Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Og áfram heldur kynningin...

xoÉg ætla að halda áfram að segja frá frambjóðendum sem eru efstir á lista Borgarahreyfingarinnar í norðaustur-kjördæmi. Í gær birti ég kynningu Herberts Sveinbjörnssonar af heimasíðu þessa nýja stjórnmálaafls. Færsluna mína má sjá hér.

Borgarahreyfingin er með kosninga- miðstöð að Laugavegi 40 í Reykjavík og er hún opin frá kl. 12:00 - 18:00 alla daga fram að kosningum. Þeir sem vilja hringja þangað til að afla sér upplýsinga um framboðið geta hringt í síma 511 19 44. Einnig er hægt að senda tölvupóst á póstfangið: info@borgarahreyfingin.is eða kíkja á heimasíðuna en hér er krækja á síðuna.

Í dag langar mig til að vekja athygli á Björk Sigurgeirsdóttur sem skipar annað sætið hér í norðausturkjördæmi. Í athugasemd við frétt af framboðinu sem birtist á veftímaritinu Austurglugganum í dag segir um Björk: „Loksins er kominn nýr og ferskur frambjóðandi með alvöru vikt og reynslu til að takast á við þá stöðu sem er uppi í íslensku samfélagi. Þetta er kona sem óhætt er að mæla með.“

Björk Sigurgeirsdóttir

Björk SigurgeirsdóttirFæðingardagur og ár: 10. mars 1972

Heimilisfang:
Lagarfell 25, 700 Egilsstaðir

Hjúskaparstaða:
Einhleyp

Staða:
Verkefnastjóri hjá Þróunarfélagi Austurlands og framkvæmdastjóri Vaxtarsamnings Austurlands

Stjórnarseta í fyrirtækjum:
Engin

Nefndarstörf:
Engin

Hlutabréfaeign frambjóðenda:
Engin

Fasteignir í eigu frambjóðenda:
Engin

Hagsmunatengsl við atvinnulíf eða félög:
Situr í stjórn TAK (Tengslanet austfirskra kvenna)

Hlunnindi, ef einhver eru:
Engin

Annað:
Björk Sigurgeirsdóttir hefur undanfarin 5 ár starfað við nýsköpun og uppbyggingu á Norður- og Austurlandi. Hún hefur víðtæka starfsreynslu og hefur einnig verið með eigin atvinnurekstur. Björk er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri en hefur einnig lagt stund á árangursstjórnun og setið fjölda námskeiða í verkefnisstjórnun.

Björk hefur búið víða; í Reykjavík, Bandaríkjunum, Akureyri, Danmörku, aftur á Akureyri og nú síðast á Egilsstöðum, síðan í september 2007, þar sem hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri Vaxtarsamnings Austurlands.


mbl.is Flestir framboðslistar gildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og áfram níðast þeir á þingheimi og þjóðinni líka!

Það er tvennt í tengdri frétt sem mig langar til að vekja athygli á. Í fyrsta lagi eru það þessir „fleiri“ sem vísað er til að hafi gagnrýnt stjórnarskárfrumvarpið „harðlega“. Hverjir eru þessir fleiri? Eru það Viðskiptaráð og fleiri úr hagsmunabræðrlagi Sjálfstæðisflokksins? Hversu margir eru þessir „fleiri“ og af hverju hefur skoðun þessa hulduhers eitthvert vægi inni á þingi?

Hitt eru orð Björns Bjarnasonar sem hótar því að koma í veg fyrir það með öllum ráðum að frumvarpið komist til afgreiðslu:

Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fráleitt að þingið gæfi frá sér það vald að setja stjórnarskrá. Á meðan hann væri á þingi myndi hann gera sitt ítrasta til að koma í veg fyrir að slíkt frumvarp yrði samþykkt. Hann myndi flytja ræður um málið, hvort sem er að nóttu eða degi, ef þess þyrfti með. Björn sagðist ekki skilja í þeim þingmönnum sem vildu svipta Alþingi valdi til að setja stjórnarská og hvatti hann kjósendur til að kjósa sér ekki þingmenn sem vildu svipta þingið þessu valdi. (leturbreytingar eru mínar)

Af hverju er ekki hægt að stöðva greinilegt málþóf sem nú hefur staðið í marga daga? Málþóf sem  snýst í raun og veru fyrst og síðast um það að koma í veg fyrir að það verði fest í stjórnarskrána að mikilvæg málefni verði borin undir þjóðaratkvæðagreiðslur og það að auðlindir þjóðarinnar verði gerðar framseljanlegar. Ég skil bókstaflega hvorki rökin sem mæla á móti þessu né stjórnlagaþingi.

Mér finnst allt þetta lykta af því að hér búi einhverjir allt aðrir hagsmunir að baki. Hagsmunir sem stendur ógn af lýðræðinu og vinna því á móti því með öllum bolabrögðum. Ég skil ekki að slíkt fái að líðast!


mbl.is Stefnir í sigur „málþófsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betur má ef duga skal!

Það er eðlilegt að fylgi Sjálfstæðisflokksins hrynji miðað við aðstæður. Það vekur þó furðu mína að það skuli enn mælast 22%! Hef heyrt í ansi mörgum sem fullyrða að þeir hafi setið í fjölskylduboðum um páskana þar sem fyrir voru kjósendur þess flokks sem veltu því fyrir sér hvernig skyldi bregðast við nýjustu fréttum af fjármálum Sjálfstæðisflokksins. Niðurstaðan varð í fleiru en einu tilviki sú að kjósa Vinstri græna.

Ég hef velt þessu svolítið fyrir mér en fagna því auðvitað að kjósendur snúi baki við því stjórnmálaafli sem er stýrt af jafnóvönduðum einstaklingum og orð þeirra og gjörðir síðustu daga hafa sýnt og sannað. Miðað við það sem hefur opinberast á undanförnum dögum ætti það að vera ljóst að það eru engar samsæriskenningar að halda því fram að það sé Sjálfstæðisflokkurinn sem ber meginábyrgð á því að húrra þjóðinni niður í það gjaldþrotahyldýpi sem opnaðist síðastliðið haust.

Það þarf heiðarlegt fólk til að stýra þessu landi. Það þarf fólk sem býr yfir einlægum vilja til að uppræta spillinguna sem hér hefur þrifist í skjóli ríkisstjórna sem Sjálfstæðisflokkurin hefur leitt. Nú gefst kostur á því að hafna spilltum stjórnmálamömmum og kjósa einstaklinga sem hafa sýnt í orði og verki að þeir villja tryggja hag þjóðarinnar til frambúðar með nauðsynlegum lýðræðisumbótum. Hér er hópur af slíkum:


mbl.is Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Get ekki á mér setið...

Ég má til að vekja athygli á einkar glöggri greiningu Jennýjar Stefaníu Jensdóttur Jenný Stefanía Jensdóttirá því hvernig ástand þjóðarinnar kom henni fyrir sjónir í stuttri heimsókn hennar til Íslands á dögunum.

Jenný Stefanía, sem býr í skjóli Klettafjalla, segir á bloggi sínu að sér hafi virst að hér búi fjórar þjóðir sem séu eftirtaldar:

1.  "Þeir hljóta að redda þessu", þjóðin.

2.  "Enn í afneitun, þoli ekki þessa neikvæðni", þjóðin.

3.  "Þeir sem hlusta á veðurfregnir og lesa þornað blek", þjóðin.

4.  "Öskrandi bloggara" þjóðin.

Ég hef fylgst með bloggi Jennýjar Stefaníu um nokkurt skeið þar sem hún skrifar gjarnan stutta og skarpa pistla um það sem hæst ber í fréttum af því sem ógnar framtíð okkar í dag. Mér þykir einstakt hvað hún sér líðandi stund í skýru ljósi. 

Pistlarnir hennar spegla ekki aðeins skarpri hugsun heldur líka þvílíkri hlýju til lands og þjóðar að þeir virka á mig sem græðandi smyrsl og uppörvun. Það er líka ómetanlegt að sjá hvernig það, sem við erum að glíma við hér á Íslandi, horfir við þeim sem búa erlendis en líða með okkur samt. 


Alveg lýsandi dæmi!

Léleg yfirhylmingÞetta er alveg lýsandi fyrir starfshætti og -heiður Sjálfstæðisflokksins. Horfa aldrei í eigin barm. Viðurkenna aldrei neina sök. Kenna alltaf öðrum um. Benda í villuleiðandi áttir. Afvegaleiða alla vitræna umræðu. Sýna aldrei hógværð eða virðingu og hvað þá iðrun!

Í stuttu máli sagt þá haga þeir sér margir hverjir eins og þeir séu illa haldnir af gelgjuveikinni! Málflutningur þeirra er a.m.k. mjög í ætt við röksemdafærslur gelgjunnar sem vill ná sínu fram í sambandi við boð og bönn ýmis konar. Það ættu allir að kannast við sem hafa þurft að eiga við erfiða unglinga.

Telja þessir menn í alvöru að þeir eigi eitthvert erindi við þjóðina eftir það sem þeir hafa sýnt og sannað með orðum sínum og athöfnum? Halda þeir virkilega að það gangi í augun á þjóðinni að ráðast á núverandi ríkisstjórn fyrir lélega efnahagsstjórn í framhaldi af því fjármálahneyksli sem þeir hafa sjálfir orðið uppvísir af?! Telja þeir virkilega að þeir geti fríað sig ábyrgðinni af stöðu efnahagsmálanna í landinu með því að kenna núverandi ríkisstjórn um allt saman?!

Tja, spyr sú sem er alveg hætt að botna í þeim vitleysingjum sem gefa tilefni til ofangreindra vangaveltna!


mbl.is Krónan veikst með nýrri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má ég kynna...

BorgarahreyfinginÉg hef komist að því að það eru alls ekki allir sem vita af hinu nýja framboði Borgarahreyfingunni sem býður fram til þings í næstu kosningum. Borgarahreyfingin er stjórnmálahreyfing sem varð til við samruna Samstöðu hópsins og hópa sem starfa að lýðræðismálum. Mér þykir sérstök ástæða til að vekja athygli á Lýðveldisbyltingunni í því sambandi.

Efnahagshrunið síðastliðið haust og vanhæfni stjórnvalda til að taka á því varð til þess að þessir hópar urðu til en sameiginlegt markmið þeirra var að: Vilja koma á breytingum. Vilja hreinsa út spillingu. Vilja koma á virkara lýðræði og skírri þrískiptingu valdsins. Og vilja persónukjör en ekki bara flokkskjör.

Borgarahreyfingin hefur öll þessi málefni á stefnuskrá sinni en fyrsta atriði hennar er neyðarráðstöfun í þágu heimila og fyrirtækja. (Sjá nánar innihald stefnuskrárinnar hér)

Nú hefur tekist að setja saman lista í öllum kjördæmum landsins og hafa fimm efstu menn á listum allra kjördæma þegar verið kynntir í fjölmiðlum. (Sjá t.d. hér) Friðrik Þór Guðmundsson kynnti þá enn frekar þar sem hann birti ekki aðeins lista yfir fimm efstu menn heldur hafði fyrir því að hafa upp á bloggum þeirra sem þar sitja og setja krækjur inn á þau undir nöfnum þeirra. (Sjá hér)

Þar sem ég bý í Norðausturkjördæmi langar mig sérstaklega til að vekja athygli á framboðslista hreyfingarinnar í mínu heimakjördæmi. Yfirlit með nöfnum allra frambjóðenda í kjördæminu er að finna hér. Það er rétt að taka það fram að nöfnin sem eru appelsínugul leiða inn á nánari lýsingu með mynd af frambjóðendum eins og þessa hér sem er kynning á efsta manni á lista hreyfingarinnar í þessu kjördæmi:

Herbert Sveinbjörnsson

Herbert SveinbjörnssonFæðingardagur og ár: 22. júlí 1973

Heimilisfang: Nönnugata 16, 101 RVK.

Hjúskaparstaða: í sambúð

Staða og laun fyrir núverandi starf: klippari á kynningardeild Ríkisútvarpsins

Stjórnarseta í fyrirtækjum: Stjórnarmaður og meðeigandi í kvikmyndafyrirtækinu Edisons lifandi ljósmyndir ehf

Nefndarstörf: engin

Hlutabréfaeign frambjóðenda, maka og barna: engin

Fasteignir í eigu frambjóðenda, maka og barna: 60 fm. Íbúð að Nönnugötu

Hagsmunatengsl við atvinnulíf eða félög: 50% hlut í Edisons lifandi ljósmyndum

Hlunnindi, ef einhver eru: Fjölvarpið

Annað: Herbert Sveinbjörnsson er með, að því er virðist, óseðjandi réttlætiskennd þegar kemur að samfélagsmálum. Hefur hann því tekið þátt í ýmsu grasrótarstarfi bæði hérlendis og í Danmörku. Þar má nefna skipulagningu borgarafunda og er einn af stofnmeðlimum Lýðveldisbyltingarinnar.

Er sjálflærður kvikmyndagerðarmaður sem starfar um þessar mundir sem klippari og auglýsingargerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu. Herbert hefur unnið að gerð tveggja heimildarmynda, Tímamót (2007) og Skemmtilegir leikir (2002). Einnig hefur hann starfað á auglýsingarstofu og sjónvarpsstöðinni Kanal Esbjerg í Danmörku.

Ættaður úr Saurbæ í  Eyjafirði en fæddur og uppalinn að mestu á Akureyri.

Herbert er í sambúð með Huldu Guðmundsdóttur og saman eiga þau stúlkurnar: Steinunni Margréti og Ingibjörgu Ellý Herbertsdætur.

 


mbl.is Sjö skiluðu inn framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er rétti tíminn!

Það eru sannarlega skrýtnir tímar sem við lifum. Nánast á hverjum degi frá 29. september hefur þjóðinni borist fréttir af alls kyns spillingu sem má rekja til óhófs og græðgi. Það er kunnara en frá þurfi að segja hverjar afleiðingarnar eru fyrir þjóðina. Hún situr sem lömuð, skuldug upp fyrir haus og alltof margir atvinulausir og sem stefna í greiðslustöðvun. Atvinnufyrirtækin eru ekki síður í stórkostlegri hættu. Framtíðin er því svo sannarlega kvíðavænleg svo ekki sé meira sagt.

Vegna viðbragða stjórnvalda við efnahagshruninu síðastliðið haust og aðgerðarleysis þeirra næstu fjóra mánuði á eftir vöknuðu upp grunsemdir margra um að þau væru svo flækt í spillingafenið sem leiddi til hruns efnahagslífsins að þeir þyrðu ekki að hreyfa sig til eðlilegrar forgangsröðunar. Þ.e.a.s. að miðað við það að þeir eru þjóðkjörnir þingmenn þá áttu þeir að grípa strax til viðeigandi aðgerða til bjargar heimilunum og atvinnulífinu en líka að axla sína ábyrgð og verja orðspor þjóðarinnar.

Ríkisstjórnin sem tók við eftir fall þeirrar gömlu hefur svo sannarlega sýnt meiri drift og stundum vilja til að koma á móts við hag landsmanna en alls ekki nægilega mikið. Heimilin og atvinnufyrirtækin eru þó enn þá í hættu. Upplýsingar um lánasamninga og skuldbindingar þjóðarinnar liggja enn í þagnargildi sem er auðvitað óþolandi ástand. Kjósendur eiga að sjálfsögðu rétt á að vita hvernig fyrrverandi ríkistjórnir hafa farið með hagsmuni þeirra áður en þeir ganga til atkvæða.

En nú hefur annað komið upp sem þingflokkarnir geta ekki vikið sér undan. Það hefur komið í ljós að þeir hafa þegið styrki sem telja marga milljónir samanlagt! Samt eru þeir flokkar sem þáðu mest reknir með stórkostlegu tapi! Svo hlýtur það líka að vekja upp margar spurningar að meira en helmingur þingmanna á eða situr í stjórn ýmissa fyrirtækja. Það væri auðvitað forvitnilegt að sjá lista yfir það um hvaða fyrirtæki en þetta hlýtur að teljast óeðlilega hátt hlutfall!

Það er sem sagt ekkert lát á þeim spurningum sem vakna upp í sambandi við heilindi og dygðir meiri hluta þingheims. Það vekur líka furðu að hlutfall tortryggilegra þingmanna er í réttu hlutfalli við aldur framboðana sem þeir eru fulltrúar fyrir. Þannig eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem er elsti starfandi flokkurinn í landinu, langtortryggilegastir. Ég neita því ekki að ég hef alltaf verið á móti þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir. Hreinlega vegna þess að stefna hans stríðir gegn réttlætiskennd hvað varðar jöfnuð.
Lestirnir þrír
Það er þó ekki fyrr en á allra síðustu misserum sem mig hefur farið að gruna ýmsa innan raða flokksins um bein svik og annan alvarlegan óheiðarleika. Það er kannski ekki úr vegi að taka það fram hér að það voru einmitt orð Geirs H. Harde í kjölfar efnahagshrunsins sem kveiktu mér þá fullvissu að Sjálfstæðisflokkurinn og hollvinir hans þyldu ekki þá rannsókn sem hrunið kallaði óneitanlega á.

Fyrstu viðbrögð forsætisráðherra síðustu ríkisstjórnarinnar voru nefnilega þau að nú væri ekki rétti tíminn til að leiða fram sökudólga! Af hverju valdi hann að gera þessi orð að mikilvægustu skilaboðunum til þjóðarinnar á sama tíma og þó nokkur hluti hennar uppgötvaði það sér til óumræðanlegrar hrellingar að innistæður þeirra í bönkunum höfðu horfið eða rýrnað umtalsvert?

Ef tíminn til að leiða fram sökudólgana var ekki þá, þá er hann runninn upp núna! Brátt leggja flokkarnir sjálfa sig í dóm kjósenda. Ég trúi ekki öðru en allir verði sammmála um að það sé orðið löngu tímabært að leiða fram þessa sökudólga og refsa þeim við hæfi! Kjósendur hljóta að vera búnir að átta sig á því að það var ekki fyrir hagsmuni þeirra sem stjórnarflokkar síðustu ára hafa starfað. Þvert á móti þá voru þeir tilbúnir að stefna landi og þjóð beint í gúlagið bara ef þeir gátu lifað eins og kóngar!
Eiginhagsmunaseggur


mbl.is Þingmenn tengdir 55 fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissuð þið þetta?

Rakst á þessa frétt hjá norðlenska vefmiðlinum dagur.net. Finnst þetta svolítið merkilegt og ákvað þess vegna að að vekja athygli á þessu:

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn:

Vefsöfnun í aðdraganda kosninga 2009

Um þessar mundir safnar Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn efni af netinu varðandi alþingiskosningar 2009. Með reglulegu millibili eru tekin afrit af vefsíðum sem geyma efni um kosningarnar og aðdraganda þeirra. Má þar nefna vefsíður er varða þjóðfélagsumræðu þessa stundina s.s. vefir stjórnmálaflokka, frambjóðenda, greinaskrif, umræður, blogg og fleira. Efnið er varðveitt í gagnasafni Landsbókasafns Íslands en verður ekki aðgengilegt strax.

 

Í framtíðinni mun almenningur geta skoðað vefsafnið og séð hvernig vefsíður frambjóðenda, flokka og fréttamiðla hafa verið á hverjum tíma. Kosningasöfnun er nú framkvæmd í þriðja sinn en sambærilegar safnanir voru framkvæmdar fyrir sveitarstjórnarkosningar 2006 og alþingiskosningar 2007.

Þess má geta að samkvæmt lögum um skylduskil hefur safnið það hlutverk að safna íslenskum vefsíðum af léninu .is, sem og erlendum síðum um íslenskt efni og eftir Íslendinga. Slík söfnun er framkvæmd þrisvar á ári. Auk þess er völdum þjóðmálavefjum safnað vikulega árið um kring. Atburðasöfnun vegna kosninga er hins vegar afmarkaðri og eru vefsíður afritaðar ört yfir 3-4 mánaða tímabil eftir því sem þörf krefur.

Upplýsingar um vefsíður sem tengjast alþingiskosningum 2009 má senda til Soffíu Bjarnadóttur: soffiabj@bok.hi.is , sími 525-5640.

 Leturbreytingar eru mínar.

 


Hvað er svona merkilegt við það?

Af hverju í ósköpunum þarf að endursegja það sem er gasprað á bloggi Björns Bjarnasonar á forsíðu mbl.is? Það er ekki eins og hann hafi eitthvað nýtt til málanna að leggja. Hnýtir aðeins utan í sérfræðing sem honum stendur ógn af með hinni þekktu aðferð Sjálfstæðisflokksins til að þagga niður í fólki!

Ég segi að heiður Sjálfstæðisflokksins hafi allaf verið til sölu hæstbjóðanda. Nú hefur kaupverðið hins vegar hrunið eins og hugmyndafræðin sem flokkurinn hefur staðið fyrir. Mér finnst það reyndar vonum seinna sem heiður Sjálfstæðisflokksins húrrar ofan í það hyldýpi sem þeir komu efnahag þjóðarinnar ofan í.

Sjálfstæðisflokkurinn er svo gjörsamlega rúinn öllum heiðri að meðlimir hans ættu að láta það vera að hnýta utan í fjölmiðla og aðra sem vilja fjalla um mútuþægni og aðra spillingu sem þar hefur þrifist á undanförnum árum. Það má vel vera að slíkt hafi þrifist innan annarra flokka en það er í hæsta máta barnalegt að benda stöðugt á annarra sök í þeirri viðleitni að fela sína eigin sekt á slíkum villigötum.

Húsbóndi og þjónnÞað er líka í hæsta máta furðuleg viðleitni mbl.is að tyggja stöðugt eftir þennan söng upp úr Sjálfstæðismönnum í stað þess að spyrja þá spurninganna sem þeir þurfa að svara. Er t.d. líklegt að þar sem þeir voru svona spilltir árið 2006 að þeir hafi eitthvað batnað eftir það? Er því ekki ástæða til að spyrja þá hvort og hvaða leynisamningar það voru sem komu landinu á hausinn??

Mér sýnist öllu nær að grafast fyrir um það en tyggja upp barnalegt gaspur sem birtist á bloggi Björns Bjarnasonar? Ég get heldur ekki stillt mig um að benda á að þau eru líka mörg miklu merkilegri bloggin en bloggið hans til að fjalla um á forsíðu mbl.is.

Ég hef t.d. aldrei rekist á að þar sé vísað í blogg Marinós G. Njálssonar, Láru Hönnu Einarsdóttur eða Ragnars Þórs Ingólfssonar sem allt eru afar vandvirkir og málefnalegir bloggarar. Þau hafa hvert og eitt mörgum sinnum meira að segja en Björn Bjarnason og það sem þau segja á mörgum sinnum meira erindi við þjóðina en fýlan og fordómarnir í þessum fyrrverandi dómsmálaráðherra.


mbl.is Heiður Sjálfstæðisflokksins ekki metinn til fjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá stöðu í mótmælum til sætis á framboðslista

Þeir sem hafa fylgst með þessu bloggi frá upphafi vita að ég opnaði það fyrst sl. vor en rak varla upp bofs á þessum vettvangi fyrr en í kjölfar efnahagshrunsins í lok september á síðasta ári. Þá notaði ég það einkum til að vekja athygli á mótmælagöngum, borgarafundum og stofnun grasrótarhópa sem allt tengdist þeim ægitíðindum sem skóku samfélagið um þetta leyti.

Í myrkinu leyndist ljósÉg uppgötvaði líka að einmitt á þessum vettvangi voru margir sem litu það sem var að gerast í samfélaginu svipuðum augum og ég. Bloggið varð því fljótlega sá vettvangur sem ég leitaði til mér til hugarhægðar. Hér fann ég fólk sem ég deildi hugmyndum og hugsjónum með. Sumir reyndust m.a.s. bestu fréttaveiturnar og aðrir skrifuðu þannig að það veitti mér von og öryggi að lesa skrif þeirra.

Ég hef borið gæfu til að kynnast mörgum þeirra sem fljótlega urðu uppáhaldsbloggararnir mínir en ég hef líka orðið fyrir öðru óskemmtilegra sem má rekja til þess sem ég hef sagt og birt hér á þessum vettvangi. Um það ræði ég e.t.v. síðar eða þegar ég er tilbúin til þess að leysa frá þeirri skjóðu.

En það var ekki bara bloggið sem ég sneri mér að í kjölfar hörmulegra tíðinda sl. hausts. Ég mætti á nokkra borgarafundi hér á Akureyri fyrir áramót og líka á laugardagsmótmæli bæði hér og í Reykjavík. Eftir áramótin gekk ég til liðs við Sigurbjörgu Árnadóttur og fleiri drífandi konur en við höfum þegar haldið sjö borgarafundi á þessu ári.

Eitt af því sem hefur vakið furðu mína í vetur er það að sumir hafa sakað mig um það að vera svo óþolandi pólitísk, alltof upptekna af því sem ég er ekki í nokkurri aðstöðu til að hafa áhrif á eða vera ótrúlega svartsýn. Ég svara þessu gjarnan þannig að ég sé ekki pólitísk heldur réttsýn, ekki svartsýn heldur raunsæ og það sé mesta bölsýnin að halda að manni séu allar bjargir bannaðar við að breyta því sem ógnar þó tilveru manns og þjóðarinnar allrar.

Af hverju er ég að rekja þetta allt... sennilega vegna þess að ég er að reyna að átta mig á því sjálf hvernig það atvikaðist að ég er komin í framboð! Aldrei datt mér í hug að það ætti fyrir mér að liggja! Þó hef ég heyrt það nokkrum sinnum í gegnum tíðina að ég ætti að vera í pólitík þar sem ég hafi svo ákveðnar skoðanir á mörgu því sem heyrir undir samfélgasmál, oft kallað pólitík. Ég hef alltaf tekið þessum athugasemdum sem aðferð til að þagga niður í mér...
Hógvær valkyrja
Konan sem fór af stað síðastliðið haust og hélt að hún gæti haldið sig aftarlega í mótmælunum og gæti verið ósýnileg á blogginu hefur aldeilis komist að því að það var öðru nær! Að lokum ákvað hún að stíga skrefið til fulls og verða við hvatningu úr ýmsum áttum um að taka sæti á lista Borgarahreyfingarinnar.

Auðvitað tók ég þessa ákvörðun af vel athuguðu máli. Lá undir feldi í nokkrar vikur og velti þessu fyrir mér fram og til baka. Ástæðan fyrir því að ég tók þetta skref er ekki síst sú að mér sýnist að við mótmælendur getum því miður ekki treyst því öðru vísi að nauðsynlegum lýðræðisumbótum verði komið á í þessu samfélagi!

Mótmælin höfðu einhver áhrif en ekki næg. Þau voru hundsuð af þeim sem þau beindust gegn. Það er lýjandi að hrópa á torgum þegar fáeinir eða enginn hlustar. Þess vegna er eðlilegt að við reynum þá leið að sameina meginkröfur mótmælanna og förum í framboð. Ég komst a.m.k. að þeirri niðurstöðu að ég gæti ekki skorast undan því að taka þátt í þeirri göfugu viðleitni sem Borgarahreyfingin stendur fyrir við að vinna að þjóðþrifamálum.

Þess vegna er ég sem tók mér stöðu með þeim sem mótmæltu spillingunni, sem leiddi til þess alvarlega efnahagshruns sem opinberaðist í lok september á síðasta ári, komin í framboð. Kannski kemur það engum að óvörum nema mér sjálfri!


mbl.is Borgarahreyfingin býður fram í öllum kjördæmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband