Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Klíkubræðrasamfélaginu ógnað!

Rel8Það er vel við hæfi að nota þessa frétt til að vekja athygli á fyrirlestri Jóns Jósefs Bjarnasonar sem fram fer í Grasrótarmiðstöðini, Brautarholti 4, á morgun klukkan 13:00. Þar mun hann kynna hvernig venslagrunnurinn Rel8 getur skapað traust í viðskiptum og stjórnmálum með auknu gagnsæi. Kynningin miðar ekki síður að því að draga fram hvernig áhugasamir geta hjálpað til við upplýsingaöflunina.

„Rel8 er, kerfi hannað af IT Ráðgjöf ehf, sem sýnir vensluð gögn á myndrænan hátt. Kerfið er notað til þess að tengja saman opinber gögn úr fyrirtækjaskrá, þjóðskrá o.fl. opinberum skrám. Rel8 byggir á grafískum myndum þar sem notandinn getur vafrað um tengsl með því að velja atriði úr myndunum og fengið upp ný venslarit.“ (sjá hér)

Jón Jósef Bjarnason er höfundur Rel8 en hann hefur lengst af starfað sem ráðgjafi og er sér- fræðingur í gervigreind. Hann hefur leitt rann- sóknir á áhættuþáttum og misferlismynstr- um í viðskiptum ásamt þróun fjölda gervitauganeta til þess að greina misferli.

Gera má ráð fyrir því að Jón Jósef sé flestum kunnur fyrir skýlausar kröfur sínar um gagnsæi á ýmsum sviðum. Hann hefur ekki látið sitja við orðin tóm heldur hóf hann gerð venslagrunnsins árið 2006. Vensla- grunnurinn ógnar greinilega einhverjum því reynt var að loka á hann haustið 2009. (sjá hér) Af því varð þó ekki og var hann opnaður aftur í desember það sama ár. (sjá hér)

Af ofanskráðu ætti að vera ljóst að það má búast við fróðlegum og jafnvel spennandi fyrirlestri í Grasrótarmiðstöðinni á morgun sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. (krækja í viðburðinn inni á Facebook)


mbl.is Vekur spurningar um samstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæjarstjórnin í Mosfellsbæ í herferð gegn gangsæinu!

Jón Jósef BjarnasonEftirfarandi er færsla sem er tekin af bloggi Þórðar Bjarnar Sigurðssonar en hún fjallar um viðbrögð bæjarstjórnar Mosfellsbæjar við birtingu Jóns Jósefs Bjarnasonar á lista yfir þau fyrirtæki sem fengu afskrifaðar skuldir sínar við bæjarfélagið og stofnanir þess. Fulltrúar bæjarstjórnarinnar leituðu til lögmanna Mosfellsbæjar sem fengu það út að með birtingunni hafi Jón Jósef gerst brotlegur við lög um persónuvernd og meðferð persónulegra upplýsinga.

Lögmennirnir hafa sem sagt látið kaupa sig til þess að setja fyrirtæki jafnfætis einstaklingum gagnvart persónuverndarlögunum en fulltrúar bæjarstjórnarinnar rjúka með niðurstöðuna í Innanríkisráðuneytið. Þar fara þeir fram á stuðning við það að ná sér niður á Jóni Jósefi fyrir að vera trúr kröfunni um gagnsæi varðandi það hvernig er farið með almannafé.

Ég styð kröfu Jóns Jósefs um gangsæið og ákvað því að fara að frumkvæði Þórðar Bjarnar og birta færsluna með mynd af listanum yfir fyrirtækin sem fengu afskrifað hjá Mosfellsbæ.

                                           *****

Eru fyrirtæki persónur? e. Þórð Björn Sigurðsson

Í mars 2011 tók bæjarstjórn Mosfellsbæjar ákvörðun um afskrift viðskiptakrafna í samræmi við tillögu fjármálastjóra. 

Við afgreiðslu málsins lagði Jón Jósef Bjarnason, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar, til að allar upplýsingar um afskrifaðar skuldir lögaðila yrðu birtar opinberlega ásamt ástæðum fyrir því hvers vegna ekki sé talið mögulegt að innheimta kröfuna. Einnig, að allar upplýsingar um afskrifaðar skuldir einstaklinga, þar sem félagslegar aðstæður eru ekki ástæða afskrifta, séu birtar opinberlega.  Þá lagði Jón Jósef til að fjöldi einstaklinga og heildarupphæð krafna þeirra sem fá niðurfelldar kröfur vegna félagslegra aðstæðna yrðu birtar opinberlega ásamt helstu félagslegum ástæðum sem valda því að afskrifa þarf kröfurnar, að því gefnu að birtingin brjóti ekki í bága við lög.

Ekki var fallist á tillögu Jóns Jósefs heldur tók bæjarstjórn þá ákvörðun að óska eftir umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs um tillöguna.  Þar sem nokkur dráttur varð á því að umbeðin umsögn bærist hafði Jón Jósef samband við bæjarskrifstofur í tvígang til að grennslast fyrir um afdrif málsins.  Fyrst í maí 2011 og aftur í ágúst.

Um miðjan september hafði umrædd umsögn ekki enn verið lögð fram.  Því tók Jón Jósef ákvörðun um að birta upplýsingar um afskriftir einstaka lögaðila og samandregnar upplýsingar um afskriftir einstaklinga í greininni Af starfsemi Íbúahreyfingarinnar sem birt var fréttablaði Íbúahreyfingarinnar.  Blaðinu var dreift í öll hús í Mosfellsbæ.  Í greininni segir:

Niðurfelldar kröfur lögaðila: Íbúahreyfingin hefur beðið í 6 mánuði eftir rökstuðningi fyrir því að listinn yfir þessa aðila sé ekki birtur.  Nú bíðum við ekki lengur, listann má sjá hér að neðan:

Auk þess var afskrifað hjá 29 einstaklingum, samtals 935.402 kr.  Þar af 485.189 vegna hitaveitu að tillögu OR, 214.992 vegna leikskólagjalda, 177.790 vegna mötuneytis/frístundar grunnskóla, 28.125 vegna hundaeftirlitsgjalds. Svo eitthvað sé nefnt.

Birting ofangreindra upplýsinga vakti hörð viðbrögð bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.  Í kjölfar birtingarinnar var tekin ákvörðun um að óska eftir því við lögmenn bæjarins að fram færi lögfræðileg skoðun á því hvort að með birtingunni hafi verið brotið gegn reglum Mosfellsbæjar um meðferð mála, ákvæðum sveitarstjórnarlaga og ákvæðum annarra laga sem kveða á um vernd persónuupplýsinga.

Eftir að minnisblað lögmanna bæjarins barst var tekin ákvörðun um að upplýsa innanríkisráðuneytið um málið og óska jafnframt leiðsagnar ráðuneytisins um framhald þess, meðal annars á grundvelli þess að birting umræddra upplýsinga hafi ekki verið í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Í lögunum er hugtakið persónuupplýsingar skilgreint svo:  

Sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar um hinn skráða, þ.e. upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings, látins eða lifandi.

Þegar þær upplýsingar sem birtar voru í fréttablaði Íbúahreyfingarinnar eru teknar til skoðunar kemur í ljós að ekki er hægt að rekja þær beint eða óbeint til tiltekins einstaklings, látins eða lifandi.  Aftur á móti má rekja þær til tiltekinna fyrirtækja, sem varla eru persónur.  Því væri forvitnilegt að lesa um hvernig lögmenn Mosfellsbæjar komast að sinni niðurstöðu.  En þá þyrfti bærinn vitaskuld að birta minnisblaðið.

Af fenginni reynslu geri ég þó ekki ráð fyrir því að Mosfellsbær hafi frumkvæði að birtingu minnisblaðsins.  Ég afréð því að skrifa bæjarstjóra tölvupóst og óskaði eftir afriti af minnisblaðinu til opinberrar birtingar.


Þú kemst ekki nær grasrótinni en gista á Austurvelli!

Það hefur varla farið framhjá neinum að tjaldborg er risin fyrir framan alþingishúsið. Það er íslenska Occupy-hreyfingin sem hefur reist þessi tjöld. Occupy-hreyfingin er alþjóðleg og hefur nú þegar komið upp tjaldbúðum á almenningsstöðum í 2.200 borgum og bæjum víða um heim.

Það er hálfur mánuður síðan fyrstu tjöldin risu á Austurvelli. Þrátt fyrir ofstopafullar viðtökur í fyrstu hefur hugsjónafólkið sem reisti fyrstu tjöldin ekki látið buga sig. Það fékkst í gegn leyfi sem hefur verið endurnýjað en Occupy-hópurinn stefnir að því að halda tjaldbúðunum upp út nóvember. (Sjá hér)
Occupy Reykjavík

Ég heilsaði upp á tjaldbúana um síðustu helgi og heyrði svo í einum þeirra á kynningarfundi sem haldinn var í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, sl. miðvikudagskvöld. Hann var þar til að kynna Occupy-hreyfinguna. Kynninguna hóf hann á þeim orðum að við komumst ekki nær grasrótinni en gista niður á Austurvelli.“

Þessi staðhæfing greip mig algerlega og ég ákvað að slá til og gista þar a.m.k. í eina nótt. Ég sé ekki eftir því. Þegar ég mætti voru þau fjögur þarna niður frá. Þau tóku öll fjarskalega vel á móti mér. Veðrið var milt þannig að við sátum fyrir framan stóra tjaldið og spjölluðum. Það var líka stöðugur straumur fólks fram undir klukkan fimm um morguninn en þá fórum við að sofa.

Occupy Reykjavík
Occupy Reykjavík
 Occupy Reykjavík Occupy Reykjavík

Það var einstök lífsreynsla að dvelja með hugsjónafólkinu sem hefur hafist við í tjöldum niður á Austurvelli og verða vitni af því hvað það tekur á móti öllum af opnum huga og hvað það er þolinmótt. Þau hlusta, spyrja, rökræða og segja frá. Jafnaðargeð þeirra sem halda tjaldbúðunum uppi er alvöru. Það býr yfir þolinmæði og æðruleysi viðspyrnandans sem lætur ekki kúga sig til þangar á þeirri forsendu að það hafi ekki öll svörin.

Þar sem það var laugardagskvöld var viðbúið að langflestir sem ættu leið um Austurvöll væru búnir að fá sér í glas en það var enginn sem heimstótti tjaldbúðirnar neitt áberandi ölvaður. Gestirnir voru margir. Þeir voru á öllum aldri eða frá táningsaldri og upp í sjötugt. Sumir rufu sig frá hópnum sem þeir tilheyrðu til að segja bara: „Hæ“. Miklu fleiri en ég bjóst við vildu bara segja: „Ég styð ykkur!“ eða „Takk, fyrir að standa í þessu fyrir mig!“

Occupy ReykjavíkOccupy Reykjavík

Það var kannski algengara að karlarnir, sem heimsóttu okkur, settust niður en rétt eins og þeir voru konurnar sem heilsuðu upp á okkur á öllum aldri og af öllum stigum. Karlarnir voru forvitnari eða bíræfnari og fóru margir inn í stóra tjaldið til að skoða sig um. Einum ungum manni leist svo vel á boðskap eins mótmælaskiltisins, sem hann fann þar, að hann hafði það með sér.

Nokkrir þeirra sem heimsóttu tjaldbúðirnar sátu með okkur í marga klukkutíma og einhverjir komu við á leiðinni á barinn og svo aftur þegar þeir voru á heimleið. Þó nokkrir spurðu hverju við værum að mótmæla. Þegar upp var staðið voru allir sammála um að núverandi fjármála- og stjórnmálakerfi stríðir gegn almannahagsmunum og að þeir vilji alvöru lýðræði. Þetta á við bæði þá sem spurðu og þá sem sátu fyrir svörum.

Mannfjandsamlegt kerfiÞitt er valið

Það er ljóst að þeir sem hafa lagt undir sig auðævi heimsins og samfélögin með eru þeir sem ógna lýðræðinu. Occupy-hreyfingarnar um allan heim hafa hins vegar tekið lýðræðið í sínar hendur. Það er ljóst að þeir sem ég gisti með í nótt hafa fullan skilning á því hvað lýðræði er og eru tilbúnir til að leggja sitthvað á sig til að koma því á fætur. Það er aftur á móti spurning hvort það virkar nema stærra hlutfall af 99%-unum taki þátt í því með þeim!

Við getum lagt þessu lið með ýmsu móti. Við getum gist þó það sé ekki nema eina nótt. Við getum farið í heimsókn og tekið með okkur það sem kemur að notum í svona útilegum eins og til dæmis: Heitt kakó, eitthvað til að borða, útikerti og kannski teppi, dýnur og gashitara. Miðað við mannfjöldann sem kom við þarna í nótt þá kæmu útilegurstólar sér líka vel.

Þetta hjálpar málstaðnum en það þarf líka að vekja athygli á honum og segja frá því sem er að eiga sér stað niður á Austurvelli og um allan heim. Netið er okkar fjölmiðill. Notum hann til að upplýsa hvert annað um það sem er að eiga sér stað í grasrótinni því hún e lífæð lýðræðisins.


mbl.is Ítalía sinni aftur burðarhlutverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig á að tækla umboðsmenn rukkara?

Viðvörun um svikÉg ætla að vekja athygli á fundi sem haldinn verður í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, á morgun (laugardag). Yfirskrift fundarins er: Hvernig á að tækla umboðsmenn skuldara? og hefst klukkan 13:00. Áætluð fundarlok eru klukkan 15:00.

Á fundinum mun Sturla Jónsson gefa ráðgefandi upplýsingar um þetta efni en hann hefur að undanförnu lagt fram kæru og undirbúið fleiri á hendur starfs- fólki hjá hinu opinbera, bönkum og innheimtustofnunum fyrir ólögmætar vinnuaðferðir og innheimtuaðgerðir. Hann hefur líka hvatt aðra til að gera slíkt hið sama.

Sturla hefur vísað í lög og reglugerðir sem hann segir að sýni það svart á hvítu að lög um lánagjörninga hafi verið þverbrotnir í þó nokkrum atriðum. Hann hefur farið fram á það að þessi atriði verði leiðrétt en litlu orðið ágengt fyrr en hann tók sig til og fór að kæra þá sem skrifa undir aðfarabeiðnir og aðra pappíra sem ofantaldar stofnanir senda frá sér.

Vegna fjölda áskorana ætlar Sturla að halda fyrirlestur um það hvað hann hefur verið að gera að undanförnu, hvernig hann hefur farið að því, á hvaða lögum hann byggir og hverju þetta hefur skilað. Í framhaldinu tekur hann við spurningum áheyrenda.

Fundurinn er hugsaður sem undanfari annars stærri um áþekkt efni.

Stofnuð hefur verið viðburðarsíða vegna þessa fundar inni á Facebook.


„Grasrótarstarf er lífsmarkið um lýðræðið“

Á meðan Alþingi snýst um sjálft sig og þingmennirnir fá hvert svimakastið af öðru yfir málefnunum sem berast þeim á færibandi fjármálaelítunnar. Á meðan einkareknir fjölmiðlar valdsins snúast um tölur og hagfræði banka og annarra fjármálastofnana. Á meðan fámennur hópur glataðra sálna upplifir sig sem miðju alheimsins og týnir sér í hugmyndinni um eigið mikilvægi inni í hringiðu kerfisófreskjunnar. Á meðan þetta kerfislæga vífillengjubatterí vindur merkinguna burt úr lýðræðinu, sem þeim var trúað fyrir, hefur það fundið sér annan jarðveg að blómstra í.

Þetta varð næstum því áþreifanlegt á opnum kynningarfundi sem haldinn var í nýopnaðri Grasrótarmiðstöð nú í kvöld. Grasrótarmiðstöðin er til húsa að Brautarholti 4 en samstarf er um rekstur miðstöðvarinnar. Það eru níu aðilar sem koma að rekstrinum eða eftirtaldir: Alda: Félag um lýðræði og sjálfbærni, Borgarahreyfingin, Bót: Aðgerðarhópur um bætt samfélag, Frjálslyndi flokkurinn, Húmanistaflokkurinn, Hreyfingin, IFRI-hópurinn, Samtök fullveldissinna og Þjóðarflokkurinn.

Fundurinn í kvöld var haldinn í þeim tilgangi að kynna aðstöðuna og þá starfsemi sem hefur komið sér fyrir í grasrótarmiðstöðinni nú þegar. Einstaklingar og hópar sem vilja starfa að bættu samfélagi voru hvattir til að mæta. Þó nokkrir þáðu boðið. Meðal þerra sem var boðið og þekktust það voru forsetahjónin.
Forsetahjónin kynna sér gróskuna í grasrótinniÁ fundinum kynntu hóparnir, sem standa að rekstri Grasrótarmiðstöðvarinnar, fyrir hvað þeir standa en auk þess komu fulltrúar ýmissa annarra hópa og sögðu frá hugðarefnum sínum. Þar má nefna Zeitgeist-hópinn, Occupy Reykjavík, Íbúahreyfinguna, Stjórnarskrárfélagið og Gagnauga.

Orð fulltrúa Occupy-hópsins benti fundargestum á að „við komumst ekki nær grasrótinni en gista á Austurvelli.“ Hann benti fundargestum líka á að það væri draumur þeirra að búa til fræ sem nýtt samfélag gæti vaxið af. Fjölmiðlum var send fréttatilkynning um þennan fund. Svipan birti hana, Ásta Hafberg sagði frá þessum opna kynningarfundi í Bítinu á Bylgjunni í morgun og Helga Þórðardóttir og Björg Sigurðar voru á Útvarpi Sögu af sama tilefni. Eini fulltrúi íslenskra fjölmiðla á fundinum var frá Svipunni en auk hans átti gríska sjónvarpið fulltrúa á fundinum. 

Mikilvirkasti fjölmiðill grasrótarinnar átti hins vegar fjölda fulltrúa og eru myndirnar með þessari færslu frá tveimur þeirra. Þeir kalla sig Dóra Sig og Tóta haka. Svo sendi einn mér þessa upptöku af ræðu forsetans og eins fulltrúa Occupy-hreyfingarinnar fyrir augnabliki síðan:

Forsetinn hefur sýnt það margsinnis í verki að hann hefur áhuga á því sem er að gerast í grasrótinni og hefur hlýtt með athygli á það sem fulltrúar hennar hafa að segja. Það væri óskandi að fleiri fulltrúar valdsins tækju hann til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Forsetinn ávarpaði samkomuna í kvöld (sjá myndbandið hér að ofan) þar sem hann vísaði til þess að það hefði komið fram á fundi hans með fulltrúum grasrótarinnar fyrr í haust að sumir óttuðust það að taka þátt í grasrótarstarfi eins og því sem Grasrótarmiðstöðin fóstrar nú.

Ólafur Ragnar sagði að honum hafi þess vegna þótt það mikilvægt að þau Dorrit þekktust boðið um að mæta á þennan kynningarfund og taka þannig þátt í því að eyða þessum ótta. Hann bætti því við að „grasrótarstarf er ekki aðeins mikilvægt í lýðræðislegu samfélagi heldur er grasrótarstarf lífsmarkið með lýðræðinu.“

Undir lokin minnti hann á þá tæknibyltingu sem orðið hefur á sviði upplýsingatækninnar og bætti við: „Nú eigið þið, hvert og eitt ykkar, eigin fjölmiðil. [...] Upplýsingatæknin hefur gefið ykkur vald til að koma sjónarmiðum ykkar og skoðunum á framfæri.“ Þetta er vald sem engin grasrótarhreyfing hefur haft fyrr en nú.

Að lokum er rétt að benda á að það er draumur rekstraraðilanna að samstarfsvettvangur af því tagi sem nú er orðinn til niður í Brautarholti 4 verði til þess að efla allt grasrótarstarf. Sameiginlegur starfsvettvangur leiðir þá saman sem hafa verið virkir á vettvangi samfélagsmála meira og minna frá haustinu 2008. Hann ætti líka að gera þeim sem hafa áhuga á að taka þátt auðveldara fyrir að nálgast fleiri sem eru að vinna að hugmyndum og lausnum á þeirri samfélagskreppu sem við blasir.

Opinn grasrótarfundur

Fundurinn í kvöld var svo sannarlega til að glæða vonir um að slíkt verði að veruleika.


mbl.is Forsendan þarf að standast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úti í kuldanum

Við erum 99%-inHvað rekur fólk til að sofa út í kuldanum og það niður á Austurvelli? kann einhver að spyrja sig. Ég get ekki svarað fyrir aðra en bendi á að úti um allan heim standa nú yfir aðgerðir af þessu tagi. Upphafið má e.t.v. rekja til þess sem hefur verið að eiga sér stað á Spáni frá 15. maí sl. en það að hafast við í tjöldum í marga sólarhringa úti á götu eða torgum er þó frekar rakið til þess sem hófst á Wall Street 17. september sl.

Sumir hafa reyndar viljað rekja kveikjuna að þessari hreyfingu hingað til Íslands og enn aðrir hafa kennt hana við arabískt vor. Hvar sem uppruninn liggur hafa þeir sem hafast við í tjöldum, til að vekja athygli á málstað sínum og kröfum, tekið afstöðu! Langflestir hafa tekið afstöðu sem snýst í grundvallaratriðum um það að valda- og eignastéttin sem telur 1% mannkyns hafa rænt hin 99% lýðræðinu.

Þeir sem tilheyra valda- og eignastéttinni kunna afar vel við forréttindi sín og hafa m.a. notað þau til að eignast alla helstu fjölmiðla heimsins. Þetta er reyndar býsna klókt af þeim því þannig hafa þeir tryggt sér einkaleyfi til skoðanamyndandi áhrifa á neytendur sína. Occupy-hreyfingarnar um allan heim eru sér fullkomlega meðvitaðar um að fulltrúar þeirra munu seint eða aldrei komast að í þessum fjölmiðlum með gagnrýni sína á sérhagsmunavarið fámenniskerfi sem er komið fram yfir síðasta söludag. Netið hefur hins vegar verið nýtt til hins ýtrasta til að koma sjónarmiðum 99%-ana  á framfæri.

Hér er eitt dæmi um slíkt framtak. Þetta er myndband sem var tekið upp á Dame Street í Dublin dagana 15. - 22. október sl: 


mbl.is Nýjar tjaldbúðir að rísa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að horfa undan því sem máli skiptir

PáfavaldMörgum gengur illa að taka afstöðu til þess sem snertir samtíð þeirra en eiga ekki í neinum vandræðum með að fella dóma um fortíðina. Þannig eru langflestir reiðubúnir til að áfellast ægivald kaþólsku kirkjunnar á miðöldum. Flestir þekkja þessa sögu m.a.s. svo vel að þeir eru sér fullkomlega meðvitaðir um að vald hennar byggðist á því að viðhalda ótta.

Kaþólska kirkjan ræktaði leiðtogahlutverk sitt með útsmoginni nákvæmni á útlistunum á ógurlegum ógnum helvítis. Það var mikið í húfi því á hugmyndinni um helvíti byggði hún ekki aðeins auð sinn heldur stýrðu fulltrúar hennar samfélaginu í krafti þeirra valda sem sá auður færði þeim. Allir sem þekkja sögu kaþólsku kirkjunnar á miðöldum vita að hér er ekki síst verið að vísa til aflátssölunnar.

Þá eins og nú gegndi áróðurinn meginhlutverki í blekkingarleiknum sem var viðhafður í samskiptum valda- og eignastéttarinnar við almenning. Á miðöldum var kirkjan í sama hlutverki og fjölmiðlar nú. Prestarnir unnu með veraldlegum valdhöfum að því að setja almenningi lífsreglurnar. Í dag er það aðallega sjónvarpið sem hefur það hlutverk að hafa stjórn á háttalagi fólks.

Ég geri ráð fyrir að flestir séu það vel að sér í sögu að þeir viti að vagga menningarinnar á miðöldum stóð í Róm. Eigna- og valdastéttin á þeim tíma kunni nefnilega ekkert síður en Berlusconi nútímans að tryggja sér völd og hóglífi í gegnum fjölmiðla þess tíma. Líkt og fjármálastéttin nú hefur lagt undir sig fjölmiðlana í þeim tilgangi að gera almenning að gæfum vinnudýrum sem skapar þeim auð þá keypti fjármálastéttin á miðöldum málara til að vinna að sömu markmiðum.

Á þeim tíma var málverkið einn áhrifaríkasti miðillinn og auðvitað kunni 1%-ið að hagnýta sér það til að stýra hinum 99%-unum til að þau fullnægðu drottnunargirni þess og öðrum annarlegum hvötum.

Áróðursmiðill miðalda

Málverkið hér að ofan er eftir ítalskan málara sem var uppi á árunum (1387-1455).

Á miðöldum var kaþólska kirkjan framvörður eigna- og valdastéttarinnar. Hennar hlutverk var að stýra almenningi til skilyrðislausrar hlýðni við að vinna henni í sveita síns andlitis. Í dag eru aðrar stofnanir samfélagsins teknar við því hlutverki eða eins og segir í Sögu mannkyns:

Tæknileg og vísindaleg þekking nútímans hefur rutt úr vegi mörgum þeim vandamálum sem voru óviðráðanleg og menn leituðu hjálpar við í trúarbrögðunum. Nútímaríkisvald með lögreglu sinni, fjölmiðlum og skólum hefur miklu meiri tök á því að stjórna einstaklingum en miðaldaríkisvaldið hafði. Þess vegna var kenning kirkjunnar, helgisiðir og ögun, miklu mikilvægari til að stjórna einstaklingum miðaldasamfélagsins. (6. bd. bls. 222)

Að lokum langar mig til að benda á að það er afar fróðlegt að slá inn leitarorðinu: Top 10 Worst Popes in History. Við lesturinn er líka gagnlegt að spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvers vegna eiga svo margir auðvelt með að taka afstöðu til fortíðarinnar? og hvort það skiptir ekki meira máli að taka afstöðu til samtíðarinnar en þess sem er löngu liðið?


mbl.is Björn gefur ekki upp afstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband