Stolt mamma
8.9.2008 | 00:08
Ég er voðalega stolt mamma enda á ég tvær mjög vel heppnaðar dætur. Það er lán sem ég er ákaflega þakklát fyrir. Ég hef áður skrifað langt og ítarleg blogg sem snertir yngri dóttur mína. Ég má auðvitað ekki gera upp á milli dætra minna þannig að ég ætla að leyfa mér að vekja athygli á afrekum eldri dóttur minnar hérna líka
Eldri dóttir mín var nefnilega að útskrifast frá Háskólanum á Bifröst sl. laugardag. Hún var að ljúka BA-námi af yngstu skorinni þar. Sú heitir HHS en þessi skammstöfun stendur fyrir heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Dóttir mín var meðal þeirra fyrstu sem veðjuðu á þetta nám haustið 2005 og var að útskrifast núna þremur árum seinna.
Hún er búin að vera rosalega dugleg. Hún lauk kúrsunum fyrir ári síðan, keypti sér íbúð með kærastanum sínum og byrjaði að vinna. Á sama tíma og hún hefur verið að vinna sig upp hjá fyrirtækinu þar sem hún vinnur hefur hún verið að skrifa BA-ritgerð um kosningarþátttöku ungs fólks á Íslandi. Það er ekkert af ástæðulausu sem ég er stolt af þessari elsku
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Alltaf ánægjulegt þegar börnin eru farinn að skila inn skatttekjum til ríkisins
Til hamingju með daginn! sorrý að ég komst ekki í veisluna.
Viðar Freyr Guðmundsson, 8.9.2008 kl. 23:38
Temminn er svo dúllinn Gaman að eiga stóra systur sem maður getur verið svona ofboðslega stoltur af
Tinna Eik Rakelardóttir, 9.9.2008 kl. 00:28
Takk Viðar Já, það hefði verið gaman að fá þig í veisluna en þú varst löglega afsakaður
Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.9.2008 kl. 17:58
Takk fyrir hamingjuóskirnar Þórdís mín:-) Þarf endilega að fara að heyra af því hvernig þér miðar með stóra verkefnið þitt
Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.9.2008 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.