en Sjálfstćđisflokkurinn var á móti. Ţetta var ţví hápólitískt og flokkspólitískt mál (sjá hér).

Ţó hagur SÍS vćnkađist áriđ 1937 ţá ríkti kreppa annars stađar í landinu. Hún kom m.a. niđur á sjávarútvegsfyrirtćkinu Kveldúlfi sem ţetta ár fékk einhverja innspýtingu ţrátt fyrir harđvítuga gagnrýni Einars Olgeirssonar og félaga. Ţá kom m.a. framsóknarţingmađurinn Eysteinn Jónsson Kveldúlfi til varnar. Einhverjir hafa haldiđ ţví fram ađ á ţessum árum hafi skuldum Kveldúlfs veriđ velt yfir á herđar almennings í gegnum endurreisn Landsbankans (sjá t.d. hér).

Hér má svo benda á ađ Reykjavíkurborg keypti Korpúlfsstađi af Thor Jensen áriđ 1942 en ţá var Bjarni Benediktsson (eldri) borgarstjóri (sjá hér). Sjávarútvegsfyrirtćkiđ Kveldúlfur var hins vegar ekki gert upp fyrr en áriđ 1974 nokkrum árum eftir ađ ţađ varđ gjaldţrota. Ţá leysti Landsbankinn ţađ til sín sem eftir var ađ eigum félagsins. Á ţeim tíma var Jónas H. Haralz bankastjóri bankans (sjá hér).

Stórir gerendur í utanríkissamskiptum og íslenskum efnahagsmálum

Lćt ég ţar međ lokiđ stuttri samantekt um forsögu/bakgrunn og lög sem hafa aliđ af sér fleiri milliliđi en ég reikna međ ađ Hermann Jónasson hafi órađ fyrir ađ lögin myndu geta af sér og hafa kostađ bćđi neytendur og bćndur meiri auđćvi en nokkur gat séđ fyrir!

Mín niđurstađa í ţessu er sú ađ flokkspólitíkin er almenningi dýrari en ađ hann fái viđ kostnađinn ráđiđ. Reyndar er allt eins líklegt ađ önnur stjórnarform reyndust síst ódýrari. Hins vegar blasir ţađ vćntanlega viđ hverjum manni ađ ţegar framleiđslu er ćtlađ ađ bera uppi launakostnađ fjölda milliliđa, sem hafa stillt sér upp á milli framleiđandans - í ţessu tilviki: mjólkurbóndans - og neytendans, ţá er hćtt viđ ađ ţađ sé ekki bara neytandinn sem líđi fyrir heldur líka framleiđandinn og varan sem um rćđir. 

Ýtarefni:
Brot MS alvarlegt fyrir samfélagiđ allt
RUV 23. september 2014.
Mjólkurbúiđ Mjöll var risafyrirtćki
Skessuhorn 28. maí 2014.
Rakel Sigurgeirsdóttir. Til kvótastýrđs sjávarútvegs III (blogg) 26. janúar 2014
- Til kvótastýrđs sjávarútvegs II (blogg) 23. október 2013.
- Til kvótastýrđs sjávarútvegs I (blogg) 12. október 2013.
- Til kvótastýrđs landbúnađar (blogg) 22. september 2013.
Ingi Freyr Vilhjálmssson Á allt of trođnum slóđum DV 20. nóvember 2012
Guđrún Pétursdóttir Um helmingaskipti og fyrirgefningu skulda Morgunblađiđ 28. ágúst 2003


mbl.is MS greiđi 370 milljónir í sekt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband