Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014

Ráðherrasamanburður: Önnur flokksreynsla

Í síðustu færslu var fjallað nokkuð ýtarlega um þá staðreynd að formenn og varaformenn þeirra stjórnmálaflokka sem taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfinu hafa orðið sjálfskipaðir í ráherraembætti þegar kemur að úthlutun þessara embætta. Þetta er hefð sem var tekin að mótast í kringum 1940 en hefur fest svo rækilega rætur á síðastliðnum þremur áratugum að kjósendum ætti að vera orðið í lófa lagið að reikna það út hverjir munu skipa fjögur af níu eða tíu ráðherraembættum hverrar ríkisstjórnar.

Í einhverjum tilfellum má líka finna út úr því hver fær hvaða ráðuneyti. Þegar rýnt er í það hvernig ráðuneytin hafa skipast frá því þau voru stofnuð kemur nefnilega í ljós ákveðið mynstur varðandi það hvernig þeim er úthlutað. Þetta mynstur er greinilegast í því hvernig Forsætisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið hafa verið skipuð fram að þessu.

Hefðin fyrir úthlutun forsætisráðherraembættisins er elst en hún rekur rætur sínar aftur til ársins 1924 þegar Jón Magnússon varð forsætisráðherra í þriðja skipti (sjá hér). Það ár var hann nýorðinn formaður Íhaldsflokksins sem er forveri Sjálfstæðisflokksins. Utanríkisráðuneytið  var stofnað í kringum 1940 en fyrsti ráðherra þess ráðuneytis var Stefán Jóh. Stefánsson þáverandi formaður Alþýðuflokksins.

Dietrich Bonhoeffer

Frá þeim tíma hefur ráðuneytið þótt eftirsóknarvert þegar kemur að úthlutun ráðherraembætta. Það hefur því oftast verið skipað formönnum eða varaformönnum samstarfsflokka innan viðkomandi ríkisstjórnar. Langoftast þeim sem hafa verið í flokksforystu Alþýðuflokks sem er nú orðinn að Samfylkingunni. Af þeim rúmlega 70 árum sem eru liðin frá því að Utanríkisráðuneytið var stofnað hefur það verið undir forystu Alþýðuflokks/Samfylkingar í 32 ár (sjá hér). 

Skipun Gunnars Braga Sveinssonar, sem utanríkisráðherra af hálfu Framsóknarflokksins, fer gegn þeirri rúmlega 70 ára hefð að ráðuneytið hefur almennt fallið þeim í skaut sem eru formenn eða varaformenn sinna flokka eða á þröskuldi þess að verða það. Í þessu ljósi verður forvitnilegt að fylgjast með því hverjar vegtyllur Gunnars Braga innan Framsóknarflokksins verða í kjölfar þess að hann fer með utanríkisráðherraembættið nú.

Það er vissulega áhugavert að skoða þau mynstur sem hafa orðið til í kringum skipun æðstu forystumanna annarra ráðuneyta en það verður látið bíða betri tíma. Hér verður hins vegar haldið áfram að draga fram þá þætti sem koma fram í ferilskrám þeirra sem gegna ráðherraembætti nú og svo hinna sem gegndu sömu embættum við stjórnarskiptin fyrir rúmu ári síðan.

Það er nefnilega ekki síður bæði áhugavert og gagnlegt að átta sig á því hvað liggur því til grundvallar að sumir flokksmenn komast til þeirra metorða að stýra ekki aðeins stjórnmálaflokknum heldur þeim ráðuneytum sem fara með helstu grundvallarmál samfélagsins. Þ.e. þau mál sem ráða ekki aðeins heill samfélagsins heldur mörgum af grundvallarþáttum þjóðarinnar í hennar daglegu lífi.

John Adams

Eins og áður hefur verið vikið að þá er ekki annað að sjá en það sem ráði mestu við skipun til ráðherraembætta sé sú staða sem viðkomandi hefur náð að skapa sér innan stjórnmálaflokksins sem kom honum inn á þing. Það hefðarmynstur sem hér er vísað til er gleggst þegar kemur að skipun formanna og varaformanna stjórnmálaflokkanna í slík embætti en það er útlit fyrir að það séu fleiri pólitísk metorð sem ráða úrslitum.

Hér verður því haldið áfram að rýna í önnur ábyrgðar- og/eða trúnaðarstörf sem skipaðir ráðherrar núverandi og fyrrverandi stjórnar gegndu áður en kom að skipun þeirra til ráðherraembættis. Í byrjun verður það dregið fram hverjir meðal framantalinna hófu afskipti af pólitík með þátttöku í stúdentapólitíkinni. Það er ekki síður athyglisverð staðreynd hversu margir meðal þeirra sem sátu á ráðherrastóli á tíma síðustu ríkisstjórnar eiga rætur í Alþýðubandalaginu og verða þeir dregnir fram sem slíkt á óyggjandi við um.

Að lokum verða þeir svo taldir sem hafa gegnt ýmis konar trúnaðarstörfum fyrir stjórnmálaflokkinn sem skilaði þeim ráðherraembættinu. Hér er átt við ýmis konar stjórnarþátttöku innan stjórnmálaflokkanna s.s. framkvæmdastjórn, forysta í ungliðastarfi og reynslu af þingflokksforystu sem hlutaðeigandi gegndu áður en þeir voru skipaðir ráðherrar.

Rætur í stúdentapólitíkinni

Hér eru þeir einir taldir sem eiga bakgrunn í stúdentapólitíkinni og þá einkum Vöku og/eða Röskvu. Hér er sennilega ástæða til að staldra ögn við og skoða um hvers konar samtök er að ræða. Á síðu Vöku kemur fram að félagið var stofnað árið 1935. Tilgangurinn kemur ágætlega fram í meðfylgjandi tilvitnun: 

„þegar félagið var stofnað var það til mótvægis við þau félög sem störfuðu þá, Félag róttækra stúdenta, sem aðhylltist sósíalískar hugmyndir, og Félag þjóðernissinnaðra stúdenta. Titillinn minnir okkur því á söguna og á gildi lýðræðislegra vinnubragða sem eiga við á öllum tímum.“ (sjá hér)

Röskva var hins vegar ekki stofnuð fyrr en árið 1988 og þá sem: „samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands“ (sjá hér). Þar sem gjarnan hefur verið talað um þessi félög sem „uppeldisstöðvar“ stjórnmálaflokkanna þá er ekki úr vegi að benda á að á þeim tíma sem Vaka var stofnuð sat sú ríkisstjórn sem gaf sér heitið „Stjórn hinna vinnandi stétta“ að völdum (sjá hér) en árið 1988 var það fyrri ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar (sjá hér) sem hefur verið talin til fjórðu vinstri stjórnarinnar á Íslandi (sjá hér). Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnar voru taldir í síðustu færslu.

Fjórir ráðherrar þeirrar ríkisstjórnar, sem var leyst frá störfum vorið 2013, geta ferils úr stúdentapólitíkinni á ferilskrá sinni sem stendur á alþingisvefnum. Þetta eru Katrínarnar báðar, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson.

Ráherrar síðustu ríkisstjórnar stúdentapólitík
  Katrín Jakobsdóttir,
 mennta- og menningarmála-
 ráðherra
 
fædd 1976. Á þingi frá 2007
 varaformaður 27 ára.
 formaður 37 ára
Fulltrúi Röskvu stúdentaráði og háskólaráði  HÍ 1998–2000.
 Katrín Júlíusdóttir,
 fjármála- og efnahagsráðherra
 
fædd 1974. Á þingi frá 2003
 varaformaður 39 ára
Fulltrúi Röskvu í stúdentaráði og háskólaráði HÍ 1997-1999.
 Steingrímur J. Sigfússon,
 atvinnuvega- og nýsköpunar-
 ráðherra

 fæddur 1955. Á þingi frá 1983
 formaður 44 ára
Í stúdentaráði HÍ 1978-1980. 

 Össur Skarphéðinsson,
 utanríkisráðherra
 fæddur 1953. Á þingi frá 1991
 formaður 47 ára
Formaður stúdentaráðs HÍ 1976-1977.



Það er rétt að benda á að Steingrímur J. Sigfússon lætur þess einnig getið að hann hafi verið „fulltrúi nemenda í skólaráði MA“ á meðan hann var við nám þar en þar sem slíkra afreka er almennt ekki getið á ferilskrám annarra þingmanna þá er þetta atriði ekki haft með í yfirlitinu hér að ofan. Af yfirlitinu má hins vegar sjá að Steingrímur hefur tekið við af Össuri í stúdentapólitíkinni á áttunda áratug síðustu aldar og að Katrín Júlíusdóttir og Katrín Jakobsdóttir hafa verið samtíða á þeim vettvangi tveimur áratugum síðar.

Aðeins einn ráðherra núverandi stjórnar, Illugi Gunnarsson, getur forsögu úr stúdentapólitíkinni en hann var ritari stjórnar Vöku árið 1989 til 1990 (sjá hér) en í kjölfar þess sinnti hann ýmsum trúnaðarstörfum á vegum þess í stúdenta- og háskólaráði.

 Ráðherrar núverandi stjórnar
 stúdentapólitík
 Illugi Gunnarsson,
 mennta- og menningarmála-
 ráðherra

 fæddur 1967. Á þingi frá 2007
 þingflokksformaður 42 ára
Í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, 1989-1990, oddviti 1993-1994.
Í stúdentaráði HÍ 1993-1995.
Fulltrúi stúdenta í háskólaráði 1993-1995.


Á heimasíðu Vöku er að finna yfirlit yfir fyrri stjórnir félagsins (sjá hér). Þar má m.a. sjá að fyrsti formaður Vöku var Jóhann Hafsteinn sem var forsætisráðherra frá 1970 til 1971. Aðrir þekktir ráðherrar sem eiga forsögu í Vöku og láta hennar getið á ferilskrá sinni eru: Birgir Ísleifur Gunnarsson, Friðrik Sophusson, Þorsteinn Pálsson og Björn Bjarnason. Ekki tókst að finna lista yfir fyrrverandi stjórnarmeðlimi Röskvu eða stjórnir eldri vinstri sinnaðra stúdentahreyfinga hér á Netinu.

Hins vegar ætti ofantalið að gefa einhverja mynd af því að það er ekki fullkomlega út í bláinn að tala um að stúdentapólitíkin sé eins og uppeldisstöðvar fyrir þá sem hyggja á stórvirkari þátttöku á pólitískum vettvangi stjórnmálaflokkanna.

Ráðherrar sem rekja pólitískan uppruna til stúdentapólitíkunnar

Rætur í Alþýðuflokki og/eða -bandalagi

Eins og var komið inn á í síðustu færslu þá urðu stjórnmálaflokkarnir sem mynduðu síðustu ríkisstjórn til úr fjórum flokkum. Þ.e. Alþýðuflokki, Kvennalista og Þjóðvaka sem runnu allir saman við Samfylkinguna. Þangað gengu líka allstór hópur úr Alþýðubandalaginu.

Ögmundur Jónasson og Steingrímur J. Sigfússon ákváðu hins vegar að fara frekar með þeim kjósendum Alþýðubandalagsins sem voru óánægðir með slíkan samruna og gengu inn í Vinstri hreyfinguna - Grænt framboð. Miðað við tímasetninguna, sem þessar hræringar áttu sér stað svo og þá forsögu sem má lesa út úr ýmsu því sem kom fram við framboð Þjóðvaka (sjá hér), er mjög líklegt að það hafi verið evrópusambandshugmynd Alþýðuflokksins sem var ekki sísti orsakavaldur þess pólitíska ágreinings sem gerði út af við Alþýðubandalagið á sínum tíma en tryggði óopinberri stefnu Alþýðuflokksins í Evrópumálum áframhaldandi lífdaga innan Samfylkingarinnar.

Hvað sem þessu líður þá er forvitnilegt að draga það fram hvaða ráðherrar fyrrverandi ríkisstjórnar eiga rætur í þeim flokkum sem voru forverar stjórnmálaflokkanna sem mynduðu ríkisstjórnarsamstarf á síðasta kjörtímabili um sameiginlega stefnu í málaflokki sem gerði út af við fyrrverandi flokksheimili þeirra. Það er ekki síður forvitnilegt í því ljósi að hér er um að ræða málaflokk sem hefur nú, rúmum áratug síðar, nánast gert út af við stjórnmálaflokkanna sem hingað til hafa verið taldir til vinstri vængs stjórnmálanna.

Ráherrar síðustu ríkisstjórnar trúnaðarstörf á vegum eldri flokka
 Jóhanna Sigurðardóttir,
 forsætisráðherra
 fædd 1942. Á þingi 1978-2013
 formaður 67 ára
Varaformaður Alþýðuflokksins 1984-1993.

Formaður Þjóðvaka 1995.

Formaður Samfylkingarinnar 2009-2013.
 Katrín Júlíusdóttir,
 fjármála- og efnahagsráðherra
 
fædd 1974. Á þingi frá 2003
 varaformaður 39 ára
Í stjórn Verðandi, ungliðahreyfingar Alþýðubandalagsins, og ritari Alþýðubandalagsins í Kópavogi 1994-1998.
Í miðstjórn Alþýðubandalagsins 1996-2000.
Varaformaður Ungra jafnaðarmanna 2000, formaður 2000-2001.

Varaformaður flokksins frá 2013.
 Guðbjartur Hannesson,
 velferðarráðherra
 fæddur 1950. Á þingi frá 2007
Formaður Akraneslistans 1998–2000.
 Steingrímur J. Sigfússon,
 atvinnuvega- og nýsköpunar-
 ráðherra

 fæddur 1955. Á þingi frá 1983
 formaður 44 ára
Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1987-1988.
Varaformaður flokksins 1989-1995.

Formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs 1999-2013.
 Össur Skarphéðinsson,
 utanríkisráðherra
 fæddur 1953. Á þingi frá 1991
 formaður 47 ára
Í miðstjórn Alþýðubandalagsins 1985-1987.
Í framkvæmdastjórn flokksins 1985 og 1986.

Í flokksstjórn Alþýðuflokksins 1991-1993.
Formaður þingflokksins 1991-1993.

Formaður Samfylkingarinnar 2000-2005.
Formaður þingflokksins 2006-2007.
 Ögmundur Jónasson,
 innanríkisráðherra
 fæddur 1948. Á þingi frá 1995
 þinglokksformaður 51s árs
Formaður þingflokks óháðra 1998-1999.

Formaður þingflokks Vinstri hreyfingar- innar - græns framboðs 1999-2009.


Eins og kemur fram í töflunni hér að ofan þá höfðu Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson bæði starfað á vegum Alþýðuflokksins áður en þau sameinuðust í Samfylkingunni. Áður hafði Jóhanna Sigurðardóttir klofið sig út úr Alþýðuflokknum og stofnað Þjóðavaka eins og var rakið í síðustu færslu. Haustið 1996 sameinaðist hún sínum fyrri félögum með stofnun þingflokks jafnaðarmanna sem var upphafið af því sem nú er flokkur Samfylkingarinnar.

Af þeim ráðherrum sem sátu tímabundið á ráðherrastóli á tíma síðustu ríkisstjórnar þá á Kristján L. Möller það sameiginlegt með þessum tveimur að hafa áður gengt trúnaðar- og/eða ábyrgðarstöðum fyrir Alþýðuflokkinn.

Ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem störfuðu áður með Alþýðuflokknum

Aðrir sem voru taldir í töflunni hér að ofan eiga það sameiginlegt að eiga pólitískar rætur í Alþýðubandalaginu en Össur Skarphéðinsson er reyndar líka þeirra á meðal. Annað sem vekur væntanlega athygli er að Árni Páll Árnason, Guðbjartur Hannesson og Katrín Júlíusdóttir gegndu öll einhverjum trúnaðarstörfum innan Alþýðubandalagsins áður en evrópusambandságreiningurinn undir lok síðustu aldar skapaði Samfylkingunni farveg. 

Ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem eiga rætur í Alþýðubandalaginu

Árni Páll Árnason var í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins á árunum 1987 til 1989 og í framhaldinu oddviti Æskulýðsfylkingar flokksins í tvö ár eða fram til 1991. Árið eftir var hann orðinn ráðgjafi Jóns Baldvins Hannibalssonar,  þáverandi utanríkisráðherra. Árni Páll var ráðgjafi Jóns Baldvins frá 1992 eða til 1994 eða á þeim tíma sem EES-samningurinn var leiddur í lög hér á landi (sjá hér). Eins og öllum er væntanlega kunnugt var hann kosinn formaður Samfylkingarinnar á síðasta ári.

Álheiður Ingadóttir á elsta ferilinn innan úr Alþýðubandalaginu af þeim sem eru taldir hér. Samkvæmt ferilskránni hennar hefur hún hafið pólitísk afskipti rétt rúmlega tvítug og setið í stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík og miðstjórn og framkvæmdastjórn flokksins með einhverjum hléum um 25 ára skeið eða frá 1973 til ársins 1998. Hún var varaborgarfulltrúi flokksins í nær 10 ár og sat í hinum ýmsum nefndum og ráðum borgarinnar á þessum tíma eða á tímabilinu 1978 til  1986 og svo aftur frá 1989 til 1991.

Álfheiður er ein þeirra sem kom að stofnun Reykjavíkurlistans árið 1994. Hún komst inn á þing fyrir Vinstri græna í alþingiskosningum árið 2007 en féll út af þingi í síðustu alþingiskosningum. Samkvæmt því sem kemur fram hér hefur hún verið á hinum ýmsu framboðslistum til alþingiskosninga áður en hún náði kosningu eða frá árinu 1971:

Álfheiður var í 2. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 2003, í 10. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi 1999, í 4. sæti á lista Alþýðubandalagsins 1987, í 8. sæti 1983, 20. sæti 1979 í Reykjavíkurkjördæmi og í 5. sæti á lista Framboðsflokksins í Reykjaneskjördæmi 1971. (sjá hér)

Guðbjartur Hannesson var bæjarfulltrúi á Akranesi í 12 ár áður en hann sneri sér að landsmálunum. Hann sat í bæjarstjórn á vegum Alþýðubandalagsins þessi ár (sjá hér). Hann tók þátt í stofnun Samfylkingarinnar og bauð meðal annars fram fyrir Akraneslistann, sem var systurflokkur Reykjavíkurlistans sáluga, árið 1998 en náði ekki kosningu. Tæpum 10 árum síðar tók hann sæti fyrir Samfylkinguna á þingi.

Jón Bjarnason var oddviti Helgafellssveitar í fimm ár eða fram til ársins 1982. Hér skal ekkert um það fullyrt hvort hann gegndi því embætti á vegum Alþýðubandalagsins eða sem óflokksbundinn. Það er heldur ekki ljóst, þeirri sem þetta skrifar, hvort hann gegndi einhverjum trúnaðar- eða ábyrgðarstöðum á vegum þess en í Morgunblaðinu árið 1999 er hann óyggjandi tengdur flokknum í frétt um það að þrír alþýðubandalagsmenn hafi boðið sig fram á móti Kristjáni L. Möller til fyrsta sætis á framboðslista Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra (sjá hér).

Jón Bjarnason kom fyrst inn á þing í alþingiskosningunum vorið 1999 en þá sem þingmaður Vinstri grænna. Hann sagði sig úr flokknum undir lok síðasta kjörtímabils og tók þátt í að gera framboð Regnbogans að veruleika sem var kynnt til síðustu alþingiskosninga sem baráttuafl gegn Evrópusambandsaðild (sjá hér).

Katrín Júlíusdóttir hóf stjórnmálaferil sinn með þátttöku í stjórn ungliðahreyfingar Alþýðubandalagsins og var ritari Alþýðubandalagsins í Kópavogi þegar hún var tvítug. Tveimur árum síðar var hún komin í miðstjórn flokksins. Alls gegndi hún ýmsum trúnaðar- og ábyrgðarstöðum fyrir Alþýðubandalagið í sex ár en þess má geta að árið 1997 til 1998 er ekki annað að sjá en hún hafi auk, þess að gegna þremur mismunandi trúnaðarstöðum innan Alþýðubandalagsins, verðið fulltrúi Röskvu í stúdentaráði og háskólaráði HÍ.

Katrín og Guðbjartur Hannesson eiga það sameiginlegt að hafa runnið saman við Samfylkinguna með Alþýðubandalaginu. Þremur árum eftir að Katrín varð flokksmaður Samfylkingarinnar tók hún sæti á þingi. Hún var kosin varaformaður flokksins fyrir rúmu ári síðan. 

Össur Skarphéðinsson sat í miðstjórn Alþýðubandalagsins á árunum 1985 til 1987 og í framkvæmdastjórn þess 1985 og 1986. Auk þessa var hann ritstjóri Þjóðviljans frá 1984 til 1987. Fjórum árum síðar var hann kosinn inn á þing fyrir Alþýðuflokkinn. Hann var kosinn í stjórn flokksins það sama ár og sat þar næstu þrjú ár. Það vekur athygli að eftir að hann var kosinn inn á þing var hann ritstjóri Alþýðublaðsins og DV sitthvort árið á tímabilinu 1996 til 1998. Össur er sagður fyrsti formaður Samfylkingarinnar en þeirri stöðu gegndi hann frá árinu 2000 til 2005.

Steingrímur J. Sigfússon á næstlengsta ferilinn með Alþýðubandalaginu á eftir Álfheiði Ingadóttur en hann og Ögmundur Jónasson eru þeir einu sem sátu á þingi fyrir Alþýðubandalagið. Steingrímur í um 15 ár en Ögmundur í aðeins eitt kjörtímabil.

Khalil Gibran

Af þeim sem hér hafa verið talin eru þau fjögur, sem komu úr Alþýðubandalaginu, sem tóku sæti á fyrstu framboðslistum Vinstri grænna í alþingiskosningunum vorið 1999. Af öllum sólarmerkjum að dæma hefur hinn helmingurinn gert það upp við sig á þessum sama tíma að hann vildi frekar fylgja evrópusambandshugmyndum Alþýðuflokksins sem varð Samfylkingarinnar.

Reynsla af aðildarfélagastarfi flokkanna

Þeir flokkar sem þeir, sem hér eru til umræðu, tilheyra eru mjög misgamlir. Framsóknarflokkurinn er þeirra elstur en hann var stofnaður árið 1916. Sjálfstæðisflokkurinn var reyndar í smíðum í einhver ár undir alls kyns klofningum, samruna og heitum þar til hann staðfestist árið 1929. Samfylkingin varð svo framhaldið af öðrum elsta flokki landsins undir alþingiskosningarnar árið 1999. Vinstri grænir eru fjórum árum eldri þar sem flokkurinn var stofnaður árið 1995 af óánægðum kjósendum Alþýðubandalagsins sem varð til eftir ekki minni klofninga, samruna og nafnaskipti, en Sjálfstæðisflokkurinn, árið 1956.

Í kaflanum hér á undan var rakið að stór hluti þeirra sem voru ráðherrar í lengri eða skemmri tíma á síðasta kjörtímabili eiga mislanga sögu að baki innan úr flokksstarfi Alþýðubandalagsins. Þetta eru átta af þeim  15 sem tylltu sér í ráðherrastóla á síðasta kjörtímabili. Þrír áttu sér fortíð innan úr Alþýðuflokknum. Þar af einn sem hafði verið áður í Alþýðubandalaginu. Það sem vekur e.t.v. athygli í þessu sambandi er að formaður hvorugs ríkisstjórnarflokkanna á síðasta kjörtímabili áttu sögu af stjórnarþátttöku innan úr sínum flokkum áður en þeir komu inn á þing. Það sama á reyndar við í tilviki Ögmundar Jónassonar.

Hins vegar eiga allir yngri ráðherrar, bæði Samfylkingar og Vinstri grænna, sér forsögu innan úr aðildarfélögum stjórnmálaflokkanna sem þeir tilheyra. Oddný G. Harðardóttir, sem var fjármálaráðherra frá janúarbyrjun og fram til septemberloka árið 2012, var eini nýbakaði þingmaðurinn sem tók ráðherrastól sem átti sér enga forsögu innan Samfylkingarinnar áður en hún var kosin inn á þing vorið 2009. Samkvæmt Fréttatímanum var hún hins vegar:

ekki óvön því að vera yfirmaður. Hún var bæjarstjóri í Garði á árunum 2006 til 2009. Hún var aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja um níu ára skeið frá 1994 og gegndi starfi skólameistara í eitt ár. (sjá hér)

Samkvæmt framangreindu viðtali má ráða að blaðamanninum sem tók viðtalið þyki það a.m.k. líklegra að fjármálaráðherra þurfi fyrst og fremst á þeirri reynslu að halda að hafa verið yfirmaður. Það er ekki ósennilegt að bæjarstjóri í litlu sveitarfélagi fái einhverja innsýn í rekstur og aðra fjársýslu. Það er líka líklegra að stjórnendur skóla hafi eitthvað að segja um sams konar umsýslu skólans en væntanlega hafa slíkir þættir verið á hendi sérstaks fjármálastjóra innan Fjölbrautarskóla Suðurnesja eins og í öðrum stærri framhaldsskólum landsins.

Það hefur verið vikið að þeim þætti áður að sumir virðast ekki gera greinarmun á hlutverki ráðherra og ráðuneytisstjóra. Þessir sömu eru líklegir til að draga þá ályktun að við skipun ráðherra sé mikilvægara að horfa eftir þáttum sem hæfa forstjórum eða framkvæmdastjórum (sjá hér) en að viðkomandi hafi sérþekkingu á þeim málaflokki sem hann er skipaður yfir. 

Þrír nýráðherrar síðustu ríkisstjórnar höfðu einhverja stjórnarreynslu innan úr þeim stjórnmálaflokkum sem mynduðu hana áður en þeir voru skipaðir til forystu í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Þetta eru Katrínarnar báðar og Svandís Svavarsdóttir sem kom ný inn á þing við alþingiskosningarnar vorið 2009. Þær eru taldar hér í töflunni fyrir neðan ásamt upplýsingum um fæðingarár, hvenær þær komu inn á þing og svo þeim trúnaðar-/ábyrgðarstöðum sem þær höfðu gengt fyrir sína flokka.

Ráherrar síðustu ríkisstjórnarflokkspólitísk stjórnunarstörf
 Katrín Júlíusdóttir,
 fjármála- og efnahagsráðherra
 
fædd 1974. Á þingi frá 2003
 varaformaður 39 ára
Varaformaður Ungra jafnaðarmanna 2000, formaður 2000-2001.
Í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar 2000-2003, varaformaður 2001-2003.

Varaformaður flokksins frá 2013.
 Katrín Jakobsdóttir,
 mennta- og menningarmála-
 ráðherra
 
fædd 1976. Á þingi frá 2007
 varaformaður 27 ára.
 formaður 37 ára
Formaður Ungra vinstri grænna 2002–2003.

Varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs 2003-2013.
Formaður flokksins frá 2013.
 Svandís Svavarsdóttir,
 umhverfis- og auðlindaráðherra
 fædd 1964. Á þingi frá 2009
 framkvæmdastjóri 41s árs
Formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík 2003-2005.

Framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs 2005-2006.
Formaður þingflokksins frá 2013.


Það vekur væntanlega athygli að á meðan þau eru bara þrjú af fimmtán, sem gegndu ráðherraembættum í tíð síðustu ríkisstjórnar, sem eiga sér forsögu innan úr stjórnum aðildarfélaga sinna flokka þá eru þau sjö af níu í núverandi ríkisstjórn. Skýringin liggur væntanlega að einhverju leyti í því að stjórnmálaflokkarnir sem tóku upp stjórnarsamstarf í kjölfar alþingiskosninganna vorið 2009 eru yngri en Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur og því að meðalaldur síðustu ríkisstjórnarfulltrúa er hærri en þeirra eiga sæti í núverandi ríkisstjórn (sjá hér). 

Þeir sem voru ráðherrar á síðasta kjörtímabili áttu því margir forsögu úr Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Það má svo benda á að Þau fjögur sem sátu enn í sama ráðuneyti þegar síðasta ríkisstjórn var leyst frá störfum voru Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir. Össur og Jóhanna eiga það bæði sameiginlegt að þau sátu á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og voru formenn Samfylkingarinnar. Katrín og Svandís eiga hins vegar báðar forsögu innan úr stjórnum aðildarfélaga Vinstri grænna og höfðu tekið þátt í borgarstjórnamálum á vegum flokksins áður en þær voru kosnar inn á þing.

Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon sátu reyndar líka á ráðherrastóli frá vorinu 2009 fram til þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var leyst upp í kjölfar alþingiskosninganna vorið 2013. Þau höfðu hins vegar haft skipti á ráðuneytum auk þess sem Steingrímur J. hafði tekið yfir þau ráðuneyti sem Jón Bjarnason var skipaður til upphaflega. Katrín á forsögu innan úr aðildarfélagi Samfylkingarinnar og æðstu stjórn flokksins. Eins og áður hefur komið fram hafði Steingrímur J. verið formaður Vinstri grænna frá 1999.

 Ráðherrar núverandi stjórnar
 flokkspólitísk stjórnunarstörf
 Bjarni Benediktsson,
 fjármála- og efnahagsráðherra
 fæddur 1970. Á þingi frá 2003
 formaður 39 ára
Í stjórn Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, 1991-1993, formaður 1993.

Formaður Sjálfstæðisflokksins frá 2009.
 Kristján Þór Júlíusson,
 heilbrigðisráðherra
 fæddur 1957. Á þingi frá 2007
 varaformaður 55 ára
Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 2002-2013.
Formaður sveitarstjórnarráðs flokksins 2002-2009.

2. varaformaður flokksins 2012-2013.
 Illugi Gunnarsson,
 mennta- og menningarmála-
 ráðherra

 fæddur 1967. Á þingi frá 2007
 þingflokksformaður 42ja ára
Formaður Heimdallar 1997-1998.

Formaður þingflokks sjálfstæðismanna 2009-2010 og 2012-2013
 Eygló Harðardóttir,
 félags- og húsnæðisráðherra
 fædd 1972. Á þingi frá 2008
(kom upphaflega inn á þing sem varamaður Guðna Ágústssonar)
Ritari í stjórn kjördæmasambands framsóknarfélaganna í Suðurlandskjördæmi 2003-2007.
Gjaldkeri Framsóknarfélags Vestmannaeyja 2004-2010.
Ritari í stjórn Landssambands framsóknarkvenna 2007-2009.
 Sigurður Ingi Jóhannsson,
 sjávarútvegs- og landbúnaðar-
 ráðherra
 umhverfis- og auðlindaráðherra

 fæddur 1962. Á þingi frá 2009
 formaður 51s árs

Ritari stjórnar Framsóknarfélags Árnessýslu 2001-2008.

Varaformaður flokksins 2013.

  Gunnar Bragi Sveinsson,
 utanríkisráðherra
 
fæddur 1968. Á þingi frá 2009
 þingflokksformaður 41s árs
Formaður félags ungra framsóknarmanna í Skagafirði (ekkert ártal).
Varaformaður kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra (ekkert ártal).

Formaður þingflokks framsóknarmanna 2009-2013.

 Hanna Birna Kristjánsdóttir,
 innanríkisráðherra
 fædd 1966. Á þingi frá 2013
 varaformaður 47 ára

Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1995–1999.
Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1995–1999.
Í stjórn hverfafélags sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri 1995–1996.
Aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins 1999–2006.

Varaformaður flokksins frá 2013
.


Sjö af níu ráðherrum núverandi stjórnar eiga sögu innan úr hinum ýmsu stjórnum aðildarfélaga eða annarra samráðsvettvanga stjórnmálaflokkanna sem nú eru við völd. Allir sem hér eru taldir höfðu komist til frekari metorða innan sinna flokka áður en að skipun þeirra til ráðherraembætta kom fyrir utan Eygló.

Þeir sem ekki eru taldir hér að ofan eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem hefur verið formaður Framsóknarflokksins frá árinu 2009, og Ragnheiður Elín Árnadóttir. Hún var aðstoðarmaður ráðherra í tæp tíu ár og annar formaður þingflokks Sjálfstæðismanna á síðasta kjörtímabili. Nánar verður komið að þingflokksformennsku hér á eftir en hér er að lokum yfirlitsmynd með þeim sem hafa verið taldir í þessum kafla um reynslu af aðildarstarfi innan stjórnmálaflokkanna.

Ábyrgðar-/trúnaðarstöður núverandi og fyrrverandi ráðherra á vegum stjórnmálaflokkanna sem þeir gegna/gegndu ráðherraembættum fyrir

Hér er rétt að vekja athygli á því að ekki er alveg allt talið á þessari mynd sem fram kemur í töflunum í þessum kafla. Þetta á við um Eygló Harðardóttur, sem var gjaldkeri stjórnar Framsóknarfélags Vestmannaeyja frá 2004 til 2010, og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem var í stjórn hverfasambands sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri, á sama tíma og hún var í stjórn SUS.

Reynsla af framkvæmdastjórn og þingflokksforystu

Hér verða þeir taldir sem hafa gegnt framkvæmdastjórastöðum á vegum stjórnmálaflokkanna eða setið í framkvæmdastjórn þeirra. Hér verða þeir líka taldir sem höfðu gegnt stöðu þingflokksformanns áður en kom að skipun þeirra til ráðherraembættis. Þessar vegtyllur eru hafðar rauðbrúnar í töflunum hér fyrir neðan til aðgreiningar frá öðrum embættum og stöðum sem hafa verið til skoðunar í þessari færslu.

Ráherrar síðustu ríkisstjórnar framkvæmd og forysta
 Katrín Júlíusdóttir,
 fjármála- og efnahagsráðherra
 
fædd 1974. Á þingi frá 2003
 varaformaður 39 ára
Varaformaður Ungra jafnaðarmanna 2000, formaður 2000-2001.
Í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar 2000-2003, varaformaður 2001-2003.

Varaformaður flokksins frá 2013.
 Steingrímur J. Sigfússon,
 atvinnuvega- og nýsköpunar-
 ráðherra

 fæddur 1955. Á þingi frá 1983
 formaður 44 ára
Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1987-1988.
Varaformaður flokksins 1989-1995.

Formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs 1999-2013.
 Svandís Svavarsdóttir,
 umhverfis- og auðlindaráðherra
 fædd 1964. Á þingi frá 2009
 framkvæmdastjóri 41s árs
Formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík 2003-2005.

Framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs 2005-2006.
Formaður þingflokksins frá 2013.
 Össur Skarphéðinsson,
 utanríkisráðherra
 fæddur 1953. Á þingi frá 1991
 formaður 47 ára
Í miðstjórn Alþýðubandalagsins 1985-1987.
Í framkvæmdastjórn flokksins 1985 og 1986.
Í flokksstjórn Alþýðuflokksins 1991-1993.
Formaður þingflokksins 1991-1993.

Formaður Samfylkingarinnar 2000-2005.
Formaður þingflokksins 2006-2007.
 Ögmundur Jónasson,
 innanríkisráðherra
 fæddur 1948. Á þingi frá 1995
 þinglokksformaður 51s árs
Formaður þingflokks óháðra 1998-1999.
Formaður þingflokks Vinstri hreyfingar- innar - græns framboðs 1999-2009.


Þrjú þeirra sem áttu sæti yfir ráðuneytum síðustu ríkisstjórnar höfðu áður starfað á vettvangi framkvæmdarstjórnar stjórnmálaflokkanna. Svandís Svavarsdóttir var framkvæmdarstjóri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í eitt ár eða frá 2005 til 2006. Katrín Júlíusdóttir átti sæti í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar frá árinu 2000 og þar til hún komst inn á þing vorið 2003. 

Ráðherra núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnar sem hafa verið í framkvæmdastjórn stjórnmálaflokkanna

Össur Skarphéðinsson hóf sinn stjórnmálferil innan Alþýðubandalagsins eins og áður hefur komið fram. Hann átti sæti í miðstjórn og framkvæmdastjórn þess um miðjan níunda áratug síðustu aldar ásamt því að ritstýra Þjóðviljanum. Hann gegndi öllum þessum verkefnum árið 1985 til 1986.

Það hefur áður komið fram að Árni Páll Árnason átti sæti í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins á árunum 1987-1989 og Álfheiður Ingadóttir „af og til“ á árunum 1973 til 1998. Það er því eðlilegt að gera ráð fyrir að leiðir þessara þriggja hafi legið saman í pólitíkinni í nær þrjá áratugi.

Hanna Birna er sú eina meðal núverandi ráðherra sem hefur verið framkvæmdastjóri á vegum síns flokks. Eins og kemur fram á myndinni hér að ofan hefur hún verið framkvæmdastjóri í rúm tíu ár. Fyrst varð hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins árið 1995 og gegndi því í eitt kjörtímabil eða á þeim tíma sem Davíð Oddsson stýrði sínu öðru ráðuneyti (sjá hér). Þá var hún framkvæmdastjóri flokksins fram til þess að Geir H. Haarde komst til valda sem forsætisráðherra. 

 Ráðherrar núverandi stjórnar
  framkvæmd og forysta
 Illugi Gunnarsson,
 mennta- og menningarmála-
 ráðherra

 fæddur 1967. Á þingi frá 2007
 þingflokksformaður 42ja ára
Formaður Heimdallar 1997-1998.

Formaður þingflokks sjálfstæðismanna 2009-2010 og 2012-2013.
 Ragnheiður Elín Árnadóttir,
 iðnaðar- og viðskiptaráðherra
 fædd 1967. Á þingi frá 2007
 þingflokksformaður 43ja ára
Formaður þingflokks sjálfstæðismanna 2010-2012.
  Gunnar Bragi Sveinsson,
 utanríkisráðherra
 
fæddur 1968. Á þingi frá 2009
 þingflokksformaður 41s árs
Formaður félags ungra framsóknarmanna í Skagafirði (ekkert ártal).
Varaformaður kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra (ekkert ártal).

Formaður þingflokks framsóknarmanna 2009-2013.

 Hanna Birna Kristjánsdóttir,
 innanríkisráðherra
 fædd 1966. Á þingi frá 2013
 varaformaður 47 ára

Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1995–1999.
Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1995–1999.
Í stjórn hverfafélags sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri 1995–1996.
Aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins 1999–2006.

Varaformaður flokksins frá 2013.


Þrír þeirra sem gegna ráðherraembættum nú hafa verið formenn sinna þingflokka. Þetta eru þau Ragnheiður Elín Árnadóttir og Illugi Gunnarsson sem skiptu síðasta kjörtímabili á milli sín. Gunnar Bragi Sveinsson var hins vegar þingflokksformaður Framsóknarflokksins allt síðasta kjörtímabil.

Ögmundur Jónasson hefur langlengstu reynsluna af þingflokksformennsku. Hann gegndi formennsku þingflokks Vinstri grænna frá því hann kom inn á þing vorið 1999 og þar til hann komst til valda í ársbyrjun 2009. Áður var hann formaður flokksbrota Alþýðubandalags og Kvennalista sem gengu ekki inn í þingflokk jafnaðarmanna sem varð til við samruna áðurnefndra flokka við Alþýðuflokkinn haustið 1996.

Jón Bjarnason tók við þingflokksformennskunni innan Vinstri grænna af Ögmundi og gegndi því embætti fram til alþingiskosninganna vorið 2009 en þá tók hann við ráðherraembætti sjálfur. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Björn Valur Gíslason skiptu síðasta kjörtímabili á milli sín innan Vinstri Grænna en Svandís Svavarsdóttir tók við formennsku þingflokksins síðastliðið vor.

Ráðherra núverandi og fyrrverandi stjórnar sem hafa reynslu af þingflokksformennsku

Af ofangreindu má sjá að þrír ráðherrar í stjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur höfðu gegnt þingflokksformennsku fyrir sinn flokk áður en að skipun til ráðherraembættis kom eða jafnmargir og þeir sem gegna ráðherraembættum á yfirstandandi kjörtímabili. Auk þessara var Steingrímur J. Sigfússon formaður þingflokks Alþýðubandalagsins árið áður en hann varð forsætisráðherra í öðru og þriðja ráðuneyti Steingríms Hermannssonar. Fyrst 1988 (sjá hér).

Össur Skarphéðinsson var líka áður formaður þingflokks Alþýðuflokksins um tveggja ára skeið eða fram til þess að hann var skipaður umhverfisráðherra í fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Hann tók við embættinu af Eiði Guðnasyni árið 1993 og gegndi því til ársins 1995 (sjá hér).

Samdráttur og niðurlag

Til þess að draga það saman, sem hefur verið til skoðunar í þessari og síðustu færslu, er ekki úr vegi telja saman árafjöldann sem ráðherrar núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnar áttu að baki í ábyrgðar- og eða trúnaðarstörfum innan stjórnmálaflokkanna og úr stúdentapólitíkinni. Hér verður það gert á þann hátt að árafjöldanum verður skipt þannig niður að þingflokksformennska verður talin reynsla innan þings en önnur trúnaðar-/ábyrgðarstörf, sem hér hafa verið talin, sem utan þings. Vonandi skýrir það sig sjálft af hverju þetta er sett upp þannig.

Þingár stendur fyrir árið sem viðkomandi kom inn á þing en aftast er svo samanlögð reynsla hvers og eins af þingflokksformennsku og öðrum trúnaðar- og/eða ábyrgðarstöðum. Það er rétt að vekja athygli á því að hér er talinn sá starfsaldur sem eftirtaldir áttu af slíkum störfum áður en þeir voru skipaðir ráðherrar. Starfsaldur Hönnu Birnu sem er talinn hér að neðan sem innan þings eru árin fjögur sem hún gegndi framkvæmdastjórastöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

 Ráðherrarþingárutan þings 
innan þings
 Samtals
Samfylkingin (Alþýðuflokkur/Alþýðubandalag/Þjóðvaki)
 Guðbjartur Hannesson2007  2  2
 Jóhanna Sigurðardóttir1978 10  10
 Katrín Júlíusdóttir2003 9  9
Össur Skarphéðinsson1991 10  3 13
 Vinstri hreyfingin - grænt framboð (Alþýðubandalagið)
 Katrín Jakobsdóttir2007  9 9
 Steingrímur J. Sigfússon 1983  18 1 19
 Svandís Svavarsdóttir2009  3  3
 Ögmundur Jónasson1995  11  11
 Framsóknarflokkurinn
 Eygló Harðardóttir 2008 10  10
 Gunnar Bragi Sveinsson2009 ?  4 ?
 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson2009 4  4
 Sigurður Ingi Jóhannsson2009  7 7
 Sjálfstæðisflokkurinn
 Bjarni Benediktsson 20032   2
 Hanna Birna Kristjónsdóttir 2013 7 4 11
 Illugi Gunnarsson 2007 4 2 6
 Kristján Þór Júlíusson  2007 11 11
 Ragnheiður Elín Árnadóttir 2007  2 2


Miðað við þessar tölur er það langseinlegast að vinna sig til ráðherraskipunar innan Vinstri grænna en þar ýkir starfsaldur Steingríms J. sennilega myndina töluvert. Það tekur nokkuð styttri tíma að vinna sig upp innan Samfylkingarinnar eða átta og hálft ár. Innan Framsóknarflokksins tekur það enn styttri tíma að öðlast möguleika til skipunar ráðherra en ef mark er á þessum samanburði takandi tekur það stystan tímann innan Sjálfstæðisflokksins að öðlast hæfnisviðurkenningu til ráðherraembættis eða rúm sex ár.

Hvað sem samanburði af þessu tagi líður þá ætti það að vera orðið nokkuð ljóst af því yfirliti, sem þegar hefur verið dregið fram af ferilskrá núverandi og fyrrverandi ráðherra, að þeir þættir sem hafa verið skoðaðir hér og í síðustu færslu skipta miklu meira máli en t.d. menntun og starfsreynsla sem viðkemur málefni/-um þess ráðuneytisins sem hver og einn fær úthlutað. Það er nefnilega ekki hægt að sjá að þeir sem hafa verið skipaðir til ráðherraembætta í síðustu og núverandi ríkisstjórn eigi annað sameiginlegt en það að hafa gegnt trúnaðar-/ábyrgðarstöðum fyrir sinn stjórnmálaflokk ýmist á sveitarstjórnarsviðinu eða innan síns stjórnmálaflokks.

Það sem ræður skipun til ráðherraembættis virðist þar af leiðandi stjórnast frekar af því hversu líklegur viðkomandi er til að vinna sínum stjórnmálaflokki en heill samfélagsheildarinnar. Það er sannarlega spurning hvort kjósendur séu sammála slíkum áherslum þegar um er að ræða mikilvægustu málefni samfélagsins sem ráða svo miklu um heill allra þeirra sem þurfa að treysta á að þau málefni sem eru á vegum ráðuneytanna séu í traustum og góðum höndum. 

dick Murphy

Eins og þeir sem hafa fylgst með þessu verkefni átta sig væntanlega á þá er aðeins einn þáttur eftir í þeim samanburði sem lagt var upp með; þ.e. að bera saman ferilskrár núverandi og fyrrverandi ráðherra. Það sem er eftir er að draga fram í hvaða þingnefndum viðkomandi höfðu starfað áður en kom til skipunar þeirra til ráðherraembætta. Það ásamt setum ofantaldra í öðrum nefndum og/eða Íslandsdeildum á vettvangi alþjóðlegs samstarf á vegum þingsins verður viðfangsefni næstu færslu.

Aðrar færslur í þessum sama flokki:
Ráðherrasamanburður: Aldur við skipun
Ráðherrasamanburður: Menntun
Ráðherrasamanburður: Starfsreynsla
Ráðherrasamanburður: Sveitarstjórnarreynsla
Ráðherrasamanburður: Önnur pólitísk reynsla
Ráðherrasamanburður: Flokksforysta

Ferilskrá ráðherra núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnar:
Menntunar- og hæfniskröfur til ráðherraembætta

Heimild um skipun ráðuneyta:
Ráðuneyti 1917-2013

Listi yfir skipun stjórna Vöku
Vaka: Fyrri stjórnir (sjá hér)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband