Menntunar- og hæfniskröfur til ráðherraembætta
20.4.2014 | 12:04
Frá því í ágúst á síðasta ári hefur þetta blogg verið helgað skrifum sem var ætlað að draga það fram hvaða hefðir og/eða aðferðir hafa orðið ofan á hjá öllum stjórnmálaflokkum á Íslandi við skipun til ráðherraembætta. Þar sem þetta er langur tími og skrifin í kringum samanburðinn á ferilskrám núverandi og fyrrverandi ráðherra hefur oft og tíðum orðið töluvert umfangsmeiri en upphaflega var áætlað fer væntanlega vel á því að draga aðalatriðin úr ferilskrám umræddra ráðherra saman á einn stað og auðvelda þannig yfirsýnina.
Áður en lengra er haldið er e.t.v. rétt að undirstrika það enn og aftur að tilgangurinn með þessum samanburði er alls ekki sá að gera lítið úr þeim einstaklingum sem gegna ráherraembættum á þessu kjörtímabili eða þeim sem sátu á ráðherrastólum á því síðasta. Ég komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að til þess að sýna fram á það hvaða aðferðir hafa orðið ofan á við skipun ráðherra hér á landi væri rétt að styðjast við raunveruleg dæmi.
Í undanfara þeirra samantektar sem er framundan nú þá dró ég gjarnan fram hverjir höfðu verið fyrstir til að gegna viðkomandi ráðherraembættum og í sumum tilfellum hverjir hefðu gegnt þeim lengst. Tilgangurinn var ekki síst sá að benda á að núverandi aðferðir við ráðherraskipan byggir á sögulegri hefð í íslenskri pólitík sem rekur rætur sínar allt aftur til heimastjórnartímabilsins í upphafi síðustu aldar.
Hér á eftir eru ráðherrar núverandi ríkisstjórnar og þeirrar síðustu taldir í stafrófsröð. Til aðgreiningar eru myndir af ráðherrum núverandi ríkisstjórnar hafðar í lit en þeirra sem tilheyra síðustu ríkisstjórn í svart-hvítu. Það er rétt að taka það fram, varðandi það hverjir eru taldir með ráðherrum síðustu ríkisstjórnar, að þeir einir eru taldir sem sátu á ráðherrastólum við stjórnarskiptin síðastliðið vor.
Að öðru leyti vænti ég þess að samantektin hér að neðan skýri sig sjálf en vil þó taka fram að þó mest allt sé talið þá sleppti ég einhverjum þáttum sem koma fram í ferilskrám eftirtaldra á alþingisvefnum. Undir nöfnum allra er krækja í ferilskrá viðkomandi á vef Alþingis og síðan á þá umfjöllun sem hefur verið unnin hér að undanförnu um hvert ráðuneyti undir embættisheitum þeirra.
![]() | Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkur formaður flokksins frá 2009 hefur setið inni á þingi frá 2003 fjármála- og efnahagsráðherra 2013- |
aldur | 44 ára |
menntun | Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1989. Lögfræðipróf frá HÍ 1995. Nám í þýsku og lögfræði í Þýskalandi 1995-1996. LL.M.-gráða (Master of Laws) frá University of Miami School of Law í Bandaríkjunum 1997. Hdl. 1998. Löggiltur verðbréfamiðlari 1998. |
stjórnmálatengd störf og nefndarsetur utan Alþingis | Í stjórn Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, 1991-1993, formaður 1993. Í stjórnarskrárnefnd 2005-2007. |
starfsaldur á þingi | Hefur setið í 11 ár á þingi. 10 ár áður en hann varð ráðherra. |
viðkomandi þingnefndir | allsherjarnefnd 2003-2007 (formaður), fjárlaganefnd 2003-2007, iðnaðarnefnd 2003-2004 og 2007, sérnefnd um stjórnarskrármál 2004-2007 og 2009 (fyrri), heilbrigðis- og trygginganefnd 2004-2005, utanríkismálanefnd 2005-2013 (formaður 2007-2009), kjörbréfanefnd 2005-2009, efnahags- og skattanefnd 2007-2009. |
önnur starfsreynsla | Fulltrúi hjá sýslumanninum í Keflavík 1995. Lögfræðingur hjá Eimskip 1997-1999. Lögmaður með eigin rekstur á Lex lögmannsstofu 1999-2003. |
><> ><> ><> ><> ><>
![]() | Eygló Harðardóttir þingmaður Suðvesturkjördæmis (Suðurkjördæmis 2008-2013) |
aldur | 41 árs |
menntun | Stúdent frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 1992. Fil.kand.-próf í listasögu frá Stokkhólmsháskóla 2000. Framhaldsnám í viðskiptafræði við HÍ síðan 2007. |
stjórnmálatengd störf og nefndarsetur utan Alþingis
| Í skólamálaráði Vestmannaeyja 2003-2004. Varamaður í félagsmálaráði Vestmannaeyja 2003-2005. Ritari í stjórn kjördæmissambands framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi 2003-2007. Gjaldkeri Framsóknarfélags Vestmannaeyja 2004-2010. Ritari í stjórn Landssambands framsóknarkvenna 2007-2009. Formaður verðtryggingarnefndar, sem kannar forsendur verðtryggingar á Íslandi, 2010-2011 Í samráðshóp um húsnæðisstefnu 2011. Skipuð samstarfsráðherra Norðurlanda 16. ágúst 2013. |
starfsaldur á þingi | Hefur setið í 6 ár á þingi. 5 ár áður en hún varð ráðherra. |
þingnefndir | heilbrigðisnefnd 2008-2009, iðnaðarnefnd 2008-2009, umhverfisnefnd 2008-2009, menntamálanefnd 2009-2011, viðskiptanefnd 2009-2011, þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009-2010, allsherjar- og menntamálanefnd 2011, velferðarnefnd 2011-2012, efnahags- viðskiptanefnd 2012-2013. |
önnur starfsreynsla | Framkvæmdastjóri Þorsks á þurru landi ehf. 2001-2009. Skrifstofustjóri Hlíðardals ehf. 2003-2004. Viðskiptastjóri Tok hjá Ax hugbúnaðarhúsi hf. 2004-2006. Framkvæmdastjóri Nínukots ehf. 2006-2008. Verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands 2008. |
><> ><> ><> ><> ><>
![]() | Guðbjartur Hannesson þingmaður Norðvesturkjördæmis félags- og tryggingamálaráðherra og heilbrigðisráðherra |
aldur | 63 ára |
menntun | Kennarapróf KÍ 1971. Tómstundakennarapróf frá Seminariet for Fritidspædagoger, Vanløse, Danmörku 1978. Framhaldsnám í skólastjórn við KHÍ 1992-1995. Meistarapróf frá kennaraskóla Lundúnaháskóla (Institute of Education, University of London) 2005. |
stjórnmálatengd störf og nefndarsetur utan Alþingis
| Í bæjarstjórn Akraness 1986-1998. |
starfsaldur á þingi | Hefur setið í 7 ár á þingi. 3 ár áður en hann varð ráðherra. |
þingnefndir | félags- og tryggingamálanefnd 2007-2009 (formaður), 2009-2010, fjárlaganefnd 2007-2009, 2009-2010 (formaður), menntamálanefnd 2007-2009, allsherjar- og menntamálanefnd 2013-, velferðarnefnd 2014-. |
önnur starfsreynsla | Sumarvinna með námi í Búrfellsvirkjun og Sementsverksmiðju Akraness. Kennari við Grunnskóla Akraness 1971-1973. Erindreki Bandalags íslenskra skáta 1973-1975. Kennari við Peder Lykke Skolen á Amager í Kaupmannahöfn 1978-1979. Kennari við Grunnskóla Akraness 1979-1981. Skólastjóri Grundaskóla Akranesi 1981-2007. |
><> ><> ><> ><> ><>
![]() | Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Norðvesturkjördæmis |
aldur | 45 ára |
menntun | Stúdent frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra1989. |
stjórnmálatengd störf og nefndarsetur utan Alþingis
| Aðstoðarmaður Páls Péturssonar, félagsmálaráðherra 1997-1999. Formaður stjórnar varasjóðs viðbótarlána 1998-2002. |
starfsaldur á þingi | Hefur setið í 5 ár á þingi. 4 ár áður en hann varð ráðherra. |
þingnefndir | iðnaðarnefnd 2009-2011, þingskapanefnd 2011-2013, utanríkismálanefnd 2011-2013. |
önnur starfsreynsla | Verslunarstjóri Ábæjar 1989-1990 og 1991-1995. Verkamaður og gæslumaður í Steinullarverksmiðjunni 1989-1991. Ritstjóri héraðsfréttablaðsins Einherja 1991-1992. Sölu- og verslunarstjóri hjá Skeljungi hf. 1996-1997. Markaðsráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni 1999. Starfaði á verslunarsviði Kaupfélags Skagfirðinga 2000-2002. Framkvæmdastjóri Ábæjar 2002-2003. Framkvæmdastjóri Ábæjar-veitinga ehf. 2004-2007. |
><> ><> ><> ><> ><>
![]() | Hanna Birna Kristjánsdóttir þingmaður Reykjavíkur suður |
aldur | 47 ára |
menntun | Verslunarpróf frá Verzlunarskóla Íslands 1984. Stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1986. BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ 1991. M.Sc.-próf í alþjóðlegum og evrópskum stjórnmálum frá Edinborgarháskóla 1993. |
stjórnmálatengd störf og nefndarsetur utan Alþingis
| Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 19951999. Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 19951999. Í stjórn hverfafélags sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri 19951996. Aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins 19992006. Formaður nefndar Björns Bjarnasonar, menntamálaráðherra, um mótun símenntunarstefnu 19971998 Borgarfulltrúi 2002-2013. Forseti borgarstjórnar og formaður skipulagsráðs Reykjavíkur 20062008. Borgarstjóri í Reykjavík 2008-2010. Í menningarmálanefnd Reykjavíkur 2002-2003. Í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur, í fræðsluráði Reykjavíkur 20022005. Í hverfisráði Árbæjar 20022006. Í menntamálanefnd og framkvæmdaráði Reykjavíkur 20052006. Í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2006-2013. Í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 20082010. Í stjórnkerfisnefnd Reykjavíkurborgar 2010-2013. í stjórn Fasteignastofu Reykjavíkur 20032005. Formaður stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins 20082010. Í stjórn Faxaflóahafna 20112013. |
starfsaldur á þingi | Hefur setið í tæpt 1 ár á þingi. Engin þingreynsla áður en hún varð ráðherra. |
þingnefndir | engar |
önnur starfsreynsla | Starfsmaður Öryggismálanefndar 1990-1991. Deildarsérfræðingur í Menntamálaráðuneytinu 19941995. |
><> ><> ><> ><> ><>
![]() | Illugi Gunnarsson þingmaður Reykjavíkur norður (Reykjavíkur suður 2007-2009) |
aldur | 46 ára |
menntun | Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1987. BS-próf í hagfræði HÍ 1995. MBA-próf frá London Business School 2000. |
stjórnmálatengd störf og nefndarsetur utan Alþingis
| Í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, 1989-1990, oddviti 1993-1994. Í nefnd um eflingu græna hagkerfisins 2010-2013. |
starfsaldur á þingi | Hefur setið í 7 ár á þingi. 6 ár áður en hann varð ráðherra. |
þingnefndir | efnahags- og skattanefnd 2007, fjárlaganefnd 2007-2009 og 2011-2012, menntamálanefnd 2007-2009, umhverfisnefnd 2007-2009, viðskiptanefnd 2010-2011, allsherjarnefnd 2010-2011. |
önnur starfsreynsla | Sumarvinna í fiski með námi hjá Hjálmi hf. Flateyri 1983-1993. Leiðbeinandi við Grunnskóla Flateyrar 1987-1988. Organisti Flateyrarkirkju 1995-1996. Skrifstofumaður hjá Vestfirskum skelfiski á Flateyri 1995-1997. Stundaði rannsóknir í fiskihagfræði við HÍ 1997-1998. |
><> ><> ><> ><> ><>
![]() | Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Reykjavíkur norður til 2013. (Reykjavíkur suður 2003-2007 og Reykjavíkur 1978-2003) |
aldur | 71 árs |
menntun | Verslunarpróf frá Verzlunarskóla Íslands 1960 |
stjórnmálatengd störf og nefndarsetur utan Alþingis
| Í stjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur 1976-1983. Í nefnd til að undirbúa frumvarp um tilhögun og framkvæmd fullorðinsfræðslu og endurskoðun laga um almannatryggingar 1978. |
starfsaldur á þingi | Sat á þingi í 35 ár. 9 ár áður en hún varð forsætisráðherra í fyrsta skipti. Gegndi áður eftirtöldum ráðherraembættum: félagsmálaráðherra 1987-1994 og 2007-2008 félags- og tryggingamálaráðherra 2008-2009 |
þingnefndir | utanríkismálanefnd 1995-1996, iðnaðarnefnd 1995-1999, sérnefnd um stjórnarskrármál 1995-1997 og 1999-2000 og 2004-2007, allsherjarnefnd 1996-1999, efnahags- og viðskiptanefnd 1999-2007, kjörbréfanefnd 1999-2003, félagsmálanefnd 2003-2007. |
önnur starfsreynsla | Flugfreyja hjá Loftleiðum 1962-1971. |
><> ><> ><> ><> ><>
![]() | Katrín Jakobsdóttir þingmaður Reykjavíkur norður |
aldur | 38 ára |
menntun | Stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1996. BA-próf í íslensku með frönsku sem aukagrein frá HÍ 1999. Meistarapróf í íslenskum bókmenntum 2004. |
stjórnmálatengd störf og nefndarsetur utan Alþingis
| Í stúdentaráði HÍ og háskólaráði 19982000. Varaborgarfulltrúi fyrir Reykjavíkurlistann 2002-2006. Fulltrúi í fræðsluráði, síðar menntaráði, Reykjavíkur 20022005. Formaður samgöngunefndar Reykjavíkur 2004. Formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 2004. Formaður Ungra vinstri grænna 20022003. Varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs 2003-2013. Samstarfsráðherra Norðurlanda 2009-2013. Í stjórnarskrárnefnd skipaðri af forsætisráðherra síðan 2013. Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2013-. |
starfsaldur á þingi | Hefur setið í 7 ár á þingi. 2 ár áður en hún varð ráðherra. |
þingnefndir | efnahags- og skattanefnd 2007-2009, menntamálanefnd 2007-2009, umhverfis- og samgöngunefnd 2013-. |
önnur starfsreynsla | Málfarsráðunautur á fréttastofum RÚV í hlutastarfi 19992003 auk fjölmargra sumarstarfa. Dagskrárgerð fyrir ljósvakamiðla og ritstörf fyrir ýmsa prentmiðla 20042006. Kennsla fyrir Endurmenntun, símenntunarmiðstöðvar og Mími tómstundaskóla 20042007. Ritstjórnarstörf fyrir Eddu - útgáfu og JPV-útgáfu 20052006. Stundakennsla við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Menntaskólann í Reykjavík 20062007. |
><> ><> ><> ><> ><>
![]() | Katrín Júlíusdóttir þingmaður Suðvesturkjördæmis |
aldur | 39 ára |
menntun | Stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi 1994. Nám í mannfræði við Háskóla Íslands 1995-1999. Námskeið í verkefnastjórn í hugbúnaðargerð hjá EHÍ 2001. |
stjórnmálatengd störf og nefndarsetur utan Alþingis
| Í stjórn Verðandi, ungliðahreyfingar Alþýðubandalagsins, og ritari Alþýðubandalagsins í Kópavogi 1994-1998. Í miðstjórn Alþýðubandalagsins 1996-2000. Fulltrúi Röskvu í stúdentaráði og háskólaráði HÍ 1997-1999. Varaformaður Ungra jafnaðarmanna 2000, formaður 2000-2001. Í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar 2000-2003, varaformaður 2001-2003. Í stjórn Evrópusamtakanna 2000-2003. Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2007-2009. |
starfsaldur á þingi | Hefur setið í 11 ár á þingi. 6 ár áður en hún varð ráðherra. |
þingnefndir | menntamálanefnd 2003-2005 og 2007-2009, félagsmálanefnd 2004-2005, fjárlaganefnd 2005-2007, iðnaðarnefnd 2005-2009 (formaður 2007-2009), umhverfisnefnd 2007-2009, umhverfis- og samgöngunefnd 2013-, velferðarnefnd 2013-2014. |
önnur starfsreynsla | Framkvæmdastjóri stúdentaráðs HÍ 1998-1999. Innkaupastjóri hjá G. Einarsson & co. ehf. 1994-1998, framkvæmdastjóri þar 1999-2000. Verkefnastjóri og ráðgjafi hjá ráðgjafar- og hugbúnaðarhúsinu Inn hf. 2000-2003. |
><> ><> ><> ><> ><>
![]() | Kristján Þór Júlíusson þingmaður Norðausturkjördæmis |
aldur | 56 ára |
menntun | Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1977. Skipstjórnarpróf (1. og 2. stig) frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1978. Nám í íslensku og almennum bókmenntum við HÍ 1981-1984. Kennsluréttindapróf frá HÍ 1984. |
stjórnmálatengd störf og nefndarsetur utan Alþingis
| Bæjarstjóri Dalvíkur 1986-1994. Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2007-2009. |
starfsaldur á þingi | Hefur setið í 7 ár á þingi. 6 ár áður en hann varð ráðherra. |
þingnefndir | fjárlaganefnd 2007-2013, iðnaðarnefnd 2007-2009, umhverfisnefnd 2009-2011. |
önnur starfsreynsla | Stýrimaður og skipstjóri á skipum frá Dalvík 1978-1981 og á sumrin 1981-1985. Kennari við Stýrimannaskólann á Dalvík 1981-1986. Kennari við Dalvíkurskóla 1984-1986. |
![]() | Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður Suðurkjördæmis (Suðvestvestur 2007-2009) |
aldur | 46 ára |
menntun | Stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1987. BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ 1991. MS-próf í alþjóðasamskiptum frá Georgetown University í Bandaríkjunum 1994. |
stjórnmálatengd störf og nefndarsetur utan Alþingis
| Aðstoðarmaður Geirs H. Haarde, fjármálaráðherra 1998-2005. Í Þingvallanefnd 2009-2013. |
starfsaldur á þingi | Hefur setið í 7 ár á þingi. 6 ár áður en hún varð ráðherra. |
þingnefndir | efnahags- og skattanefnd 2007-2009, iðnaðarnefnd 2007-2009, utanríkismálanefnd 2007-2009, 2010 og 2011-2013, viðskiptanefnd 2009-2010, þingskapanefnd 2011-2013. |
önnur starfsreynsla | Starfsmaður Útflutningsráðs Íslands 1995-1998, aðstoðarviðskiptafulltrúi 1995-1996, viðskiptafulltrúi í New York 1996-1997 og verkefnisstjóri í Reykjavík 1997-1998. |
><> ><> ><> ><> ><>
![]() | Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Norðausturkjördæmis (Reykjavík norður 2009-2013) |
aldur | 39 ára |
menntun | Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1995. BS-próf í viðskipta- og hagfræði frá HÍ 2005 auk hlutanáms í fjölmiðlafræði. Skiptinám við Plekhanov-háskóla í Moskvu. Nám við stjórnmálafræðideild Kaupmannahafnarháskóla í alþjóðasamskiptum og opinberri stjórnsýslu. Framhaldsnám í hagfræði og stjórnmálafræði við Oxford-háskóla með áherslu á tengsl hagrænnar þróunar og skipulagsmála. |
stjórnmálatengd störf og nefndarsetur utan Alþingis | Fulltrúi í skipulagsráði Reykjavíkurborgar 2008-2010. Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2009-2011. Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2011-2013. |
starfsaldur á þingi | Hefur setið í 5 ár á þingi. 4 ár áður en hann varð ráðherra. |
þingnefndir | utanríkismálanefnd 2009-2013. |
önnur starfsreynsla | Þáttastjórnandi og fréttamaður í hlutastarfi hjá Ríkisútvarpinu 2000-2007. |
><> ><> ><> ><> ><>
![]() | Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Suðurkjördæmis |
aldur | 52 ára |
menntun | Stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1982. Embættispróf í dýralækningum frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn (KVL). Almennt dýralæknaleyfi í Danmörku 1989 og á Íslandi 1990. |
stjórnmálatengd störf og nefndarsetur utan Alþingis
| Í ráðherraskipaðri nefnd sem vann að breytingum á dýralæknalögum 1996-1998. Ritari stjórnar Framsóknarfélags Árnessýslu 2001-2008. Oddviti Hrunamannahrepps 2002-2009. |
starfsaldur á þingi | Hefur setið í 5 ár á þingi. 4 ár áður en hann varð ráðherra. |
þingnefndir | sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009-2011, þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009-2010, atvinnuveganefnd 2011-2013. |
önnur starfsreynsla | Landbúnaðarstörf samhliða námi 1970-1984. Afgreiðslu- og verkamannastörf hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík 1982-1983. Bóndi í Dalbæ í Hrunamannahreppi 1987-1994. Sjálfstætt starfandi dýralæknir í uppsveitum Árnessýslu 1990-1995. Settur héraðsdýralæknir í Hreppa- og Laugarásumdæmi 1992-1994 og um skeið í Vestur-Barðastrandarumdæmi. Dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustu Suðurlands ehf. 1996-2009. |
><> ><> ><> ><> ><>
![]() | Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Norðausturkjördæmis (Norðurlands eystra 1983-2003) |
aldur | 58 ára |
menntun | Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1976. B.Sc.-próf í jarðfræði frá Háskóla Íslands 1981. Próf í uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands 1982. |
stjórnmálatengd störf og nefndarsetur utan Alþingis
| Fulltrúi nemenda í skólaráði MA 1975-1976. Í stúdentaráði HÍ 1978-1980. Varaformaður Alþýðubandalagsins 1989-1995. Í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1983-1987. Í stjórnarskrárnefnd 2005-2007. Kjörinn 1984 í samstarfsnefnd með Færeyingum og Grænlendingum um sameiginleg hagsmunamál. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1984 og 1986. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1985-1988 og 1991-1995. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1991 og 2007. Formaður flokkahóps vinstri sósíalista í Norðurlandaráði 1998-2000. Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1996-2005, 2006-2007 og 2013-. Formaður norræna ráðsins um málefni fatlaðra 1999-2000. Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2007-2009. Formaður í jafnréttisnefnd Evrópuráðsþingsins 2008-2009. |
starfsaldur á þingi | Hefur setið í 31 ár á þingi. 5 ár áður en hann varð ráðherra í fyrsta skipti. Gegndi áður eftirtöldum ráðherraembættum: |
þingnefndir | sjávarútvegsnefnd 1991-1998 (formaður 1995-1998), efnahags- og viðskiptanefnd 1991-1999 og 2013-, félagsmálanefnd 1999-2003, utanríkismálanefnd 1999-2009, sérnefnd um stjórnarskrármál 2004-2005. |
önnur starfsreynsla | Sumarvinna við vörubifreiðaakstur með námi 1978-1982. Við jarðfræðistörf og jafnframt íþróttafréttamaður hjá sjónvarpi 1982-1983. |
><> ><> ><> ><> ><>
![]() | Svandís Svavarsdóttir þingmaður Reykjavíkur suður |
aldur | 49 ára |
menntun | Stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1983. BA-próf í almennum málvísindum og íslensku frá HÍ 1989. Stundaði framhaldsnám í íslenskri málfræði við HÍ 1989-1993. |
stjórnmálatengd störf og nefndarsetur utan Alþingis
| Formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík 2003-2005. Framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs 2005-2006. Borgarfulltrúi í Reykjavík 2006-2009. |
starfsaldur á þingi | Hefur setið í 5 ár á þingi. Engin þingreynsla áður en hún varð ráðherra. |
þingnefndir | allsherjar- og menntamálanefnd 2013-, þingskapanefnd 2014-. |
önnur starfsreynsla | Stundakennari í almennum málvísindum og íslensku við Háskóla Íslands 1990-1994. Starfaði hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra við rannsóknir á íslenska táknmálinu 1992-1994 og við rannsóknir, ráðgjöf og stjórnun 1998-2005. Kennslustjóri í táknmálsfræði og táknmálstúlkun við Háskóla Íslands 1994-1998. |
><> ><> ><> ><> ><>
![]() | Ögmundur Jónasson þingmaður Suðvesturkjördæmis (Reykjavík suður 2003-2007, Reykjavík 1995-2003). |
aldur | 65 ára |
menntun | Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969. MA-próf í sagnfræði og stjórnmálafræði Edinborgarháskóla, Skotlandi, 1974. |
stjórnmálatengd störf og nefndarsetur utan Alþingis | Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 1999-2003. Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2013-. |
starfsaldur á þingi | Hefur setið í 19 ár á þingi. 14 ár áður en hann varð ráðherra. |
viðkomandi þingnefndir | allsherjarnefnd 1995-1997, 1998-1999 og 2010, |
starfsreynsla utan þings | Kennari við grunnskóla Reykjavíkur 1971-1972. Rannsóknir við Edinborgarháskóla og ýmis hlutastörf 1974-1978. Fréttamaður Ríkisútvarpsins, hljóðvarps og síðan sjónvarps, 1978-1988, í Kaupmannahöfn 1986-1988. Stundakennari við Háskóla Íslands síðan 1979. Formaður BSRB 1988-2009. |
><> ><> ><> ><> ><>
![]() | Össur Skarphéðinsson þingmaður Reykjavíkur suður (Reykjavíkur norður 2003-2009, Reykjavíkur 1991-2003) |
aldur | 60 ára |
menntun | Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1973. BS-próf í líffræði frá HÍ 1979. Doktorspróf í lífeðlisfræði með fiskeldi sem sérgrein frá Háskólanum í East Anglia, Englandi, 1983. |
stjórnmálaþátttaka | Formaður stúdentaráðs HÍ 1976-1977. Í stjórnarskrárnefnd 2005-2007. |
starfsaldur á þingi | Hefur setið í 23 ár á þingi. 2 ár áður en hann varð ráðherra í fyrsta skipti. Gegndi áður eftirtöldum ráðherraembættum: umhverfisráðherra 1993-1995 iðnaðarráðherra 2007-2009 samstarfsráðherra Norðurlanda 2007-2008 |
viðkomandi þingnefndir | sjávarútvegsnefnd 1991-1993, allsherjarnefnd 1991-1992, iðnaðarnefnd 1991-1993 (formaður), landbúnaðarnefnd 1992-1993, utanríkismálanefnd 1995-1999, 2005-2007 og 2013-, heilbrigðis- og trygginganefnd 1995-1999 (formaður), umhverfisnefnd 1999-2000, fjárlaganefnd 1999-2001, kjörbréfanefnd 1999-2003 og 2013, efnahags- og viðskiptanefnd 2001-2005. |
starfsreynsla utan þings | Ritstjóri Þjóðviljans 1984-1987. Lektor við Háskóla Íslands 1987-1988. Aðstoðarforstjóri Reykvískrar endurtryggingar 1989-1991. Ritstjóri Alþýðublaðsins 1996-1997 Ritstjóri DV 1997-1998. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.5.2014 kl. 18:35 | Facebook
Athugasemdir
Athyglisverð fyrirsögn "Menntunar- og hæfniskröfur". Menntun er ekki skólaganga eða prófskýrteini, eins hér eru upp talnn, - og hæfni til að vera "góður" ráðherra er fjarri því að hafa eitthvað með setu á skólabekk að gera, - hvað þá prófskýrteini. Færa má rök fyrir því að íslenskt skólakerfi eyðileggi sjálfstæða hugsun, en hún er nauðsynleg öllum þeim sem árangri vilja ná í stjórnunarstörfum.
Kjartan Eggertsson, 20.4.2014 kl. 18:58
Miðað við innleggið þitt ert þú að gefa þér eitthvað sem þú telur að liggi í fyrirsögninni. Titillinn vísar til atvinnuauglýsinga þar sem iðulega eru taldir upp hvaða menntun og hæfileikar eru æskilegir til að uppfylla þau skilyrði að teljast hæfur til þess starfs sem til stendur að fylla með hæfasta umsækjandanum. Að öðru leyti kemur það mér töluvert á óvart að maður sem titlar sig aðstoðarskólastjóri Tónskóla Hörpunnar skuli láta hafa annað eins eftir sér: „Færa má rök fyrir því að íslenskt skólakerfi eyðileggi sjálfstæða hugsun“.
Ef skólinn er þess umkominn að eyðileggja sjálfstæða hugsun einhverra er hætt við því að hver sem er geti brotið niður sjálfstæði hugsunar þeirra sem þú hefur í huga. Það er nokkuð víst að þeir sem eru svo veikir fyrir áhrifum annarra eigi sísta erindið í hvers konar stjórnunarstörf hvað þá þeirra embætta sem eru í brennidepli hér.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.4.2014 kl. 22:50
Einhverntímann var sagt "Guð blessi landið þegar menntamennirnir fá að ráða"
Hve satt það er dæmist af því sem maður les um menntun þeirra sem setið hafa á ráðherrastóli...
Ef eitthvað er þá eiga þeir sem ráða landinu að vera með skynsemina í lagi og hugsa um fólkið en ekki rassgatið á sjálfum sér og nokkrum einkavinum...
Með kveðju
Ólafur Björn Ólafsson, 21.4.2014 kl. 09:30
Eins og segir einhvers staðar þá er menntun ekki allt. Einstaklingar geta aflað sér dýrmætrar þekkingar víðar en í skólum. Reynsla hlýtur líka að vera afar dýrmæt. Þó nokkrir ofantaldra eru með töluverða reynslu af almennum atvinnumarkaði en enn þá fleiri af ýmis konar stjórnmálastörfum.
Þegar horft er til þeirra sem áttu sæti í síðustu ríkisstjórn er samanlögð þingreynsla þeirra meiri en þeirra sem sitja í sambærilegum sætum nú en það er líka áberandi hve margir þeirra, sem eru ráðherrar í núverandi ríkisstjórn, hafa aflað sér stjórnmálareynslu í borgar-, bæjar- eða sveitarstjórnum.
Ég treysti því að þeir sem sátu í síðustu ríkisstjórn og þeir sem sitja nú séu með skynsemina í ágætu lagi en að mínum dómi er það ekki skynsamlegt að standa þannig að ráðherraskipun eins og hefur orðið að hefð hér á landi. Það er þó ekkert víst að það sé svo auðvelt að finna aðra aðferð sem virkar eitthvað betur.
Það liggur væntanlega í augum uppi, að þeir sem eru skipaðir ráðherrar, eru reistar verulega erfiðar skorður í því að sinna starfi sínu með sóma þar sem þeir eru líka þingmenn og gjarnan í umfangsmiklum trúnaðarstörfum fyrir sína stjórnmálaflokka á sama tíma. Að öllu samanlögðu þá er ég á því að það sé langt frá því að vera öfundsvert starf að vera ráðherra á Íslandi í dag.
Þær aðstæður sem þeim sem gegna ráðherraembætum eru búnar eru hins vegar langt frá því að vera eingöngu á þeirra eigin ábyrgð þó það sé líklegt að frumkvæði af þeirra hálfu til að breyta þeim yrðu meðal þess marktækasta í þeirri umræðu ef almenn samstaða er um breytingar.
Svo ég víki aðeins betur að því sem þú settir fram í innleggi þínu þá er það e.t.v. álagið sem býður upp á það að einhverjir þeirra sem hafa gegnt ráðherraembættum hingað til hafa freistast til að umbuna sjálfum sér með sérhagsmunamiðuðum aðgerðum. Ég er ekki viss um að menntun myndi breyta neinu þar um en vissulega er ég á því að æskilegast er að þeir sem eru skipaðir ráðherrar hafi þekkingu og reynslu af þeim málaflokkum þeirra ráðuneyta sem þeir eru skipaðir yfir.
Hins vegar gæti það reynst þrautinni þyngri að setja því nákvæman ramma ekki síst fyrir það að málefni ráðuneytanna eru afar víðtæk og þar af leiðandi hæpið að gera ráð fyrir að einhver búi yfir þekkingu og reynslu á öllum sviðum þess ráðuneytis sem aðrir þættir hjá viðkomandi mæla með að hann taki að sér.
M.ö.o. þá hljóta fleiri þættir að koma til álita en menntun viðkomandi þegar störf eru skipuð; þ.e. þekking, reynsla og svo persónulegir þættir eins og skipulags- og stjórnunarhæfileikar og færni í persónulegum samskiptum. Þegar um er að ræða skipun í þær stöður sem eru meðal æðstu embætta landsins sem fara með málaflokka sem varða sameiginleg hagsmunamál alls samfélagsins þá er þó ekki óeðlilegt að gera kröfu um að viðkomandi búi yfir haldgóðri þekkingu og reynslu í helstu málaflokkum viðkomandi ráðuneytis.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.4.2014 kl. 16:09
Grunar að best væri að fá konu sem hefur lifað við fátækt til að stjórna, það er ef hún hefur náð að spila vel úr því litla sem hún hafði af fjármunum. Það er allavega einhver með reynslu af að forgangsraða og nýta eins og best verður á kosið þá litlu fjármuni sem heimilið hafði úr að moða þá og þá stundina.
Að fá einhverja "hagfræðinga" væri stór mistök enda flestir tekið lærdóminn öfugt inn sem sást best hvernig fór í hruninu með alla þessa "hagfræðinga" hér og þar til að stjórna og leiðbeina.
Hér þurfum við fólk sem hefur hæfilega menntun, aðallega skynsemi og útsjónarsemi, skipulagshæfileika og þor til að framkvæma það sem þarf hverju sinni. Klíkustjórnmál eiga að hverfa...
Niðurstaðan mín er sú að menntun (langskólaganga) sé aukaatriði en reynslan er betri. Vona svo að þessir rynsluboltar sem hafa dýft hendi í kallt vatn hér áður og eru ráðherrar í dag verði til góðs.
Kveðja
Ólafur Björn Ólafsson, 23.4.2014 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.