Tilgangur aðildarfélaga

Rakel Sigurgeirsdóttir og Birgir Örn Guðjónsson skrifa:

Rakel SigurgeirsdóttirBirgir Örn GuðjónssonSAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar er nýstofnaður stjórnmálaflokkur sem hefur í mesta lagi ár til að koma tilveru sinni og stefnumálum á framfæri. Þar sem um nýjan stjórnmálaflokk er að ræða þá verður hann að fjármagna allt sitt kynningarstarf sjálfur.

Það þýðir að þessi nýi flokkur hefur ekki sömu tækifæri til að koma sínu á framfæri eins og þeir stjórnmálaflokkar sem fá á bilinu 22 til 90 milljónir á ári úr ríkissjóði til að standa straum af alls konar kostnaði sem viðkemur flokksstarfinu. Við slíkan aðstöðumun verður nýstofnaður stjórnmálaflokkur, SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar, að treysta á margar vinnufúsar hendur félagsmanna út um allt land.

Stofnun aðildarfélaga er helsta leiðin til að virkja félagsmenn. Nú þegar hafa tvö aðildarfélög verið stofnuð. Annað í Reykjavík og hitt í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum eins og kjördæmið er nefnt í daglegu tali. Undirbúningur slíkra félaga er auk þess hafinn í öðrum kjördæmum.

Meginhlutverk aðildarfélaganna er að að styrkja framboðið og stuðla að framgöngu þess. Þessu hlutverki gegna þau meðal annars með því að stjórnir þeirra taki forystu í því að halda nafni framboðsins og stefnumálum þess á lofti með ýmsum hætti. Það má gera með því að standa fyrir opnum umræðufundum og málefnafundum; jafnt stórum sem smáum. Það mál líka gera með fréttatilkynningum um félagsstarfið. Greina- og bloggskrif um hvaðeina sem snerta stefnumál framboðsins eru líka mikilsverðir þættir í því að vekja athygli á því fyrir hvað SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar stendur.

Stjórnir aðildarfélaganna geta einnig stutt við bakið á formanni félagsins sem situr inni á þingi. Stjórnarmeðlimir geta komið stuðningi sínum við málflutning þingmannsins á framfæri með ályktunum sem þeir koma á framfæri við fjölmiðla með fréttatilkynningum auk þess að senda eigin ályktanir um annað sem heyrir undir stefnumál flokksins svo framarlega sem þær stríða ekki gegn grundvallarstefnunni. Hlutverk þessara félaga er ekki síður það að viðhalda góðu sambandi á milli framboðsins, sem hefur heimilisfesti í Reykjavík, og sinnar heimabyggðar.

Aðildarfélög eru því ekki aðeins mikilvæg til eflingar framboðinu sjálfu heldur ekki síður til að tryggja sínu kjördæmi og/eða byggðarlagi rödd. Það er því sameiginlegt hagsmunamál að aðildarfélög SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar verði til í öllum kjördæmum landsins svo og stærri byggðarlögum. Upplýsingar um þau félög sem þegar hafa verið stofnuð er að finna hér á heimasíðunni auk þess sem nýkjörnir formenn aðildarfélagana í Reykjavík og Kraganum veita góðfúslega upplýsingar um hvaðeina sem lýtur að stofnun slíkra félaga.

Birtist áður í Vikudegi á Akureyri 30. apríl
og heimasíðu SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar 15. maí

Höfundar eru formenn aðildarfélaga SAMSTÖÐU.
Rakel í Reykjavík og Birgir Örn í Kraganum.

Póstfang Rakelar er rakel@xc.is en Birgis Arnar birgir.orn.gudjonsson@gmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi ykkur vel Rakel mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.5.2012 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband