Mikil er skömm þeirra!

Ég skrifaði eftirfarandi bréf til þingmanna og sendi frá mér rétt í þessu:

Góðan daginn!

Það er vart að maður trúi því að núverandi ríkisstjórn skuli styðja áframhald á þeirri firru sem setti íslensku þjóðina á hausinn! Að stjórn sem vill kenna sig við vinstri stefnu og velferð skuli stíga það ólánsskref að ætla að selja jarðvarmaorkuna á Suðurnesjum í hendurna á fyrirtæki, sem ég leyfi mér að efast um að viti mikið meira um Magna Energy en allur almenningur í landinu, færir manni þó heim sanninn um það að það er ekki lengur neinn munur á hægri eða vinstri í íslenskum stjórnmálum í dag.

Mér þykir þungt að segja það en enn sárara að horfast í augu við þá staðreynd að gömlu flokkarnir, sem eiga sæti inn á núverandi þingi, eru allir undir sama hattinn seldir. Þessi gjörningur færir mér endanlega staðfestingu á  því. Hann sýnir að þessir stjórnmálaflokkar eru gerspilltir og handónýtir þar sem þeir sinna ekki lengur því hlutverki að vinna að almannahagsmunum heldur einvörðungu sérhagsmunum.

Þar með sýnist mér íslenska lýðveldið vera hrunið. Mér liggur við að taka mér fleyg orð fyrrverandi forsætisráðherra í munn frá haustinu 2008! en ég held að hér þurfi eitthvað enn þá meira til. Þar sem þið eruð þess ekki umkomin að sinna því hlutverki sem þið voruð kosin til reikna ég með að þjóðin taki til sinna ráða því í reynd er það þannig að guð hjálpar aðeins þeim sem hjálpa sér sjálfir!

Ykkur þykir ég e.t.v. viðhafa hér stór orð en ég bið ykkur að horfa á tilefnið einu sinni enn og dæma svo. Það væri gott að lesa þennan pistil Láru Hönnu Einarsdóttur til að átta sig fullkomlea á tilefninu.

 

  Mér lá svo mikið niðri fyrir að mér láðist að kveðja...


mbl.is Salan ekki án aðdraganda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Rakel mín; æfinlega !

Fyrir það fyrsta; eru um 1500 - 2000 persónur, sem við þurfum að koma af okkur (þar af; um 95 - 98% Alþingis manna), með varanlegum útlegðardómum, eða þá öðrum aðferðum, eigi grundvöllur að verða, fyrir mögulegri endurreisn, hér á landi.

Pestar öflin; ganga jafnharðan upp, líkt og selshausinn að Fróðá, forðum - þar sem ekki er vottur skilnings, þorra samlanda okkar á, að einungis, með hörku og grimmd, verður hið skemmda afmáð, svo gagn megi að verða.

Með beztu kveðjum; í Eyfirðinga héröð, úr Árnesþingi, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 00:16

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er alltaf gott að skynja kraftinn í orðum þínum Óskar minnn Ég reikna heldur ekki með að þér finnist ég of harðorð miðað við þau kjarnyrði sem þér virðist tamast að nota

Ég las bréfið mitt yfir áður en ég sendi það en það var alveg sama hversu oft ég las það yfir; erindið var nákvæmlega það sem ég kom orðum að. Mér er svo misboðið að ég er komin langt upp fyrir suðumark! Það eina sem ég klippti út var að: Sá guð sem ég vísa til á ekkert sameiginlegt með gullkálfum!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.5.2010 kl. 00:52

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Flott bréf hjá þér Rakel.

Tjáir hug margra, þar á meðal minn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.5.2010 kl. 18:59

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Bestu þakkir Ómar! Mér finnst ekki verra að fá einhverja staðfestingu á því.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.5.2010 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband