Þetta gætum við líka gert!

Grikkir hafa boðað til allsherjarverkfalls á morgun í þeim tilgangi að mótmæla þeirri aðgerðaráætlun sem ríkisstjórn Grikklands hefur samþykkt að framfylgja gegn fjárhagsstuðningi AGS og ESB. Það er ljóst að grískur almenningur stendur í aðalatriðum í sömu sporum og sá íslenski nema við erum ekki aðilar að ESB. Ekki enn a.m.k!

Við stöndum þess vegna að sjálfsögðu með Grikkjum (sjá auglýsingu hér að neðan) en við ættum líka að fá hugmynd þeirra að láni og fara í allsherjarverkfall til að freista þess að fá íslensk stjórnvöld til að hlusta á almenna borgara og setja heildarhagsmuni þjóðarinnar á dagskrá.

 Eins og allir vita þá er ljóst að slíkt er alls ekki á döfinni heldur stendur til að ganga enn lengra í því að að skerða kjör okkar því samkvæmt hugmyndafræði fjármálaelítunnar er það hlutverk almennra launþega að halda henni uppi og bera skaðann af öllu þeirra klúðri. Þeir kostuðu stjórnmálamenn inn á þjóðþingið okkar til að tryggja það að slíkt telst m.a.s. löglegt! en ætlum við að sætta okkur við það??

Við höfum búið við þennan veruleika í bráðum tvö ár!!! Ég mæli því með því að við tökum upp aðferð Grikkjanna til að binda endi á þá svívirðru sem hefur viðgengist og á síst eftir að fara batnandi! 

En hér er auglýsingin varðandi  stuðningsaðgerðirnar við Grikki á morgun:

Grikkir allra landa sameinist!

Mótmæli til stuðnings Grikkjum verða þann 5. maí kl. 16:00 á Arnarhóli


Svokölluð aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins við Grikkland er stórkostleg aðför að réttindum verkafólks.

Stórfelldar launalækkarnir, uppsagnir opinberra starfsmanna, skerðing lífeyrisréttinda, niðurskurður opinberra útgjalda og þyngri skattbyrgðar á hina lægst launuðu er meðal þess sem fyrirhugað er.

Afleiðingin er ógnvænleg lífskjaraskerðing almennings.

Á meðan grískir auðmenn koma eigum sínum í skjól, situr almenningur í súpunni. Engar tillögur hafa verið settar fram af AGS eða ESB um hvernig hægt er að draga úr alvarlegri misskiptingu tekna og auðs. Engar tillögur hafa verið settar fram um að þeir sem ábyrgðina beri axli hana. Engar tillögur hafa verið settar fram um hvernig koma skal í veg fyrir að nýjar fjármálakreppur dynji á.

Þann 5. maí hefst allsherjarverkfall í Grikklandi. Á næstu dögum verða samstöðumótmæli um alla Evrópu. Kröfurnar eru:

  • Segja verður skilið við pilsfaldakapítalisma og hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar.
  • Stöðva verður þjóðnýtingu tapsins og einkavæðingu gróðans.
  • Standa verður vörð um hagsmuni almennings en ekki fjárglæframanna.

Attac á Íslandi mun standa fyrir mótmælum til stuðnings Grikkjum þann 5. maí kl 16:00 á Arnarhóli.

Ræðumenn verða:

  • Sólveig Jónsdóttir formaður Attac
  • Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingkona VG

Frekari upplýsingar er að finna á Attac.is og á síðu Attac á Facebook.


mbl.is Allsherjarverkfall í vændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

I gudana baenum kona, hefur thu einhverja hugmynd um hvad thu ert ad tala um. Grikkir hafa sett sig sjalfir i thessa stodu, og thessar adstaedur thar sydra hafa litid sem ekkert sameiginlegt vid astand okkar herna a Islandi. 

Hver einasti Grikki skytur pening undan skattinum og vill frekar bua vid spillt kerfi fremur en ad takast vi um urbaetur. Medal Grikki vinnur um 4-5klst a dag en faer heildags laun utborgad. I Grikkland eru um 10falt fleiri opinberir starfsmenn per haus en a Irlandi, en samt faer griska rikisgeirinn verstu einkunn allra Evroputhjoda hvad vardar framtak opinbera starfsmanna.

Grisk motmaeli eru velthekkt fyrir ad vera alger brandari. Griskir motmaelendur umkringdu haskolanna thegar rikisstjornin aetladi ad setja takmarkanir a lengd haskolanams. 

Kreppan hefur litid med Griska audmenn ad gera, fremur en thjodfelagskerfi sem gat ekki vidhaldid ser. Svo ad ekki er haegt ad alas Thjodverja um fyrir ad vilja fa breytingar i kerfinu theirra i stad theirrar gridarlega lans sem Thjodverjar munu veita theim. 

Daniel Sveinsson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 00:12

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sannast sagna skil ég hvorki tóninn eða yfirlætið í innleggi þínu Daníel. Ég læt það þess vegna vera að svara þér frekar nema þú skiptir um gír. Það væri t.d. ágætis byrjun að stíga ofan úr prédikunarstólnum sem þú hefur komið þér fyrir í og útskýra hvers vegna þú ert svona sérfróður um Grikki? og hvað mótar álit þitt á grísku þjóðinni sem lyktar frekar af alhæfingum og fordómum en yfirgripsmikilli þekkingu?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.5.2010 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband