Loksins, loksins!

Ég vona að Lilja Mósesdóttir fyrirgefi mér það að ég skuli nýta þessa frétt til að vekja athygli á því að myndin Zeitgeist Addendum verður sýnd í sjónvarpinu annað kvöld. Hún verður á dagskrá RÚV kl. 23:20 miðvikudagskvöldið 19. ágúst en margir hafa beðið lengi eftir því að þessi mynd verði tekin til sýningar hér á landi. Stofnaður var hópur á Facebook til að þrýsta á um að myndin væri sýnd í sjónvarpi allra landsmanna og núna loksins er komið að því að allir geta séð hana. Efni hennar á nefnilega svo sannarlega erindi við okkur núna.
Zeigeist Addendum


mbl.is Alvarleg skilaboð felast í minni greiðsluvilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Ég hef séð þessa mynd og hún er vissulega áhugaverð og skemmtileg. Hins vegar vil ég vara við að sannleiksgildi margra þeirra fullyrðinga sem þarna eru settar fram er vafasamt svo ekki sé meira sagt.

Inn á milli er samt fullt af hlutum sem ættu að fá fólk til að hugsa hlutina upp á nýtt og það er gott. Það er samt stór galli við myndina að hún er einmitt verkfæri til þess að fá fólk til að ganga enn lengra og einfaldlega hætta að hugsa en trúa þess í stað á áróður myndarinnar í blindni. Það er heilaþvottur.

Sérstaklega í lok myndarinnar þegar fólk er hvatt til þess að vera reitt, verulega reitt. Reiðin er ekki góður ráðunautur. Auðvelt er fyrir þá sem hvetja til reiði til að stjórna reiðu fólki sem hefur kastað allri gagnrýnni hugsun fyrir róða.

Njótið myndarinnar eins og t.d. myndarinnar eða bókarinnar um Da Vincy lykilinn. Farið að forvitnast og skoða málin. Það má læra mikið af myndinni en ekki trúa öllu í blindni.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 18.8.2009 kl. 18:49

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir innlitið Þorsteinn og gott innlegg. Tek undir það með þér að myndin dregur fram áhugaverðar kenningar sem er vert að velta fyrir sér. Stjórnlaus reiði er heldur ekki góður ráðunautur eins og þú segir. Það eru því miður fáir sem kunna að stýra reiðinni af skynseminni en það þurfum við einitt að gera ef ekki á illa að fara.

Mér sýnist kjarninn í því sem þú segir vera þessi: Viðhöfum gagnrýna hugsun og látum reiðina ekki ræna okkur skynseminni því það kann ekki góðri lukku að stýra. Tek fyllilega undir þetta!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.8.2009 kl. 22:51

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég ætla að horfa á myndina á morgun, með gagnrýnni hugsun. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.8.2009 kl. 00:26

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég ætla að hlýta ráðum þínum Rakel og horfa á þáttinn. Síðan verður áhugavert að velta vöngum yfir innihaldinu og fá álit annarra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.8.2009 kl. 18:24

5 Smámynd: jórunn

Mér finnst þessi mynd að langflestu leiti mjög góð, og án efa gott að sem flestir sjái hana með opnum huga. Í framhaldinu langar mig svo reyndar að mæla með því að fólk sjái myndina "Who Killed the Electric Car" sem sýnir aftur fram á fáránleikann við það hversu langt er gengið til þess að viðhalda status quo með einu dæmi um það - rafmagnsbínum. Hana er hægt að leigja m.a. í Aðalvídjóleigunni á Klapparstíg.

jórunn, 20.8.2009 kl. 18:52

6 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Ég horfði á myndina í annað skiptið í nótt. Ég skildi myndina miklu betur í seinna skiptið. Bæði vegna þess að hún var textuð og einnig vegna þess að þetta er svona mynd sem maður þarf að melta. Mér finnst þessi mynd kenna manni margt um þann heim sem við lifum í. Þetta er auðvitað heilmikil hrollvekja og maður verður eitthvað svo smár í samanburði við þessar miklu valdablokkir. Auðvitað má maður ekki líta á allt í myndinni sem heilagan sannleika en hún víkkar svo sannarlega sjóndeildarhringinn og vekur mann enn frekar til umhugsunar um þá hrikalegu hluti sem eru að gerast hérna heima. Eitt að lokum hvers vegna vilja stjórnvöld viðhalda sama kerfinu áfram þ.e. það er alltaf fjármagnseigendum sem er bjargað.

Helga Þórðardóttir, 20.8.2009 kl. 23:44

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Helga, það er einmitt spurningin sem þú setur fram í lokin sem gerir það að verkum að ég get ekki annað en mælt með því að allir horfi á Zeitgeist og taki boðskap hennar til alvarlegrar íhugunar. Ég vil ekki trúa því að illskan hafi náð völdum yfir auðæfum heimsins og hafi afdrif okkar þess vegna bókstaflega í höndum sér. En svo horfi ég í kringum mig og sé landsins gæði, hugvitið og tækifærin sem liggja alls staðar ónýtt í kringum okkur.

Ég held samt að skýringin á aðstæðum okkar sé margþættari og flóknari en svo að við getum kennt fjármagnseigendum eingöngu um. Ég held að það þurfi hugarfarsbreytingu og ég held reyndar að hún sé orðin eitthvað meira en lítið fræ sem liggur í dvala. Ég vona að ég lifi það að sjá hana verða að stóru og fallegu tréi sem ber þá ávexti sem ég trúi á!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.8.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband