Syngjum fyrir mannfrelsi á kvenfrelsisdaginn

Ég vona að mér fyrirgefist það þó ég noti þessa frétt til að vekja athygli á öðrum söngatburði sem mun fara fram undir berum himni núna n.k. sunnudag (sjá hér. Ég vek athygli á krækju í textaheftið neðst í þessari færslu). Tilefnið er samstaða með mörghundruð þúsund íbúum Evrópu sem munu koma saman fimmta sunnudaginn í röð til að krefjast raunverulegs lýðræðis

Sunnudaginn 19. júní verður komið saman í 20 Evrópulöndum auk Íslands en þau eru: Austurríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítlaía, Lúxemborg, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Tyrkland og Þýskaland. Auk þess verður mótmælt í Argentínu, Ekvador og Japan. Í Frakklandi, Grikklandi og Spáni er mótmælt í öllum stærri borgum og bæjum. Mótmælin í Grikklandi og á Spáni eru heldur ekki bara bundin sunnudögum. (Sjá hér og hér)

Næst komandi sunnudag verður mótmælunum einkum beint gegn „björgunaraðgerðum“ Evrópusambandsríkjanna sem snúa að því hvernig skuli bregðast við þeirri kreppu sem ógnar evrusvæðinu. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að „björgunarráð“ þessa myntsambands er í engu frábrugðin þeim pakka sem var innleiddur hér af fjármálastofnun sem er af sama meiði þó hún gangi undir öðru nafni en hér á ég auðvitað við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 

Euro-pakkiðAllir þeir sem á annað borð hafa haft eitthvað fyrir því að kynna sér hvað það er sem ógnar fjárhag venjulegra heimilla eru væntanlega farnir að sjá samhengið á milli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins. Ég geri líka ráð fyrir því að sífellt fleiri séu að átta sig á því að þessir vinna á engan hátt að því að bæta hag almennings. Þvert á móti eru þetta opinberar stofnanir óprúttina fjárglæframanna sem svífast einskis við að koma því þannig fyrir að forréttindi þeirra verði tryggð með öllum tiltækum ráðum.

AGS og ESB eru stofnanir sem hafa lagt undir sig lönd með óprúttnum aðferðum. Leið þeirra liggur í gegnum fyrirtækjaeigendur, fjármálakerfið og stjórnmálamennina. Eins og dæmin sanna þá eru þetta veikbyggðir og auðunnir hlekkir og núna er komið að því að opinbera eignarhald alþjóðlega fjármálakerfisins yfir Íslandi.

AGS og ESB eru báðir búnir að koma sér vel fyrir en opinber aðild að ESB er þó ekki frágengin enn. Þess verður þó ekki langt að bíða ef fram gengur sem horfir. 27. júní n.k. hefjast formlegar aðildarviðræður á ráðherrafundi ríkjaráðstefnunnar í Brussel.

Össur Skarphéðinsson verður meðal þeirra sem opna fyrstu fjóra kafla samningsins sem verða opnaðir að þessu tilefni. Vilji ríkisstjórnarinnar er ljós. Almenn afstaða ríkisstjórnarinnar til Evrópusambandsins og reglna þess var m.a. opinberuð á ráðherrafundi ríkjaráðstefnunnar í fyrra og er hún aðgegnilega hér. Í 15. gr. þessarar yfirlýsingar segir:

„Ísland deilir að fullu þeim grunngildum og meginreglum sem Evrópusambandið byggir á eins og þau eru skilgreind í 2. og 3. gr. sáttmálans um Evrópusambandið. Í þeim felst m.a. virðing fyrir lýðræði, réttarríkinu, mannréttindum, þ.m.t. jafnréttindi kynjanna og virðingu fyrir reglum markaðshagkerfisins.“

Íslendingar hafa kynnst starfsaðferðum íslenskra stjórnmálamanna á undanförnum áratugum og væntanlega áttað sig á því að þar skiptir engu hvort hér situr vinstri eða hægri stjórn. Starfsaðferðirnar eru þær sömu og óheiðarleikinn fullkomlega sambærilegur. Sennilegasta skýringin er virðing beggja fyrir „reglum markaðshagkerfisins“ sem ríkja yfir öllu hvort sem það heita kosningaloforð eða annað.

Ég bið þá sem hafa ekki enn áttað sig á því hvers vegna stjórnmálin eru komin í þann farveg sem þau eru í að gefa sér tíma til að skoða það að vandlegri gaumgæfni. Flestir eru búnir að átta sig á því að það skiptir engu hvað þeir kjósa útkoman er sú sama en þeir eru færri sem hafa vaknað til skilnings á því að það er uppbygging fjármálakerfisins sem veldur eða sá grunnþáttur að eigendur bankanna hafa einkarétt á því að prenta peningana.

RefskákÁ meðan málum er þannig háttað eru ríkisstjórnir háðar þeim um fjármagn til allra hluta. Sá sem hefur einkaleyfi til að prenta peninga getur sett skilyrði og það er nákvæmlega það sem er að gerast.

Þessir hafa búið til stofnanir eins og Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn til að verja sína hagsmuni fyrst og síðast. Þeir hafa kostað stjórnmálamenn og fyrirtækjaeigendur til að tryggja stöðu sína enn betur og þannig búið til hagsmunabandalög sem skera niður kjör almennings án þess að hagga við fjármálakerfinu.

Þetta kemur best fram í þeim aðgerðarplönum sem bæði AGS og ESB grípa til að mæta kreppunni sem bítur í sífellt fleiri aðildarlöndum ESB. Á sama tíma og formlegar aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu hefjast verður skrifað undir enn eina björgunaraðgerðina sem byggir á niðurskurði á velferðarkerfinu og öðrum kjörum almennings. Grikkir, Írar og Portúgalir hafa fengist að kynnast því hvað þessar aðgerðir þýða en nú er komið að Spánverjum:

ONCE AGAIN, the EU leaders endorse a policy misleading the public to the benefit of large financial corporations, instead of defending the citizens.

On 27th June, all European governments, including that of Spain, will sign in Brussels a major socioeconomic daylight robbery of an international scope: the so-called Euro Pact, by which the politicians of the European Union agree to legislate the orders of the International Monetary Fund (IMF), European Central Bank (ECB) and the World Bank (WB).

Failure to comply with these orders means, the rating agencies that have led Greece, Ireland and Portugal to the ruins (Moody's, Standard & Poor's, and Fitch) will resume their attacks.
 
(sjá hér)

Þeim sem eru meðvitaðir um það sem fram fer í fjármálaheiminum ætti ekki að koma á óvart að kröfur evrópsku mótmælendanna sem hafa sett sig upp á móti stefnu Evrópusambandsins, hvað þetta varðar, hljóma nánast eins og þær sem hafa hljómað hér á landi frá bankahruninu haustið 2008:

Við viljum ekki að það verði tekið veð í framtíð okkar.
Við viljum ekki greiða niður ólöglegar skuldir.
Við viljum ekki meiri niðurskurð í menntakerfinu.
Við viljum ekki meiri niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni.
Við viljum ekki meiri skerðingu á kjörum almennra launþega.
Við viljum sanngjarnan starfslokaaldur og eftirlaunagreiðslur.
Við krefjumst þess að þeir sem ullu kreppunni gjaldi fyrir hana sjálfir.
Við krefjumst ríkisstjórna sem vinna með almenningi en ekki á móti honum. (sjá hér)

Það ætti að vera auðvelt fyrir alla Íslendinga að finna sig í þessum kröfum og sameinast með hópnum sem stendur á bak við þennan viðburð hér. Þar kemur fram að það verða hljóðfæraleikarar, raddir og eitthvað af textablöðum niður á Ingólfstorgi kl 14:00 á kvenfrelsisdaginn en þar á að syngja fyrir mannfrelsi.

Ég gæti auðvitað sagt eins og aulýsingastofurnar að vegna mikillar eftirspurnar og fjölda áskoranna hefur loks verið ákveðið að boða til söngmótmæla í miðbænum á frídegi þannig að allir geti tekið þátt en Tunnurnar fengu nokkrar ábendingar um að boða til slíkra mótmæla fyrr í vetur. Hvað um það þá eru allir boðnir velkomnir til að „taka þátt sem undirleikarar eða söngraddir. Svo eru þeir sem vilja bara hlusta og horfa á eða taka myndir auðvitað velkomnir líka!“

Vek athygli á krækjunni hérna neðst en undir henni er textaheftið með söngtextunum þannig að  hver sem er getur prentað út sitt eintak og mætt með það niður á Ingólfstorg. 


mbl.is Sálin hátt á lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband