Fórnarlömb kynhormónasveiflna!?

Ég verð að viðurkenna að mér var töluvert skemmt þegar ég las stuttu fréttina sem ég tengi þessari færslu. Hún byggir á þessari grein Rogers Boyes sem birtist í netútgáfu Times í gær.

Konur við stjórnvölinnMér finnst myndin sem fylgir fréttinni ekki síður skemmtileg í ljósi innihaldsins sem er í meginatriðum það að konur séu nú að taka við völdum af körlunum hér á landi. Ég reikna með að allir taki eftir því að Steingrímur J. Sigfússon er meðal kvennanna á þessari mynd. Það er þess vegna spurning hvort þeir sem völdu myndina yfirsást það að hann er á myndinni eða hvort þeir vilji telja hann með konunumHappy

Í grein Rogers Boyes líkir hann góðærinu svokallaða við hamfarir eins og eldgos og aðrar náttúruhamfarir sem hafa riðið yfir íslensku þjóðina á undangengnum öldum. „Góðærið“ rekur hann hins vegar til þeirra hamfara sem karlmenn með yfirdrifna testósterónframleiðslu geta valdið. Hann hefur það eftir einum viðmælenda sínum úr hópi íslenskra kvenna að efnahagskreppan sé bein afleiðing slíkra manna sem misstu dómgreindina og tóku of mikla áhættu.

Fréttin á mbl.is vakti upp minningar um grein sem ég las fyrir margt löngu og hafði mikið gaman af. Ég gróf þessa grein upp og langar til að endursegja hana hér að einhverju leyti. Vona að einhver hafi gaman að. En áður en ég sný mér að endur- Heiða B. Heiðardóttirsögninni langar mig til að vekja athygli á myndinni sem Roger Boyes lætur fylgja sinni grein. Það er ekki ónýtt að það skuli vera Heiða B. Heiðarsdóttir sem er orðin andlit bús- áhaldabyltinarinnar úti í heimi!

Greinin sem ég minntist á hér á undan heitir: „Hormónar karla sveiflast daglega“. Vinkona mín færði mér hana í ljósriti fyrir u.þ.b. tuttugu árum vegna þess að hún vissi að ég mundi hafa gaman að henni. Ég get hins vegar ekki sagt ykkur hvar hún birtist eða hvenær. Gæti þó verið að tímaritið heiti Vogin?

Ég þykist sjá það á blogginu hennar Sigríður Sigurðardóttir að það eru fleiri sem kannast við innihald þessar greinar en ég. Sigríður bloggar nefnilega um sömu fréttina og ég hér þar sem hún vísar í ræðu Robins Williams sem byggir greinilega á sömu speki og kemur fram í greininni sem mér var svo skemmt yfir fyrir tuttugu árum. 

Speki þessi er rakin til bandarískra vísindamanna sem hafa rannsakað muninn á hegðun kynjanna. Samkvæmt þeirra kenningum er miklu líklegra að skýringanna á þeim mun sé að finna í  mismunandi líffræðibyggingu heilans en að hún liggi í uppeldinu.
Heilinn
Þeir segja nefnilega að hvelatengslin milli vinstra og hægra heilahvels séu stærri í konum en körlum. Taugafrumurnar í fremri hluta heiladyngjubotns virðast hins vegar stærri í gagn- kynhneigðum körlum en í konum og samkynhneigðum körlum.

Þess má geta að samkvæmt greininni hefur heiladyngjubotninn áhrif á kynferðislega hegðun. Miðstöðin fyrir tungumálahæfileika er líka breytilegur. Hjá konum er hún oftast undir ennisblaði heilans en yfirleitt undir hvirfilbeini hans hjá körlum.

Þessar niðurstöður voru birtar á sínum tíma í bandaríska fréttatímaritinu Time. Það kemur kannski fæstum á óvart að þessar kenningar ollu töluverðum deilum hvarvetna í Bandaríkjunum. Það er reyndar ekki nákvæmlega þessi vinkill sem vakti mesta kátínu mína heldur þær vangaveltur sem settar eru fram í  í samhengi við þær í íslensku greininni.

Ég ætla ekki að rekja þær allar heldur láta nægja að segja frá þeirri sem tengist kenningunni sem  Roger Boyes segir í grein sinni að sé orsakavaldur þess hvernig komið er í íslensku samfélagi. Fyrst þarft ég reyndar að halda mig aðeins lengur við þá hlið sem snýr að vísindalegum niðurstöðum hárnákvæmra rannsókna en nú í sambandi við hormónasveiflur hjá báðum kynjum.
Sólarhringurinn
Sú goðsögn heyrist oft að konum sé ekki treystandi vegna mánaðarlegra hormónasveiflna en nú hefur fengist staðfest að karlar eigi líka við hormónasveiflur að stríða. Þeirra hormónasveiflur eru þó ekki bara mánaðarlegar heldur daglegar! Magn karlhormónsins, testósteróns, er hæst í körlum klukkan fjögur á nóttunni og lægst klukkan átta á kvöldin. 

Það verður þó að segjast að daglegar hormónabreytingar karla eru engan veginn sambærilegar við þær mánaðarlegu hjá konum. En ef óeðlilega mikið er af testósteróni í líkama karlmanns getur það orsakað „tarfshátt óbilgirni, frekju og óþolinmæði“ eins og haft er eftir einum ónafngreindum sérfræðingi í títtnefndri grein.

Í framhaldi af þessum hávísindalegu upplýsingum frá virtustu rannsóknarstofnunum heims í kynjafræðum er svo saga. (Rannsóknarstofnanirnar eru reyndar svo virtar að það má ekki nefna þær á nafn í greininni sem ég byggi þetta á). Sagan sem ég ætla að taka eftir greininni er sett upp sem ímynduð frétt og hljómar svona:

Hingað til hafa ríkisstjórnarfundir verðið haldnir á morgnanna en í ljósi nýjustu rannsókna á áhrifum karlhormóna hefur verið ákveðið að halda þá framvegis klukkan átta á kvöldin. Með þessari breytingu er þess vænst að samstarf einstakra ráðherra muni batna og friðvænlegar horfi í samskiptum ríkisstjórnar og landsmanna. Árangur þessa er þegar farinn að koma í ljós.

Dæmið sem er tekið um það hvaða alvarlegu afleiðingar morgunfundirnir gátu Ómannúðlegur stundaræsingurhaft í för með sér minnir mig óneitanlega á nýlegt atvik úr stjórnartíð þeirrar ríkisstjórnar sem nú er fallin. Það getur ekki farið fram hjá neinum við hvað er átt. Þess vegna er kannski rétt að ítreka það að greinin sem þetta er tekið úr er u.þ.b. tuttugu ára gömul: „Einn ráðherra hafði á orði að ákvörðunin um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu hafi verið fólskuráð og ómannúðlegur stundaræsingur ættaður úr eistum misviturra stjórnmálamanna.“

Er furða þó manni sé skemmt! eða er þetta bara dæmi um afspyrnu- lélegan kvenrembuhúmorLoL


mbl.is Öld testósterónsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Athyglisvert sjónarhorn og líklega ekki svo galið

Arinbjörn Kúld, 8.2.2009 kl. 11:11

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Skemmtilegt líka hvað þú ákveður að vera varkár í orðum Fullyrðir ekki of mikið í undirtektum en mótmælir þó engu... Minnir mig á einhverja stétt sem ég kem ekki fyrir mig í augnablikinu hver er

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.2.2009 kl. 12:55

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já Rakel, ég er alltaf að reyna sjá stóru myndina Ég kem þessari stétt heldur ekki fyrir mig.

Arinbjörn Kúld, 8.2.2009 kl. 13:53

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Já, Tinna, sumar rannsóknir eða réttara sagt niðurstöður eru skemmtilegri en aðrar Ég á hins vegar alltaf jafnerfitt með að treysta niðurstöðum rannsókna sem einhverjir gerðu einhvers staðar (hér kemur reyndar fram að vísindamennirnir voru bandarískir þannig að ég geri ráð fyrir að rannsóknin hafi verið framkvæmd í Bandaríkjunum) á einhverjum. Ekki beint traustvekjandi að mínu mati.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.2.2009 kl. 20:04

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Skýringin er einföld með STeingrím, hann er gegnheill feministi og já, "Kvennama´ður"!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.2.2009 kl. 22:31

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þannig að þér finnst eðlilegt að hann sé hafður með á myndinni með grein sem fjallar um að konurnar séu að taka völdin

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.2.2009 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband