Stöndum saman

skjaldborg_731379.jpgHópurinn Undirrót hvetur alla til að mæta fyrir framan alþingishúsið kl. 12:00 á morgun. Tilefnið er að í hádeginu á að slá skjaldborg í kring um Alþingi eins og sl. miðvikudag. Í tilkynningu frá hópnum er tekið fram að mótmælin eigi að vera bæði táknræn og friðsamleg. Þau eru um leið bráðnauðsynleg til að sýna stjórnvöldum að þjóðinni stendur ekki á sama um ástandið í landinu.

Allir sem eiga möguleika á að mæta eru vinsamlegast beðnir um að koma og sýna samstöðu. Fólk er líka hvatt til að taka með sér nágranna og vinnufélaga til að taka þátt.

Munið að þögn er sama og samþykki!

Birgitta Jónsdóttir fjallar nánar um tilefni mótmælanna á morgun og hvet ég ykkur eindregið til lesa færsluna hennar vandlega. Það eru líka mjög fínar umræður um þetta sama tilefni á síðunni hennar Katrínar Snæhólm. Þær vitna báðar í bréf sem hefur verið sent á þingmenn en vegna þess sem kemur fram í bréfinu hafa nokkrir þingmenn ákveðið að taka þátt í mótmælaaðgerðunum á morgun og lýsa vantrausti á ríkisstjórn Íslands.

Krafa þeirra sem standa að þessum aðgerðum er sett fram hér en hún hljóðar svo (með örlitlum tilfæringum):

Mætum öll og mótmælum! Við viljum að ríkisstjórnin víkji strax frá og að hér verði skipuð tímabundin þjóðstjórn til að bjarga því sem bjargað verður. Fjölmörg ríki hafa sýnt áhuga á að koma okkur til hjálpar en það er óframkvæmanlegt á meðan núverandi ríkisstjórn situr og sýnir engan veginn á sér fararsnið. Þó eru tveir þingmenn farnir síðan ósköpin dundu yfir. Ríkisstjórnin hefur hins vegar hunsað skilaboð þjóðarinnar um að hún geti ekki lengur sætt sig við lögbrot, lygar, spillingu og falsanir sem eru bornar hér á borð nær daglega af fulltrúum hennar. Við gefumst þó ekki upp!

Það er hreint út sagt lífsnauðsynlegt að vernda eða öllu heldur endurreisa lýðræðið svo hægt sé að fara að byggja mannvænleg lífsskilyrði fyrir þjóðina sem byggir þetta land.

Til að undirstrika mikilvægi þess að þjóðin standi saman og mótmæli framkomu stjórnvalda hvar sem því verður við komið langar mig til að bæta við vísun í þetta hjá Andreu J. Ólafsdóttur og þetta hér hjá Láru Hönnu Einarsdóttur.

Es: Rétt að taka það fram að myndin er fengin að láni hjá Jóhanni Þresti Pálmasyni en hann tók hana ásamt fleirum sl. miðvikudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: oktober

Október mætir með kamerurnar og póstum síðan myndbrotum.

Við ætlum að gefa mótmælendum byr undir báða , það verður ekki leyft að þagga niður í fólki. Fjölmiðlar eru úreltir , hér kemur Október.

oktober, 19.11.2008 kl. 01:02

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir að láta mig vita Það er ómetanlegt að fá að fylgjast með þó ekkert komi í stað þess að taka þátt...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.11.2008 kl. 01:18

3 Smámynd: oktober

Október stendur við sitt.

http://oktober.blog.is/blog/oktober/entry/717210/

Baráttukveðjur.

Arnar

oktober, 19.11.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband