Það segja þetta allir í kringum okkur!

Eva JolyHún kemur mér fyrir sjónir sem sannur engill. Mannúðin lýsir af ásjónu hennar. Hún boðar réttlæti og mikilvægi þess að þeir sem komu íslensku þjóðinni í þá stöðu sem hún er í núna verði rannsakaðir og sóttir til saka. Hún segist tilbúin til að gefa okkur góð ráð.

Konan sem ég er að tala um er Eva Joly sem var í viðtali hjá Agli í Silfri Egils í dag. Ég kann ekki að setja myndbandið með viðtalinu við hana hingað inn en hérna er krækja inn á það hjá ruv.is. Ef þið hafið ekki séð þetta viðtal nú þegar þá hvet ég ykkur til að sjá það.

Þess má líka geta að Silfrið frá í dag verður enndursýnt kl. 23:35 í kvöld. Hins vegar er enskan þerra Evu Joly og Egils Helgasonar svo skýr að þeir sem skilja það tungumál á annað borð ættu ekki að vera í neinum vandræðum með að fylgjast með því sem þau segja.

Þetta viðtal svo og manneskjan sjálf vekja mér von. Ég get reyndar í aðalatriðum tekið undir það sem Aðalheiður Ámundardóttir segir í athugasemd sinni við færslu Baldvins Jónssonar um það hvaða tilfinningar áhorfið á þetta viðtal Evu Joly vöktu mér. Ég er líka mjög ánægð með allt það sem kom fram í viðtalinu en saknaði reyndar einnar spurningar. Það er spurningin um það hvað við íslenska þjóðin getum gert ef valdhafarnir gera ekkert í því að fyrirskipa rannsókn á þeim sem um ræðir. 

Þar sem ég er að tala um Silfur Egils frá því í dag langar mig líka til að vekja athygli á viðtali við Ragnar Þór Ingólfsson. Ragnar Þór hefur skrifað ótrúlega flotta pistla á blogginu sínu um lífeyrissjóðina. Það er reyndar með ólíkindum að skrif hans skuli ekki vekja meiri athygli fjölmiðla en raun ber vitni. Ég hef áhyggjur af því að það sé óþægilega mikið rétt af því sem hann segir bæði í skrifum sínum og í þessu viðtali hjá Agli.

Bankarnir hrundu í haust vegna þess að eigendur þeirra fengu að leika sér eftirlitlaust með sparifé landsmanna. Örfáir einstaklingar vöruðu við því að það sem þar færi fram ætti eftir að enda með ósköpum og nú hefur það komið í ljós að kenningar þeirra voru réttar. Eru lífeyrissjóðirnir ekki á sömu leið af sömu ástæðum jafnvel? Kynnið ykkur viðvaranir Ragnars Þórs!


mbl.is Joly: Leita þarf til erlendra sérfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Skil ekki eftir hverju er beðið. Það verður a.m.k. að upplýsa okkur um það hverjir fengu sérmeðferð í bönkunum fyrir kosningar. Ef ekkert fer að gerast verður að smala saman á Torgið og Austurvöll á ný. Það er eins og þeir sem stjórna hér skilji ekkert nema frumskógarlögmál.

Víðir Benediktsson, 8.3.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er búin að bíða þess núna í rúma fimm mánuði að eihverjir sæti ábyrgð eða verði að öðrum kosti látnir axla hana. Að einhverjir verði rannsakaðir og sóttir til saka fyrir það hvernig þeir léku efnahag landsins. Ég mómælti vegna þess að efnahagshrunið er af mannavöldum en ekkert var að gert. Þó að nú hafi verið skipt um ríkisstjórn og seðlabanakstjóra og stjórnendur í Fjármálaeftirlitinu þá hefur enn ekki einn einasti einstaklingur verið rannsakaður! 

Meginkrafan mín var, er og verður sú að þeir sem settu okkur á hausinn verði rannsakaðir og dæmdir með tilliti til brotanna sem þeir verða uppvísir af. Það bólar ekkert á slíku og þess vegna varð ég mjög súr þegar mótmælin lognuðust út af hér á Akureyri. Vonandi blæs þetta viðtal nýju lífi í mótmælin um allt land þar sem fólk sameinast um þá sjálfsögðu kröfu að „auðlendingarnar“ verði sóttir til saka!

Es: Auðlendingarnar er orð sem ég stal frá Hrannari Baldurssyni um hina þjóðina í landinu. Þá sem setti okkur á hausinn og finnst sjálfsagt að við tökum afleiðingum. Ef þú ferð inn á síðuna hans og lest söguna í kringum þessa hugmynd þá sérðu að vangaveltur hans eru alveg óvitlausar. Skemmtilega framsettar líka

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.3.2009 kl. 21:45

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Víðir þú kemur þarna með svarið við spurningunni sem Rakel saknaði í viðtali Egils við Evu. Ef þeir gerta ekkert verður almenningur að beita þrýsingi.

Eva talaði líka um það að það verði ekki tekið á þessu arðráni fyrr en almenningur fattar hvað er á ferðinni og stoppar það. Þegar nægilega margir hafa vaknað til lífsins verður þeim ekki lengur vært. Það þarf því að halda umræðunni vakandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.3.2009 kl. 23:06

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Viðtalið við Eva Joly var alveg frábært ég horfði á það tvisvar í gær, manneskjan veit greinilega allt um efnahagsglæpi...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.3.2009 kl. 01:05

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er Joly-aðdáandi einfaldlega vegna þess að hún er okkar bjartasta von nú. Viðtalið við hana var eins og fyrsti sólargeislinn eftir langan, kaldan og strangan vetur.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.3.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband