Stöndum saman um grundvöllinn

Það er svolítið skrýtið að horfa og hlusta á sjálfan sig og venst sennilega seint það vel að maður verði tilbúinn til að taka almennilega undir hrós þeirra sem vilja uppörva mann. Mér líður þess vegna svolítið sérkennilega þegar ég læt loksins verða af því að vekja athygli á viðtali sem Egill Helgason tók við mig í Silfrinu sunnudaginn 29. maí sl.

Tilefni viðtalsins hefur að öllum líkindum verið það að á þessum tíma hafði ég nýlega verið kjörin formaður SAMSTÖÐU-Reykjavík en áherslan í viðtalinu var þó á þeim viðspyrnuaðgerðum sem ég hef tekið þátt í frá haustinu 2008.  Í þessu tæplega korterslanga viðtali kem ég að þátttöku minni í laugardagsmótmælum á Akureyri, borgarafundunum þar, aðkomu að Tunnumótmælunum haustið 2010 og Samstöðu þjóðar gegn Icesave vorið 2011.

Í því sambandi bendi ég á að þar hafi einstaklingar með ákaflega ólíkar stjórnmálaskoðanir sameinast um NEI-ið við þriðja þætti Icesave og því ættu allir að geta staðið saman, óháð flokkslínum, í því að vinna að því sem allir hljóti að vera sammála um. Þ.e. að allir hafi efni á að borða og hafi öruggt þak yfir höfuðið.



Amminn í SilfrinuMig langar til að enda þetta á ögn persónulegum nótum og segja frá því hvaða skilboð mér þótti vænst um af þeim sem ég fékk í tilefni þessa viðtals. Bæði komu frá dætrum mínum. Sú yngri sendi mér SMS þar sem sagði: „Rosa flott bæði það sem þú sagðir og líka „lúkkið“Smile“ Sú eldri sendi myndina sem er hér til hliðar.

Það er líka við hæfi að nota tækifærið til að senda öllum þeim sem sendu mér uppörvandi orðsendingar í gegnum SMS og Facebook í kjölfar þessa viðtals kærar þakklætiskveðjurHeart Svo þakka ég Láru Hönnu Einarsdóttur fyrir að klippa viðtalið og gera aðgengilegt inni á You Tube.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott viðtal við þig, ég missti af þessu á sínum tíma, takk fyrir að benda á það, hefði ekki viljað missa af því Rakel mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2012 kl. 12:44

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er ánægjulegt að vita að þetta innlegg hafi komið einhverjum að gagni

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.7.2012 kl. 13:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Rakel mín svo sannarlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2012 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband