Tilgangurinn helgar meðalið!

Hvernig sem á þetta mál er litið þá hlýtur það að vera ljóst að það að lána „innvígðum“ fé til að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu, sem þeir eiga sjálfir, gegnir ekki öðru markmiði en það að hafa áhrif á gegni bréfanna sem um ræðir. Eigendur fyrirtækisins eru með öðrum orðum að blekkja markaðinn. Það getur verið að ekkert í íslenskum lögum nái nákvæmlega yfir gjörning af slíku tagi en ég trúi því ekki að eitthvað í lögunum styðji slíkt heldur.

Í raun finnst mér það liggja svo í augum uppi að hér er um ólöglega viðskiptahætti að ræða að ég skil ekki að það sé hægt verja þvílíkt með nokkrum gildum rökum. Afleiðingarnar af þessu og fleiri slíkum vafasömum fjármálagjörningum urðu líka þær að íslenska þjóðin er gjaldþrota! Það eitt og sér að spila þannig með efnahag heillar þjóðar er svo siðlaust að það getur á engan hátt talist löglegt!

Logo InterpolNú er reyndar orðið löngu tímabært að hætta að velta sér upp úr því sem liggur í augum uppi. Við þurfum í raun bara að kæra glæpinn til réttra aðila sem við treystum til að rannsaka málið og taka þá fasta sem hafa brotið svo alvarlega af sér sem raun ber vitni.

Mig langar til að vekja athygli á flottum pistli  Hrannars Baldurssonar viðvíkjandi þetta efni. Þar hvetur hann til að efnahagsglæpurinn sem þjóðin líður fyrir sé kærð til efnahgsbrotadeildar Interpol. Þar birtir hann líka eftirfarandi þýðingu á skilgreiningu þeirra sjálfra varðandi „Financial Fraud“:

Margvísleg áhrif fjárhagslegra svika, ekki aðeins gegn einstaklingum og fyrirtækjum, heldur einnig gegn hagkerfum þjóða, vaxa hratt á alþjóðavísu.

Ef látið er afskiptalaust, geta svik leitt til fjárhagslegs hruns fólks og fyrirtækja, sem og skaðað hagkerfið alvarlega. 

Sveit fjármálaglæpa hjá INTERPOL hefur tekið að sér að berjast gegn þessari alþjóðlegu hreyfingu innan verkefnis sem er sérstaklega hannað til að berjast gegn alvarlegum svikafyrirbærum.

Verkefnið er hannað í kringum stýringarhugtak INTERPOL með því að veita aðstoð við rannsókn á alþjóðlegu og svæðisbundnu stigi sem og með skipulögðum stuðningi með samfélagi lögregluyfirvalda.

Verkefnið reynir einnig að fræða almenning um áhætturnar sem fylgja svikum og ólíkum aðferðum til að fyrirbyggja þau í náinni samvinnu við fyrirtæki með því að nota viðeigandi tæki og ráðstafanir.

(Þýðing: HB)


mbl.is Eru lán fyrir bankabréfum lögbrot?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þá lýsi ég bara eftir fólki sem er ekki hrætt, þekkir til og vinnur hratt Það gengur ekki lengur að tala og tala um að það hafi verið framinn glæpur og gera ekkert í því annað en að tala meira...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.3.2009 kl. 13:03

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Rakel, við erum það fólk

Ég og þú og almenningur í gegnum Borgarahreyfinguna - þjóðin á þing.

Við getum ef við viljum og fáum til þess nægan stuðning. Við ekku bundin neinum hagsmunatengslum öðrum en öll þjóðin. Við horfum á tómt veskið og skiljum ekki af hverju við eigum líka að borga fyrir þennan stórþjófnað á íslensku þjóðinni í beinni útsendingu.

X við O í næstu kosningum er atkvæði greitt réttlæti og siðferðilegri uppbyggingu.

Baldvin Jónsson, 8.3.2009 kl. 15:09

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gott að þú vekur athygli á því Mér finnst reynar með ólíkindum hvers vegna eigi að draga kæruna fram yfir kosningar. Ég vil kæra strax! en ef ekki held er ljóst að Borgarahreyfingin er eina stjórnmálaaflið sem ég og þeir sem eru sammála mér geta treyst á að fylgi slíku eftir!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.3.2009 kl. 15:14

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já auðvitað á að kæra strax, hef sjálfur bent á það margsinnis að við gætum verið búin að frysta eigur grunaðra á innan við hálfum degi ef vilji til þess væri fyrir hendi.

Framkvæmdavaldið er að valda þjóðinni gríðarlegum vonbrigðum í þessu máli.

Baldvin Jónsson, 8.3.2009 kl. 15:18

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sammála!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.3.2009 kl. 15:26

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Auðvitað á að kæra strax

Hólmdís Hjartardóttir, 8.3.2009 kl. 16:46

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

X-O það er málið til að ná fram því réttlæti sem þarf til að byggja upp samfélagið á ný.

Arinbjörn Kúld, 10.3.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband