Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Argaþras og málþóf nýskrúbbaðra pólitíkusa

Það er kannski ekki nema von að manni verði hugsað til þessarar myndar Halldórs um leið og maður lítur eftir störfum þingmannanna sem takast nú á sem aldrei fyrr:
HvítþvotturÞeim veitir sennilega ekki af grænsápuþvotti á sálinni líka en það er alveg sama hve þeir skúra sig og skrúbba að utan sem innan flestum þeirra mun ég aldrei treysta aftur! Þeir sem setja sig upp á móti nauðsynlegum grundvallarbreytingum í lýðræðisátt treysti ég þó allra, allra verst! Aðferðirnar sem þeir nota ættu að opna augu allra annarra um gagnsleysi þeirra í almannaþágu líka.

mbl.is Tekist á um stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er svo skrýtið hvað það er erfitt að skilja suma þeirra

Atli GíslasonÉg var í Reykjavík um liðna helgi. Var þar reyndar alveg frá því á miðvikudagskvöldið og fram á sunnudag. Um leið og ég lenti brunaði dóttir mín með mig beinustu leið á borgarafund í Iðnó. Þar hlýddi ég á tvö fantagóð erindi.

Atli Gíslanson, lögfræðingur og þingmaður, flutti annað. Hann tók það fram að á þessum borgarafundi talaði hann sem lögfræðingur en ekki þingmaður. Mér heyrðist á öllu að hann sé komin með það alveg á hreint að þau eru mörg efnahagsbrotin sem hafa verið verið framin að undanförnu hér á landi. Það þarf að rannsaka þessi mál og taka á þeim hið strax.

Begur Þorri Viktorsson, hæstaréttardómari, var annar sem vakti athygli mína fyrir skeleggan flutning og innihald. Í stuttu máli sagði hann að vilji væri allt sem þyrfti. Nú væri tími framkvæmda. Biðin myndi kalla yfir þjóðina enn meiri hörmungar. Atvinnulífið og efnahagslífið myndi lamast. Efnahagslægðin dýpka og tíminn sem það tæki þjóðina að koma sér upp úr henni lengjast. 

Bjarni BenediktssonSvo kom Bjarni Benediktsson, þingmaður. Það var undarlegt að hlusta á hann. Ég veit ekki hvort það var eitthvað í höfðinu á mér eða í málflutning Bjarna sem gerði það að verkum að ég skildi ekki hvað hann var að segja. Ég náði ekki stefnunni eða innihaldinu. Hann var þó eitthvað að reyna að eigna síðustu ríkisstjórn það sem núverandi hefur gert. Svo fór hann alltaf með þráðinn út í móa, upp í hlíðar og í allar mögulegar áttir aðrar en beint áfram. 

Ég hafði mig alla við en skildi minnst af því sem hann sagði. Að lokum var farið að suða í höfðinu á mér eins og í útvarpstæki sem finnur enga rás. Mér var hugsað til þess að Sjálfstæðisflokkurinn er með námskeið eða skóla fyrir verðandi flokksefni. Eitt af því sem þeir læra þar er ræðumennska sem Gísli Blöndal stýrir. Ég veit ekki hvort ég á að auglýsa það hér en ég hef kennt tjáningu í mörg ár og er þess vegna vön því að hlusta á alls kyns ræður en ég held að enginn nemandi minn hafi gert sig sekan um að flytja jafn lélega ræðu og Bjarni þetta kvöld. 

Nú er ég ekki að meta innihaldið því að miðað við það sem ég náði var innihaldið ekki alveg glatað þó ég leggi kannski lítinn trúnað á það sem hann sagði þar. Það var hins vegar samhengið og stefnuleysið sem fór alveg með ræðuna. En nóg af ræðu Bjarna. Það var kannski við því að búast að ég myndi gagnrýna hann  en ég bjóst við að það yrði frekar fyrir innihald en tæknileg atriði í sambandi við uppbyggingu ræðunnar hans.

Það vakti líka sérstaka athygli að Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, var dottinn ofan í einhverja úrelta stjórnmálamannataktík og svaraði í löngu máli spurningum sem til hans var beint án þess að á neinu væri að byggja í svörum hans. Við endurteknar spurningar um svipað efni vísaði hann aftur í innihaldslausa svarið sitt á undan. Þetta var reyndar sorglegt. Maður varð einhvern veginn máttvana frammi fyrir svörum sem stönguðust einhvern veginn á við það sem hann sagði áður en hann tók við embætti. Hlustuðum við kannski ekki nógu vel þá?

Að loknum þessum fundi hugsaði ég um það að almenningur á rétt á heiðarlegum svörum í stað orðavaðals með engu innihaldi. Við eigum líka rétt á að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, tali við okkur á mannamáli en leiki sér ekki að því að fela allt í þokukenndum tilsvörum eða svæfa athygli okkar í innihaldslausum orðavaðli. 

Mig langar að lokum að vekja athygli á því að Katrín Snæhólm bloggaði um þennan sama borgarafund. Ég hvet ykkur til að lesa það ef þið eruð ekki þegar búin að því.


Biðin er ströng en vonandi verður hún ekki löng!

Það tekur allt tíma. Grundvallarbreytingar taka líka tíma. Þegar slíkra breytinga er þörf tekur það þó á að bíða. Ég bíð þess að fleiri vakni til vitundar um það sem hefur gengið á í samfélaginu á undanförnum árum. Ég bíð þess að þeir sjái og skilji hvað það sem fram fór hefur gert okkur. Hvaða alvarlegu afleiðingar það hefur haft fyrir íslensku þjóðina. Ég bíð þess að allir opni augun og horfist í augu við þær staðreyndir sem blasa við. Það reynir á þolinmæðina að bíða. Það reynir á vegna þess að það setur að mér ugg að hugsa til þess hvaða afleiðingar biðin hefur.

Það er ljóst að enn hefur meiri hluti þjóðarinnar atvinnu en þrátt fyrir hækkandi vöruverð standa launin í stað. Afborganir lána hafa líka hækkað hjá öllum og líklega munu skattar hækka líka. Sumir segja að maður megi ekki vera neikvæður. Við höfum haft það allt of gott hérna áður og nú sé komið að skuldadögunum. Það er í raun ótrúlegt að hlusta á blekkingarnar sem margir reyna að fela sig á bak við og/eða hugga sig við.
Rennur úr greipÞegar tæplega 20.000 einstaklingar eru án atvinnu þá gefur það auga leið að langflestir hljóta að þekkja einhvern sem hefur misst atvinnuna. Sumir reyna að segja „fallegar“ sögur af fjölskylduföðurnum sem loksins hefur tækifæri til að vera með börnunum sínum. Sögur af því að allt sé nýtt miklu betur nú en áður. Engum afgöngum hent og allt brauð bakað heima. Ekkert ljótt um þetta að segja svo sem en það bætir ekki fyrir sívaxandi atvinnuleysi og ástæður þess.

Það er líka staðreynd að atvinnuleysi hefur alltof margar og alvarlegar hliðarverkanir sem „fallegar“ sögur um sjálfsbjargarviðleitni og ný tækifæri geta aldrei dulið. Margir sem missa atvinnuna upplifa höfnun, tilgangsleysi, einangrun og í versta falli þunglyndi. Atvinnuleysi þýðir líka oft og tíðum það að ekki er hægt að standa við þær skuldbindingar sem viðkomandi gerði miðað við þær tekjur sem hann hafði. Þeir sem missa atvinnuna í dag geta þó ekki selt neitt nema með Þrúgandi áhyggjurgífurlegum afföllum.

Atvinnuleysi er samfélagslegt vandamál. Það ógnar bæði geðheilbrigði einstaklings- ins sem missir atvinnuna og aðstandenda hans. Þeir sem missa atvinnuna eiga rétt á bótum sem þurfa að koma einhvers staðar frá en það koma engin verðmæti á móti. Atvinnuleysisbæturnar duga tæpast fyrir nauðþurftunum þannig að mikið atvinnuleysi hægir líka verulega á hjólum efnahagslífsins.

Atvinnuleysi eykur álagið á heilbrigðis- stofnanirnar í landinu en þar er verið að skera niður af miklum krafti. Við getum auðvitað sagt okkur sjálf hvað þetta þýðir. Álagið á þá sem sinna heilbrigðismálum og þá einkum þeirri sem lýtur að andlegri heilbrigði eykst gífurlega. Álagið getur orðið svo mikið að það ógnar heilsu og í versta falli lífi þeirra sem þurfa að standa undir því.

Svo eru það þeir sem eru að missa eigur sínar. Ég heyrði það um daginn að það væru á milli 30-40.000 heimili sem hefðu verið eða eiga það yfir höfði sér að vera tekin til gjaldþrotaskipta. Ég vona svo sannarlega að þetta séu ýkjur. Ég hef líka heyrt og lesið fögur oforð stjórnmálamannanna og vinsamleg tilmæli um að hlífa þeim sem eru komnir í þrot með greiðslur af lánunum sínum. Hins vegar skilst mér að bankarnir, sem vel að merkja eru langflestir í eigu ríkisins, gangi hart fram í því að innheimta skuldir. Þegar það gengur ekki leysa þeir til sín veðin sem lánin eru bundin í.

Það eru ekki aðeins bankarnir sem ganga þannig fram heldur önnur fjármálafyrirtæki líka. Mest hefur þó borið á lánastofnunum sem hafa lánað fé til vinnutækja- og bílakaupa. Stórar vinnuvélar og bílar eru hirt upp í skuld og seld úr landi. Skuldararnir sitja eftir með sárt ennið og vangoldið lán sem hefur hlaðið á sig alls konar aukakostnaði vegna þess að það sem lánið átti að standa undir var hirt af þeim. Lánin sem skuldararnir sitja uppi með hefur þannig margfaldast en í verstu tilvikunum hafa þeir tapað vinnutækinu sínu sem er þeim nauðsynlegt til að afla tekna til að borga af láninu.
Þægilegt að neita að sjáAllt ósköp eðlilegt ef við neitum að horfast í augu við það að forsendur allra lána- samninga sl. ára eru brostnar, eða hvað? Stöldrum við og skoðum þetta aðeins betur. Hljómar þetta ekki allt saman eins og það sé illskan sem situr við stýrið þegar öll heildarmyndin er skoðuð?

Mér finnst það t.d. alveg ótrúlegt að sá sem missir atvinnutækið sitt þurfi að borga allt að því þrefallt hærra verð fyrir það en það er metið á þegar það er tekið upp í lánið. Mér finnst reyndar svo margt lykta af illsku og öðrum vafasömum kenndum í kringum þessar peningastofnanir allar saman að ég ætla að hlífa mér við því að telja það allt saman upp að þessu sinni.

Mér er það hulin ráðgáta hvernig það getur farið fram hjá nokkrum manni að það er eitthvað mikið, mikið að! Að það er þörf fyrir grundvallarbreytingar í samfélaginu. Við þurfum ekki aðeins að breyta okkar eigin hugarfari heldur þurfum við að hreinsa til í samfélaginu til að nýjar hugmyndir nái fram að ganga. Sérstaklega innan stjórnsýslunnar og inni í fjármálafyrirtækjunum.

Margir benda á að framundan sé tækifæri til þess þar sem bráðum verða kosningar. Ég vil meina að við séum að láta dýrmætt tækifæri til breytinga ganga okkur úr greipum. Ég vil meina að mótmæli og borgarafundir séu dýrmæt vopn okkar almennings til að minna á sanngjarnar kröfur okkar um breytingar í réttlætisátt.

Ég get ekki betur séð og heyrt en þeir sem treysta á brautargegni sitt í pólitíkinni á næsta kjörtímabili séu í afneitun eða þá að þeir séu að verja hagsmuni allra annarra en þeirra sem eru að missa heimili sín og atvinnu nú. Stundum hvarflar m.a.s. að mér að þeir séu að verja hagsmuni þeirra sem græða á atvinnuleysinu og því að eignast eigur landsmanna á nauðungaruppboðumPinch

Ég trúi því ekki að hinum almenna borgara finnist það í lagi að hér séu upp undir 20.000 manns atvinnulausir, á milli 30-40.000 heimili undir hamrinum og að það sé verið að selja stórvirk atvinnutæki og stóran hluta bílaflota landsmanna úr landi. Það getur ekki verið að það hafi farið framhjá fólki að erlendir kröfuhafar gömlu bankanna hafa nú þegar gefið eftir skuldir þeirra við sig.

Eða með öðrum orðum: Þeir hafa og/eða munu afskrifa þær að stærstum hluta. Nýju bankarnir ætla samt að innheimta skuldir hins almenna borgara að fullu. Ég þarf sennilega ekki að minna neinn á að þeir hafa afskrifað skuldir gömlu eigendanna og einhverra vildarviðskiptavina sinna líka en við þurfum að borga upp í þessar afskriftir. Þær eru reiknaðar inn í verðtrygginguna og vextina af lánunum okkar.
Gjáin milli ríkra og fátækraRanglætið er svo himinhrópandi! En samt tala einhverjir um þolinmæði og benda á að það sé verið að gera eitthvað... en hvað er verið að gera?! Getur einhver sagt mér það nákvæmlega og bent mér á árangurinn af því um leið?! Ég veit að hlutirnir taka tíma en ég veit að tíðindaleysi þýðir yfirleitt yfirhylmingu og/eða vísvitandi tafir.

Nú er þegar hálft ár síðan margir eigendur bankanna, ásamt fleirum færðu allar sínar eigur á nöfn eiginkvenna sinna. Þeir treysta því að tíminn vinni með þeim. Ef við bíðum í tvö ár þá eru þeir hólpnir... Þá hefur þeim tekist það sem mér sýnist að þeir í siðleysi sínu og græðgi ætli sér. Þeir vilja verða ríkir en ætla að láta almenning borga eignirnar sínar!

Það tekur allt tíma. Grundvallarbreytingar taka líka tíma. Ein þeirra breytinga sem verður að eiga sér stað er sú að við hættum að líta upp til auðs og valda með óttablandinni virðingu. Við vitum að margir eigendur bankanna og fleiri með þeim drýgðu stórkostlega glæpi. Þeir gerðu sig ekki aðeins seka um auðgunarbrot af ýmsu tagi heldur líka alvarleg svik gagnvart skjólstæðingum bankanna sem þeir stýrðu. Þeir rændu þjóðina með þeim afleiðingum að margir hafa misst vinnuna og enn fleiri heimili sín.

Er einhver tilbúin til að gleyma slíkum svikum?! Eftir hverju er að bíða!! Af hverju eru eigur þeirra og eiginkvenna þeirra ekki frystar?! Af hverju eru skattaskýrslur þeirra og eignastaða ekki yfirfarin?! Af hverju eru þeir ekki færðir til yfirheyrslu?! Af hverju stendur þjóðin ekki saman um þessar kröfur?! Af hverju erum við látin líða og bíða í óvissu en glæpamönnunum hlíft?!

Ég bara spyr því ég hef áhyggjur af því hvaða afleiðingar biðin hefur fyrir mig og þig...


Við skulum öll sameinast og mótmæla næsta laugardag

Mér finnst hún alltaf jafnskrýtin spurningin um það hvers vegna ég mótmæli og hverju ég er að mótmæla. Mér finnst það liggja svo í augum uppi að það ætti ekki að þurfa að útskýra það. En kannski á þessi spurning rétt á sér og þess vegna ætla ég að reyna að svara henni í fáum orðum.

Við bankahrunið síðastliðið haust þá fékk ég staðfestingu á því sem mig hafði lengi grunað. Það var eitthvað mikið að í íslensku samfélagi. Meinið lá ekki beinlínis hjá þjóðinni. Þ.e.a.s. mér og þér. Meinið var meira eins og dulið krabbamein sem hafði þó áhrif á þjóðina alla. Það má líka segja að meinið hafi verið enn flóknara því það var ekki síður andlegt. Áróðurinn sem var viðhafður miðaði allur að því að gera þjóðina meðvirka. Við áttum að líta upp til neyslufíklanna og taka þá okkur til fyrirmyndar.
Réttlæti
Við bankahrunið varð mér ljóst að neyslu- fíklarnir höfðu í skjóli áróðursins rænt þjóðina. Það var þessi staðreynd sem ýtti mér af stað út í mótmælin í upphafi. Einhverjir ömuðust við því og fannst ég gera mig seka um það að vera of pólitísk. Ég hef alltaf hafnað því og geri það enn. Sterk réttlætiskennd er nefnilega hafin yfir alla pólitík að mínu mati.

Því er ekki að neita að mér blöskruðu viðbrögð stjórnvalda sem einkenndust að aðgerðarleysi og áframhaldandi árórði sem var í engum takti við hin hrópandi vandamál sem mér fannst blasa við. Það skipti ekki máli hverjir hefðu verið við stjórn, hverjir eru við stjórn eða hverjir verða við stjórn. Ég sætti mig ekki við aðgerðarleysi og á meðan það viðgengst þá held ég áfram að mótmæla!

Ég ætlast til að þeir sem settu þjóðina á hausinn verði sóttir til saka! Ef ég hefði gerst sek um auðgunarbrot væri ég yfirheyrð og ákærð. Ég vil að það sama sé látið yfir alla ganga. Það að margir flækist inn í það sem olli bankahruninu og það að upphæðirnar séu ógnarstórar er sísta afsökunin fyrir því að málið sé látið kyrrt liggja.

Þó þeir sem muni vinna að málinu muni þurfa að mæta hótunum afsakar það ekki heldur að málið sé látið kyrrt liggja. Það sem skiptir máli er að það er ekkert réttlæti í því að við, íslenskur almenningur, eigum að blæða fyrir þessa glæpi. Við og afkomendur okkar.

Ég mótmæli! Ég mótmæli í nafni barna minna og barnabarna. Ég mótmæli fyrir alla þá sem mér þykir vænt um. Fyrir alla þá sem þurfa að líða fyrir það að það er verið að skera niður í velferðarkerfinu sem var ekki svo burðugt fyrir. Ég mótmæli fyrir hönd okkar allra hvort sem þeim líkar betur eða verr. 

Ég læt engan tala niður til mín þess vegna. Ég læt engan setja á mig einhvern pólitískan stimpil þó ég krefjist réttlætis fyrir íslenska þjóð. Mér er reyndar alveg sama þó einhver vilji kalla mig vinstri græna eða kommúnista fyrir það að ég mótmæli. Ef það er orðið yfir réttlæti í orðaforða þeirra, sem það gera, þá er mér sama. Ég mótmæli og er stolt af því! Ég get ekki setið þegjandi undir óréttlætinu sem felst í því að þeir sem settu landið á hausinn skuli enn ganga lausir.

Ég ætla að taka þátt í mótmælum n.k. laugardag. Ég vona svo sannarlega að þú gerir það líka. Það er nefnilega rík ástæða til! Mundu að mótmælin hafa haft áhrif þó við höfum ekki fengið það sem að mínu mati er brýnast út úr þeim enn.

Ef fram fer sem horfirNeyslufíklarnir sem settu landið á hausinn leika enn lausum hala. Vegna þess sem þeir gerðu okkur hafa margir glatað öllu sínu sparifé. Misst húsin sín, bílana sína og síðast en ekki síst atvinnuna sína. Þeir eru núna rúmlega 16.000 sem ganga um atvinnulausir.

Hvaða afleiðingar telur þú að þetta eigi eftir að hafa fyrir samfélagið? Ég veit að ef ég missti allt mitt þá missti ég um leið vonina, trúna og kærleikann. Ég reikna með að ég yrði döpur, reið og fylltist jafnvel hefndarþorsta.

Ég vil það ekki og ég vil ekki að neinn þurfi að standa frammi fyrir slíkum tilfinningum heldur. Til að sporna gegn óréttlætinu og afleiðingunum þurfum við að standa saman. Ég hvet alla til að mótmæla n.k. laugardag og standa vörð um réttlætið og geðheilbrigði þjóðarinnar um leið!


mbl.is 14 þúsund heimili eiga bara skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarafundur: Hverjum þjóna fjölmiðlar?

Síðastliðinn sunnudag  (1. mars) var haldinn enn einn borgarafundurinn hér á Akureyri. Fundurinn fór fram í Deiglunni að þessu sinni og hófst klukkan þrjú. Yfirskrift fundarins var: Hverjum þjóna fjölmiðlar? Markmiðið var að fjalla um hlutverk fjölmiðla í samfélaginu.

Fundarstjóri var Edward H. Huijbens en frummælendurnir voru þrír. Tveir komu að sunnan og var það megin- ástæðan fyrir því að fundurinn var haldinn um miðjan dag á sunnudegi að þessu sinni. Þennan sunnudag var glampandi sól og þess vegna flestir sennilega að reyna sig við skíðabrekkurnar í Hlíðarfjalli. Þrátt fyrir það voru þó rúmlega 30 manns á fundinum. Auðvitað voru það sorglega fáir miðað við brýnt umtæðuefni en fundurinn tókst samt vel að mati viðstaddra.

Tveir frummælendana komu að sunnan, eins og áður sagði, en það voru þau: Þorbjörn Broddason prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og Björg Eva Erlendsdóttir ritsjóri Smugunnar. Auk þeirra var Björn Þorláksson fréttamaður Stövar 2 hér á Akureyri með framsögu. Ágúst Ólafsson forstöðumaður Svæðisútvarps RÚV á Akureyri og Guðmundur Heiðar Frímansson heimspekingur og deildarforseti við kennaradeildina við Háskólann á Akureyri sátu líka í pallborði ásamt framantöldum.

Sóley Björg Stefánsdóttir, einn skipuleggjanda borgarafundanna hér fyrir norðn, tók framsögurnar upp að þessu sinni. Upptökurnar birti hún síðan á Facebook og set ég krækjur undir nöfnum framsögumanna þannig að þeir sem eru á Fésinu geta hlutstað á ræðurnar ef þeir vilja. Ég leyfi mér að mæla sérstaklega með einstaklega góðri ræðu Þorbjarnar Broddasonar sem var fyrstur til að taka til máls á þessum fundi.
Þorbjörn Broddason
Það er engin spurning í huga Þorbjarnar hverjum fjölmiðlar eiga að þjóna. Hann sagði að fjólmiðlar ættu að vera handbendi skjólstæðinga sinna en þá sagði hann vera: lesendur, hlutstendur og áheyrendur. Eftir þetta skýra svar í byrjun ræðu sinnar leit Þorbjörn aftur til tíma flokksblaðanna og velti því fyrir sér hvort hefði ráðið hvoru í raun. Þ.e. hvort það voru þeir sem stýrðu blöðunum sem stýrðu í raun flokknum sem þau þjónuðu eða öfugt.

Þorbjörn tók það skýrt fram í þessu sambandi að þessar vangaveltur gætu reyndar aðeins átt við í sambandi við Tímann og Morgunblaðið þar sem það voru sterk peningaöfl sem stýrðu þeim en því var ekki að heilsa með minni blöðin eða Alþýðublaðið og Þjóðviljann. Þessi tvö voru þó ekki síður handbendi ákveðinna flokka en hin. Á tíunda áratug síðustu aldar deyja svo öll flokksblöin nema Morgunblaðið en nýir eigendur tóku við því.

Um tíma var eignarhald blaðanna þannig að Björgúlfsfeðgar áttu Morgunblaðið, Bónusfeðgar Fréttablaðið og Bakkavararbræður Viðskiptablaðið. Þorbjörn benti á að það væri eðlilegt að við spyrðum okkur hvers vegna þessir vildu eiga fjölmiðla þó þeir stórtöpuðu á því. Auk þess ættum við að spyrja okkur hvort einhver munur sé á því ástandinu sem hann lýsti að hefði verið fyrir 1990 og því sem er nú í byrjun 21. aldarinnar. Að hans mati er það ekki. Blöðin eru notuð til að gæta hagsmuna sterkra hagsmunafla í þjóðfélaginu ekkert síður nú en var áður. Að hans mati lifum við ekki aðeins í spilltu samfélagi heldur nánast trylltu líka.

Hann vildi meina að þrátt fyrir þetta breytta eignarhald, sem hann lýsti, þá hefðu fjölmiðlarnir síst staðið sig í því hlutverki að þjóna hagsmunum þeirra sem þeir ættu í raun að þjóna. Því næst kom Þorbjörn að Ríkisútvarpinu sem hann minnti á að væri í eigu allrar þjóðarinnar og ætti þess vegna að þjóna henni allri. Hann minnti á breytingar á lögum um útvarpsráð en nú er það þannig að útvarpsráð gengur ævinlega í takt við ríkjandi ríkisstjórn. 

Ef ég skildi Þorbjörn rétt hafði hann mesta trú á fréttastofu Ríkisútvarpsins en hann vildi þó meina að þeir hefðu ekki síður gerst sekir um það að hafa sofnað á verðinum hvað hlutverk þeirra gagnvart skjólstæðingum sína varðar. Hann minnti á að fjölmiðlar ættu að vera fjórða valdið en til þess að þeir gætu gegnt því hlutverki yrðu fjölmiðlamenn að læra að spyrja gagnrýninna spurninga. Að hans mati geta frétta- og blaðamenn aldrei losað sig undan eignarhaldi sínu en Ríkisútvarpið sem er í eigu allrar þjóðarinnar ætti að hafa burði til þess að hans mati.

Að lokum nefndi Þorbjörn þrjú dæmi frá liðnum árum þar sem fjölmiðlar hefðu algerlega brugðist hlutverki sínu gagnvart neytendum:

Fyrsta dæmið kallaði Þorbjörn „DeCode og lænarnir“ þar sem fjölmiðlarnir gleyptu allt sem kom frá DeCode og hundsuðu sjónarmið þeirra lækna sem reyndu að vekja athygli á öðrum sjónarmiðum. Þeir  birtu hins vegar flennistórar upphrópanir fréttatilkynninga sem DeCode matreiddi ofan í fjölmiðlana.

Annað dæmið nefndi hann „útrásina og hagfræðingana“. Þar benti hann á að Ragnar Önundarson hefði spáð því nákvæmlega í byrjun árs 2005 hvernig myndi fara fyrir efnahag landsins vegna ofvaxtar bankanna. Fjölmiðlar veittu þessu enga athygli en fóru með himinskautum við að mæra útrásarvíkingana ásamt ýmsum ráðamönnum þjóðarinnar.

Þriðja dæmið sem Þorbjörn nefndi er úr nútímanum en hann nefndi það „persónukjör og kjördæmaskipan“ og spurði sig hvers vegna þetta fengi enga umfjöllun í fjölmiðlun. Hann benti á að þetta væri þó tiltölulega aðgengilegt efni þar sem fjölmiðlamenn þyrftu ekki annað en leita til stjórnmálafræðinga og félagsfræðinga sem þeir ættu að vera í góðri æfingu að bera undir spurningar.

Ég hjó sérstaklega eftir því sem hann sagði í þessu sambandi í lok ræðu sinnar þar sem hann hvatti þjóðina til á að taka fram potta og sleifar til vinna persónukjöri og breyttri kjördæmaskipan brautargegni. Þorbjörn tók það svo fram að það væru ekki bara fjölmiðlar sem hefðu brugðist heldur líka fræðingar sem áttu að láta í sér heyra. Lausnina á vanda fjölmiðla sagði Þorbjörn vera betur metnaðir fjölmiðlamenn!
Björg Eva Erlendsdóttir
Næst tók Björg Eva til máls. Hún benti á að áður hefði verið talað um að stjórnmálaflokkarnir hefðu stýrt fjölmiðlunum en nú væri talað um frjálsa fjölmiðla. Hún undirstrikaði að þetta væri blekking. Markaðsfjölmiðlar gætu aldrei verið frjálsir. Hún velti svolítið fyrir sér hvaða eignarfyrirkomulag kæmi best út þ.e. fjölmiðlar sem eru í eigu flokka, markaðsafla eða lytu svokallaðri dreifðri eignaraðild en komst í raun ekki að neinni einfaldri niðurstöðu í því sambandi.

Fjölmiðlar mega þó ekki lúta auði og valdi á þann hátt að þeir bregðist neytendum sínum. Hún benti á að það hvernig er komið fyrir fjölmiðlunum núna sé í beinu samhengi við þá samfélagsþróun sem hefur verið á undanförnum árum og við erum kannski byrjuð að horfast í augu við núna.

Hún benti á að yfirvöld hafi gjarnan beitt sér gegn fréttamönnum. Ráðherrar hafi gjarna kallað fréttamenn á teppið og hundskammað þá. Það var líka algengt að ef það var verið að fjalla um eitthvern tiltekinn málaflokk sem heyrði undir eitthvert ráðuneytanna þá var viðkvæðið: „Ertu búin/-inn að tala við ráðherrann? Það verður auðvitað að skoða báðar hliðar á þessu máli.“

Hins vegar hafði enginn áhyggjur af því að hin hliðin fengi að njóta sín þó búið væri að birta allt upp í sjö viðtöl við ráðherrann um sama mál þá minnti enginn á að það vantaði annað sjónarhorn. Enginn lagði áherslu á að það þyrfti að tala við þá sem ákvörðun ráðherrasns snerti. Eva benti líka á að það hafi allir vitað að það borgaði sig ekki að gangrýna stjórnvöld of harkalega því þá gat viðkomandi allt eins pakkað saman og kvatt starfið.

Það vissu það líka allir að sérstakir trúnaðarmenn stjórnvalda voru settir yfir fjölmiðla. Þetta gilti um alla fjölmiðla og þannig er það enn þá. Þetta gildir líka um Ríkisútvarpið sem lýtur nú lögmálum markaðarins og það er þannig t.d. núna að það er miklu auðveldara að reka fréttamenn en var áður. Björg Eva vakti athygli á því, sem flestir eru sennilega meðvitaðir um, að nú eftir hrunið hefur það verið nokkuð áberandi að fréttamenn sem stunduðu gagnrýna fréttamennsku hafa verið reknir en hinir ekki.

Almenningur treystir Ríkisútvarpinu enn þá best en hinum treystir það almennt ekki. Þar skiptir mestu máli að flestir vita hvað eignaraðildin merkir. Hún benti á að það væru nokkrar skýringar á þvi að flestir treystu Ríkisútvarpinu best en varaði við því að fólk treysti öllu sem þaðan kæmi í blindni því reglurnar sem um það ættu að gilda, gerðu það ekki alltaf. Ríkisútvarpið hefur ákveðnar skyldur en það eru stjórnendur þess sem túlka þessar reglur.

Björg Eva talaði um að innan fjölmiðlanna hafi ekki orðið eins alvarleg þróun og í bönkunum en þó hafi margir gamlir og reyndir blaðamenn yfirgefið fjölmiðlana eða verið gert að víkja. Hún talaði um að fjölmiðlarnir hefðu í þó nokkrum tilvikum fórnað því sem þeir hefðu helst átt að halda í og nefndi þáttinn Kompás í því samhengi. Þeir sem sitja eftir á fjölmiðlunum er frekar einsleitur hópur blaðamanna sem eru flestir nýskriðnir út úr háskóla og búa langflestir í miðbæ Reykjavíkur.

Undir lokræðu sinnar vék hún að vefmiðlunum sem hafa verið að spretta upp og blómstrað í þeim jarðvegi sem hún lýsti á undan. Hún vék að Smugunni sem hún ritstýrir sjálf og Pressunni sem er nýr miðill sem segist vera óháður miðill en þegar hún nefndi nafn ritsjórans vakti það almennan hlátur í salnum. Þar var greinilega enginn tilbúinn til að kaupa það að þessi miðill gæti verið óháður eftir að þeir heyrðu nafn hans.

Björg Eva sagði að hún væri þó ekki svartsýn á þróun fjölmiðla. Hún undirstrikaði að eignarhald fjölmiðla muni alltaf hafa áhrif þess vegna sé það líka mikilvægt fyrir lesendur að það sé ekkert verðið að fela hver eigi og reki viðkomandi miðil. Hún vildi að fjölmiðlar væru margir og margvíslegir þannig að þeir endurspegluðu margvíslega sýn lesenda, hlustenda og áhorfenda.
Björn Þorláksson
Björn Þorláksson
var síðastur frummælanda. Hann var sá eini sem sendi mér ræðuna þannig að þeir sem vilja heldur lesa ræðu hans en hlusta á hana bendi ég á krækju í hana í lok þessarar færslu.

Björn hóf ræðu sína á því að fjalla um hlutverk blaðamannsins sem hann sagði að ætti ávallt að vera það að vera í stjórnarandstöðu en hann velti því líka upp hvernig slíkt gengi í litlu landi eins og á Íslandi hvað þá litlum bæ eins og hér á Akureyri? Að hans mati er Akureyri alveg nógu stór staður til að bera gagnrýna og faglega blaðamennsku þó lítið fari fyrir henni nú að hans mati.

Hann benti á að því miður hefði margt færst til verri vegar eftir hrunið síðastliðið haust og tók eftirfarandi dæmi:

Tökum staðarblaðið. Þar virðist það algjörlega hafa farið fram hjá ritstjórn staðarblaðsins að 1700 Norðlendingar eru nú í dauðateygjunum á atvinnuleyssiskrá. Eigendur þess hafa sagt í samtölum við mig að þeir telji það ekki hlutverk blaðsins að færa fólkinu neikvæðan tón. Mikilvægara sé að tala fólk upp! Það er hreint ótrúlegur misskilningur ef menn halda það raunverulega að það sé fjölmiðla að tala upp eitt eða annað. Þeir eiga bara að segja frá hlutunum eins og þeir eru.

 

Hann benti líka á þann vanda sem flestir blaðamenn stæðu frammi fyrir en það væri sá að þrufa að leika tvö hlutverk. Annars vegar ættu þeir að vera harðir spyrlar en svo þyrftu þeir að leika skemmtikrafta þar á milli. Hann nefndi Sigmar Guðmundsson sem dæmi um þetta. Síðan hélt hann áfram:

Í uppsagnarholskeflu síðustu mánaða hefur aðallega ein týpa fréttamanna lifað af. Það er týpan sem ég kalla hina tannlausu blaðamenn. Þá sem alltaf eru vinir allra. Sigla lygnan sjó. Þora aldrei. Sjálfstæðir blaðamenn sem hafa synt upp árnar eins og hugrakkir laxar, blaðamenn sem hafa gert sér grein fyrir mikilvægi þess að hjóla í valdið alla daga ársins hafa velflestir fengið uppsagnarbréf á síðustu vikum. 

Vandinn sem Björn benti á að staðarblaðið hér stæði m.a. frammi fyrir er sá að ef þeir ætluðu sér að fjalla um neikvæðu fréttirnar þá væri líklegt að Akureyrarbær sem heldur því að meira og minna leyti uppi með því að auglýsa í blaðinu kippti að sér hendinni. Hann benti á að þetta væri ekki aðeins vandi fjölmiðlanna hér á Akureyri. Vandinn væri á landvísu. Hann ítrekaði þó að fjölmiðlarnir hefðu brugðist hlutverki sínu í aðdraganda kreppu og stæðu sig afleitlega enn. Stóra spurninginn sem við stæðum frammi fyrir núna er sú hvernig fjölmiðla við viljum í framtíðinni?

Þegar frummælendur höfðu lokið ræðum sínum komið að Ágústi Ólafssyni og Guðmundi Heiðari Frímannssyni að koma með stutt innlegg um það hverjum fjölmiðlar eigi að þjóna að þeirra mati. Ágúst Ólafsson, forstöðumaður RÚV hér á Akureyri byrjaði. Hann byrjaði á því að taka undir það sem hafði komið fram í framsögunum á undan um aðstæður fjölmiðla og fréttamanna.

Hann benti þó sérstaklega á tímaleysi sem fréttamenn byggju við til að vinna betur að einstökum fréttum og fylgja þeim eftir. Tók undir að nálægðin á minni stöðum gerði starf fréttamanna oft flóknara en í stærri samfélögum.

Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor í heimspeki, sagði að fjölmiðlar ættu fyrst og fremst að þjóna almenningi. Þeirra hlutverk væri að þjóna með frásögnum og rökræðum um samfélagsmál. Hann sagði að það væri óþægilega mikið til í því sem fram kom í framsögunum en vildi þó ekki taka undir þá svartsýni sem honum fannst koma þar fram. Hann benti á þróunina sem hefði orðið í fjölmiðlun á síðustu misserum og vildi undirstrika hlutverk Netsins í því sambandi.

Nú gæti almenningur t.d. látið skoðun sína á hinum ýmsu málum í ljós á Netinu og tekið þátt í samfélagsumræðunni þar. Hann taldi að þessi þróun myndi grafa undan tökum stjórnmálamanna og auðvaldsins á fjölmiðlun. Guðmundur vakti líka athylgi á því að vandinn við að benda á það sem miður fer blasir ekki bara við fréttamönnum heldur ýmsum gætu stefnt t.d. stefnt starfsöryggi sínu í voða með að opna munninn. 

Hann taldi það líka grafalvarlegt mál að fjölmiðlar hefðu verið hræddir til þagnar og vísaði þar til þess hvernig gangrýnin á bankakerfið hefði sett allt á annan endann á sínum tíma. Þar vísaði hann til þess hvernig bæði bankamenn og stjórnmálamenn hefðu þaggað niður í fjölmiðlunum þannig að þeir settu frekari umfjöllun um gagnrýnina út af dagskránni.
Edward H. Huijbens
Eftir að fundarstjórinn opnaði fyrir fyrir- spurnir bað Hjörleifur Hallgrímsson, stofnandi Vikdudags, um orðið þar sem hann tók undir orð Björns og vakti athygli á því að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sínar til að fá að birta grein eftir sig þar þá hefði það ekki fengist. Hans niðurstaða er sú að þar sé ekki pláss fyrir gagnrýnar greinar. Þar á bæ sé sú stefna viðhöfð að vekja ekki máls á því sem miður fer í bæjarfélaginu. Síst af öllu ef gagnrýnin í því sambandi beinist að bæjaryfirvöldum.

Umræðurnar í fyrirspurnartíma fundarins urðu mjög fjörugar og kom margt afar athyglisvert fram. Björg Eva ítrekaði t.d. í sínu svari um Ríkisútvarpið að það væri markaðsúrvarp. Hún treysti sér hins vegar ekki til að skera úr um það hvort skyldur þess væru ekki nógu vel skilgreindar eða hvort það væri ekki farið nógu vel eftir þeim. 

Ég varpaði fram spurningu um fréttamat fjölmiðla sem ég vil meina að sé töluvert brenglað og vísaði þá til þess að á þessum tíma voru allir fjölmiðlar kjaftfullir af upplýsingum um það hver sæktist eftir sæti, á hvaða lista og í hvaða kjördæmi en nánast ekkert hefur verið fjallað um öll þau brýnu málefni sem mótmælendur kepptast við að vekja athygli á, á bæði mótmælum og borgarafundum eins og þessum. Eins benti ég á að mér finnst það skjóta mjög skökku við að þegar fjallað er um mótmælin er alltaf talað við lögreglu og valdhafa en ekki einhverja meðal mótmælenda.

Þorbjörn ítrekaði að það ætti að taka upp persónukjör svo fréttir gætu farið að snúast um einhverja alvarlegri hluti en hvaða Jónar eða Jónur sæktust efir sæti í hvaða kjördæmi.  Björn Þorláksson benti á að það væri eitthvað mikið að fréttamatinu þegar það gengi allt út á það að tala alltaf og endalaust aðeins við valdhafana og taldi fulla ástæðu til að sinna fólkinu í landinu betur. Guðmundur tók líka undir það að það vantaði að fjölmiðlar leituðu svara við mikilvægum spurningum og taldi að ástæðan fyrir því væri sú að hér hefði ekki tíðkast sjálfstætt fréttamat.

Ágúst Ólafsson var á því að uppröðun á lista flokkanna væri það sem fólk vildi fá að heyra um nú rétt fyrir kosningar en viðurkenndi að þeir hefðu mátt fjalla betur um borgarafundina sem hafa verið haldnir hér á Akureyri.  Björg Eva benti á að fjölmiðlar hefðu fjallað töluvert um mótmælin en viðurkenndi að það væri full ástæða til að fjalla ítarlegar og meira um margt af því sem þar hefur komið fram. 

Margrét Heinreksdóttir, lögfræðingur, var einn gestanna á þessum fundi. Hún benti á að þegar fjölmiðlarnir urðu frjálsir með lagasetningu árið 1986 þá hefðu þeir ekki öðlast neitt raunverulegt frelsi. Það eina sem hefði komið út úr þessari löggjöf var það að eftir það urðu þeir aðeins örðuvísi háðir. Síðan benti hún á hvernig margir fjölmiðalmenn leyfa sér að koma fram í fjölmiðlum þegar þeir mæta óundirbúnir í viðtöl eins og Sigmar Guðmundsson í hið fræga Kastljósviðtal við Davíð Oddson ekki fyrir alls löngu.

Hún benti á að fréttamenn ættu ekki að sýna almenningi það virðingarleysi að mæta svo illa undirbúnir í sjónvarpsviðtöl að viðmælendur taki yfir viðtalið. Valdhafarnir ættu ekki að komast upp með að stýra umræðunni í fjölmiðlunum lengur. Að lokum benti hún á að ef fjölmiðlar ætluðu sér að þjóna almenningi í landinu ættu þeir að fara að hlusta á landann.

Þorbjörn brást við því sem Margrét sagði um frammistöðu Sigmars í umræddu Katljósviðtali og sagði það mestu niðurlægingu íslenskrar fjölmiðlunar þennan veturinn. Hann sagði að það hefði verið ótrúlegt að horfa upp á það hvað Sigmar var illa undirbúinn. Áhorfendur kunnu spurningarnar sem hann átti að spyrja Davíð Oddsson. Þeir vissu líka hvernig Davíð myndi bregaðst við en sátu agndofa yfir því hvernig Davíð lék sér hreinlega að Sigmari eins og hann hefði ekki hugmynd um það hvers átti að spyrja eða hvers var að vænta af viðmælanda sínum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Það segja þetta allir í kringum okkur!

Eva JolyHún kemur mér fyrir sjónir sem sannur engill. Mannúðin lýsir af ásjónu hennar. Hún boðar réttlæti og mikilvægi þess að þeir sem komu íslensku þjóðinni í þá stöðu sem hún er í núna verði rannsakaðir og sóttir til saka. Hún segist tilbúin til að gefa okkur góð ráð.

Konan sem ég er að tala um er Eva Joly sem var í viðtali hjá Agli í Silfri Egils í dag. Ég kann ekki að setja myndbandið með viðtalinu við hana hingað inn en hérna er krækja inn á það hjá ruv.is. Ef þið hafið ekki séð þetta viðtal nú þegar þá hvet ég ykkur til að sjá það.

Þess má líka geta að Silfrið frá í dag verður enndursýnt kl. 23:35 í kvöld. Hins vegar er enskan þerra Evu Joly og Egils Helgasonar svo skýr að þeir sem skilja það tungumál á annað borð ættu ekki að vera í neinum vandræðum með að fylgjast með því sem þau segja.

Þetta viðtal svo og manneskjan sjálf vekja mér von. Ég get reyndar í aðalatriðum tekið undir það sem Aðalheiður Ámundardóttir segir í athugasemd sinni við færslu Baldvins Jónssonar um það hvaða tilfinningar áhorfið á þetta viðtal Evu Joly vöktu mér. Ég er líka mjög ánægð með allt það sem kom fram í viðtalinu en saknaði reyndar einnar spurningar. Það er spurningin um það hvað við íslenska þjóðin getum gert ef valdhafarnir gera ekkert í því að fyrirskipa rannsókn á þeim sem um ræðir. 

Þar sem ég er að tala um Silfur Egils frá því í dag langar mig líka til að vekja athygli á viðtali við Ragnar Þór Ingólfsson. Ragnar Þór hefur skrifað ótrúlega flotta pistla á blogginu sínu um lífeyrissjóðina. Það er reyndar með ólíkindum að skrif hans skuli ekki vekja meiri athygli fjölmiðla en raun ber vitni. Ég hef áhyggjur af því að það sé óþægilega mikið rétt af því sem hann segir bæði í skrifum sínum og í þessu viðtali hjá Agli.

Bankarnir hrundu í haust vegna þess að eigendur þeirra fengu að leika sér eftirlitlaust með sparifé landsmanna. Örfáir einstaklingar vöruðu við því að það sem þar færi fram ætti eftir að enda með ósköpum og nú hefur það komið í ljós að kenningar þeirra voru réttar. Eru lífeyrissjóðirnir ekki á sömu leið af sömu ástæðum jafnvel? Kynnið ykkur viðvaranir Ragnars Þórs!


mbl.is Joly: Leita þarf til erlendra sérfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangurinn helgar meðalið!

Hvernig sem á þetta mál er litið þá hlýtur það að vera ljóst að það að lána „innvígðum“ fé til að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu, sem þeir eiga sjálfir, gegnir ekki öðru markmiði en það að hafa áhrif á gegni bréfanna sem um ræðir. Eigendur fyrirtækisins eru með öðrum orðum að blekkja markaðinn. Það getur verið að ekkert í íslenskum lögum nái nákvæmlega yfir gjörning af slíku tagi en ég trúi því ekki að eitthvað í lögunum styðji slíkt heldur.

Í raun finnst mér það liggja svo í augum uppi að hér er um ólöglega viðskiptahætti að ræða að ég skil ekki að það sé hægt verja þvílíkt með nokkrum gildum rökum. Afleiðingarnar af þessu og fleiri slíkum vafasömum fjármálagjörningum urðu líka þær að íslenska þjóðin er gjaldþrota! Það eitt og sér að spila þannig með efnahag heillar þjóðar er svo siðlaust að það getur á engan hátt talist löglegt!

Logo InterpolNú er reyndar orðið löngu tímabært að hætta að velta sér upp úr því sem liggur í augum uppi. Við þurfum í raun bara að kæra glæpinn til réttra aðila sem við treystum til að rannsaka málið og taka þá fasta sem hafa brotið svo alvarlega af sér sem raun ber vitni.

Mig langar til að vekja athygli á flottum pistli  Hrannars Baldurssonar viðvíkjandi þetta efni. Þar hvetur hann til að efnahagsglæpurinn sem þjóðin líður fyrir sé kærð til efnahgsbrotadeildar Interpol. Þar birtir hann líka eftirfarandi þýðingu á skilgreiningu þeirra sjálfra varðandi „Financial Fraud“:

Margvísleg áhrif fjárhagslegra svika, ekki aðeins gegn einstaklingum og fyrirtækjum, heldur einnig gegn hagkerfum þjóða, vaxa hratt á alþjóðavísu.

Ef látið er afskiptalaust, geta svik leitt til fjárhagslegs hruns fólks og fyrirtækja, sem og skaðað hagkerfið alvarlega. 

Sveit fjármálaglæpa hjá INTERPOL hefur tekið að sér að berjast gegn þessari alþjóðlegu hreyfingu innan verkefnis sem er sérstaklega hannað til að berjast gegn alvarlegum svikafyrirbærum.

Verkefnið er hannað í kringum stýringarhugtak INTERPOL með því að veita aðstoð við rannsókn á alþjóðlegu og svæðisbundnu stigi sem og með skipulögðum stuðningi með samfélagi lögregluyfirvalda.

Verkefnið reynir einnig að fræða almenning um áhætturnar sem fylgja svikum og ólíkum aðferðum til að fyrirbyggja þau í náinni samvinnu við fyrirtæki með því að nota viðeigandi tæki og ráðstafanir.

(Þýðing: HB)


mbl.is Eru lán fyrir bankabréfum lögbrot?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brot í starfi er refsivert athæfi sama hver brýtur af sér...

Ég hef lengi ætlað að segja hvað mér finnst um biðlaun. Sérstaklega biðlaun sem íslenska ríkið er að borga þeim sem sinntu ekki störfunum sem þeir áttu að gegna. Biðlaunin sem fyrrverandi opinberir starfsmenn íslenska ríkisins eru að þiggja af okkur þjóðinni sem þessir sömu menn og konur brugðust.
Heyrir ekki, sér eða skilur
Þeir einstaklingar sem ég er að tala um áttu að vaka yfir íslensku bönkunum. Þeir áttu að vaka yfir íslensku fjármála- og viðskiptalífi og gæta þess að þar færi allt fram eftir lögum og reglum. Þeir áttu að vaka yfir því að hagsmunir þjóðarinnar væru ekki svívirtir á þessum vettvangi en þeir gerðu það ekki! Ég get auðvitað ekki útskýrt hvers vegna þeir gerðu ekkert en ég leyfi mér að efast um að þeir séu svo vitlausir að þeir hafi hvorki heyrt, séð né skilið nokkurn skapaðan hlut!

Þegar alvarleiki sinnu- og aðgerðarleysis þeirra varð ljós þá öxluðu þeir enga ábyrgð. Umræddir einstaklingar neituðu m.a.s. að þeir bæru nokkra ábyrgð. „Það var ekki mér að kenna“-söng sumra þeirra má sjá og heyra í þessu myndbandi sem Lára Hanna Einarsdóttir setti inn á bloggið sitt nýverið. Það er svakalegt að hlutsta á alla sem tjá sig þar en einkum embættismennina. Það ætti ekki að vekja neinum undrum eftir að hafa rifjað þennan söng upp að þeir voru hrópaðir niður. En það ótrúlegt og sorglegt um leið að rifja það upp að það tók fjóra til fimm mánuði!

Þeir opinberu embættismenn sem ég er að vísa til hér eru svo smekklausir að þeim finnst sjálfsagt að þeir fái biðlaun þrátt fyrir illa - eða alls ekki unnin störf sín! Það sem er enn þá verra er að það er útlit fyrir að þeir sem sitja við stjórnvölin virðist finnast það sjálfsagt líka. Mér finnst það hins vegar alls ekki! Ég veit að það eru einhverjir á sama máli og langar í því sambandi að benda á þessa færslu Jakobínu Ingunnar Ólafsdóttur. Eins taldi ég mig hafa rekist á grein eftir Írisi Erlingsdóttur um þetta efni en ég finn hana ekki núna. Vísa þess í stað í þessa færslu hennar um efnið.

Mér finnst það í raun grafalvarlegt mál að svikin og gjaldþrota þjóð eigi að borga handónýtum embættismönnum biðlaun fyrir það að sofa á verðinum og eiga þannig þátt í því að hún stendur í þeim sporum sem hún stendur í nú! Mér finnst það borðleggjandi að þeir hafa fyrirgert rétti sínum rétt eins og hver annar starfsmaður sem hefur orðið uppvís af því að brjóta af sér í starfi með því  að sinna ekki starfinu sínu með viðunandi hætti.

Þeir sem verja það að þessir fyrrverandi ráðherrar, seðlabankastjórar og stjórnendur Fjármálaeftirlitsins fái biðlaun vísa til raka laganna. Mér sýnist því miður þetta og ýmislegt fleira benda til að margt í íslenskum lögum sé í hæsta máta vafasamt. Til viðbótar bendi ég á það að á meðan ekkert í íslenskum lögum þykir duga til að draga þá sem settu samfélagið á hausinn til ábyrgðar þá get ég ekki verið á annarri skoðun. 

Það er ekkert í lögunum sem stendur í vegi fyrir því að refsa þeim sem stelur lifrarpulsu úr kjörbúð, frysta eigur hælisleitanda, vísa afgreiðslufólki sem stelur úr kassanum úr vinnunni, kyrrsetja ökutæki í landinu vegna þessa að það er ekki fullgreitt, reikna alls konar viðbótarkostnað ofan á eignir sem hafa verið teknir upp í skuldir og svo mætti lengi telja.
Peningum stungið undan
En lögin réttlæta það að menn sem rændu þjóðina í gegnum bankana sem þeir fengu gefins njóti friðhelgi. Það er líka vísað í lög þegar það er réttlætt að menn sem bjuggu til loftbólupeninga með veði í óveiddum fiski, steinsteypu, gervifyrirtækjum og viðskiptavild fái að ganga lausir. Það á víst líka að heita löglegt að þeir sem stofnuðu bankaútibú í útlöndum með veði í þjóðarbúinu séu fríaðir ábyrgð. Svo er það sagt „löglegt“ að vísa til bankaleyndar þegar grunur kviknar um leynireikninga og skattaskjól í útlöndum þó margir hafi dregið fram rök sem benda til að þjóðarauðurinn hafi verið fluttur þangað.

Ég veit að ég gleymi einhverju en það yfirgengilegasta í þessu öllu saman er að lögin verja það að þeir sem byggðu þetta allt og vörðu eigi rétt á biðlaunum! Það á m.ö.o. að heita löglegt að gjaldþrota þjóð, sem þarf að líða fyrir það sem handónýtir embættismenn áttu þátt í að leiða yfir hana, þrengi sultarólina enn frekar svo einmitt þeir geti haft það náðugt á hennar kostnað! Þetta er svo fáránlegt að það segir sig sjálft að ef lögin réttlæta slíkan fáránleika þá er ekki spurning um að það verður að endurskoða þau!

Sumir eru auðvitað svo blindaðir af rökum lagabókstafanna að þeir neita eflaust að horfast í augu við að hér er eitthvað mikið, mikið að. Það er greinilegt að þeir sem telja þetta vera í lagi eru gjörsneyddir öllu siðferði. Lagabókstafinn má ekki  nota til að verja það að hlutir sem eru fullkomlega óverjandi út frá siðferðislegum rökum séu framkvæmdir. Hvað þá að þeir séu látnir líðast! Ef rök laganna stangast á við öll siðferðisrök þá verður barasta að endurskoða lögin!

Mér finnst það liggja í augum uppi að það þarf að endurhanna margan lagabókstafinn. Líka þann sem fjallar um biðlaunin. Það er ofvaxið mínum skilningi að nokkrum finnist það verjandi að þjóðinni beri lagaleg skylda til að greiða vanhæfum embættismönnum slík laun. Embættismönnum sem sváfu á verðinum með þeim skelfilegu afleiðingum sem við stöndum nú frammi fyrir. Embættismönnum sem neituðu að axla ábyrgð og gerðu ástandið í versta falli enn verra með aðgerðum sínum og/eða aðgerðarleysi frá mánaðarmótum september/október á síðasta ári. Embættismönnum sem neituðu að víkja sæti og dottuðu áfram í stólunum sínum uns þeir neyddust til að víkja eftir margítrekaðar óskir um að fara.

AtvinnulausEf menn gerast brotlegir í starfi eru til ákveðin lagaleg rök fyrir því að ekki þurfi að standa við gerða samninga. Vanhæfni og það að sinna ekki því sem starfslýsingin kveður á um eru undir venjulegum kringumstæðum talin brot í starfi. Ef „venjulegum“ starfsmanni er vikið úr starfi af þessum ástæðum þá er í langflestum tilvikum litið svo á að hann hafi fyrirgert rétti sínum til launa eða annarra greiðslna. „Venjulegur“ starfsmaður býr líka yfirleitt ekki nema við þriggja mánaða uppsagnarfrest. Launin sem er verið að ræða um hér heita hins vegar biðlaun og einhverra hluta vegna er að öllu jöfnu miðað við heilt ár.

Áður en lengra er haldið langar mig til að velta fyrir mér hvernig við viljum skilja orðið biðlaun? Minn skilningur er sá að þetta séu laun sem er ekki óeðlilegt að þingmaður fái t.d. þegar hann dettur út af þingi. Þingmaðurinn er í atvinnu hjá þjóðinni og þjóðin getur sagt honum upp með því að kjósa hann ekki aftur. Þetta er auðvitað svolítið sérstakt atvinnuumhverfi og ábyggilega óvenjulegt atvinnuöryggi.

Þess vegna finnst mér ekkert óeðlilegt við það að þegar þingmanninum hefur eiginlega verið sagt upp þá geti hann farið fram á það að bilið frá því að hann dettur út af þingi og þar til hann er kominn í aðra launavinnu sé brúað með biðlaunum. M.ö.o. að hann þiggi biðlaun á meðan hann bíður.

Þar sem ég er einn af atvinnurekendum þeirra sem geta farið fram á biðlaun þá langar mig til að bæta því við að mér finnst heldur ekkert óeðlilegt við það að 12 mánuðir séu áfram hámark. Ástæðan er sú að þingmenn og fleiri opinberir starfsmenn búa við óvenjuleg vinnuskilyrði eða öllu heldur -öryggi. Hér á ég þó einkum við þingmenn og ráðherra.

Mér finnst það hins vegar útilokað að biðlaun í 12 mánuði sé ótakmarkaður réttur sem allir opinberir starfsmenn geti farið fram á undir hvaða kringumstæðum sem er. Mér finnst að biðlaun umfram þrjá mánuði ætti frekar að líta á sem réttindi sem opinberir starfsmenn geti sótt um eins og atvinnulausir um atvinnuleysisbætur.

Þeir sem gerast hins vegar brotlegir í starfi eins og seðlabankastjórarnir sem neituðu að víkja sætum þrátt fyrir háværar vantraustsyfirlýsingar, stjórendur fjármálaeftirlitisins sem stóðu ekki vaktina sína og ráðherrar fyrrverandi ríkisstjórnar sem gerðust berir af vanhæfni í starfi á að svipta rétti til biðlauna. Þeir þeirra sem sitja uppi atvinnulausir ættu þó að geta sótt um biðlaun en umsóknir þeirra þarf þó að skoða og meta út frá öllum gefnum forsendum en ekki að líta á það sem sjálfsagðan hlut að vanhæfur starfskraftur eigi rétt á bótum fyrir það að vera vikið úr starfi af þeim sökum!

 


mbl.is Eignarhald og lánveitingar bankanna skoðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægur innblástur!

Ég skammast mín fyrir að viðurkenna það að hér á Akureyri lognaðist kraftur mótmælendanna sem héldu utan um laugardagsmótmælin út af. Ég tuðaði eitthvað. Var auðvitað hundleiðinleg og hefði átt að sýna þann manndóm að taka það bara að mér að halda utan um þessi mótmæli í stað þess að vera að setja út á. Ég ætla ekkert að afsaka það að ég gerði það ekki en eins og þeir, sem hafa fylgst með þessu bloggi, vita þá hef ég tekið þátt í að skipuleggja og halda utan um borgarfundina hérna fyrir norðan. Það getur víst enginn verið allur í öllu alls staðar... ekki einu sinni égWink
Carlos FerrerEn nóg af því sem ekki er og að því sem lifir enn. Ég er að tala um mótmælin í Reykjavík. Ég var þar um síðustu helgi og verð þar um næstu helgi. Það var gott að vera á Austurvelli síðast og það verður það örugglega næst líka. Ég hefði viljað vera þar líka í dag en ég fékk smáuppbót. Ég rakst á krækju í ræðuna hans Carlosar Ferrers inni á síðunni hennar Jakobínu Ingunnar Ólafsdóttur og þvílík ræða!

Ég ætla að leyfa mér að vitna í þann hluta þessarar ræðu sem mér finnst hvað magnaðastur en ræðuna alla má finna hér. Carlos segir m.a. þetta:

Samfélag okkar er klofið í herðar niður. Annars vegar eru hér þau sem skulda og [hins vegar] þau sem skulda meira. Við sem skuldum njótum ekki vafans. Við erum leiguþý, bundin í klafa og átthagafjötra eins og leiguliðar og vinnufólk hér á öldum áður.

Þau sem skulda meira fá að njóta alls vafans. Skuldaðu milljón og þú ert í vanda. Skuldaðu milljarð og bankinn er í vanda. Skuldaðu þúsundir milljarða og þá hverfur vandinn eins og dögg fyrir sólu. [leturbreyting mín]

[...] Fyrir tæpum mánuði kom auglýsingamaður í skólann minn. Hann sagði okkur að auglýsingar eru jafnmikilvægar nú í kreppu og áður í velgengni. Hann sagði að auglýsingakaupendur hugsuðu betur um það hvernig þeir auglýsa og auglýsingar eru vandaðri en áður og beinast betur að markhópum. Hann sagði að nú væri gósentíð vegna þess að nú beindist öll orka og umtalsverð þekking auglýsenda að því að hvítþvo þá stjórnmálamenn og -konur sem hafa reynst okkur í besta falli gagnslítil í velgengni og kreppu, þannig að þau næðu kosningu aftur.

Hann sagði okkur fyrir sex vikum síðan, að hugmyndasmiðir núverandi ástands myndu ná fyrri styrk í næstu kosningum. Hann sagði að til þess að hjálpa þjóðinni að gleyma ábyrgð þeirra og gjörðum eða aðgerðaleysi, þá hefðu auglýsendur mörg tól í verkfærakistunni. Sjónvarp, útvarp, dagblöð, glansblöð, tölvupósta, bloggara, facebook og fullt af fólki sem þeir borga til að skrifa og tengja og fegra og rífa í og draga oní svaðið. Þeir gera ekkert ólöglegt. En árangurinn er sá að á hverjum þeim stað sem þú og ég drepum niður fæti er búið að galdra það að hvítt verður svart og svart að minnsta kosti fölgrátt núna í kreppunni.

Verkfærin eru öflug og við trúum þeim af því að við þekkjum þau sem halda á þeim. Þetta eru feður okkar og mæður, systur og bræður, frændur og frænkur, vinir og kunningjar. Ekki fara þau að segja okkur ósatt? Samt virka spuni, moðreykur og fagurgali. Við heyrum og tökum mark á fagurgalanum, moðreyknum og spunanum af því að við treystum bloggvinum okkar og facebookkunningjum, vinum og vinkonum, frænkum, frændum, systrum, bræðrum, mæðrum og feðrum okkar.

Ég ÆTLA ekki að fyrirgefa.

Hörð orð frá prestvígðum manni, ekki satt? Ekki eitthvað sem kirkjan boðar. Ekki eitthvað sem tilheyrir bænum okkar. Ég ætla ekki að fyrirgefa. Fer ekki vel í munni sem bæn eða sálmvers. Ég ætla samt ekki að fyrirgefa.

[...] Við höfum fengið að hlusta á stjórnendur lands okkar, banka og fyrirtækja taka sér þessi orð í munn nánast orðrétt: „Ég varaði við en ekki var hlustað. Allir lenda í þessu, þetta er alþjóðleg kreppa! Allir tóku þátt í góðærinu! Nú þurfa allir að taka þátt í hallærinu!”

Orð sem þessi eiga að afsaka og breiða yfir einfalda staðreynd: Berirðu ábyrgð (og þiggirðu laun í samræmi við hana) þá ber þér að hafa frumkvæði. Frumkvæði er að segja svona eða svona. Standa svo og falla með orðum þínum.

[...] Ég ætla ekki að fyrirgefa fyrr en ég heyri menn og konur biðjast afsökunar og sýna að þeim er alvara með orðum sínum.

Það er ekki hægt að fyrirgefa bílstjóra sem ekur á 120 km hraða á öfugum vegarhelmingi eftir Reykjanesbrautinni - fyrr en bílstjórinn hefur snúið bifreiðinni við og ekur eins og maður en ekki glanni.

Það er ekki hægt að fyrirgefa einstaklingi sem beitir fjölskyldu sína ofbeldi fyrr en hann leggur af ofbeldið, tekur á málum sínum og biðst afsökunar.

Það er ekki hægt að fyrirgefa fyrr en komin er iðrun, viðsnúningur, ný byrjun.

Annað væri meðvirkni og við höfum verið meðvirk, þjóðin, þannig að okkur finnst auðveldara að kyssa á vöndinn en að taka á þeim sem brjóta gegn almannaheill og setja þeim stólinn fyrir dyrnar.

[...] Þjóðin, þú og ég höfum kallað eftir frumkvæði, ábyrgð og reiknisskilum. Ég ætla ekki að fyrirgefa fyrr en frumkvæði, ábyrgð og reiknisskil hafa náð að gegnsýra samfélag okkar.

Ég flyt Carlosi þakkir fyrir þessar flottu ræðu og hvet alla sem ekki voru á Austurvelli í dag og heyrðu hana þess vegna ekki til að fara hér og lesa hana alla í heild. Einkum niðurlag hennar. Orð Carlosar er kröftugur innblástur en ekki síður áminning um það hvað við sem sitjum heima og gerum ekki neitt erum að samþykkja með þögn okkar og aðgerðarleysi.
mbl.is Á þriðja hundrað á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnan er í samræmi við stöðuna!

 Nú stendur þannig á fyrir mér að ég hef svo mikið að segja að ég þori ekki að byrja. Mig langar til að vekja athygli á svo ótal mörgu og hefja máls á hafsjó af furðum. Umfang þess sem vekur mér undrun og furðu þessa daganna er svo víðáttumikið að mig setur einfaldlega líka hljóða...
 
Eitt af því eru allir dálksentimetrarnir, tíminn og orkan sem fer í að kynna hver sækjist eftir hvaða sæti, hvaða flokks í hvaða kjördæmi! Ég veit að ég er næstum því dónalega þegar ég segi að mér gæti ekki verið meira sama um hver ætlar að bjóða sig fram hvar, á hvaða lista og í hvaða kjördæmi!! Þessar fréttir orka á mig sem flugnasveimur sem ég verð að berjast við að halda frá mér til að halda einbeitingu minn gagnvart málefnum sem skipta máli!
 
Ég geri mér auðvitað fulla grein fyrir því að það eru kosningar fram undan en mér finnst miklu meira áríðandi að fá upplýsingar um það hvað eigi að gera til að koma í veg fyrir að það sem gerðist gerist aftur en hver ætli að sitja í hvaða sæti! Auðvitað vildi ég þó fyrst og fremst sjá að þeir sem bera ábyrgð verði sóttir til saka! Þeir seku gerðu það sem þeir gerðu og þeir sem sitja aðgerðar- lausir hjá eru samsekir! Stólafimleikar slá engu ryki í augun á mér hvað það varðar!
 
Ef einhver af gömlu eða nýju frambjóðendunum vilja höfða til mín verða þeir að átta sig á að afstaðan til þess sem gerðist, hvers vegna það gerðist, hverjir gerðu það mögulegt og hverjir framkvæmdu er það sem skiptir máli hér og nú. Hvernig á að bregðast við?!? Mas, fjas og blaður um stólaröð er í þvílíkri sólkerfafjarlægð frá mínum forgangi að þetta sætaskipunarblaður fyllir mig einfaldlega andúð og engu öðru. Er hægt að stinga höfðinu kyrfilegar ofan í sandinn á flótta undan því sem umræðan um pólitíkina ætti að snúast um í þessum aðdraganda kosninganna?
 
Eiga frambjóðendur að fá að stýra umræðunni með því að fjasa um stólaröð í stað þess að tala um hvaða skoðun þeir hafa? Hvaða aðgerðaráætlun? Hvaða hæfileika? Hvaða fortíð? Hvaða framtíðarsýn? Áður en ég missi mig alveg langar mig til að vekja athygli á framboði sem mér finnst a.m.k. hafa áttað sig á því hvað skiptir máli í dag og nánustu framtíð.
 
Ég hef sjálf ekki gert upp hug minn hvað ég ætla að kjósa en það er ljóst að ég kýs ekki einhvern flokk sem hefur eytt upp orkunni í stólablaður og gleymt því sem allir með sæmilega samfélagslegsmeðvitund vita að skiptir mestu nú. Borgarahreyfingin hefur það greinilega á hreinu. Í meginatriðum get ég tekið undir allt það sem hann setur fram sem sín stefnumál. Hér er talið upp flest það sem mér finnst brýnast að breyta til að byggja upp betra samfélag sem byggir á lýðræðislegu réttlæti.

Borgarahreyfingin er hópur fólks úr öllum kimum samfélagsins sem vöknuðu upp við að misvitrir auð- og stjórnmálamenn höfðu kippt undan því fótunum með glæpsamlegri hegðun og eiginhagsmunagæslu. Krafan um réttlæti, jafnrétti og lýðræði sameinar okkur.

STEFNUMÁL:

1. Gripið verði til neyðarráðstafana í þágu heimila og fyrirtækja.

1.1. Alvarleg staða heimilanna verði tafarlaust lagfærð með því að færa vísitölu verðtryggingar handvirkt fram fyrir hrun hagkerfisins (jan. 2008) og hækkanir höfuðstóls og afborganir húsnæðislána til samræmis við það. Raunvextir á verðtryggðum lánum verði að hámarki 2% og afborgunum af húsnæðislánum verði almennt hægt að fresta um tvö ár með lengingu lánsins um þann tíma. Náð verði samkomulagi við eigendur verðtryggðra húsnæðislána um að þeim verði breytt í skuldabréf með föstum vöxtum og verðtryggingarákvæði í lánasamningum verði bönnuð.

1.2. Leitað verði leiða til að leysa myntvanda Íslands með myntbandalagi við aðrar þjóðir eða ef með þarf með einhliða upptöku annars gjaldmiðils.

1.3. Atvinnulaust fólk verði hvatt með aukagreiðslum til að stunda nám og/eða vinnu með samfélagslegu markmiði til að koma í veg fyrir að tengsl þess við vinnumarkaðinn rofni. Sett verði á stofn víðtæk aðstoð við atvinnulausa um allt land með það að markmiði að kenna þeim að nota atvinnuleysið sem tækifæri til hina betra.

1.4. Skuldsett fyrirtæki verða boðin út og aðeins tekið tilboðum ef ásættanlegt verð fæst. Annars verði starfsfólkinu leyft að taka yfir lífvænleg fyrirtæki sem ekki fæst ásættanlegt verð fyrir. Skuldir eigenda verði ekki felldar niður sjálkrafa en nota á endurreisnarsjóð atvinnulífsins til að veita hagstæð lán og breyta skuldum lífvænlegra fyrirtækja í hlutafé í eigu ríkisins frekar en að afskrifa skuldir.

1.5. Halla á ríkissjóði verði mætt með endurskoðun skattkerfisins, m.a. með fjölgun skattþrepa, hátekjuskatti og breytingum á virðisaukaskatti, frekar en niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. AGS fái ekki að ráða ferðinni með stöðu ríkissjóðs.

1.6. Strax verði hafist handa við að meta heildarskuldir þjóðarbúsins og að því loknu gert upp við lánardrottna eftir bestu getu og skynsemi. ICESAVE reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands og m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar innlagnir á reikningana, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir persónulega ábyrgir fyrir því sem vantar upp á. Samið verður um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar. Samhliða því verði gefið loforð um framlag af hálfu Íslands sem nemi 2% af VLF renni til þróunaraðstoðar á ári næstu tíu ár til að sýna góðan vilja íslendinga til að verða ábyrg þjóð meðal þjóða.

2. Landsmenn semji sína eigin stjórnarskrá.

2.1. Þjóðaratkvæðagreiðsla skal fara fram um tiltekið mál óski tiltekinn minnihluti þjóðarinnar þess. Sama gildir um að rjúfa þing.

2.2. Bera skal alla samninga undir þjóðaratkvæðagreiðslu sem mögulega framselja vald, m.a. þar sem krafist er að lög og reglugerðir séu innleidd án atbeina Alþingis.

2.3. Að viðurkenna þau sjálfsögðu mannréttindi sbr. 1. gr. Mannréttingayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna að vægi atkvæða í alþingiskosningum verði jafnt enda væri það í samræmi við hugmyndir um að auka vægi þjóðaratkvæðis um einstök mál enda augljóst að ekki væri hægt að láta suma landsmenn hafa meira vægi en aðra við þjóðaratkvæðagreiðslu.

2.4. Að fjöldi þingmanna miðist við fjölda á kjörskrá í hlutfallinu 1/4000 sem væri í samræmi við algengt hlutfall í öðrum löndum. Þetta myndi þýða nokkra fækkun þingmanna í dag en hægfara fjölgun þeirra í framtíðinni með vaxandi fólksfjölda sem væri rökrétt.

2.5. Að kjördæmaskipan verði endurskoðuð og kjördæmum fækkað á suðvesturhorninu.

2.6. Að tryggð sé skipting valdsins milli löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds, m.a. þannig að ráðherrar sitji ekki á þingi

2.7. Að ráðherrar og æðstu embættismenn framkvæmdavaldsins, nema dómarar, gegni embætti í mesta lagi í átta ár eða tvö kjörtímabil samfellt.

2.8. Að fyrsta málsgrein 76. greinar stjórnarskrárinnar verði breytt til samræmis við Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttinn til lífskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og velliðan allra. Grein 76 muni þá hljóða svona eftir breytingu. “Öllum skal tryggður rétttur til grunn lífskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og lífsviðurværi þeirra sjálfra og fjölskyldu þeirra, sé þess nokkur kostur. Grunn lífskjör teljast vera nauðsynlegt fæði, hreint vatn, klæði, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagsleg þjónusta, svo og réttur til öryggis vegna atvinnuleysis, veikinda, fötlunar, fyrirvinnumissis, elli eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki við gert.” Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.

2.9. Aðrar breytingar á stjórnarskrá verði gerðar þannig að hún samræmist Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.

2.10. Allar náttúruauðlindir verða í þjóðareigu og óheimilt að framleigja þær nema tímabundið og þá aðeins með viðurkenndum gagnsæjum aðferðum þar sem fyllsta jafnræðis og arðs er gætt.

3. Trúverðug rannsókn undir stjórn og á ábyrgð óháðra erlendra sérfræðinga á íslenska efnahagshruninu verði hrundið af stað og fari fram fyrir opnum tjöldum. Frysta eignir grunaðra auðmanna STRAX meðan á rannsókn stendur.

3.1. Tafarlaust verði sett í gang opinber rannsókn undir stjórn erlendra sérfræðinga á hruni íslenska efnahagskerfisins. Samhliða því verða sett verði afturvirk lög sem leyfa ógildingu allra fjármálagerninga undanfarinna tveggja ára þ.m.t. gerninga skilanefnda bankanna, og í undantekningartilfellum lengra aftur í tíma ef sýnt er að um óeðlilega gjörninga hafi verið að ræða sem leitt hafi af sér skaða fyrir íslenskt efnahagslíf. Ef sýnt er að gjörningar félags og/eða eiganda þess hafi verið með þeim hætti að leitt hafi af sér skaða fyrir íslenskt efnahagslíf verður í þeim tilfellum ákvæði hlutafélagalaga um takmarkaða ábyrgð eigenda verði fellt niður.

4. Lögfest verði fagleg, gegnsæ og réttlát stjórnsýsla.

4.1. Að ráðningatími (skipunartími) og þ.a.l. uppsagnarfrestur allra embættismanna sé í samræmi við það sem almennt gerist hjá stjórnendum á vinnumarkaði skv. nánari útfærslu sem verði í höndum Kjararáðs.

4.2. Að tiltekinn minnihluti þingmanna geti boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp sem Alþingi hefur samþykkt.

4.3. Að hæfi umsækjenda um störf hæstaréttar- og héraðsdómara sé metið af hlutlausri fagnefnd skipaðri af Alþingi eftir tilnefningu hæstaréttar. Fagnefndin geti lagt fyrir umsækjendur próf til að skera úr um þá hæfustu og að ráðherra beri að velja dómara úr hópi þeirra sem fagnefndin telur hæfasta.

4.4. Að æðstu embættismenn séu valdir á faglegum forsendum.

4.5. Að fastanefndir þingsins verði efldar. Að nefndarfundir verð almennt haldnir í heyranda hljóði. Gerð verði krafa um að fastanefndir afgreiði öll mál og skili niðurstöðu innan ákveðins tíma.

5. Lýðræðisumbætur STRAX.

5.1. Stjórnlagaþing í haust

5.2. Persónukjör

5.3. Afnema 5% þröskuldinn

5.4. Þjóðaratkvæðagreiðsur

5.5. Ný framboð fái sama tíma í fjölmiðlum og sama stuðning og aðrir stjórnmálaflokkar

6. Borgarahreyfingin leggur sig niður og hættir störfum þegar þessum markmiðum hefur verið náð eða augljóst er að þeim verður ekki náð.
 
Ég ætla að biðja þessari hreyfingu farsældar! Það er greinilegt að þeir sem settu þessa stefnuskrá saman eru einstaklingar sem stjórnast af mannúð, sanngrini og réttlæti. Ég vil fá slíkt fólk inn á þing til frambúðar!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband