Ráðherrasamanburður: Þingreynsla
4.12.2014 | 04:01
Það er komið vel rúmt ár síðan að farið var af stað með það verkefni að bera saman reynslu þeirra sem eru ráðherrar nú og hinna sem voru það á síðasta kjörtímabili. Bloggfærslan sem var sett fram eins og inngangur að verkefninu var gefið heitið: Loforð og efndir en þar sagði m.a:
Á næstu vikum er ætlunin að birta samanburð á menntun og starfsreynslu ráherranna í núverandi ríkisstjórn og þeirrar síðustu. Tilgangurinn er [...] sú bjartsýnislega von að samanburðurinn veki einhverja til umhugsunar um það hvort núverandi kerfi við skipun ráðherra sé heillavænleg leið til reksturs samfélags sem er ætlað að þjóna öllum einstaklingunum sem það byggja. (sjá hér)
Verkefnið reyndist töluvert umfangsmeira en áætlað var og þar af leiðandi hefur það tekið gott betur en einhverjar vikur. Upphaflega var áætlað að megináherslan yrði á samanburð á menntun og starfsreynslu þeirra sem gegna ráðherraembætti nú og svo hinna sem gegndu því á síðasta kjörtímabili. Þegar verkefnið var komið nokkuð áleiðis varð þó ljóst að til að ná fullum árangri í því sem þessum skrifum var ætlað var nauðsynlegt að líta nokkuð aftar í tímann.
Ástæðan er sú að núverandi aðferðafræði við skipun í ráðherraembætti byggir á hefð sem byrjaði að mótast við upphaf síðustu aldar eða á dögum fyrstu ráðuneytanna. Niðurstaðan varð því sú að freista þess að draga þetta fram með því að fjalla líka um fyrstu ráðherrana sem gegndu viðkomandi embættum auk þess sem saga nokkurra ráðuneyta hefur verið rakin nokkuð nákvæmlega.
Verkefnið, sem sneri að því að fjalla um ráðherra núverandi og fyrrverandi stjórnar út frá hverju ráðuneyti fyrir sig, lauk síðastliðið vor eða nánar tiltekið í apríl (sjá hér). Samkvæmt upphaflegri áætlun var ætlunin að fylgja þeim lokum eftir með niðurstöðum. Meginniðurstaðan hefur þó alltaf legið fyrir, þ.e. að núverandi fyrirkomulag við ráðherraskipunina þjónar illa málaflokki/-um hvers ráðuneytis svo og samfélagsheildinni. Hins vegar þótti ástæða til að ganga lengra í því að skoða hvort eftirfarandi tilgáta fengi staðist:
Í langflestum tilvikum er það staða viðkomandi innan stjórnmálaflokksins og flokkshollusta sem ræður hver fær ráðherraembætti og hvaða embætti viðkomandi er settur í. Það má minna á það líka að þeir sem fá æðstu embættin eru gjarnan formenn viðkomandi flokka eða gegna einhverri annarri flokkstengdri ábyrgðarstöðu auk þess að vera þingmenn.
[...] hvert þessara embætta fela í sér ríflega fullt starf. Líklegasta niðurstaðan er því sú að viðkomandi sinni engu af þessum verkefnum af árvekni heldur reiði sig á aðra launaða en flokksholla embættismenn sem kjósendur hafa ekkert um að segja hverjir eru. (sjá hér)
Þess vegna var ákveðið að beina kastljósinu enn frekar að þeim þáttum sem eru líklegastir til að styðja eða hrekja ofangreinda staðhæfingu. Frá því í apríl hefur áherslan þar af leiðandi einkum legið á þáttum sem koma fram í ferilkrám fyrrverandi og núverandi ráðherra. Út frá þeim upplýsingum sem þar er að finna hafa eftirtaldir þættir verið bornir saman: aldur, menntun, starfsreynsla og stjórnmálareynsla.
Það sem heyrir undir stjórnmálareynslu hefur verið sett fram í köflum sem bera undirheitin: sveitarstjórnarreynsla, önnur pólitísk reynsla, flokksforystuhlutverk og önnur flokksreynsla. Meiningin með því að fjalla þannig um þá, sem gegna ráðherraembættum nú og þeirra sem gegndu ráðherraembættum á síðasta kjörtímabili, er að byggja enn frekar undir ályktanir og/eða niðurstöður sem verða settar fram þegar þessum samanburði er lokið. Hér verður þessari skoðun haldið áfram þaðan sem frá var horfið í lok júní sl. (sjá hér). Það sem er eftir er það sem lýtur að þingreynslu.
Upphaflega var gert ráð fyrir að þessi þáttur yrði settur fram í einni færslu en nú er komið í ljós að færslurnar verða a.m.k. þrjár. Fyrst þingaldur og nefndarreynsla við skipun, þá ýtarlegri samanburður og vangaveltur um þingnefndareynsluna og þýðingu/vægi hennar. Í því sambandi þótti rétt að líta aftur til einhverra sambærilegra þátta sem má finna í ferilskrám ráðherra fyrri ríkisstjórna.
Þriðja og síðasta færslan mun fjalla um þátttöku þeirra, sem hafa verið skipaðir ráðherrar frá og með vorinu 2009, í erlendum nefnum þingsins eða svokölluðu alþjóðastarfi. Þar er átt við Íslandsdeildir hinna ýmsu þinga, sambanda og ráða sem Ísland hefur orðið aðili að fyrir ákvarðanir Alþingis á umliðnum áratugum.
Í þessari færslu verður fyrst farið yfir það hve lengi þeir, sem eru bornir saman hér, höfðu setið á þingi þegar þeir voru skipaðir til ráðherraembættis. Þá eru yfirlit yfir veru þessara í þingnefndum og síðast samantekt á nokkrum helstu þáttum þessarar færslu en einhverjum þeirra verður svo fylgt betur eftir í þeirri næstu.
Áður en lengra er haldið er rétt að benda á að þar sem fjallað er um reynslu af störfum innan þingnefndanna þótti aðgengilegast að skipta umfjölluninni í tvo hluta. Annars vegar er kafli sem fékk heitið fastanefndir en þar er farið yfir veru í þeim nefndum sem heyra/heyrðu málefnalega undir ráðuneytin. Í seinni hluta umfjöllunarinnar er farið yfir ýmsar sérnefndir sem skal viðurkennast að er svolítið villandi nafngift þar sem einhverjar þeirra mega með réttu kallast fastanefndir. Þetta atriði verður útskýrt nánar í viðeigandi köflum.
Þingreynsla
Væntanlega eru þeir allnokkrir sem telja það til kosta að þeir sem eru skipaðir ráðherrar hafi hlotið nokkra reynslu af þingstörfum og þá líka að þeir hafi kynnst málaflokkunum sem þeir eru skipaðir yfir í gegnum störf sín á Alþingi. Þegar horft er til þeirrar umræðu sem varð áberandi í kjölfar bankahrunsins þá er þó ljóst að ekki ber öllum saman um það hvort starfsaldur á þingi telst til kosta eða lasta.
Margir þeirra sem létu til sín taka í þeirri byltingu, sem síðar hefur verið kennd við Búsáhaldabyltingu, héldu þeirri skoðun mjög á lofti að langur starfsaldur á þingi leiddi til ógæfu og gæfulegasta lausn þess vanda sem hrunið opinberaði væri að óreyndari einstaklingar tækju við stjórnartaumunum. Í þessu ljósi er afar merkilegt að bera saman þingreynslu þeirra ráðherra sem tóku við vorið 2009 og svo þeirra sem voru skipaðir í kjölfar alþingiskosninganna vorið 2013.
Meðal ráðherra síðustu ríkisstjórnar voru tveir þeirra þingmanna sem höfðu hæsta starfsaldurinn á Alþingi en þar voru líka þrír sem höfðu innan við fjögurra ára reynslu af þingstörfum. Þetta kemur fram í töflunni hér að neðan en árafjöldinn miðast við þá þingreynslu sem eftirtaldir höfðu að baki þegar þeir voru skipaðir ráðherrar vorið 2009. Rétt er að geta þess að hér eru þeir einir taldir sem voru ráherrar við lok síðasta kjörtímabils.
Ráðherrar Samfylkingar og Vinstri grænna | þingreynsla í árum |
Jóhanna Sigurðardóttir | 31 |
Katrín Júlíusdóttir | 6 |
Guðbjartur Hannesson | 3 |
Katrín Jakobsdóttir | 2 |
Steingrímur J. Sigfússon | 26 |
Svandís Svavarsdóttir | 0 |
Össur Skarphéðinsson | 18 |
Ögmundur Jónasson | 14 |
Meðaltalsreynsla við skipun | 12 ár |
Eins og kemur fram var meðalstarfsaldur ráðherranna, sem voru leystir frá störfum vorið 2013, 12 ár eða á bilinu 0 til 31 ár. Það má benda á að þegar meðalstarfsaldur þeirra, sem tóku við ráðherraembættum strax eftir alþingiskosningarnar vorið 2009, er reiknaður lækkar hann um tvö ár. Þar munar mestu um utanþingsráðherrana tvo en þeir gegndu embættum sínum aðeins í eitt ár áður en þeim var skipt út fyrir aðra.
Þetta var haustið 2010 en á sama tíma var Kristján L. Möller leystur frá sínu embætti og Samgönguráðuneytið fært undir Innanríkisráðuneytið (sjá hér). Kristján var með 10 ára þingreynslu að baki þegar hann var skipaður ráðherra vorið 2009. Hann var eini ráðherra ríkisstjórnarinnar, sem var við völd kjörtímabilið næst á undan, sem hélt embætti sínu við það að Samfylkingin tók við forystu ríkisstjórnarsamstarfsins eftir tæplega tveggja ára stjórnarsetu með Sjálfstæðisflokknum (sjá hér).
Haustið 2010 var Guðbjartur Hannesson hins vegar tekinn nýr inn í ríkisstjórnina. Hann var með þriggja ára þingreynslu þegar hann tók við ráðherraskipuninni. Á sama tíma kom Ögmundur Jónasson aftur inn eftir árshlé. Ögmundur var skipaður heilbrigðisráðherra vorið 2009 en sagði af sér haustið 2009 fyrir það að hann var ekki samstíga öðrum innan ráðherrahópsins varðandi afstöðuna í Icesave.
Á þeim tíma tók Álfheiður Ingadóttir við af honum. Hún vék svo fyrir Guðbjarti Hannessyni haustið 2010 en Ögmundur settist í Innanríkisráðuneytið og tók líka við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið af Kristjáni L. Möller.
Það má minna á það hér að þegar síðasta kjörtímabil var á enda voru það aðeins tveir ráðherrar sem sátu enn yfir sama ráðuneytinu og þeir voru skipaðir yfir í upphafi þess. Þetta voru þau Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson. Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir sátu reyndar báðar á sama stað og þær voru settar vorið 2009 en málefnaþáttur ráðuneyta beggja hafði verið aukinn frá því sem hann var þegar þær tóku við þeim. Þær tvær voru með minnstu þingreynsluna þegar þær tóku við embættum. Svandís hafði enga en Katrín tvö ár. Hér má og geta þess að Svandís leysti Katrínu af í Menntamálaráðuneytinu á meðan sú síðarnefnda var í barnseignarleyfi árið 2011 (sjá hér).
Hér er yfirlit yfir þingreynslu þeirra sem gegndu ráðherraembættum tímabundið á síðasta kjörtímabili. Meðaltalsþingreynsla þessa hóps við skipun í ráðherraembætti eru 5 ár. Meðaltalstala allra þeirra sem gegndu ráðherraembættum frá 2009 til 2013 (að Rögnu og Gylfa undanskildum) eru 10 ár.
Ráðherrar Samfylkingar og Vinstri grænna | þingreynsla í árum |
Jón Bjarnason (ráðherra 2009-2011) | 10 |
Árni Páll Árnason (ráðherra 2009-2011) | 2 |
Kristján L. Möller (ráðherra 2009-2010) | 10 |
Álfheiður Ingadóttir (ráðherra 2009-2010) | 2 |
Oddný G. Harðardóttir (ráðherra 2011-2012) | 2 |
Meðaltalsþingreynsla við skipun | 5 |
Meðalstarfsaldur þeirra sem voru skipaðir til ráðherraembætta í kjölfar síðustu alþingiskosninga er helmingi lægri en meðalþingreynslualdur ráðherrahópsins sem þau tóku við af. Einn núverandi ráðherra hafði enga þingreynslu þegar hann var skipaður en sá sem er með mestu þingreynsluna hafði setið á þingi í tíu ár þegar hann tók við embætti. Miðað við áður tilvitnaðar kröfur Búsáhaldabyltingarinnar ætti þetta reynsluleysi af þingstörfum að teljast núverandi ráðherrum til tekna.
Það er reyndar afar hæpið að telja reynsluleysi af þingstörfum til tekna þegar mið er tekið af því hversu almennur hann er skorturinn á annarri reynslu og/eða menntun sem lýtur að málaflokkum þeirra ráðuneyta sem framantaldir hafa setið yfir. Rök af þessu tagi sem hér hefur verið vísað til hafa líka horfið út úr umræðunni en gagnrýnin á núverandi ráðherra frekar einkennst af tortryggni og/eða gagnrýni fyrir reynslu- og þekkingarleysi á þeim málaflokkum sem viðkomandi hafa á sinni könnu.
Eitthvað fór fyrir slíkri umræðu á síðasta kjörtímabili en hún varð þó ekki eins áberandi og á því sem stendur yfir núna. Miðað við það sem hefur komið fram hér að framan varðandi menntun, starfsreynslu (starfstengd stjórnmálareynsla er rakin hér og hér) og flokksreynslu (sjá hér og hér) er ljóst að það munar einhverju hvað alla þessa þætti varðar. Munurinn skýrir þó hvorki eða réttlætir áðurnefnt ójafnvægi. Það má því segja að þó gagnrýnin kunni að eiga rétt á sér þá vantar í hana samræmi og grundvallarrök.
Ekki verður farið ýtarlegar í þennan þátt að sinni né heldur fullyrt nokkuð um það hvað veldur enda utan meginþráðar þessarar færslu. Það er þó vissulega tilefni til að lauma að þeirri spurningu: hvort gagnrýni gagnrýninnar vegna kunni að vera afleiðing þess trúnaðarbrests sem kom í ljós að hafði/hefur orðið á milli þings og þjóðar?
Þá er yfirlit yfir það hve lengi núverandi ráðherrar höfðu verið á þingi þegar þeir voru skipaðir til embætta:
Ráðherrar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks | þingreynsla í árum |
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson | 4 |
Bjarni Benediktsson | 10 |
Kristján Þór Júlíusson | 6 |
Illugi Gunnarsson | 6 |
Ragnheiður Elín Árnadóttir | 6 |
Eygló Harðardóttir | 5 |
Sigurður Ingi Jóhannsson | 4 |
Gunnar Bragi Sveinsson | 4 |
Hanna Birna Kristjánsdóttir | 0 |
Meðaltalsþingreynsla við skipun | 5 ár |
Meðaltalsaldurinn sýnir að það munar rúmum helmingi á þingreynslu núverandi ráðherra og þeirra sem voru leystir frá embættum sínum þegar ríkisstjórnin sem situr nú tók við. Það er væntanlega áhugavert að sjá það enn skýrar hvernig þingreynslan skiptist á milli stjórnmálaflokkanna, sem sitja saman í ríkisstjórn á þessu kjörtímabili, og hinna, sem voru við völd á kjörtímabilinu sem lauk vorið 2013. Til að gera þennan samanburð svolítið þægilegri er það sem á við núverandi ríkisstjórn blátt en það sem á við fyrrverandi ríkisstjórn rautt.
Þingreynsla eftir flokkum | 0 | 2-3 | 4 | 5-6 | 10 | 14-18 | 26-31 | Meðaltal |
Framsóknarflokkur | 3 | 1 | 4,25 | |||||
Sjálfstæðisflokkur | 1 | 3 | 1 | 4,75 | ||||
Samfylkingin | 1 | 1 | 1 | 1 | 14 | |||
Vinstri grænir | 1 | 1 | 1 | 1 | 11 | |||
1/1 | 0/2 | 3/0 | 4/1 | 1/0 | 0/2 | 0/2 |
Hér kemur það væntanlega greinilega fram að langflestir þeirra sem gegna ráðherraembættum nú höfðu verið á þingi í eitt til eitt og hálft kjörtímabil (4-6 ár) þegar þeir voru skipaðir. Einn ráðherra hafði hins vegar enga þingreynslu við skipunina en einn var með tíu ára þingreynslu við skipun til embættis.
Helmingur þeirra sem sátu á ráðherrastólum við lok síðasta kjörtímabils voru hins vegar með frá 14 ára starfsaldri á Alþingi upp í 31 ár. Tveir voru með í kringum eins og hálfs áratugar þingreynslu, þriðji með hátt í þrjá áratugi og einn yfir þrjá sem þýðir að hann hafði setið á Alþingi í nær átta kjörtímabil. Einn hafði setið í eitt og hálft kjörtímabil inni á þingi en þrír höfðu undir þriggja ára reynslu af þingstörfum. Þar af var einn sem hafði enga reynslu.
Í þeim hópi sem hlutu skipun til ráðherraembættis vorið 2009 voru líka fjórir sem höfðu mislanga reynslu sem ráðherrar enn eldri ríkisstjórna. Þar af þrír í þeirri ríkisstjórn sem sat á árunum 2007 til 2009 og margir hafa kennt við hrunið. Tveir þessara tóku við nýjum ráðuneytum en einn sat áfram yfir sama ráðuneyti og hann hafði setið yfir kjörtímabilið á undan.
Steingrímur J. Sigfússon var eini ráðherra Vinstri grænna sem hafði setið á ráðherrastóli áður en þá sat hann sem fulltrúi Alþýðubandalagsins. Á miðju síðasta kjörtímabili færði hann sig úr Fjármálaráðuneytinu til að taka við sama málaflokki og hann stýrði tveimur áratugum áður en jók við sig málaflokkum frá því sem hafði verið þá. Enginn núverandi ráðherra hafði gegnt ráðherraembætti áður.
Þegar litið er til samanlagðrar stjórnmálareynslu; þ.e. þingreynslu + reynslu af sveitarstjórnarstiginu, þá er munurinn ekki lengur jafnmikill. Það er rétt að taka það fram varðandi þær tölur sem eiga við síðustu ríkisstjórn að hér eru þeir fyrst taldir sem voru í embætti vorið 2013 en í svigunum eru samanlagðar tölur alls hópsins.
| fj. | sveitarstjórn.r. | þingreynsla | Samtals |
Framsóknarflokkur | 4 | 25 | 17 | 42 |
Sjálfstæðisflokkur | 5 | 33 | 28 | 61 |
Samfylkingin | 4 (7) | 26 (43) | 58 (72) | 84 (115) |
Vinstri grænir | 4 (6) | 9 (22) | 42 (54) | 51 (76) |
Meðaltalsreynsla | 6/4 (5) | 5/12 (10) | 11/17 (15) |
Þetta er e.t.v. hæpin uppsetning en hér er þess þó freistað að sýna fram á það að meðaltalsreynsla núverandi og fyrrverandi ráðherra af stjórnmálastörfum er miklu sambærilegri en kann að virðast í fyrstu. Sjö núverandi ráðherrar höfðu reynslu af stjórnmálastarfi af sveitarstjórnarsviðinu þegar þeir voru skipaðir en þrír af þeim átta sem voru leystir frá störfum vorið 2013.
Þeir voru reyndar fimm til viðbótar (sjö ef Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon eru talin með) sem gegndu ráðherraembættum tímabundið á síðasta kjörtímabili. Fjórir þeirra höfðu reynslu af sveitarstjórnarsviðinu. Um þennan þátt er fjallað hér.
Miðað við það sem kemur fram í töflunni hér að ofan þá virðist vera óhætt að halda því fram að þegar allt er reiknað þá er meðaltalsreynsla beggja hópa af stjórnmálum öðru hvoru megin við þrjú kjörtímabil. Reyndar einu kjörtímabili betur ef þeir einir eru taldir sem luku síðasta kjörtímabili í ráðherrastólum.
Fastanefndir þingsins
Á undanförnum áratugum hafa þingstörfin breyst mjög mikið. Stærsta breytingin varð við það að Alþingi var gert að einni málstofu. Af því tilefni var nefndarskipan og -tilhögun breytt með lögum árið 1991 (sjá hér) í átt að núverandi tilhögun en núgildandi skipulag er frá árinu 2011 (sjá hér). Fram til ársins 1991 voru nefndarsviðin þrjú og fór eftir skiptingu þingsins í: neðri deild, efri deild og sameinað þing.
Miðað við greinargerðina sem fylgdi lagafrumvarpinu hafa fastanefndir Alþingis verið orðnar 23 árið 1991 en var fækkað niður í 12. Á móti var nefndarmönnum fjölgað upp í níu. Það sést á ferilskrám þeirra sem voru á þingi fyrir árið 1991 að vera þeirra í þessum nefndum er ekki getið. Það má vera að það stafi af því að fram að þeim tíma höfðu fastanefndirnar minna vægi. Það kemur a.m.k. fram í greinargerðinni með frumvarpinu að mikilvægi nefndarstarfsins mun aukast frá því sem áður var (sjá hér) við lagabreytinguna.
Nefndirnar sem voru settar með lögum árið 1991 hafa eitthvað breyst síðan. Þetta kemur greinilega fram þegar ferilskrár þeirra sem hafa setið á Alþingi eftir þann tíma er skoðuð þar sem heiti nefndanna eru breytileg. Á síðasta kjörtímabili var lögunum frá 1991 breytt þannig að fastanefndum þingsins var fækkað úr tólf niður í átta en fjöldi nefndarmanna er áfram níu.
Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu er tilgangur breytinganna sá að bæta löggjafarstarfið. Þar kemur líka fram að það er gert ráð fyrir að flestir þingmenn muni aðeins sitja í einni nefnd í stað þriggja til fjögurra áður. Reyndin er hins vegar sú að þingmenn sitja að jafnaði í tveimur nefndum enda eiga ráðherrar ekki sæti í nefndum þingsins (sjá hér).
Miðað við það að á þessu þingi hefur verið skipað í sérstaka þingskaparnefnd (sjá hér) er ekki útilokað að framundan séu enn frekari breytingar á nefndarskipan Alþingis. Það kemur væntanlega í ljós síðar en vegna þeirra breytinga, sem þegar hefur verið gerð einhver grein fyrir, er það alls ekki aðgengilegt verkefni að skoða hvort og þá að hvaða leyti nefndarseta núverandi og fyrrverandi ráðherra hefur skipt máli þegar þeir voru valdir til þessara embætta.
Á vef Alþingis er yfirlit yfir núverandi þingnefndir. Fyrst eru taldar fastanefndir og dregur þessi kafli heiti sitt af því. Þá eru aðrar nefndir sem eru taldar í yfirlitinu í sérstökum kafla. Yfirlit yfir erlendu nefndirnar er annars staðar (sjá hér) en þeim hefur fjölgað smátt og smátt á undanförnum áratugum.
Allir þeir sem voru ráðherrar undir lok síðasta kjörtímabils sitja enn á þingi fyrir utan Jóhönnu Sigurðardóttur. Þau sitja því öll í einhverjum nefndum nú þó þær séu eðli málsins samkvæmt ekki taldar hér enda ætlunin að draga fram þá reynslu sem ráðherrarnir höfðu aflað sér áður en að skipun til embættisins kom. Þeim sem kunna að hafa áhuga á að sjá í hvaða nefndum fyrrverandi ráðherrar sitja nú er því bent á að í töflunni hér að neðan er krækja undir nöfum þeirra sem vísa í ferilskrá viðkomandi.
Þar sem framundan er afar þurr upptalningu, sem er hætt við að missi nokkuð marks, er rétt að taka það fram að þau nefndarheiti sem óvefengjanlegast tengjast málaflokki viðkomandi ráðherra eru feitletruð í upptalningunni á nefndunum hér að neðan. Þar sem það er ekki hægt að sjá að einhver nefnd tengist starfssviði forsætisráðherra þá er ekkert nefndarheiti feitletrað í tilviki Jóhönnu Sigurðardóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Í næstu færslu verða hins vegar dregnar saman nokkrar athyglisverðar niðurstöður varðandi það hvaða reynslu þau eiga sameiginlega með fyrrverandi forsætisráðherrum. Þar og í næstu færslum verða líka fleiri niðurstöður settar fram með skýrari hætti. Það er svo rétt að benda á það að í yfirlitinu hér á eftir er miðað við heiti nefndanna eins og þau koma fyrir í ferilskrám þeirra sem eru taldir.
Ráherrar síðustu ríkisstjórnar | nefndarheiti |
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra | utanríkismálanefnd 1995-1996, iðnaðarnefnd 1995-1999, allsherjarnefnd 1996-1999, efnahags- og viðskiptanefnd 1999-2007, félagsmálanefnd 2003-2007. |
Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra | menntamálanefnd 2003-2005 og 2007-2009, félagsmálanefnd 2004-2005, fjárlaganefnd 2005-2007, iðnaðarnefnd 2005-2009; formaður 2007-2009, umhverfisnefnd 2007-2009. |
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra (tók við embætti haustið 2010) | félags- og tryggingamálanefnd 2007-2010; formaður 2009-2010, fjárlaganefnd 2007-2010; formaður 2009-2010, menntamálanefnd 2007-2009. |
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmála- ráðherra | efnahags- og skattanefnd 2007-2009, menntamálanefnd 2007-2009. |
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðherra | sjávarútvegsnefnd 1991-1998; formaður 1995-1998, efnahags- og viðskiptanefnd 1991-1999, félagsmálanefnd 1999-2003, utanríkismálanefnd 1999-2009. |
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra | sjávarútvegsnefnd 1991-1993, allsherjarnefnd 1991-1992, iðnaðarnefnd 1991-1993; formaður, landbúnaðarnefnd 1992-1993, utanríkismálanefnd 1995-1999, 2005-2007, heilbrigðis- og trygginganefnd 1995-1999; formaður, umhverfisnefnd 1999-2000, fjárlaganefnd 1999-2001, efnahags- og viðskiptanefnd 2001-2005. |
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra (var skipaður heilbrigðisráðherra vorið 2009 en sagði af sér haustið eftir. Tók við nýju ráðherraembætti haustið 2010) | allsherjarnefnd 1995-1997, 1998-1999 og 2010, heilbrigðis- og trygginganefnd 1995-1996, félagsmálanefnd 1997-1998, efnahags- og viðskiptanefnd 1999-2007, efnahags- og skattanefnd 2007-2009 og 2009-2010, félags- og tryggingamálanefnd 2007-2009 og 2010, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009-2010, umhverfisnefnd 2009-2010, utanríkismálanefnd 2009-2010, |
Jóhanna Sigurðardóttir hafði átt sæti á þingi í þrettán ár áður en þær nefndir sem hér eru taldar voru settar með lögum árið 1991. Á því 18 ára tímabili, sem leið frá því þær voru gerðar að mikilvægum hluta þinghaldsins uns hún varð forsætisráðherra, hafði hún setið fimm þeirra í alls 12 ár eða frá 1995 til 2007. Hún var félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar þegar lagafrumvarpið um þingnefndirnar var samþykkt (sjá hér) og var skipuð félags- og tryggingamálaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde árið 2007 (sjá hér).
Á þeim 12 árum sem Jóhanna átti sæti í fastanefndunum, sem voru lögfestar árið 1991, sat hún lengst í efnahags- og viðskiptanefnd. Hún átti sæti í henni á árunum 1999 til 2007 eða í átta ár. Auk þeirra nefnda sem hér hafa verið taldar gegndi Jóhanna ýmsum öðrum trúnaðarstörfum á vegum þingsins áður en það kom að því að hún varð forsætisráðherra. Þau verða talin í næsta kafla og svo færslunni um alþjóðastarf núverandi og fyrrverandi ráðherra.
Aðrir ráðherrar síðustu ríkisstjórnar höfðu mislanga reynslu af setu í nefndum ef Svandís Svavarsdóttir er undanskilin. Hún hafði enga reynslu þar sem hún var ný inni á þingi þegar hún var skipuð yfir Umhverfisráðuneytið.
Eins og fram kemur á myndinni hér að ofan höfðu þeir sem eru taldir verið í fastanefndum sem viðkomu málaflokki þess ráðuneytis sem Jóhanna Sigurðardóttir trúði þeim fyrir. Sumir reyndar ekki nema í tvö til þrjú ár. Katrín Júlíusdóttir sat í fjárlaganefnd á árunum 2005 til 2007 eða í tvö ár. Katrín Jakobsdóttir átti jafnlanga veru úr menntamálanefnd eða frá því að hún var kosin inn á þing árið 2007 fram til þess að hún var skipuð yfir Menntamálráðuneytið árið 2009.
Guðbjartur Hannesson hafði átt sæti í félags- og tryggingamálanefnd jafnlengi og hann hafði setið inni á þingi en hann var skipaður félags- og tryggingamálaráðherra þegar eitt ár var liðið af síðasta kjörtímabili. Steingrímur J. Sigfússon, sem átti 26 ára þingferil að baki þegar hann var skipaður fjármálaráðherra sölsaði um á miðju síðasta kjörtímabili og tók við Atvinnumálaráðuneytinu. Reynslan sem hann bjó að í málefnum þess var sú að hann hafði setið í sjö ár í sjávarútvegsnefnd auk þess sem hann hafði áður gegnt embætti landbúnaðarráðherra í þrjú ár eða á árunum 1988 til 1991 (sjá hér)
Össur Skarphéðinsson hafði setið í sjö ár í utanríkismálanefnd og Ögmundur Jónasson hafði setið í samtals í fjögur ár í allsherjarnefnd þegar hann tók við af Rögnu Árnadóttur haustið 2010 (sjá hér). Össur Skarphéðinsson hafði líka verið ráðherra í alls fjögur ár áður en hann var skipaður yfir Utanríkisráðuneytið vorið 2009. Hann tók við af Eiði Guðmundssyni sem umhverfisráðherra árið 1993 en það var í fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar (sjá hér). Hann var svo skipaður iðnaðarráðherra í öðru ráðuneyti Geirs H. Haarde (sjá hér).
Í töflunni hér að neðan er gerð tilraun til að draga það fram sem hefur komið fram hér að ofan um mislanga reynslu þeirra, sem voru taldir, úr nefndum sem viðkomu ráðuneytunum sem þau stýrðu í seinna ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur. Auk þess er það talið ef þessir gegndu formennsku í umræddum nefndum.
| tengd nefnd | fj. ára | formaður | fj. ára |
Katrín Júlíusdóttir | x | 4/2 | x | 2/ |
Guðbjartur Hannesson | x | 3 | x | 1 |
Katrín Jakobsdóttir | x | 2 | ||
Steingrímur J. Sigfússon | x | 8/7 | x | /3 |
Össur Skarphéðinsson | x | 7 | ||
Ögmundur Jónasson | x | 1/4 | ||
Meðaltal | 5/4 |
Það sem vekur mesta athygli hér er að helmingurinn hafði reynslu af formennsku í þeim nefndum sem viðkoma þeim málaflokkum sem þeir voru skipaðir yfir á kjörtímabilinu 2009-2013. Í þessu sambandi er rétt að minna á að Katrín og Guðbjartur nutu þess að Samfylkingin hafði verið í stjórn frá árinu 2007 en það er eitthvað annað sem skýrir það að Steingrímur J. Sigfússon var formaður sjávarútvegsnefndar árin 1995 til 1998 þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur sátu saman í stjórn (sjá hér). Sama kjörtímabil var Össur Skarphéðinsson formaður heilbrigðis- og trygginganefndar ásamt því að vera í utanríkismálanefnd.
Má vera að báðir hafi notið þess að þeir höfðu verið ráðherrar í þeim ríkisstjórnum sem sátu á árunum á undan með ráðherrum sem héldu um stjórnartaumana þetta kjörtímabil. Steingrímur J. með þeim Halldóri Ásgrímssyni og Guðmundi Bjarnasyni en Össur með þeim Davíð Oddssyni, Friðriki Sophussyni, Halldóri Blöndal og Þorsteini Pálssyni. Munurinn er sá að Össur var formaður allt kjörtímabilið 1995 til 1999 en Steingrímur hefur vikið úr nefndinni ári áður en það var á enda.
Það þarf svo að útskýra uppsetninguna á árafjölda Katrínar Júlíusdóttur, Steingríms J. Sigfússonar og Ögmundar Jónassonar í töflunni hér að ofan áður en lengra er haldið. Eins og hefur komið fram áður þá sátu þessi yfir fleiru en einu ráðuneyti á síðasta kjörtímabili. Katrín var skipaður iðnaðarráðherra vorið 2009 en hún átti sæti í iðnaðarnefnd á árunum 2005-2009. Frá 2007 og fram til ársins 2009 var hún formaður nefndarinnar. Fram að því hafði hún líka átt sæti í fjárlaganefnd en hún tók við Fjármálaráðuneytinu þegar hún sneri úr fæðingarorlofi haustið 2012 (sjá hér).
Steingrímur J. Sigfússon átti sæti í efnahags- og viðskiptanefnd í átta ár eða frá árinu 1991 til ársins 1999. Á sama tíma sat hann í sjávarútvegsnefnd en reyndar einu ári skemur. Árin 1995-1998 var hann formaður sjávarútvegsnefndarinnar eins og var rakið hér að framan. Ögmundur Jónasson sat í eitt ár í heilbrigðis- og trygginganefnd eða árin 1995 til 1996. Vorið 2009 var hann skipaður heilbrigðisráðherra en vék úr því embætti eftir nokkurra mánaða veru. Ári síðar tók hann við Innanríkisráðuneytinu en hann hafði átt sæti í allsherjarnefnd í alls fjögur ár.
Skástrikin í töflunni hér að ofan afmarka sem sagt árafjöldann sem þessi sátu í þeim nefndum sem tengjast málaflokkum ráðuneytanna sem þau stýrðu á síðasta kjörtímabili. Tölurnar sem eru fyrir framan skástrikið eiga við þá nefnd sem tengist ráðuneytinu sem þessi þrjú stýrðu í upphafi síðasta kjörtímabils en sú fyrir aftan því sem þau stýrðu við þinglok vorið 2013.
Nánar verður farið í sum þeirra atriða sem koma fram í yfirlitinu hér að ofan í næstu færslu en fjöldi þingnefnda og samanlögð þingnefndarvera hvers ráðherra í síðustu og núverandi ríkistjórn verða dregin saman í lokakafla þessarar færslu. Áður en kemur að yfirliti sem sýnir í hvaða fastanefndum þingsins ráðherrar núverandi ríkisstjórnar hafa setið er yfirlit yfir nefndarstörf þeirra sem sátu tímabundið á ráðherrastóli á síðasta kjörtímabili.
Ráðherrar í styttri tíma | nefndarheiti |
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra (2009-2011) | fjárlaganefnd 1999-2009, samgöngunefnd 1999-2003, landbúnaðarnefnd 2003-2007, sjávarútvegsnefnd 2006-2007, viðskiptanefnd 2007-2009, efnahags- og skattanefnd 2009. |
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamála- ráðherra (2009-2010) efnahags- og viðskiptaráðherra (2010-2011) | heilbrigðis- og trygginganefnd 2007, heilbrigðisnefnd 2007-2009, utanríkismálanefnd 2007-2009; varaformaður, viðskiptanefnd 2007-2009, allsherjarnefnd 2009;formaður, menntamálanefnd 2009. |
Kristján L. Möller samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra 2009-2010 | félagsmálanefnd 1999-2000, samgöngunefnd 1999-2003 og 2004-2007, iðnaðarnefnd 2003-2004, sjávarútvegsnefnd 2003-2006, heilbrigðis- og trygginganefnd 2006-2007. |
Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra (2009-2010) | heilbrigðis- og trygginganefnd 2007, heilbrigðisnefnd 2007-2009, iðnaðarnefnd 2007-2009, allsherjarnefnd 2009, viðskiptanefnd 2009; formaður, efnahags- og skattanefnd 2009. |
Oddný G. Harðardóttir, fjármála- og efnahagsráðherra (2011-2012) | fjárlaganefnd 2009-2011; formaður 2010-2011, menntamálanefnd 2009-2011; formaður 2010-2011, samgöngunefnd 2009-2010, allsherjar- og menntamálanefnd 2011. |
Það er vissulega margt forvitnilegt sem kemur fram í töflunni hér að ofan. Það sem vekur þó líklega mesta athygli er í hve mörgum nefndum Oddný G. Harðardóttir hefur setið í á aðeins tveimur árum. Hún hefur líka verið formaður í tveimur þeirra sitthvort árið.
Nefndarreynsla Álfheiðar Ingadóttur er ekki síður athyglisverð þar sem hún hefur verið sett í þrjár nýjar nefndir árið sem fyrrverandi ríkisstjórn komst til valda og gerð að formanni einnar þeirra. Hún hefur því væntanlega ekki setið í þessum nefndum nema u.þ.b. hálft ár áður en hún tók við ráðuneytinu sem Ögmundur Jónasson fékk í sinn hlut við ráherraskipunina vorið 2009.
Í stað þess að dvelja frekar við þessi atriði er hér næst tafla sem dregur fram hversu lengi þeir ráðherrar, sem sátu tímabundið á ráðherrastóli á síðasta kjörtímabili, höfðu setið í nefndum sem fjölluðu um sömu málefni og ráðuneytin sem þeir stýrðu. Aðeins einn þessara hafði verið formaður í viðkomandi nefnd.
tengd nefnd | fj. ára | formaður | fj. ára | |
Jón Bjarnason | x | 4 | ||
Árni Páll Árnason | x | 1/2 | ||
Kristján L. Möller | x | 7 | ||
Álfheiður Ingadóttir | x | 2 | ||
Oddný G. Harðardóttir | x | 2 | x | 1 |
Meðaltal | 3/3 |
Vorið 2009 var Árni Páll skipaður félags- og tryggingamálaráðherra en hann tók síðan við af Gylfa Magnússyni sem viðskipta- og efnahagsráðherra haustið 2010 (sjá hér). Steingrímur J. Sigfússon tók við ráðuneyti hans á nýársdag árið 2012 ásamt ráðuneytinu sem Jón Bjarnason hafði setið yfir en Oddný G. Harðardóttir tók við Fjármálaráðuneytinu á gamlársdag ársins 2011 (sjá hér). Ráðherrahrókeringar haustsins 2010 hafa þegar verið raktar.
Hér má geta þess að það er afar forvitnilegt að skoða hvaða nefndarsæti þeir hlutu sem voru leystir frá ráðherraembættum á síðasta kjörtímabili. Ástæðan er ekki síst sú að slík skoðun gefur væntanlega einhverja hugmynd um það í hvaða virðingarröð nefndirnar eru og líka hvar í goggunarröðinni viðkomandi einstaklingar eru innan síns eigin flokks. Niðurstöður þeirrar skoðunar bíður næstu færslu.
Loks er það yfirlit sem dregur fram nefndarsetu núverandi ráðherra í fastanefndum þingsins. Hér er líklegt að það sem veki einkum athygli sé fjöldi þeirra nefnda sem Eygló Harðardóttir hafði setið í áður en hún var skipuð félags- og húsnæðisráðherra. Það er rétt að benda á að vera hennar í nefndunum, sem fyrst eru taldar, nær væntanlega ekki að fylla nema tvo til þrjá mánuði þar sem hún tók við nefndarsætum Guðna Ágústssonar þegar hann sagði af sér þingmennsku í miðjum nóvember 2008. Vegna þess að þetta er óstaðfest ágiskun er þetta þó talið eins og það er gefið upp í ferilskránni hennar.
Ráðherrar núverandi stjórnar | þingnefndir |
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra | utanríkismálanefnd 2009-2013. |
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra | allsherjarnefnd 2003-2007; formaður, fjárlaganefnd 2003-2007, iðnaðarnefnd 2003-2004 og 2007, heilbrigðis- og trygginganefnd 2004-2005, utanríkismálanefnd 2005-2013; formaður 2007-2009, efnahags- og skattanefnd 2007-2009. |
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra | fjárlaganefnd 2007-2013, iðnaðarnefnd 2007-2009, umhverfisnefnd 2009-2011. |
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmála- ráðherra | efnahags- og skattanefnd 2007, fjárlaganefnd 2007-2009 og 2011-2012, menntamálanefnd 2007-2009, umhverfisnefnd 2007-2009, viðskiptanefnd 2010-2011, allsherjarnefnd 2010-2011. |
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra | efnahags- og skattanefnd 2007-2009, iðnaðarnefnd 2007-2009, utanríkismálanefnd 2007-2009, 2010 og 2011-2013, viðskiptanefnd 2009-2010. |
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðisráðherra | heilbrigðisnefnd 2008-2009, iðnaðarnefnd 2008-2009, umhverfisnefnd 2008-2009, menntamálanefnd 2009-2011, viðskiptanefnd 2009-2011, allsherjar- og menntamálanefnd 2011, velferðarnefnd 2011-2012, efnahags- viðskiptanefnd 2012-2013. |
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra umhverfis- og auðlindaráðherra | sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009-2011, atvinnuveganefnd 2011-2013. |
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra | iðnaðarnefnd 2009-2011, utanríkismálanefnd 2011-2013. |
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson átti aðeins sæti í einni fastanefnd Alþingis á síðasta kjörtímabili. Hann sat allt kjörtímabilið í utanríkismálanefnd. Vert er að vekja athygli á því að Jóhanna Sigurðardóttir hafði einnig átt sæti í þeirri sömu nefnd. Hún sat þar þó ekki nema eitt ár eða frá 1995 til 1996. Um verksvið nefndarinnar segir:
Nefndin fjallar um samskipti við erlend ríki og alþjóðastofnanir, varnar- og öryggismál, útflutningsverslun, málefni Evrópska efnahagssvæðisins og þróunarmál, svo og utanríkis- og alþjóðamál almennt. Enn fremur fjallar nefndin um skýrslur alþjóðanefnda sem og skýrslu utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál. (sjá hér)
Eins og áður hefur verið vikið að verður sú þingnefndareynsla sem þessi tvö eiga sameiginlega til frekari skoðunar í næstu færslum. Hér verður það hins vegar tekið til skoðunar hvort það sé jafn almennt meðal þeirra, sem Sigmundur Davíð skipaði til ráðherraembætta, að þeir hafi setið í nefndum sem snerta málefni ráðuneytanna sem þeir stýra eins og meðal þeirra sem fóru með völdin á árunum 2009-2013,
Það hefur þegar verið farið ýtarlega í það að þeir sem gegna ráðherraembættum nú hafa að jafnaði ekki jafnlagna þingreynslu og þeir sem voru ráðherrar í síðustu ríkisstjórn. Þar af leiðandi kemur það væntanlega engum á óvart að reynsla núverandi ráðherra af þingnefndarstörfum er ekki jafnlöng og þeirra sem höfðu setið lengst inni á þingi í ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur.
Í ljósi þess að það munar sjö árum á meðaltalsþingreynslu (fimm ef þingreynslualdur þeirra sem sátu tímabundið er reiknaður inn í meðaltalið) núverandi ráðherra og þeirra, sem voru leystir frá embættum vorið 2013, er eðlilegt að gera ráð fyrir að það muni líka umtalsverðu á fjölda þeirra nefnda sem þessi höfðu setið í áður en að skipun þeirra kom. Sú er hins vegar ekki raunin í öllum tilvikum. Meiri hluti þeirra sem sitja á ráðherrastóli hafa átt sæti í nefndum sem fjalla um málefni ráðuneytisins sem þeim var trúað fyrir en tveir hafa enga slíka innsýn.
Þetta eru þau Hanna Birna Kristjánsdóttir og Kristján Þór Júlíusson. Hanna Birna á það sameiginlegt með Svandísi Svavarsdóttur að koma beint úr borgarpólitíkinni inn á þing og vera samstundis skipuð til ráðherraembættis. Svandís átti fjögurra ára reynslu úr borgarpólitíkinni að baki en Hanna Birna ellefu (sjá hér).
Kristján Þór á reyndar langan feril af sveitarstjórnarsviðinu en vorið 2013 hafði hann átt sæti á Alþingi í sex ár og setið þrjár nefndir. Engin þeirra snerti þó málefni Heilbrigðisráðuneytisins sem hann var skipaður yfir. Þar af leiðandi kemur hann hvorki fyrir á myndinni hér að neðan eða er getið í töflunni í framhaldi hennar.
Þau eru sex meðal núverandi ráðherra sem áttu sæti í nefndum sem snerta málefni þeirra ráðuneyta sem núverandi forsætisráðherra skipaði þau yfir. Þegar tíminn sem þau sátu í þessum nefndum er borinn saman við tíma fyrrverandi ráðherrahóps sést að ekki munar jafn miklu og mætti búast við. Ekki síst þegar miðað er við muninn á þingreynslutíma þessara tveggja hópa. Það sem samanburðurinn leiðir hins vegar í ljós og vekur sérstaka athygli er að enginn þeirra sem gegnir ráðherraembættum nú hafði verið formaður í þeim nefndum sem hér eru taldar.
tengd nefnd | fj. ára | formaður | fj. ára | |
Bjarni Benediktsson | x | 6 | ||
Illugi Gunnarsson | x | 2 | ||
Ragnheiður Elín Árnadóttir | x | 3 | ||
Eygló Harðardóttir | x | 1 | ||
Sigurður Ingi Jóhannsson | x | 4 | ||
Gunnar Bragi Sveinsson | x | 2 | ||
Meðaltal | 3 |
Það hefur heldur enginn núverandi ráðherra reynslu af því að stýra fastanefnd nema Bjarni Benediktsson. Hann er sá í ráðuneyti Sigmundar Davíðs sem á lengsta starfsaldurinn. Hann á líka lengstu veruna í þingnefndum sem snerta ráðuneytið sem hann stýrir; þ.e. fjögur ár í fjárlaganefnd og síðar tvö ár í efnahags- og skattanefnd.
Kristján Þór Júlíusson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Illugi Gunnarsson áttu öll sex ára þingreynslu að baki þegar þau voru skipuð til núverandi ráðherraembætta. Eins og var tekið fram hér á undan þá hefur Kristján aldrei átt sæti í þingnefnd sem fjallar um heilbrigðismál. Illugi Gunnarsson átti hins vegar sæti í menntamálanefnd á árunum 2007-2009 og Ragnheiður Elín Árnadóttir hafði bæði setið í iðnaðarnefnd og viðskiptanefnd áður en hún var skipuð iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Samtals í þrjú ár.
Eygló Harðardóttir átti sæti í velferðarnefnd í eitt ár eða þingárið 2011-2012. Auk þess má geta þess hér að hún var formaður verðtryggingarnefndar (sjá skýrslu hér), sem var skipuð af Gylfa Magnússyni, og í samráðshópi um húsnæðisstefnu frá árinu 2010 (sjá skýrslu hér), sem var skipuð af Guðbjarti Hannessyni. Þessar nefndir eru taldar í næsta kafla.
Sigurður Ingi átti sæti í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd í tvö ár og svo áfram þegar henni var steypt inn í atvinnuveganefnd haustið 2011. Samtals fjögur ár eða allt síðasta kjörtímabil. Gunnar Bragi sat í utanríkismálanefnd frá 2011 til 2013.
Áður en lengra verður haldið með þennan samanburð má minna á það að af þeim átta sem sátu á ráðherrastóli undir lok síðasta kjörtímabils höfðu þrír verið formenn fastanefnda sem fóru með sömu málefni og þau ráðuneyti sem þeir voru skipaðir yfir. Fjórir ef Oddný G. Harðardóttir er talin með.
Reyndar hafði enginn setið lengur en í þrjú ár sem slíkur en þetta vekur sérstaka athygli fyrir það að enginn þeirra sem er ráðherra nú hafði verið formaður í þeirri nefnd sem fer með málefni þess ráðuneytis sem hann stýrir nú. Það má líka benda á að bæði Guðbjartur Hannesson og Oddný G. Harðardóttir höfðu verið formenn í tveimur nefndum þegar kom að skipun þeirra. Guðbjartur Hannesson kom nýr inn á þing vorið 2007 en Oddný vorið 2009.
Það er ekki síður athyglisvert að í núverandi ráðherrahópi er það aðeins Bjarni Benediktsson sem hefur verið formaður í einhverri fastanefnd Alþingis en þau voru fjögur, sem luku síðasta kjörtímabili á ráðherrastóli, sem höfðu slíka reynslu. Reyndar fimm ef formannsreynsla Jóhönnu er talin með. Ástæðan fyrir því að hún er ekki höfð með á myndinni hér að ofan er að reynsla hennar stendur fyrir utan núverandi nefndarskipan.
Nánari grein er gerð fyrir formannsreynslu Jóhönnu Sigurðardóttur í lokakafla þessarar færslu en þegar allt er talið þá höfðu níu af fimmtán ráðherrum síðustu ríkisstjórnar reynslu af formennsku í nefndum og/eða ráðum á vegum stjórnsýslunnar.
Þrír þeirra sem voru ráðherrar tímabundið bjuggu að slíkri reynslu. Ragna Árnadóttir hafði líka reynslu sem formaður nefnda sem var stofnað til af frumkvæði Alþingis (sjá hér). Það vekur sérstaka athygli að allir ráðherrar Samfylkingarinnar sem sátu á ráðherrastóli við lok kjörtímabilsins, vorið 2013, höfðu verið formenn þingskipaðra nefnda og/eða ráða einhvern tímann á þingmannsferlinum.
Sérnefndir og önnur trúnaðarstörf
Eins og kemur fram í kaflanum hér á undan verða þær nefndir taldar hér sem eru kallaðar aðrar nefndir samkvæmt þessu yfirliti alþingisvefsins. Hér eru líka taldar svokallaðar sérnefndir en það er breytilegt á milli kjörtímabila og þinga hverjar þær eru. Á síðasta þingi voru þær óvenju margar. Þar af leiðandi hafa einhverjir þeirra sem eru ráðherrar nú orðið sér úti um reynslu af nefndarstörfum þaðan.
Á undanförnum árum hefur verið skipað nokkuð reglulega í sérnefnd um stjórnarskrármál. Árið 2005 var hins vegar stofnuð sérstök stjórnarskrárnefnd undir forystu Jóns Kristjánssonar. Sú nefnd starfaði í tvö og hálft ár og lauk störfum með útgáfu skýrslu (sjá hér). Þeir sem voru ráðherrar á síðasta kjörtímabili eiga margir nefndarferil úr þessum nefndum.
Kjörbréfanefnd hefur hins vegar verið skipuð í upphafi hvers þings. Samkvæmt yfirliti alþingisvefsins (sjá hér) hefur hún talist til annarra þingnefnda. Frá og með breytingum síðustu ríkisstjórnar á stjórnskipunarlögum, sem tóku gildi um mitt ár 2011 (sjá hér), heyra málefni hennar svo og sérnefnda um stjórnarskrármál/stjórnarskrárnefnda undir sérstaka stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem er orðin ein af fastanefndum þingsins. Hlutverk hennar er að fjalla:
um stjórnarskrármál, málefni forseta Íslands, Alþingis og stofnana þess, kosningamál, málefni Stjórnarráðsins í heild og önnur mál sem varða æðstu stjórn ríkisins. Enn fremur fjallar nefndin um ársskýrslu og tilkynningar umboðsmanns Alþingis, svo og um skýrslur Ríkisendurskoðunar. [...]
Nefndin skal einnig hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur gagnvart framkvæmdarvaldinu. Komi beiðni um slíka athugun frá a.m.k. fjórðungi nefndarmanna skal hún fara fram. Um athugun sína getur nefndin gefið þinginu skýrslu.
Nefndin skal jafnframt leggja mat á og gera tillögu til Alþingis um hvenær rétt er að skipa rannsóknarnefnd, sbr. lög um rannsóknarnefndir. Nefndin tekur skýrslur slíkrar nefndar til umfjöllunar og gefur þinginu álit sitt um þær og gerir tillögur um frekari aðgerðir þingsins. (sjá hér)
Fjórir þeirra, sem eiga þær ferilskrár sem hafa verið til skoðunar hér, höfðu setið í kjörbréfanefnd áður en þeir urðu ráðherrar. Fimm ef Álfheiður, sem sat tímabundið yfir Heilbrigðisráðuneytinu, er talin með en væntanlega hefur hún verið komin með hálfs árs reynslu þaðan þegar hún tók við Heilbrigðisráðuneytinu haustið 2009.
Reyndar á þetta líka við um þrjár þeirra fastanefnda sem Álfheiður hafði átt sæti í áður en að skipun hennar kom og svo reynslu hennar sem nefndarformanns. Þessi reynsla hefur þegar verið talin en það þykir tilhlýðilegt að benda á að ekki kemur fram hvort Álfheiði voru úthlutuð þessi nefndarhlutverk í fyrra eða seinna ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur. Hér er miðað við að það hafi verið í því fyrra eða þegar Jóhanna tók við völdum sem forsætisráðherra 1. febrúar 2009.
Þingvallanefnd er sennilega ein elsta sérnefnd þingsins en hún varð til við það að Þingvellir voru gerðir að þjóðgarði árið 1928 (sjá athyglisverða grein um nefndina hér). Nefndin er skipuð sjö alþingismönnum og heyrir undir Forsætisráðuneytið (sjá hér). Meira verður sagt af þessari nefnd í næstu færslu.
Forsætisnefnd er væntanlega enn eldri en hana skipa forseti Alþingis og varaforsetar. Veru í þessari nefnd er ekki getið sérstaklega í ferilskrám fyrrverandi og núverandi alþingismanna en þar er hins vegar talið ef þeir hafa verið forsetar eða varaforsetar Alþingis. Þessi höfðu gegnt embætti varaforseta og hafa þar af leiðandi átt sæti í forsætisnefnd áður en kom til skipunar þeirra í ráðherraembætti:
Hér þykir ástæða til þess að vekja athygli á því að Guðbjartur Hannesson, sem hafði setið í tvö ár inni á þingi þegar síðasta ríkisstjórn tók við, var forseti Alþingis árið 2009. Sama ár var hann settur formaður einnar fastanefndar þingsins en ári síðar var hann skipaður til ráðherraembættis. Guðbjartur er sá í þeim hópi, sem hér hefur verið borinn saman, sem á að baki lengsta stjórnmálaferilinn af sveitarstjórnarstiginu eða 26 ár (sjá hér).
Það er reyndar áberandi að af þeim fjórum sem eiga sögu innan úr forsætisnefndinni á þingferlinum eru þrír samfylkingarráðherrar. Það vekur væntanlega athygli líka að Össur hefur orðið annar varaforseti á fyrsta ári sínu á þingi en það ár sátu Alþýðuflokkur með Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn undir fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar (sjá hér).
Jóhanna var 2. varaforseti Neðri deildar ári eftir að hún kom inn á þing en það ár sat flokkur hennar, Alþýðuflokkurinn í ríkisstjórn með Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokki undir forsæti Ólafs Jóhannessonar (sjá hér). Stjórnarsamstarfið náði rétt rúmu ári áður en Alþýðuflokkur sprengdi ríkisstjórnina (sjá hér).
Árið 1983 til 1984 var Jóhanna svo 1. varaforseti en það ár varð Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í fyrsta skipti í stjórnarsamstarfi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þetta er ekki síður athyglisvert fyrir það að Steingrímur gegndi sínu fyrsta ráðherraembætti í þeirri ríkisstjórn sem Alþýðuflokkurinn hafði sprengt fjórum árum áður. Það skal tekið fram að það má vel vera að á þeim tíma, sem Alþingi var þrjár málstofur, hafi stjórnarandstaðan skipað forseta Neðri deildar.
Árið 2003 til 2007 störfuðu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur saman undir þremur forsætisráðherrum: Davíð Oddsyni, Halldóri Ásgrímssyni og Geir H. Haarde (sjá hér). Jóhanna Sigurðardóttir var hins vegar 4. varaforseti Alþingis allt það kjörtímabil.
Hlutverk Forsætisnefndar er að hún skipuleggur þinghaldið, hefur umsjón með alþjóðasamstarfi, fjallar um fjárhagsáætlanir þingsins og setur almennar reglur um rekstur þingsins og stjórnsýslu (sjá hér). Þess má svo geta að nánar verður fjallað um þessa nefnd og þýðingu hennar eins og Þingvallanefndarinnar í næstu færslu.
Hér er svo loks yfirlit þar sem þær sérnefndir/aðrar nefndir eru dregnar fram sem ráðherrarnir, sem voru leystir undan embættisskyldum sínum vorið 2013, áttu sæti í áður en þeir voru skipaðir. Hér eru líka talin önnur trúnaðarstörf en þar er átt við forseta- og varaforsetahlutverk.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra | í stjórnarnefnd um málefni þroskaheftra og öryrkja 1979-1983; formaður, í nefnd til að undirbúa frumvarp um tilhögun og framkvæmd fullorðinsfræðslu og endurskoðun laga um almannatryggingar 1978 í tryggingaráði 1978-1987; formaður 1979-1980 sérnefnd um stjórnarskrármál 1995-1997, 1999-2000 og 2004-2007, kjörbréfanefnd 1999-2003. Önnur trúnaðarstörf á vegum Alþingis: 2. varaforseti Neðri deildar 1979, 1. varaforseti Neðri deildar 1983-1984, 4. varaforseti Alþingis 2003-2007. |
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra | Önnur trúnaðarstörf á vegum Alþingis: forseti Alþingis 2009. |
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðherra | í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1983-1987, sérnefnd um stjórnarskrármál 2004-2005, Í stjórnarskrárnefnd 2005-2007. |
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra | kjörbréfanefnd 1999-2003, í stjórnarskrárnefnd 2005-2007. Önnur trúnaðarstörf á vegum Alþingis: 2. varaforseti Neðri deildar 1991. |
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra | kjörbréfanefnd 1999-2007, sérnefnd um stjórnarskrármál 1999-2003, 2004 og 2005-2007. |
Eins og var rakið hér á undan er margt athyglisvert í sambandi við það sem kemur fram í þessari töflu um sérnefndareynslu þeirra sem þar koma fyrir. Til viðbótar því sem þegar hefur verið gerð sérstök grein fyrir þykir ástæða til undirstrika það að fjórir af þeim átta, sem voru ráðherrar undir lok síðasta kjörtímabils, höfðu starfað með hinum ýmsu nefndum sem höfðu fjallað um Stjórnarskrána á undangegnum árum eða frá því að EES-samningurinn var lögleiddur hér á landi (sjá hér).
Það sem þessi mynd dregur fram vekur ekki síst athygli í ljósi þess hvar áherslur síðustu ríkisstjórnar lágu undir lok valdatímabils hennar. Miðað við þann tíma sem Jóhanna og Ögmundur hafa setið í nefndum, þar sem Stjórnarskráin hefur verið sérstakt umfjöllunarefni, er ekki óvarlegt að ætla að bæði þekki hana eins og eigin handarbök.
Eins og kom fram í upphafi þessa kafla þá eru stjórnarskrármál komin undir eina af þeim fastanefndum sem voru settar með breytingunum á þingskaparlögum árið 2011 (sjá hér) og heitir nú stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Það er þar af leiðandi sérstakt að enn einu sinni hafi stjórnarskrárnefnd verið sett á laggirnar en það var gert í nóvember á síðasta ári.
Samkvæmt því sem kemur fram á vef Forsætisráðuneytisins þá er stefnt að því að vinnu nefndarinnar ljúki tímanlega svo að hægt sé að samþykkja frumvarp til breytinga á stjórnarskránni á yfirstandandi kjörtímabili en unnt er að áfangaskipta vinnunni eftir því sem henta þykir (sjá hér).
Áður en kemur að yfirliti yfir veru núverandi ráðherra í öðrum nefndum og eða sérnefndum Alþingis er rétt að koma því á framfæri að af þeim fimm, sem sátu tímabundið á ráðherrastóli undir ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur, þá áttu aðeins Álfheiður Ingadóttir og Oddný G. Harðardóttir mislangan feril að baki í slíkum nefndum.
Reynsla Álfheiðar hefur þegar verið talin en hún hafði verið hálft ár í kjörbréfanefnd þegar hún var skipuð heilbrigðisráðherra haustið 2009. Oddný var svo meðal þeirra sem sátu í þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis árið 2009 til 2010 en tveir af núverandi ráðherrum áttu sæti í henni líka eins og fram kemur í eftirfarandi töflu.
þingnefndir | |
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra | sérnefnd um stjórnarskrármál 2004-2007 og 2009 (fyrri), í stjórnarskrárnefnd 2005-2007, kjörbréfanefnd 2005-2009. |
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmála- ráðherra | í nefnd um eflingu græna hagkerfisins 2010-2013. |
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra | þingskapanefnd 2011-2013, í Þingvallanefnd 2009-2013. |
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðisráðherra | þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009-2010, formaður verðtryggingarnefndar 2010-2011, í samráðshóp um húsnæðisstefnu 2011. |
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra umhverfis- og auðlindaráðherra | þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009-2010, í Þingvallanefnd 2009-2013. Önnur trúnaðarstörf á vegum Alþingis: 4. varaforseti Alþingis 2011-2013. |
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra | þingskapanefnd 2011-2013. |
Hér má sjá að Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson eru einu núverandi ráðherrarnir sem hafa setið í þeim sérnefndum sem er algengast að ráðherrar síðustu ríkisstjórnar hafi haft sína sérnefndareynslu. Þessar nefndir eru kjörbréfa-, forsætis- og stjórnarskrárnefnd og svo sérstök nefnd um stjórnarskrármál.
Algengasta sérnefndarreynsla núverandi ráðherrar er úr: þingskapanefnd, þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og svo Þingvallanefnd.
Illugi Gunnarsson átti sæti í nefnd um eflingu græna hagkerfisins. Nefndinni var ætlað það verkefni að kortleggja sóknarfæri íslensks atvinnulífs á sviði grænnar atvinnusköpunar (sjá hér) og skilaði af sér skýrslu um efnið haustið 2011 (sjá hér). Eygló Harðardóttir átti sæti í tveimur þeirra sérnefnda sem síðasta ríkisstjórn setti á laggirnar. Hún var formaður verðtryggingarnefndar sem starfaði árið 2010 til 2011 (sjá skýrslu) og í samráðshópi um húsnæðisstefnu árið 2011 (sjá skýrslu).
Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson sátu líka í þingmannanefndinni sem var ætlað að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í ljósi þess hver útkoma þeirrar vinnu varð er forvitnilegt að lesa það sem þessari nefnd var ætlað (sjá hér). Það er ekki síður forvitnilegt að rifja upp umræðuna inni á þingi um þetta efni (sjá hér) og síðast en ekki síst þingsályktunina sem var samþykkt af 63 þingmönnum í framhaldinu en þar segir m.a:
- Alþingi ályktar að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Mikilvægt sé að Alþingi verji og styrki sjálfstæði sitt og grundvallarhlutverk.
- Alþingi ályktar að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og leggur áherslu á að af henni verði dreginn lærdómur.
- Alþingi ályktar að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu, verklagi og skorti á formfestu.
- Alþingi ályktar að stjórnendur og helstu eigendur fjármálafyrirtækja á Íslandi beri mesta ábyrgð á bankahruninu.
- Alþingi ályktar að eftirlitsstofnanir hafi brugðist.
- Alþingi ályktar að mikilvægt sé að allir horfi gagnrýnum augum á eigin verk og nýti tækifærið sem skýrslan gefur til að bæta samfélagið. (sjá hér)
Sigurður Ingi Jóhannsson átti líka sæti í Þingvallanefnd ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Þau sátu allt síðasta kjörtímabil í nefndinni. Nefndin fer með yfirstjórn Þingvallaþjóðgarðs (sjá hér). Hér þykir tilefni til að vekja sérstaka athygli á því að enginn ráðherra fyrrverandi ríkisstjórnar hafði átt sæti í þessari nefnd.
Ragnheiður Elín átti svo sæti í þingskapanefnd ásamt Gunnari Braga Sveinssyni. Þessi nefnd var skipuð til að fjalla um frumvarp til laga um breytingu á lögum [...] um þingsköp Alþingis (nefndaskipan, eftirlitshlutverk Alþingis o.fl.) (sjá hér). Útkoman urðu lögin sem núverandi nefndarskipan Alþingis byggir á og tóku gildi á miðju ári 2011 (sjá lögin hér). Það má svo minna á að samkvæmt því sem kemur fram hér er einnig starfandi nefnd á þessu þingi til endurskoðunar á þessum sömu lögum.
Samdráttur
Áður en lokapunkturinn verður settur við þessa færslu verður skerpt á nokkrum þeirra atriða sem koma fram hér að ofan með því að setja þau fram í töflum. Fyrst eru það töflur sem sýna árið sem viðkomandi kom inn á þing, árafjöldann sem hann hafði setið inni á þingi áður en að kom að skipun hans í ráðherraembætti og svo árafjöldann sem hann hafði setið í þingnefnd. Ef við á þá er árafjöldinn sem viðkomandi hafði verið formaður í þingnefnd talinn líka. Síðast er svo tafla sem dregur það enn skýrar fram í hvað nefnd/nefndum viðkomandi hafði setið sem heyra málefnalega undir ráðuneytið sem sá situr/sat yfir.
Það hefur komið fram að allir innan beggja ráðherrahópanna höfðu einhverja reynslu innan úr nefndum sem viðkomu þeim málaflokkum sem heyrðu/heyra undir ráðuneytið sem þeir voru skipaðir yfir. Það er að segja allir nema þær Svandís Svavarsdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir, en þær tvær voru nýjar inni á þingi þegar þær voru skipaðar ráðherrar, og svo Kristján Þór Júlíusson. Aðrir höfðu sannarlega mislangan reynslualdur; allt frá einu ári upp í átta.
Það hefur líka verið drepið á það að það er því miður ekkert sérstaklega einfalt að stilla þeim atriðum, sem hér hafa verið til skoðunar, þannig upp að þau gefi nægilega skýra mynd til að draga af henni ályktanir um það hvort eða hvernig þessir þættir grundvalla skipun til ráðherraembættis. Fyrir því eru nokkrar ástæður sem skipta máli. Mikilvægasta ástæðan er sú að hvergi hefur verið gefið út opinberlega eftir hverju er farið við val þeirra sem eru skipaðir. Reyndar er útlit fyrir að það séu engar skráðar reglur heldur ákveði bara hver flokksformaður þetta fyrir sig (sjá hér).
Önnur praktísk atriði sem flækja málin líka snúa að vinnu- og/eða hefðarreglum varðandi aðferðarfræðina við að skipa í nefndir Alþingis. Sumt er vissulega bundið í lög en annað í flokksreglur þannig að það er ekki víst að sömu reglur gildi innan allra stjórnmálaflokkanna við úthlutun nefndarsæta. Það er heldur ekki útilokað að einhver nefndarsæti séu bundin heiðursmannasamkomulögum á milli einstaklinga og/eða þingflokka.
Það sem gerir þennan samanburð svo enn torsóttari er afar flókinn ráðherrakapall síðasta kjörtímabils og tíðar breytingar á heitum fastanefnda þingsins frá því þær voru settar á stofn fyrir rétt rúmum tuttugu árum. Það liggur svo væntanlega í augum uppi að það er hæpið að draga of víðtækar ályktanir um samhengi þing- og nefndarreynslu við skipun í ráðherraembætti með því að bera eingöngu saman ferilskrár ráðherra í tveimur ríkisstjórnum.
Það er rétt að skjóta því inn hér að dagurinn sem þessi færsla birtist mun leiða það í ljós hvernig núverandi ríkisstjórn bregst við því að Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur horfið úr Innanríkisráðuneytinu. Sá eða þeir sem koma inn í ríkisstjórnina í hennar stað verða teknir með í næstu færslum.
Hvað sem dagurinn í dag mun leiða í ljós þá voru komnar upp margar ástæður fyrir því að horfið var til þeirrar niðurstöðu að skipta þessum síðasta þætti samanburðarins á ferilskrám núverandi og fyrrverandi ráðherra niður í þrjár færslur. Hér hefur verið fjallað um þingreynslu, breytingar á nefndarskipan útskýrð og svo ferlar nokkurra sem eiga sér langan og/eða óvenjulegan þingferil ásamt því að telja fram þær nefndir sem samanburðarhópurinn hafði verið þátttakandi í á þingferlinum. Í næstu færslu verður þráðurinn tekinn upp þar sem frá verður horfið hér.
Þar verður þess freistað að ná betur utan um nefndarreynslu núverandi og fyrrverandi ráðherra með því að setja nefndarreynslu þeirra niður undir núverandi heitum þeirra. Auk þess verður fjallað um nefndirnar út frá því hvort hægt sé að greina einhvern nefndarferil sem er líklegri til að skila ráðherraembætti með einhverjum samanburði við ferilskrár ráðherra fyrri ríkisstjórna.
Áður en kemur að töflum með tölulegum upplýsingum, þar sem þing- og nefndarvera þeirra sem hér hafa verið til umfjöllunar er dregin saman, er rétt að vekja athygli á því að meðaltalstölurnar sem þeim fylgja eru í langflestum tilvikum námundaðar. Þegar hefur verið bent á að það er væntanlega svolítið hæpið að setja fram meðaltöl af þessu tagi en þau eru þó höfð með til að gera samanburðinn ögn aðgengilegri.
Í framhaldinu hér að neðan eru fyrst allir taldir sem voru ráðherrar við þinglok vorið 2013. Það skal tekið fram að þingveran er reiknuð frá því eftirtaldir voru kosnir inn á þing og þar til þeir voru skipaðir ráðherrar í seinna ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur. Nefndarveran er sá tími sem þessir höfðu setið í þingnefndum óháð því hvort um var að ræða nefndir sem voru taldar með fastanefndum eða sérnefndum hér að ofan.
þingár | þingvera | nefndarvera | formennska | |
Jóhanna Sigurðardóttir | 1978 | 31 | 21 | 4 |
Steingrímur J. Sigfússon | 1983 | 26 | 22 | 3 |
Össur Skarphéðinsson | 1991 | 18 | 14 | 5 |
Ögmundur Jónasson | 1995 | 14 | 14 | |
Katrín Júlíusdóttir | 2003 | 6 | 6 | 2 |
Guðbjartur Hannesson | 2007 | 3 | 3 | 1 |
Katrín Jakobsdóttir | 2007 | 2 | 2 | |
Svandís Svavarsdóttir | 2009 | |||
Meðaltalstölur | (1997) | 12 | 10 | 2 |
Það vekur væntanlega athygli að tölurnar yfir þingreynslu og nefndarveru þeirra þriggja, sem hafa setið lengst á Alþingi, skuli ekki stemma saman eins og hjá hinum sem eru taldir. Ástæðurnar fyrir þessu eru í meginatriðum tvær. Í fyrsta lagi sú að nefndarskipanin var með öðrum hætti fram til ársins 1991 en hin er sú að þau þrjú, sem hafa lengstu þingreynsluna, höfðu verið ráðherrar áður. En eins og áður hefur verið tekið fram þá sitja ráðherrar ekki í þingnefndum.
Jóhanna Sigurðardóttir hafði verið inni á þingi í 13 ár áður en núverandi nefndarskipulagi var komið á. Frá því að hún kom inn á þing var hún í tryggingaráði þar sem hún átti sæti næstu níu ár eða þar til hún var skipuð félagsmálaráðherra í fyrsta skipti árið 1987.
Fram að þeim tíma hafði Jóhanna Sigurðardóttir setið í tveimur stjórnarnefndum til endurskoðunar á lögum sem lutu að málefnum öryrkja og almannatrygginga. Hún var formaður annarrar þeirra í fjögur ár. Fyrsta árið var hún líka formaður í tryggingaráði.
Fram til þess að Jóhanna varð forsætisráðherra árið 2009 hafði hún átt sæti í hinum ýmsu nefndum þingsins í alls 21 ár og verið ráðherra í alls níu ár. Árið sem stendur út af er árið sem hún klauf sig úr Alþýðuflokknum og stofnaði Þjóðvaka (sjá hér).
Steingrímur J. Sigfússon kom inn á þing átta árum áður en núverandi nefndarskipun var sett í lög. Hann var umsvifalaust settur í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna en þar átti hann sæti í fjögur ár. Fimm árum síðar var hann skipaður landbúnaðarráðherra en hann gegndi því embætti í þrjú ár.
Miðað við ferilskrá Steingríms J. á alþingisvefnum þá er eins og það vanti eitt ár inn í nefndarferil hans en þegar kemur að þriðja hluta þessarar umfjöllunar, um þingreynslu þeirra sem voru ráðherrar í síðustu ríkisstjórn og þeirra sem eru það nú, kemur í ljós að á þessum tíma sat Steingrímur í Vestnorræna þingmannaráðinu. Þegar leitarvélin er sett af stað til að skoða hugsanleg hliðarverkefni hans sem tengjast veru hans þar kemur m.a. í ljós að hann átti sæti í utanríkismálanefnd Alþingis á árunum 1985 til 1986 án þess að það komi fram á ferilskrá hans á alþingisvefnum (sjá hér og síðan hér).
Þetta dæmi ætti að sýna að fyrir 1991 hafa bæði Steingrímur og Jóhanna eflaust átt sæti í forverum núverandi þingnefnda án þess að það komi fram í ferilskrám þeirra. Þetta takmarkar að sjálfsögðu allan samanburð á þeim sem voru kjörnir inn á þing fyrir 1991 við þá sem eiga þingferil eftir þann tíma.
Össur Skarphéðinsson kom nýr inn á þing sama ár og núverandi nefndarskipan var gerð að lögum. Hann hafði verið þrjú ár á þingi þegar hann var skipaður ráðherra í fyrsta skipti en alls hafði hann verið ráðherra í fjögur ár þegar Jóhanna Sigurðardóttir skipaði hann yfir Utanríkisráðuneytið. Samtals er nefndarvera hans og tíminn sem hann var ráðherra átján ár eða jafnlangur tími og hann hefur verið inni á þingi.
Af þeim ráðherrum sem sátu tímabundið á ráðherrastóli í ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttir var einn sem hafði verið ráðherra áður. Hér er átt við Kristján L. Möller en hann var eini ráðherrann sem sat áfram yfir sama ráðuneyti og hann stýrði í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar árin 2007 til 2009. Þetta skýrir þann tveggja ára mun sem er á þingveru hans og nefndarveru í töflunni hér að neðan.
þingár | þingvera | nefndarvera | formennska | |
Jón Bjarnason | 1999 | 10 | 10 | |
Kristján L. Möller | 1999 | 10 | 8 | |
Árni Páll Árnason | 2007 | 2 | 2 | 2 (vfm) |
Álfheiður Ingadóttir | 2007 | 2 | 2 | 0,5 |
Oddný G. Harðardóttir | 2009 | 2 | 2 | 2 |
Meðaltalstölur | (2004) | 5 | 5 | 1 |
Það eru þó nokkur atriði sem mætti staldra við hér og gera nánari grein fyrir en hér verður látið nægja að benda á tvö þeirra. Í fyrsta lagi þykir ástæða til að minnast á það að Árni Páll Árnason var formaður allsherjarnefndar í þá rúmu þrjá mánuði sem fyrra ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttir sat við völd. Það er þó ekki talið með hér en réttlætir vissulega námundun meðaltalstölunnar sem á við um formennsku þessa hóps í þingnefndum.
Það er líka vert að vekja athygli á því að hér eru allar tölur a.m.k. helmingi lægri en sambærilegar tölur í töflunni sem dregur fram sömu atriði varðandi þingferil þeirra sem sátu enn í ráðherraembætti við lok síðasta kjörtímabils. Það munar sjö árum á þingreynslualdrinum og munar að sjálfsögðu mestu um þann háa starfsaldur sem Jóhanna og Steingrímur höfðu á þingi.
Eins og við er að búast eru meðaltalstölur þeirra, sem sátu tímabundið á ráðherrastóli í seinna ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur, mun sambærilegri við reynslu ráðherranna sem stýra ráðuneytunum á núverandi kjörtímabili.
þingár | þingvera | nefndarvera | formennska | |
Bjarni Benediktsson | 2003 | 10 | 10 | 6 |
Kristján Þór Júlíusson | 2007 | 6 | 6 | |
Ragnheiður Elín Árnadóttir | 2007 | 6 | 6 | |
Illugi Gunnarsson | 2007 | 6 | 6 | |
Eygló Harðardóttir | 2008 | 5 | 5 | |
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson | 2009 | 4 | 4 | |
Sigurður Ingi Jóhannsson | 2009 | 4 | 4 | |
Gunnar Bragi Sveinsson | 2009 | 4 | 4 | |
Hanna Birna Kristjánsdóttir | 2013 | |||
Meðaltalstölur | (2008) | 5 | 5 |
Eins og áður hefur komið fram hefur enginn núverandi ráðherra reynslu af formennsku í þingnefndum fyrir utan Bjarna. Hann hefur hins vegar sex ára reynslu sem er lengri reynsla en nokkur þeirra sem var ráðherra á síðasta kjörtímabili hafði að baki þegar hann var skipaður til embættis. Bjarni hafði verið formaður tveggja nefnda, allsherjar- og utanríkismálanefndar, frá því að hann kom inn á þing þar til ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við völdum vorið 2009 (sjá hér).
Með því að nefndunum var fækkað á miðju ári 2011 hurfu mörg þeirra nefndarheita sem eru talin í köflunum hér að ofan. Það þýðir að verkefni þeirra eru komin undir aðrar nefndir með nýjum heitum. Heiti tveggja nefnda standa þó óbreytt en það eru Fjárlaganefnd og Utanríkismálanefnd.
Samanburði eins og þeim sem er brugðið upp í töflunni hér að neðan verður að taka með þessum fyrirvara en hér er nefndarreynsla þeirra sem hafa verið ráðherrar frá 2009 sett niður eftir flokkum og núverandi fastanefndum Alþingis. Tilgangurinn er að reyna að átta sig á því hvort það megi greina einhverjar málefnaáherslur og/eða feril sem eykur líkur á ráðherraskipun síðar meir.
Það flækir vissulega þessa viðleitni hversu margir sátu tímabundið á ráðherrastóli á síðasta kjörtímabili. Þeir eru þó hafðir með en látnir standa innan sviga. Það er svo rétt að minna á það að hér er stuðst við þau nefndarheiti sem voru ákveðin með lögunum um þingsköp Alþingis árið 2011 (sjá yfirlit yfir heiti þeirra hér).
Heiti fastanefndar | xS | xV | xB | xD | Samtals |
Allsherjar- og menntamálanefnd | 4 (2) | 2 (1) | 1 | 2 | 9 (3) |
Atvinnuveganefnd | 3 (1) | 2 (2) | 3 | 3 | 11 (3) |
Efnahags- og viðskiptanefnd | 2 (1) | 3 (2) | 1 | 3 | 9 (3) |
Fjárlaganefnd | 3 (1) | (1) | 3 | 6 (2) | |
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd | 2 | 1 (1) | 1 | 4 (1) | |
Umhverfis- og samgöngunefnd | 2 (2) | 1 (1) | 1 | 2 | 6 (3) |
Utanríkismálanefnd | 2 (1) | 2 | 2 | 2 | 8 (1) |
Velferðarnefnd | 4 (2) | 2 (1) | 1 | 1 | 8 (3) |
Sætafjöldi eftir flokkum | 22 (10) | 13 (9) | 9 | 17 | 61 (19) |
Sætafjöldi eftir ríkisstjórnum | 35 (19) | 26 |
Það er full ástæða til að setja fyrirvara varðandi samtölurnar sem standa neðst í töflunni hér að ofan. Þar ber að hafa í huga að þeir sem hafa átt ofantalin nefndarsæti hafa verið á þingi í mjög mislangan tíma. Mestur munurinn er á starfsaldri ráðherra fyrrverandi ríkisstjórnarflokka og ráðherra Framsóknarflokksins sem komu allir nýir inn á þing eftir bankahrunið haustið 2008. Þrátt fyrir að ráðherrar Framsóknar hafi styttri þing- og nefndarreynslu en ráðherrar annarra flokka munar samt ekki svo miklu á heildarfjölda nefndarsæta þeirra og ráðherra Vinstri grænna.
Mikilvægasti fyrirvarinn sem verður að hafa í huga þegar það sem kemur fram í töflunni hér að ofan er skoðað og metið er að undir sum núverandi nefndarheiti eru komin allt upp í þrjár nefndir. Sem dæmi má nefna að þau málefni sem eru nú undir Atvinuveganefnd voru áður í tveimur nefndum en enn áður í þremur. Í reynd eru það eingöngu tölurnar sem eiga við Fjárlaganefndina og Utanríkismálanefndina sem eru sæmilega marktækar þó hinar gefi væntanlega einhverjar vísbendingar samt um skiptingu nefndarsæta á milli stjórnmálaflokkanna sem hafa átt aðild að ríkisstjórnun síðustu sex ára.
Þess ber svo að geta í sambandi við tölurnar hér að ofan að það er á valdi þeirra stjórnmálaflokka, sem sitja í ríkisstjórn hverju sinni, hversu mörgum sætum stjórnarandstöðunni er úthlutað í nefndum og hvort einhverjir fulltrúar hennar eru skipaðir formenn eða varaformenn þeirra. Það eru síðan þingflokkarnir eða formenn stjórnmálaflokkanna sem deila nefndarsætunum á sína þingmenn. Vissulega væri forvitnilegt að vita eftir hverju er farið en það er líklegt að þar hafi virðingar- og/eða goggunarröð miklu meira að segja en góðu hófi gegnir.
Þeir eru orðnir býsna margir fyrirvararnir sem hafa verið settir varðandi áreiðanleika þess samanburðar sem hér hefur verið settur fram. Það er þó líklegra að þeir sem hafa þol til að lesa svona langar færslur velti innihaldinu fyrir sér áfram til þeirra spurninga sem þessum skrifum er ætlað að vekja. Þ.e. spurningum um það hvernig þingstörfum er háttað; hvar ákvarðanirnar eru teknar um það sem mestu máli skiptir; hverjir koma að þeim ákvörðunum og hvernig er staðið að þeim?
Síðasta tafla þessarar samantektar er fyrir þá allra áhugasömustu. Henni er skipt eftir ráðuneytum. Undir þeim eru taldir fulltrúar síðustu ríkisstjórnar vinstra megin en fulltrúar núverandi stjórnar hægra megin. Fyrir aftan nöfn þeirra er ártalið sem þessi komu inn á þing innan sviga. Ef embættisheiti þeirra voru/eru önnur en núverandi heiti ráðuneytanna kemur það fram fyrir neðan nöfn hlutaðeigandi. Ef viðkomandi sat ekki allt síðasta tímabil eða situr ekki lengur á þessu tímabilið kemur tíminn sem hann var í ráðherraembætti þar á eftir.
Þá eru taldar nefndir sem viðkoma málefnum ráðuneytanna sem þau sátu/sitja yfir. Þingreynslualdurinn og árafjöldinn sem þessi sátu í viðkomandi nefndum eru svo í sérdálkum fyrir aftan framantaldar upplýsingar. Til að undirstrika það enn frekar sem er ætlað að vera aðalatriðið hér þá er árafjöldinn sem eftirtaldir sátu í viðkomandi nefndum hafður rauður fyrir ráðherra síðustu ríkisstjórnar en blár fyrir ráðherra núverandi ríkisstjórnar.
Taflan vekur væntanlega líka athygli á því hve samanburðurinn er flókinn fyrir tíðar mannahrókeringar síðasta kjörtímabils en auk þess var ráðuneytunum fækkað og málefni annarra aukin. Í lok töflunnar er tekið mið að því að Hanna Birna Kristjánsdóttir ekki lengur í Innanríkisráðuneytinu en þessi færsla var send út rétt áður en yfirlýsing um það hver eftirmaður hennar verður var opinberuð. Miðað við vangaveltur þeirrar fréttar sem þessi færsla er hengd við er gert ráð fyrir að með þvi að það þarf að skipa eftirmann Hönnu Birnu verði fleiri breytingar á ráðherraskipaninni opinberaðar.
Fyrrverandi ráðherrar | ár | Núverandi ráðherrar | ár |
Forsætisráðuneytið | |||
Jóhanna Sigurðardóttir (1978) | 31 | Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (2009) | 4 |
utanríkismálanefnd 1995-1996 | 1 | utanríkismálanefnd 2009-2013 | 4 |
Fjármála- og efnahagsráðuneytið | |||
Steingrímur J. Sigfússon (1983) fjármálaráðherra 2009-2011 | 26 | Bjarni Benediktsson (2003) | 10 |
efnahags- og viðskiptanefnd 1991-1999 | 8 | fjárlaganefnd 2003-2007 | 4 |
Oddný G. Harðardóttir (2009) fjármálaráðherra 2011-2012 | 2 | efnahags- og skattanefnd 2007-2009 | 2 |
fjárlaganefnd 2009-2011; formaður 2010-2011 | 2 | ||
Katrín Júlíusdóttir (2003) | 6 | ||
fjárlaganefnd 2005-2007 | 2 | ||
Félags- og húsnæðisráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið | |||
Ögmundur Jónasson (1995) heilbrigðisráðherra 2009 | 14 | Kristján Þór Júlíusson (2007) heilbrigðisráðherra | 6 |
heilbrigðis- og trygginganefnd 1995-1996 | 1 | ||
Árni Páll Árnason (2007) félags- og tryggingamálráðherra 2009-2010 | 2 | Eygló Harðardóttir (2008) félags- og húsnæðismálaráðherra | 5 |
heilbrigðisnefnd | 2 | velferðarnefnd 2011-2012 | 1 |
Álfheiður Ingadóttir (2007) heilbrigðisráðherra 2009-2010 | 2 | sérnefndir: verðtrygginganefnd 2010-2011; formaður samráðshópur um húsnæðisstefnu 2011 | 1 |
heilbrigðisnefnd 2007-2009 | 2 | ||
Guðbjartur Hannesson (2009) félags-, trygginga- og heilbrigðis- ráðherra 2010 velferðaráðherra 2011-2013 | 1 | ||
félags- og tryggingamálanefnd 2007-2010; formaður 2009-2010 | 3 | ||
Mennta- og menningarmálaráðuneytið | |||
Katrín Jakobsdóttir (2007) | 2 | Illugi Gunnarsson (2007) | 6 |
menntamálanefnd 2007-2009 | 2 | menntamálanefnd 2007-2009 | 2 |
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið | |||
Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra 2009-2010 | Ragnheiður Elín Árnadóttir (2007) | 6 | |
iðnaðarnefnd 2007-2009 | 2 | ||
Árni Páll Árnason (2007) efnahags- og viðskiptaráðherra 2010-2011 | viðskiptanefnd 2009-2010 | 1 | |
viðskiptanefnd 2007-2009 | 2 | ||
Steingrímur J. Sigfússon (1983) efnahags- og viðskiptaráðherra 2012 | |||
efnahags- og viðskiptanefnd 2001-2005 | 4 | ||
Katrín Júlíusdóttir (2003) iðnaðarráðherra 2009-2012 | |||
iðnaðarefnd 2005-2009; formaður 2007-2009 | 4 | ||
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið | |||
Jón Bjarnason (1999) sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra 2009-2011 | 10 | Sigurður Ingi Jóhannsson (2009) | 4 |
landbúnaðarnefnd 2003-2007 | 4 | sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009-2011 | 2 |
sjávarútvegsnefnd 2006-2007 | 1 | atvinnuveganefnd 2011-2013 | 2 |
Steingrímur J. Sigfússon (1983) sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra 2012 atvinnu- og nýsköpunarráðherra 2012-2013 | |||
landbúnaðarráðherra 1988-1991 | 3 | ||
sjávarútvegsnefnd 1991-1998; formaður | 7 | ||
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið | |||
Svandís Svavarsdóttir (2009) umhverfisráðherra 2009-2012 umhverfis- og auðlindaráðherra 2012-2013 | Sigurður Ingi Jóhannsson (2009) | ||
Utanríkisráðuneytið | |||
Össur Skarphéðinsson (1991) | 18 | Gunnar Bragi Sveinsson (2009) | 4 |
utanríkismálanefnd 1995-1999 og 2005-2007 | 6 | utanríkismálanefnd 2011-2013 | 2 |
Innanríkisráðuneytið | |||
Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttinda- ráðherra 2009-2010 | Hanna Birna Kristjánsdóttir (2013) 2013-2014 | ||
Kristján L. Möller (1999) samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra 2009-2010 | 10 | ||
samgönguráðherra 2007-2009 | 2 | ||
samgöngunefnd 1999-2003 og 2004-2007 | 7 | ||
Ögmundur Jónasson (1995) dómsmála- og mannréttinda- ráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2010 innanríkisráðherra 2011-2013 | |||
allsherjarnefnd 1995-1997, 1998-1999 og 2010 | 4 | ||
sérnefnd um stjórnarskrármál 1999-2003, 2004 og 2005-2007 | 7 |
Þrátt fyrir að störf þingmanna fari alltaf meira og meira fram í sérstökum nefndum þá er útilokað að gera ráð fyrir því að með því verði þeir að sérfræðingum í þeim málaflokkum sem heyra undir þær. Vissulega má gera ráð fyrir að þeir fái eitthvað betri innsýn inn í málefni þeirra nefnda sem þeir sitja í til lengri tíma en það er væntanlega öllum ljóst að vera í nefnd skilar engum, sem ekki kann, því sem upp á vantar.
Það ber svo líka að benda á það að þingmenn eru að jafnaði í fleiri en einni nefnd á sama tíma. Það er heldur ekki óalgengt að þeir séu í flokks- eða þingbundnum hlutverkum með því að sitja í a.m.k. einni nefnd, en oftar tveimur til þremur, á sama tímanum.
Í þessu sambandi er vert að taka það fram að ráðherrar fyrrverandi ríkisstjórnar höfðu að jafnaði verið í tveimur til þremur þingnefndum á sama tíma. Þetta er breytilegra meðal ráðherra núverandi ríkisstjórnar. Framsóknarþingmennirnir, sem eru ráðherrar nú, sátu aðeins í einni þingnefnd á hverjum tíma að Eygló Harðardóttur einni undanskilinni en ráðherrar Sjálfstæðisflokks að jafnaði í þremur.
Á sama tíma gegndu þeir sem um ræðir ýmsum öðrum verkefnum og hlutverkum eins og setu í erlendri/-um nefndum, þingflokksformennsku eða öðru hlutverki við stjórn stjórnmálaflokksins sem skilaði þeim inn á þing. Þegar þetta er haft í huga er útilokað að þingmenn geti sett sig þannig inn í þau mál sem koma á borð nefndanna að það skili þeim þeirri sérfræðiþekkingu sem almennt er gerð krafa um þegar skipað/ráðið er í æðstu embætti bæði hér og annars staðar í heiminum.
Það er því áleitin spurning af hverju núverandi aðferð við skipun í ráðherraembætti hefur orðið að hefð þar sem það er nákvæmlega ekkert faglegt við hana. Í reynd er ekki annað að sjá en hún sé ekki bara flokkspólitíkinni og Alþingi hættuleg heldur lýðræðinu og þá samfélaginu líka þegar upp verður staðið.
Frekari niðurstöður hvað varðar nefndarreynslu þeirra sem voru ráðherrar í síðustu ríkisstjórn og þeirra sem eru það nú verða dregnar fram og útskýrðar í næstu færslu. Í framhaldi hennar verður svo fjallað um þann hluta þingreynslunnar sem fellur undir erlendar nefndir eða þátttöku Alþingis í alþjóðaþingum og -ráðum.
Heimildir
Aðrar færslur í þessum sama flokki:
Ráðherrasamanburður: Aldur við skipun
Ráðherrasamanburður: Menntun
Ráðherrasamanburður: Starfsreynsla
Ráðherrasamanburður: Sveitarstjórnarreynsla
Ráðherrasamanburður: Önnur pólitísk reynsla
Ráðherrasamanburður: Flokksforysta
Ráðherrasamanburður: Önnur flokksreynsla
Ferilskrá ráðherra núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnar:
Menntunar- og hæfniskröfur til ráðherraembætta
Heimildir um þingsköp:
Lög um breytingu á lögum nr. 55/1991 um þingsköp Alþingis. lög nr. 84 23. júní 2011.
Lög um þingsköp Alþingis (setning þingnefnda) lög nr. 55. 31. maí 1991.
Heimildir um skipun ráðuneyta:
Ráðuneyti 1917-2013
Breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands (fækkun ráðuneyta). frá 30. mars til 11. apríl 2012.
Stjórnarráð Íslands (sameining ráðuneyta). frá 9. júní til 9. september 2010.
Ánægjukannanir Gallup frá síðasta kjörtímabili
Ánægja með störf ráðherra: 6. október 2009 (fyrsta könnun)
Ánægja með störf ráðherra: 9. apríl 2010
Ánægja með störf ráðherra og stjórnarandstöðu: 23. mars 2012
Ánægja með störf ráðherra: 10. janúar 2013
Telur að Brynjar verði dómsmálaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.1.2015 kl. 04:10 | Facebook
Athugasemdir
Mjög fín og yfirgripsmikil samantekt. Þegar þú ert búin a þessu öllu hvet ég þig til að tala við útgefanda. Þetta yrði vrkilega gott heimildarrit.
Þór Saari (IP-tala skráð) 4.12.2014 kl. 15:08
Bara af forvitni, færð þú greitt fyrir þessi skrif eða stundar þú þau eigöngu af fórnfýsi fyrir samborgarana?
"Það er því áleitin spurning af hverju núverandi aðferð við skipun í ráðherraembætti hefur orðið að hefð þar sem það er nákvæmlega ekkert faglegt við hana. Í reynd er ekki annað að sjá en hún sé ekki bara flokkspólitíkinni og Alþingi hættuleg heldur lýðræðinu og þá samfélaginu líka þegar upp verður staðið."
Spurningin sem þú ættir frekar að spyrja, og heggur nær rótinni er þessi: "Það er því áleitin spurning af hverju núverandi aðferð við að kjósa fólk til að stjórna landinu hefur orðið að hefð þar sem það er nákvæmlega ekkert faglegt við hana."
Meðan við búum við lýðræði og fólk kýs sína fulltrúa, þá er varla hægt að gagnrýna þá hefð sem hefur skapast um skipun í embætti.
Vildir þú frekar sleppa kosningum og hafa nefnd sérfræðinga sem síðan á faglegan hátt mæti hverjir ættu að stjórna landinu? Ég held satt að segja að sagan sýni að slík aðferð væri að minnsta kosti ekki vitlausari en að láta þjóðina ráða þessu, enda hefur þjóðin nákvæmlega ekkert faglegt að leiðarljósi. Þjóðin virðist allra helst vilja kjósa þá sem lofa að gefa þeim pening í vasann, og hún lætur sig litlu skipta þó að peningunum hafi verið stolið úr hinum vasanum.
Hörður Þórðarson, 4.12.2014 kl. 19:20
Þetta er rosalega flott samantekt og eins gott að maður geymi hlekk á slóðina til síðari nota.
Ég hef eina athugasemd á nálgun þína og gagnrýni:
Þú dregur þarna fram mismunandi þingreynslu núverandi ríkisstjórnar og þeirrar síðustu og harmrar ansi mikið á því. En var það ekki einmitt krafan eftir hrun, að einmitt þessir tveir flokkar tækju til hjá sér og endurnýjuðu þinglið sitt. Menn geta ekki bæði átt kökuna og étið.
Sjálfstæðisflokkurinn fór þá leið að velja mikið til nýtt fólk í forystusæti í prófkjöri fyrir síðustu kosningar og það eru, jú, oftast þeir sem leiða lista sem enda sem ráðherrar. Vissulega voru minnst tveir af núverandi ráðherrum (Illugi og Ragnheiður Elín) aðstoðarmenn ráðherra fyrir hrun, Bjarni og Kristján sátu á þingi fyrir hrun og síðan HB fyrrverandi borgarstjóri. Bjarni gat alveg valið menn með mikla þingreynslu sem ráðherra, en þeir höfðu verið í klappliðinu fyrir hrun (þ.e. Birgir Ármannsson (11 ár), Einar K. Guðfinnsson (23 ár), Guðlaugur Þór Þórðarson (11 ár) og Pétur Blöndal (19 ár) - þingreynsla innan svig).
Framsóknarflokkurinn hefur skipt út, ef ég fer nú rétt með, ÖLLUM þingmönnum frá því fyrir hrun nema Höskuldi Þórhallssyni. Eygló Harðardóttir er með næst lengstan þingferil núverandi þingmanna flokksins, en hún kom inn í stað Guðna Ágústssonar sem sýndi þann sóma að segja af sér strax eftir hrun. Af þessari einu ástæðu er bara eðlilegt að þingreynsla núverandi ráðherra Framsóknar sé lítil.
Ég tek undir með þér, og við höfum átt þá umræðu áður, að gott er að ráðherra hafi reynslu í umfjöllun um þann málaflokk sem hann er settur yfir. Líklegast er það ástæðan fyrir því að Framsókn ákvað að nýta ekki alla ráðherrastólanna sína. Hitt held ég að ekki fari á milli mála, að flokkurinn valdi reynslumestu þingmennina í þau mikilvægu embætti sem þurfti að fylla. Hann hafði er ekki úr reynslumeira liði að moða vegna þess að hann fór að kröfu landsmanna (ólíkt Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu) og endurnýjaði þinghóp sinn.
Marinó G. Njálsson, 4.12.2014 kl. 20:22
Þór, ég þakka þér fyrir innleggið þitt sem mér finnst afar metnaðarfullt fyrir mína hönd :-) en þar sem ég er hvorki sagnfræðingur né stjórnmálafræðingur og þar að auki “nobody“ í samfélagsumærðunn sé ég það ekki beinlínis fyrir mér að nokkur útgefandi muni falla fyrir hugmyndinni um útgáfu. Ég reikna nefnilega ekki með að pólitík þyki söluvænleg hugmynd ein og sér.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.12.2014 kl. 22:44
Hörður, þú ert greinilega svolítið “frumlegur“ í hugsun þar sem þú spyrð hvort ég fái „greitt fyrir þessi skrif eða stundi [...] þau eigöngu af fórnfýsi fyrir samborgarana“.
Hver í veröldinni ætti að greiða óþekktri og áhrifalausri manneskju fyrir að skrifa annað eins og það sem ég hef verið að setja saman, með hléum, í bráðum eitt og hálft ár? og í hvaða tilgangi?
... þar sem ég fæ ekki greitt þá stendur bara einn möguleiki eftir í þínum huga sem þú kallar „fórnfýsi fyrir samborgarana“. Það skal viðurkennast að mér finnst reyndar pínulítið vænt um að þú þykist sjá svo skýr merki um peningaleg verðmæti þessa bloggs að þú komir ekki auga á neina aðra hvata að baki þeim en öruggar peningagreiðslur eða meðfædda „fórnfýsi“.
Ég sneri þessu, sem þú vitnar í úr færslunni hér á undan, viljandi á haus. Þ.e. þessu hér: „Í reynd er ekki annað að sjá en hún sé ekki bara flokkspólitíkinni og Alþingi hættuleg heldur lýðræðinu og þá samfélaginu líka þegar upp verður staðið.“
Lýðræðið er hugmyndafræði sem var ætlað að þjóna samfélagsheildinni með auknu jafnræði og réttlæti sem gilti um alla jafnt. Alþingi varð stofnunin sem varð til að hugmyndin myndi virka. Stjórnmálaflokkarnir urðu svo til í kringum þessa hugmynd en ekki síður til að tryggja tilteknum hópum öruggari leið að, og jafnvel forréttindi, því að fara með lýðræðið. Reyndin hefur orðið sú að þeir skammta það eiginlega úr hnefa.
Reyndar bera stjórnmálaflokkarnir ekki einir ábyrgðina heldur kjósendur líka. Í kjölfar hrunsins höfðum við prýðisgott tækifæri til að spyrja okkur spurninganna um það: Hvernig samfélagi viljum við búa í og hvaða leiðir eru færar til ná því markmiði? Miðað við þá þróun sem hefur orðið varð hugmynd þeirra sem vildu halda því óbreyttu ofan á.
Af mínum dómi komu gallarnir mjög vel í ljós þegar við fengum hrun efnahagskerfisins í andlitið. Vaxandi misskipting og brottflutningur frá landinu eru skýrustu vísbendingar um þetta. Vaxandi stjórnmálakreppa er ekki síður góður vitnisburður um brostnar forsendur og ástæður til nýbreytni.
Áður en ég slæ botninn í þetta þá ætla ég að gefa eitthvart svar við lokaathugasemdum þínum. Þessu verkefni er ekki lokið en áður en yfir lýkur tel ég að þú hafir fundið svör við því hvort og þá hvaða hugmyndir ég er með. Þær eru ekkert í ætt við það sem þú ályktar nema ef ég má skilja lokasetninguna þannig að þér finnist ástæða til að gagnrýna okkur kjósendur líka. Ég tek undir það.
Að lokum ætla ég að taka það fram að ég leyfi mér að efast um að hvorugt okkar sé sá “lausnari“ að hann þurfi aðeins að opinbera hugmyndir sínar til að vandinn hverfi. Það hvernig heildarhagsmunum samfélagsins okkar er þjónað er samræðu- og samvinnuverkefni.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.12.2014 kl. 00:08
Marinó, ég veit að ég er að leggja mig fram um það að draga ekki taum annars ráðherrahópsins þannig að ég veki of jákvæða athygli á honum á kostnað hins. Ég er að reyna að halda mig við það að draga bara það fram sem er í ferilskrám einstaklinganna sem um ræðir. Reyndar hef ég lítið þurft að hafa fyrir þessu nema þegar kemur að þeim staðreyndum sem þú vekur athygli á í innlegginu þínu.
Ég hafði samt vissar efasemdir um það hvernig hefði til tekist í þessari færslu. Einkum þeim hluta þar sem starfsaldurinn á þingi er til umfjöllunar. Þar gat ég nefnilega ekki setið á mér með að minnast á kröfuna um endurnýjuna þingmanna.
Því má bæta við hér að mér finnst það með ólíkindum að þeir sem hafa verið hvað háværastir í gagnrýni sinni á reynslu- og kunnáttuleysi núverandi ráðherra eru að meginstofni sama fólk og hafði hvað hæst um það að „moka öllu liðinu“ út af þingi og skipa það algjörlega upp á nýtt.
Þó ég hafi aldrei verið aðdáandi né stuðningsmaður núverandi stjórnmálaflokka þá skal ég viðurkenna það að það hefur aldrei farið fram hjá mér að Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur nánast endurnýjað sig að fullu og finnst reyndar tortryggilegt í meira lagi hvernig stjórnmálafræðingar og aðrir sem titla sig sem pólitíska álitsgjafa hafa nánast eins og tekið sig saman um að þegja þessa staðreynd í hel.
Ég hafði líka tekið eftir ráðherravali Bjarna og hverja hann sniðgekk en ekki áttað mig fyllilega á tilefninu. A.m.k. ekki á þann hátt sem þú setur það fram. Þakka þér fyrir að bæta þessu við.
Að lokum langar mig að taka það fram að mér þykir vænt um innleggið þitt og svo það að þú ætlir þér að geyma linkinn inn á það til að nota síðar. Mér finnst það fjarskalega jákvætt ef þessi skrif verða til að vekja til umhugsunar, umræðna og/eða frekari skrifa.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.12.2014 kl. 00:54
Sæl Rakel, ég rakst á þessa bloggfærslu þína núna áðan, og nokkuð er áliðið, en ég ætla að prenta þetta út og lesa mér til gagns og ánægnu. Kv. IngaMa
Ingibjörg Magnúsdóttir, 5.12.2014 kl. 00:59
Mér finnst gaman að heyra það :-) Ég prentaði þessa færslu sjálf út einum tvisvar sinnum til að fara yfir hana og veit að hún er eiginlega hræðilega löng. Ég vona þess vegna að þú eigir prentara sem prentar báðum megin og hafir eitthvert gagn og gaman af lestrinum.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.12.2014 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.