Hvað er svona merkilegt við það?

Af hverju í ósköpunum þarf að endursegja það sem er gasprað á bloggi Björns Bjarnasonar á forsíðu mbl.is? Það er ekki eins og hann hafi eitthvað nýtt til málanna að leggja. Hnýtir aðeins utan í sérfræðing sem honum stendur ógn af með hinni þekktu aðferð Sjálfstæðisflokksins til að þagga niður í fólki!

Ég segi að heiður Sjálfstæðisflokksins hafi allaf verið til sölu hæstbjóðanda. Nú hefur kaupverðið hins vegar hrunið eins og hugmyndafræðin sem flokkurinn hefur staðið fyrir. Mér finnst það reyndar vonum seinna sem heiður Sjálfstæðisflokksins húrrar ofan í það hyldýpi sem þeir komu efnahag þjóðarinnar ofan í.

Sjálfstæðisflokkurinn er svo gjörsamlega rúinn öllum heiðri að meðlimir hans ættu að láta það vera að hnýta utan í fjölmiðla og aðra sem vilja fjalla um mútuþægni og aðra spillingu sem þar hefur þrifist á undanförnum árum. Það má vel vera að slíkt hafi þrifist innan annarra flokka en það er í hæsta máta barnalegt að benda stöðugt á annarra sök í þeirri viðleitni að fela sína eigin sekt á slíkum villigötum.

Húsbóndi og þjónnÞað er líka í hæsta máta furðuleg viðleitni mbl.is að tyggja stöðugt eftir þennan söng upp úr Sjálfstæðismönnum í stað þess að spyrja þá spurninganna sem þeir þurfa að svara. Er t.d. líklegt að þar sem þeir voru svona spilltir árið 2006 að þeir hafi eitthvað batnað eftir það? Er því ekki ástæða til að spyrja þá hvort og hvaða leynisamningar það voru sem komu landinu á hausinn??

Mér sýnist öllu nær að grafast fyrir um það en tyggja upp barnalegt gaspur sem birtist á bloggi Björns Bjarnasonar? Ég get heldur ekki stillt mig um að benda á að þau eru líka mörg miklu merkilegri bloggin en bloggið hans til að fjalla um á forsíðu mbl.is.

Ég hef t.d. aldrei rekist á að þar sé vísað í blogg Marinós G. Njálssonar, Láru Hönnu Einarsdóttur eða Ragnars Þórs Ingólfssonar sem allt eru afar vandvirkir og málefnalegir bloggarar. Þau hafa hvert og eitt mörgum sinnum meira að segja en Björn Bjarnason og það sem þau segja á mörgum sinnum meira erindi við þjóðina en fýlan og fordómarnir í þessum fyrrverandi dómsmálaráðherra.


mbl.is Heiður Sjálfstæðisflokksins ekki metinn til fjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þú ert bestust..............

Hólmdís Hjartardóttir, 13.4.2009 kl. 03:27

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Og þú ekki síðri

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.4.2009 kl. 03:35

3 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

það er fullt af góðu fólki sem er í framboði fyrir sjálfstæðisflokkinn, þó nokkrir einstaklingar hafi gert mikil mistök. Það er málið!

Kristinn Svanur Jónsson, 13.4.2009 kl. 04:09

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ef flokkurinn fengist keyptur þá hefði þetta uppnám ekki orðið innan flokksins við þessar fréttir. Sjálfstæðisflokkurinn er öflugur flokkur vegna öflugra einstaklinga innan hans sem nú gera vorhreingerningu þessa dagana eins og endurreisnarnefndarskýrslan sýnir glöggt. Innri endurskoðun í flokknum mun vafalaust fara með vasaljós í öll horn sem og Rannsóknarnefnd þingsins

Sjálsftæðisflokkurinn stendur ekki fyrir spillingu og mun ekki sætta sig við hana í eigin ranni. Kjörorð flokksins stendur fyrir innviðum hans, eftir þeim er farið.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 13.4.2009 kl. 08:30

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef líka furðað mig á þessu, hvernig BB ratar yfirleitt á forsíðuna.  Ég las stundum bloggin hans, en geri það ekki í dag. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.4.2009 kl. 11:16

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Adda og Kristinn: Við búum greinilega ekki á sömu plánetu miðað við skilning okkar á því sem nú á sér stað innan Sjálfstæðisflokksins og fyrir hvað hann hefur staðið fram að þessu. Það getur vel verið að það uppgjör sem fer þar fram nú leiði til einhverra grundvallarbreytinga innan flokksins en miðað við yfirlýsingar bæði yngri og eldri meðlima innan hans sé ég þess engin merki.

Innleggin ykkar eru  reyndar í litlum tengslum við meginefni færslunnar hér á undan þannig að það getur verið að ég hafi misst af því hver er meginþráðurinn í innleggjum ykkar og teygt þráðinni í enn aðra átt með svari mínu við ykkar.

Jóna: Ég sé að þú hefur náð því að ég er fyrst og fremst að „puffa“ yfir því að pistlarnir hans BB skuli rata inn á forsíðu mbl.is. Ekki síst í ljósi þess hvað þeir eru rýrir. Innlendu fréttirnar þar eru líka búnar að vera meira og minna endursögn á því sem þessi sagði um ábyrgð hins og hinn sagði um eigið sakleysi og enn annar um sitt trygga minnisleysi...

Hverju áttu orð BB svo sem að bæta við það? Spurning hvort það þótti ástæða til að vekja athygli á því að tiltekinn fræðingur ætti að halda sig á mottunni ef hann vildi halda virðingu sinni og stöðu 

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.4.2009 kl. 14:30

7 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég les alltaf pistla Björns og finnst þeir oftast vera góðir. Verst þykir mér að hann leyfir engar athugasemdir við þá.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.4.2009 kl. 19:03

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mín upplifun á bloggi sjálfstæðismanna þessi misserin er á þann veg að hafi maður lesið eitt þeirra þá hefur maður lesið þau öll og frá öllum.Þannig að ég eyði ekki miklu af mínum tíma í þá iðju. En les þau sum reglulega í þeim tilgangi þá að reyna fá einhvern skilning á því hvernig þeir hugsa og fá innsýn í hugarheim þeirra svo ég geti skilið hvað það er sem sameinar þá í þessari blindu trú á leiðtogana og flokkinn. 

Arinbjörn Kúld, 13.4.2009 kl. 21:40

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Skil nákvæmlega hvað þú ert að fara Arinbjörn en kannski er þetta líka upplifun þeirra Sjálfstæðismanna sem nenna að lesa það sem ég og þú skrifum. Veit það ekki Mér hefur aldrei dottið í hug að það væri hægt að þykja það sem Björn Bjarnason skrifaði gott og gagnlegt en það ber kannski bara ákveðinni takmörkun minni vitni.

Hins vegar fer ég ekki ofan af því að pistillinn sem er vitnað í, í fréttinni sem ég tengdi færslunni hér að ofan, hefur ekkert það fram að færa sem er ástæða til að vekja athygli á, á forsíðu mbl.is. Mér finnst það enn jafnundarlegt að hans blogg rati frekar á forsíðu mbl.is en það sem eðalbloggararnir, sem ég tiltek í færslunni hér að ofan, hafa að segja.

Tilefni færslunnar er fyrst og fremst að vekja athygli á þessu. Eða þeirri einkennilegu stefnu mbl.is að þjóna frekar skoðunum eigenda sinna en því hlutverki að upplýsa lesendur sína um það sem máli skiptir í umræðunni um það sem er að gerast í samfélaginu.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.4.2009 kl. 23:25

10 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

En hvað ég er innilega sammála þessum hugrenningum þínum Rakel.

Það er eins og sumir pennar hafi æviáskrift, þó blekið sé þornað.  Þetta er eins og þátturinn " nú verða sagðar veðurfregnir frá Veðurstofu Íslands, veðurfregnir les......" og svo kemur lesturinn þunglyndislegur og armæðufullur og alltaf eins, síðan ég var fimm ára.

Eftir stutta heimsókn með glögga gestsaugað er niðurstaða mín þessi.

Á Íslandi í dag búa fjórar þjóðir;

1.  "Þeir hljóta að redda þessu" þjóðin.

2.  " Enn í afneitun,  þoli ekki þessa neikvæðni"  þjóðin.

3.  " Þeir sem hlusta á veðurfregnir og lesa þornað blek gamla tímans" þjóðin.  

4.  " Öskrandi bloggara" þjóðin.  

Verðum að vona að raddbönd bloggara haldist strekkt og stinn, þó vart sé töluverðrar kosningahæsi víðar.

Hlýjar kveðjur til Akureyrar.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 14.4.2009 kl. 05:32

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er frábær greining frá þér! Hún er eitthvað svo hárrétt. Mér hefði reyndar aldrei dottið hún í hug sjálf en stundum þurfum við kærleiksríka gesti til að benda okkur á það sem við ættum að sjá sjálf

Ég vona að þú birtir þessa greiningu á blogginu þínu svo ég geti svo vakið athygli á henni á mínu

Sá ég ekki einhvers staðar að kirsuberjarunnarnir væru farnir að blómstra í kringum þig? Það er þess vegna ylur í kringum þig en hér er nýfallinn snjór. Búið að vera ótrúlegt vertrarríki á Akureyri þannig að hlýjar kveðjur frá Klettafjöllunum eru kærkomnar Sendi kveðjur á móti velgdar með hlýju hjartans!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.4.2009 kl. 05:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband