Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Stöndum vörð um lýðræðið

ÞyrnirósarsvefnÞyrnirós svaf í 100 ár. Íslenska þjóðin í tæp 20 en nú er hún byrjuð að vakna. Það var þó enginn prins sem vakti hana heldur napur sannleikur um siðspillingu, græðgi og svik sem opinberaðist í bankahruninu síðastliðið haust. Samt voru einstaka prinsar og prinsessur sem héldu vöku sinni þennan tíma og voru óþreytandi við það að reyna að vekja þjóð sína upp af meðvitundarleysinu og hvetja hana til að verja réttborin lýðræðisréttindi sín.
Meðfærilegt meðvitundarleysiÞað voru sterk, jötunvaxinn öfl sem gættu þess að halda þeim í öruggri fjarlægt svo þau trufluðu ekki værukært meðvitundarleysi almennings sem er svo meðfærilegt og þægilegt að eiga við. Þau vildu segja okkur sögur sem í raun hljómuðu svo ótrúlega að við hefðum kannski ekki einu sinni trúað þeim hefði boðskapur riddarasveitar hins nöturlega sannleika náð eyrum okkar. Þeim er enn þá haldið úti en raddir þeirra hafa samt náð til okkar margra og við hlustum því við trúum því sem þau segja vegna þess að við sáum það sem opinberaðist svo vel í bankahruninu og staðfesti það sem þessi hugprúða riddarasveit hafði svo lengi varað við

Það sáu það hins vegar ekki allir vegna þess að því brá aðeins fyrir um stund. Hulan sviptist aðeins frá en það nægði mörgum. Þeir hinir sömu risu upp og fylgdu þeim sem höfðu vakað í öll þessi ár. Við fylgdum þeim út á götur og mótmæltum. Við fylgdum þeim inn í sali á borgarafundi og við settumst niður og stofnuðum samtök til að endurlífga réttlætið sem hefur verið fótumtroðið á undanförnum árum. Við höfum mætt ótrúlegri mótstöðu. Mótsataðan hefur birst okkur í ýmsum búningi. Öllum er þó ætlað að þagga niður í okkur svo við förum nú að sinna Hörður Torfasoneinhverju öðru en verja lýðræðið í landinu.

Það eru sem betur fer ekki allir móttækilegir fyrir slíku eins og kemur fram í því að í dag eru 19. mótmæla- fundurinn haldinn í Reykjavík. Hinir hugprúðu riddarar, sem leiða mótmælafundina, með Hörð Torfason í fararbroddi, eru óþrjótandi í því að halda vöku fólksins. Vonandi láta þeir ekkert draga úr sér kjarkinn og kraftinn heldur halda fundi og mæta áfram þar til blikur breytinganna hafa lýst upp himininn og varpað geislum sínum yfir land okkar og skuldumvafða þjóð.

Einurð og þolgæði þeirra sem mótmæla laugardag eftir laugardag á Austurvelli eru mér ótrúlega mikils virði. Þau eiga nefnilega stærstan þátt í því að viðhalda von minni um breytta tíma þessa daganna. Þess vegna er hjarta mitt barmafullt af kærleika þeim til handa. Ég neita að vera útlagi í mínu eigin landi lengur! Ég vil að rödd mín og skoðana- systkinna minna fái að heyrast. Við erum alveg nógu mörg til að á okkur sé hlustað enda er krafa okkar byggð á þeirri grundvallarsanngirniskröfu að hér ríki alvöru lýðræði og lýðveldið Ísland fái að lifa!

Við viljum ekkert sýndarlýðræði þar sem auðug valdamannaklíka stýrir öllu okkar lífi á bak við tjöldin. Við sjáum ekkert lýðræði í því að fámenn valda- og auðmannaklíka komist upp með það að ræna þjóðina ævisparnaðinum og stefna landinu þannig út í sögulegt þjóðargjaldþrot! Við sjáum ekkert lýðræði í því að það skuli koma þannig niður að þjóðin er sett í skuldafangelsi til að borga niður þær svimandi upphæðir sem þetta græðgisbræðralag komst upp með að hafa úr landi í gegnum gervifyrirtæki og -samninga!

Við sættum okkur ekki við að auður og völd hefji þessa einstaklinga yfir þau lög sem við hin þurfum að lúta. Við neitum því að það eigi að heita löglegt að þeir rændu þjóðina afkomu sinni og skildu hana eftir í botnlausu skuldafeni. Við krefjumst þess að jafnræði ríki og þessir menn verði sóttir til saka! Við krefjumst þess að lýðræðið sé virt en ekki misnotað í þágu fárra útvaldra!
Hlekkir hugarfarsins
Þess vegna verðum við að viðhalda vöku okkar, standa vaktina og krefjast réttar okkur til handa. Látum engan þagga niður í okkur! Hundsum þögnina. Látum ofbeldið ekki buga okkur. Brjótum múranna og höldum ótrauð áfram. Viðhöldum trú okkar. Stöppum í hvert annað stálinu og stöndum saman! Minnum okkur á það að sigurinn verður okkar því að lokum mun réttlætið ná fram að ganga. Landið okkar og við sjálf eigum það skilið að lýðræðið verði virkjað! Til þess að það megi verða þurfum við að standa saman og berjast áfram.

Við þurfum að brjótast gegnum þöggunarmúrana. Við þurfum að berjast við þá sem eru enn fastir í hlekkjum úreltra hugmynda. Berjast gegn þeim hugmyndum að almenningur sé annars flokks þegnar sem eigi að halda kjafti og lúta í lægra haldi fyrir auði og valdi á öllum sviðum. Við verðum að vera sterk og þolgóð en umfram allt verðum við að viðhalda vöku okkar! Vera sterk og standa saman!

Við megum ekki sofna á verðinum sem við höfum verið vakin til. Núna vitum við að meðvitundarleysinu var handstýrt. Embættisveitingar undanfarandi ára lutu að því að tryggja að  „rétta fólkið“ sæti við stjórnvölinn í öllum helstu stofnunum og fyrirtækjum landsins. „Rétt þenkjandi einstklingum“var raðan inn í mikilvægustu embættin til að hefta tjáningarfrelsið og lama skoðanamyndunina í samfélaginu. 

Við vorum fangar án þess að vita það því múrarnir mættu aðeins þeim sem andæfðu. Núna ætti hins vegar öllum að vera þetta ljóst því nú heyrum við sögur af einstaklingum sem knúðu dyra á fjölmiðlum, til að vekja athygli á þeim röngu upplýsingum sem var haldið að okkur um efnahagsstöðu þjóðarinnar og svo miklu fleiru, en án árangurs. Núna heyrum við sögur um einstaklinga sem var hótað að halda kjafti með hótunum um missi af alls kyns tagi. Núna heyrum við sögur af þeim sem andæfðu og lentu í einelti og öðrum athöfnum sem drógu úr þeim kjarkinn.
Skuldaþræll auðvaldsins
Skoðanafangelsið stendur enn og miðað við þöggunina sem er enn í gangi þá á það að standa áfram en nú er líka annað enn stærra risið við hlið þess. Það er skuldafangelsið sem öll þjóðin hefur verið hneppt í. Það er enginn undanskildinn nema örfáir valda- og auðmenn sem ullu því hvernig komið er. Það er líka þeirra hagur að við sitjum þar og höldum kjafti.
Kona með styrk
Er einhver tilbúin til að láta þá komast upp með þetta? Finnst einhvejum það í lagi að hann og afkomendur hans næstu kynslóðirnar búi í fátækt vegna þess að allar tekjurnar fara í að borga græðgisóhóf siðlausra græðgisfanta? Getur það verið að einhver haldi því fram að það sem að ofan er talið megi viðgangast í lýðræðissamfélagi? Ég segi NEI og aftur NEI! Við höfum látið óréttlætið vaða uppi alltof, alltof lengi en nú er tími til að snúa blaðinu við! Þess vegna segi ég áfram mótmæl- endur! Þið eruð hetjurnar mínar sem ég set traust mitt á. Ég óska þess að ykkur sé styrkur í því.

Langar að lokum til að benda á viðtal sem ég las nýlega við Steingrím J. Sigfússon á netmiðlinum Nei. Spurningin hér að neðan vakti sérstaka athygli mína:

Persónunjósnir í „réttarríki“

Ég veit um fjölda mörg dæmi þess að ríkisvaldið hefur haft afskipti af rétti fólks til lýðræðislegrar þátttöku. Ég nefni sem dæmi að símar mótmælenda hafa verið hleraðir, upptökur eru til af ómerktum lögreglubílum sem elta mótmælendur og einstaklingar hafa verið handteknir án lagalegra heimilda. Lögreglan hefur stundað persónunjósnir og safnað upplýsingum um almenna borgara og væntanlega hefur Dómsmálaráðuneytið staðið fyrir þessu í samvinnu við embætti Ríkislögreglustjóra. Mun verða gerð rannsókn á því með hverjum hefur verið fylgst á Íslandi á undanförnum árum og hvers vegna?

Svar Steingríms J. Sigfússonar, svo og greinina í heild, er að finna hér.


mbl.is 19. mótmælafundurinn á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarafundur á Akureyri: Landráð af gáleysi

Það er að verða vika síðan borgarfundurinn undir yfirskriftinni: Landráð af „gáleysi“ var haldinn í Ketilhúsinu hér á Akureyri. Fundurinn hafði svolítið óvenjulegan aðdraganda þar sem hann var haldinn í samstarfi borgarafundar- nefndanna hér og í Reykjavík. Það var í reynd bæði lærdómsríkt og ánægjulegt samstarf. Ánægjulegasti þátturinn í því samstarfi var þó sá að nokkur sem standa að fundunum fyrir sunnan komu keyrandi að sunnan til að vera viðstödd Edward H. Huijbensþennan fund.

Þegar upp var staðið held ég að við sem stóðum að undirbúningi hans og allir hinir séu sammála um að þetta var mjög góður fundur. Mætingin hefur sennilega heldur aldrei verið betri. Frummælend- urnir góðir og margar fyrirspurnirnar utan úr sal alveg magnaðar.

Fundarstjóri á þessum fundi var Edward H. Huijbens en frummælendurnir voru fjórir. Auk þeirra voru fjórir til viðbótar sem sátu í pallborði. Það voru tveir frá nýstofnuðum landráðahópi og einn frá Hagsmunasamtökum heimilanna auk Atla Gíslasonar, lögfræðings. Landráðahópurinn og Hagsmunasamtök heimilanna eru að vinna stórgott starf sem ég hef fylgst nokkuð með. Miðað við það sem ég hef heyrt eftir þennan fund verð ég því miður að taka það fram að fulltrúum þessara samtaka tóks ekki að kynna það nógu vel hver þeirra þáttur í samhengi við málefni fundarins er. 

Ég setti krækju inn á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna en auk þess bendi ég á bloggið hans Marinós G. Njálssonar sem er einn varamanna í stjórn þeirra samtaka og hefur bloggað mikið um þá ógn sem heimilunum stafar af skuldunum sem „landráðamennirnir“ komu þjóðinni í. Arninbjörn Kúld, sem var annar fulltrúa Landráðahópsins á fundinum, hefur líka bloggað nokkuð um það sem hópurinn hans hefur verið að skoða að undanförnu.

Frummælendurnir á þessum borgarafundi voru flestir stórkostlegir. Sigurjón Þórðarson, líffræðingur, reið á vaðið en hann fjallaði um upphaf landráðanna. Hann hóf ræðu sína á eftirfarandi orðum: „Íslenskir stjórnmálamenn hafa á liðnum árum ekki gætt hagsmuna almennings heldur hafa gert regluverk þannig úr garði að það hefur skaðað framtíðar- og fjárhagslega hagsmuni íslensku þjóðarinnar.“ 

Ræða Sigurjóns fylgir þessari færslu en auk þess bendi ég á að hann hefur birt hana á blogginu sínu. Sigurjón rakti sögu kvótakerfisins í stuttu og skýru máli þar sem hann gagnrýndi fiskifræðina m.a. harðlega. Í því sambandi tók hann eftirminnilegt dæmi af kartöflubóndanum sem ég held að allir hafi tekið undir með honum að gegni ekki upp. Dæmið gengur út á það að bóndinn geti selt kartöfluuppskeruna þegar að vori og sá sem kaupir geti fengið veð í hugsanlegri uppskeru sem hann hefur keypt en ekki fengið afhenta. Slíkt tíðkast þó í sjávarútveginum með tilstuðlan fiskifræðinnar sem Sigurjón kallaði gervivísindi.

Það sem mér þykir einkennilegast og í raun uggvænlegt við ástand mála nú í febrúar 2009 í aðdraganda kosninga er að ekki skuli vera dýpri og gagnrýnni umræða um það kerfi sem markaði upphafið að hruninu, þ.e. kerfi sem bjó til innihaldslaus veð sem voru lagalega í eigu þjóðarinnar en fénýtt af þeim sem fengu þau afhent án endurgjalds - tímabundið fyrst um sinn.

Sigurjón minnti á að sá sem hefði sennilega grætt mest á kvótakerfinu væri Bjórgólfur Guðmundsson sem keypti Brim en með því fylgdi mikill hluti kvótans sem hann seldi síðan í litlum skömmtum og hagnaðist sjálfur um marga milljarða á viðskiptunum. Í lok ræðu sinnar sagði Sigurjón:

Nú þegar eignarhaldið á skuldasúpunni er komið inn í ríkisbankana þá er það lágmarkskrafa almennings að það verði tryggt að fiskveiðiauðlindin verði um ókomna tíð í eign þeirra sem byggja þetta land.  Ég vil vara við þeim stjórnmálaflokkum sem ætla að setja eitthvert gúmíákvæði í stjórnarskrána og ætla síðan að halda áfram með óbreytt kerfi þar sem eigur almennings eru leigðar og seldar og veðsettar upp á nýtt.

Það yrði þá ekki landráð af gáleysi heldur landráð af ásetningi.

Margrét Heinreksdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi lektor við Háskólann hér á Akureyri, tók næst til máls. Hún fór yfir landráðakafla íslensku laganna. (Sjá 10 kaflann í Almennu hegningarlögunum) Innihald þeirra olli greinilega mörgum vonbrigðum en þó ekki síður vissri furðu. Þegar upp er staðið þá er nefnilega greinilegt að þeir sem settu þennan kafla saman hefur hreinlega brostið hugmyndaflug til að detta það í hug að einhver væri svo bíræfinn og ósvífinn að misnota eignarhald sitt á bönkunum til að ræna land sitt og þjóð. Þar virðist fyrst og fremst gert ráð fyrir að landráð séu framinn í stríði milli þjóða.

Vilhjálmur Bjarnason, einn frummælendanna gerði athyglisverða athugasemd varðandi það að svo er ekki að sjá að neinn þeirra sem með athöfnum sínum eða athafnaleysi keyrði þjóðina út í það skuldafen sem hún er stödd í núna hafi gerst sekur um landráð. Í þessu samhengi benti hann á að útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum hefði ekki brotið í bága við þýsk lög! Það blandast varla nokkrum hugur um það í dag að þar var framinn stórkostlegur glæpur eða þjóðarmorð!

þetta vekur upp þá spurningu hvort aðgerðirnar og aðgerðarleysið sem kom íslensku þjóðinni í þá stöðu sem hún er í dag falli ekki undir landráð þrátt fyrir að íslensk lög geri ekki ráð fyrir að þau séu framin með viðlíka hætti og raun ber vitni.

Margrét Heinreksdóttir gerði reyndar ráð fyrir því að rannsókn á aðdraganda og afleiðingum bankahrunsins myndu leiða í ljós að einhver íslensk lög hefðu verið brotin þó það væri hæpið að fella lögbrotin undir landráðakafla þeirra. Í því sambandi benti hún sérstklega á lögin sem lúta að Andrés Magnússonábyrgð ráðherra.

Andrés Magnússon, geðlæknir, tók næstur til máls. Hann átti marga stórkostlega punkta. Hann sagði t.d. að þegar ríkinu væri stefnt í gjaldþrot eins og það sem við stöndum nú frammi fyrir þá yki það íhlutun erlendra ríkja. Það væru vissulega landráð. 

Hann líkti íslenskri stjórnsýslu og fjármála- eftirliti síðastliðinna ára við atferli sértrúar- safnaða þar sem allt hefði miðað við að því að einangra og stjórna upplýsingunum eins og væri viðtekið í slíkum söfnuðum. Orðum sínum til staðfestingar fór hann inn á heimasíðu Seðlabankans og kynnti fyrir fundargestum skýrslu og myndir sem þar er að finna en enginn kannaðist við að hafa séð fyrr en þarna.

Hann notaði m.a. myndina hér að neðan til að sýna fram á þróunina sem hefur orðið í íslensku efnahagslífi frá einkavæðingu bankanna.
Hagtölur þjóðarbúsins Hér sést greinilega að það er eitthvað sem á sér stað árið 2003 og síðan þá vaxa erlendar skuldir þjóðarbúsins umtalsvert. Það er líka athyglisvert að skoða mismuninn á skölunum sem mæla eignir og skuldir. Mismunurinn virðist vera til þess hugsaður að draga úr þeim geigvænlega mun sem er á milli erlendra eigna og - skulda þjóðarbúsins.

Auk myndarinnar hér að ofan studdist Andrés Magnússon við myndir sem er að finna í skýrslu Daníels Svavarssonar og Péturs Arnar Sigurðssonar: „Erlend staða þjóðarbúsins og þáttatekjur“. Þessi skýrsla birtist í 2. hefti Peningamála árið 2007. Myndirnar og skýrslan sjálf sýnir svo ekki verður um villst að stefna stjórnvalda í peningamálum var stórkostleg ógn við hag þjóðarinnar. Hrunið síðastliðið haust var fyrir löngu fyrirsjáanlegt eins og kemur svo skýrt og greinilega fram á myndinni hér að ofan og mynd 1 í fyrrgeindri skýrslu.

Annað sem Andrés vakti sérstaka athygli á er hvar Ísland stendur hvað erlenda skuldstöðu varðar í samanburði við önnur lönd. Af þeim 139 löndum sem Ísland er borið saman við í ofangreindri skýrslu er ljóst að Ísland er búið að vera langskuldugasta Vilhjálmur Bjarnasonríkið frá árinu 2004!

Vilhjálmur Barnason, viðskiptafræðingur, var síðasti frummælandinn. Hann hóf ræðu sína á að benda á að það væri tímanna tákn að besti hagfræðingur okkar í dag er geðlæknir! Hann lýsti undrun sinni á því að lærðir hagfræðingar- og viðskiptafræðingar hefðu ekki sett spurningarmerki við það sem hefði verið að eiga sér stað í íslensku viðskipta- og efnahagslífi á undanförnum árum.

Hann minnti líka á sorgar- ferlið sem er óhjákvæmilegt að fólk gangi í gegnum við áföll. Hann sagði að þjóðin væri lömuð af sorg vegna þess hvernig nú væri komið. Í því sambandi undirstrikaði hann nauðsyn þess að þeir sem fóru þannig með þjóðina, að nú situr hún eftir í sárum, yrðu að svara til saka!

Að mati Atla Gíslasonar, sem var einn þeirra sem sat í pallborði, ættu landráðalögin að ná yfir Icesave-málið og hryðjuverkalögin sem voru sett á þjóðina. Hans lögfræðilega mat var að það væri ýmislegt í lögunum sem nær yfir þau brot sem íslenska þjóðin líður nú fyrir.

Lilja Skaftadóttir, sem var annar fulltrúi landráðahópsins, benti á að grunur ætti að nægja til að kæra menn fyrir efnahagsbrotin sem hafa leitt þá stöðu yfir þjóðina sem raun ber vitni. Þegar þau í pallborðinu höfðu lokið máli sínu þá var opnað fyrir spurningar úr sal. Það féll í minn hlut að ganga með hljóðnemann á milli fyrirspyrjenda og svarenda.
Borgarafundur á Akureyri 8.02.09Það voru margir sem vildu spyrja en þó aðallega lögfræðingana, Atla Gíslason og Margréti Heinreksdóttur og svo Andrés Magnússon. Við buðum öllum fulltrúum bæjarstjórnarinnar á Akureyri og þingmönnum kjördæmisins að sitja þennan fund. Buðum reyndar nýskipuðum dómsmálaráðherra að sitja í pallborði en fyrrvari hennar var svo stuttur að hún hafði ekki tök á að verða við boðinu. Ég held ég megi fullyrða að enginn á vegum bæjarins sat þennan fund en hins vegar mætti Valgerður Sverrissdóttir ein þingmannanna.

Það komu margar mjög góðar fyrirspurnir ekki síður en athugasemdir utan úr sal en þar sem ég var með hljóðnemann og svo langt er liðið frá fundinum eru þær flestar gleymdar. Þó er ein þeirra sem gleymist sennilega aldrei! Andrés Magnússon bað um leyfi til að varpa fram spurningu til Valgerðar Sverrisdóttur og varð hún við því. Andrés spurði hana hvort hún kannaðist ekki við tölur um skuldastöðu Íslands frá 2004 sem kæmu m.a. fram í skýrslunni sem hann sýndi á fundinum.

Það verður að segjast eins og er að Valgerði tókst mjög illa til í svari sínu og sagði í rauninni að hún gæti ekki svarað fyrir það vegna þess að hún myndi það ekki. Svo er engu líkara en hún og aðrir fyrrverandi stjórnarliðar í Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki hafi farið í gegnum eins konar heilaþvottaferli sem miðar að því að firra þá sök. Það er eins og þeir hafi verið keyrðir í gegnum eitthvert vitsuguferli í leiðinni þar sem þeir vísa allir til alheimskreppu og einhvers sem heitir sennilega stjórnmálamenn bera enga ábyrgð því þeir stjórna ekki neinu...

Þetta er kannski óþarfa innskot. Andstyggilegt og grimmt en ég má til vegna þess að það sem þeir segja í þessu samhengi er eitthvað svo absúrd miðað við raunveruleikann og miðað við það sem ég hafði bara haldið að lægi í augum uppi að heyrði undir stjórnmálamenn. Þ.e.a.s. að vinna vinnuna sína, afla upplýsinga, fylgjast með, stýra og taka ábyrgð.

Svar Valgerðar Sverrisdóttur féll alls ekki í góðan jarðveg og reyndar varð ég mjög hissa á að hún hefði samþykkt að svara spurningunni þegar það var mjög líklegt að hún snerist um hennar ábyrgð í því hvernig er komið fyrir þjóðinni í dag þar sem hún hafði ekkert annað fram að færa en raun bar vitni. Í raun stóð ég mig að því að finna svolítið til með henni. Um stund a.m.k.
Gunnlaugur Garðarsson
Síðasta fyrirspurnin eða réttara sagt athugsemdin framan úr sal kom frá manni sem er prestur hér á Akureyri. Ég gat ekki heyrt betur en honum hefði misboðið svar Valgerðar Sverrisdóttur við fyrirpsurn Andrésar Magnúsar svo mjög að hann hefði ekki getað á sér setið. Hann kallaði svar hennar handarþvott en ég reikna með að allir kristnir menn átti sig á vísuninni í þeirri líkingu. 

Hann benti á að þó athafnir og/eða athafnaleysi stjórnvalda undanfarin ár sem hefðu leitt þjóðina út í viðlíka hörmungar og hún sæti undir núna heyrði ekki undir lög um landráð þá væri það ljóst að hér hefðu átt sér stað drottinssvik!

Ég kannast við séra Gunnlaug og veit að þetta er mikill rólyndismaður. Hann getur þó einstaka sinnum kveðið fast að orðum ef honum er mjög misboðið eins og honum var greinilega þarna. Ég þori líka að fullyrða að hann hefði aldrei sagt þessi þungu orð nema hann meinti þau. Ég verð að segja það fyrir mig að ég gladdist yfir því að presturinn í minni sókn stæði með mér og sóknarbörnum sínum á þann hátt sem hann gerði. Mér létti líka einhvern veginn við að heyra að hann er tilbúinn að leggja slíkan þunga í stuðning sinn eins og hann gerði á þessum fundi.

Ég hef hitt nokkra eftir þennan fund og allir sem sátu hann eru sammála um það að séra Gunnlaugur Garðarsson kom þeim yndislega á óvart með sínu skörungslega innleggi. Ég held að ég megi þess vegna fullyrða að það eru fleiri sem finna huggun í því að eiga svo sterkan stuðningsmann!

Eins og áður segir var þetta virkilega vel heppnaður fundur. Hann var líka tekinn upp bæði af kvikmyndatökumanni á vegum borgarafundarnefndarinnar frá Reykjavík og RÚV. Við sem stóðum að fundunum fannst mat fréttadeildarinnar hjá RÚV mjög sérkennilegt þar sem mest var gert úr því að í landráðakafla íslensku laganna væri hæpið að finna neitt sem næði yfir glæpinn sem þjóðinni er ætlað að líða fyrir en þær sláandi staðreyndir sem Andrés benti á látnar liggja á milli hluta.

Ég reikna með að myndbandið sem var tekið upp fyrir borgarafundarnefndina verði sett inn á Netið en hef ekki frétt að af því hafi orðið enn. Í lok fundar drifu flestir nefndarmenn sig heim á leið enda áttu sumir um langan veg að sækja þangað. Við vorum samt nokkur sem tókum okkur saman og fögnuðu þessum merka áfanga í sögu borgarafundanna með því að fara út að borða á Greifanum sem er eitt vinsælasta veitingahúsið hér. Þar bar auðvitað ýmislegt á góma sem varðar ástandið í samfélaginu.
Borðað saman á Greifanum Á myndinni eru Helga, Gunnar Skúli, Björg, Berglind, Sigurjón og Edward. Mig langar til að nota tækifærið og þakka þeim sem komu alla leið að sunnan til að vera viðstödd fundinn fyrir að heiðra okkur með áhuganum sem kemur ekki síst fram í því að þau lögðu á sig allt þetta ferðalag.

Es: Myndina af heimasíðu Seðalbankans er að finna hér og skýrslan er ekki bara í vihengi heldur líka hérna.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Við höldum áfram með borgarafundina

Heimilin á hrakhólum

Eins og einhverjir vita þá var borgarafundur hérna fyrir norðan um síðustu helgi. Ég ætlaði endilega að segja eitthvað frá honum hér en það hefur dregist. Það er þó ekki öll von úti enn um að ég láti verða af því!


Brýnt að gefast ekki upp núna!

Mig langar til að birta hérna athugasemd af blogginu hennar Heiðu B. Heiðarsdóttur. Athugasemdin er frá manni sem kallar sig Begga. Hann setti athugasemdina inn rúmlega 13:00 í dag og segist þá vera nýkominn frá heldur fámennum mótmælum við Seðlabankann.

Ástæðan fyrir því að ég set þetta hérna inn er auðvitað fyrst og fremst sú að ég finn mig knúna til að ítreka áskorunina sem felst í þessu bréfi:

Var að koma frá Seðlabankanum. Alveg sorglegt hvað það eru fáir þarna núna. Þetta gengur ekki svona. Fólk verður að nenna að mótmæla þessu rugli. Út þið sem getið. Út og sýnið dug. 

 Og hvernig stendur á því að það er bara Bubbi sem mætir af þeim hundruðum hljómsveita sem til eru í landinu? Er hann sá eini sem þorir að láta í sér heyra? Og hvar er Ísland? Hvar er úthverfafólkið? Hvar eru þeir sem hafa sveigjanlegan vinnutíma?  Og hvar er unga atvinnulausa fólkið? Hvar eru listaspírurnar, leikararnir, húsmæðurnar og húsbændurnir? Hvar eru þeir sem vinna hálfan daginn? Hvar eru þeir sem geta stolist úr vinnunni í svo sem klukkutíma? Hvar eru blokkflautuleikarar þessa lands, pákuslagarar og trompetleikarar? Hvar eru hinir kúguðu og blekktu? Hvar eruð þið?

 Þetta gengur ekki. Við þurfum fleiri til liðs við okkur. Fleiri sem þora að láta í sér heyra með pottum og pönnum, trommum og flautum.

 En þeir sem mæta - hvílíkar hetjur. Hvílíkar hetjur sem þarna standa vaktina í bítandi frosti. Hvílíkar hetjur sem þarna mæta og eru ekki feimin við að standa fá í hóp og berja saman pottlokum eða hamra í ljósastaura. Og gefast ekki upp.

En nú þurfum við fleiri, við megum ekki gefast upp.

Beggi (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 13:13

Ég tek undir með Begga! því við megum ekki gefast upp núna! Ég þarf sennilega ekki að minna á allar ástæðurnar fyrir því hvers vegna Davíð Oddson þarf nauðsynlega að víkja úr Seðlabankanum. Ef einhver þarfnast hins vegar rökstuðnings fyrir því eða upprifjunar vísa ég í þessa færslu Láru Hönnu Einarsdóttur frá því í gær.

Það má vera að þessi mynd af heimasíðu Seðlabankans veki líka einhvern til byltingarinnar. Þetta er myndin sem Andrés Magnússon hefur vísað til í ræðum sínum að undanförnu. Kannast einhver við að hafa séð þessa mynd áður en Andrés fékk loks tækifæri til að kynna hana fyrir okkur? Er einhver sem kannast við að Davíð Oddsson eða einhver hinna seðlabankastjóranna hafi kveðið sér hljóðs á undanförnum fjórum árum og varað við þeirri alvarlegu þróun sem hefur orðið á stöðu ríkisfjármálanna á þessu tímabili? Eða kannast einhver við að fjármálaráðherrar frá 2004 hafi látið að einhverju slíku liggja? En einhver af stjórnendum Fjármálaeftirlitsins?

Ekki minnist ég neinna slíkra viðvaranna sem má heita stórfurðulegt í ljósi þessarar myndar. Það er í hæsta máta grafalvarlegt mál að allir þessir aðilar hafi setið aðgerðarlausir yfir hagtölum sem þessum án þess að í þeim heyrðist múkk annað en mæra þá sem fóru þannig með fjárhag þjóðarbúsins!Hagtölur sl. áratugÞað blandast sennilega engum hugur um það sem skoðar þessa mynd yfir erlenda skulda- og eignastöðu þjóðarbúsins að vissulega gerðist eitthvað alvarlegt upp úr þar síðustu áramótum en staðan hafði líka farið stigversnandi frá árinu 2004! Það ætti engum að dyljast í hverju efnahagsundur Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem hann kynnir hér var fólgið! Hann fann upp enn öflugri peningaryksugur en þær sem voru notaðar fyrir 2007!

Ég bendi á að myndina hér að ofan er að finna á heimasíðu Seðlabankans. Bendi líka á skýrslu sem Andrés Magnússon hefur verið iðinn við að vekja athygli á. Ég hengdi þessa skýrslu við færsluna hér en hún ber heitið „Erlend staða þjóðarbúsins og þáttatekjur“. Skýrslan er unnin af tveimur hagfræðingum Seðlabankans og kom út árið 2007.

Mig langar til að vekja sérstaklega athygli ykkar á fjórum myndum í skýrslunni en það eru myndir 1, 6, 8 og myndirnar í viðaukanum sem er aftast. Allar sýna svart á hvítu mjög alvarlegar niðurstöður. Þær sýna það að það hefur stefnt mjög örugglega í hrun bankanna sl. fjögur ár! Þar kemur líka fram að Ísland var þegar árið 2004 með verstu efnahagsstöðuna miðað við þau lönd sem það er borið saman við! (139 lönd). 

Í huga mínum situr hyldjúpur harmur vegna þess sem hefur komið fyrir land mitt og þjóð. Ég lít svo á að við höfum verið svikinn! Fannst það strax í haust liggja í augum uppi að bankar sem sýndu glansandi hagnað við hvert ársfjórðungsuppgjör geta ekki orðið gjaldþrota á einni nóttu án þess að neinn hefði haft eitthvað mikið og margt með það að gera! Það hníga líka æ fleiri rök að því að þannig sé einmitt í pottinn búið!

En slíkt á ekki að gerast því yfir bönkunum eru mannmargar og rándýrar eftirlitsstofanir!!! Þar eru einstaklingar sem mér skilst að þurfi ekki að kvarta undan kjörum sínum í vinnu til að sinna því að miðla og afstýra því að slíkt og þvílíkt og það sem nú hefur átt sér stað verði að veruleika. Er það kannski ekki á hreinu hver á að sjá um þann hluta eftirlitsins með bönkunum!?! Eru það ekki örugglega stjórnendur Seðlabankans!?!  

Hver á að vaka yfir bönkunum en gerði það ekki!?! Hver gerði ekkert nema illt verra þegar staða og/eða hrun bankanna varð almenningi opinbert?!? Og ég veit ekki hvort það er jafnvel alvarlegasti embættisglæpurinn: Hver lét nægja að birta töflur og skýrslur um alvarleika málsins á heimasíðu Seðlabankans!?!

Ég leyfi mér nú bara að segja eins og mér finnst að ofantalið, þó sérstaklega það síðasta, finnst mér afar alvarleg vanræksla í starfi og það ásamt öllu hinu sem tínt hefur verið til sem rök síðustu daganna er fullkomin ástæða til að víkja honum úr starfi! Sýnist nú reyndar að það sé full ástæða til að krefja hann svara um það hvað honum gekk eiginlega til en hitt er brýnna!

Þess vegna tek ég undir með Begga hér að ofan og segi: Kæru mótmælendur! Sameinumst í að standa vörð um þjóðarhag og endurheimta virðingu okkar út á við sem þjóð. Söfnumst saman fyrir utan Seðlabankann á morgun og hinn daginn og alla virka daga þar til Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason fylgja í fótspor Ingimundar Friðrikssonar og sinna uppsögn yfirmanns síns; forsætisráðherra landsins. Styðjum Jóhönnu Sigurðardóttur, æðsta embættismann landsins! Virkjum lýðræðið og sýnum stuðning okkar við það í verki! 

Við verðum að leggjast öll á eitt við að víkja þeim þrándum úr götu sem standa í vegi fyrir réttlætinu og því að uppbyggingin geti hafist. Drögum hendur fram úr ermum, tökum hljómgafa úr eldhúsinu, verum mörg og höfum hátt. Við gefumst ekki upp fyrr en þverhausarnir í Seðlabankanum haga sér eins og fullorðnir og þroskaðir menn, taka mark á uppsagnarbréfunum sínum og víkja!

                                           * * *

Viðbót: Ég er kannski svona einsýn að geta ekki skilið að enn skuli fyrirfinnast einstaklingar sem vilja verja Davíð og jafnvel hvítþvo hann af allri ábyrgð. Ég held reyndar að þeir séu ekki margir sem ganga svo langt en þó er það greinilega einn a.m.k. Langar þess vegna til að vekja sérstaka athygli á bloggfærslu Láru Hönnu Einarsdóttur um Davíð Oddson. Færsla hennar er upprifjun á orðum hans sjálfs í kjölfar bankahrunsins síðastliðið haust.

Vek sérstaka athygli á enda færslunnar en þar er ótrúlega mögnuð samantekt um flokkinn hans Davíðs!


mbl.is Seðlabankastjórar telja að sér vegið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Algjört siðleysi!

Ísland er að sökkvaÞað segir einhvers staðar að „með lögum skal land byggja“. Hins vegar hefur komið í ljós að einhverjir hafa snúið þessu svo gjörsamlega á hvolf að þeir hafa misnotað lögin til að rífa landið niður. Þeir rústuðu bankakerfinu innan frá og efnahag þjóðarinnar um leið. Fjármálakerfið er hrunið, atvinnulífið rjúkandi rústir og heimilin sokkin í botnlaust hyldýpisskuldahaf.

Vissulega ófargar lýsingar en alltof sannar engu að síður. Það sem er enn rosalegra er að það voru aðeins fámenn græðgishyggjumannaklíka sem fór þannig með landið og þjóðina. Þeir létu greipar sópa í lífeyrissjóðunum sem ömmur okkar og afar byggja afkomu sína á, séreignarsparnaðinum sem mæður okkar og feður treystu fyrir framtíð sinni, sparifjárinnistæðunum sem við sjálf höfum nurlað saman til að mæta tilfallandi kostnaði og geymdu sumir drauma okkar um einhvern örlítinn munað. Sparifjárinnistæður barna okkar var heldur ekki hlíft enda er nú svo komið að mörg þeirra horfa upp á að draumar þeirra um framhaldsnám, hvað þá húsnæðiskaup eru að engu orðnir!
Auðn og tómVissulega fullkomlega siðlaus verknaður! en rök laganna segja engu að síður að hér hafi ekki verið framin nein lögbrot. Furðulegt hvernig lögin geta varið svo siðlausan gjörning! en það hefur víst einhver bent á að ofsóknir Þjóðverja undir forystu Hitlers gegn gyðingum hafi verið algerlega löglegar. Eða m.ö.o. ekkert í útrýmingarherferð þeirra gegn gyðingum braut í bága við þýsk lög!

Það er yfirgegnilega ótrúlegt siðleysi að nota lögin sem skálkaskjól fyrir jafn ómanneskulegum verknaði og útrýmingu heillar þjóðar. Þýsk lög vörðu áður útrýmingu gyðingaþjóðarinnar í gasklefunum eins og íslensk lög verja nú þá útrýmingu sem felst í því að höggva undan íslensku þjóðinni möguleika hennar á að sjá fyrir sér. Ósvífin í þessu er svo yfirgengileg að mann setur einfaldlega hljóðan.

Lög sem verja gjörninga af þessu tagi hafa svo sannarlega dæmt sig handónýt! Það sem blasir við skynseminni í þessu máli ætti að vera hafið yfir öll rök handónýta laga. Það að ræna heila þjóð lífsafkomunni er glæpur af verstu tegund. Gerendurnir hafa gert sig seka um alvarlegustu glæpi eins og landráð og drottinssvik! Þá ber að handtaka, yfirheyra og dæma í samræmi við brot þeirra.
Siðlaus þó hann hafi ekki brotið nein lög
Þess í stað fá þeir að leika lausum hala í skjóli laga um mannréttindi og alls konar ákvæði um þessa og hina leyndina! Hvað um mannréttindi fórnarlambanna; aldraðs fólks, foreldra, hinna vinnandi stétta í landinu, nemenda, sjúklinga, öryrkja, barna og allra hinna?!? Hvað um mannréttindi heillar þjóðar?!?

Það er eitthvað mikið, mikið að ef lögin eru hafin upp yfir mannlega skynsemi. Ef lögin brjóta gegn almennri siðferðis- og réttlætiskennd þá þurfa þau rækilegrar endurskoðunar við! Íslensk lög eru ekki hafin yfir alla gagnrýni fremur en lög Þjóðverja sem gerðu ekki ráð fyrir því að þar þyrfti að verja réttindi gyðinga sérstaklega.

Landráðakaflinn í íslensku lögunum gerir heldur ekki ráð fyrir því að nokkrum detti í hug að arðræna þjóðina í gegnum innlent bankakerfi. Hugmyndaflug þeirra sem sömdu þau á sínum tíma náði ekki lengra en til landráða sem framin eru í stríði á milli þjóða. Þeim datt einfaldlega ekki í hug að nokkur væri svo siðlaus að fremja landráð með því að sölsa undir sig auð samlanda sinna og ríkisins um leið!

Við þurfum ekki aðeins að taka lögin til alvarlegrar endurskoðunar heldur líka afstöðu okkar sjálfra. Lög eru þess eðlis að þau má sennilega alltaf túlka á mismunandi vegu en þau eiga og verða að gilda jafnt fyrir alla. Þau eiga ekki aðeins að byggja á hugmyndinni um réttlæti heldur ekki síður á hugmyndum um jafnrétti og eðlilegt siðferði. Þannig ætti enginn að komast upp með það að fela sig á bak við lög um mannréttindi á kostnað heillar þjóðar bara fyrir það að staða hans í samfélaginu veitir honum betri aðgang að framkvæmdaraðilum laganna.
Eigingjarnt auðhyggjualræði
Ég held ég megi fullyrða að langflestir, ef ekki allir, eru búnir eða byrjaðir að opna augu sín fyrir þeirri stöðu sem þjóðin er í, í dag. Þeir hinir sömu átta sig líka margir hverjir á því að sú slæma staða sem við stöndum frammi fyrir núna stafar af mannavöldum. Sú djúpa efnahagslægð sem við erum stödd í er verk einstakra fégráðugra Íslendinga sem notfærðu sér ýmsar glufur í íslensku lagaumhverfi til að maka sinn eigin peningakrók. Tungulipurð þeirra og tengsl við yfirmenn í íslensku fjármála- og stjórnsýslukerfi gerði þeim auðveldara fyrir þannig að þeir komust upp með það að ræna þjóðina og láta greipar sópa bæði í féhirslum einstaklinga og ríkisins.

Það hljóta allir að vera sammála um að slíkur þjófnaður er brot á lögum og þess vegna sakhæfur. Það vekur því stórkostlega undrun að enginn þeirra sem braut af sér hefur verið tekinn fastur. Það hefur heldur ekki einn einasti verið færður til yfirheyrslu enn þá! Þessi undur og stórmerki valda mörgum ótrúlegum andlegum þrengingum. Sumir neita að horfast í augu við það að við sem höldum uppi ásökunum um landráð og drottinssvik hafi nokkuð til okkars máls. Aðrir nota rök laganna til að slá á alvarleikann í glæpnum sem hefur verið framinn en einhverjir nota þau sömu rök til að styðja fullyrðingar í þá veru að þetta sé tómt mál að tala um því ekkert sé hægt að gera!

Það sem er e.t.v. allra alvarlegast í þessu samhengi er hegðun fyrrverandi stjórnvalda sem með stanslausu klisju- og áróðursstríði reyna að verja sitt fólk. Þeir sem standa að baki áróðursstríðinu eru gerendurnir sjálfir og þeir sem leyfðu þeim að komast upp með að ræna okkur svo gjörsamlega sem raun ber vitni. Þetta eru þeir sem vissu í hvað stefndi en gerðu ekkert í því. Þetta eru þeir sem vilja ná völdunum aftur hvað sem það kostar. Þetta eru þeir sem breyttu Alþingi í vinnslustöð  þar sem bæði lögum og ólögum hefur aðeins verið renn í gegn formsins vegna. Þetta eru þeir sem eru grenjandi, öskrandi og rífandi sig ofan í rassgat yfir því að eftir fjögurra mánaða tíðindaleysi á Alþingi er þar allt í einu eitthvað að gerast!

Ég veit ekki hvort þeir eru sekir um annað en það að haga sér eins og óuppaldir frekjuhundar sem hafa aldrei þurft að láta neitt eftir sér. Framkoma þeirra bendir hins vegar til þess að þeir séu hræddir. Í öryggi valds síns hafa þeir leyft sér að veltast um í makindum sínum þrátt fyrir þær aðstæður sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir undanfarin misseri. Núna eru þeir allt í einu fullir af lífi en það lífsmark er átakanlega blandað af heiftúð. Þeir urra og hvæsa hræðsluáróðri fullum af ásökunum. Flest sem þeir segja er innihaldslaust blaður íklætt valdi og hroka þannig að orð þeirra hljóma sem stormviðri sem getur feykt við húsum og breytt staðreyndum. Enda er það tilgangurinn.

Með þunga þess sem valdið hefur ætla þeir sér að breyta staðreyndunum um það sem enn hefur ekki verið sagt. Þeir ætla að leika sér áfram með skoðanir almennings. Þeir ætla að hræra í hugum kjósenda sem þeir treysta að séu nógu vitlausir til að sjá ekki í gegnum hildarleikinn en hlustar aðeins á þann sem kveður skýrast að og getur yfirgnæft aðra með raddsyrknum einum saman.
Gjammandi hundur
Vissulega vitum við ekki allt en við erum ekki vitlaus. Við vitum það t.d. að gjammandi hundar eru annaðhvort hræddir eða hættulegir nema hvort tveggja sé. Við vitum líka að sú markvissa þöggun sem hefur verið beitt með ýmsum bolabrögðum á undanförnum tveimur áratugum hefur ekki alltaf verið við lýði á Íslandi. Við vitum það líka öll að þöggun samræmist ekki hugmyndinni um lýðræði.

Við vitum auðvitað alveg hverjir sátu við stjórn þetta tímabil sem þöggunin var laumað inn á öllum sviðum samfélagsins. Við áttum okkur líka á því að við vitum svo lítið um það sem var að gerast á þessu tímabili og um það sem er að gerast núna vegna þess að þessi þöggun virkaði. Við létum hana m.a.s. yfir okkur ganga! Við umbárum ástandið alltof lengi! Við vitum það.

En nú eru þessir tímar liðnir! Við erum risin upp! Við höfum m.a.s. fengið rödd og við ætlum ekki að láta hana kafna í merkingarlausri klisju- og áróðurshríð organdi frekjuvarga. Við ætlum að tala! Við ætlum að breyta! Við ætlum að byggja upp nýtt samfélag! Við ætlum að endurreisa lýðræðið! Og mikið vona ég að fólk sem á jafnlítið erindi við samfélagðið og lýðræðið eins og: öskur, formælingar, falskar ásakanir, lygi og annað þvaður verði útilokað frá þingmennsku þá!


mbl.is Þýðir ekki að klína sök á Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fórnarlömb kynhormónasveiflna!?

Ég verð að viðurkenna að mér var töluvert skemmt þegar ég las stuttu fréttina sem ég tengi þessari færslu. Hún byggir á þessari grein Rogers Boyes sem birtist í netútgáfu Times í gær.

Konur við stjórnvölinnMér finnst myndin sem fylgir fréttinni ekki síður skemmtileg í ljósi innihaldsins sem er í meginatriðum það að konur séu nú að taka við völdum af körlunum hér á landi. Ég reikna með að allir taki eftir því að Steingrímur J. Sigfússon er meðal kvennanna á þessari mynd. Það er þess vegna spurning hvort þeir sem völdu myndina yfirsást það að hann er á myndinni eða hvort þeir vilji telja hann með konunumHappy

Í grein Rogers Boyes líkir hann góðærinu svokallaða við hamfarir eins og eldgos og aðrar náttúruhamfarir sem hafa riðið yfir íslensku þjóðina á undangengnum öldum. „Góðærið“ rekur hann hins vegar til þeirra hamfara sem karlmenn með yfirdrifna testósterónframleiðslu geta valdið. Hann hefur það eftir einum viðmælenda sínum úr hópi íslenskra kvenna að efnahagskreppan sé bein afleiðing slíkra manna sem misstu dómgreindina og tóku of mikla áhættu.

Fréttin á mbl.is vakti upp minningar um grein sem ég las fyrir margt löngu og hafði mikið gaman af. Ég gróf þessa grein upp og langar til að endursegja hana hér að einhverju leyti. Vona að einhver hafi gaman að. En áður en ég sný mér að endur- Heiða B. Heiðardóttirsögninni langar mig til að vekja athygli á myndinni sem Roger Boyes lætur fylgja sinni grein. Það er ekki ónýtt að það skuli vera Heiða B. Heiðarsdóttir sem er orðin andlit bús- áhaldabyltinarinnar úti í heimi!

Greinin sem ég minntist á hér á undan heitir: „Hormónar karla sveiflast daglega“. Vinkona mín færði mér hana í ljósriti fyrir u.þ.b. tuttugu árum vegna þess að hún vissi að ég mundi hafa gaman að henni. Ég get hins vegar ekki sagt ykkur hvar hún birtist eða hvenær. Gæti þó verið að tímaritið heiti Vogin?

Ég þykist sjá það á blogginu hennar Sigríður Sigurðardóttir að það eru fleiri sem kannast við innihald þessar greinar en ég. Sigríður bloggar nefnilega um sömu fréttina og ég hér þar sem hún vísar í ræðu Robins Williams sem byggir greinilega á sömu speki og kemur fram í greininni sem mér var svo skemmt yfir fyrir tuttugu árum. 

Speki þessi er rakin til bandarískra vísindamanna sem hafa rannsakað muninn á hegðun kynjanna. Samkvæmt þeirra kenningum er miklu líklegra að skýringanna á þeim mun sé að finna í  mismunandi líffræðibyggingu heilans en að hún liggi í uppeldinu.
Heilinn
Þeir segja nefnilega að hvelatengslin milli vinstra og hægra heilahvels séu stærri í konum en körlum. Taugafrumurnar í fremri hluta heiladyngjubotns virðast hins vegar stærri í gagn- kynhneigðum körlum en í konum og samkynhneigðum körlum.

Þess má geta að samkvæmt greininni hefur heiladyngjubotninn áhrif á kynferðislega hegðun. Miðstöðin fyrir tungumálahæfileika er líka breytilegur. Hjá konum er hún oftast undir ennisblaði heilans en yfirleitt undir hvirfilbeini hans hjá körlum.

Þessar niðurstöður voru birtar á sínum tíma í bandaríska fréttatímaritinu Time. Það kemur kannski fæstum á óvart að þessar kenningar ollu töluverðum deilum hvarvetna í Bandaríkjunum. Það er reyndar ekki nákvæmlega þessi vinkill sem vakti mesta kátínu mína heldur þær vangaveltur sem settar eru fram í  í samhengi við þær í íslensku greininni.

Ég ætla ekki að rekja þær allar heldur láta nægja að segja frá þeirri sem tengist kenningunni sem  Roger Boyes segir í grein sinni að sé orsakavaldur þess hvernig komið er í íslensku samfélagi. Fyrst þarft ég reyndar að halda mig aðeins lengur við þá hlið sem snýr að vísindalegum niðurstöðum hárnákvæmra rannsókna en nú í sambandi við hormónasveiflur hjá báðum kynjum.
Sólarhringurinn
Sú goðsögn heyrist oft að konum sé ekki treystandi vegna mánaðarlegra hormónasveiflna en nú hefur fengist staðfest að karlar eigi líka við hormónasveiflur að stríða. Þeirra hormónasveiflur eru þó ekki bara mánaðarlegar heldur daglegar! Magn karlhormónsins, testósteróns, er hæst í körlum klukkan fjögur á nóttunni og lægst klukkan átta á kvöldin. 

Það verður þó að segjast að daglegar hormónabreytingar karla eru engan veginn sambærilegar við þær mánaðarlegu hjá konum. En ef óeðlilega mikið er af testósteróni í líkama karlmanns getur það orsakað „tarfshátt óbilgirni, frekju og óþolinmæði“ eins og haft er eftir einum ónafngreindum sérfræðingi í títtnefndri grein.

Í framhaldi af þessum hávísindalegu upplýsingum frá virtustu rannsóknarstofnunum heims í kynjafræðum er svo saga. (Rannsóknarstofnanirnar eru reyndar svo virtar að það má ekki nefna þær á nafn í greininni sem ég byggi þetta á). Sagan sem ég ætla að taka eftir greininni er sett upp sem ímynduð frétt og hljómar svona:

Hingað til hafa ríkisstjórnarfundir verðið haldnir á morgnanna en í ljósi nýjustu rannsókna á áhrifum karlhormóna hefur verið ákveðið að halda þá framvegis klukkan átta á kvöldin. Með þessari breytingu er þess vænst að samstarf einstakra ráðherra muni batna og friðvænlegar horfi í samskiptum ríkisstjórnar og landsmanna. Árangur þessa er þegar farinn að koma í ljós.

Dæmið sem er tekið um það hvaða alvarlegu afleiðingar morgunfundirnir gátu Ómannúðlegur stundaræsingurhaft í för með sér minnir mig óneitanlega á nýlegt atvik úr stjórnartíð þeirrar ríkisstjórnar sem nú er fallin. Það getur ekki farið fram hjá neinum við hvað er átt. Þess vegna er kannski rétt að ítreka það að greinin sem þetta er tekið úr er u.þ.b. tuttugu ára gömul: „Einn ráðherra hafði á orði að ákvörðunin um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu hafi verið fólskuráð og ómannúðlegur stundaræsingur ættaður úr eistum misviturra stjórnmálamanna.“

Er furða þó manni sé skemmt! eða er þetta bara dæmi um afspyrnu- lélegan kvenrembuhúmorLoL


mbl.is Öld testósterónsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumt gleymist aldrei...

Það er ljóst að sumt gleymist aldrei! Þannig tíma lifum við núna. Tíma sem verða lengi í minnum hafðir. Tíma sem við reynum að rýna og ráða í en fáum ekki fullkomlega greint hvernig verða túlkaðir þegar fram í sækir. Það eina sem við vitum fyrir víst núna er að þetta eru merkilegir tímar en fyrir hvað þeirra verður nákvæmlega minnst í framtíðinni getum við ekki endanlega fullyrt.

Ég eins og aðrir reyni að ráða í þessa tíma en ég get aðeins túlkað þá fyrir mig. Ég hef ábyggilega sagt það áður að ég hef svo sannarlega fundið fyrir tilfinningasveiflum varðandi möguleikana sem ég sé í því sem er að gerast í samfélaginu. Að öllu jöfnu er ég sennilega fast að því að vera fáránlega, barnalega bjartsýn en rétt eins og aðrir fyllist ég stundum vonleysi.

Slíkar tilfinningar helltust yfir mig þegar fréttirnar af hruni Glitnist bárust okkur Landráð af „gáleysi“síðasta haust. Slíkt vonleysi hellist yfir mig aftur og aftur á meðan ég reyndi að gera það upp við mig hvort fulltrúar fyrrverandi ríkis- stjórnar neituðu að horfast í augu við ábyrgð sína vegna skorts á dómgreind eða vegna vanhæfni í ætt við siðspillingu. Ég skal líka viðurkenna það að ég barðist mörgum sinnum við tilfinningar sem einkenndust meira af vonleysi en nokkru öðru þegar ég fylgdist með uppgangi Davíðs Oddssonar í borgarpólitíkinni á níunda áratug síðustu aldar.

Nú situr þessi fyrrverandi borgar- stjóri í einum seðlabankastjóra- stólanna og það er útlit fyrir að hann ætli sér að neita að fara. Á meðan situr öll íslenska þjóðin með öndina í hálsinum og bíður átekta eftir því hver framvindan verður. Ég hef ákveðið að treysta núverandi forsætisráðherra til að leysa það mál á farsælan hátt.

En það er ljóst að þessir tímar munu ekki gleymast. Það hvernig leysist úr krísunni sem tengist seðlabankastjórninni akkúrat núna verður bara einn liður í miklu stærri sögu. Við höfum upplifað svo margt eftir hrun bankanna og eigum að öllum líkindum eftir að horfa upp á svo margt til viðbótar í tengslum við það að það er ómögulegt að segja fyrir um það á þessari stundu hvað mun standa upp úr í allri þeirri sögu.

Ástæða þess að ég er að velta þessu fyrir mér núna er sú að í raun eigum við eftir að komast til botns í því sem liggur að baki því sem við höfum hingað til aðeins séð utan frá. Við eigum eftir að komast að skýringum þess að bankarnir kollsteyptust og þjóðarbúið með. Við höfum öll einhverjar skýringar og mörg okkar óstaðfestan grun. Margir hafa orðað glæpinn landráð í því sambandi.

Ég er ein þeirra sem hef verið ákaflega óróleg einmitt vegna þess hvernig allt lítur út fyrir að íslenska þjóðin hafi verið gerð gjaldþrota fyrir tilverknað örfárra einstaklinga, sem fengu að vinna að því óáreittir, en enginn þeirra hefur verið sóttur til saka. A.m.k. ekki enn! Ég man ekki hvenær ég fór að kalla glæp þeirra og samverkamanna þeirra landráð en 3. nóvember síðastliðinn skrifaði ég pistilinn: Heitir glæpurinn landráð af gáleysi?

Núna þremur mánuðum seinna erum við ekki miklu nær en þó eru þeir alltaf fleiri og fleiri sem virðast hallast að því að það alvarlega efnahagsumhverfi sem við búum við núna eigi rætur sínar að rekja til einhvers sem fellur undir slíka skilgreiningu. Þetta krefst auðvitað tafarlausrar ransóknar. E.t.v. er það skref í þá átt að halda borgarafund undir heitinu: Landdráð af „gáleysi“.

Þessi fundur verður haldinn á Akureyri núna um helgina. Borgarafundarnefndirnar á Akureyri og í Reykjavík standa sameiginlega að þessum fundi en hann verður haldinn í Ketilhúsinu á sunnudaginn, 8. febrúar kl. 15:00. Ég vona að fjölmiðlamenn ranki við sér og fjalli um þennan fund eins og hann á skilið!


Er það nú alveg víst?

Það er margt að athuga við þessa frétt. Fyrst er það framsetning og úrvinnsla fréttarinnar en ekki síður innihald hennar. Þessi frétt er tilkynning frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Tilefni tilkynningarinnar kemur fram í titli fréttarinnar og það hverjir standa að baki henni kemur fram strax í byrjun:

Vegna umfjöllunar undanfarnar vikur um þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri, m.a. um þjónustu geðdeildar sjúkrahússins, vilja framkvæmdastjórn og stjórnendur í lækningum og hjúkrun á geðdeild sjúkrahússins koma eftirfarandi á framfæri.

Það er athyglisvert að mbl.is skuli ekki nota tækifærið og fá sjónarhorn einhvers annars sem málið snertir. Fréttin er reyndar ekki annað en orðrétt tilkynning framkvæmdarstjórnar Sjúkrahússins. Ég persónulega hefði viljað heyra í einhverjum þeirra starfsmanna sem er að missa vinnuna samkvæmt því sem kemur fram hér: „Lækkun á rekstrarkostnaði geðdeildar er fyrst og fremst fólginn í fækkun stöðugilda og samnýtingu starfsmanna“ Ég hefði þo helst viljað fá sýn einhvers skjólstæðings deildarinnar sem er búið að loka á og hvaða afleiðingar boðuð sparnaðaraðgerð hefur á batahorfur viðkomandi.
Á bak við allt svona er fólk
Mér finnst afar sérkennilegt að sjá þessa tilkynningu frá Fjórðungs- sjúkrahúsinu orðrétta á mbl.is án þess að blaðamaðurinn, sem gengur þannig frá henni, skuli víkja einu orði að alvarlegasta vinkli hennar. Þeim vinkli sem mér finnst að hljóti að blasa við öllum hugsandi manneskjum. Það er nefnilega þannig að á bak við þessa aðgerð er fólk. Ekki aðeins þeir sem misstu vinnuna sína heldur líka fólk sem er veikt. Þetta fólk hverfur ekki ásamt sjúkdómum sínum við það að deildin, sem hafði það hlutverk að líkna því, lokar.

Miðvikudagskvöldið 28. janúar sl. var borgarafundur hér á Akureyri um niðurskurðinn í heilbrigðiskerfinu. Þar var lokun dagdeildar geðdeildarinnar m.a. rædd sérstaklega. Kristján Jósteinsson, sem frá og með deginum í dag er fyrrverandi forstöðumaður deildarinnar, var einn frummælandinn á þessum fundi. 

Hann var auðvitað miður sín vegna lokunar deildarinnar og benti m.a. á eftirfarandi til að undirstrika að niðurskurður í geðheilbrigðisþjónustunni á þvílíkum tímum og við stöndum frammi fyrir núna er grafalvarlegt mál:

Eftir efnahagshrunið hér á landi í byrjun október síðastliðinn var strax ljóst að einhverjar alvarlegustu afleiðingar þeirra hamfara yrði versnandi geðheilsa meðal þjóðarinnar. Sýnt hefur verið fram á í fjölda rannsókna að efnahagskreppur valda auknu algengi geðraskana. Þetta er reynsla annarra þjóða sem hafa orðið fyrir áföllum af svipuðu tagi.

Finnsk stjórnvöld virtust hins vegar ekki hafa gert sér grein fyrir þeim sálrænu né félagslegu afleiðingum sem síðar urðu í kjölfar efnahagskreppunnar sem hófst þar í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Nú, 10-15 árum frá lokum kreppunar eru Finnar að takast á við alvarlegar langtímaafleiðingar kreppunnar með miklum tilkostnaði og þjáningu. Það er þó mikilvægt að undirstrika hér að engin þjóð á Vesturlöndum hefur orðið fyrir jafn alvarlegu áfalli og Íslendingar á síðari tímum.

Umfjöllun um borgarafundinn sem imprað er á hér að ofan og alla ræðu Kristjáns Jósteinssonar er að finna hér. Ræða hans og annað sem kom fram á fundinum draga mjög úr tiltrú minni á því að eitthvað sparist fyrir þessar aðgerðir. Þegar rætt er um sparnað í aurum í tilviki eins og því sem hér um ræðir má heldur ekki gleymast vandamálin hverfa ekki og kostnaðurinn þeirra vegna tæplega heldur. Sennilegra er að hann eigi eftir að aukast þó hann komi annars staðar niður.

Það er þess vegna nokkuð víst að hinn raunverulegi sparnaður sem Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri ætlar að ná með lokun dagdeildar geðdeildarinnar flyst yfir á bæjarfélag og fleiri vasa. Kostnaðurinn þurrkast þess vegna ekki út heldur kemur niður annars staðar.

 

Viðbót: Ef maður er að nöldra og setja út á þá þarf maður líka að kunna að þakka fyrir þegar eitthvað kemur á móti. Þess vegna ætla ég að bæta því við hérna að í dag er fjallað um lokun dagdeildar geðdeildarinnar á mbl.is frá öðru sjónarhorni en því sem ég gagnrýni hér að ofan. Umfjöllunin er hér. Þar er m.a. talað við tvo skjólstæðinga deildarinnar. Fréttinni lýkur á orðum annars þeirra sem segir: „Að koma hingað gaf mér alveg nýja von.“ Hvað verður um þá von nú við lokun deildarinnar?

Til að allrar sanngirni sé gætt þá er e.t.v. rétt að taka það fram að um tímabundna lokun hennar er að ræða...


mbl.is Sparnaður á geðdeild FSA 6-7 milljónir í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landráð af „gáleysi“ verða til umræðu á borgarafundi á Akureyri

Næstkomandi sunnudag, 8. febrúar, verður þriðji borgarafundurinn á þessu ári haldinn hér á Akureyri. Fundurinn verður haldinn í Ketilhúsinu og hefst kl. 15:00.

Undirbúningur þessa fundar var unnin í samstarfi við borgarafundarnefndina í Reykjavík og eigum við von á fulltrúum hennar hingað norður. Þau munu að sjálfsögðu sitja fundinn enda einn þeirra í pallborði.

Yfirskrift fundarins er Landráð af „gáleysi“ enda stendur til að ræða um efnahagshrunið, aðdraganda þess og afleiðingar. Á fundinum verður ekki aðeins horft í baksýnisspegilinn heldur líka rætt um hugsanlegar leiðir og lausnir. 

Frummælendur á fundinum eru:
Sigurjón Þórðarson
, líffræðingur
Margrét Heinreksdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri
Andrés Magnúsdóttir, geðlæknir
Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur

Frummælendur munu allir vera í pallborði en auk þeirra verða eftirtaldir þar líka:
Sigurður Kristinsson, dósent í heimspeki og deildarforseti hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri
Atli Gíslason, lögfræðingur
Vésteinn Gauti Hauksson, fullttrúi Hagsmunasamtaka heimilanna
Lilja Skaftadóttir, fulltrúi nýstofnaðs landráðahóps
Arinbjörn Kúld, fulltrúi sama hóps og Lilja
Ólafur Elíasson, fulltrúi Indefence-hópsins. Væntanlega tekur hann annan með sér.

Rögnu Árnadóttur, nýskipuðum dómsmálaráðherra, hefur líka verið boðið að taka þátt í pallborði en henni hefur ekki unnist tími til að svara enn.

Fulltrúar í bæjarstjórn Akureyrar og þingmenn kjördæmisins hafa fengið boð um að sitja fundinn. Sigrún Jakobsdóttir, bæjarstjóri og Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður reikna báðar með að koma.

Fundarstjórn verður í höndum Edwards H. Huijbens. Við sem stöndum að þessum fundi reiknum svo að  sjálfsögðu með því að fólk fjölmenniSmile Það væri heldur ekki óeðlilegt að fjölmiðlar sýndu þessum fundi áhuga! 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband