Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Syngjum fyrir mannfrelsi á kvenfrelsisdaginn
17.6.2011 | 07:42
Ég vona að mér fyrirgefist það þó ég noti þessa frétt til að vekja athygli á öðrum söngatburði sem mun fara fram undir berum himni núna n.k. sunnudag (sjá hér. Ég vek athygli á krækju í textaheftið neðst í þessari færslu). Tilefnið er samstaða með mörghundruð þúsund íbúum Evrópu sem munu koma saman fimmta sunnudaginn í röð til að krefjast raunverulegs lýðræðis.
Sunnudaginn 19. júní verður komið saman í 20 Evrópulöndum auk Íslands en þau eru: Austurríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítlaía, Lúxemborg, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Tyrkland og Þýskaland. Auk þess verður mótmælt í Argentínu, Ekvador og Japan. Í Frakklandi, Grikklandi og Spáni er mótmælt í öllum stærri borgum og bæjum. Mótmælin í Grikklandi og á Spáni eru heldur ekki bara bundin sunnudögum. (Sjá hér og hér)
Næst komandi sunnudag verður mótmælunum einkum beint gegn björgunaraðgerðum Evrópusambandsríkjanna sem snúa að því hvernig skuli bregðast við þeirri kreppu sem ógnar evrusvæðinu. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að björgunarráð þessa myntsambands er í engu frábrugðin þeim pakka sem var innleiddur hér af fjármálastofnun sem er af sama meiði þó hún gangi undir öðru nafni en hér á ég auðvitað við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Allir þeir sem á annað borð hafa haft eitthvað fyrir því að kynna sér hvað það er sem ógnar fjárhag venjulegra heimilla eru væntanlega farnir að sjá samhengið á milli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins. Ég geri líka ráð fyrir því að sífellt fleiri séu að átta sig á því að þessir vinna á engan hátt að því að bæta hag almennings. Þvert á móti eru þetta opinberar stofnanir óprúttina fjárglæframanna sem svífast einskis við að koma því þannig fyrir að forréttindi þeirra verði tryggð með öllum tiltækum ráðum.
AGS og ESB eru stofnanir sem hafa lagt undir sig lönd með óprúttnum aðferðum. Leið þeirra liggur í gegnum fyrirtækjaeigendur, fjármálakerfið og stjórnmálamennina. Eins og dæmin sanna þá eru þetta veikbyggðir og auðunnir hlekkir og núna er komið að því að opinbera eignarhald alþjóðlega fjármálakerfisins yfir Íslandi.
AGS og ESB eru báðir búnir að koma sér vel fyrir en opinber aðild að ESB er þó ekki frágengin enn. Þess verður þó ekki langt að bíða ef fram gengur sem horfir. 27. júní n.k. hefjast formlegar aðildarviðræður á ráðherrafundi ríkjaráðstefnunnar í Brussel.
Össur Skarphéðinsson verður meðal þeirra sem opna fyrstu fjóra kafla samningsins sem verða opnaðir að þessu tilefni. Vilji ríkisstjórnarinnar er ljós. Almenn afstaða ríkisstjórnarinnar til Evrópusambandsins og reglna þess var m.a. opinberuð á ráðherrafundi ríkjaráðstefnunnar í fyrra og er hún aðgegnilega hér. Í 15. gr. þessarar yfirlýsingar segir:
Íslendingar hafa kynnst starfsaðferðum íslenskra stjórnmálamanna á undanförnum áratugum og væntanlega áttað sig á því að þar skiptir engu hvort hér situr vinstri eða hægri stjórn. Starfsaðferðirnar eru þær sömu og óheiðarleikinn fullkomlega sambærilegur. Sennilegasta skýringin er virðing beggja fyrir reglum markaðshagkerfisins sem ríkja yfir öllu hvort sem það heita kosningaloforð eða annað.
Ég bið þá sem hafa ekki enn áttað sig á því hvers vegna stjórnmálin eru komin í þann farveg sem þau eru í að gefa sér tíma til að skoða það að vandlegri gaumgæfni. Flestir eru búnir að átta sig á því að það skiptir engu hvað þeir kjósa útkoman er sú sama en þeir eru færri sem hafa vaknað til skilnings á því að það er uppbygging fjármálakerfisins sem veldur eða sá grunnþáttur að eigendur bankanna hafa einkarétt á því að prenta peningana.
Á meðan málum er þannig háttað eru ríkisstjórnir háðar þeim um fjármagn til allra hluta. Sá sem hefur einkaleyfi til að prenta peninga getur sett skilyrði og það er nákvæmlega það sem er að gerast.
Þessir hafa búið til stofnanir eins og Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn til að verja sína hagsmuni fyrst og síðast. Þeir hafa kostað stjórnmálamenn og fyrirtækjaeigendur til að tryggja stöðu sína enn betur og þannig búið til hagsmunabandalög sem skera niður kjör almennings án þess að hagga við fjármálakerfinu.
Þetta kemur best fram í þeim aðgerðarplönum sem bæði AGS og ESB grípa til að mæta kreppunni sem bítur í sífellt fleiri aðildarlöndum ESB. Á sama tíma og formlegar aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu hefjast verður skrifað undir enn eina björgunaraðgerðina sem byggir á niðurskurði á velferðarkerfinu og öðrum kjörum almennings. Grikkir, Írar og Portúgalir hafa fengist að kynnast því hvað þessar aðgerðir þýða en nú er komið að Spánverjum:
ONCE AGAIN, the EU leaders endorse a policy misleading the public to the benefit of large financial corporations, instead of defending the citizens.
On 27th June, all European governments, including that of Spain, will sign in Brussels a major socioeconomic daylight robbery of an international scope: the so-called Euro Pact, by which the politicians of the European Union agree to legislate the orders of the International Monetary Fund (IMF), European Central Bank (ECB) and the World Bank (WB).
Failure to comply with these orders means, the rating agencies that have led Greece, Ireland and Portugal to the ruins (Moody's, Standard & Poor's, and Fitch) will resume their attacks. (sjá hér)
Þeim sem eru meðvitaðir um það sem fram fer í fjármálaheiminum ætti ekki að koma á óvart að kröfur evrópsku mótmælendanna sem hafa sett sig upp á móti stefnu Evrópusambandsins, hvað þetta varðar, hljóma nánast eins og þær sem hafa hljómað hér á landi frá bankahruninu haustið 2008:
Við viljum ekki að það verði tekið veð í framtíð okkar.
Við viljum ekki greiða niður ólöglegar skuldir.
Við viljum ekki meiri niðurskurð í menntakerfinu.
Við viljum ekki meiri niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni.
Við viljum ekki meiri skerðingu á kjörum almennra launþega.
Við viljum sanngjarnan starfslokaaldur og eftirlaunagreiðslur.
Við krefjumst þess að þeir sem ullu kreppunni gjaldi fyrir hana sjálfir.
Við krefjumst ríkisstjórna sem vinna með almenningi en ekki á móti honum. (sjá hér)
Það ætti að vera auðvelt fyrir alla Íslendinga að finna sig í þessum kröfum og sameinast með hópnum sem stendur á bak við þennan viðburð hér. Þar kemur fram að það verða hljóðfæraleikarar, raddir og eitthvað af textablöðum niður á Ingólfstorgi kl 14:00 á kvenfrelsisdaginn en þar á að syngja fyrir mannfrelsi.
Ég gæti auðvitað sagt eins og aulýsingastofurnar að vvilja bara hlusta og horfa á eða taka myndir auðvitað velkomnir líka!
Hvað um það þá eru allir boðnir velkomnir til að taka þátt sem undirleikarar eða söngraddir. Svo eru þeir semVek athygli á krækjunni hérna neðst en undir henni er textaheftið með söngtextunum þannig að hver sem er getur prentað út sitt eintak og mætt með það niður á Ingólfstorg.
![]() |
Sálin hátt á lofti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.6.2011 kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Upplýsingatæknin hefur orðið lyginni að bráð!
13.6.2011 | 05:44
Í heimi lyginnar eru alltaf til afvegaleið- andi svör. Svör sem eru til þess ætluð að drepa sannleikanum á dreif þannig að hann leysist í sundur og verði að engu. Lygin er varasöm skepna og það er sagt að hún sé ávanabindandi þannig að hver sem henni ánetjast verður þræll hennar og hættir að þekkja muninn á réttu og röngu.
Það má með sanni segja að lygin sé fylgifiskur allra lasta því þeir sem grípa til hennar gera það til að fela það sem þolir illa dagsljósið. Nú er svo komið að lygin er orðin að viður- kenndu stjórntæki sem er beitt óhikað gegn íslenskum almenningi og reyndar almenningi almennt í heiminum. Það er að sjálfsögðu engin nýlunda að stjórnarherrar og aðrir þeir sem vilja verja forréttindi sín grípi til slíkra meðala sem lygin er.
Hitt er kannski öllu merkilegra að nútíminn hefur tæknina og tækin til að afla upp- lýsinga um það hvort það sem þessir herrar segja er byggt á staðreyndum eða lygi. En nú eru miðlarnir og það sem rennur í gegnum þá orðið ópíum fólksins í stað trúarinnar áður. Það lítur út fyrir að mörgum þyki það mun þægilegra að láta mata sig á upplýsingum en afla þeirra sjálfir.
Þetta eru auðvitað kjöraðstæður fyrir lygina sem hefur notað tækifærið og lagt fjölmiðlanna þannig undir sig. Þjónar lyginnar eru ekki aðeins þeir sem koma fram í þessum miðlum heldur líka þeir sem eiga þá og stýra því sem þar er boðið upp á. Þegar það er skoðað hverjir þetta eru þá ætti það ekki að fara fram hjá neinum að eignarhlutinn er að langmestu leyti í höndum þeirra sem er akkur í því að lyginni sé viðhaldið.
Því miður vinna fjölmiðlar ekki lengur að því að upplýsa þjóðina heldur þjóna þeir peningaöflunum sem hafa lagt þá undir sig. Því miður eru margir sem eru ginkeyptir fyrir þeim svæfingar- meðulum sem heilbrigðri meðvitund og gagnrýninni hugsun er boðið upp á í þessum miðlum. Margir eru svo ginkeyptir að þeir treysta sér ekki til að mynda sér skoðun á nokkrum sköpuðum hlut nema það hafi komið fram í þessum miðlum.
Það sem er e.t.v. enn verra er hversu gagnrýnislaust sú hálfvitavæðing, sem þar fer fram, fær að vaða uppi. Á meðan fjölmiðlar fjalla lítið sem ekkert um verkefni stjórnlagaþings, mismunandi leiðir í auðlindamálum þjóðarinnar, afleita kjarasamninga og hvað veldur eða þá samfélagslegu meðvitundarvakningu sem hefur átt sér stað, þrátt fyrir allt, bjóða þeir upp á síbylju einhæfs meðvitundar- leysis sem snýst um afþreyingarumræðu um útlit og fleira af því tagi.
Þannig hefur stór hluti íslensks almennings myndað sér skoðun um það hvað telst viðhlýtandi klæðnaður við ýmis tækifæri en veit nánast ekkert um það sem hefur farið fram á þeim fjölda mótmæla sem fóru af stað árið 2008. Þessir áhorfendur, en ekki þátttakendur, standa þess vegna í þeirri meiningu að engar skýrar kröfur hafi komið fram í þessum mótmælum. Að mótmælendur séu jafnvel einhverjir atvinnumótmælendur sem hafi ekkert annað að gera en mótmæla enda séu þeir upp til hópa öryrkjar eða atvinnulausir.
Sumir hafa reynt að halda því fram að þeir sem mótmæla séu reyndar ekkert betri en þeir sem þeir eru að mótmæla. Einhverjir eru líka vissir um það að þeir sem eru að mótmæla séu tengdir hagsmunaöflum sem vilji koma Sjálfstæðisflokknum aftur til valda. Allt er þetta byggt á því sem hefur komið fram í fjölmiðlum en er víðs fjarri þeim raunveruleika sem blasir við þeim sem taka þátt.
Frá því að mótmælin byrjuðu hefur ríkt ótrúleg þöggun og áhugaleysi gagnvart hvers kyns framtaki til viðspyrnu. Mótmælin eru bara ein birtingarmynd hennar en meðal þeirra sem hafa sýnd þá samfélagslegu meðvitund að láta ekkert tækifæri ónýtt til samstöðu eru einstaklingar sem hafa unnið ötullega að því að setja fram hugmyndir að lausnum á núverandi ástandi. Um þetta er kyrfilega þagað enda stórhættulegt þeim sem vilja ekkert annað en viðhalda núverandi kerfi.
Margir þeirra sem hafa unnið að því að kynna nýjar hugmyndir og aðrar leiðir, en þær sem stjónvöld hafa haldið á lofti að séu hagsælastar landi og þjóð, hafa nýtt sér annars konar miðla til að koma boðskap sínum á framfæri. Þessir miðlar eru einkum einstaklingsblogg, Facebook og You Tube. Þeir skeinuhættustu eru gjarnan teknir fyrir af öðrum þóknanlegum og skitnir út og gerðir tortryggilegir.
Þessir eru gjarnan vændir um að hafa gerst sekir um skort á vitsmunum eða jafnvel óhóf af einhverju tagi. Nú er það ljóst að það sem setti landið á hausinn var ekki óhóf einstaklinga meðal almennings sem þurfa að taka út fyrir allt sitt óhóf í einhverri mynd. Það var heldur ekki heimska einstaklinga meðal mótmælenda sem hafa reynt að benda á það sem aflaga hefur farið og hvaða leiðir mætti fara til að bæta úr.
Þvert á móti virðist það vera skortur á hófi og vitsmunum þeirra sem hafa komið sér þannig fyrir í samfélaginu að þeirra er mátturinn og dýrðin þegar kemur að helstu upplýsingamiðlum landsins. Miðlarnir, sem þessi hafa sölsað undir sig, duga nefnilega ekki bara til að ljúga að notendum þeirra og svæfa meðvitundina heldur hafa þeir reynst prýðilega til hvers kyns heilaþvottar.
Af og til taka þessir miðlar sig til og þykjast upplýsa notendur um alls kyns ósóma sem fram fór innan fjármálastofnanna og stjórnsýslunnar í aðdraganda hrunsins; ósóma sem viðgengst reyndar í mörgum tilvikum enn! Hins vegar orka þessar upplýsingar eins og enn eitt svæfingarmeðalið þar sem þessum upplýsingum fylgir aldrei neitt nema enn meiri ósómi. Sömu menn og gerðust brotlegir halda stöðum sínum eða eru færðir úr einni ábyrgðarstöðunni yfir í aðra án þess að þurfa að sæta neinum refsingum fyrir brot sín.
Ef til er venjulegt fólk þá reikna ég með að langstærstur hluti þess sé búinn að missa alla trú á stjórnvöldum og íslensku fjármálakerfi. Samt situr meiri hluti íslensks almennings og heldur hlífiskildi yfir óbreyttu ástandi með aðgerðarleysi sínu.
Þess vegna er ástæða til að skora á alla þá sem treysta á stjórnmálamenn sem þáðu kosningastyrki af sömu fjármálafyrirtækjunum og settu okkur á hausinn að hugsa sig vandlega um! Þeir ættu líka að endurskoða það hvað hægt er að treysta fjölmiðlum sem eru í eigu fyrrum hrunverja og stórfyrirtækja sem hafa komið sér þannig fyrir að þeir sjálfir og meðreiðarsveinar þeirra sitja að ákvörðunum um framtíð lands og þjóðar.
Þykir einhverjum það virkilega líklegt að þessum sé best treystandi til að nota upplýsingatæknina til heiðarlegrar upplýsingar?!
Það er ljóst að við óbreytt ástand verður ekki lifað mikið lengur nema þjóðin sé tilbúin til að verða leiguliðar og þrælar erlendra stóreignamanna sem hafa verið að slá sér í bandalög með hrunverjunum frá haustinu 2008. Hverjum þeim sem er umhugað um það sem hann hefur byggt upp fram að þessu, svo og forfeðurnir á undan honum, verða hins vegar að taka ákvörðun um það hvort hann vill frekar horfa upp á það renna úr greipum sér eða kreppa hnefann til aðgerða með þeim fámenna hópi sem hefur staðið í því einn hingað til að vekja athygli á því sem ætti að vera öllum sýnilegt.
Við búum við lygi en við höfum gáfur, tækni og tæki til að greina hana frá sannleikanum! Við ættum að einbeita okkur að því að sniðganga allt það ópíum sem fjölmiðlarnir bjóða upp á þar sem þjóðinni veitir ekkert af skýrri og ómengaðri hugsun við að skrúfa niður í þeirri lygi sem elur á óréttlætinu sem almenningi er ætlað að kyngja!
Myndirnar sem fylgja þessari færslu eru frá mótmælunum 8. júní sl. og eru allar fengnar að láni hjá Dóra Sig.
![]() |
Eru Kardashian-systurnar búnar að missa það? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Austurvellingar senda öðrum mótmælendum kveðju
12.6.2011 | 16:09
Það hefur tæpast farið fram hjá neinum, sem á annað borð fylgist með því sem á sér stað utan landssteinanna, að víðast í Evrópu hafa risið upp hópar fólks sem krefjast raunverulegs lýðræðis. Þessi mótmælendabylgja hefur kallað sig evrópsku byltinguna og beinist gegn þeirri staðreynd að hagsmunir almennings eru fótum troðnir til bjagar hagsmunum fjármagnseigendum.
Þeir sem mótmæla í Evrópu hvetja almenning til að taka þátt í þessum mótmælum og krefjast raunverulegs lýðræðis í löndum sínum með þessum orðum:
Íbúar Evrópu, vaknið!
Sköpum betra líf.
Tjáum okkur.
Komum saman.
Breytum öllu.
Látum verða af því!
Berjumst fyrir raunverulegu lýðræði!
Berjumst fyrir fólkið okkar.
Berjumst fyrir friði.
Berjumst fyrir framtíð okkar.
Berjumst fyrir uppfyllingu drauma okkar.
Berjumst fyrir betra lífi fyrir heimsbyggðina alla!
"Angelo"
Frá sunnudeginum 29. maí hefur verið efnt til þriggja samstöðumótmæla hér á Íslandi. Þau hafa farið fram á Austurvelli í Reykjavík. Síðastliðinn sunnudag, þ.e. 5. júní, var komið saman í þriðja skipti þar sem þetta myndband var tekið upp. Hugmyndin á bak við þetta er sú að þar sem baráttugleði Íslendinga virðist vera í mjög mikilli lægð um þessar mundir þá má nota þetta myndband til að senda stuðings- og baráttukveðjur til þeirra sem berjast fyrir því sem hrjáir okkur líka.
Að lokum bið ég þess að þjóðin öll vakni til meðvitundar um það að afstöðuleysið sem birtist í því að taka ekki þátt er skjólið sem óbreytt ástand þrífst í. Á meðan þjóðina skortir dug til að standa saman gegn þeim sem ullu kreppunni og fitna svo af afleiðingingum hennar þá munu sífellt fleiri missa eignir sínar í greipar þessa hóps... sem leiðir yfir okkur öll enn annað hrun áður en langt um líður.
Afleiðingarnar verða þær sömu og nú; fjármagnsklíkan græðir en almenningur blæðir!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Samfélagslega meðvitaðir Evrópubúar standa saman!
2.6.2011 | 17:51
Enn keppast fjölmiðlar við að fjalla um það hvaða stjórnmálamaður sagði hvað, hvert fylgi stjórnmálaflokkanna samkvæmt skoðunarkönnunum er og hverjir eru líklegastir til að taka við völdum yrði boðað til kosninga. Á meðan þeir spóla enn í þessu fari og fjalla um afleiðingar þessara firrtu stjórnmálahátta eins og aukna glæpatíðni, fíkniefnaneyslu og ofbeldi af ýmsu tagi án nokkurrar tengingar við það hvað veldur þá breiðast mótmælin út um alla Evrópu.
Næst komandi sunnudag verður þriðji í samevrópskum mótmælum gegn firringu peningavaldsins sem lítur á almenning sem verslunarvöru. Um síðustu helgi var mótmælt á torgum 130 borga og bæja í 26 evrópulöndum. Krafan er raunverulegt lýðræði!
Hér má fylgjast með því hvar verður mótmælt n.k. sunnudag. Nú þegar hafa verið sendar inn tilkynningar um mótmæli í 20 evrópulöndum. Tölurnar eru til vitnis um þá vakningu sem er að eiga sér stað í Evróðu en ekki síður um hreint ótrúlega samstöðu! Fjölmiðlum virðist ekki þykja það neinar fréttir enda sennilega of fastir ofan í hjólfarinu sem þeir eru búnir að spóla sig ofan í til að átta sig á því hvaða breytingar samstaða af þessu tagi boðar...
Mér þykir rétt að minna á að sem betur fer höfum við Netið til að skiptast á fréttum og skoðunum sem skiptir raunverulegt líf okkar máli. Það er því mikilvægt að allir sem búa yfir þekkingu og færni til að miðla texta og myndum hjálpist að við að segja frá því að almenningur út um alla Evrópu hefur tekið sig saman um að hafna þeim raunveruleika þar sem hann er útilokaður frá því að vera virkur þátttakandi.
Valda- og fjármálaklíkan sem hefur sölsað undir sig samfélögin lítur eingöngu á almenna borgara sem hjörð sem þeir geti nýtt og kallað til í þeim tilgangi að tryggja sjálfum sér efnahagsleg forréttindi og völd. Borgarar vítt og breitt um Evrópu hafa nú risið upp í þeim tilgangi að knýja fram breytingar á þessu firrta fyrirkomulagi sem er ekki aðeins að ganga að lýðræðinu dauðu heldur grefur undan tækifærum almennings til mannsæmandi lífs.
Facebook er góður vettvangur til að tengja okkur saman og You Tube til að koma á framfæri fréttum af mótmælunum sjálfum. Á íslenska viðburðinum, sem settur hefur verið upp á Fésinu, eru krækjur í einhverja af þessum síðum. Þar er fólk hvatt til að taka þátt í þessum viðburði með þessari þýðingu á enska textanum:
Íbúar Evrópu, vaknið!
Sköpum betra líf.
Tjáum okkur.
Komum saman.
Breytum öllu.
Látum verða af því!
Berjumst fyrir raunverulegu lýðræði!
Berjumst fyrir fólkið okkar.
Berjumst fyrir friði.
Berjumst fyrir framtíð okkar.
Berjumst fyrir uppfyllingu drauma okkar.
Berjumst fyrir betra lífi fyrir heimsbyggðina alla!
"Angelo"
Mótmælendur víðs vegar um Evrópu hafa tekið sig saman í baráttunni gegn þeirri staðreynd að banka- og stjórnmálamenn fara með almenning eins og verslunarvöru. Krafan er raunverulegt lýðræði núna!
Í tilkynningu frá skipuleggjendum þessara samevrópsku mótmæla segir: Við tilheyrum ekki neinum pólitískum flokki! En við höfum vaknað til samfélagslegrar meðvitundar um það að stjórnvöld í Evrópu vinna ekki í þágu almennings heldur fjármálastofnana.
TÖKUM VÖLDIN ÚR HÖNDUM LÁNASTOFNANA OG FÆRUM ÞAU Í HENDUR FÓLKSINS.
Við stöndum fyrir samstöðu! Lýðræði er endanlegt svigrúm okkar! Grunnur lýðræðisins er samstaða! Deilum þessu meðal vina og verðum milljónir! (sjá hér)
[...]
Hér má fylgjast með hvar mótmæli fara fram: http://www.dentnews.net/?p=12594
You Tube rás: http://www.youtube.com/user/EuropeanRevo29th?feature=mhee
Það er gaman að geta þess hér að nokkrar kveðjur hafa borist inn á vegg atburðarins utan úr heimi. Ég ætla að vekja athygli á þremur þeirra.
Þessi kom frá Grikklandi:
Þessi kom frá Mexíkó:
Og þessi var sett inn á vegginn í dag frá einstaklingi sem ég veit ekki hvar býr:
Ekta íslensk mótmæli 8. júní n.k!
Mig langar að lokum til að vekja athygli á því að í gærkvöldi var líka settur upp viðburður þar sem íslenskir borgarar eru hvattir til að sýna þingheimi hvað þeim finnst um það sem þar fer fram. Tilefnið eru eldhúsdagsumræður eða síðasti þingdagur áður en þingið fer í sumarfrí. Þegar hafa 100 boðað komu sína. Viðburðinn er að finna hér.
![]() |
Óvíst um þinglok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.6.2011 kl. 03:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gefum þeim frí!
29.5.2011 | 21:56
Við vorum einhverjir tugir sem mættum niður á Austurvöll í dag og tókum þannig þátt í að standa með þeirri samfélagslegu meðvitundarvakningu sem á sér stað í Evrópu og víðar í heiminum um þessar mundir.
Þrír ræðumenn tóku til máls niður á Austurvelli en það voru: sú sem þetta skrifar, Þórður Björn Sigurðsson og Sólveig Jónsdóttir. Guðjón Heiðar Valgarðsson söng byltingarsöngva og Ásta Hafberg og Eyrún D. Ingadóttir söfnuðu skilaboðum mótmælenda til þingheims í svokallaðan kreppukassa.
![]() | ![]() |
Ræðan sem ég flutti fer hér á eftir:
Réttlætissinnaða samkoma!
Mér er það sannur heiður að vera á meðal ykkar hér í dag.
Mörg ykkar hafið staðið föstum fótum á þeirri bjargföstu trú að annar veruleiki en sá sem við horfum upp á í stjórnmálum og efnahagsmálum í dag sé mögulegur!
Ég er ein þeirra sannfærðu! og nú hefur stór hluti Evrpópu staðið upp líka og kallar eftir því sama og dró mig og marga þeirra sem risu upp þegar haustið 2008 út í viðspyrnuna.
Ég er stolt af því að tilheyra þeim fámenna en samfélagslega meðvitaða og staðfasta hópi sem hefur mótmælt arðráni, yfirhylmingu og siðspillingunni innan stjórnsýslunnar og fjármálakerfisins hér á Íslandi, nær óslitið í bráðum þrjú ár!
Við höfum náð þeim árangri að sýna fram á að viðspyrnan hefur áhrif þó enn virðist langt í land með að upphaflegar kröfur okkar um uppgjör og breytingar á bæði stjórn- og fjármálakerfinu nái fram að ganga.
Á þeim tíma sem er liðinn frá haustinu 2008 hafa mörg okkar stappað stálinu í hvert annað með því að benda á að dropinn holi steininn.
Svo sannarlega má líkja mótmælendum þessarar fámennu þjóðar við dropa og bákninu sem við höfum reynt að hafa áhrif á við steininn.
Dropinn sem við höfum myndað hefur að öllum líkindum kallað fram einhverjar ósýnilegar sprungur í steingert báknið og miðað við það sem er að gerast úti í Evrópu núna reikna ég með að þær komi fram og verði til þess að virkisveggurinn sem valdið hefur reist utan um sig muni að lokum hrynja.
Dagurinn í dag markar vonandi tímamót hvað þetta varðar þar sem samfélagslega meðvitaðir íbúar a.m.k. 26 evrópulanda kemur saman á torgum borga og bæja víðs vegar um álfuna til að mótmæla því að þeir skuli vera látnir bera uppi sérhagsmunamiðaða valda- og eignastétt þessara landa.
Mig langar til að vekja athygli á því hvaða lönd þetta eru og tel þau því upp. Löndin eru auk Íslands: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, England, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Króatía, Kýpur, Noregur, Portúgal, Rúmenía, Rússland, Serbía, Slóvakía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland.
Krafa þeirra, rétt eins og okkar, er raunverulegt lýðræði! en íslenskir mótmælendur leggja líka áherslu á að sá forsendubrestur sem varð á almennum lánum, vegna glæpsamlegs athæfis eigenda og stjórnenda vel flestra fjármálastofnana í landinu, verði leiðréttur!
Persónulega mæli ég með að þeir sem hafa setið hér við stjórnvölinn á undanförnum árum verði sendir í frí og hér taki við stjórn óspilltra sérfræðinga og samfélagslega meðvitaðra einstaklinga.
Persónulega vil ég að sá hópur sem leysti núverandi stjórnvöld af gerði það að forgangsverkefni að breyta núverandi fjármálakerfi, sem er í reynd hið raunverulega vald sem stendur lýðræðinu og kjörum okkar fyrir þrifum.
Ég vil meina að núverandi stjórnmálamönnum veiti ekki af fríi frá hanaslagnum og sjálfsblekkingunni um eigið mikilvægi sem þeir hafa boðið þjóðinni upp á hingað til. Mér finnst þó miklu frekar að þjóðin verðskuldi frí frá pólitík sem snýst minnst um það sem snertir beina hagsmuni okkar.
Raunverulegir hagsmunir okkar almennings hafa nefnilega ekkert með flokkspólitík að gera.
Hins vegar kæmi almenn skynsemi, heiðarleiki og réttlætiskennd sér fjarskalega vel við þá vinnu sem framundan er við að breyta þeirri forgangsröðun sem Evrópa mótmælir nú öll og við að koma á raunverulegu lýðræði!
Í lokin settist ég niður og skrifaði litla orðsendingu í kreppukassann þar sem ég skoraði á ríkisstjórnina að kalla eitthvað af því samfélagslega meðvitaða fólki sem hefði komið fram með hugmyndir og lausnir á undanförnum mánuðum á sinn fund. Ég benti þeim á nöfn nokkurra einstaklinga sem komu upp í hugann þar sem ég sat undir styttunni af Jóni Sigurðssyni. Ég merkti miðann hugmynd að lausn á samfélagskreppunni.
Það má benda þeim á sem vilja koma skilaboðum áleiðis til þingmanna í gegnum kreppukassann að þeir geta sent tölvupóst til Eyrúnar. Þetta mega vera reynslusögur, vísur, lausnir á breyttri stöðu eða hvað sem ykkur dettur í hug að eigi erindi við þingheim.
Eyrún sér um að prenta skilaboðin út og setja í kreppukassann áður en honum verður skilað. Tölvupóstangið hennar er: eyrundogg@msn.com
Kassanum verður komið niður á Alþingi síðar í þessari viku.
![]() |
Mögulega 18 mánuðir í samning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Evrópskir vorboðar!
28.5.2011 | 21:20
Samfélagslega meðvitaðir íbúar a.m.k. 26 evrópulanda munu koma saman á torgum borga og bæja víðs vegar um álfuna til að mótmæla því að þeir skuli vera látnir bera uppi sérhagsmunamiðaða valda- og eignastétt þessara landa. Krafan er raunverulegt lýðræði.
Þessi lönd eru: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, England, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ísland, Ítalíka, Króatía, Kýpur, Noregur, Portúgal, Rúmenía, Rússland, Serbía, Slóvakía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland (sjá hér) en mótmælt verður í a.m.k. 100 borgum og bæjum í þessum löndum. Munar mestu hve víða verður mótmælt í Frakklandi, Grikklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Englandi.
Það kemur væntanlega engum á óvart að fjölmiðlarnir eru frekar þögulir yfir þessari vaxandi hreyfingu en á Netinu má finna upplýsingar um flest það sem lýtur að þessari mótmælaöldu sem nú gengur yfir Evrópu; þ.e. hvar þau fara fram, tilgang þeirra og svo framgang. Þannig mátti sjá myndbönd á You Tube af ofbeldisfullum yfirgangi lögreglunnar gagnvart mótmælendum í Barcelona í gær (Sjá t.d. hér)
Þar má líka sjá hvar mótmælin fara fram. Hér er krækja inn á íslenska viðburðinn. Þessi mótmæli byrja kl. 18:00. Mótmælin hérlendis fara fram á Austurvelli í Reykjavík. Ég leyfi mér að skora á þig að taka þátt í þessum heimsögulega viðburði og skapa stórfljót sem ryður mannvænlegri tilveru rúm inn í framtíðina.
Þetta myndband var sett saman í tilefni mótmælanna á morgun. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 600 manns horft á það inni á You Tube. Ef þér finnst það skipta máli má geta þess að það var Íslendingur sem setti það saman en ég spái því að það eigi eftir að fara um víða veröld á næsta sólarhringnum.
Evrópa krefst alvöru lýðræðis núna!
28.5.2011 | 01:52
Í stað þess að hafa langt mál um það hvers vegna við mótmælum og í stað þess að telja upp einhverjar séríslenskar ástæður þess að mótmæla birti ég þessa táknrænu mynd sem segir í raun allt sem segja þarf um ástæður þess að Evrópa rís upp og mótmælir:
Við mótmæltum með Spánverjum um síðustu helgi nú verðum við meðal tuttugu og tveggja evrópuþjóða sem mótmæla því fyrirkomulagi sem myndin hér að ofan lýsir svo vel og krefjast raunverulegs lýðræðis. Þessar þjóðir eru: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, England, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalíka, Króatía, Kýpur, Noregur, Portúgal, Rímenía, Serbía, Spánn, Sviss, Svíþjóð og Þýskaland (sjá hér).
Á Fésbókinni hefur verið stofnaður sérstakur viðburður fyrir Ísland (sjá hér) sem byrjaði á því að þar var stofnaður viðburður sem hvatti til mótmæla í öllum borgum Evróðu með þessari orðsendingu:
PEOPLE IN EUROPE WAKE UP,
LETS MAKE A BETTER LIFE
LETS TALK ,
LETS MEET,
LETS CHANGE EVERYTHING
LETS DO IT!
"Angelo"
WE CALL FOR REAL DEMOCRACY NOW. We blame the economic and political forces for our bad situation and demand the necessary change of course.
We call on all citizens, under the motto "Real Democracy NOW.
We are not a commodity lying in the hands of politicians and bankers." to take to the street to protest. Join us, no matter what political views you have, to make all the people heard as a single voice.
European Revolution
Community (sjá hér)
Við erum öll Spánverjar!
22.5.2011 | 04:48
Spánverjar allra landa mótmæltu í gær í yfir 600 borgum og bæjum um allan heim. Reykjavík var ein þessara borga en þar varð mótmælavettvangurinn Austurvöllur fyrir valinu. Það verður safnast þar saman aftur í dag kl. 18:00 (Sjá hér)
Kröfur Spánverja eru í meginatriðum samhljóða þeim sem komu fram í búsáhaldabyltingunni í janúar 2009 og í tunnubyltingunni sem lét fyrst á sér kræla í október 2010.
Þeir voru tæplega 100 sem tóku sér stöðu niður á Austurvelli í gær og tóku undir þessa kröfu. Stutt ávörp voru flutt þar sem var farið ýtarlegar í hugmyndafræði mótmælanna. Victor Pajuelo, einn spænskættuðu mótmælendanna tók það sérstaklega fram að þó nokkrir meðal spænsku þjóðarinnar líta á mótmælin hér sem fyrirmynd.
Hann tekur það sérstaklega fram að mótmælendur á Spáni séu bara almennir borgarar sem vilja breytingar. Við viljum hafa meiri áhrif á ákvarðanir sem snerta framtíð okkar. Stjórnmálamennirnir okkar eru orðnir svo fjarlægir fólkinu. Það er stór gjá þarna á milli og þeir virðast búa í öðrum heimi en við."
Mig langar líka til að undirstrika það að Victor bendir á að flokkarnir tveir á Spáni hafi farið þannig með lýðræðið að spænskur almenningur kalli eftir nýju lýðræðisformi. Við viljum hafa meiri áhrif með þjóðaratkvæðagreiðslum, með borgarafundum. Það dugir ekki að hafa bara kosningar á fjögurra ára fresti því stjórnmálamennirnir gleyma því að þeir eru þarna vegna þess að við kusum þá. Þeir gleyma ábyrgðinni sem þeir bera." Hér vísar hann reyndar beint í ávarp sem Birgitta Jónsdóttir, þingmaður, flutti við mótmælastöðuna.
Í dag eru bæjar- og sveitarstjórnarkosningar á Spáni. Það má því búast við að mótmælin þar nái einhvers konar hámarki þegar líður á daginn. Spánverjarnir sem komu saman niður á Austurvelli í gær ætla að hittast þar aftur klukkan 18:00 í dag og hyggjast fara að fordæmi mótmælenda úti á Spáni og sturta atkvæðunum sínum niður í klósettið. Settur hafa verið upp viðburðir á Facebokk af þessu tilefni (sjá hér og hér).
Ég ætla að enda þetta með því að birta ræðu sem einn Spánverjanna flutti við mótmælastöðuna í gær. Ég reikna með að þeir séu fleiri en ég sem sjá að þessi ræða gæti allt eins hafa verið flutt við einhver mótmælanna sem hafa átt sér stað hér á landi frá haustinu 2008:
We are ordinary people. We are like you: People, who get up every morning to study, work or find a job. People who have family and friends. People, who work hard every day to provide a better future for those around us.
Some of us consider ourselves progressive, others conservative. Some of us are believers, some not. Some of us have clearly defined ideologies, others are apolitical, but we are all concerned and angry about the political, economic, and social outlook which we see around us: corruption among politicians, businessmen, bankers, leaving us helpless, without a voice.This situation has become normal, a daily suffering, without hope. But if we join forces, we can change it. Its time to change things, time to build a better society together. Therefore, we strongly argue that:
The priorities of any advanced society must be equality, progress, solidarity, freedom of culture, sustainability and development, welfare and peoples happiness. These are inalienable truths that we should abide by in our society: the right to housing, employment, culture, health, education, political participation, free personal development, and consumer rights for a healthy and happy life.
The current status of our government and economic system does not take care of these rights, and in many ways is an obstacle to human progress.
Democracy belongs to the people (demos = people, krátos = government) which means that government is made of every one of us. However, in Spain most of the political class does not even listen to us. Politicians should be bringing our voice to the institutions, facilitating the political participation of citizens through direct channels that provide the greatest benefit to the wider society, not to get rich and prosper at our expense, attending only to the dictatorship of major economic powers and holding them in power through a bipartidism headed by the immovable acronym PP (conservatives, built out of old fascist party) & PSOE. (the socialists)
Lust for power and its accumulation in only a few; create inequality, tension and injustice, which leads to violence, which we reject. The obsolete and unnatural economic model fuels the social machinery in a growing spiral that consumes itself by enriching a few and sends into poverty the rest. Until the collapse.
The will and purpose of the current system is the accumulation of money, not regarding efficiency and the welfare of society. Wasting resources, destroying the planet, creating unemployment and unhappy consumers.
Citizens are the gears of a machine designed to enrich a minority which does not regard our needs. We are anonymous, but without us none of this would exist, because we move the world.
If as a society we learn to not trust our future to an abstract economy, which never returns benefits for the most, we can eliminate the abuse that we are all suffering.
We need an ethical revolution. Instead of placing money above human beings, we shall put it back to our service. We are people, not products. I am not a product of what I buy, why I buy and who I buy from.
For all of the above, I am outraged.
I think I can change it.
I think I can help.
I know that together we can. I think I can help.
I know that together we can. [leturbreytingar eru mínar]
Þarf frekari vitnisburð um það að við eigum öll erindi niður á Austurvöll í dag?
![]() |
Torg á Mallorca kallast nú Íslandstorg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimssöguleg mótmæli á Austurvelli
21.5.2011 | 05:21
Það verður væntanlega alltaf erfiðara og erfiðara að sitja aðgerðarlaus hjá og láta sem þeir sem mótmæla séu eitthvað að misskilja hlutina. Það verður líka erfiðara og erfiðara að telja sér trú um að þeir sem mótmæla séu skrýtna fólkið en þeir sem sitja aðgerðarlausir hjá séu venjulega fólkið.
Steingrímur J. Sigfússon tók af allan vafa um það hvert hið svokallaða venjulega fólk er samkvæmt hans skilgreiningu og þeir sem sátu flokksráðsfundi VG í Reykjavík tóku undir með honum. Þessir venjulegu er þeir sem hafa verið settir í forgang og fengið afskriftir í bönkunum eða fengið skuldir sínar felldar niður. Ég reikna ekki með að almennir borgarar séu almennt á meðal þessara. Það er löngu orðið tímabært að allt þetta fólk taki afstöðu með sjálfu sér gegn stórhættulegri sérhagsmunastefnu sem ógnar lífi þess og framtíð.
Um þessar mundir er mótmælt víða um heim. Spánverjar sem hafa mótmælt alla þessa viku. Sumum þeirra hefur verið hugsað til Íslands og jafnvel sent íslenskum vinum sínum skilaboð um að byltingin hér á síðustu árum hafi verið þeim fyrirmynd. Hvað sem því líður má sjá að tilefni mótmælanna þar og kröfur eru kjarninn í því sem þeir sem hafa mótmælt frá haustinu 2008 fram til þessa dags hafa alla tíð sett á oddinn. Þetta kemur vel fram í texta þessa myndbands:
Spánverjar hafa komist að því að þeir geta ekki treyst stjórnmála- og fjármálaelítunni fyrir kjörum sínum og framtíð. Þeir segja að þess vegna sé komið að okkur almenningi að standa upp og breyta hlutunum. Þeir undirstrika þetta með því að benda á að við höfum enga afsökun þar sem sagan horfi til okkar... Samkvæmt þeirra skilningi er það bæði eðlilegt og sjálfsagt að rísa upp og spyrna við fótum.
Ég hef aldrei sóst eftir því að teljast til venjulegs fólks enda vita það allir sem hafa einhvern tímann reynt að velta merkingu þessa orðs fyrir sér að í raun fer merking þess fullkomlega eftir notenda þess. Hann kallar það venjulegt sem er næst honum og hann vill miða sig við. Við höfum sem sagt fengið það staðfest að SJS er orðinn svo firrtur að það eru sérhagsmunagæslusveitirnar sem hann hefur skipað sér með og telur til þeirra sem megi kalla venjulega.
Á sama tíma má segja að heimsbyggðin hafi risið upp og sett sig upp á móti því að þessi fámenni hópur setji viðmiðin. Spænsku mótmælendurnir segja m.a. að valda- og eignastéttin þar í landi endurspegli þá á engan hátt. Mótmælin þar hófust á Sólartorginu í Madrid sl. sunnudag og standa enn. Þau dreifðu sér hratt út um allan Spán og þaðan hafa þau dreifst miklu víðar. Á morgun verður mótmælt á 538 stöðum víðsvegar um jarðarkringluna. Það er hægt að sjá dreifinguna um heiminn á þessari mynd: Það er rétt að taka það fram að við Ásta Hafberg sáum til þess að Reykjavík er núna líka komið inn á kortið. (Sjá hér) Það er dapurlegt að þannig sé komið fyrir okkur að græðgin hafi lagt samfélögin undir sig en það er þó fangnaðarefni að sjá að þjóðir heimsins eru risnar upp.
Það hefur verið stofnaður Fésbókarviðurður um mótmælin í Reykjavík en þau hefjast kl. 18:00. Ég hef látið mér detta í hug að mæta með brunaboða til að undirstrika hvað ég er óvenjuleg og það hvað ég skelfist afleiðingar sérhagsmunamiðaðra gjörða venjulega fólksins sem SJS hefur skipað sér með.
Ég hendi öllu öðru frá mér því mér finnst það brýnt að undirstrika það að ég vil binda endi á þann heim þar sem misskipting ræður ríkjum. Ég vil ekki búa í heimi þar sem ég og mínir líkir eru úthrópaðir í þeim tilgangi að að gefa venjulegu fólki eins og Steingrími J. Sigfússyni frítt svið til að vinna sín ógæfulegu óhæfuverk!
![]() |
Ekki hjá venjulegu fólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Af verkum þeirra skulið þið þekkja þá!
15.5.2011 | 05:19
Allir sem hafa kynnt sér sögu og verk Dominiques Strauss-Kahns gaumgæfilega eru væntanlega löngu búnir að átta sig á því að maðurinn er skúrkur. Það er þó ljóst að stærstur hluti þeirra, sem eiga eignir og fara með völd í heiminum, kýs fremur að að horfa á gráhærðu, bindisskreyttu jakkafatagrímuna og stöðuheitið.
Þeir hinir sömu hafa hingað til ekkert látið það trufla sig að hann ber beina ábyrgð á eyði- leggingu milljóna mannslífa. Ég treysti mér ekki til að fullyrða hvað hann hefur misnotað og eyðilagt líf margra kvenna en það ætti að vera ljóst hverjum vel upplýstum og hugsandi einstaklingi að þetta er langt frá því að vera fyrsta eða eina skiptið sem ofbeldiskennd kynhneigð framkvæmdarstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðins brýst fram.
Sennilega hefði þessi veikleiki aldrei komist í hámæli nema fyrir það að hann beitti sér í sínum heimareit!
Karlar í valdastöðum hafa misnotað konur kynferðislega og farið með þær eins og sjálfhægingarhluti á öllum öldum. Á meðan þeir halda sig við lágstéttardætur og aðrar áhrifalausar konur hefur bræðrabandalagið, sem sér um ímyndunarvörslu þessara einstaklinga, sópað yfir afleiðingar kynhegðunar þeirra. Hér er gott dæmi um það hvers ímyndunargæsluliðarnir innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru megnugir.
Um leið og umræddir karlar höggva í hóp kvenna sem eru af sömu stétt og þeir sjálfir, kvenna sem eiga feður, eiginmenn eða bræður, sem krefjast sama réttar til valda og eigna og hinir fyrrnefndu, verður ímyndunarvörnin erfiðari. Í nútímanum hefur einstaka konum tekist að príla upp í það að standa jafnfætis svona körlum í baráttunni um völd, eignir og virðingu.
Samstarfskonan sem Dominique Strauss-Kahn beitti kynferðislegu ofbeldi hefur væntanlega verið búin að ávinna sér nægilega sterka stöðu og/eða virðingu til að það var ekki hægt að sópa henni undir teppið. Hann komst þó upp með að kenna um dómgreindarleysi en hún fékk aðra stöðu í öðru fjármálafyrirtæki. Ímyndunarherdeildin virðist hins vegar hafa misst viljann og/eða stuðninginn sem þarf til að hylma yfir það að hann réðist á þjónustustúlkuna nú.
Það verður að segja það eins og er að karlar með enga siðferðisvitund, karlar sem hafa ekkert taumhald á fýsnum sínum og karlar sem telja að peningar, stífbónaður blæjusportbíll og ungar konur með flatan maga og ofurtúttur séu hámark lífsgæðanna, eru ekki líklegir til að stýra neinu til gæfu og hagsældar.
Við höfum dæmin allt í kringum okkur um það að þeirra forysta leiðir heilu samfélögin beina leið til helvítis! Tími gráhærðra, gráðugra og graðra karla í lykilstöðum samfélaga heimsins er liðinn og kominn tími á ungt hugsjónafólk sem er tilbúið að breyta heiminum í stað þar sem allir njóta sömu réttinda í orði sem á borði.
![]() |
Forstjóri AGS grunaður um kynferðislega árás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |