Mótmælaalda eða upphitun...

Tæmum hrunbankanaMér líður oft eins og ég sé fullkomlega þurrausin þegar ég sest niður og ætla að koma því frá mér á hnitmiðaðan hátt sem farið hefur fram í huga mér yfir daginn. Þetta er eitt af þeim skiptum. Tilefnið að ég sest hér niður núna er að minna á alþjóðlega bankaáhlaupið. Dagurinn í dag mun leiða í ljós hvað verður úr.

Tilefni þess að Íslendingar taka þátt er ærið en það má kannski draga það saman í þann kjarna að þeir sem grípa til einhverra aðgerða vilja sýna stóru hrunbönkunum þremur vandlætingu sína gagnvart þeim. Samkvæmt hugmyndafræði eigenda þeirra og stjórnenda á almenningur að bera hrunið af fullum þunga og svo voga þeir sér að standa í vegi fyrir því að hann fái leiðréttingu á lánasamningum sínum vegna þess forsendubrests sem varð við bankahrunið.

Eins og ég tók fram í gær (sjá hér) þá tóku Heimavarnarliðið og Tunnurnar sig saman og standa fyrir svolítilli uppákomu við bankana í dag. Upphafið verður fyrir framan aðalútibú Landsbankans niður í Austurstræti kl. 14:00. Væntanlega munum við heimsækja útibú Arion- og Íslandsbanka líka en þau eru í nágrenninu. 

En það stendur fleira til.
NíumenningarnirÁ morgun, 8. desember,

[...] verða liðin tvö ár frá því að hópur fólks heimsótti Alþingi með það fyrir augum að halda upp á þingpalla og lesa yfirlýsingu fyrir þingheim. Eins og kunnugt er eru afleiðingarnar m.a. þær að níu manneskjur, úr þessum u.þ.b. þrjátíu manna hópi, hafa verið ákærðar á grundvelli 100. greinar hegningarlaganna, sem lýtur að árásum á sjálfræði Alþingis, og eiga nú yfir höfði sér þunga fangelsisdóma.

Það er ekki ofmælt að kalla ákærurnar pólitískar ofsóknir og við þeim hefur verið brugðist á ýmsan hátt. Meðal annars fór af stað undirskriftalisti þar sem rúmlega sjöhundruð skrifuðu undir „samsekt“ og kröfðumst þess að vera ákærð ásamt nímenningunum. Listinn var svo afhentur Ástu Ragnheiði forseta Alþingis í sumar en það hefur ekki spurst til hans síðan. (Sjá hér)

Á morgun er fólk hvatt til að nýta stjórnarskrárbundinn rétt sinn til viðveru á þingöllum og sýna með því samstöðu með níumenningunum. Áætlað er að þessar stuðningsaðgerðir vari í um klukkutíma og hefjist kl. 14:30.

Eftir það ætla ég a.m.k. að reyna að eiga jól... en við komum aftur saman í kringum miðjan janúar. Ég geri ráð fyrir að þeir verði nokkrir orðnir óþreyjufullir að grípa til aðgerða þá!

Lýk þessu nú með myndrænni upphitun frá Ásgeiri Ásgeirssyni: Mótmæli from PressPhotos on Vimeo.


mbl.is Erfitt efnahagsástand út 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið eruð þið dugleg.  Ég dáist að ykkur og stend með ykkur í huganum.  Er eitthvað svo framtakslaus þessa dagana.  En svo sannarlega stend ég með ykkur og er með ykkur í huganum. 

Vonandi mæta margir, það er full ástæða til að drífa sig á staðinn og standa með sínu fólki.  Við erum dálítið útundan úti á landsbyggðinni, meðan enginn tekur sig til og veltir þúfunni.  Ég hálf skammast mín að gera það ekki, en ég er sennilega orðin of gömul og svo þessi fjárans andlegi doði sem kemur alltaf á þessum tíma, og sérstaklega eftir að strákurinn minn dó. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2010 kl. 11:04

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Kærleiksknús kæra Ásthildur Þessi doði heimsækir okkur öll en ég er orðlaus gagnvart styrk þeirra sem hafa upplifað það að missa barnið sitt. Ég finn heldur engin orð til að gefa þér önnur en þau að ég dáist að þér. Þeir eru ekki margir sem getað hrósað sér af þeim styrk og mannkærleika sem þú býrð yfir

Við vorum ekki mörg sem komum saman í dag en ef þú ferð inn á Pressuna þá sérðu að við fengum óvæntan liðstyrk. (Sjá hér) Við fengum svo mikið út úr þessari samveru sjálf að við ákváðum að endurtaka þetta fyrir framan Arion- og Íslandsbanka Ég segi kannski frá því hérna þegar dagsetningar liggja fyrir.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.12.2010 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband