Fćrsluflokkur: Bćkur

Yndislega margbrotin mynd

Villtu vinna milljarđTíminn líđur svo hratt ađ ég man ekki lengur hvort ţađ er eitt eđa tvö ár síđan ég las bókina Viltu vinna milljarđ? eftir Vikas Swarup. Bókin er alveg yndisleg eins og allir vita sem hafa lesiđ hana. Ég mćlti ţess vegna međ henni viđ alla á sínum tíma. Ţeir sem hafa unun af lestri góđra bóka en hafa enn ekki lesiđ ţessa sögu hvet ég til ađ gera ţađ.

Sagan er nú orđin ađ kvikmyndinni Slumdog Millionare. Ég fór ađ sjá hana í Borgarbíói á Akureyri í kvöld og ţvílík upplifun! Ţessi mynd er bókstaflega hlađborđ af öllu ţví besta sem mađur getur krafist af góđri bíómynd. Ţađ sem kemur mér e.t.v. mest á óvart er ađ mér fannst myndin ađ sumu leyti áhrifaríkari en sagan sjálf.

Hvernig á líka venjulegur Íslendingur, eins og ég, ađ sjá fyrir sér ţađ sem hann ţekkir ekki eins og fátćkrahverfiđ og mannmergđina í Mumbai? Myndin bćtir úr ţví og ţó sagan í myndinni sé töluvert breytt frá ţeirri í bókinni ţá skiptir ţađ ekki máli. Ţćr eru yndislegar báđar.

Ađalleikararnir í Slumdog MillionaireAđalleikarinn, Dev Patel, er líka ákaflega sannfćrandi sem hinn hreinlyndi og gegnheili Jamal Malik. Myndin er veisla fyrir skynfćrin. Hún snerti svo sannarlega viđ mér. Ţar var margt sem hjálpađist ađ en tónlistin átti ekki sístan ţátt í ţví.

Bókin fékk afar góđa dóma bćđi hér og erlendis. Myndin hefur líka ţegar hlotiđ góđar viđtökur og fjögur Golden Globe-verđlaun. „Myndin var međal annars kosin besta dramatíska kvikmynd liđins árs. Leikstjórinn, Danny Boyle, fékk verđlaun fyrir besta leikstjórn og myndin var einnig verđlaunuđ fyrir besta handritiđ og bestu tónlistina.“ (Sjá hér)

Í krćkjunni sem ég setti inn á vef Borgarbíós er hćgt ađ sjá sýnishorn úr myndinni. Takiđ sérstaklega eftir ţví ađ í lok ţess heyrist lag Sigur Rósar; Hoppaípolla.

Eins og ég sagđi er ţetta ákaflega vel gerđ mynd. Sagan er góđ. Leikstjórnin meiri háttar og tónlistin sérstaklega vel valin. Ég vil meina ađ myndin hafi allt til ađ bera sem hćgt er ađ krefjast af góđri mynd. Ţeir sem vilja fara í bíó til ađ sjá vel gerđa mynd sem snertir viđ tilfinningunum ćttu  alls ekki ađ láta ţessa fara fram hjá sér.

Ţó myndin eigi ađ gerast í Indlandi, sé tekin ţar og leikararnir séu flestir af indverskum uppruna ţá er myndin ekki indversk í ţeirri merkingu. Í afkynningu hennar er samt dans- og söngvaatriđiđ sem er svo einkennandi fyrir margar ţarlendar kvikmyndir. Međ skemmtilegri afkynningum sem ég hef séđ. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband