Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ekkert annað en sníkjusamfélag!

IMF trapping countries in debtÞað hefur enginn verið jafnduglegur við að fræða okkur um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eins og Gunnar Skúli Ármannsson. Hann hefur verið mjög iðinn við að afla sér upplýsinga um afleiðingar „efnahagsaðstoðar“ sjóðsins í hinum ýmsum löndum og kynna þær fyrir öðrum bæði á blogginu sínu og með fyrirlestrum

En þeir eru fleiri sem hafa reynt að vekja athygli á því hvernig þetta sjóðsskrímsli hefur rústað efnahag hinna ýmsu landa. Þ.á m. Argentínu sem ákvað að losa sig við þennan „afætusjóð“. Auðvaldshringurinn, sem gefur sig út fyrir að vera neyðarlánastofnun, er að fara eins með Lettlandi núna eins og hann fór með Argentínu á sínum tíma.

Lífskjör okkar stefna þangað líka! Það er framkvæmdastjóri sjóðsins hér á landi sem er hinn eiginlegi landsstjóri. Hann selur ríkisstjórninni fyrst þá hugmynd að til að tryggja efnahagslegan stöðugleika þurfi ríkissjóður að þiggja af þeim ægistórt neyðarlán. Þetta lán er látið heita gjaldeyrisvarasjóður og er nú þegar orðinn margfalt hærri en hann var á árunum áður en fór að hylla undir efnahagshrunið. (Sjá nánar hér) Svo þarf ríkið að borga vexti af þessu láni. Áætlaðir vextir af láninu fyrir þetta ár nema sömu upphæð og kostar að reka allt íslenska menntakerfið! eða um fjórðungi af skatttekjum ríkissjóðs!

En lánið er líka háð ákveðnum skilyrðum. Ríkisstjórnin þarf að vinna skipulega að nýfrjálshyggjunni sem flestir eru sammála um að hafi verið sú stefna sem upphaflega setti hér allt á hausinn. Það er þess vegna ekki skrýtið þó við sjáum engar breytingar aðrar en þær að stöðugt fleiri stefna í fátækt og landsflótta.

Ég hef ekki heyrt neinn sem mótmælir því að inni í nýfrjálshyggjunni er kreppugildra. Gildra sem má búast við að verði vart á 10 ára fresti. Í hverri kreppu sem dynur yfir þá færast verðmæti úr höndum margra aðila, sem hafa fjárfest í húsnæði og/eða atvinnutækifærum, yfir á hendur fárra fjármagnseigenda og/eða lánastofnana.
Ekkert réttlæti Hitt skilyrðið er niðurskurður í ríkisútgjöldum. Niðurskurðurinn kemur þannig fram að fyrst er það sem má kalla velferðarkerfið skorið niður til algjörrar örbirgðar. Þar er m.a. átt við mennta- og heilbrigðiskerfið. Laun almennra opinberra starfsmanna eru skert og framlög til framkvæmda og uppbyggingar eru skorin af. Þetta ferli er hafið hér hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki.

Almenningur borgar
Niðurskurður
Í reynd er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekkert annað en risavaxin hryðjuverkasamtök sem hafa það eina markmið að leggja undir sig efnahag þjóða. Þeir eru búnir að margprufukeyra aðferðina sem virkar líka svona glimrandi. Þeir sannfæra ríkisstjórnir um að þær komist ekki af án þeirrar hjálpar en setja þeim skilyrði sem eru til þess ætluð að lama efnahagskerfi þjóðarinnar, sem hún stýrir, þannig að neyðin leiðir til þess að stöðugt er gengið á hin raunverulegu verðmæti. Í tilfelli okkar Íslendinga eru það fyrst og fremst náttúruauðlindirnar sem þeir eru að sækjast eftir.

SamningurinnVið höfum dæmin allt í kringum okkur um það hvernig þeir hafa rústað lífskjörum þeirra þjóða sem hafa þegið hina svokölluðu neyðaraðstoð þeirra. Þeir lifa sníkjulífi á efnahagskerfum sem hafa orðið fyrir skakkaföllum og tryggja að þau riði til falls. Þeir mæta eins og hrææturnar yfir helsærðu fórnarlambi og tæta það svo í sig.

Er einhver tilbúinn til að standa hjá á meðan þannig fer fyrir öllu því sem tryggir okkur og afkomendum okkar lífsafkomu í þessu landi?


mbl.is Mótmælt við skrifstofu AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sannarlega hinir einu sönnu "SÖKKERS" of the worlds goods ! "við meigum sparka í þá sem okkur hentar þegar það hentar okkur"

og AGS mun kosta okkur margra margra ára baráttu við að komast úr "kreppu" meðan allir burðir eru fyrir oss að bruna í gegnum etta á mettíma vegna okkar frábæra menntunnarstigs og landsgæða ! EN öxi er kominn á loft gegn menntakerfinu forðum góða og framfærslu-linda okkar ! big sökkers !

Gretar Eir (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 21:09

2 identicon

Þetta eru blóðsugur auðvaldsinns og ef við ekki losnum við þessa snautlegu, meðvirku Ríkisstjórn sem er tilbúin að fylgja þeim í dauðann, þá fylgir Ísland með.

  Þokkaleg arfleið það, hjá þjóð sem hafði alt með sér fyrir ørfáum árum en er nu á leið á botninn. Þøkk sé spiltri stjórnmála"elítu" Sem sveik þjóðina fyrir ørfáa skildinga og loforð um t.d. flott jobb í Øryggisráði Sameinuðuþjóðanna og Brussel.

 Við erum enn t.d. með Utanríkisráðherra sem þáði miljónir í styrki hjá bønkunum sem komu okkur á hausinn. Øssur Skarphéðinsson. En þótt þeir haldi allir til í London, Útrásarglæponarnir þá getur hann að sjálfsøgðu ekki samið við Breta um að framselja vini sína.

Þeir ganga allir enn lausir, og meira að segja eru Ráðherrar vorir búnir að troða í Landslög, í gegn um vort háa Alþingi. Sér skatta ívilnanir og niðurfellingar á aðfluttningsgjøldum. Á fyrirtækjum þeirra í samkeppnisiðnaði við aðra.

LANDRÁÐAPAKK þessi RÍKISSTJÓRN.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 22:12

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Arnór, ég vil bara segja þér að ég get skrifað undir allt sem þú segir!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.7.2010 kl. 22:28

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Arnór akkúrat landráðapakk eins og ég kallaði inn á þingið þann 30.12.2009 eftir að lögum um Icesave hafði verið nauðgað í gengum þingið síðan hefur ekkert berist til batnaðar nema síður sé!

Sigurður Haraldsson, 8.7.2010 kl. 23:35

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Í fyrsta lagi þá sóttum við um lán hjá AGS. Þeir komu ekki hingað og hernumdu landið.

Í öðru lagi er AGS að benda á það augljósa. Það er fjárlagahalli og það þarf að skera niður og hækka skatta. Hvernig á annars að brúa bilið?

Ísland og Íslendingar eru færir um að stúta sínu eigin efnhagskerfi sjálfir sbr efnahagshrunið. AGS kom ekki nálægt því. Satt best að segja er betra að hafa erlenda ráðgjöf hérna því Íslendingar hafa sannað það að þeir kunna ekkert að fara með peninga. 

Sleggjan og Hvellurinn, 8.7.2010 kl. 23:35

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Rakel við eigum í stríði það er ekki flóknara en það, ég er tilbúin að heyja það stríð okkar vegna! Lifi byltingin!

Sigurður Haraldsson, 8.7.2010 kl. 23:50

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ekki gott að hafa Sleggju og Þrumu á móti sér. Er sleggjan sátt?

Sigurður Haraldsson, 8.7.2010 kl. 23:52

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég sé að hér hefur verið þrumað inn sleggjudómum um Íslendinga sem kunna ekki að fara með peninga og þar af leiðandi þurfi að þiggja erlenda ráðgjöf. Ferill Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sýnir það og sannar að ráðgjöf þeirra er ekkert annað en illra manna ráð.

Ég er reyndar á því að íslenska ríkisstjórnin ætti að þiggja erlenda ráðgjöf við endurskipulagningu efnahagskerfisins og aðra uppbyggingu samfélagsins. Í þess stað hefur hún gegnið á mála við illræmd hryðjuverkasamtök sem eru þekktust fyrir það að rústa efnahag þjóðanna sem hafa þegið svokalla neyðaraðstoð þeirra.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.7.2010 kl. 00:33

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þess má geta að mest allur peningurinn sem kom frá AGS pakkanum var frá Norðurlandaþjóðunum. Með því skilirði að við förum eftir AGS prógramminu.

Eru Norðurlandaþjóðirnar þá líka hryðjuverkasamtök?

AGS er bara að benda á það augljósa. Það þarf að spara og afla tekjur til þess að brúa fjárlagagat. Þegar illa gengur þá er auðvelt að reyna að finna einhvern sökudólg og AGS hefur orðið fyrir valinu.

Fólk vill reka AGS úr landi. Ég sé ekki hvernig kreppan lagast eftir það. 

Sleggjan og Hvellurinn, 9.7.2010 kl. 02:01

10 identicon

Ef e-r vill ofurrika elitu sem eydir lanunum eda graedir af theim og svo ofurfataekann almenning a Islandi sem borgar fyrir thau er AGS mjog god lausn.

Fint thau lika ad geta ekki radid sinum eigin malum. Svo ad halda thad ad hinu norraenu thjodirnar  seu e-r englar?

Eru Sviar ekki nuna ad beita thrysting a thad ad AGS blodmjoki hvern einasta eyri af Lettum til peningaelitunnar i Svithjod?

Skemmtilegt astand thar ekki rett?

En bara fyrirgefidi ef eg get ekki treyst AGS. og hvenaer hefur einhver thjod kosid hann yfir sig? 

Andri Thorvaldsson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 05:58

11 identicon

Jájá, og bankahrunið eða slæm efnahagsstjórn Íslendinga er AGS að kenna?

Ég hef líka stúterað AGS og AGS hefur komið fullt af þjóðum upp úr kreppum, AGS er líka óvinsæl stofnun af því að hún þarf að benda á oft það augljósa, hluti sem fólk eins og síðuhöfundur vilja ekki heyra.

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 12:35

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sleggjur, þrumur og bjöggar: Ég skrifaði þessa færslu ekki til að standa í sandkassaslag við hálfnafnlausa aðdáendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Það ætti að vera greinilegt að ég skrifaði hana fyrir þá sem nenna ekki að lesa langar útlistanir og/eða hafa kynnt sér sögu sjóðsins að einhverju leyti og kannast þess vegna við starfsaðferðir hans.

Auðvitað er öllum frjálst að lesa þetta samt og mynda sér skoðun en því miður þá farið þið meira og minna fram hjá kjarnanum sem ég dreg hér fram. Bjöggi segir t.d. að AGS hafi komið fullt af þjóðum úr kreppu en nefnir enga til rökstuðnings þessari fullyrðingu sinni.

Ég á erfiðara með að ná kjarnanum í því sem sleggja og þruma hafa til málanna að leggja. Það er þó svo að skilja að hann felist í því að Íslendingar hafi hagað sér svo illa að þeir eigi ekkert betra skilið en AGS. Það voru alls ekki allir Íslendingar sem settu ríkissjóð á hausinn. Það var fámenn valda- og auðmannastétt sem sá um það en AGS styður þá í því að það eru tekjur almennings sem á að nota til að bæta fyrir slík „efnahagsmistök“ og verja gerendurna um leið.

Miðað við það að sleggja, þruma og bjöggi eru meðmælt slíkum aðferðum væri eðlilegast að draga þá ályktun að þau tilheyri þeirri stétt sem hagnast á veru sjóðsins hér en ekki þeirri sem síðuhöfundur tilheyrir; þ.e. þeirri sem verður beygð til fátæktar til að halda slíkum uppi.

Í stað þess að fullyrða eitthvað varðandi nafn- og andlitslausa aðila læt ég nægja að benda á þennan möguleika.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.7.2010 kl. 15:42

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rétt hjá þér Rakel.

Ég er ekki að prísunda AGS. AGS er mjög slæmt mál. Það væri óskandi að AGS hefði aldreið þruft að koma hingað.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.7.2010 kl. 17:24

14 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Við erum þá a.m.k. sammála um það atriði. Ekki það að það skipti neinu höfuðmáli en ekkert verra að fá það á hreint að það var ekki meining þín að „prísunda“ Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.7.2010 kl. 20:30

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góð umræða og sættir ykkar á milli það er jákvættVið berjumst öll gegn því sama mafíuauðvaldinu sem er stutt af AGS og stjórnvöldum!

Sigurður Haraldsson, 10.7.2010 kl. 01:30

16 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það hlýtur að vera grundvallaratriði að losna við ofurvald AGS. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.7.2010 kl. 23:44

17 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir góðan pistil

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.7.2010 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband