Austurvellingar senda öðrum mótmælendum kveðju

Það hefur tæpast farið fram hjá neinum, sem á annað borð fylgist með því sem á sér stað utan landssteinanna, að víðast í Evrópu hafa risið upp hópar fólks sem krefjast raunverulegs lýðræðis. Þessi mótmælendabylgja hefur kallað sig evrópsku byltinguna og beinist gegn þeirri staðreynd að hagsmunir almennings eru fótum troðnir til bjagar hagsmunum fjármagnseigendum.

Þeir sem mótmæla í Evrópu hvetja almenning til að taka þátt í þessum mótmælum og krefjast raunverulegs lýðræðis í löndum sínum með þessum orðum:

Íbúar Evrópu, vaknið!
Sköpum betra líf.
Tjáum okkur.
Komum saman.
Breytum öllu.
Látum verða af því!

Berjumst fyrir raunverulegu lýðræði!
Berjumst fyrir fólkið okkar.
Berjumst fyrir friði.
Berjumst fyrir framtíð okkar.
Berjumst fyrir uppfyllingu drauma okkar.
Berjumst fyrir betra lífi fyrir heimsbyggðina alla!

"Angelo"

Frá sunnudeginum 29. maí hefur verið efnt til þriggja samstöðumótmæla hér á Íslandi. Þau hafa farið fram á Austurvelli í Reykjavík. Síðastliðinn sunnudag, þ.e. 5. júní, var komið saman í þriðja skipti þar sem þetta myndband var tekið upp. Hugmyndin á bak við þetta er sú að þar sem baráttugleði Íslendinga virðist vera í mjög mikilli lægð um þessar mundir þá má nota þetta myndband til að senda stuðings- og baráttukveðjur til þeirra sem berjast fyrir því sem hrjáir okkur líka.



Að lokum bið ég þess að þjóðin öll vakni til meðvitundar um það að afstöðuleysið sem birtist í því að taka ekki þátt er skjólið sem óbreytt ástand þrífst í. Á meðan þjóðina skortir dug til að standa saman gegn þeim sem ullu kreppunni og fitna svo af afleiðingingum hennar þá munu sífellt fleiri missa eignir sínar í greipar þessa hóps... sem leiðir yfir okkur öll enn annað hrun áður en langt um líður.

Afleiðingarnar verða þær sömu og nú; fjármagnsklíkan græðir en almenningur blæðir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Rakel; æfinlega !

Reyndar; eiga Íslendingar frekari samleið, með Ameríkunum þrem / Asíu og Afríku, en gömlu nýlenduvelda leifunum, suður í Evrópu, fornvinkona góð, enda er Ísland Norður- Ameríkuríki, þegar til allra þátta er litið, sem kunnugt er.

Hins vegar; mega mótmælendur komandi missera, hér á landi, fara að grípa til skotvopna, sem og Benzín sprengjugerðar- og notkunar, eigi einhver raunhæfur árangur að nást, í framtíðinni, hér; á Fróni.

Friður og fyrirgefning; eiga að vera aftast, í orðabókum okkar, Rakel mín, unz; tekist hefir, að koma óaldarflokkunum, frá völdum.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 16:32

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég held að við eigum samleið með almenningi allra heimsálfa en eins og þú sérð kannski á kveðjunni þá sendum við kveðjuna til allra mótmælenda sem berjast gegn fjármálaöflunum og krefjast raunverulegs lýðræðis óháð því hvort þeir eru búsettir í Evrópu eða annars staðar.

Eins og þú sérð á lokaorðum mínum þá er ég ekki að hvetja til fyrirgefningar eða annarrar tegundar uppgjafar að svo komnu máli. Tek undir það með þér að „friður og fyrirgefning“ kemst ekki að fyrr en hér hefur farið fram gagngert uppgjör af einhverju tagi. Ég vona svo sannarlega að það megi verða af slíku án skotvopna og annars skæruhernaðar sem hefur óhjákvæmilegar blóðsúthellingar í för með sér.

 Ég viðurkenni þó að von mín um friðsamlegt uppgjör, knúið fram af vitsmunalegri stillingu, verður sífellt daufari.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.6.2011 kl. 17:01

3 identicon

Heil á ný; óbugaða baráttukona !

Tek; við nánari athugun undir með þér, í flestu. En; ísköld rökhyggjan segir mér, að við þurfum að beita Líbýskum og Jemenskum aðferðum, meðfram annarra, til þess að koma á þeim endurbótum, sem duga mættu, hér; á Ísafoldu.

Vænlegast væri víst; gætum við komið óþrifaöflunum til varanlegrar útlegðar, svo ekki þyrfti að koma til frekari aðgerða, vitaskuld.

Með; ekki lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 17:09

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þar sem þú minnist á Líbýu get ég ekki látið hjá líða að benda þér á þessi skrif hér og spyrja þig hvort þú hafir lesið þau og myndað þér skoðun um innihald þeirra?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.6.2011 kl. 17:26

5 identicon

Heil og sæl; sem fyrr, Rakel !

Þakka þér fyrir; þessa ábendingu, þó svo dregist geti, að ég nenni að lesa hana. Er orðinn; fremur les- sem ritlatur, upp á síðkastið, eins og síða mín gefur til kynna, svo sem.

Í Líbýu; dáist ég að þeim þjóðfrelsissinnum, sem; ásamt Konungs mönnum (fylgjendum afkomenda Idris gamla I. (1951 - 1969), af Senussi ættinni), sem þrek hafa og þor, til þess að berjast við Khadafy, geðvilling og flækju Þurs, sem er aukinn heldur, svona Líbýsk útgáfa, af Þistilfjarðar afmáninni, Steingrími J. Sigfússyni, sem eigum við að etja - en þeir syðra; við ofurstann vitskerta (Moammar El- Khadafy), sem kunnugt er.

Les greinina; þegar ég nenni, Rakel mín, sem þú bentir mér á, hér að ofan.

Með; sízt lakari kveðjum, en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 19:46

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hér er ágæt stytting: http://www.dv.is/frettir/2011/6/12/er-libiustridid-ein-stor-lygi/ sem þú getur stuðst við þar til þú sigrast á lesletinni sem ég held að hrjái okkur nú fleiri um þessar mundir

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.6.2011 kl. 21:27

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Rakel skrifaði>Ég viðurkenni þó að von mín um friðsamlegt uppgjör, knúið fram af vitsmunalegri stillingu, verður sífellt daufari.

En það eru leiðir til þess og við þurfum bara að taka af skarið. Ég hef mikið hugsað um þessi mál. Framhaldið er skrifað á okkur sem er að mótmæla. Það er skilda okkar að taka af skarið og fá almenning í lið með okkur með framhaldið. Það er til grundvöllur og hann snýst meðal annars um sameiningu hópa með atriðin........Ég hef sjálfur meðal annars skrifað uppbyggingu að leið. Og er tilbúnn að deila henni.

Ekki er ég nú alveg sammála þetta með lesletina. Finnst frekar að það sé dálítil skrifleti frekar í gangi. Sem ég merki á fá blogg viðbrögð á fréttum sem og fáar athugasemdir við góðar greinar.

Guðni Karl Harðarson, 13.6.2011 kl. 14:06

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sjálfur hef ég ekkert skrifað á bloggið mitt í marga daga. En það er þó ekki leti við það, heldur frekar að ég hef verið að vinna að öðru...........

Guðni Karl Harðarson, 13.6.2011 kl. 14:08

9 identicon

Komið þið sæl að nýju; fornvinir kæru - Rakel, og Guðni Karl !

Rakel !

Ég hafði; um langa hríð, á mínum yngri árum, lesið mér til, um sögu Norður- Afríku, sem annarra hluta Mið- Austurlanda, og vissi svo sem, að þá Khadafy steypti Idris gamla Konungi, í byltingu án nokkurra blóðsúthellinga, þann 1. September 1969, hratt hann ýmsum umbótum af stað - en; á 8. áratug síðustu aldar, tók ofurstinn að bilast, andlega,, og setti fram alls lags firrur, í nafni Kóran skræðunnar, og annarra hugmynda, og ofmetnaðist svo gjörsamlega, að hann hefir verið landsmönnum sínum, hin mesta plága, undanfarna áratugi.

Aukinheldur; þótt svo Berbenskar rætur ætti sjálfur, gekk hann meir og meir, á hlut þessarra fornu frumbyggja Norður- Afríku, og uppsker nákvæmlega, eftir því.

NATÓ; átti vitaskuld hvergi, að koma þarna að málum - allra sízt, eftir hryðjuverk sín, austur í Mesópótamíu (Írak), og Baktríu (Afghanistan).  

Þannig liggur nú í því; gott fólk.   

Með; hinum beztu kveðjum - sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 14:21

10 identicon

Berbneskar; átti að standa þar. Afsakið; ambögur tilfallandi.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 14:53

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það fer ekkert á milli mála hverjum sem les skrif þín, Óskar Helgi, að þú ert bæði víðlesinn og fróður maður. Eins og Guðni segir þá er það kannski ekku lesleti sem veldur því að maður les ekki allt sem í boði er heldur valda önnur verkefni og brýnni.

Flest okkar sem hafa fylgst ýtarlega með á undanförnum misserum erum langt frá því að vera löt í eðli okkar en verðum að forgangsraða verkefnum eftir því hversu brýn þau eru. Lestur greina og annarra skrifa getur af þessum sökum lent á kantinum svo og bloggskrif.

En sannarlega leggst yfir mig ákveðin tegund af efasemdum inn á milli. Þá dreg ég mig í hlé; hugsa og sinni persónulegum málefnum sem iðulega lenda á biðlista þegar mest hefur gengið á í því sem í stuttu máli mætti kalla einu nafni aktívisma.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.6.2011 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband