Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ekkert annað en sníkjusamfélag!

IMF trapping countries in debtÞað hefur enginn verið jafnduglegur við að fræða okkur um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eins og Gunnar Skúli Ármannsson. Hann hefur verið mjög iðinn við að afla sér upplýsinga um afleiðingar „efnahagsaðstoðar“ sjóðsins í hinum ýmsum löndum og kynna þær fyrir öðrum bæði á blogginu sínu og með fyrirlestrum

En þeir eru fleiri sem hafa reynt að vekja athygli á því hvernig þetta sjóðsskrímsli hefur rústað efnahag hinna ýmsu landa. Þ.á m. Argentínu sem ákvað að losa sig við þennan „afætusjóð“. Auðvaldshringurinn, sem gefur sig út fyrir að vera neyðarlánastofnun, er að fara eins með Lettlandi núna eins og hann fór með Argentínu á sínum tíma.

Lífskjör okkar stefna þangað líka! Það er framkvæmdastjóri sjóðsins hér á landi sem er hinn eiginlegi landsstjóri. Hann selur ríkisstjórninni fyrst þá hugmynd að til að tryggja efnahagslegan stöðugleika þurfi ríkissjóður að þiggja af þeim ægistórt neyðarlán. Þetta lán er látið heita gjaldeyrisvarasjóður og er nú þegar orðinn margfalt hærri en hann var á árunum áður en fór að hylla undir efnahagshrunið. (Sjá nánar hér) Svo þarf ríkið að borga vexti af þessu láni. Áætlaðir vextir af láninu fyrir þetta ár nema sömu upphæð og kostar að reka allt íslenska menntakerfið! eða um fjórðungi af skatttekjum ríkissjóðs!

En lánið er líka háð ákveðnum skilyrðum. Ríkisstjórnin þarf að vinna skipulega að nýfrjálshyggjunni sem flestir eru sammála um að hafi verið sú stefna sem upphaflega setti hér allt á hausinn. Það er þess vegna ekki skrýtið þó við sjáum engar breytingar aðrar en þær að stöðugt fleiri stefna í fátækt og landsflótta.

Ég hef ekki heyrt neinn sem mótmælir því að inni í nýfrjálshyggjunni er kreppugildra. Gildra sem má búast við að verði vart á 10 ára fresti. Í hverri kreppu sem dynur yfir þá færast verðmæti úr höndum margra aðila, sem hafa fjárfest í húsnæði og/eða atvinnutækifærum, yfir á hendur fárra fjármagnseigenda og/eða lánastofnana.
Ekkert réttlæti Hitt skilyrðið er niðurskurður í ríkisútgjöldum. Niðurskurðurinn kemur þannig fram að fyrst er það sem má kalla velferðarkerfið skorið niður til algjörrar örbirgðar. Þar er m.a. átt við mennta- og heilbrigðiskerfið. Laun almennra opinberra starfsmanna eru skert og framlög til framkvæmda og uppbyggingar eru skorin af. Þetta ferli er hafið hér hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki.

Almenningur borgar
Niðurskurður
Í reynd er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekkert annað en risavaxin hryðjuverkasamtök sem hafa það eina markmið að leggja undir sig efnahag þjóða. Þeir eru búnir að margprufukeyra aðferðina sem virkar líka svona glimrandi. Þeir sannfæra ríkisstjórnir um að þær komist ekki af án þeirrar hjálpar en setja þeim skilyrði sem eru til þess ætluð að lama efnahagskerfi þjóðarinnar, sem hún stýrir, þannig að neyðin leiðir til þess að stöðugt er gengið á hin raunverulegu verðmæti. Í tilfelli okkar Íslendinga eru það fyrst og fremst náttúruauðlindirnar sem þeir eru að sækjast eftir.

SamningurinnVið höfum dæmin allt í kringum okkur um það hvernig þeir hafa rústað lífskjörum þeirra þjóða sem hafa þegið hina svokölluðu neyðaraðstoð þeirra. Þeir lifa sníkjulífi á efnahagskerfum sem hafa orðið fyrir skakkaföllum og tryggja að þau riði til falls. Þeir mæta eins og hrææturnar yfir helsærðu fórnarlambi og tæta það svo í sig.

Er einhver tilbúinn til að standa hjá á meðan þannig fer fyrir öllu því sem tryggir okkur og afkomendum okkar lífsafkomu í þessu landi?


mbl.is Mótmælt við skrifstofu AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misjafnt hafast menn að!

Ef allt væri með eðlilegu móti í samfélaginu væri það sennilega bara „krúttlegt“ að fjármálaráðherra landsins heimsækti íbúanna á Hrafnistu og rifjaði upp gamla íþróttafréttamannstakta. Í ljósi þess alvarlega ástands sem nú er uppi í sambandi við gengistryggðu lánin og annað er varðar efnahagslíf landsins er það hins vegar grátbroslegt að í stað þess að takast á við þann vanda sem við blasir skuli Steingrímur J. Sigfússon ráðast í slík „gæluverkefni“.

Aðgerðar- og ráðaleysi ríkisstjórnarinnar er svo algert að marga setur hljóða en það á alls ekki við um alla. Tvo síðastliðna daga hefur fólk komið saman fyrir utan Seðlabankann og virkilega látið vita af sér. Hér fyrir neðan eru myndir frá því á mánudaginn úr myndasafni Andresar Zorans Ivanovics sem sýnir hina fjölbreyttu mannflóru sem safnaðist saman við anddyri Seðlabankans sl. mánudag:

 Þjóðin ekki AGS! Hingað og ekki lengra!
 Ungur mótmælandi Aldraður mótmælandi
 Við anddyrið yfir hópinn

Við komum líka saman þar í dag og ætlum að halda áfram á morgun! (Sjá hér) Sumir vilja meina að mótmælin í dag hafi ekki verið eins kraftmikil og í gær. Það er kannski ekki að marka aðkomumanneskju eins og mig en ég verð samt að segja að þó þeir sem mættu í dag væru heldur færri en í gær var krafturinn síst minni eins og myndir Andresar Zorans Ivanovics frá hádegismótmælunum í dag ættu að sýna:

 Blikkdollurnar emja Vanhæf skuldastjórn!
 Lögreglan og mótmælandinn Kraftur

Við sem mótmælum viljum auðvitað ekkert frekar en að ráðherrar ríkisstjórnarinnar, að ekki sé talað um fjármálaráðherrann! sinntu þeim hlutverkum sem kveðið er á um í langslögum að séu þeirra. þ.e. að þeir verðu hagsmuni almennra borgara landsins fyrir ósvífnum græðgisráðum alheimsfjármálaelítunnar

En á meðan fjármálaráðherrann telur það meira áríðandi að afla sér vinsælda, með því að spá í spilin hvað varðar úrslit leikja á HM fyrir íbúa Hrafnistu, getum við ekki annað en reynt það sem í okkar valdi stendur til að verja hag okkar. Afkoma okkar stefnir nefnilega í óefni fyrir það að ríkisstjórnin lætur það óátalið að fjármálaöflin hafa skipað sér yfir dómsvaldið í landinu og ákveðið að íslenskum almenningi beri að borga fyrir grægðisóreiðuna sem hefur fengið að vaða hér uppi.

M.ö.o. þá er núverandi ríkisstjórn að gefa grænt ljós á það að græðgisöflin fái að vaða hér uppi óáreitt með fullar veiðiheimildir í ráðstöfunartekjum heimilanna í landinu! Getur þú unað við slíkt?! Ekki ég! og þess vegna tel ég einum klukkutíma á dag vel varið til að láta í mér heyra hvað það varðar!

Hvað með þig? Getur þú séð af einum klukkutíma og mætt við Seðlabankann á milli kl. 12:00 og 13:00? Ef svo er þá sjáumst við í hádeginu á morgun (miðvikudaginn 7. júlí) og kannski næstu daga líka. Ekki gleyma að taka með þér hávaðatól!


mbl.is Steingrímur á HM-fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið magnaða tákn lífsviljans

Þær eru ómældar hörmungarnar sem íslensk þjóð hefur mátt þola í gegnum tíðina. Frá upphafi byggðar hefur þjóðin agast af legu landsins, landslaginu, veðurfarinu og síðast en ekki síst ógnarkröftum náttúruaflanna. Enn erum við minnt á þann ógnarkraft sem býr í náttúrunni.

Þessir kraftar geta orðið að eyðileggingaröflum þegar minnst varir og þess vegna megum við til að taka mark á hættunum sem af þeim stafar. En það eru fleiri eyðileggingaröfl sem hafa áhrif á líf okkar nú á tímum en þau sem búa í náttúrunni. Hér er ég að tala um græðgisöflin sem sumir hafa ofalið svo á brjóstum sér að þau ógna ekki síður afkomu þjóðarinnar en eldgos og aðrar viðlíka náttúruhamfarir.

Það er þó eðlismunur á þar sem við getum náð tökum á verkum mannanna ólíkt því sem gildir um náttúruöflin (þó sumir láti sig vissulega dreyma um að ná tökum á því síðarnefnda). Við getum þó lært af náttúrunni og í því sambandi langar mig til að minna á litla dæmisögu sem ég byrjaði að læða inn hér á blogginu og inni á Fésinu sl. haust.

Það er sagan um fífilinn sem er harðgerðasta blóm Íslands. Hann finnur sér alltaf leið til að lifa og blómstra. Hann brýtur sér alltaf leið; jafnvel þó það sé malbikað yfir hann þá skýtur hann kollinum upp úr malbikinu og breiðir úr sínum sólgula kolli framan í vinkonu sína sólina. Nú á dögunum benti ágætur Fésbókarvinur og bloggvinur minn mér á að kíkja á forsíðu síðasta Bændablaðs (sjá hér) og það sem við mér blasti vakti mér svo sannarlega óskipta gleði:

Hinn magnaði fífill Í myndatextanum undir myndinni segir m.a. að „Þessi fífill sem tróð sér upp úr öskunni er ágætt dæmi um“ lífsviljann sem þarf til að lifa af hörmungar af náttúrunnar hendi. Íslenska þjóðin er að ganga í gegnum hörmungar af ýmsu tagi. Ekki bara náttúruhamfarir heldur ýmis konar hörmungar af mannavöldum líka.

Við eigum þess vegna ekki bara í baráttu við náttúruöflin heldur mennsk öfl sem kjósa að hundsa vilja okkar og koma sínu fram á okkar kostnað. Mér finnst fífillinn sem brýtur sér leið í gegnum malbikið og þykkt lag af ösku koma sínu á framfæri með sínum óbilandi lífskrafti. Myndin hér að ofan hreifir við einhverju í mér. Mér finnst hún ekki eingöngu vera skilaboð um það að lífið haldi áfram heldur líka skilaboð um mátt hins óbilandi styrks!

Það er ekki síst fyrir þennan styrk sem mér finnst fífillinn svo viðeigandi sem tákn á fánanum sem Kristján Ingimarsson lét upphaflega framleiða fyrir útileikverk sitt Byltingu fíflanna og nokkrir meðal mótmælenda hafa nú gert að tákni sínu. Fáninn er tákn hins sterka vilja til að knýja fram réttlæti fyrir almenna borgara. Við gefumst ekki upp þó það sé hraunað yfir okkur með ósvífni og orðavaðli. Við komum alltaf aftur eins og fífillinn því við skynjum ekki aðeins okkar djúpu löngun til að lifa heldur réttinn til þess líka.

Saga fánans er svolítið eins og raunveruleiki blómsins sem hann ber. Þrátt fyrir að njóta ekki fullrar lýðhylli þá hefur hann komið víða við og skýtur alltaf upp kollinum aftur og aftur.

Fyrsta mótmælagangann á Akureyri Fáninn tók þátt í fyrstu mótmælagöngunni sem var genginn á Akureyri

Janúarbyltingin á Akureyri Hann tók líka þátt í janúarbyltingunni sem fór fram á Ráðhústorginu á Akureyri

1. maí á Akureyri 2009 Hann tók þátt í 1. maí-göngum á Akueyri bæði 2009 (þegar þessi mynd er tekin) og núna í vor. Það má taka það fram að Kristján Ingimarsson, höfundur fánans, er með á þessari mynd. Hann er næst til vinstri á myndinni.

Fáinn hans GeorgesEftir 1. maí 2009 lagðist fáninn nær alveg í dvala. Þó er það einn sem dró hann að húni við heimili sitt og fjölskyldu sinnar þar sem fáninn hefur staðist vinda og úrkomu á annað ár. George Hollanders flaggar fána samstöðu, réttlætis og vonar allan ársins hring en hann er einn af upphafsmönnum grasrótarsamtakanna Byltingar fíflanna sem varð til hér fyrir norðan upp úr hruninu haustið 2008.

Þá var komið að þætti okkar Ástu Hafbergs sem bar ávöxt haustið 2009. Eftir að við fegnum Kristján Ingimarsson, höfund fánans, til að lána okkur hugmyndina og Fánasmiðju Þórshafnar til að annast prentun og dreifingu fánans hófst þriðja uppskerutíð hans. Útbreiðsla fánans hefur þó ekki orðið neitt veruleg en upp frá síðasta hausti fór hann þó að skjóta upp kollinum við hin ýmsu tilefni þar sem krafan um réttlæti var höfð í frammi á höfuðborgarsvæðinu.

BílafániSennilega sást hann í fyrsta skipti í Reykjavík sem bílafáni og vakti reyndar óskipta athygli en reyndar á vitlausum forsendum. Ásta var fyrst til að mæta með hann á mótmæli á Austurvelli þar sem sumir könnuðust reyndar við hann héðan að norðan.

Sjálf mætti ég með hann á nokkur laugar- dagsmótmæli þar. Auk þess sem hann fylgdi mér víða í kringum síðustu áramót. Hann var m.a. sýnilegur niður á Austur- velli, á Bessastöðum og í Öskjuhlíðinni. 

Skerum upp 
herör gegn óréttlætinuÞessa kalla ég alltaf: „Skerum upp herör gegn óréttlætinu“. Fáninn er þegar orðinn merktur af byltingunni gegn stöðum öflum peningahyggjunnar. Myndin er tekin í lok desember á síðasta ári

Fáninn á Bessastöðum Fáninn var líka mættur fyrir framan Bessastaði á gamlársdag í fyrra

Fáninn margfaldur Svo kom að því eina helgina í janúar sl. að fáninn varð áberandi um allan Austur- völl. Þessa helgi tóku tveir aðilar sig saman, pöntuðu nokkur handflögg og seldu á kostnaðarverði. Sá sem átti hugmyndina að framtakinu vildi meina að fánarnir hefðu selst eins og heitar lummur. Það voru a.m.k. allir fánar uppseldir áður en útifundurinn hófst.

Þriðja uppskerutímabilinu var lokið og sennilega er hæpið að tala um að það fjórða sé hafið fyrir alvöru enn. Þó er ljóst að fræ fíflafánans hafa dreift sér víðar og í reynd skýtur hann oftar og oftar upp kollinum án þess að nokkurt þeirra fjögurra sem áttu einhvern þátt í að koma honum að sem tákni fyrir baráttunni fyrir réttlætið og þá hugarfarsbreytingu sem við erum öll sammála um að þurfi að eiga sér stað; ekki bara í íslensku samfélagi heldur um allan heim.

Alþingi götunnar Við stofnun Alþingis götunnar var þeim sólgula haldið hátt á lofti. Það er einn af fjórmenningunum sem hafa staðið á bak við það að vekja athygli á fánanum sem fann honum þetta gælunafn en það kemur af sólgulu og vondjörfu fíflunum sem eru einkennismerki hans.

Mig langar líka til að taka það fram að Hörður Torfason samdi ljóð og lag um fífilinn og þær hugsjónir sem höfundur fánans tengdi hann við. (Textann má lesa hér) Hörður frumflutti ljóð og lag á tónleikum sínum í Iðnó núna í vor. Ég var svo lánsöm að vera viðstödd seinni tónleikana hans þar sem hann miðlaði á sinn einstaka hátt kjarnanum í þeim boðskap sem höfundur fánans hugkvæmdist að miðla með myndbirtingu hins sóllitaða en harðgerða fífils á fánanum sem hann skapaði.

Á útitónleikunum til styrktar níumenningunum, sem haldnir voru niður á Austurvelli, mætti höfundur fánans með dreifimiða með fánanum á. Miðinn er á stærð við póstkort og táknmyndir fánans beggja vegna. Þessi miði hefur fengið að sitja í bílnum mínum síðan.

Síðustu daga hafa nokkrir mótmælendur komið saman á Austurvelli. Tilgangurinn er enn sem fyrr að vekja athygli á aðgerðarleysi stjórnvalda sem keppast við að bjarga fjármagnseigendum og -stofnunum á meðan almenningur missir vinnuna, tapar heimilinu og ... hvað gerir fólk í slíkum sporum svo??

Mótmælendurnir kalla mótmælin tjaldborg heimilanna til háðungar einu kosningarloforði núverandi ríkisstjórnarflokkum sem var það að reisa „skjaldborg í kringum heimilin“. Ég rakst á myndir inni á Fésinu frá þessum mótmælum og hvað haldið þið nema fíflafáninn standi nánast í stafni tjaldborgarinnar:
Fáninn leiðir

Ef þig langar til að lesa meira um fánann get ég t.d. bent á þennan pistil sem ég skrifaði um hann í september í fyrra. Ef þig langar til að panta þér fána bendi ég þér að smella á þess krækju hér. Þú getur líka sent bréf á fanar@fanar.is (hægt að skrifa beint hér ) og lagt fram séróskir ef þú vilt.


mbl.is Loka Þórsmörk vegna flóðahættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar okkur er ekki ætlað að skilja

Ég hef heyrt marga segja að þeir nenni ekki að setja sig inn í það sem fram fer í stjórnmálaheiminum. Þegar ég spyr hvers vegna er langalgengasta svarið það að það hafi ekki hundsvit á pólitík. Sumir segjast hafa reynt að setja sig inn í stjórnmálaumræðuna en að þeir hafi gefist upp þar sem þeir skilji hreinlega ekki það sem pólitíkusarnir eru að segja.

Ég hef stundum spurt á móti hvort þeim hafi aldrei dottið í hug að pólitíkusar sem tala þannig hafi ekki hundsvit á því sem þeir eru að tala um. Viðbrögðin eru misjöfn. Ég hef sjaldnar varpað fram þeirri staðhæfingu að stjórnmálamenn sem tala þannig að við eigum í erfiðleikum með að skilja þá og/eða fylgja þeim eftir hafa eitthvað að fela.

Við ættum öll að vera búin að átta okkur á því núna að við búum við handónýtt Alþingi þar sem kostaðir þingmenn halda uppi málþófi, útúrsnúningum og tittlingatogi af því að þeir eru að vinna fyrir þá sem borguðu þeim en ekki almenna kjósendur. Þeir ástunda blekkingarleik af ásettu ráði. Þeir tala tungumál sem engum er ætlað að komast í botn í og því miður kemur það ósjaldan fyrir að þeir eru í reynd að tala um málefni sem þeir hafa ekki hundsvit á sjálfir. 

Ég rakst á eftirfarandi texta sem mér finnst ágætt dæmi um tilbúnað þar sem orðin eru sett þannig saman að við fyrstu sýn mætti ætla að þeim væri ætlað að vera til upplýsingar en þegar betur er að gáð þá eru þau bara bull:

Til þeirra er málið varðar.

Verkfræðileg skýring á röri

Rör er framleitt úr lögnu gati sem umlukið er stáli eða plasti, samhverfu um miðju gatsins.


Allt rörið verður að innihalda gat í fullri lengd. Gatið þarf að vera jafnlangt rörinu.

Innra þvermál rörsins verður að vera minna en ytra þvermálið. Að öðrum kosti lendir gatið utan við rörið.

Rörið má eingöngu innhalda gat þannig að vatn eða annað efni geti runnið hindrunarlaust um það.

Löng rör skulu merkt „löng rör“ á hvorum enda þannig að eftirlitsmaðurinn sjái hvort um er að ræða langt rör eða stutt rör.

Mjög löng rör skulu merkt „mjög löng rör“, líka á miðjunni svo að eftirlitsmaðurinn þurfi ekki að fara að enda til að sjá hvort rörið er stutt, langt eða mjög langt ef hann kemur að miðju rörinu.

Þegar 30°, 45° eða 90° beygjur eru pantaðar verður að taka fram hvort um sé að ræða vinstri eða hægri beygju. Annars er hætta á að lögnin liggi ekki í rétta átt.

Merkja verður straumstefnu á lóðrétt rör. Annars er hætta á að vökvinn renni í öfuga átt.

Skrúfaður fittings skal annað hvort vera með hægri eða vinstri gengjum. Aldrei blandað. Þá skrúfast ein gengjan í, á meðan önnur skrúfast úr.

Tvö hálfrör eru jafngild einu heilu.

 Endastöð


Hvað heitir glæpurinn? 3. hluti

Upprifjun

Fyrir rétt tæpum mánuði skrifaði ég fyrsta hlutann af þremur þar sem ég velti því fyrir mér hvaða heiti hæfðu glæpum ráðherranna sem fóru með völd við haustið 2008. Tilefni þessara skrifa er það að skv.  Rannsóknarskýrslunni þorir rannsóknarnefnd Alþingis ekki að fullyrða meira, hvað glæp þeirra varðar, en þrír í hópi ráðherranna hafi gerst sekir um vanrækslu í starfi. Þetta eru þeir: Árni M. Mathiesen, Björgvin G. Sigurðsson og Geir H. Haarde (Sjá t.d. hér). Ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem leiddu hjá sér allar viðvaranir og merki um yfirvofandi hrun voru hins vegar tólf!

Ráðherrar hrunstjórnarinnar

Mín niðurstaða er sú að allir tólf hafi gerst sekir um „stórfellda eða ítrekaða vanrækslu (sjá 141. gr. Almennra hegningarlaga) þar sem það mátti heita ljóst frá upphafi stjórnarsamstarfs Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hvert stefndi. Vandinn var reyndar ljós þegar árið 2006 (sjá t.d. hér) og þess vegna spurning um það hvort ráðherrar ríkisstjórnarinnar, sem var við völd þar á undan, eru ekki líka sekir um vanrækslu og misferlis hvað varðar ráðherraábyrgð.

Í öðrum hluta þessara vangaveltna um heiti við hæfi á glæpum fyrrverandi ríkisstjórnar beindi ég kastljósinu einkum að því hvernig ráðherrar fyrrverandi ríkisstjórnar vanræktu ábyrgðina sem þeir gengust undir með embættum sínum. Ég hef stuðst við það sem kemur fram í 6. og 7. bindi Rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008. Auk þess sem ég hef vísað í viðeigandi Lög um ráðherraábyrgð.

Kjarni annars hlutans var sá að undirstrika eiginleg umboðssvik ráðherranna í síðustu ríkisstjórn þar sem þeir „stofnuðu hagsmunum/heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu“ með aðgerðum sínum og/eða aðgerðaleysi (sjá 2. og 10. gr. Laga um ráðherraábyrgð). Undir lokin benti ég svo á 13. grein laganna þar sem segir að: „Hafi ráðherra bakað almenningi eða einstaklingi fjártjón með framkvæmd eða vanrækslu skal jafnframt hegningunni dæma hann til að greiða skaðabætur [...]“ og lauk svo máli mínu á því að reifa það að ráðherrar síðustu ríkisstjórnar hefðu misbeitt valdi sínu.

Björgvin settur út

Í því sambandi ýjaði ég að því hvert yrði meginviðfangsefni þessa síðasta hluta en það er reyna að finna heiti á þeim glæp samstarfsráðherra Björgvins G. Sigurðssonar að útiloka hann ekki aðeins af fundum um alvarlegt ástand og þróun stærstu viðskiptabanka landsins heldur að upplýsa hann ekki einu sinni um gang mála hvað þá að gefa honum tækifæri til að taka ákvarðanir sem heyrðu undir hans ráðuneyti; viðskiptaráðuneytið.

Björgvin G. SigurðssonHinn 7. nóvember 2007 átti Björgvin G. Sigurðsson fund með stjórn Seðlabankans. Með honum í för var Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður hans og Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri Viðskiptaráðuneytisins. Björgvin segir frá því á bls. 92 í 6. bd. Skýrslunnar að þar hafi hann og Davíð Oddsson tekist á og að eftir fundinn hafi þeir ekki hist í tæpt ár.

Sennilega hafa þeir ekki heldur talast við á þessum tímabili. Ég ætla ekki að velta því fyrir mér hvor bar meiri ábyrgð en bendi á að hvernig sem á það er litið er það alvarlegt mál ef viðskiptaráðherra landsins og æðsti maður í stjórn Seðlabankans talast ekki við sama hvað veldur. Í því gerast báðir sekir um van- rækslu og um það að bregðast þeirri ábyrgð sem þeim var falinn.

Davíð OddssonBjörgvin G. Sigurðsson segir að samskipti manna í umræddri ríkisstjórn hafi verið erfið frá fyrsta degi og segir ástæðuna hafa verið „tortryggni  og andúð á milli seðlabankastjóra og Samfylkingarinnar.“ (bls. 92. í 6. bd. Skýrslunnar). Davíð Oddson, þáver- andi seðlabankastjóri, segir ástæðuna fyrir því að Seðlabankinn fundaði ekki oftar með viðskipta- ráðherra vera þá að „menn treystu sér ekki til að segja neitt sem ætti að fara leynt við viðskipta- ráðherrann“ (sama bls. 93).

Hann segir að hann haldi að þetta hafi ráðið því að Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi ekki kallað hann á fundina sem þau sátu með bankastjórn Seðlabankans. Síðan heldur hann áfram:

[...] það sem vakti nú athygli mína var að þegar utanríkisráðherra, formaður hins stjórnarflokksins, lýsti því yfir að hann hefði verið á sex, sjö fundum með Seðlabankanum – hann hafði ekki sagt viðskiptaráðherranum frá neinu sem þar gerðist sem ég hefði nú búist við að mundi gerast. En ég held að það sé sama ástæðan, það var vitað að viðskiptaráðherra átti það til að hringja í fréttamann, jafnvel bláókunnuga fréttamenn, og segja þeim fréttir „off the record“, eins og það hét. Það getur bara ekki gengið í stjórnsýslunni.  (bls. 93. í 6. bd. Skýrslunnar (leturbreytingar eru mínar))

Geir H. HaardeÞegar Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir voru spurð hvers vegna Björgvin G. Sigurðsson var ekki boðaður á alla þá fundi sem þau sátu með forsvarsmönnum Seðlabankans vefst þeim greinilega tunga um tönn og grípa til þess tungutaks sem alþjóð er farin að kannast við undir þeim kringum- stæðum þegar embættismenn hjá hinu opinbera og innan úr fjármálageiranum hafa eitthvað að fela. Geir telur að ekki sé hægt að segja að Björgvini „hafi verið haldið skipulega frá upplýsingum sem hann átti rétt á.“ (bls. 93 í 6. bd. Skýrslunnar).

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segist ekki vita til þess að tortryggni hafi gætt innan ríkisstjórnarinnar. Hins vegar viðurkennir hún að það hafi kannski verið erfitt sambandið milli seðlabankastjóra og Samfylk- ingarinnar og bætir svo við: „Það var bara svona þegjandi samkomulag um að láta það ekkert þvælast fyrir sér“ (bls. 93 í 6. bd. Skýrslunnar).

Eðlilega spyr maður sig þá hvort það hafi orðið svona þegjandi samkomulag um að vera ekkert að ýfa seðlabankastjórann með nærveru Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, eftir uppákomuna þeirra á milli 7. nóvember 2007?

Athugasemd Össurar Skarphéðinssonar er líka athyglisverð í þessu samhengi. Hann varpar fram spurningu þar sem hann spyr „í hvaða ríki myndi það gerast að forystumaður ríkisstjórnarinnar hafi fund með seðlabankastjóra [um alls konar viðvaranir] en viðskiptaráðherra sé ekki látinn vita?“ (bls. 93 í 6. bd Skýrslunnar) Það sem er ekki síst athyglisvert við þessar vangaveltur Össurar er það að hann sat sjálfur á nokkrum þessara funda en virðist ekki átta sig á hans þætti í þessu leynimakki.

Ég bið ykkur að taka eftir því að hér er ekki annað að sjá en „samkomulagið“ um að halda Björgvini G. Sigurðssyni utan umræðunnar um það hvert stefni í íslenskum bankamálum og hvernig bæri að bregðast við því hafi verið meðvitaðar. Það er líka útilokað að hér hafi verið um þegjandi samkomulag að ræða sem kemur skýrt fram í því hvernig viðskiptaráðherra er sniðgenginn í öllu fundarfárinu árið 2008. Ég dreg þann þátt skýrar fram hérna síðar.

Síðdegis þann 7. febrúar 2008 fundaði stjórn Seðlabankans með Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Árna Mathiesen. Auk þeirra sátu þeir Bolli Þór Bollason og Tryggvi Pálsson þennan fund (Sjá bls. 117-124 í 6. bd. Skýrslunnar). Viðbrögð forsætis- og utanríkisráðherra við þeim alvarlegu upplýsingum sem komu fram þar um stöðu íslensku bankanna voru rakin í fyrsta hluta þessara vangaveltna. Í stuttu máli má draga þau saman í þessum orðum: Þau vissu hvert stefndi en kusu samt að halda úti þeirri ímynd að staða íslenska fjármálamarkaðarins væri sterk.

Um viðbrögð ráðherranna segir Davíð Oddsson m.a: að þeir „hefðu ekki einu sinni talið tilefni til þess að ræða þau alvarlegu tíðindi [sem hann vill meina að hann hafi komið á framfæri við þá á fundinum 7. febrúar 2008] við viðskiptaráðherra.“ (bls. 120 í 6. bd. Skýrslunnar).

Jón Þór Sturluson tekinn inn í „klíkuna“

11. júlí 2008 boðaði Landsbankinn til fundar þar sem Anne Sibert og Willem Buiter kynntu skýrslu sem þau höfðu unnið fyrir bankann. Í stuttu máli opinberaði hún mjög alvarlega stöðu í efnahagsmálum landsins sem stafaði af ofvexti bankanna. Björgvin G. Sigurðsson var ekki á fundinum og er hæpið að kenna neinum um það nema honum sjálfum.

Jón Þór SturlusonHins vegar var Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra þar. Í stað þess að hafa milligöngu um það að þau Buiter og Sibert hittu ráðherrann sem hann starfaði fyrir þá kom hann á fundi þeirra við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

Ingibjörgu Sólrúnu virðist hafa fundist skýrsla þeirra áhugaverð fyrir það fyrst og fremst að hún sá rök í niðurstöðum hennar sem hvatti til Evrópu- sambandsaðildar. Það kemur líka fram að hún fékk glærur hagfræðinganna sem hún kom til Geirs H. Haardes ásamt skýrslunni. Síðan segir hún að hún hafi fengið „leyfi til þess að dreifa henni meðal svona einhverra aðila.“ (Sjá bls. 200-201 í 6. bd. Skýrslunnar).

Þegar Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, var spurður um það hvor hann hefði ekki kynnt ráðherranum sem hann átti að vinna fyrir niðurstöður Buiter-skýrslunnar vefst honum mjög tunga um tönn: „hann man ekki eftir því að ég hafi kynnt honum þessa skýrslu, ég get ekki, man ekki hvenær það átti að vera en ef ég hef gert það þá er ég ekki viss um að það hafi verið endilega svo neikvætt“ (Sjá bls. 201 í 6. bd. Skýrslunnar).

Þá kemur að lokuðum fundi ráðherra með hagfræðingum þann 7. ágúst 2008. Á þessum fundi var Jón Þór meðal hagfræðinganna á fundinum en auk hans voru þar hagfræðingarnir: Már Guðmundsson, Gauti B. Eggertsson og Friðrik Már Baldursson. Ráðherrarnir sem sóttu fundinn voru: Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni M. Mathiesen og Jóhanna Sigurðardóttir. Þegar Jón Þór er spurður hvers vegna viðskiptaráðherra hafi ekki verið boðaður á fundinn svarar hann að „þetta hafi verið „súperráðherrahópurinn““ (bls. 214 í 6. bd. Skýrslunnar).

Súperráðherrahópurinn

Það vekur athygli að Jón Þór er eini hagfræðingurinn á fundinum sem var ekki boðaður á fundinn til að flytja „framsögu um lausafjárvandann“ (bls. 214 í 6. bd. Skýrslunnar) en skv. Friðriki Má Baldurssyni, einum hagfræðinganna sem það gerðu, var það Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem boðaði hann á fundinn og bað hann um stutt innlegg ásamt þeim Gauta og Má. Það kemur ekkert fram um það hvort og hvaða veður Björgvin G. Sigurðsson hafði af þessum fundi.

Áður en ég dreg fram mína skoðun á því hvaða nafn hæfi þeim glæp að halda viðskiptaráðherranum skipulega utan við og leyna hann upplýsingum um það sem heyrði undir hans embættissvið ætla ég að stikla á stóru hvað varðar atburðarrás septembermánaðar 2008. Fyrst vil ég vekja athygli á því að Jón Þór Sturluson á þátt í því að koma á fundi Björgvins G. Sigurðssonar með Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands í byrjun mánaðarins. Það er athyglisvert fyrir margra hluta sakir en ekki síst fyrir það að á þessum tíma virðist sem Jón Þór vinni miklu frekar fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og um leið gegn Björgvini.

Á fundinn með Alistair Darling mættu frá Íslandi: einn embættismaður frá Fjármálaeftirlitinu, einn úr Fjármálaráðuneytinu og þrír úr Viðskiptaráðuneytinu. Þar á meðal Jón Þór Sturluson sjálfur. Það vekur sérstaka athygli að þrátt fyrir það nána samband sem hann hann á við „súperráðherrahópinn“ á þessum tíma þá segist Ingibjörg Sólrún ekkert hafa frétt af þessum fundi fyrr en eftir á! (Sjá bls. 226 í 6. bindi Skýrslunnar).

Þá er komið að síðustu dögunum fyrir yfirtöku ríkisins á Glitnis-banka. Ég reikna með að flestir sem gefa sér tíma til að lesa þessar vangaveltur séu þokkalega inni í öllu því sem gekk á þessa daga. Þ.e. því sem hefur verið gefið upp. Sjálf hef ég aldrei náð fullkomlega upp í það sem átti sér stað þessa afdrifaríku helgi, hvorki atburðarrásina né ákvarðanirnar. Mig hefur líka allan tímann grunað að ýmsu hafi verið haldið leyndu hvað þessi atriði varðar. Sú tilfinning hefur síst minnkað við lestur Rannsóknarskýrslunnar.

Eitt finnst mér reyndar standa upp úr af lestri þeirra blaðsíðna sem segja frá því sem átti sér stað þessa síðustu daga í september og fyrstu dagana í október árið 2008. Það er hin áberandi vanhæfni allra aðila sem komu að ákvörðunum um það hvernig skyldi bregðast við. Sofandahátturinn og feluleikurinn fram að þeim tíma, varðandi raunverulega stöðu bankanna, verður líka enn alvarlegri yfirlýsing um þá vanrækslu og ábyrgðarleysi sem allir sem voru í vinnu við að verja hagsmuni ríkisins gagnvart bönkunum gerðu sig seka um!

Valdaránið fullkomnað

Forsvarsmenn Glitnis töluðu við Davíð Oddsson, þáverandi bankastjóra Seðlabankans, hver í sínu lagi eða nokkrir samanfrá 25. september 2008. Davíð brá sér út af einum slíkum fundi næsta dag (26. sept.) til að hringja í Geir H. Haarde , sem var staddur í New York á þessum tíma ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Geir segist hafa upplýst Ingibjörgu Sólrúnu um það sem fram kom í samtalinu um stöðu Glitnis þann sama dag. Að morgni þriðja dagsins, eða 27. september, flaug Geir H. Haarde síðan heim. 

Síðdegis þann sama dag mættu bankastjórar Seðlabankans ásamt fjármálaráðherra í forsætisráðuneytið og funduðu. Geir H. Haarde heldur því fram að það hafi verið fyrst á þessum fundi sem honum hafi verið greint nákvæmlega frá vanda Glitnis. Árni Mathiesen var hins vegar settur inn í málin deginum áður. Ég vil vekja sérstaka athygli á því að haft er eftir Árna að á fundi hans með Davíð Oddssyni þennan sama dag hafi sá síðarnefndi „verið kominn með vísi að þeirri leið sem síðar var farin.“ Það er líka haft eftir Davíð að það mat Árna eigi við rök að styðjast (Sjá bls. 13 í 7. bd. Skýrslunnar)

Ingibjörg 
Sólrún GísladóttirIngibjörg Sólrún kannast þó ekki við að hafa vitað af alvarlegri stöðu Glitnis fyrr en sunnudaginn 28. september. Þann dag hringdi hún í Geir H. Haarde eftir að henni barst símtal út þar sem hún var spurð um það hvort hún vissi hvað væri að gerast í forsætisráðuneytinu. Í símtali hennar við Geir segir hún að hann hafi bent henni á að hún þyrfti að nefna staðgengil til að sækja fundi um málið. (Sjá bls. 12 í 7. bd. Skýrslunnar)

Og hvern tilnefnir hún? Ekki Björgvin G. Sigurðsson, sem málefnið sem um ræðir heyrði undir, heldur Össur Skarphéðinsson sem þá var iðnaðarráðherra!?! Þegar Ingibjörg Sólrún náði loks í Össur „stóð [hann] allsber í búningsklefanum í World Class“ á leið í gufubað í tilefni af því að hann var í fyrsta skipti að fara til klæðskera! (sjá bls. 25 í 7. bd. Skýrslunnar). Ingibjörg Sólrún skipaði honum að mæta niður í Glitni að loknu svohljóðandi samtali skv. því sem Össur segir sjálfur frá:

Bíddu, á ég að fara þarna? Ég meina, [ég hef] hvorki áhuga né vit á þessu, og hún sagði: Það þarf einhvern sem þarf að stýra þessu af okkar hálfu sem hefur reynslu. Og ég sagði við hana: En á ég þá ekki að taka viðskiptaráðherra með mér? Hún sagði: Nei. Jón Þór verður þarna með þér. Ég sagði: En á ég ekki að hringja í viðskiptaráðherrann? Og hún sagði: Ekki strax, þannig að ekki tala við neinn, „keep it under wraps“.  (bls. 25 í 7. bd. Skýrslunnar (leturbreytingar eru mínar)

Össur SkarphéðinssonSigríður Logadóttir, sem var einn þeirra fáu starfs- manna Seðlabankans sem var kallaður út þetta sunnudagskvöld, segir að henni hafi orðið það: „sérstaklega minnisstætt að þegar fundurinn er að hefjast þá snýtir Össur sér og segir yfir fundar- borðið að hann hafi bara akkúrat ekkert vit á bankamálum.“ (bls. 26 í 7. bd. Skýrslunnar). Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, var á þessum sama fundi skv. ósk eða skipun Ingibjargar Sólrúnar. Hún hafði hringt í hann fyrr þennan sama dag. En hvar var viðskiptaráðherrann?

Það er haft eftir Jóni Þór Sturlusyni að starfsmenn Viðskiptaráðuneytisins hafi verið í skemmtiferð utan höfuðborgarsvæðisins laugardaginn 27. september. Þar á meðal voru hann sjálfur svo og viðskiptaráðherrann. Jón Þór segir að hann hafi frétt af miklum fundarhöldum á þessum sama tíma í forsætisráðuneytinu og hringt í Tryggva Þór Herbertsson síðdegis en sá hafi varist allra frétta. Sjálfur segir Björgvin um þetta atriði:

„Fyrr um helgina höfðu borist fréttir af einhverjum fundum Davíðs og Árna og Geirs og við fylgdumst með því og ég man að ég bað Jón Þór að forvitnast um það, ég bað hann að hringja í Tryggva Þór, en þeir voru ágætis kunningjar. Jón hringdi í Tryggva, að mér heyrandi, og gekk mjög á hann á laugardeginum, og hinn bara fullyrti alveg „nei, nei, ekkert að gerast, bara fara yfir bankana, forsætisráðherra var að koma heim“, og bara alveg blákalt. Og Jón trúði honum og við bara líka, maður reiknar ekki með því að það sé alltaf verið að ljúga að manni.“ (bls. 16 í 7. bd. Skýrslunnar (leturbreytingar eru mínar)

Takið eftir því að Ingibjörg Sólrún hringir svo í Jón Þór daginn eftir og segir honum að mæta á fund þar sem Björgvin G. Sigurðsson hefði með réttu átt að sitja. „Aðspurður hvort honum [þ.e. Jóni Þór] hefði ekki þótt sérstakt að Björgvin G. Sigurðsson væri ekki kallaður til svaraði Jón: „Jú, jú, ég bara er ekki að spyrja slíkra spurninga.“ (bls. 25 í 7. bd. Skýrslunnar). Ingibjörg Sólrún gekk m.a.s. svo langt í því að halda Björgvini G. Sigurðssyni fyrir utan það að koma að þessum málum, sem heyrðu undir hans embætti, að hún sendir iðnaðarráðherra sem segist ekki hafa hundsvit á bankamálum og biður hann sérstaklega um að láta ekkert uppi um málið við hann!

Það þarf enginn að ímynda sér annað en að Ingibjörg Sólrún hafi komið slíku að við Jón Þór Sturlusona líka en sennilega var það miklu fyrr. E.t.v. átti hún ekki hugmyndina að því að Björgvin G. Sigurðsson var þannig rændur völdum sem viðskiptaráðherra en hennar var verknaðurinn!

Enda sagði hún sjálf í óvæntri ræðu sem hún hélt á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem var haldinn í tilefni af útkomu Rannsóknarskýrslunnar: „Ég kem hér upp bara til að segja ykkur að þegar ég horfi yfir þessi tvö ár þá finnst mér ég hafa brugðist.  (Sjá hér (leturbreytingar eru mínar)) Og sennilega blandast engum hugur um það að það gerði hún og það mjög alvarlega! Þess vegna sætir það furðu að: „Rannsóknarnefndin [hafi] komist að þeirri niðurstöðu að [Ingibjörg Sólrún Gísladóttir] hafi ekki gerst sek um mistök eða vanrækslu í starfi.“ (Sjá sömu heimild). 

Rannsóknarskýrsla AlþingisÞað var heldur ekki Ingibjörg Sólrún sem að lokum hringdi í Björgvin G. Sigurðsson heldur Jóhanna Sigurðardóttir. Hún hafði fylgst með afar óljósum fréttum bæði á laugardags- og sunnudagskvöldinu. Eftir afar loðin tilsvör Geirs H. Haardes við spurningum fréttamanna varðandi það um hvað væri verið að funda svo stíft þessa helgi hringdi hún í Geir H. Haarde sunnudags- kvöldið 28. september en fékk lítið upp úr honum.

Næst hringdi hún í Björgvin G. Sigurðsson sem hún segir að hafi algjörlega komið af fjöllum (sjá bls. 35 í 7. bd. Skýrslunnar). Að sjálfsögðu veltir maður því fyrir sér að fyrst félagsmálaráðherrann fannst það svo dularfullt hvað forsætisráðherr- ann væri að bardúsa niður í Stjórnarráði með hagfræðingum að hann lét verða að því að spyrja hann beint út í það hvers vegna slíkt hvarflaði ekki að viðskiptaráðherranum?

Það er annað sem ég vil benda sérstaklega á varðandi það sem kemur fram hjá Jóhönnu en það er það hvernig hún frétti af niðurstöðum fundarhaldanna þessa síðustu daga septembermánaðar árið 2008. Hún segir að Jón Þór Sturluson hafi hringt í sig og greint sér frá þeirri niðurstöðu ráðherranna: Geirs H. Haardes, Árna M. Mathiesens og Össurar Skarphéðinssonar að ríkið yfirtæki Glitni. Aðspurð um það hvort Jón Þór hefði verið að leita samþykkis eða afstöðu hennar eða hvort Össur Skarphéðinsson hefði hringt í hana segir hún:

„Nei. Bara segja mér niðurstöðuna sem þá var komin.“ Jóhanna sagðist ekki hafa litið þannig á samtalið að verið væri að leita eftir samþykki hennar. Jóhanna sagðist heldur ekki minnast þess að Össur Skarphéðinsson hefði rætt við sig eða reynt að hafa samband við sig þetta kvöldþ (bls. 35 í 7. bd. Skýrslunnar)

Þetta stangast á við það sem Árni M. Mathiesen og Össur Skarphéðinsson halda fram. Árni segir að hann hafi „talið að Geir H. Haarde og Össur hefðu hringt í aðra ráðherra til að afla samþykkis þeirra.“ (bls. 26 í 7. bd. Skýrslunnar) Í tölvubréfi sem Össur sendi Þórunni Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, aðfararnótt 29. september kemur fram að hann og Jón Þór hafi hring í aðra ráðherra Samfylkingarinnar og hann hafi samþykkt tillöguna um yfirtöku ríkisins á Glitni í samráði við Ingibjörgu Sólrúnu. Ástæðan fyrir þessu bréfi segir hann vera þá að ekki náðist í Þórunni í síma.

Ég gat ekki fundið það að Geir H. Haarde hefði verið spurður út í það hvort eða hvernig leitað hefði verið samþykkis annarra ráðherra í ríkisstjórninni hvað varðaði þá ákvörðun að ríki tæki yfir Glitni.

Annað sem ég vil draga sérstaklega fram hér er að: Skýrslutökur rannsóknarnefndar Alþingis og gagnaöflun hafa ekki gefið til kynna að yfirvöld hafi notið nokkurrar ráðgjafar innlendra eða erlendra utanaðkomandi sérfræðinga þegar ákvörðunin [um yfirtökuna] var tekin.“ (bls. 28. í 7. bd. Skýrslunnar) En eins og flestum er sennilega í fersku minni birti forsætisráðuneytið fréttatilkynningu um yfirtöku ríkisins á Glitnis-banka á vefsíðu sinni að morgni mánudagsins 29. september 2008. Þar sagði m.a:

„Gert hefur verið samkomulag milli ríkisstjórnar Íslands og helstu eigenda Glitnis banka hf. að höfðu samráði við Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið um að ríkissjóður leggi bankanum til nýtt hlutafé. Þetta er gert með hliðsjón af þröngri lausafjárstöðu Glitnis og einstaklega erfiðum aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum um þessar mundir.“ [...] „Ríkissjóður stefnir ekki að því að eiga eignarhlutinn í bankanum til langframa. Tilgangurinn með þessari aðgerð er að tryggja stöðugleika í fjármálakerfinu.“ (bls. 36 í 7 bd. Skýrslunnar (leturbreytingar eru mínar))

Landráð eða valdarán?

Eins og ég hef margítrekað sýnist mér það engum vafa undirorpið að ráðherrar hrunstjórnarinnar hafi allir gert sig seka um „stórfellda eða ítrekaða vanrækslu og stórkostlegt ábyrgðarleysi gangvart hagsmunum ríkisins með aðgerðum sínum og/eða aðgerðarleysi enda hefur það nú þegar „skert [...] frelsi og sjálfforræði landsins.“ (sjá d-lið 8. gr. Laga um ráðherraábyrgð).

Ég á erfitt með að skilgreina ofantalið sem annað en landráð enda er útskýring Íslenskrar orðabókar á orðinu þessi: 1. lögfr. brot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkis út á við eða inn á við, föðurlandssvik“ (bls. 860) en það er líka önnur alvarleg sök sem a.m.k. ráðherrahópurinn, sem kom að ákvörðuninni um yfirtöku Glitnis, gerði sig seka um en það er valdarán. M.ö.o. þessi hópur rændi a.m.k. Björgvin G. Sigurðsson þeim völdum sem voru hans sem viðskiptaráðherra (Sjá hér og hér 13. gr.) 

Miðað við það hversu stórkostlegar ákvarðanir voru teknar síðustu daganna í september finnst mér heldur engum blöðum um það að fletta að það átti að boða til ráðherrafundar enda segir í Stjórnarskránni: „17. gr. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni.Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. [...]“ Ég get heldur ekki skilið 16. gr. öðru vísi en svo að það hefði átt að bera ákvörðunina um yfirtöku ríkisins á Glitni undir forsetann líka. 16. gr. [...]Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði. (Sjá hér)
 
Það getur ekki talist eðlilegt að ráðherrarnir sem tóku ákvörðunina um yfirtöku ríkisins á Glitni boðuðu ekki til ráðherrafundar í tilefni þeirrar stjórnarráðstöfun að leggja Glitni til hlutafjármagn upp á 84 milljarða króna! Ingibjörg Sólrún bannaði að Björgvin G. Sigurðsson kæmi að mikilvægum ákvörðunum sem varðaði viðskipta- og efnahagsmál landsins. Í þessu sambandi þykir mér líka ástæða til að draga 6. gr. Laga um ráðherraábyrgð fram en þar segir:

 

Hver ráðherra ber ábyrgð á stjórnarerindum þeim, sem út eru gefin í hans nafni, nema ákvörðun sé án hans atbeina tekin af undirmanni, sem til þess hefur heimild samkvæmt venju, eða eðli máls, eða starfsmaður hafi vanrækt að leggja erindi fyrir ráðherra. Ráðherra verður þó einnig sóttur til ábyrgðar fyrir þvílíkar ákvarðanir, ef honumhefur verið um þær kunnugt og hann hefur látið þær viðgangast án þess að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir þær. (Sjá hér)

Ég reikna með að það séu fleiri en mér sem finnst það í hæsta máta undarlegt hvernig rannsóknarnefndin gat komist að þeirri niðurstöðu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi ekki gerst sek um mistök eða vanrækslu í starfi. Ekki síst þegar það er haft í huga hvernig hún stóð að því að ræna Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, völdum sínum í gegnum aðstoðarmann hans, Jón Þór Sturluson.

Þeir voru ábyggilega fleiri sem stóðu á bak við það valdarán en af samtali hennar við Össur Skarphéðinsson, sem var rakið hér framar, þá er ljóst að hún studdi framkvæmdina og fullkomnaði valdaránið sunnudaginn 28. september 2008 með því að banna að Björgvin G. Sigurðsson væri látinn vita af mikilvægum fundarhöldum um málefni sem voru á hans sviði en sendi í hans stað ráðherra sem „hafi bara akkúrat ekkert vit á bankamálum.“ fyrir hönd Samfylkingarinnar.


Nú er mál að vakna!

Það styttist óhugnanlega í það að dekkstu framtíðarspár dyggustu mótmælendanna, sl. tvö ár, rætist. Það styttist ískyggilega í útför hins unga lýðveldis okkar Íslendinga. Eða var hér aldrei neitt lýðveldi? Var okkur bara talin trú um það eða sáum við algerlega um það sjálf að telja okkur trú um það að við byggjum í sjálfstæðu lýðræðisríki?

Miðað við það að enn virðist stór hluti þjóðarinnar geta talið sér trú um að hér sé allt í þokkalegu lagi þá er það ekki ósennilegt að blind trú á það sem okkur er sagt, sé okkar helsti Akkilesarhæll. En nú er mál að linni! Ef við höfum einhverja réttlætiskennd og einhvern snefil af skyldurækni gagnvart okkur sjálfum, forverum okkar og afkomendum, að ég tali ekki um landinu okkar, þá er tíminn til að rísa upp runninn upp núna!

Ef okkur hefur blöskrað yfirgangur svokallaðra Vesturvelda í Afríku, Suður-Ameríku og Asíu þá er rétt að benda á að það sem er að gerast hér er af sama toga. Álrisarnir voru fyrstir en fæst okkar bærðu á sér. Nú er það Magma Energy. Þeir eru rétt mættir og þegar byrjaðir að teygja fingurna fram og gína yfir gróðavænlegustu bitum landsins.


Í græðginni er fall okkar falið

Þeir verða ekki þeir einu því auðlindir okkar eru á útsölu! Uppboðshaldararnir eru misvitrir stjórnmálamenn sem reyna að telja okkur trú um að þetta sé eðlileg afleiðing kreppunnar. Það rétta er að ef fer sem horfir þá erum við rétt farin að finna smjörþefinn af raunveruleika alvöru þeirrar kreppu sem sú hugmyndafræði sem þeir treysta á leiddi okkur inn í!

Ég bið alla sem lesa þetta að velta því fyrir sér hvað annað en undarlegir hagsmunir geta skýrt það að á sama tíma og ríkisstjórnin „á peninga“ til að leggja í innlendan ferðamannaiðnað segjast fulltrúar hennar ekki hafa haft upp á peningum til að kaupa HS-orku? Ef allir hlustuðu almennilega á það sem sagt er þá hefðu þeir tekið eftir því að það hefur verið reynt að telja okkur trú um að ástæða kreppunnar hér á landi sé alheimskreppa. En þá myndum við líka spyrja okkur að því hvor það sé eitthvert vit í að byggja á ferðamannaiðnaði? Eru ferðalög ekki eitt það fyrsta sem fólk sker niður þegar kreppir að?

Auðlindir okkar eru hins vegar framtíðarverðmæti. Verðmæti sem geta komið okkur út úr kreppunni en ekki ef við seljum þær með öllu tilheyrandi úr landi! Hvet ykkur til að lesa grein Þórs Saaris, „Glópagull erlendra fjárfesta fyrir auðlindir“, sem birtist á Smugunni í síðustu viku, þar sem hann bendir á afleiðingar þess fyrir þjóðina að íslenskir ráðamenn skuli fara þannig með völdin sem þeim var treyst fyrir.

Græðgin át landið mitt inn að beini

Ég spyr mig gjarnan hvernig stendur á því að íslenskur almenningur getur haldið áfram dag frá degi eins og ekkert hafi í skorist? Að einhverju leyti held ég að það sé skortur á skilningi á því sem raunverulega gerðist við hrunið. Hvernig það gat gerst og hvaða afleiðingar það muni hafa en síðast en ekki síst vonleysi. Eða m.ö.o. sú blinda trú að ekkert sé hægt að aðhafast til að breyta og tryggja það að slíkt og þvílíkt gerist aftur.

Það er hins vegar ekki rétt. Það er ýmsu hægt að breyta. Ég hef gjarnan talað um að hér þurfi að verða grundvallarhugarfarsbreyting til að af öðrum nauðsynlegum breytingum megi verða. Kannski hafði ég rangt fyrir mér. Kannski er það skortur á upplýsingum um það hvað gerðist og hvernig það gat gerst sem vantar.

Það vantar kannski bara einfaldlega fræðslu um það hvernig peningakerfi heimsins er byggt upp. Hvernig það varð til. Hvaðan það er komið og hvernig þeir, sem eru í aðstöðu til þess að breyta þessu kerfi, hafa aðlagað það að löngun sinni til að verða ríkir án þess að leggja hart að sér sjálfir.

Leiðin sem þeir fundu var að græða á öðrum. Þessir aðrir eru launafólk. Almennir launþegar. Við! Og nú er komið að því að okkur, íslenskum almenningi, er ekki aðeins ætlað að halda uppi íslenskum útrásardólgum heldur erlendum líka. Við erum m.ö.o. þrælar þess peningakerfis sem þjónar hagsmunum þeirra sem hafa komið sér þannig fyrir að þeir græða á fáfræði okkar og leti. Við erum duglegir vinnukraftar og mölum undir þá gull en við nennum ekki að fræðast um það hvernig þetta kerfi sem við leggjum okkur öll fram við að viðhalda, með þögulli og samviskusamri vinnusemi, er uppbyggt og hagsmunum hverra það þjónar í reynd.

Hagkerfi sem byggir á ísHér í lokin er einfalt kennslumyndband, Money as Dept, sem rekur sögu peninganna frá upphafi og til nútímans. Þar er útskýrt á einfaldan hátt hvernig svokallaður gullfótur var notaður til að ákvarða peningamagn í umferð en í dag eru það útlán bankanna sjálfra sem eru notuð sem viðmið.

Þetta þýðir að það sem setur peninga- prentvélina af stað er eftirspurnin eftir lánum hjá bönkunum. Hverjir mega setja prentvélina af stað? Seðlabankar. Hverjir standa á bak við seðlabankana? Ríkisstjórnir. Hver er þá hin raunverulega trygging? Vinnuframlag hinna vinnandi stétta. Þetta er auðvitað lygilegt en því miður veruleikinn sem við verðum að bregðast við.

Ég hvet alla til að horfa á eftirfarandi myndband af athygli! Það tekur tæpar 50 mínútur í flutningi en er hverrar mínútu virði.

Myndbandið má líka nálgast hér.

Mér þykir ástæða til að enda þetta á ábendingu um mótmæli við Stjórnarráð Íslands sem munu fara fram í fyrramálið kl. 11:30 og hvetja alla til að mæta. Hér má lesa nánar um mótmælin og tilgang þeirra en þar segir m.a:

  • Við sættum okkur ekki við að heimilum okkar og velferð verði fórnað á altari fjárglæframanna.
  • Ef þið haldið áfram að fara með okkur eins og ruslið ykkar munið þið sjálf enda á öskuhaugum sögunnar.

mbl.is Magma á helming í Búlandsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað heitir glæpurinn? 2. hluti

Það er orðinn hálfur mánuður síðan ég skrifaði fyrsta hlutann þar sem ég velti því fyrir mér hvaða heiti hæfði þeim glæpum sem stjórnvöld gerðu sig sek um í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Niðurstaða hans var sú að ráðherrar ríkisstjórnarinnar, sem sátu þá, gerðu sig a.m.k. seka um „stórfellda eða ítrekaða vanrækslu“ (leturbreytingar mínar) skv. 141. gr. Almennra hegningarlaga. Í lögum um ráðherraábyrgð er það tekið fram að ákvæði almennra hegningarlaga um brot í starfi taki einnig til ráherra. 

Það er nefnilega engum blöðum um það að fletta að með útkomu Rannsóknarskýrslunnar urðu ráðherrar hrunstjórnarinnar svokölluðu berir af mjög alvarlegri vanrækslu. Hún var í reynd svo stórkostleg að það er erfitt að átta sig á því hvað þeim gekk til með því að leiða hjá sér öll merki og allar viðvaranir um það hvert stefndi. Þess vegna hafa sumir viljað kalla glæp þeirra landráð eða umboðssvik.

Í fyrsta hlutanum vísaði ég til þess mats löglærðra manna að landráðakafli íslenskra laga nái ekki utan um vanræksluglæpi stjórnsýslunnar. En hvað um umboðssvik? Í 2. gr. laga um ráðherraábyrgð segir: Ráðherra má krefja ábyrgðar samkvæmt því, sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum, fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hefur orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hefur annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu.“ (Sjá hér. (leturbreytingar eru mínar))

Ingibjörg Sólrún, Björgvin og Jón ÞórSíðast beindi ég kastljósinu einkum að ráðherraparinu Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Hér verða fleiri nefndir til sögunnar en það eru Björgvin G. Sigurðsson og aðstoðarmaður hans Jón Þór Sturluson. Markmiðið er enn sem fyrr að gefa glæpum hrunstjórnarinnar nafn.

Tímabilið sem er til skoðunar nær frá janúar 2007 til september 2008. (Sjá bls. 78-226 í 6. bindi Rannsóknarskýrslunnar). Það skal tekið fram að hér er stiklað á stóru í þeim tilgangi að draga fram staðreyndir Skýrslunnar sem undirstrika vanrækslu framantaldra svo og brot nefndra ráðherra gegn lögum um ráðherraábyrgð. 

Það fyrsta sem vakti athygli mína við lestur þessara blaðsíðna er umfjöllun Skýrslunnar um hækkun Moody's á langtímahæfiseinkunn stóru íslensku bankanna í febrúar 2007. Þar segir orðrétt: „Hinni nýju framkvæmd var tekið misjafnlega. Var hún gagnrýnd af mörgum aðilum, sbr. t.d. ummæli greiningaraðila Royal Bank of Scotland sem sagði að Moody's hefði með þessari greiningu sinni gert sig óþarft.“ (sjá bls. 79 í 6. bd. Skýrslunnar (leturbreytingar eru mínar))

Annað er aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem birtir niðurstöður sendinefndar sinnar til Íslands 11. júní 2007. (Sjá bls. 83 í 6. bd. Skýrslunnar). Ég reikna með að fleiri en ég spyrji sig spurninga eins og: Hvað var sendinefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðins að vilja hingað á þessum tíma? Hver bauð þeim? og til hvers?

Þriðja er að upphaf lausafjárkreppunnar er rakið til júlí 2007 og svör þáverandi bankastjóra Landbankans, Glitnis og Kaupþings við spurningum rannsóknarnefndar Alþingis þar að lútandi. Það er kannski ofmælt að tala um svör því í reynd segja þeir ekkert sem má búast við af ábyrgum bankastjórum. (Sjá bls. 84-85 í 6. bd Skýrslunnar)

Þvert á móti þá undirstrika svör þeirra enn frekar hve rík ástæða var á ströngu eftirliti með bönkunum og aðhaldi á þessum tíma. En eins og allir vita voru þeir eins konar ríki í ríkinu sem enginn þykist bera ábyrgð á.

Það er ekki útilokað að Björgvin G. Robert WadeSigurðsson hafi sýnt einhverja tilburði til að spyrna við fæti en það er ekkert sem bendir til að það hafi verið út frá forsendum almennra kjósenda. Það er þó ljóst að hinn 1. ágúst 2007 stóð viðskiptaráðuneytið fyrir málþingi þar sem hagfræðingurinn Robert Wade hélt fyrirlestur um hina alþjóðlegu fjármálakreppu. Aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Jón Þór Sturluson, tjáði rannsóknarnefndinni það að:

„innan ráðuneytisins hefðu menn verið mjög meðvitaðir um það misræmi sem væri á milli stærðar bankakerfisins og stærðar myntkerfisins. Áhersla viðskiptaráðherra hefði hins vegar verið „miklu fremur á að leysa þetta með þeim hætti að stækka myntkerfið en að minnka bankakerfið.““ (bls. 85 í 6. bd. Skýrslunnar (leturbreytingar eru mínar))


Jón Þór bætir því svo við að starfsmönnum Viðskiptaráðuneytisins hafi komið það „mjög á óvart hversu neikvæður Wade hefði verið á þessum fundi varðandi framhaldið.“ Þeir hafi því ekki lagt trúnað á orð hans enda ekki verið „á þessari línu á þessum tíma.“ (bls. 85 í 6. bd. Skýrslunnar)

Næstu sjö blaðsíður eru afar athyglisverðar enda segir þar af mjög alvarlegum leikfléttum sem sumar hverjar eru grímulaust fals. Hér er t.d. átt við það þegar Ingimundur Friðriksson, seðlabankastjóri, og Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri Fjármálaráðuneytisins, ákveða að opinbera ekki spilin og sýna hvort íslensk stjórnvöld myndu bjarga bankanum sem var viðfangið á samnorrænni viðlagaæfingu sem haldin var 20. - 25. september (sjá bls. 87-89 í 6. bd. Skýrslunnar).

Á viðlagaæfingunni átti að æfa viðbrögð stjórnvalda við sviðsettu fjármálaáfalli. Ingimundur og Baldur sáu til þess að ákvörðunin um það hvort það ætti að bjarga bankanum, sem um ræddi, eða ekki var aldrei tekin. Í lok kaflans segir að Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, „rámaði í að hafa heyrt um viðlagaæfinguna en virtist lítið vita annað um hana!“ (Sjá bls. 89 í 6. bd. Skýrslunnar (feitletrun og upphrópunarmerkið er viðbót mín)).

6. bindi RannsóknarskýrslunnarÍ mínum huga ætti enginn að þurfa að velkjast í vafa um stórfellda og ítrekaða vanrækslu ráðherra hrunstjórnarinnar. Merkin og viðvarirnar sem komu fram þegar á árinu 2007 hefðu átt að duga til þess að ábyrgur ráðherra hefði brugðist við. Þegar það sem kom fram í þessu sambandi á árinu 2008 er skoðað þá verða vanræksluglæpir ráðherranna enn voveiflegri en um leið berari.

Þeim sem les 6. bindi Rannsóknarskýrslunnar með hliðsjón af lögum um ráðherrábyrgð blandast vart hugur um það að ráðherrarnir brutu ekki aðeins gegn 141. gr. Almennra hegningarlaga. Þeir brutu líka gegn 2. gr. Laga um ráðherraábyrgð þar sem þeir stofnuðu hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu með því sem þeir gerðu en ekki síður með því sem þeir létu ógert.

10. gr. þessara sömu laga ætti að taka af allan vafa um að ráðherrarnir eru sekir um brot gegn lögum er varða ábyrgðina sem fylgir því að gegna embætti ráðherra:

Loks verður ráðherra sekur eftir lögum þessum:
[...]
b) ef hann framkvæmir nokkuð eða veldur því, að framkvæmt sé nokkuð, er stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu, þótt ekki sé framkvæmd þess sérstaklega bönnuð í lögum, svo og ef hann lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, er afstýrt gat slíkri hættu, eða veldur því, að slík framkvæmd ferst fyrir.
(Sjá hér)

Ég get heldur ekki betur séð en að 13. gr. laga um ráðherraábyrgð eigi líka við um þá vanræksluglæpi sem ráðherrar hrunstjórnarinnar eru berir af:

Hafi ráðherra bakað almenningi eða einstaklingi fjártjón með framkvæmd eða vanrækslu, sem refsiverð er eftir lögum þessum, skal og þegar þess er krafist, jafnframt hegningunni dæma hann til að greiða skaðabætur, en um skaðabótaskyldu hans fer eftir almennum reglum. (Sjá hér)

Ég geri ráð fyrir að fæstum blandist hugur um stórfellda og ítrekaða vanræksluglæpi ráðherranna sem sátu í ríkisstjórn á árunum 2007 og 2008. Þeir vanræktu bæði skyldur sínar og ábyrgð gagnvart kjósendum og hagsmunum íslenska ríkisins. M.ö.o. þá sinntu þeir ekki ábyrgð sinni sem ráðherrar íslensku ríkisstjórnarinnar. Þeir misfóru með vald sitt. Nýttu það jafnvel til annarra verka en þeirra sem stuðluðu að hagsmunum þjóðarinnar.

Svörin sem ráðherrarnir gefa rannsóknarnefndinni vitna um það að það var a.m.k. ekki hagsmunir þjóðarinnar allrar sem brunnu þeim fyrir brjósti. Í sambandi við svörin sem eru höfð eftir þeim í 6. bindi Rannsóknarskýrslunnar er vert að taka sérstaklega eftir því hvað Björgvin G. Sigurðsson virðist vera utangátta. Þar er líka sagt frá því að þar kom að hann var ekki hafður með á fundum um stöðu íslensks viðskiptalífs.

Þetta atriði verður sérstakt viðfangsefni síðasta hlutans um það hvað glæpurinn heitir. Glæpir ráðherranna eru nefnilega ekki allir taldir upp enn. Verða kannski seint fullkomlega upptaldir...


Uppreisnargjörn ung kona...

Það verða allir að sjá umfjöllun Kastljóss frá því fyrr um kvöld um hina meintu árás níumenningana á Alþingi í desember 2008. Helgi Seljan var með vandaða umfjöllun um þetta mál þar sem hann birti m.a. myndband sem sýnir að lýsing þingvarða af atburðarrásinni af stympingunum þar inni er í mörgum atriðum röng.

Helgi Seljan ræðir líka við tvö úr hópi hinna ákærðu en undir lok þessarar umfjöllunar rifjar Helgi upp aðrar „óvelkomnar heimsóknir á þingpalla“. Þar vekur sérstaka athygli að árið 1976 tók Lára V. Júlíusdóttir, nú saksóknari í máli níumenninganna, þátt í heimsókn hóps stúdenta á þingpalla. Á þessum tíma sat Lára í stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands en Össur Skarphéðinsson, núverandi utanríkisráðherra, var formaður þess.

Hámark þessarar heimsóknar var það að Össur truflaði þinghaldið með ræðu á meðan aðrir í hópnum komu í veg fyrir það að þingverðir og lögregla næðu til hans. Í ræðunni kom hann á framfæri mótmælum hópsins við fyrirhuguðum breytingum á námslánum til háskólastúdenta. Þessi uppákoma hafði engar afleiðingar fyrir gerendur...

Sjá umfjöllun Kastljóss hér.


mbl.is Ræða starfskjör bankastjórans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil er skömm þeirra!

Ég skrifaði eftirfarandi bréf til þingmanna og sendi frá mér rétt í þessu:

Góðan daginn!

Það er vart að maður trúi því að núverandi ríkisstjórn skuli styðja áframhald á þeirri firru sem setti íslensku þjóðina á hausinn! Að stjórn sem vill kenna sig við vinstri stefnu og velferð skuli stíga það ólánsskref að ætla að selja jarðvarmaorkuna á Suðurnesjum í hendurna á fyrirtæki, sem ég leyfi mér að efast um að viti mikið meira um Magna Energy en allur almenningur í landinu, færir manni þó heim sanninn um það að það er ekki lengur neinn munur á hægri eða vinstri í íslenskum stjórnmálum í dag.

Mér þykir þungt að segja það en enn sárara að horfast í augu við þá staðreynd að gömlu flokkarnir, sem eiga sæti inn á núverandi þingi, eru allir undir sama hattinn seldir. Þessi gjörningur færir mér endanlega staðfestingu á  því. Hann sýnir að þessir stjórnmálaflokkar eru gerspilltir og handónýtir þar sem þeir sinna ekki lengur því hlutverki að vinna að almannahagsmunum heldur einvörðungu sérhagsmunum.

Þar með sýnist mér íslenska lýðveldið vera hrunið. Mér liggur við að taka mér fleyg orð fyrrverandi forsætisráðherra í munn frá haustinu 2008! en ég held að hér þurfi eitthvað enn þá meira til. Þar sem þið eruð þess ekki umkomin að sinna því hlutverki sem þið voruð kosin til reikna ég með að þjóðin taki til sinna ráða því í reynd er það þannig að guð hjálpar aðeins þeim sem hjálpa sér sjálfir!

Ykkur þykir ég e.t.v. viðhafa hér stór orð en ég bið ykkur að horfa á tilefnið einu sinni enn og dæma svo. Það væri gott að lesa þennan pistil Láru Hönnu Einarsdóttur til að átta sig fullkomlea á tilefninu.

 

  Mér lá svo mikið niðri fyrir að mér láðist að kveðja...


mbl.is Salan ekki án aðdraganda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað heitir glæpurinn? 1. hluti

Í bráðum tvö ár hefur þjóðin setið meira og minna í losti yfir þeim glæpum sem hér voru framdir í skjóli þeirra sem fóru með stjórn landsins. Hins vegar hefur vafist nokkuð fyrir mönnum að gefa glæpum gerendanna nafn. Margir hafa talað um landráð í þessu sambandi en lögspekingar hafa ekki verið tilbúnir til að taka undir að glæpurinn heyri undir landráðakafla íslenskra laga.

En hvaða önnur heiti geta átt við þann glæp að sitja ekki aðeins aðgerðarlaus hjá þegar efnahagur heillar þjóðar er í húfi og það sem meira er að taka þátt í því að hylma yfir þann raunveruleika?! Ég minni líka á að það voru aðgerðir stjórnvalda sem sköpuðu þeim sem rændu landið þau skilyrði að þeim varð það mögulegt! Fyrst sköpuðu þau þeim skilyrðin, þáðu svo bitlinga og sporslur fyrir greiðasemina og launuðu síðan fyrir sig með því að hylma yfir fyrirséðar afleiðingar gjörða sinna.

Þetta er síst of stór orð þegar ýmsar staðreyndir sem Rannsóknarskýrslan dregur fram eru skoðaðar. Þar kemur m.a. fram að í byrjun árs 2007 mátti öllum vera orðið ljóst hverjar afleiðingarnar yrðu af því frjálsræði sem íslensku bönkunum hafði verið búið. (Sjá upphaf 19. kaflans). Viðvaranir komu víða að en þó einkum erlendis frá. Íslensk stjórnvöld áttu fundi með nokkrum þeirra sem vöruðu við ofvexti íslensku bankanna.

Hér voru líka haldnir samráðsfundir með ráðherrum ríkisstjórnarinnar, bankastjórn Seðlabankans, forstöðumönnum Fjármálaeftirlitsins auk valdra ráðgjafa. En niðurstaða þeirra funda var mjög á sama veg. Ekkert mátti skaða ímynd íslenska fjármálamarkaðarins og þá var gripið til lyginnar. Enginn þeirra sem um ræðir vill kannast við það að hann hafi beinlínis logið en við vitum betur. Skýrslan dregur fram fjöldann allan af dæmum um slíka lygi.

Ég tel það síst af öllu of djúpt í árina tekið þegar það er fullyrt að ráðherrar hrunstjórnarinnar hafi öll gerst sek um yfirhylmingu af þessu tagi. Þeir kusu að rjúfa ekki leiktjald sýndarveruleikans sem var ætlað að skapa íslenskum fjármálamarkaði traustvekjandi ímynd. Sumir viðhéldu lyginni með þögninni en aðrir lugu og/eða hvöttu til áframhaldandi lygi með beinum orðum. Þar á meðal eru Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir .

Ingibjörg Sólrún GísladóttirÞórður Björn Sigurðsson veltir trúverðugleika og pólitískri ábyrgð Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir sér í þessari færslu hér. Þar bendir hann m.a. á að 11. febrúar 2008 hafi staða íslensku bankanna verið rædd á þingflokks- fundi Samfylkingarinnar. Á þessum fundi kom fram að allt stefndi í óefni vegna gífur- legrar skuldsetningar íslensku bankanna.

Í bloggfærslu sinni vitnar Þórður í fundargerð þessa fundar þar sem eftirfarandi er m.a. haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur: Við þurfum að senda út þau skilaboð að við getum ráðið við vandann. Bankarnir munu standa af sér a.m.k. næstu 9 mánuði en spurningin er hvað ríkið getur gert hafi markaðir ekki opnast þá“ (letur- breytingar eru mínar. Afrit af þessari fundargerð er að finna hér á bls. 82)

Flestum ætti að vera það í fersku minni að Ingibjörg Sólrún flutti ræðu á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar, 17 apríl sl. Fundurinn var haldinn í tilefni af útkomu Rannsóknarskýrslunnar. Ræða Ingibjargar gaf tóninn. E.t.v. hefur henni verið hugsað til þess sem haft er eftir henni í fundargerðinni hér að framan þegar hún sagði þetta: „Ég kem hér upp bara til að segja ykkur að þegar ég horfi yfir þessi tvö ár þá finnst mér ég hafa brugðist.“ (Sjá hér)

Geir H. HaardeÞað er jafnvel útlit fyrir að Geir H. Haarde hafi verið enn einbeittari í yfirhylmingunni en Ingibjörg Sólrún og má vera að það sé m.a. það sem hún ýjar að í ræðu sinni með þessum orðum: „Ég leiddi flokkinn inn í ríkisstjórnarsamstarf sem var þess ekki umkomið að taka á fjármálakerfi sem við vissum að var stofnað til með pólitískri spillingu og helmingaskiptum. Stjórnar- samstarfið hafði heldur ekki burði til að taka á vanhæfu stjórnkerfi þar sem aðskilnaður- inn milli stjórnmála og stjórnsýslu var löngu horfinn. Við slíkar aðstæður er voðinn vís.“

Í stjórnartíð hrunstjórnarinnar flutti Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ræðu á tveimur viðskiptaþingum Viðskiptaráðs Íslands. Þessi þing voru haldin í febrúar árin 2007 og 2008. Brot úr þessum ræðum eru birt í Rannsóknarskýrslunni og gefa þau svo sannarlega tilefni til umhugsunar um það hvað geti legið að baki orðum forsætisráðherra annað en beinn ásetningur um það að ljúga að umheiminum.

Ég hvet lesendur til að skoða brotin sem ég birti hér að neðan í því samhengi sem þau standa í Skýrslunni og mynda sér skoðun á því hvernig Geir H. Haarde hefur getað sagt það sem er haft eftir honum hér þrátt fyrir þá vitneskju sem hann bjó yfir um stöðu íslenskra fjármálafyrirtækja.

Hér er brot úr ræðunni sem fyrrverandi forsætisráðherra flutti 7. febrúar 2007 eins og það er sett upp í Rannsóknarskýrslunni. (Sjá 6. bindi bls. 79):

Hinn 7. febrúar 2007 flutti Geir H. Haarde, forsætisráðherra, ræðu á Viðskiptaþingi sem Viðskiptaráð Íslands stóð fyrir. Í ávarpi sínu minntist Geir á alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi og sagði m.a.: Lögð hefur verið áhersla á að draga sem mest úr skrifræði og kostnaði í reglusetningu hins opinbera. Þar höfum við reyndar þegar tekið mörg mikilvæg skref og fleira er í undirbúningi undir merkjum aðgerðaáætlunarinnar,„Einfaldara Ísland“. Flóknar og torskildar reglur geta valdið óþarfa kostnaði og dregið úr samkeppnishæfni atvinnulífsins.“

Síðar sagði Geir: „Árið 2006 var stormasamt en jafnframt lærdómsríkt. Við lærðum hversu mikilvægt alþjóðlegt orðspor og ímynd er fyrir lítið þjóðfélag. Ég vil þakka Viðskiptaráði hér sérstaklega fyrir að hafa frumkvæði að gerð Mishkin skýrslunnar svokölluðu og einnig Tryggva Þór Herbertssyni, og auðvitað Mishkin sjálfum, fyrir að hafa með skýrslunni útskýrt fyrir umheiminum staðreyndir málsins hvað varðar íslensk efnahagsmál.

Loks sagði Geir:Atvinnulífið átti alfarið frumkvæði að þessu framtaki og stýrði því. Aðkoma mín sem þáverandi utanríkisráðherra fólst í því að veita aðgang að utanríkisþjónustunni til að auðvelda útbreiðslu og kynningu skýrslunnar auk þess sem ég flutti ræðu á kynningarfundi vegna útgáfu skýrslunnar í New York. Þetta verkefni er gott dæmi um það þegar samvinna atvinnulífsins og ríkisins tekst vel.(leturbreytingar eru mínar)

Hér er svo brot úr ræðu fyrrverandi forsætisráðherra sem hann flutti 13. febrúar 2008. Eins og hér á undan er það sem á eftir fer tekið eftir Skýrslunni (Sjá 6. bindið bls. 126):

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flutti ræðu á Viðskiptaþingi sem Viðskiptaráð Íslands stóð fyrir 13. febrúar 2008. Þar sagði Geir m.a: Á síðustu vikum hefur skuldatryggingarálag íslensku bankanna einnig hækkað töluvert en líklegt má telja að það stafi að hluta til af upplýsingaskorti alþjóðlegra fjárfesta um raunverulega stöðu bankanna. Sérfræðingar greiningar- fyrirtækisins Credit Sights hafa til að mynda sagt að áhættan í tengslum við íslensku viðskiptabankana sé ofmetin og að skuldatryggingarálagið gefi ekki rétta mynd af raunstöðu þeirra. [...]

Í síðustu viku birti Fjármálaeftirlitið niðurstöður úr nýju álagsprófi á viðskipta- bönkunum þar sem könnuð var geta þeirra til að standast samtímis áföll í formi tiltekinnar lækkunar á hlutabréfum, markaðsskuldabréfum, útlánum og fullnustu- eignum og áhrifa af lækkun á gengi íslensku krónunnar án þess að eiginfjár- hlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark. Skemmst er frá því að segja að bankarnir stóðust allir þetta próf. [...]

Þrátt fyrir þessar jákvæðu niðurstöður og greinargerðir Fjármálaeftirlits- ins, Moody’s, Credit Sights og fleiri aðila gætir enn neikvæðrar umfjöllunar hjá einstaka greiningaraðilum og fjölmiðlum. Þar er iðulega farið með hreinar staðreyndavillur og lýsingar á stöðu íslenska hagkerfisins eru mjög ýktar. Það er áhyggjuefni að þessir aðilar skuli ekki taka tillit til þeirra ítarlegu upplýsinga sem öllum eru aðgengilegar og lýsa sterkri stöðu bankanna og ríkissjóðs. Hér virðast önnur öfl ráða ferðinni en leitin að sannleikanum.“ (leturbreytingar eru mínar)

Ég bið lesendur að taka sérstaklega eftir því að dagana á undan flokkráðsfundi Samfylkingarinnar og þingi Viðskiptaráðs árið 2008 höfðu bæði Ingibjörg Sólrún og Geir H. Haarde setið fund með bankastjórn Seðlabankans þar sem alvarleg staða íslenska fjármálamálamarkaðarins var rædd.

Af þeim orðum sem hér hafa verið höfð eftir þessum fyrrverandi ráðherrum hrunstjórnarinnar er því ljóst að þau tala gegn betri vitund. Ingibjörg Sólrún segir: „Við þurfum að senda út þau skilaboð að við getum ráðið við vandann.“ Af þessum orðum er bersýnilegt að hún kannast við vandann sem steðjaði að íslenska bankakerfinu en henni er umhugaðra um að láta sem allt sé í lagi en grípa til eðlilegra viðbragðsaðgerða. 

Geir H. Haarde snýr sannleikanum á hvolf í ræðu sinni á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands og tekur svo kaldhæðnislega til orða að segja: „Hér virðast önnur öfl ráða ferðinni en leitin að sannleikanum.“ Því má kannski velta fyrir sér hvaða öfl Geir hefur í huga. Mér þykir liggja beinast við að draga þá ályktun að það séu þau sem hann dregur fram í eftirfarandi orðum í ræðunnar sem hann flutti af sama tilefni árið 2007:  „Þetta verkefni er gott dæmi um það þegar samvinna atvinnulífsins og ríkisins tekst vel.“

Þeim sem fylgdust grannt með hverju fram fór á stjórnmálavettvanginum í aðdraganda hrunsins og fyrstu mánuðina eftir hrunið blandast vart hugur um að ráðherrar hrunstjórnarinnar kepptust við að breiða yfir það sem þeir vissu. Þeir blésu á viðvaranir sem bárust annars staðar frá og gerðu jafnvel lítið úr þeim sem höfðu áhyggjur af því hvert ofvöxtur bankanna myndi leiða.

Með útkomu Rannsóknarskýrslunnar er öllum vafa um vitneskju framantaldra ráðherra eytt. Þau vissu hvert stefndi en kusu samt að halda úti þeirri ímynd að staða íslenska fjármálamarkaðarins væri sterk. Þau unnu með þeim sem höfðu hag af þeirri blekkingarímynd en um leið stefndu þau framtíð almennra borgara í umtalsverða hættu. Ég reikna með að ég sé ekki sú eina sem þykir að slíkt hljóti að heyra undir refsivert athæfi.

En hvað heitir glæpurinn? Landráð? Yfirhylming? Samsæri? Samábyrgð? Vanræksla? Samkvæmt landráðakafla Almennu hegningarlaganna er ekki að finna neina grein þar sem nær yfir glæpinn. Í almennu hegningarlögunum er líka erfitt að finna eitthvað um það sem fyrst kemur upp í hugann varðandi þann glæp sem ráðherrarnir unnu íslensku samfélagi með blekkingum sínum og/eða aðgerðarleysi. Nema þetta: „141. gr. Opinber starfsmaður,sem sekur gerist um stórfellda eða ítrekaða vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 1 ári].“ (leturbreytingar eru mínar)

Varðandi það hvað glæpurinn kann að heita er líka vert að minna á það  sem segir um ráðherrábyrgð en samkvæmt 14. gr. Stjórnarskrárinnar bera „ráðherrar [...] ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum“. Nánar er kveðið á um þetta atriði í lögum um ráðherraábyrgð. Í annarri málsgrein 1. greinar þeirra laga segir að: „Ákvæði almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi taka einnig til ráðherra eftir því, sem við getur átt.“

En það er fleira sem lögin um ráherraábyrgðina taka til um og það er fleira sem þessir ráðherrar gerðu eða létu ógert í aðdraganda hrunsins og fyrstu mánuðina eftir hrun sem samkvæmt því sem má ráða af Rannsóknarskýrslunni flokkast undir saknæmt athæfi. En ég læt staðar numið að sinni en tek upp þráðinn aftur á næstu dögum þaðan sem ég hverf frá vangaveltunum um það hvað glæpurinn heitir hér. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband