Vissuð þið þetta?

Rakst á þessa frétt hjá norðlenska vefmiðlinum dagur.net. Finnst þetta svolítið merkilegt og ákvað þess vegna að að vekja athygli á þessu:

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn:

Vefsöfnun í aðdraganda kosninga 2009

Um þessar mundir safnar Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn efni af netinu varðandi alþingiskosningar 2009. Með reglulegu millibili eru tekin afrit af vefsíðum sem geyma efni um kosningarnar og aðdraganda þeirra. Má þar nefna vefsíður er varða þjóðfélagsumræðu þessa stundina s.s. vefir stjórnmálaflokka, frambjóðenda, greinaskrif, umræður, blogg og fleira. Efnið er varðveitt í gagnasafni Landsbókasafns Íslands en verður ekki aðgengilegt strax.

 

Í framtíðinni mun almenningur geta skoðað vefsafnið og séð hvernig vefsíður frambjóðenda, flokka og fréttamiðla hafa verið á hverjum tíma. Kosningasöfnun er nú framkvæmd í þriðja sinn en sambærilegar safnanir voru framkvæmdar fyrir sveitarstjórnarkosningar 2006 og alþingiskosningar 2007.

Þess má geta að samkvæmt lögum um skylduskil hefur safnið það hlutverk að safna íslenskum vefsíðum af léninu .is, sem og erlendum síðum um íslenskt efni og eftir Íslendinga. Slík söfnun er framkvæmd þrisvar á ári. Auk þess er völdum þjóðmálavefjum safnað vikulega árið um kring. Atburðasöfnun vegna kosninga er hins vegar afmarkaðri og eru vefsíður afritaðar ört yfir 3-4 mánaða tímabil eftir því sem þörf krefur.

Upplýsingar um vefsíður sem tengjast alþingiskosningum 2009 má senda til Soffíu Bjarnadóttur: soffiabj@bok.hi.is , sími 525-5640.

 Leturbreytingar eru mínar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er flott að geyma svona samtímaheimildir, ég hlakka til þess að lesa það seinna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.4.2009 kl. 01:08

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sammála því en ég var að velta fyrir mér hvað og hverjir væru geymdir Bloggið er t.d. svo mikið notað að það hlýtur að vera margra manna verk að komast yfir það að halda utan um það hvort og hvaða frambjóðendur blogga.

Svo er það þetta með þjóðfélagsumræðuna. Hún hefur sennilega aldrei verið líflegri og má heita að helmingur bloggheims hafi blandað sér í þá umræðu. Sumir hafa lagt öll önnur bloggskrif til hliðar og einbeitt sér að slíkri umræðu í bloggum sínum hefur mér sýnst. Ætli það geti verið að því sé öllu sé saman safnað

Hvað er líka átt við með umræðum eru það athugasemdirnar sem oft og tíðum reynast ansi misjafnar. Það getur auðvitað verið fróðlegt en ekki síður drepfyndið að lesa margar þeirra eftir svona áratug trúi ég

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.4.2009 kl. 01:15

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

jahérna segi ég nú bara....en einhverjir fá borgað fyrir að lesa blogg:)

Hólmdís Hjartardóttir, 14.4.2009 kl. 01:20

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú ert snillingur að sjá alltaf spaugilegu hliðina á hlutunum Ætli maður geti sótt um?! Ég meina að fá borgað fyrir að lesa blogg! Það væri ekki ónýtt

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.4.2009 kl. 01:22

5 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

ég fékk borgað fyrir að lesa blogg í fyrrasumar (unglingablogg) og það er ekki eins næs og það hljómar ;) ;)

Sóley Björk Stefánsdóttir, 14.4.2009 kl. 02:02

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég var auðvitað að meina að ég fengi að velja sjálf hvaða blogg ég læsi en það eru auðvitað óraunsæjar kröfur. En ótrúlegt hvernig þú kemur þér alltaf þannig fyrir að fá að vinna að þínu helsta áhugamáli Ég er að meina einhverju sem tengist bloggi og Fésinu

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.4.2009 kl. 02:13

7 identicon

Heil og sæl; Rakel - sem þið aðrar, ágætu frúr, hverjar hér rita, einnig - ásamt öðrum þeim, hverjir geyma síðu Rakelar; og brúka !

Rakel !

Nei; þetta hafði ég ekki, minnstu hugmynd um. En, ......... gætið að, er þarna ekki ákveðinn möguleiki til, að ýmsir froðusnakkar og pólitískir andskotar komi til með, að misnota þessi gögn - sem víða annars staðar ? 

Með; hinum beztu kveðjum, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 02:52

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tja, maður spyr sig en kannski er það einum of mikil „hystería“, ekki satt?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.4.2009 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband