Úti í kuldanum

Við erum 99%-inHvað rekur fólk til að sofa út í kuldanum og það niður á Austurvelli? kann einhver að spyrja sig. Ég get ekki svarað fyrir aðra en bendi á að úti um allan heim standa nú yfir aðgerðir af þessu tagi. Upphafið má e.t.v. rekja til þess sem hefur verið að eiga sér stað á Spáni frá 15. maí sl. en það að hafast við í tjöldum í marga sólarhringa úti á götu eða torgum er þó frekar rakið til þess sem hófst á Wall Street 17. september sl.

Sumir hafa reyndar viljað rekja kveikjuna að þessari hreyfingu hingað til Íslands og enn aðrir hafa kennt hana við arabískt vor. Hvar sem uppruninn liggur hafa þeir sem hafast við í tjöldum, til að vekja athygli á málstað sínum og kröfum, tekið afstöðu! Langflestir hafa tekið afstöðu sem snýst í grundvallaratriðum um það að valda- og eignastéttin sem telur 1% mannkyns hafa rænt hin 99% lýðræðinu.

Þeir sem tilheyra valda- og eignastéttinni kunna afar vel við forréttindi sín og hafa m.a. notað þau til að eignast alla helstu fjölmiðla heimsins. Þetta er reyndar býsna klókt af þeim því þannig hafa þeir tryggt sér einkaleyfi til skoðanamyndandi áhrifa á neytendur sína. Occupy-hreyfingarnar um allan heim eru sér fullkomlega meðvitaðar um að fulltrúar þeirra munu seint eða aldrei komast að í þessum fjölmiðlum með gagnrýni sína á sérhagsmunavarið fámenniskerfi sem er komið fram yfir síðasta söludag. Netið hefur hins vegar verið nýtt til hins ýtrasta til að koma sjónarmiðum 99%-ana  á framfæri.

Hér er eitt dæmi um slíkt framtak. Þetta er myndband sem var tekið upp á Dame Street í Dublin dagana 15. - 22. október sl: 


mbl.is Nýjar tjaldbúðir að rísa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt.  Mótmæli um allann heim og sífellt fjölmennari.  Vonandi tekst almenningi heimsins að breyta þessum forréttindastatus. Þetta er allavega byrjunin á því sem koma skal. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2011 kl. 14:04

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Það er svo mikilvægt að við leggjumst öll á árarnar. Þegar 17. september, Occ Wall Street var undirbúið þá var stofnuð heimasíða löngu áður. Myndaðir voru starfshópar til undirbúnings 17. okt. Í hópnum fyrir slagorð og plaköt datt einhverjum einstaklingnum sem í hug að tala um 1% vs 99%. Hugsunin hefur síðan orðið allra um allan heim. Þetta sýnir að allir eru nauðsynlegir.

Takk fyrir góða færslu og króníska baráttu.

 kk

GSA

Gunnar Skúli Ármannsson, 6.11.2011 kl. 00:34

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég skil ekki ennþá hvers vegna unga fólkið okkar er ekki virkara í mótmælunum...  Ef einhverjir ættu að vera að mótmæla ætti unga fólkið að flykkjast út á göturnar og láta í sér heyra...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.11.2011 kl. 02:20

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Jóna vandamálið er tölvan og netið sem heltekur unga fólkið það er svo slæmt að þau lifa í draumaveröld á netinu!

Sigurður Haraldsson, 6.11.2011 kl. 11:35

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er ung fólk út um allan heim að berjast. Ungt fólk sem hefur fengið að kynnast fátækt á eigin skinni. Við getum kannski þakkað fyrir það að hér á landi eru ekki nægilega stór hópur ungmenna farinn að kynnast fátækt af því marki að það reki þau til aðgerða úti á götum. Ég reikna þó með þeim hvað úr hverju. Ég geri frekar ráð fyrir því að þau eigi eftir að koma okkur á óvart...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.11.2011 kl. 15:45

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi hefur þú rétt fyrir því Rakel mín að ungmenni landsins stígi fram þó ég vilji ekki það sé vegna fátæktargildra, sem vissulega ógna landi og þjóð okkar í dag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2011 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband