Eg finn til velgju og get ekki að því gert...

Það fór reyndar alveg fram hjá mér að hér á Akureyri var boðað til borgarafundar með formönnum Sjálfstæðisflokksins; Geir H. Haarde og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Þessi fundur var haldinn nú í kvöld á Hótel KEA og hófst kl. 20:00 þannig að hann er liðinn þegar þetta er skrifað. Ekki það að ég hefði mætt heldur vekur það mér spurningar hvers vegna þessi halda sérstakan borgarafund hér fyrir norðan. 
 
Ástæða þess að ég get ekki á mér setið og skrifa þetta hér er að ég fylltist heilagri vandlætingu eftir að ég las eftirfarandi frétt um fundinn á vikudegi.is og varð að fá útrás fyrir hana.
 

Sjálfstæðisflokkurinn hræðist ekki kosningar

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki hræðast kosningar. Hann telur það hins vegar glapræði að ganga til kosninga innan fárra mánaða og bæta þannig pólitísku fárviðri ofan á það ástand sem nú ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar.
 
Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á opnum fundi á Hótel KEA í kvöld, þar sem hann og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins fóru yfir stöðu efnahagsmála, aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að verja stöðu heimilanna og framtíðarhorfur þjóðarinnar. Einnig kom fram í máli forsætisráðherra að hann og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ætla að sækjast eftir endurkjöri sem formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem fram fer í janúar á næsta ári.
 
Í myndatexta með þessari frétt stendur að „Fundurinn á Hótel KEA hafi verið fjölmennur“Sick Mér verður barasta óglatt. Hvað ætli teljist fjölmenni í þessu samhengi? Það sem kemur fram í fréttinni eða öllu heldur það sem kemur ekki fram í þessari frétt vekur mér líka margra spurninga. Þær helstu eru: Spurði enginn sem var á þessum fundi neins í sambandi við það sem blasir við almenningi á Íslandi? Hvað þýðir þetta: fóru yfir stöðu efnahagsmála, aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að verja stöðu heimilanna og framtíðarhorfur þjóðarinnar? Er ekkert meira um þetta að segja?
 
Af öllu samanlögðu er sennilegast að draga þá ályktun að þessi fundur hafi verið framboðsfundur í dulbúningi borgarafundar. En ég spyr mig samt voru fyrirspurnir ekki leyfðar? Þurfa kjósendur Sjálfstæðisflokksins kannski ekki að spyrja neins??? Ég meina kemur ástandið í samfélaginu ekkert við þá? Treysta þeir sínu fólki eftir allt sem á undan er gengið??
 
Ég verð að viðurkenna það að ég er bara eitt spurningarmerkiErrm Ég er búin að skoða aðra netmiðla en finn ekkert um þennan fund þar. Ég segi þó eins og er að ég ætla rétt að vona að þeir sem mættu á ofangreindan fund hafi komið einhverju öðru á framfæri en andaktugri þögn yfir veruleikafirrtu bla-bla-i Sjálfstæðisflokks- formannanna tveggja á sínu glórulausa veruleikaflóttaflippi. Ég vona svo líka að fréttin hér að ofan sé bara dæmi um afspyrnulélega fréttamennsku!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myntkarfan (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 10:25

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Eru ekki fundir sjálfstæðisflokksins í prédikunarstíl þar sem foringjar messa yfir lýðnum sem hlustar andaktugur á boðskapinn. Ég hef aldrei skilið skort fylgjenda sjálfstæðisflokks á sjálfsvirðingu.

Á borgarafundi almennings á Nasa í Reykjavík mættu 800 til 1000 manns. Það var fjölmennur fundur og fólki í sal var gefið færi á því að tjá sig.

Hvorki sjálfstæðisflokkur né samfylking getur leikið þann borgarafund eftir. Flokkarnir eru ekki að bjóða upp á trúverðugleika.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.11.2008 kl. 13:35

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér er sagt af pólitíkusum hér á Akureyri að Sjálfstæðisflokkurinn sé á fullu í kosningarbaráttu/-herferð. Spurning hvort ályktunin sem ég dró af innihaldi fréttarinnar í Vikudegi sé þess vegna ekki hárrétt.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.11.2008 kl. 14:33

4 identicon

Lömbin þögðu á þessum fundi. Engin spurði neins skilst mér á manni sem þarna var. Hlustað var  eflaust í andakt eins og vanalega þegar foringin opnar munninn á svona fundi. Kannski hafa fyrirspurnir ekki verið leyfðar, veit það ekki, var ekki þarna og hafði ekki hugmynd um fundinn. Annars dettur mér ekki í hug að ónáða óvininn meðan hann gerir mistök eða þannig. Em þeir eru að búa sig undir kosningar. Hinn almenni sjálfstæðismaður þarf ekki að spyrja.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 00:03

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og einhversstaðar heyrði ég að valdið væri hrætt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.11.2008 kl. 00:43

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir innleggið Arinbjörn. Var einmitt að vona að ég gæti fiskað fréttir af þessum fundi. Maðurinn sem þú þekktir og fór á fundinn... langaði hann ekki til að spyrja neins? Ekki ganga á hann mín vegna en finnst honum þögnin, loðnar skýringar og ásakanir sem ganga á víxl ásættanlegt við þessar aðstæður? Ég bara spyr mig

Jakobína: Þú meinar Sjálfstæðisflokkinn, ekki satt? Það að þeir skuli vera byrjaðir kosningabaráttuna núna bendir nú aldeilis til þess! Af hverju byrja þeir að rifja upp kosningaboðorðin rúmum tveimur árum á undan áætlun? Átta þeir sig sem sagt á að stjórnarsamstarfið geti ekki varað mikið lengur en trúa að skellurinn lendi á samstarfsflokknum og þeir haldi velli eins og reyndin hefur verið hingað til?

Hafa þeir eitthvað í höndunum? Skyldi það vera satt sem ég heyrði í dag um opinberunina í sambandi við það sem Davíð Oddsson ýjaði að í gær? Að innistæðulaus loforð ráðherra Samfylkingarinnar hefðu kallað hryðjuverkalögin yfir landann

Erum við sem sagt peð í pólitískri refskák þar sem refirnir bíða bara rétta augnabliksins til að segja frá. Augnabliks þar sem refunum tekst enn einu sinni að kasta gullryki í augu almennings þannig að þeir komi út eins og saklaus lömb mótleikarinn lítur út eins og... tja, það verður víst að koma í ljós hvaða nafngift það verður sem hæfir...

En trúa þeir því að almenningur gleymi atvinnuleysinu, gjaldþrotinu og skuldabjörgunum sem þeir leiddu yfir okkur með gjörðum sínum?? Ég get ekkert gert annað en spyrja.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.11.2008 kl. 01:01

7 identicon

Jú hann langaði að spyrja mikið en........

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 02:59

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hvernig getur þetta fólk farið um og horft beint í augu fólksins í landinu og talið bæði sjálfum sér og öðrum trú um að þau séu einmitt svona fólk sem við viljum sjá í forsvari fyrir Nýju Íslandi. Ef þetta er ekki veruleikafirring á hæsta stigi þá veit ég ekki hvað. Ég veit bara það að ef gömlu öflin halda valdi sínu er ég farin úr landi með mitt fólk...því mér hugnast ekki að róa á þrælagaleiðu eftirleiðis til þess eins að reyna að fylla upp í botnlausa græðgi og spillingu einkavinanna á íslandi. Og ég skil ekki og mun aldrei skilja hvernig hægt var að svæfa hinn almenna íslending svo fast að hann vaknar bara ekki aftur. Sama hvað á gengur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.11.2008 kl. 09:03

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það varð landflótti hérna í efnahagslægðinni upp úr 1980. Ég velti því fyrir mér að fara þá en treysti mér ekki til þess það; ein með börn. Nú er í rauninni ekkert sem heldur mér nema þessi stóru börn en... Ég trúi því bara ekki að þessum blekkingameisturum takist að slá ryki í augu kjósenda sinna einu sinni enn

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.11.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband