Hvernig á að tækla umboðsmenn rukkara?

Viðvörun um svikÉg ætla að vekja athygli á fundi sem haldinn verður í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, á morgun (laugardag). Yfirskrift fundarins er: Hvernig á að tækla umboðsmenn skuldara? og hefst klukkan 13:00. Áætluð fundarlok eru klukkan 15:00.

Á fundinum mun Sturla Jónsson gefa ráðgefandi upplýsingar um þetta efni en hann hefur að undanförnu lagt fram kæru og undirbúið fleiri á hendur starfs- fólki hjá hinu opinbera, bönkum og innheimtustofnunum fyrir ólögmætar vinnuaðferðir og innheimtuaðgerðir. Hann hefur líka hvatt aðra til að gera slíkt hið sama.

Sturla hefur vísað í lög og reglugerðir sem hann segir að sýni það svart á hvítu að lög um lánagjörninga hafi verið þverbrotnir í þó nokkrum atriðum. Hann hefur farið fram á það að þessi atriði verði leiðrétt en litlu orðið ágengt fyrr en hann tók sig til og fór að kæra þá sem skrifa undir aðfarabeiðnir og aðra pappíra sem ofantaldar stofnanir senda frá sér.

Vegna fjölda áskorana ætlar Sturla að halda fyrirlestur um það hvað hann hefur verið að gera að undanförnu, hvernig hann hefur farið að því, á hvaða lögum hann byggir og hverju þetta hefur skilað. Í framhaldinu tekur hann við spurningum áheyrenda.

Fundurinn er hugsaður sem undanfari annars stærri um áþekkt efni.

Stofnuð hefur verið viðburðarsíða vegna þessa fundar inni á Facebook.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott mál, gagni ykkur vel. Þið megið mjög gjarnan setja erindið inn hér hjá þér Rakel mín fyrir okkur sem ekki komast.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2011 kl. 08:52

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Gangi ykkur vel á morgun. Það er mjög hugsunarvert hvað það er okkur almenningi framandi að standa á rétti okkar. Þess vegna er þessi fundur svo nauðsynlegur.

Gunnar Skúli Ármannsson, 11.11.2011 kl. 21:49

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk, fyrir það Gunnar Skúli! Ef fólk áttaði sig á því að framtíðin á eftir að horfa á undirgefni þess í sama spegli og við horfum nú á „fíflin“, sem létu blekkingar kaþólska kirkjuvaldsins beygja sig til þrælslundaðs undirlægjuháttar á miðöldum, þá reikna ég með að það sæti ekki eins stillt undir refsivaxtavendi fjármálavaldsins.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.11.2011 kl. 01:12

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ásthildur, ég reikna með að Hjari veraldar muni mæta á staðinn og taka fundinn upp. Það gæti reyndar liðið einhver tími þangað til að efnið birtist á síðunni sem krækjan undir nafni hennar vísar á.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.11.2011 kl. 01:15

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott mál. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2011 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband