Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Tunnurnar snúa aftur
7.9.2012 | 18:58
Allir þeir sem tóku þátt í fyrstu tunnumótmælunum er það væntanlega ógleymanleg lífsreynsla. Sumir töluðu jafnvel um að í dunandi tunnutaktinum hefðu þeir upplifað hjarslátt þjóðarinnar. Aðrir töluðu um ærandi hávaða og reyndu jafnvel að tala mótmælin niður með því að tengja þau við stjórnarandstöðu- eða utanþingsflokka.
Í ljósi alls þess mannfjölda, sem mætti niður á Austurvöll að kvöldi þess 4. október 2010, ætti hins vegar að vera ljóst að tunnumótmælin áttu að öllum líkindum fulltrúa úr öllum áttum. Það kemur líka vel fram í þessari upptöku Kastljóss, þar sem fólk er tekið tali á meðan mótmælunum stóð, að það var eitthvað annað en flokkapólitík sem rak þátttakendur niður á Austurvöll þetta kvöld:
Opinberlega hefur aldrei verið gefin út nein sannfærandi tala yfir það hversu margir tóku þátt í fyrstu boðuðu tunnumótmælunum. Það hefur heldur ekki verið viðurkennt opinberlega að mótmælin hafi haft einhver áhrif. Það er hins vegar staðreynd að stjórnvöld neituðu að taka við því að mótmælin 4. október snerumst um vanhæfni eða brotin trúnað.
Á því rúma ári sem var liðið frá því að ríkisstjórnin, sem lofaði uppgjöri við hrunið og að reisa skjaldborg um heimilin, hafði komið í ljós að það stóð ekki til að standa við neitt þessara loforða. Á sumarþinginu 2009 var aðildarumsóknin um ESB og fyrsti Icesave-samningurinn þvinguð í gegnum þingið. Hvers konar tilburðum kjósenda til að koma á framfæri efasemdum var svarað af yfirlæti og hroka. Þar skipti engu hver eða hvaða rök stóð efasemdunum að baki.
En það er langt frá því að það sé bara við núverandi ríkisstjórn að sakast. Það kom berlega í ljós þegar kom að loforðum sem höfðu verið sett í samhengi við útkomu Rannsóknar-skýrslunnar og atkvæðagreiðsluna sem kennd hefur verið við Landsdóm. Þegar 4. október 2010 rann upp var mjög mörgum orðið það ljóst að fjórflokkurinn stendur í raun saman að því að verja fjármálastéttina og þá stjórnmálastétt sem þrífst á fjórflokkakerfinu.
Viðbrögð stjórnvalda við fjölmennustu mótmælum Íslandssögunnar voru ekki í neinum takti við það að það væru hagsmunir almennings sem brynni gömlu stjórnmálastéttinni heitast fyrir brjósti. Þann 8. október birtist: Skýrsla forsætisráðherra um skuldavanda heimila og fyrirtækja og aðgerðir ríkisstjórnar á heimasíðu Forsætisráðuneytisins. Af henni var ljóst að viðbrögðin við tilefni mótmælanna yrðu þau að stjórnmálamennirnir kölluðu fulltrúa lánastofnana og lífeyrissjóða til samninga um greiðslu- og skuldavanda heimilanna.
Útkoman út úr þessu samráði varð strax umdeild fyrir margra hluta sakir en það er þó staðreynd að út úr tunnumótmælunum 4. október 2010 komu þó sértæk vaxtaniður-greiðsla sem hefur hlíft stórum hluta landsmanna við gjaldþroti tvö síðustu ár. Samkvæmt samkomulaginu sem ríkisstjórnin náði við fulltrúa lánastofnana og lífeyrissjóði segir:
Nýtt tímabundið úrræði verður mótað til að greiða niður vaxtakostnað vegna íbúðahúsnæðis. Niðurgreiðslan er almenn, óháð tekjum, en fellur niður þegar hrein eign skuldara er umfram tiltekin há mörk. Reikna má með að greiðslubyrði heimila muni lækka vegna þessa um allt að 200-300 þúsund kr. á ári. Kostnaðurinn við þetta nýja úrræði verður allt að 6 milljarðar króna á ári og verður hún í gildi árin 2011 og 2012. Ríkisstjórnin mun í samstarfi við aðila samkomulagsins leita leiða til að fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir fjármagni þessi útgjöld. (sjá hér)
Kannski hefur þessi bráðabirgðaplástur ekki aðeins bjargað mörgum heimilum frá gjaldþroti heldur líka stillt óánægjuraddirnar sem vita það í hjarta sínu að við sitjum uppi með vanhæft Alþingi, ormétið stjórnkerfi og sérhagsmunamiðað velferðarkerfi. Að þessu sinni verður ekki farið nánar út í þá taktík sem hefur verið notuð til að verja framantalið við gagngerri og löngu tímabærri uppstokkun. Hins vegar skal þessu lokið hér með því að benda á að Tunnurnar hafa snúið aftur.
N.k. miðvikudagskvöld heldur Jóhanna Sigurðardóttir væntanlega sína síðustu stefnuræðu sem forsætisráðherra. Af því tilefni hefur verið settur upp viðburður á Facebook. Þar segir m.a:
Miðað við línurnar sem [Jóhanna Sigurðardóttir) lagði í nýlegum greinum sínum Línurnar skýrast og Meirihluti telur Ísland á réttri leið verður forsætisráðherra kominn í teinóttu kosningabuxurnar og heldur á lofti ótrúlegri afrekaskrá en kennir keppinautunum um að hún sé ekki glæsilegri en raun ber vitni.
Burtséð frá þeirri sundurlyndispólitík sem fram fer innan veggja þinghússins þetta kvöld verðum við að sjá til þess að hvorki forsætisráðherra né aðrir lukkuriddarar þingheima komist upp með það að hæla sér af störfum sínum í þágu okkar almennings með því að vísa til þagnarinnar úti á Austurvelli.
Stefnuræðan hefst kl. 19:50 miðvikudagskvöldið 12. september en Tunnurnar mæta fyrir framan alþingishúsið kl. 19:30 og hefja upp raust sína.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Með samstöðu er allt hægt!
26.8.2012 | 00:51
Þegar ég gekk til liðs við SAMSTÖÐU flokk lýðræðis og velferðar taldi ég víst að þeir væru miklu fleiri en ég sem fögnuðu því að hér væri kominn farvegur fyrir þann lausnarmiðaða málflutning sem hefur skapað Lilju Mósesdóttur trausts óháð flokkslínum (sbr. könnun MMR frá febrúar sl.). Á þeirri forsendu ákvað ég að auka SAMSTÖÐU liðsstyrk enda þekki ég það vel frá ýmsum viðspyrnuverkefnum mínum hversu mikill grundvallarmunur er á huglægum styrk og verklegum.
Ákvörðun Lilju Mósesdóttur og tildrög hennar markar óneitanlega þáttaskil fyrir þá baráttu sem ég hef alla tíð lagt lið. Í kjölfar opinberunar hennar velti ég því þess vegna fyrir mér hvort kröftum mínum í þágu heiðarlegs uppgjörs við hrunið og skynsamlegrar uppbyggingar nýs samfélags sé betur varið annars staðar en í formannssæti SAMSTÖÐU-Reykjavík.
Ákvörðun Lilju Mósesdóttur, formanns flokksins, var rædd á stjórnarfundi aðildarfélagsins. Niðurstaðan varð sú að taka áskorun stjórnar flokksins um að fjölmenna á landsfundinn þann 6. október n.k. með von um að fleiri, sem hafa trú á því að með samstilltu átaki megi takast að byggja upp öflugt og traustverðugt stjórnmálaafl, geri slíkt hið sama. Það kostar vinnu en með samstöðu er allt hægt!
Sundrung eða samstaða
25.8.2012 | 05:05
Hvernig sem á það er litið þá er meiri fórnarkostnaður af sundrungu en samstöðu. Eftirfarandi ljóð, sem er tekið af
First they tortured a U.S. citizen and gang member ...
I remained silent;
I wasnt a criminal
Then they tortured a U.S. citizen, whistleblower and navy veteran
I remained silent;
I wasnt a whistleblower
Then they locked up an attorney for representing accused criminals
I remained silent;
I wasnt a defense attorney
Then they arrested a young father walking with his son simply because he told Dick Cheney that he disagreed with his policies
I remained silent;
Ive never talked to an important politician
Then they said an entertainer should be killed because she questioned the governments version of an important historical event
I remained silent;
I wasnt an entertainer
Then they arrested people for demanding that Congress hold the President to the Constitution
I did not speak out;
Ive never protested in Washington
Then they arrested a man for holding a sign
I held my tongue;
Ive never held that kind of sign
Then they broke a ministers leg because he wanted to speak at a public event
I said nothing;
I wasnt a religious leader
Then they shot a student with a taser gun and arrested him for asking a question of a politician at a public event
I remained silent;
I wasnt a student
Then they started labeling virtually every innocent and normal behavior as marking Americans as potential terrorists
I remained silent;
I didnt want to be called a terrorist
Then they threw political dissenters in psychiatric wards
I remained silent;
I didnt want to be seen as crazy
Then they declared that they could label U.S. citizens living on U.S. soil as unlawful enemy combatants and imprison them indefinitely without access to any attorney
I remained silent;
I didnt want to be labeled an enemy
Then they declared that they could assassinate U.S. citizens living on U.S. soil without any due process of law
I remained silent;
I didnt want to be on the list
When they came for me,
Everyone was silent;
there was no one left to speak out.
Inspired by the poem First They Came by Martin Niemöller, which was written about the Nazis.
I originally wrote this poem in 2007. I have updated it with additional verses as current events have unfolded.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rót vandans
18.8.2012 | 03:47
Sumir vilja e.t.v. ganga svo langt að halda því fram að rætur þeirra vandamála sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir sé eignarétturinn. Ég er á því að þær liggi miklu fremur í hugmyndinni um að verðmerkja veraldlegar eignir á þann hátt að sá sem á meira hafi þar með völd yfir þeim sem eiga minna.
Ég ætla ekki að lengja mál mitt með ýtarlegum vangaveltum um eignaréttinn en vil þó taka það fram að á meðan eignarétturinn tekur eingöngu til veraldlegra eigna og raffærða innistæðna í bókhaldi fjármálastofnanna þá er eignarétturinn vandamál. En eins og vikið hefur verið að þá er vandamálið í kringum eignaréttinn miklu fremur hugmyndafræðilegur en eiginleg ástæða vandans. Rót vandans liggur miklu fremur í peningunum sem er afsprengi þeirrar hugmyndafræði sem fengið hefur að blómstra í kringum réttinn til að telja eitthvað til sinnar einkareignar.
Peningar sem vopn
Með peningum hafa þeir sem hafa átt meira fengið vopn í hendurnar til að ráðkast með fleiri og fleiri þætti sem viðkoma einkahögum þeirra sem eiga minna. Fram að þessu hefur hugmyndafræði lénstímabilsins í Evrópu, fasistanna á Ítalíu og á Spáni, nasismans í Þýskalandi og komúnismans í austri verið höfð að dæmum um ógnarvald siðspilltrar einræðishyggju.
Ég má til að minna líka á það hvernig kaþólska miðaldakirkjan, nýlendustefna ýmissa Evrópuþjóða og þrælaverslunin á milli Evrópu og Norður Ameríku hefur hingað til verið höfð að dæmum um það hvernig yfirburðarstaða í skjóli valds og peninga hefur bitnað á varnarlausum almenningi. En hvernig lítur þá nútíminn út í samanburði við þessi og fleiri áþekk tímabil sögunnar?
Ég geri mér vonir um að allir sem lesi þessar línur séu sammála um að sú ógn sem almenningur bjó undir á ofangreindum tímabilum var drifin áfram af peningum. Ég reikna líka með því að í reynd séu langflestir sammála um að ógnin sem almenningur stendur frammi fyrir í nútímanum snúist líka um peninga. Hvað annað liggur á bak við það að 1% mannkyns hefur komið sér þannig fyrir að það ógnar hinum 99%-unum?
Mig grunar reyndar að þeir sem telja sig njóta góðs af núverandi fyrirkomulagi peningamála í heiminum séu umtalsvert fleiri en 1%. En á meðan þjóðirnar sváfu við þá sannfæringu að heimska valdagræðginnar hefði lagst af, ekki seinna en við hrun kommúnismans í kringum 1990, hefur hún þrifist til þeirrar ógnar sem almenningi stafar af ávöxtum hennar nú. Í skjóli þeirra sem hafa komið undir sig einkaréttinum til peningaprentunar hafa orðið til nýjar valdastofnanir sem hafa það hlutverk að stýra fjármálahreyfingunum á alþjóðavísu.
Hugmyndafræði nútímapeningastefnu gengur í meginatriðum út á það að allt sé mögulegt í krafti peninga. Þeir eru því ekki einungis notaðir til að kaupa stjórnmálamenn og fyrirtæki heldur líka til að ryðja þeim úr vegi sem hafna þeirri hugmyndafræði að þeir sem eigi meiri peninga eigi þar með rétt til að ríkja yfir réttindum og athöfnum hinna sem eiga minna.
Á meðan almenningur þegir gengst hann í rauninni undir þessa hugmyndafræði. Á meðan þjóðir heims undirgangast það að valdið eigi kröfu á almenning um að hann haldi því uppi á hverju sem gengur þá breytist ekki neitt. En ef allur almenningur opnar augu sín fyrir því að valdið gegnir ekki lengur því hlutverki sem það heldur fram þá er von um að framtíðin muni fjalla um samtímakynslóðirnar sem eitthvað annað en viljalaust fé eða sofandi sauði sem lét fara með sig eins og sá almenningur sem við höfum dæmt hingað til fyrir það að láta einstaklinga eins og Mussolini, Franco, Hitler, Stalín og Maó kúga sig.
Valdarán peninganna
Almenningur hefur lengst af verið tækið sem skapar hin raunverulegu verðmæti með vinnuframlagi sínu. Honum hefur verið kennd spakmæli eins og: Vinnan göfgar manninn en það er ekki það sem knýr hann áfram heldur hitt að hver og einn hefur fyrir sjálfum sér að sjá og gjarnan einhverjum fleirum sem eru honum tengdir í gegnum ástvina- og fjölskyldubönd. Þeir sem hafa komist upp með að rækta letina í sjálfum sér í skjóli þess að eiga meira hafa á öllum tímum verið ótrúlega duglegir við að eigna sér misstóra hlutdeild í þeirri raunverulegu hvöt sem vinnusemi almennings er sprottin af.
Því miður hafa þeir sem hafa ekkert að verja nema lífið verið notaðir sem tæki í óheiðarlegri varnarbaráttu þeirra sem svífast einskis við að verja eignir sínar og völd. Þannig er það enn í dag og verður ekki betur séð en nútíminn sé síst betri í aðferðarfræði sinni en þeir -ismar sem kúguðu heilu þjóðirnar til hlýðni með ógn einræðisstýrðra byssukúlna á síðustu öld.
Þó vopnin séu önnur nú, í þessu endalausa stríði þeirra sem eiga meira og hinna sem þeir lifa á, þá er aðferðarfræðin sú sama. Í stað gamalgróinna stríðsaðferða, sem kostuðu stórkostlega eyðileggingu á ræktunarlandi og byggingum ásamt mannslífunum sem féllu fyrir byssukúlum og sprengjum, er komin ný tækni sem takmarkar eyðilegginguna. Vígvöllurinn er ekki aðeins orðinn svo ógreinilegur að fæstir koma auga á hann heldur eru vopnin sem er beitt svo óáþreifanlegt að það kallar á annað hugtak en haft var um drápsvélar eldri stríða sem kostuðu blóð og aðra rekjanlega eyðileggingu.
Vopnunum sem er beitt í því stríði sem allir vinnandi menn eru óafvitandi orðnir þátttakendur í eru peningarnir. Stríðið er endalaust og tekur aldrei enda á meðan almenningur tekur því þegjandi að allt sem hann framkvæmir sé háð geðþóttaákvörðunum þess valds sem byggir stöðu sína á magni raffærða peningaupphæða sem það heldur fram að tilheyri því. Veruleiki nútímans er sá að allur almenningur er stríðsfangar í hlekkjum verðmerkingarinnar á eignarétti þeirra sem eiga meira.
Okkur var lofað að það sem er tekið af vinnuframlagi okkar þjóni okkar eigin hagsmunum því það fari í að byggja upp ýmsa samfélagsþjónustu sem við njótum síðan góðs af í okkar daglegu athöfnum og ef við verðum fyrir skakkaföllum. Af framlagi okkar hafa orðið til sjóðir sem þeir sem eiga meira hafa ekki staðist freistingarnar af. Þeir hafa annaðhvort komið sjálfum sér, eða þægum þjónum sínum fyrir, yfir þessum sjóðum sem hefur haft þær afleiðingar að sífellt minna verður eftir til hagsbóta fyrir þá sem leggja sjóðunum til raunveruleg verðmæti.
Þeir sem eru tilbúnir til að lifa þannig á verðmætunum sem almenningur skapar fer sífellt fjölgandi. Útsjónarseminni til að koma sér fyrir í sæti arðræningjans, sem uppábúinn nefnist milliliður, virðist engin takmörk sett. Sífellt spretta upp fleiri milliliðir sem skapa sér arð af regluverksstýringu á milli þeirrar einföldu athafnar almennings að viðhalda sjálfum sér með því að leggja fram vinnu og hafa mat og húsaskjól á móti.
Ýmsir gerviþarfasérfræðingar hafa líka sprottið upp í þeim tilgangi að hafa meira upp úr vinnusamri þrá almennings að hlúa að sjálfum sér og ástvinunum sem eru á þeirra forsjá. Ég ætla ekki að fara nákvæmar út í það hér hvernig sá hópur hefur í krafti hugmyndafræði, sem hefur verið sett í sparibúning markaðs- og viðskiptafræði, hefur komið sér fyrir á milli vinnunar og brauðsins. Ég tel að ég hafi dregið upp alveg nógu skýra mynd til að hver sem vill sjá og skilja grundvallaratriði hennar geri það nú þegar.
Peningana eða lífið
Kannski má segja að það gildi það sama um peningana eins og eignaréttinn. Þ.e. að peningarnir séu ekki vandamálið frekar en eignarétturinn heldur það hugarfar sem þeim eru tengdir. Það má að sjálfsögðu velta því fyrir sér hvort kom á undan: peningarnir eða valdið sem þeim hefur verið gefið. Það er a.m.k. ljóst að miðað við þá samfélagsgerð sem mannkynið hefur byggt utan um tilveru sína þá er líklegt að við þurfum að styðjast við einhverja skiptimynt til að hafa vöruskipti. En er nútíma peningakerfi ábyggilega eina færa leiðin til þess?
Að mínum dómi er fórnarkostnaður þess peningakerfis sem við búum við í dag einfaldlega alltof tilfinnanlegur fyrir allan almenning til að það réttlæti það að fórnarlömb þess leggi allt sitt til að viðhalda því. Peningakerfi nútímans byggir nefnilega á þeirri hugmynd að það séu peningarnir sem búi til brauðið og byggi húsin sem við búum í en ekki hendur okkar sjálfra.
Allir þeir sem skilja þá einföldu staðreynd að það eru ekki peningarnir sem búa til brauðið heldur vinnuframlag okkar almennings hljóta að skilja að við þurfum sjálf að bregðast við til að líf okkar og þeirra sem byggja framtíðina grundvallist á hugmyndafræði sannleikans en ekki þeirri lygi sem peningarnir hafa hneppt tilveru okkar í. Hver og einn þarf þess vegna að spyrja sjálfan sig hvort honum þykir skipta meira máli: peningarnir eða lífið?
Líf nútímamannsins hefur orðið fórnarlamb markaðsdrifinnar peningahyggju og það er þess vegna nútímakynslóðanna að bregðast við. Það breytir enginn heiminum einn síns liðs. Þú, sem lest þetta, þarft þess vegna að finna fleiri. Það er ekki nóg að lesa þessi orð, eða orð annarra sem tala á sömu nótum, og kinka samþykkjandi kolli.
Þú þarft að finna þá sem eru sammála þér og safna fleirum. Þú þarft að þora að fylgja þeim eða hvetja þá til að fylgja þér til aðgerða sem skila ykkur þeim árangri að þeir fjölmörgu sem í hjarta sínu þrá það eins og þú að breyta samfélaginu, til þess að þið og ástvinir ykkar megið njóta þar mannsæmandi lífsskilyrða, fái tækifæri til að uppfylla þessa heilbrigðu lífsþrá.
Ég er ekki að hvetja til þess að þú efnir til blóðugrar byltingar en ég get því miður ekki lofað þér að það eigi ekki eftir að renna eitthvert blóð. Þess vegna minni ég þig á að blóðið er nú þegar tekið að renna. Á hverjum degi deyr einhver úr hungri, auðlæknanlegum sjúkdómi eða fyrir sinni eigin hendi eingöngu vegna þess valds sem peningarnir hafa yfir lífi okkar nú.
Peningarnir munu ríkja yfir lífi okkar með þessum hörmulega fórnarkostnaði þar til við stöndum saman og bregðumst við því óréttlæti sem viðgengst eingöngu fyrir það að þeir sem ráða yfir peningaprentvélunum kæra sig kollóta yfir fórnarkostnaðinum sem hlýst af núverandi peningakerfi. Þeir kæra sig kollótta á meðan við látum þá komast upp með það að telja okkur trú um það að það séu peningarnir þeirra sem búa til brauðið okkar en ekki við sjálf.
Þeir kæra sig kollótta og kætast ósegjanlega yfir því að við gefum þeim lífið fyrir þessa hugmyndarfræði því það er einmitt það sem tryggir þeim völd og meiri peninga...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Pólitískar sleggjur og hakkavélar
12.8.2012 | 07:40
Björn Bjarnason og Björn Valur Gíslason eiga það sameiginlegt að tjá sig gjarnan eins og pólitískar sleggjur um hvað eina. Það væri í sjálfu sér ekkert tiltökumál nema fyrir stöðu þeirra sem fjölmiðlar nýta sér óspart til miðlunar þeim sleggjudómum sem eigendur þeirra styðja. Það skal reyndar tekið fram að Björn Bjarnason hefur a.m.k. fyrir því að rökstyðja skoðanir sínar með oft og tíðum prýðilegum dæmum og tilvitnunum. Slíka hirðusemi er sjaldnast að finna í dómum Björns Vals Gíslasonar sem einkennast miklu frekar af hvatvíslegum upphrópunarstíl.
Í tengdri frétt og úrklippunni hér til hliðar tjá umræddir stjórnmálamenn sig um efnahagsmál. Mbl.is vitnar í sinn mann og Fréttablaðið í sinn. Ekki verður almennilega séð fyrir hvað þar sem hvorugur byggir á menntun eða hefur orðið uppvís af mikilli efnahagsþekkingu af verkum sínum á stjórnmálasviðinu. Ekki er heldur að sjá af því sem þeir segja í pistlunum, sem frétt mbl.is og skoðunarskot Fréttablaðsins byggja á, að vísað sé í staðgóða menntun, reynslu eða þekkingu þeirra sjálfra á efnahags-málum.
Ábyrgð fjölmiðlanna
Það eru þess vegna ekki aðeins þessir tveir sem gera sig seka um sleggjudóma heldur fjölmiðlarnir sem gera orð þeirra að verkfærum gegn óvinaliðinu sem tvennurnar tvær hafa skapað sér. Björn Bjarnason er fastur í sinni gamalkunnu pólitík sem afmarkast af hægri og vinstri. Aftur skal bent á að í skrifum Björns Bjarnason er undantekning. Í þessu tilviki snýr hún að Þorsteini Pálssyni.
Björn Valur stillti sér upp til vinstri kosningavorið 2009 en hefur fylgt forystu Vinstri grænna dyggilega eftir í þeirri nýfrjálshyggjuvelferðarstefnu sem formaður flokksins hefur soðið saman með fylgispökum á yfirstandandi kjörtímabili. Þess vegna hafa þessir gert efnahagsstefnu Lilju Mósesdóttur að óvini sínum og eru þar af leiðandi samstíga Fréttablaðinu sem gegnir, að því er best verður séð, enn eignarhaldi aðila sem stóðu hvað dyggilegast að kostun Samfylkingarinnar samkvæmt Rannsóknarskýrslunni. (sjá hér)
Á meðan málflutningur af því tagi sem umræddir miðla, og því miður miklu fleiri í áþekkum stöðum, stöndum við frammi fyrir því að stjórnmálaumræðan minnir helst á fótboltapólitík. Umræðan skiptist í tvö horn eftir því hvort þeir sem halda henni uppi halda með Manchester United eða Liverpool, bláum eða rauðum, hægri eða vinstri.
Á meðan mbl.is vitnar í Björn Bjarnason, sem útskrifaðist sem lögfræðingur haustið 1971 (sjá hér) og ber ábyrgð á núverandi efnahagsástandi, um gjaldeyrishöftin og á meðan Fréttablaðið vitnar í Björn Val Gíslason, sem er með skipstjórnarpróf frá árinu 1984 og kennsluréttindi frá 2006, (sjá hér) varðandi lausnir Lilju Mósesdóttur í efnahagsmálum er ekki von á lausnarmiðaðri umræðu. Á meðan lesendur leyfa miðlum að komast upp með að slá ryki í augu neytenda sinna með fótboltapólitík af þessu tagi, eða fjölmiðlaneytendur flýja hana af sömu ástæðu og aðra misáttaumræðu, þá má gera ráð fyrir að þessari kreppuhvetjandi stjórnmálaumræðu verði viðhaldið.
Það er nefnilega ekki annað að sjá en að tilgangur umræðuhefðar sleggjudómaranna sé einmitt sá að fæla allan almenning frá efninu sem eru í hakkavélunum hverju sinni. Það skal tekið fram að það var haft samband við mbl.is og Fréttablaðið, og fleiri stærri fjölmiðla, til að vekja athygli á framhaldsfundaröð um fjármálastefnuna og framtíðina sem haldin var sl. vor en þar fluttu Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur, Jón Helgi Egilsson, hagfræðingur, Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur, og dr. Sigurður Hannesson, stærðfræðingur erindi um peninga-, banka-, gjaldeyrishafta- og gengisstefnu í þeim tilgangi að kynna skynsamlegar leiðir í þessum efnum.
Það skal líka tekið fram að athygli umræddra fjölmiðla var vakin á fundunum bæði á undan og eftir að þeir voru haldnir. Þeim voru sendar stuttar samantektir og krækjur á myndbönd með erindum ofantalinna af lokafundi framhaldfundaraðarinnar, þar sem öll fjögur töluðu, og svo ýtarlegar samantektir sem voru birtar úr erindum þeirra. Bæði fjölmiðlum og núverandi alþingismönnum var boðið á þennan fund. Engin þessara treysti sér til að mæta og kynna sér innihald hans af ótilgreindum ástæðum.
Gagnaðgerðir lesenda
Enginn fjölmiðill hefur heldur sinnt skyldu sinni gagnvart lesendum sínum og kynnt þeim þá lausnarmiðuðu umræðu sem kemur fram í því efni sem fram kom á lokafundinum og þeim hefur ítrekað verið bent á. Nú hvet ég lesendur þessara lína til að taka málin í sínar hendur og kynna sér umrætt efni í gegnum aðra miðla. Ég bendi á að ef Björn Bjarnason getur verið sérfræðingur í því hvernig skuli staðið að lausn gjaldeyrishaftanna og Björn Valur Gíslason verðið sérfræðingur í innihaldi efnahagshugmynda Lilju Mósesdóttur og afleiðingum þeirra þá getur hver sem nennir að bera sig eftir því að kynna sér efnið, sem liggur fyrir af fundunum um fjármálastefnuna og framtíðina, orðið sérfróður um efnahagsmálaumræðuna og lagt til hennar. Ég trúi því að það að fleiri kynni sér þetta efni verði til þess að sleggjudómunum linni.
Ég tek það fram að ég geri ekki ráð fyrir að allir verði sammála öllu sem kemur fram í efninu sem ég vísa í hér að neðan. Hins vegar bendi ég á að hér er a.m.k. farið í efnahagsmál af þekkingu og reynslu auk þess sem framsetningin er bæði auðskiljanleg og aðgengileg. Það sem ég vísa í er eftirtalið:
1. Myndband með fyrirlestri Lilju Mósesdóttur þar sem hún skýrir ýmis hagfræðileg hugtök og fer í helstu leiðir sem hafa verið nefndar til lausnar núverandi efnahagsvanda. Þ.m.t. skiptgengisleiðina.
2. Glærur sem hún studdist við í fyrirlestrinum. Krækja í þær er hérna neðst.
3. Samantektir sem innihalda líka myndbönd allra sem tóku þátt í umræddri fundaröð.
4. Myndbandaröð með erindum og fyrirlestri fjármálasérfræðinganna fjögurra sem taldir voru upp hér að ofan.
Á það skal minnt að Lilja Mósesdóttir var aðalframsögumaðurinn á síðasta fundi framhaldsfundaraðarinnar um fjármálastefnuna og framtíðina. Framsögur allra á síðasta fundinum voru teknir upp en Frosti Sigurjónsson, Jón Helgi Egilsson og Sigurður Hannesson fluttu þar útdrætti úr lengri erindum sínum frá fundunum sem sem haldnir höfðu verið á undan.
1. Fyrst er það myndbandið með fyrirlestri Lilju Mósesdóttur. Fyrirlesturinn er hálftíma langur en ég leyfi mér að fullyrða að hann gefur mjög skýra mynd af efnahagsástandinum og þeim leiðum sem eru til úrbóta:
2. Á það skal minnt að glærurnar er að finna í krækju hérna neðst en hér er myndræn framsetning, sem tekin er innan úr glærupakkanum, á þeirri leið sem Lilja Mósesdóttir hefur mælt með að verði farin til lausnar þeim vanda sem samfélagið stendur frammi fyrir í efnahagsmálum. Leiðina hefur hún gefið heitið Skiptigengisleiðin:3. Þá eru það krækjur í samantektir á erindum allra fjögurra. Þ.e: Frosta Sigurjónssonar, Jóns Helga Egilssonar, Sigurðar Hannessonar og Lilju Mósesdóttur. Vakin er athygli á því að myndböndin koma líka fram undir neðangreindum krækjum.
Erindi Frosta Sigurjónssonar, rekstrarhagfræðings: Skynsamlegast að halda sig við núverandi gjaldmiðil
Erindi Jóns Helga Egilssonar, hagfræðings: Það má draga lærdóm af peningastjórnun undangenginna ára
Erindi dr. Sigurðar Hannessonar, stærðfræðings: Fleiri en ein leið út úr gjaldeyrishöftunum
Erindi Lilju Mósesdóttur, hagfræðings og þingmanns: Skuldavandinn er samfélagsógn
4. Að lokum er það krækja sem inniheldur myndbandaröð með öllum fyrirlestrunum sem þýðir það að erindin eru í þeirri röð sem þau voru flutt: Fyrst Frosta, þá Jóns Helga og Sigurðar og síðast Lilju. Á það skal bent að hvert erindið tekur við af öðru undir þessari krækju. Heildarspilunartími myndbandaraðarinnar er rétt rúmur klukkutími.
Það má vera að einhverjum þyki það einhvers virði að Gunnar Tómasson, hagfræðingur, telur tvo ofantalinna meðal þeirra sem hann treystir best til lausnar þeim efnahagsvanda sem Ísland stendur frammi fyrir núna. Það má líka taka það fram að þeir voru þrír sem hann nefndi í þeirri upptalningu. Sá þriðji var hvorki Björn Bjarnason né Björn Valur Gíslason.
![]() |
Málið snýst um pólitískt hugrekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.8.2012 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Efnahagsstefna til framtíðar
1.8.2012 | 03:28
Okkur eru gefnir misjafnir hæfileikar og eins og gengur eru þeir mismetnir og það jafnvel af okkur sjálfum. Ég vildi að sjálfsögðu vera klárari í tölum og hugtökum sem þeim tengjast en það þýðir lítið að eyða tímanum í að láta sig dreyma um það sem manni var ekki gefið. Ég get komið að gagni í þeirri baráttu sem ég hef helgað frítíma minn á undanförnum árum með því að miðla því sem aðrir, sem hafa til þess þekkingu, hafa um efnahagsstærðir, -horfur og -stefnur að segja.
Núna í vor stóð stjórn SAMSTÖÐU-Reykjavík að framhaldsfundaröð þar sem efnahagsmálin voru einmitt til umræðu. Fundirnir voru alls fjórir og framsögumennirnir jafnmargir. Þeir voru: Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur, Jón Helgi Egilsson, hagfræðingur, dr. Sigurður Hannesson, stærðfræðingur og Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur og þingmaður.
Fyrsti fundurinn var haldinn mánudagskvöldið 30. apríl og þeir næstu annað hvert mánudagskvöld þannig að sá síðasti fór fram að kvöldi 11. júní. Gestir á fundunum voru á bilinu 30-50 manns. Flestir á síðasta fundinum.
Lilja Mósesdóttir var aðalræðumaður síðasta fundarins og gerði þar ýtarlega grein fyrir megindráttunum í þeirri hugmynd sem hún hefur haldið á lofti varðandi skynsamlega efnahagsstefnu til að forða því hruni sem núverandi stefna mun óhjákvæmilega leiða til.
Frosti Sigurjónsson, Jón Helgi Egilsson og Sigurður Hannesson fluttu útdrætti úr framsögum sínum frá fyrri fundum og voru þeir ásamt fyrirlestri Lilju Mósesdóttur teknir upp og eru nú aðgengilegir á You Tube. Hér er ætlunin að gera nokkra grein fyrir innihaldi þess sem þessi sögu á fundinum ásamt því sem myndböndin með fyrirlestrum þeirra fylgja með í lok hverrar samantektar. Glærurnar sem Lilja Mósesdóttir studdist við í fyrirlestri sínum má nálgast með því að fylgja krækju sem er hér neðst.
Seðlabankinn ætti að hafa einkaleyfi til að prenta peninga
Frosti flutti 9 mínútna erindi þar sem hann sagði að það sé einkum tvennt sem þarf að huga að varðandi peningastefnuna. Í fyrsta lagi þarf að endurskoða hver hefur valdið til að búa til nýjar krónur og í öðru lagi þarf að leggja niður skuldakrónuna. Hann mælir með að að Seðlabankinn verði eini aðilinn sem hafi leyfi til að prenta peninga.
Þessi lausn er byggð á hugmyndum Irving Fisher sem ráðlagði Roosevelt, Bandaríkjaforseta, að peninga- magninu yrði stýrt út frá stöðugleika og þjóðar- hagsmunum óháð bönkunum. Að lokum dró Frosti saman ávinningin að stöðugra verðlagi:
- Bankakerfið minnkar.
- Ríkisskuldir dragast saman.
- Innistæðutryggingin verður óþörf.
- Kostnaður bankana dregst saman.
Afleiðingin er betra bankakerfi. (sjá nánar hér)
Drögum lærdóm af peningastjórnun undangenginna ára
Jón Helgi Egilsson flutti einkar fróðlegan fyrirlestur þar sem hann dró saman reynsluna af peninga- stjórnuninni á Íslandi á undangegnum árum og hvað hægt er að læra af henni. Hann benti á að í grundvallaratriðum hefði sú stefna sem hefur verið stuðst við hér á landi stjórnast af draumnum um stöðugt gengi sem hann rakti aftur til myntbandalags Norðurlandanna frá aldamótum 19. og 20. aldar. Draumurinn um stöðugt gengi verður hins vegar að styðjast við undirliggjandi efnahag annars getur farið illa eins og Jón Helgi dró fram.
- Gengi ætti að vera birtingarmynd efnahagslífsins og þess vegna hættulegt, fyrir það hve afdrifaríkt það getur verið, að fikta í því.
- Óraunhæfir draumar um stöðugt gengi óháð efnahag er ástæða hafta 1920, 1931 og 2008.
- Vaxtamunaviðskipti voru lán sem fjármögnuðu falskan kaupmátt í aðdraganda hrunsins.
- Lánin komu á gjalddaga og úr varð hrun krónunnar og gjaldeyrishöft.
Þá benti Jón Helgi á að draumurinn um stöðugt gengi væri ekki séríslenskt vandamál þar sem draumurinn um stöðuga evru er fjármagnaður með lánum og um leið kaupmátturinn. Í beinu framhaldi minnti hann á það að lán komast á gjalddaga. Skortur á trúverðugleika býr til verðbólgu. Það er þess vegna ekki nóg að aflétta gjaldeyrishöftunum. Það sem tekur við verður að vera trúverðugt því öðru vísi verður niðurstaðan aðeins framhald þess sem á undan er gengið. (sjá nánar hér)
Leiðir út úr gjaldeyrishöftunum
Sigurður Hannesson flutti tæplega 10 mínútna erindi þar sem hann fjallaði um gjaldeyrishöftin. Í upphafi benti hann á að kostnaður við höftin væri mikill og skaðsemi þeirra því töluverð. Því til áréttingar taldi hann upp dæmi um glötuð tækifæri eins og hvatann sem höftin skapa til að skilja eftir gjaldeyri erlendis. Hann benti á að afleiðingar gjaldeyrishaftanna eru hægfara hrörnun hagkerfisins sem sjást ekki dag frá degi en á lengra tímabili verða þær vel sýnilegar í umhverfinu.
Undir lok máls síns sagði Sigurður að það væri hægt greiða niður skuldir ríkisins en það er ekki mögulegt að gera það að öllu leyti nema skerða lífsgæðin allverulega. Það er þess vegna skynsamlegra að draga úr skuldunum með afskriftum. Til þess að borga niður skuldirnar eru nokkrar leiðir færar.
- Útgöngugjald eða skattur á útstreymi aflandskróna.
- Fjárfestingarleið í gegnum uppboðsmarkað.
- Upptaka nýkrónu á mismunandi gengi til að afskrifa froðueignir og skuldir.
Svo er það endurfjármögnun sem gengur út á það að þeir sem vilja fara út úr hagkerfinu fara út en aðrir sem vilja binda sig til langs tíma koma inn í staðinn. Til að hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin þarf að:
- afskrifa skuldir.
- endurfjármagna.
- framleiða meira.
Það er pólitískt mál hvernig þetta verður gert. Það verður að taka inn í reikninginn hvaða afleiðingar samfélagið er tilbúið að búa við. Það er þess vegna ekki til ein rétt leið en hún þarf að vera trúverðug. Í því sambandi benti Sigurður á að miðað við núverandi stefnu þurfi að huga að því hvað tekur við eftir að krónunni hefur verið fleygt og undirstrikaði að peningastefnan þurfi að vera trúverðug til að allt fari ekki í sama farið aftur. (sjá nánar hér)
Skuldavandinn er samfélagsógn
Í framsögu sinn vakti Lilja Mósesdóttir athygli á því að lausn á skuldavanda heimila og fyrirtækja með skuldaleiðréttingu er oddamál SAMSTÖÐU enda ósjálfbærar skuldir ekki síður eyðileggjandi afl en stríð. Hún benti á hvernig þessi eyðilegging er farin að koma fram í sumum löndum Evrópu og bætti við að eyðileggjandi afl skuldanna birtist m.a. í því hvernig velferðarkerfið er holað að innan. Fólk fær ekki lágmarksþjónustu og lágmarks- mannréttindi eru að engu höfð. Fólk fær ekki vinnu eins og á Grikklandi og Spáni þar sem atvinnuleysi meðal ungs fólks er allt upp í 50%
Hún fór ýtarlega í ýmis hagfræðileg hugtök eins snjóhengju, aflandskrónur og skuldir þjóðarbúsins auk þess að fjalla um nýjustu tölur sem standa að baki þeim svo og tölur yfir skuldir heimila og fyrirtækja í samanburði við nokkur önnur Evrópulönd. Þá sneri hún sér að því að útskýra áhrif of mikils peningamagns í hagkerfin. Þar sagði hún m.a. að:
Í hagkerfum þar sem er mikil peningaprentun er ójöfnuður. Það eru alltaf einhverjir sem eiga þessa miklu peninga og svo er stór hópur sem borgar þeim fyrir að fá þá lánaða. Mikið peningamagn veldur líka eignaverðsbólu en ekki hagvexti. Reynslan er að eignaverð fer hækkandi en peningarnir eru ekki notaðir til að fjárfesta í tækjum og tólum í raunhagkerfinu. Lítil fjárfesting í raunhagkerfinu hefur þær afleiðingar að hagvöxtur er lítill þannig að skuldsetning fyrirtækja og heimila verður ósjálfbær.
Fyrirlestur sinn studdi Lilja Mósesdóttir með glærum sem má nálgast í gegnum krækju sem fylgir hér neðst.
Gjaldeyrishöftin
Þá sneri Lilja að gjaldeyrishöftunum sem hún sagði að væru til komin fyrir það að of lítið hefur verið afskrifað af skuldum heimila og fyrirtækja. Lilja skýrir þetta með því að vísa til efnahagsreikninga banka. Á skuldahlið efnahagsreikninga banka eru innistæður aflandskrónueigenda og almennings sem voru tryggðar að fullu. Jafnvægi verður að vera á á efnahagsreikningi banka til að þeir séu metnir rekstrarhæfir. Bankar vilja þar af leiðandi ekki afskrifa lán til fyrirtækja og heimila sem eru á eignahlið efnahagsreiknings þeirra. Afskrifa þarf a.m.k. verðmæti aflandskróna til að bankar fáist til að afskrifa tapaðar skuldir fyrirtækja og heimila að því marki sem til þarf.
Lilja benti á að gjaldeyrishöftin hafi þær afleiðingar að hér er allt í biðstöðu. Það er þeirra vegna sem afskriftir eru í lágmarki og fjárfestingar eru fyrst og fremst í fasteignum. Á meðan vex snjóhengjan og vaxtakostnaðurinn af henni fer sívaxandi. Á sama tíma vex skuldavandi heimila og fyrirtækja og verðtryggingin magnar upp vandann.
Það er ekki verið að koma fram með neina nýja peningastefnu því það er í raun og veru engin þörf fyrir einhvern trúverðugleika við gjaldeyrishöft. Það þarf m.ö.o. ekki að sannfæra neinn um að efnahagsstefnan hér á landi sé góð þegar það er búið að loka alla úti með höftunum. Það sama er að segja um fjármál ríkissjóðs.
Í þessu samhengi vakti Lilja athygli á því að við byggjum við sömu efnahagsstefnu og hefur verið hér við lýði frá lýðveldisstofnun sem gengur út á það að skera niður í samdrætti og þenja allt út í þenslu sem magnar svo upp hagsveiflurnar. Á Alþingi er verið að vinna að því að endurreisa alveg sama bankakerfi og hrundi hér fyrir rétt tæpum fjórum árum. Lilja áréttaði það að ástæðan væri ekki síst gjaldeyrishöftin sem gerðu það að verkum að það er engin knýjandi þörf á neinum grundvallarbreytingum.
Það verður að leiðrétta ójafnvægið
Það þarf að leiðrétta tvenns konar ójafnvægi sem er í hagkerfinu. Í fyrsta lagi þarf að leiðrétta misræmið sem er á milli greiðslugetu fyrirtækja og heimila gagnvart verðmæti skulda þeirra. Í öðru lagi þarf að leiðrétta misræmið sem er á milli greiðslugetu þjóðarbúsins og nafnvirðis eigna erlendra aðila í innlendum króna. Þetta tvennt hangir saman.
Hægt er að taka aðeins á fyrra vandamálinum, þ.e. að leiðrétta skuldir fyrirtækja og heimila með leið Steves Keens sem Lilja kallar peningamillifærsluleiðina. Sú leið leysir ekki snjóhengjuvandann en Lilja hefur lagt til að tekin verði upp Nýkróna á mismunandi skiptigengi til að skrifa niður verðmæti eigna sem ekki er greiðslugeta fyrir.
Lilja útskýrði leið Sveves Keens í máli og mynd:
Í lok útskýringar sinnar á peningamillifærsluleiðinni benti Lilja á að kostir hennar séu m.a. þeir að engin verðbólga verður af völdum þessara 200 milljarða millifærslu þar sem peningarnir fara hring og enda aftur hjá Seðlabankanum. M.ö.o. peningamagnið hefur ekkert aukist í hagkerfinu.
Lausn skuldavandans og afnám gjaldeyrishafta
Lilja lagði áherslu á að það er ekki nóg að framkvæma almenna skuldaleiðréttingu. Það þarf líka að koma á nýju fasteignalánakerfi þar sem fastir vextir eru í boði til að dreifa áhættunni af verðbólguskoti á milli lántakenda og lánveitenda. Það verður líka áfram þörf fyrir sértæk úrræði en þeim þarf að breyta þannig að þau séu sniðin að þeim sem þurfa á þeim að halda. Það sem hefur einkennt sértæk úrræði hingað til er að þau nýtast fyrst og fremst þeim sem hafa þekkingu til að nýta sér mjög flóknar reglur.
Eins og hafði komið fram hjá öðrum framsögumönnum fundaraðarinnar er ekki hægt að afnema gjaldeyrishöftin nema það sé búið að hanna trúverðuga efnahagsstefnu sem felst þá í nýrri peningastefnu sem leiðir ekki til vaxtamunaviðskipta heldur tekur tillit til raunhagkerfisins. Ríkisfjármálastefnan ætti að miðast við það að draga úr hagsveiflum. Síðan þarf að minnka bankakerfið.
Dr. Sigurður Hannesson fór sérstaklega í nokkrar leiðir til afnáms hafta í fyrirlestri sínum og gerði svo grein fyrir þeim í útdrætti næstur á undan Lilju. Lilja vísaði í fyrirlestur hans en fór sérstaklega í þrjár leiðir. Fyrsta hugmyndin byggir á grein Ólafs Margeirsson þar sem hann stingur upp á afnámi í þrepum.
Önnur leið er ríkisskuldabréf í erlendri mynt og viðurkenndi Lilja að það væri sú leið sem hún væri hræddust við. Ástæðuna sagði hún þá að þetta væri sú leið sem mun breyta einkaskuldum í skuld skattgreiðenda. Þ.e. að snjóhengjunni verði velt yfir á herðar íslenskra skattgreiðenda. Þeir sem mæla með þessari leið segja hana ásættanlega fyrir það að hún felur það í sér að snjóhengjueigendunum verður gert að taka á sig afföll með því að borga 40% meira fyrir evruna.
Lilja benti á að þetta þýddi mjög háa skattlagningu á þessa eign sem gæti kallað yfir ríkissjóð dómsmál vegna eignaréttarákvæða stjórnarskrárinnar. Af þessum ástæðum hafa sumir bent á nauðsyn þess að skipta um gjaldmiðil en með því yrði eingaréttur snjóhengjueigenda ekki lengur vandamál. Í þessu sambandi minnti Lilja á það að þegar Þjóðverjar skiptu úr Reichmark yfir í Deutschmark, eftir seinni heimsstyrjöldina, þá hafi þeir afskrifað eignir fólks allt að 93% en í kjölfar þeirrar aðgerðar varð mikill efnahagslegur uppgangur í Þýskalandi.
Skiptigengisleiðin
Þá sagði Lilja frá sinni hugmynd til lausnar á núverandi efnahagsstöðu. Leiðina hefur hún kallað skiptigengisleiðina en hún gengur út á miklu minni afskriftir heldur en þær sem voru viðhafðar í Þýskalandi á sínum tíma. Samkvæmt hugmynd Lilju yrði andvirði skulda og eigna skipt úr krónum yfir í Nýkrónur á mismunandi gengi eins og fram kemur á eftirfarandi mynd:
Lilja benti á að Þjóðverjar hefðu þrisvar sinnum farið skiptigengisleiðina án vandkvæða og yfirleitt hefði það leitt til mikils hagvaxtar. Með skiptigengisleiðinni er losað út þetta mikla peningamagn sem leiðir til þess að eingöngu er fjárfest í málverkum og fasteignum en ekki í sjálfri framleiðslunni eða öðru sem skapar hagvöxt.
Að lokum dró Lilja saman kosti nýrrar krónu:
- Afnám gjaldeyrishafta.
- Jafnvægi milli greiðslugetu þjóðarbúsins og nafnvirði innlendra krónueigna (þ.e. aflandskrónanna).
- Leiðrétting á eignatilfærslu frá skattgreiðendum til fjármagnseigenda.
- Eykur trúverðugleika (nýr gjaldmiðill = betri hagstjórn)
- Illa fengið fé dregið fram í dagsljósið.
- Fé sem ekki hefur verið greiddur skattur af kortlagt.
Lilja lauk máli sínu á að undirstrika að í fyrirlestri sínum hefði hún bent á leiðir til að koma í veg fyrir að börnin okkar verði gerð að skuldaþrælum. Til þess er mjög brýnt að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að snjóhengjan verði gerð að skuld skattgreiðenda. Fari svo þýðir það ekkert annað en að börnin okkar muni búa við lakari lífskjör og velferðarkerfi en við höfum gert. (sjá nánar hér)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meinandi misskilningur
28.7.2012 | 17:11
Það hefur vart farið fram hjá neinum sem fylgjast með þessu bloggi að sú sem heldur því úti er formaður SAMSTÖÐU-Reykjavík og hefur sem slíkur tekið þátt í að byggja upp nýtt stjórnmálaafl og utanumhald viðburða á vegum þess. Það eru eflaust engar fréttir að þessu fylgja miklar annir og ófyrirséðar uppákomur. Eitthvað sem kannski lá í loftinu en kemur engu að síður á óvart.
Sérkennilegt fréttamat
Mig langar til að segja frá slíku tilviki sem ég get ekki horft á öðru vísi en meinandi misskilning. Hér er vísað til fréttaflutnings Smugunnar og DV af samstöðugrilli, sem fram fór þ. 19. júní sl., þar sem pennar beggja virðast vinna í því að véfengja eða grafa undan SAMSTÖÐU flokki lýðræðis og velferðar. Í hvaða tilgangi verður engum getum leitt að hér. Þeir sem skrifuðu og/eða ritstýrðu skrifunum verður eftirlátið að svara fyrir tilganginn sjálfum.
Hins vegar vekur það óneitanlega athygli að þegar stjórnmálaflokkur eins og SAMSTAÐA kynnir sig til leiks þá forðast þessir og fleiri fjölmiðlar það eins og heitan eldinn að fjalla um stefnumál hans eða hugmyndafræði. Enginn þeirra sem sitja í stjórnum flokksins eða aðildarfélaga hans hafa verið boðaðir í viðtöl undir því yfirskini að fjalla um hlutverk viðkomandi eða aðkomu að uppbyggingu nýs stjórnmálaafls.
Stjórn flokksins svo og stjórnir aðildarfélaganna hafa líka sent frá sér ályktanir og yfirlýsingar vegna nokkurra þeirra hitamála sem voru til umfjöllunar á Alþingi nú á vordögum (þessar má finna á yfirlitinu hér). Einhverjir fjölmiðlar birtu þær en enginn hafði áhuga á að vekja á þeim athygli með viðtali við stjórnarmeðlimi.
Stjórn SAMSTÖÐU-Reykjavík stóð auk þess fyrir fundum um fjármálastefnuna og framtíðina þar sem sérfræðingar á sviði peningamála kynntu stefnumótandi hugmyndir varðandi efnahagsstjórnun landsins sem gætu forðað samfélaginu frá öðru hruni. Lilja Mósesdóttir, sem var aðalframsögumaður síðasta fundarins, var reyndar boðið í Klinkið en þátturinn var ekki settur í loftið fyrr en sama dag og sá fundur fór fram.
Það er ekki gott að segja hvort það að Frosti Sigurjónsson var framsögumaður á fyrsta fundinum, sem haldinn var 30. apríl, hafi skipt einhverju varðandi það að hann var viðmælandi í Klinkinu 15. maí. Til að fyrirbyggja allan misskilning skal það tekið fram að Frosti er ekki félagsmaður í SAMSTÖÐU.
Samhengið rofið
Það sem stjórnarmenn í SAMSTÖÐU hafa álitið fréttnæmt og/eða hafa vakið athygli fjölmiðla á hefur litla eða enga fjölmiðlaumfjöllun fengið. Smugan og DV hafa almennt sniðgengið allar fréttatilkynningar sem þeim hafa borist frá SAMSTÖÐU en gera sér fréttamat úr því að Kór Heimavarnarliðsins og Tunnanna kom fram á grillviðburði sem aðildarfélög SAMSTÖÐU stóðu fyrir í Hljómskálagarðinum upp úr miðjum júní.
Það er erfitt að sjá hvaða erindi slíkt á við samfélagið en hitt er verra að það er ekki annað að sjá en pennar beggja miðla fari vísvitandi með rangt mál í skrifum sínum. Eins og áður sagði stóðu aðildarfélög SAMSTÖÐU ásamt ungliðahreyfingunni fyrir grillviðburði í Hljómskálagarðinum þann 19. júní. Sex dögum síðar eða 25. júní birtir Smugan eftirfarandi:
Þessu fylgdi myndband sem var tekið upp af flutningi kórsins á laginu sem vísað er til en miðað við það sem hér kemur fram er svo að skilja að þetta sé texti SAMSTÖÐU sem er alrangt. Miðað við myndina sem er látin fylgja fréttinni mætti jafnvel ætla að penninn sem setti þetta saman vilji kveikja þá hugmynd að Lilja Mósesdóttir eigi textann sem er víðs fjarri. Það er líka ýjað að því að þetta hafi verið eina lagið á efnisskrá kórsinns en þau voru alls sjö og voru sex þeirra sett inn á You Tube.
Eins og kemur fram í skrifum Smugunnar var það Kór Heimavarnarliðsins og Tunnanna sem flutti umrætt lag en sú sem þetta skrifar hafði sóst eftir því að fá tónlistaratriði til skemmtunar af því tilefni sem um ræðir. Sá sem á flesta textana að lögunum sem kórinn syngur, hljómborðsleikarinn og sú sem leiðir söng kórsins brugðust vel við en aðrir sem sungu með kórnum þennan dag höfðu sumir aldrei sungið með honum áður en tilheyra honum þó miklu fremur en SAMSTÖÐU eða m.ö.o. þeirri grasrót sem hefur mannað kórinn hingað til.
Það sem vekur ekki síst athygli þeirra sem til þekkja er að strax að kvöldi 19. júní var fyrsta lagið af efnisskrá kórsins frá grillviðburði SAMSTÖÐU sett inn á You Tube. Næstu daga var tveimur bætt við en það var ekki fyrr en flutningurinn á laginu Steinki er minn hirðir var settur í loftið, nokkrum dögum síðar, sem penni Smugunnar sá tilefni til að grípa til stílvopnsins.
Það þarf vart að taka það fram að árangurinn birtist á Smugunni án þess að haft væri samband við forsvarsmenn flokks eða kórs til að ganga úr skugga um tilefnið sjálft eða réttmætið í skrifunum.
Kór Heimavarnarliðsins og Tunnanna
Eins og kemur fram í skýringartexta við öll myndböndin og athugasemd sem ég gerði við skrifin á Smugunni varð kórinn upphaflega til sem einhvers konar upplyfting frá allt annars konar mótmælaaðgerðum en þeim sem Heimavarnarliðið annars vegar og Tunnurnar hins vegar hafa staðið fyrir með hléum á undangengnum árum. Þeir sem stóðu að stofnun hans langaði til að taka þátt í alþjóðlegum bankamótmælum þ. 7. desember 2010 með einhverjum öðrum aðferðum en þeim sem má e.t.v. kalla hefðbundnar.
Jólakór Heimavarnarliðsins og Tunnanna varð niðurstaðan. Kórinn flutti svo revíukennda texta um efnahagsástandið, með fókusinn á því hvernig það snýr við heimilunum, við þekkt jólalög. Síðan þá hafa bæst við textar við þekkt dægurlög og sálminn Drottinn er minn hirðir. Auk þessa hefur kórinn flutt lög og viðspyrnutexta annarra höfunda sem hafa gefið honum leyfi til slíks.
Frá því í desember 2010 hefur kórinn komið fram af ýmsum tilefnum. Það sem ber e.t.v. hæst er það þegar kórinn söng til stuðnings undirskriftarsöfnuninni gegn sölu HS-Orku til skúffufyrirtækisins Magma Enegy Sweden í Norræna húsinu í upphafi síðasta árs og svo þegar hann söng til stuðnings undirstkriftarsöfnun Hagsmunasamtaka heimilanna um almenna leiðréttingu á lánum heimilanna á Menningarnótt sl. sumar.
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
Í upphafi síðasta sumars kom hann líka saman og söng textann hans Hallgríms Helgason: Ísland er stjórnlaust á samevrópskum mótmæladegi til stuðnings Spánverjum. Með tilliti til rangfærslnanna sem pennar Smugunnar og DV hafa hrapað til er líka vert að geta þess að 19. júní í fyrra kom kórinn saman á Ingólfstorgi en þá var lagið, sem Smugan eignar SAMSTÖÐU ranglega, frumflutt.
Samhengið og skáldskapurinn
Þrátt fyrir að eitthvað af því sem fram kemur hér að ofan sé tekið fram í skýringartexta við myndbandið með flutningi textans, sem fór svo fyrir brjóstið á pennum Smugunnar og DV, þá fannst þeim eðilegt að eigna SAMSTÖÐU heiðurinn að bæði textanum sjálfum svo og flutningi hans. Penni DV gekk þó öllu lengra og vart annað hægt en kalla útkomuna öðru nafni en skáldskap.
Tilefni skrifanna hér að ofan er greinilega frétt sem birtist sama dag, þ.e. 14. júlí, inni á heimasíðu SAMSTÖÐU en hún snerist aðallega um það að vekja athygli á því að stjórnir flokksins og aðildarfélagsins í Reykjavík hefðu látið prenta merki flokksins á penna og boli. Hvoru tveggja er til fjáröflunar þar sem framboðið nýtur einskis stuðnings úr ríkissjóði eins og þau sem eiga menn inni á núverandi þingi.
Skáldskapurinn kemur fram strax í fyrirsögn þessara skrifa DV-pennans þar sem því er haldið fram að SAMSTAÐA hafi stofnað kór. Hann nær svo yfirhöndinni um miðju textans en það er ekki laust við að meinlegur hæðnistónn einkenni skrifin frá upphafi til enda. Það er a.m.k. sérkennilegt að tala um að það að selja boli og penna sé frumlegt og tengja það og upploginni stofnun kórs við ímyndarherferð.
Kór sem kemur fram í haus myndbandsins, sem fylgir fréttinni, að heitir Kór Heimavarnarliðsins og Tunnanna er sagður heita Samstöðukórinn. Því er svo haldið fram að viðburðurinn hafi verið í lok júní, að kórinn hafi vakið mikla lukku og að hann syngi af mikilli list í myndbandinu sem fylgir skrifunum. Engin þessara atriða stenst nánari skoðun og vekur væntnalega furðu gagnrýninna lesenda hve mörgum rangfærslum er hægt að koma fyrir í slíkum örskrifum sem ofangreindum.
Það þarf sennilega ekki að taka það fram að sá sem fann sér tilefni til að fjalla um þetta söngatriði kórsins mánuði eftir að það átti sér stað sá enga ástæðu til að hafa samband við forsvarsmenn flokks eða kórs til að ganga úr skugga um tilefnið sjálft eða réttmætið í skrifum sínum. Hvernig penna DV tókst að réttlæta það fyrir sjálfum sér og ritstjórn blaðsins að flutningur lagsins Steinki er minn hriðir komi SAMSTÖÐU við á þann hátt sem hann reynir að halda fram er þeirri sem þetta skrifar hulin ráðgáta.
Í athugasemd sem ég gerði við skrifin bendi ég líka á að það sé greinilegt að hún er ekki vönduð vinnan sem liggur þeim að baki. Það er hins vegar greinilegt í athugasemdum við skrifunum, bæði á Smugunni og inni á DV, að það eru einhverjir sem eru enn þá á því að það sem kemur fram í fjölmiðlum sé allaf samkvæmt sannleikanum.
Vönduð blaðamennska og fagvitund blaðamannsins
Það er auðvitað ekkert eðlilegra en gera þá kröfu til þeirra sem starfa á fjölmiðlum að þeir viðhafi vönduð vinnubrögð. Í samfélagi þar sem eignarhald á fjölmiðlum ræðst af sérhagsmunum sem er í stríði við heildarhagsmuni fjöldans ætti það hins vegar að vera ljóst að slíkum vinnubrögðum er iðulega fórnað ef umfjöllunarefnið ógnar sérhagsmunum þeirra sem eiga og reka viðkomandi fjölmiðil.
Það þarf tæpast neina fagvitund heiðarlegs blaðamanns til að setja spurningarmerki við fréttamat þeirra sem sniðganga fréttatilkynningar sem viðkoma pólitískri stefnu og skoðunum stjórnmálaflokks en gera sér mat af flutningi kórs á einu lagi, af þeim sex sem voru birt á You Tube, frá grillviðburði sem haldinn var í Hljómskálagarðinum til að gera félagsmönnum og velunnurum flokksins glaðan dag áður en stjórnarmenn tóku sér sumarfrí. Vinnubrögðin hljóta að vekja fleirum spurningar en þeim sem styðja stjórnmálaflokkinn sem um ræðir.
Þeir sem hafa reynslu af og þekkingu á blaðamennsku vita það líka að blaðamenn setja trúverðugleika sinn svo og fjölmiðilsins sem þeir starfa fyrir í stórkostlega hættu í hvert skipti sem þeir fara með rangt mál eða setja fram vafasamar fullyrðingar. Það er því grundvallarregla sérhvers blaðamanns sem vill ástunda vandaða blaðmennsku að lyfta upp símtólinu og tala við hlutaðeigendur áður en þeir setja það í loftið sem þeir setja niður til opinberrar birtingar.
Í því tilviki sem hefur verið fjallað um hér hefði hver sem er getað komist að því með lítilli fyrirhöfn að Kór Heimavarnarliðsins og Tunnanna var stofnaður þ. 7. desember 2010. Fjölmiðill sem hefur fagmennsku og virðingu fyrir lesendum sínum að leiðarljósi þekkir þessar meginreglur og á ekki að þurfa að taka við áminningum um þær úr neinni átt.
Það er í öllum tilvikum afar sorglegt að horfa upp á það þegar það sem á að heita blaðamennska hverfist í það sem minnir á útúrsnúninga, vafasamar tengingar og aðra eineltislega tilburði. Þó finnst mér sínu verst að þeir sem verða uppvísir af slíku skuli komast upp með það átölulaust og nýta því skjólið af aðhaldsleysinu, til að gera vettvang sem er ætlaður til upplýsingar, til þess að miðla einhvers konar eineltislegri hentistefnu.
Í þessu samhengi má ég til að taka það fram hér að mér finnst varla einleikið hvað skrif Smugunnar og DV um það tilvik, sem hér hefur verið í forgrunni, eru keimlík. Af einhverjum ástæðum eru bæði lituð sömu eineltislegu tilburðunum og metnaðarleysinu. Þ.e. að tala SAMSTÖÐU niður með rökleysum sem stafa af því m.a. að pennarnir sem skrifa hafa ekki fyrir því að kynna sér það sem þeir vilja halda fram.
Við þetta er svo því að bæta að mér finnst það að sjálfsögðu leitt að horfa upp á að skemmtiatriði sem ég ber ábyrgð á að var fengið til upplyftingar á viðburði sem haldinn var á vegum SAMSTÖÐU hafi skapað neikvæða umræðu um flokkinn og formann hans þar sem hvorugt tengist kórnum neitt. Hins vegar fagna ég því að þeir eru þó nokkrir sem sjá í gegnum fréttaflutning af þessu tagi og átta sig fullkomlega á að getur vart verið annað en meinandi misskilningur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.8.2012 kl. 03:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Stöndum saman um grundvöllinn
25.7.2012 | 04:50
Það er svolítið skrýtið að horfa og hlusta á sjálfan sig og venst sennilega seint það vel að maður verði tilbúinn til að taka almennilega undir hrós þeirra sem vilja uppörva mann. Mér líður þess vegna svolítið sérkennilega þegar ég læt loksins verða af því að vekja athygli á viðtali sem Egill Helgason tók við mig í Silfrinu sunnudaginn 29. maí sl.
Tilefni viðtalsins hefur að öllum líkindum verið það að á þessum tíma hafði ég nýlega verið kjörin formaður SAMSTÖÐU-Reykjavík en áherslan í viðtalinu var þó á þeim viðspyrnuaðgerðum sem ég hef tekið þátt í frá haustinu 2008. Í þessu tæplega korterslanga viðtali kem ég að þátttöku minni í laugardagsmótmælum á Akureyri, borgarafundunum þar, aðkomu að Tunnumótmælunum haustið 2010 og Samstöðu þjóðar gegn Icesave vorið 2011.
Í því sambandi bendi ég á að þar hafi einstaklingar með ákaflega ólíkar stjórnmálaskoðanir sameinast um NEI-ið við þriðja þætti Icesave og því ættu allir að geta staðið saman, óháð flokkslínum, í því að vinna að því sem allir hljóti að vera sammála um. Þ.e. að allir hafi efni á að borða og hafi öruggt þak yfir höfuðið.
Mig langar til að enda þetta á ögn persónulegum nótum og segja frá því hvaða skilboð mér þótti vænst um af þeim sem ég fékk í tilefni þessa viðtals. Bæði komu frá dætrum mínum. Sú yngri sendi mér SMS þar sem sagði: Rosa flott bæði það sem þú sagðir og líka lúkkið
Sú eldri sendi myndina sem er hér til hliðar.
Það er líka við hæfi að nota tækifærið til að senda öllum þeim sem sendu mér uppörvandi orðsendingar í gegnum SMS og Facebook í kjölfar þessa viðtals kærar þakklætiskveðjur Svo þakka ég Láru Hönnu Einarsdóttur fyrir að klippa viðtalið og gera aðgengilegt inni á You Tube.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.7.2012 kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það sem ræður mínu vali
30.6.2012 | 06:27
Það hefur margt verið rætt og ritað um forsetakosningarnar, sem fram fara í dag, á undanförnum vikum og mánuðum. Sumir segja að það sé meira en áður og á nýjan og rætnari hátt. Það má vera að eitthvað sé til í því en ég ætla ekki að gerast einhver dómari í þessum efnum þó vissulega hafi mér blöskrað stundum og þá einkum orðbragðið sem hefur verið viðhaft um sitjandi forseta.
Þó það sé ekki meining mín að elta ólar við slíkt orðbragð eða annað orðaval einstakra bloggara eða Fésara þá þykir mér rétt að minna á það að fjölmiðlun hefur tekið stakkaskiptum á sl. fjórum árum. Það má heldur ekki gleyma því að aðstæðurnar í samfélaginu eru allt aðrar nú en í síðustu forsetakosningum. Frá hruni hefur líka verið undirliggjandi umræða um eðli forsetaembættisins og valdsvið forseta.
Þessi umræða hefur reyndar komist nokkuð upp á yfirborðið í aðdraganda og kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslnanna tveggja um Icesave þar sem hafa heyrst athugasemdir eins og þær að: koma böndum á forsetann og spurningar á borð við það: Hvað eigum við eiginlega að gera við forsetann?
Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að þessar raddir nýti tækifærið nú í aðdraganda forseta-kosninganna og láti í sér heyra og það með jafn ósvífnum hætti og raunin hefur orðið. Það er reyndar ekki fullkomlega nýtt að menn og konur gerist lágkúruleg í orðavali í aðdraganda kosninga. Það er samt ekki ætlun mín að rifja slíkar dæmisögur upp. Erindi mitt fram á ritvöllinn nú er annað.
Ætlun mín er að draga fram ástæður þess að ég breytingarsinninn, eins og ég var kölluð á Fésbókinni minni á dögunum, tók þá ákvörðun að taka þátt í áskorun á sitjandi forseta um að bjóða sig fram aftur og kjósa hann ef hann yrði við þeirri ósk.
Fyrri þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave
Það er ljóst að Ólafur Ragnar Grímsson braut blað í samskiptum almennings við valdið þegar hann vísaði nýsamþykktum Icesave-samningum til þjóðaratkvæðagreiðslu í janúar 2010. Þetta gerði forsetinn í framhaldi þess að hann tók við 56.089 undirskriftum sem Indefence-hópurinn safnaði: Var þetta fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan frá stofnun lýðveldisins 1944. (sjá hér (leturbreytingar eru höfundar))
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni, sem fór fram 6. mars þetta sama ár, nýttu 62,7% kjósenda sér þetta tækifæri til að koma afstöðu sinni á framfæri. 98,1% þeirra sem kusu höfnuðu því að Icesave- samningarnar, sem Alþingi hafði samþykkt fyrir hönd þjóðarinnar, yrðu að lögum. Ólafur Ragnar braut því ekki aðeins blað í samskiptum íslensku þjóðarinnar við forseta sinn heldur fékk íslenskur almenningur fyrst þjóða tækifæri til og að setja bönkum og fjármálastofnunum skorður hvað varðar það að velta skuldum sínum yfir á almenna skattgreiðendur.
Ég viðurkenni það að á þessum tímum var ég full tortryggni. Þá þrjá daga sem liðu frá því Indefence-hópurinn afhenti undirskriftirnar og þar til Ólafur Ragnar opinberaði niðurstöðu sína um að vísa nýsamþykktum lögum um Icesave-samninginn til þjóðaratkvæðagreiðslu beið ég milli vonar og ótta. Þegar ég hlustaði á hann segja frá ákvörðun sinni í útvarpinu skildi ég þýðingu þess að hann tók stöðu með þjóðinni. Ég skildi líka að hann hafði ákveðið að bjóða peningavaldinu byrginn og bauð öðrum innan stjórnsýslunnar að fylgja fordæmi sínu.
Sameiginlegar áhyggjur
Við efnahagshrunið haustið 2008 hrundi sjálfsmynd mín sem Íslendings en við ákvörðun forsetans byrjaði hún að rétta úr sér aftur. Við úrslit þjóðaratkvæðagreislunnar 6. mars árið 2010 fór hún að vaxa á ný.
Svo kom að útgáfu Rannsóknarskýrslunnar. Vanefndum stjórnsýslunnar varðandi uppgjörið sem þjóðinni hafði verið lofað við útgáfu hennar. Pólitísk refskák fjórflokksins opinberaðist svo þjóðinni fullkomlega í atkvæðagreiðslunni 28. september haustið 2010. Þann dag opinberuðu 36 þingmenn að þeim finnst ekki rétt að æðstu embættismenn þjóðarinnar beri ábyrgð á gjörðum sínum en finnst það ekkert tiltökumál að þjóðin sitji undir allri ábyrgðinni af óráðsíunni sem fylgir því að búa við siðlausa og ábyrgðarlausa stjórnsýslu.
Siðrofið sem opinberaðist þennan dag kallaði á nýja mótmælahrynu sem hefur staðið yfir með nokkrum hléum frá 1. október þetta sama ár. Tunnurnar boðuðu til mótmæla að kvöldi 4. október 2010 og urðu það stærstu og háværustu mótmæli Íslandssögunnar. Valda- og eignastéttin bókstaflega titraði af örvæntingu en úthaldsleysi almennings bjargaði þeim fyrir horn. Í bili a.m.k.
Í sömu viku og tunnumótmælin fóru af stað sendi, sú sem þetta skrifar, bréf á forsetaskrifstofuna þar sem hún óskaði eftir því að forsetinn veitti þremur fulltrúum grasrótarinnar áheyrn í tilefni stjórnmálaástandsins í landinu. Forsetinn brást skjótt við og þriðjudaginn 12. október tók hann á móti þremur slíkum á Bessastöðum. Fundurinn stóð yfir í tvo klukkutíma. (sjá hér)
Ég brýt engan trúnað við þennan fund þó ég segi frá því að á honum opinberaðist mér ekki aðeins maður sem var tilbúinn til að taka á móti fulltrúum grasrótarinnar með svo stuttum fyrirvara heldur deildi hann með þeim áhyggjunum sem var tilefni fundarins. Hann minnti þá líka á að það væri ekki bara í Reykjavík sem fram hefðu farið stærri mótmæli en áður þekktust heldur höfðu farið fram stór mótmæli og borgarafundir dagana á undan víðs vegar um landið vegna niðurskurðar í heilbrigðisþjónustu í fámennari byggðum landsins.
Á fundinum hughreysti hann okkur með því að hann myndi standa með þjóðinni fengi hann til þess umboð hennar. Hann hefur fengið tækifæri til þess einu sinni síðan.
Önnur þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave
Í byrjun árs 2011 var komið að endurteknu efni í Icesave-fléttunni sem stjórnvöld hafa reynst svo áköf að festa íslenskan almenning í. Upp reis hópur sem kallaði sig Samstöðu þjóðar gegn Icesave og stóð fyrir undirskriftarsöfnun þar sem óskað var eftir þjóðaratkvæðagreiðslu færi svo að Alþingi myndi samþykkja lög sem legðu það á íslenska skattgreiðendur að borga upp tap sem íslensku bankarnir gerðu breskum og hollenskum viðskiptavinum sínum.
19. febrúar 2011 fór hópurinn og afhenti forsetanum undirskriftarlista með 41.000 nöfnum. 9. apríl, það sama ár, fór þjóðarattkvæðagreiðslan fram. 75,3% kjósenda greiddu atkvæði og varð niðurstaða hennar sú að 59,8% höfnuðu því að þáverandi fjármálaráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, yrði veitt heimild, fyrir hönd ríkisstjóðs: til að staðfesta samninga sem áritaðir voru í London 8. desember 2010, svonefnda Icesave-samninga. Samningarnir fjalla um ábyrgð íslenska ríkisins á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins. (sjá hér)
Ég leyfi mér að vekja sérstaka athygli og endurtaka það að vorið 2011 nýttu 59,8% umboðið sem forsetinn veitti þjóðinni til að hafna því að Alþingi velti skuldum banka og fjármálastofnana yfir á almenna skattgreiðendur.
Jafnfætis breytingaröflunum
Haustið 2011 lofaði góðu fyrir grasrótarstarfið með opnun Grasrótarmiðstöðvarinnar. Draumurinn var samstaða þeirra einstaklinga og afla sem hafa komið fram frá efnahagshruninu 2008. Grasrótarmiðstöðin var kjörinn vettvangur fyrir þessa að koma saman og spegla hugmyndir að lausnum og leiðum að breytingum á því kerfi sem brást. Enn og aftur hafði sú sem þetta skrifar samband við forsetaskrifstofuna og óskaði eftir fundi með forsetanum og fjórum einstaklingum til að ræða stjórnmálaástandið.
Biðtíminn var nokkru lengri en í fyrra skiptið en móttökurnar, af bæði forsetans hálfu og starfsfólks hans, voru hlýjar og uppörvandi eins og fyrr. Í lok fundarins undirbjuggu fulltrúarnir, sem sátu fundinn, forsetann undir það að honum yrði væntanlega boðið á formlega opnun Grasrótarmiðstöðvarinnar. (sjá hér)
Þegar að opnuninni kom þáði Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans boð stjórnar þessa nýja grasrótarvettvangs. Undir lok samkomunnar bað forsetinn um orðið og sagði m.a: grasrótarstarf er ekki aðeins mikilvægt í lýðræðislegu samfélagi heldur er grasrótarstarf lífsmarkið með lýðræðinu. (sjá hér og hér)
Af framansögðu ætti engan að undra að ég breytingarsinninn velji þann frambjóðanda sem hefur sýnt það í orði og á borði að hann stendur með þjóðinni og kann að setja sig í spor grasrótarinnar. Fyrst og síðast tilheyri ég nefnilega þeirri grasrót sem hefur unnið að því óslitið frá haustinu 2008 að koma hugmyndum að lausnum og leiðum að breytingum á kerfinu á framfæri. Breytingum á því kerfi sem hefur brugðist almenningi í landinu og lítur út fyrir að ætla að halda því áfram.
Af þessum ástæðum hef ég ákveðið að hugsa út fyrir boxið í þessum forsetakosningum og kjósa þann frambjóðanda sem ég treysti best til þess styðja við breytingar til raunverulegs lýðræðis. Þar sem hann hefur nú þegar ákveðið í tvígang að standa með þjóðinni og bjóða peningavaldinu þannig byrginn þá mun hann halda því áfram fái hann til þess stuðning kjósenda.
Fulltrúar ríkisstjórnarinnar verða svo að finna út úr því hvort þeir ætla sér að fylgja fordæmi hans eða halda áfram í stríði við forseta sem tekur hagsmuni almennings fram yfir hag fjármagnseigenda. Ég trúi því að fulltrúar hennar muni ekki seinna en næsta vor uppskera eins og þeir hafa sáð til. Það er a.m.k. útlit fyrir það að Ólafur Ragnar fái góða uppskeru af því sem hann hefur sáð til undanfarin þrjú ár. Það væri óskandi að önnur stjórnvöld tækju mið af því og ákveddu að það er farsælla að vinna með meiri hluta kjósenda en á móti þeim.
![]() |
Rúm 35.000 atkvæði komin í hús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.7.2012 kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Tilgangur aðildarfélaga
21.5.2012 | 02:44
Rakel Sigurgeirsdóttir og Birgir Örn Guðjónsson skrifa:
SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar er nýstofnaður stjórnmálaflokkur sem hefur í mesta lagi ár til að koma tilveru sinni og stefnumálum á framfæri. Þar sem um nýjan stjórnmálaflokk er að ræða þá verður hann að fjármagna allt sitt kynningarstarf sjálfur.
Það þýðir að þessi nýi flokkur hefur ekki sömu tækifæri til að koma sínu á framfæri eins og þeir stjórnmálaflokkar sem fá á bilinu 22 til 90 milljónir á ári úr ríkissjóði til að standa straum af alls konar kostnaði sem viðkemur flokksstarfinu. Við slíkan aðstöðumun verður nýstofnaður stjórnmálaflokkur, SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar, að treysta á margar vinnufúsar hendur félagsmanna út um allt land.
Stofnun aðildarfélaga er helsta leiðin til að virkja félagsmenn. Nú þegar hafa tvö aðildarfélög verið stofnuð. Annað í Reykjavík og hitt í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum eins og kjördæmið er nefnt í daglegu tali. Undirbúningur slíkra félaga er auk þess hafinn í öðrum kjördæmum.
Meginhlutverk aðildarfélaganna er að að styrkja framboðið og stuðla að framgöngu þess. Þessu hlutverki gegna þau meðal annars með því að stjórnir þeirra taki forystu í því að halda nafni framboðsins og stefnumálum þess á lofti með ýmsum hætti. Það má gera með því að standa fyrir opnum umræðufundum og málefnafundum; jafnt stórum sem smáum. Það mál líka gera með fréttatilkynningum um félagsstarfið. Greina- og bloggskrif um hvaðeina sem snerta stefnumál framboðsins eru líka mikilsverðir þættir í því að vekja athygli á því fyrir hvað SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar stendur.
Stjórnir aðildarfélaganna geta einnig stutt við bakið á formanni félagsins sem situr inni á þingi. Stjórnarmeðlimir geta komið stuðningi sínum við málflutning þingmannsins á framfæri með ályktunum sem þeir koma á framfæri við fjölmiðla með fréttatilkynningum auk þess að senda eigin ályktanir um annað sem heyrir undir stefnumál flokksins svo framarlega sem þær stríða ekki gegn grundvallarstefnunni. Hlutverk þessara félaga er ekki síður það að viðhalda góðu sambandi á milli framboðsins, sem hefur heimilisfesti í Reykjavík, og sinnar heimabyggðar.
Aðildarfélög eru því ekki aðeins mikilvæg til eflingar framboðinu sjálfu heldur ekki síður til að tryggja sínu kjördæmi og/eða byggðarlagi rödd. Það er því sameiginlegt hagsmunamál að aðildarfélög SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar verði til í öllum kjördæmum landsins svo og stærri byggðarlögum. Upplýsingar um þau félög sem þegar hafa verið stofnuð er að finna hér á heimasíðunni auk þess sem nýkjörnir formenn aðildarfélagana í Reykjavík og Kraganum veita góðfúslega upplýsingar um hvaðeina sem lýtur að stofnun slíkra félaga.
Birtist áður í Vikudegi á Akureyri 30. apríl
og heimasíðu SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar 15. maí
Höfundar eru formenn aðildarfélaga SAMSTÖÐU.
Rakel í Reykjavík og Birgir Örn í Kraganum.
Póstfang Rakelar er rakel@xc.is en Birgis Arnar birgir.orn.gudjonsson@gmail.com