Þú kemst ekki nær grasrótinni en gista á Austurvelli!

Það hefur varla farið framhjá neinum að tjaldborg er risin fyrir framan alþingishúsið. Það er íslenska Occupy-hreyfingin sem hefur reist þessi tjöld. Occupy-hreyfingin er alþjóðleg og hefur nú þegar komið upp tjaldbúðum á almenningsstöðum í 2.200 borgum og bæjum víða um heim.

Það er hálfur mánuður síðan fyrstu tjöldin risu á Austurvelli. Þrátt fyrir ofstopafullar viðtökur í fyrstu hefur hugsjónafólkið sem reisti fyrstu tjöldin ekki látið buga sig. Það fékkst í gegn leyfi sem hefur verið endurnýjað en Occupy-hópurinn stefnir að því að halda tjaldbúðunum upp út nóvember. (Sjá hér)
Occupy Reykjavík

Ég heilsaði upp á tjaldbúana um síðustu helgi og heyrði svo í einum þeirra á kynningarfundi sem haldinn var í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, sl. miðvikudagskvöld. Hann var þar til að kynna Occupy-hreyfinguna. Kynninguna hóf hann á þeim orðum að við komumst ekki nær grasrótinni en gista niður á Austurvelli.“

Þessi staðhæfing greip mig algerlega og ég ákvað að slá til og gista þar a.m.k. í eina nótt. Ég sé ekki eftir því. Þegar ég mætti voru þau fjögur þarna niður frá. Þau tóku öll fjarskalega vel á móti mér. Veðrið var milt þannig að við sátum fyrir framan stóra tjaldið og spjölluðum. Það var líka stöðugur straumur fólks fram undir klukkan fimm um morguninn en þá fórum við að sofa.

Occupy Reykjavík
Occupy Reykjavík
 Occupy Reykjavík Occupy Reykjavík

Það var einstök lífsreynsla að dvelja með hugsjónafólkinu sem hefur hafist við í tjöldum niður á Austurvelli og verða vitni af því hvað það tekur á móti öllum af opnum huga og hvað það er þolinmótt. Þau hlusta, spyrja, rökræða og segja frá. Jafnaðargeð þeirra sem halda tjaldbúðunum uppi er alvöru. Það býr yfir þolinmæði og æðruleysi viðspyrnandans sem lætur ekki kúga sig til þangar á þeirri forsendu að það hafi ekki öll svörin.

Þar sem það var laugardagskvöld var viðbúið að langflestir sem ættu leið um Austurvöll væru búnir að fá sér í glas en það var enginn sem heimstótti tjaldbúðirnar neitt áberandi ölvaður. Gestirnir voru margir. Þeir voru á öllum aldri eða frá táningsaldri og upp í sjötugt. Sumir rufu sig frá hópnum sem þeir tilheyrðu til að segja bara: „Hæ“. Miklu fleiri en ég bjóst við vildu bara segja: „Ég styð ykkur!“ eða „Takk, fyrir að standa í þessu fyrir mig!“

Occupy ReykjavíkOccupy Reykjavík

Það var kannski algengara að karlarnir, sem heimsóttu okkur, settust niður en rétt eins og þeir voru konurnar sem heilsuðu upp á okkur á öllum aldri og af öllum stigum. Karlarnir voru forvitnari eða bíræfnari og fóru margir inn í stóra tjaldið til að skoða sig um. Einum ungum manni leist svo vel á boðskap eins mótmælaskiltisins, sem hann fann þar, að hann hafði það með sér.

Nokkrir þeirra sem heimsóttu tjaldbúðirnar sátu með okkur í marga klukkutíma og einhverjir komu við á leiðinni á barinn og svo aftur þegar þeir voru á heimleið. Þó nokkrir spurðu hverju við værum að mótmæla. Þegar upp var staðið voru allir sammála um að núverandi fjármála- og stjórnmálakerfi stríðir gegn almannahagsmunum og að þeir vilji alvöru lýðræði. Þetta á við bæði þá sem spurðu og þá sem sátu fyrir svörum.

Mannfjandsamlegt kerfiÞitt er valið

Það er ljóst að þeir sem hafa lagt undir sig auðævi heimsins og samfélögin með eru þeir sem ógna lýðræðinu. Occupy-hreyfingarnar um allan heim hafa hins vegar tekið lýðræðið í sínar hendur. Það er ljóst að þeir sem ég gisti með í nótt hafa fullan skilning á því hvað lýðræði er og eru tilbúnir til að leggja sitthvað á sig til að koma því á fætur. Það er aftur á móti spurning hvort það virkar nema stærra hlutfall af 99%-unum taki þátt í því með þeim!

Við getum lagt þessu lið með ýmsu móti. Við getum gist þó það sé ekki nema eina nótt. Við getum farið í heimsókn og tekið með okkur það sem kemur að notum í svona útilegum eins og til dæmis: Heitt kakó, eitthvað til að borða, útikerti og kannski teppi, dýnur og gashitara. Miðað við mannfjöldann sem kom við þarna í nótt þá kæmu útilegurstólar sér líka vel.

Þetta hjálpar málstaðnum en það þarf líka að vekja athygli á honum og segja frá því sem er að eiga sér stað niður á Austurvelli og um allan heim. Netið er okkar fjölmiðill. Notum hann til að upplýsa hvert annað um það sem er að eiga sér stað í grasrótinni því hún e lífæð lýðræðisins.


mbl.is Ítalía sinni aftur burðarhlutverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er svo sannarlega gleðifréttir.  Ég er innilega þakklát ykkur öllum sem standið vaktina fyrir okkur hin.  Takk, Thank you, danke. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2011 kl. 11:19

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

... og nú hefur Ragnheiður Ríkharðsdóttir staðfest það fyrir okkur að þetta virkar

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.11.2011 kl. 00:27

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2011 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband