Þriðji borgarafundurinn á Akureyri

Annað kvöld verður þriðji borgarafundurinn haldinn hér á Akureyri í Deiglunni. Fundurinn byrjar kl. 20:00 (20. nóv). Yfirskrift fundarins að þessu sinni er:

Gjaldþrota þjóð, fyrirtæki og fólk
 
Hverjir borga? Hve mikið og hversu lengi?
 
Eigum við svör við þessum spurningum? – eða ætla ráðamenn að taka lán án þess að upplýsa greiðendur um skilmálana?

Markmiðið er að fylla Deigluna annað kvöld en frummælendur á fundinum eru:

Jónína Hjaltadóttir forstöðumaður Lautarinnar (sem er heimili þar sem er unnið að því að rjúfa félagslega einangrun fólks með langvinnar geðraskanir)
Jón Þorvaldur Heiðarsson hagfræðingur (hjá Rannsókna- og þróunarmiðstöð HA)

 

Fundarstjóri er Birgir Guðmundsson lektor (við félagsvísinda og lagadeild HA)

Eftir ávörp frummælenda verður opnað fyrir fyrirspurnir og almennar umræður. Sjá líka um þennan fund á akureyri.net

Fundurinn er haldinn á vegum grasrótarsamtakanna Bylting fíflanna. Þetta eru grasrótarafl sem leita skapandi og framsýnna hugmynda og lausna sem mótað geta nýjan veruleika um betri framtíð. Framtíð sem byggir á samfélagi þar sem mannauður er í fyrirrúmi og á samkennd sem allir eiga hlutdeild að.

Samtökin vilja virkja lýðræðið en leggja áherslu á að þau séu ópólitískt afl. Tylkynningu þeirra í sambandi við fundinn annað kvöld lýkur á þessum kveðjum:

Brjótum múra og gleymum flokkapólitík

Ræðum stöðuna og leitum lausna

Oft var þörf – nú er nauðsyn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Frábært framtak. Ég er farin að hlakka til borgarafundanna og mótmælanna. þessir atburðir leiða mann upp úr drunganum sem leggst yfirmann þegar maður hlustar á fréttaflutning og viðtöl við stjórnmálamenn.

Þetta er hollt fyrir sálina og ég vil trúa því að við séum að hola steininn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.11.2008 kl. 01:59

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er hjartanlega sammála því að fundirnir eru góð aðferð til að losa mann við drungann sem leggst yfir mann við að fylgjast með. Mér finnst ég þó ekki getað vikist undan því en sem betur fer hef ég svo aðgang að mótefni sem er það að finna samhljóm dropanna sem klingja bæninni mrð mér um réttlæti. Trúi því að þeir verði alltaf fleiri og fleiri og vona að þeir fari að láta í sér heyra líka vegna þess að breytingarnar sem við krefjumst eru í raun lífsnauðsynlegar!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.11.2008 kl. 02:27

3 identicon

Æi, af hverju missi ég alltaf af þessu, kemst ekki.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 03:04

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það var leitt. Ég setti þetta nefnilega ekki síst hérna inn vegna þess að ég vildi standa við það sem ég lofaði þér hálfpartinn en það var að vera dugleg við að láta vita af því sem væri að gerast hér á Akureyri. Þ.e. viðburðum og/eða fundum þar sem fólk fengi tækifæri til að segja hug sinn í sambandi við það sem er að gerast í samfélaginu í dag og tekið þátt í því að byggja upp nýtt og betra samfélag.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.11.2008 kl. 03:48

5 identicon

Einmitt, kíki á síðuna þína á hverjum degi og stundum oft á dag/nótt

En það kemur dagur eftir þennan dag og tækifæri eftir þetta. Svona er bara lífið. 

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 17:49

6 Smámynd: Heidi Strand

Bið spennt eftir fréttum af fundinum.

Flott nafn á grasrótasamtökin.

Heidi Strand, 20.11.2008 kl. 20:56

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já fíflabyltingin lætur vel í eyrum. Arinbjörn ég vona að þetta gangi betur næst.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.11.2008 kl. 21:18

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Arinbjörn: Jamm, það er auðvitað gaman að heyra það en eins og þú sérð hef ég nú lítið skrifað að viti að undanförnu. Sett inn tilkynningar frá ýmsum hópum sem ég hef skráð mig í til að vekja athygli á þeim. Þessu veldur vinnutengt annríki sem lagast ekki fyrr en upp úr næstu mánaðarmótum. Það verður fyrst þá sem verður af einhverjum alvöru skrifum.

Heidi: Mér þykir leitt að valda þér vonbrigðum. Ég mætti sem sagt ekki í kvöld Ég reikna þó með að fá fréttir af fundinum á morgun þannig að ég hef það hugfast að setja einhverjar fréttir af honum hingað inn. 

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.11.2008 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband