Það verður auðvitað að vera á hreinu!

Það er ekkert leyndarmál að ég hef verulegar áhyggjur af Icesave-samningunum og ekki bætir úr skák það sem haft er eftir Össuri Skarphéðinssyni þessari frétt hér. Mér finnst reyndar allur hans málflutningur í kringum þetta mál ískyggilegar blikur um að eitthvað mjög svo óhreint búi undir öllum málatilbúnaðinum í kringum þennan samning.

Takið eftir að utanríkisráðherrann segir að: „Þeir fyrivarar sem Alþingi setur með meirihluta hér á þingi, þeir hljóta að halda.“ [leturbreytingar eru mínar] Ef það er einhver spurning þá hljóta það ekki aðeins að teljast eðlileg vinnubrögð að fá úr því skorið áður en það er fjallað frekar um þennan samning heldur grundvallaratriði. Það liggur a.m.k. í augum uppi fyrir þeim sem bera þjóðarhag fyrst og fremst fyrir brjósti, !

Ég undirstrika að ég er að tala um það að ef ríkisstjórnin ákveður að leggja samninginn undir atkvæðagreiðslu áður en það er tryggt að fyrirvararnir haldi þá hefur hún svikið þjóð sína. Þá hefur hún viðurkennt með formlegum hætti að vinir þeirra ríkisstjórna sem þáðu bankanna að gjöf gangi fyrir öllum öðrum í íslensku samfélagi. Hún hefur þá staðfest það að þeir, sem settu bankana á hausinn og landið um leið, séu þeir sem hún ætlar sér að bjarga úr snörunni sama hvað það kostar! Almenningur í landinu hefur þá fengið úr því skorið að í augum hennar er hann ekkert of góður til að gangast undir það að bæta tjónið sem dekurbörn fyrrverandi ríkisstjórna ullu okkur öllum.

Ef ríkisstjórnin leggur þessa samninga ásamt fyrirvörunum til atkvæðagreiðslu án þess að fá úr því skorið áður hvort Bretar og Hollendingar muni taka mark á þeim og/eða hvort þau hafi eitthvert gildi fyrir breskum lögum þá eru það skilaboð um það að okkur beri að samþykkja ofangreinda forgangsröðun þingsins þegjandi og hljóðalaust! enda segir utanríkisráðherra:

Össur sagðist taka undir þau ummæli að fyrirvararnir „muni ekki renna ljúflega niður“ hjá aðilum málsins. „Alþingi er fullvalda,“ sagði hann. „Alþingi er fulltrúi þjóðarinnar allrar. Það ræður fyrir Íslendingum.“

Það er Alþingi sem tekur ákvarðanir um þetta mál fyrir hönd Íslendinga og enginn annar getur það. Ef þessir fyrirvarar eru þannig að þeir takmarka með einhverjum hætti ábyrgð íslenska ríkisins, þá hlýtur niðurstaða íslenska þingsins um það að gilda. Ég tel sjálfur að það þurfi engan sérstakan aðila til að skera úr um það,“ sagði Össur.(leturbreytingar eru mínar)

Hrokinn, yfirlætið og leyfist mér að segja heimskan? í þessum orðum Össurar Skarphéðinssonar er svo yfirgengileg að maður getur ekki annað en spurt sig hvaða hagsmuni hann sé að verja!?!? Ég fæ á engan hátt séð að það sé íslensku þjóðarinnar því ef honum væri umhugað um þjóðarhag okkar þá myndi hann að sjálfsögðu leita álits sérfræðinga í alþjóðarétti til að eyða þeim vafa sem hann viðurkennir sjálfur að séu á því að fyrirvararnir sem voru gerðir við samninginn muni halda! Ég get því ekki fengið annað út úr orðum utanríkisráðherra en að hann hafi vondan málstað að verja og sennilega veit hann það líka sjálfur!
Ólafur Elíasson
Ég hef setið á fundi með Indefence-hópnum og þar tók ég sérstaklega eftir málflutningi Jóhannesar Þ. Skúlasonar og Ólafs Elíassonar. Þeir eru ekki á neinum launum við að verja þjóðarhag eins og Össur eða aðrir í núverandi ríkisstjórn en þeir hafa mikar áhyggjur af eigin afkomu og afkomenda sinna eins og við flest. Þeir hafa líka vakið verðuga athygli almennings fyrir ótrúlega eljusemi og gagnlegar athugasemdir varðandi það sem viðkemur Icesave-samkomulaginu. Jóhannes Þór Skúlason

Það sem kom mér mest á óvart á fyrrgreindum fundi, sem ég ásamt fleirum úr Borgarahreyfingunni sátum, var það hvað meðlirmir Indefence-hópsins voru öfga- lausir í málflutningi sínum hvað varðar stjórnmálamennina sem hafa tekið þátt í því að leiða yfir okkur þessa nauðungarsamninga.

Þó meðlimir Indefence-hópsins væru að tala við hóp fólks þar sem stór orð um vanhæfni, getuleysi, heimsku, spillingu eða hvað eina í þeim dúr hefði fallið í góðan jarðveg létu þeir allt slíkt vera. Margar spurninganna sem komu fram á fundinum snerust þó um það að þeir viðurkenndu heimsku og/eða óheilindi þeirra sem hafa reynt að knýja fram samþykki við þennan samning með þeim aðferðum sem flestir ættu að þekkja af fréttum sumarsins.

Nú hefur þessi hópur borið fyrirvarana undir sérfræðing í alþjóðarétti sem telur það fullkomlega óvíst að fyrirvararnir sem hafa verið settir við Icesave-saminginn hafi nokkurt gildi fyrir breskum lögum!

Þar sem bresk lög gilda um Icesave samningana er afar mikilvægt að fyrirvarar sem Alþingi setur við ríkisábyrgðina hafi ótvírætt gildi gagnvart þeim. Um það ríkir óvissa.

InDefence hópurinn hefur borið fyrirvarana undir Dr. Michael Waibel, sérfræðing í alþjóðarétti við Cambridge háskóla. Bráðabirgðaálit hans er að óvíst sé hvort fyrirliggjandi fyrirvarar hafi gildi samkvæmt breskum lögum. Slík afgreiðsla málsins beri því í sér mikla áhættu fyrir Íslendinga. Sé það raunin að fyrirvarar Alþingis hafi ekki gildi samkvæmt breskum lögum eru Alþingismenn í raun að samþykkja Icesave samningana óbreytta, samninga sem meirihluti þjóðarinnar og þingmanna telur óviðunandi.

Í ljósi þessarar óvissu er nauðsynlegt að Alþingi afli formlegs álits óháðra sérfræðinga í breskum lögum til að fá úr því skorið hvort fyrirvararnir við ríkisábyrgð hafi gildi fyrir breskum dómstólum. Slíkt sérfræðiálit þarf að berast Alþingi áður en frumvarp um ríkisábyrgð á Icesave samningnum er afgreitt.

Að hundsa þessa grundvallarspurningu gætu reynst afdrifarík afglöp, því um er að ræða óvissu sem getur kostað Íslensku þjóðina hundruð milljarða. InDefence hópurinn skorar á Alþingismenn þjóðarinnar að eyða óvissu um lagalegt gildi fyrirvaranna með því að kalla tafarlaust eftir formlegu áliti óháðra sérfræðinga í breskum lögum," að því er segir í tilkynningu. (leturbreytingar eru mínar)

Að lokum langar mig að benda á það sem Jakobína Ingunn Ólafsdóttir segir um þetta mál en Jakobína er einn ákafasti talsmaður þjóðarinnar meðal bloggara um þessar mundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

hæ Rakel. Ég verð bara að viðurkenna að ég nennti bara ekki að lesa færsluna og ég hef bara ekkert nennt að hlusta á þetta röfl allt saman. Ég er samt með eina spurningu sem mig langar að fá svarað og ákvað bara að skjóta henni til þín af því að þú ert svo gáfuð kona :)

Er ekki bara hægt að samþykkja þetta svona, með þessum fyrirvörum, eins og allflestir eru sáttir við og taka þá bara á því máli ef Bretar og Hollendingar verða ósáttir? Er eitthvað betra að sitja hérna og rífast um eitthvað sem enginn veit svarið við þegar hægt er að fara og gá hvert svarið verður??

Ég biðst fyrirfram afsökunnar á fáfræðinni ef svarið er eitthvað sem er augljóst þeim sem nenna að fylgjast með ;)

Sóley Björk Stefánsdóttir, 22.8.2009 kl. 00:39

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég fylltist baráttuhug þegar ég las færsluna þína, svo féllust mér hendur þegar ég sá athugasemd Sóleyjar.  Össur heldur að fyrirvararnir haldi!!!  Þetta ætlar hann að bjóða okkur uppá. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.8.2009 kl. 01:27

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sóley: Ég óttast það að ef samningurinn verði samþykktur án þess að gengið er úr skugga um það hvort fyrirvararnir halda þá hefur Alþingi sett okkur í þau spor sem ég hef a.m.k. mótmælt frá upphafi. Þ.e. að almenningur verði látinn borga skuldir óreiðumannanna og það með okurvöxtum.

Það er engin trygging fyrir því að Bretar og Hollendingar samþykki fyrirvarana sem fjárlaganefnd hefur sett við samkomulagið. Ef sérfræðingur í alþjóðarétti varar við samkomulaginu í núverandi mynd og Össur segir að samkomulagið hljóti að halda þá sýnist mér full ástæða til að fá úr þessum vafa skorið áður en samkomulagið er lagt fyrir þingið til atkvæðagreiðslu.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.8.2009 kl. 12:20

4 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Það sem ég er að meina er að ef bretar og hollendingar samþykkja ekki samninginn eins og hann er lagður fyrir hlýtur hann að fara aftur á teikniborðið, í það minnsta hlýtur að þurfa að renna honum aftur í gegnum alþingi. Er það ekki??

Sóley Björk Stefánsdóttir, 22.8.2009 kl. 12:37

5 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Jóna Kolbrún: Þú þyrftir nú kannski að reyna að taka meiri stjórn á eigin tilfinningum svo þær sveiflist minna eftir því sem annað fólk segir.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 22.8.2009 kl. 12:39

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það sem mér sýnist að sé varað við er að Íslendingar hafa bætt við samninginn ákveðnum fyrirvörum sem hafa e.t.v. ekkert gildi þar sem Bretar og Hollendingar komu ekkert að því að semja þá. Verði samningurinn samþykktur vegna fyrirvaranna af Alþingi er það enginn trygging fyrir því að Bretar og Hollendingar taki mark á fyrirvörunum. Þeir geta bara tekið því þannig að samningurinn, eins og hann var afgreiddur út úr sameiginlegri samninganefnd, sé í höfn.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.8.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband