Þverrandi von

Ég segi það satt að ég er skítlogandi hrædd! Icesave er meginástæðan. Ef við sem óttumst þennan samning svo mjög höfum rangt fyrir okkur af hverju er þá ekki búið að gera vandaðan fréttaskýringarþátt um Icesave-samninganna? Það getur ekki verið mikið mál að kalla saman valda sérfræðinga úr hópi þeirra sem segjast vera fylgjendur þessa samnings og hinna sem vara við honum og skýra ágreiningsefnin vandlega út fyrir okkur sem eigum að standa undir þessum ósköpum

Það er alveg sama hvernig ég velti þessu máli fyrir mér, ég get ekki séð annað en að það sé eitthvað mikið „loðið“ við þennan samning. Hvernig til hans er stofnað, hvernig að honum er staðið og hvernig er staðið að lýtaaðgerðunum á honum. Svo ekki sé minnst á það að þessi meingallaða samningsdrusla skuli hafa forgang fram yfir öll önnur verkefni þingsins.

Ef fyrsta afborgun er ekki fyrr en eftir sjö ár, af hverju liggur þá svona lífið á að skrifa undir hann? Ef Bretar og Hollendingar eru slíkir öðlingar að þeir hafi gert við okkur þennan „glæsilega samning“ (bein tilvitnun í viðtalið við Steingrím J. Sigfússon hér á eftir) af hverju geta þeir þá ekki gefið íslenska þinginu svigrúm til að sinna brýnum neyðarverkefnum heima fyrir? Fyrir mér liggur svarið í augum uppi. Það býr eitthvað annað undir og það er svo haugdrullugt að það er betra að vera búinn að keyra þennan fjanda í gegn áður en það uppgötvast!

Ég rakst á meðfylgjandi samantekt inni á youtube.com þar sem Steingrímur, og reyndar Jóhanna líka, fara greinilega nokkrum sinnum rangt með. Var það vísvitandi? Var það gert til að blekkja? Takið til dæmis eftir því þar sem Steingrímur segir: „að þessi lánasamningurinn hafi engin áhrif á skuldastðu ríkisstjóðs“! Hvað meinar maðurinn eiginlega?! Hvernig getur hann haldið öðru eins fram?! Tja, ég verð að segja að þó það væri ekki nema vegna þessara óheilindafullyrðingar þá get ég ekki annað en tekið undir áskorun myndbandshöfundar í lokin.

Mér finnst reyndar að áskorunin mætti beinast að fleirum núverandi þingmönnum bæði innan og utan stjórnar. Þingmönnum sem hafa með aðgerðum sínum og/eða aðgerðarleysi í fortíð og nútíð komið þjóðinni í þá blindgötustöðu sem hún er í núna.  

En ef ég held mér við sitjandi ríkisstjórn þá lít ég til baka frá því að Samfylking og VG mynduðu bráðabirgðastjórn. Rifja upp kosningaloforðin. Horfi yfir það hvaða verkefni hafa þótt svo mikilvæg að þau hafa verið sett framar öllum öðrum á dagskrá sumarþingsins. Og takið eftir: á sama tíma og við horfum upp á skuggalegar afleiðingar núverandi kreppu sem þykir sú alvarlegasta á Vesturlöndum og þótt víðar væri leitað.

Hvaða brýnu verkefni voru sett í forgang á þessu sumri og hvaða stórkostlegu afrek hafa komið út úr þeim? Fyrst vil ég telja ójafnaðarsamninginn sem hlaut hið ísmeygilega heiti: stöðugleikasáttmáli. Tilgangurinn með nafngiftinni er sá að breiða yfir ójöfnuðinn sem þar er kveðið á um eins og þann að laun í landinu hafa verið fryst fram til 1. nóvember 2010 og stóru atvinnurekendunum verkefnum á við virkjanaframkvæmdir og byggingu álverasem verða fjármögnuð í gegnum lífeyrissjóðina okkar. Svo er það  umsókn um aðild að ESB og líka Icesave-nauðungin.

Stærstu verkefnin á þessu sumri hafa öll lotið að því að bjarga hinni heilögu bankaþrenningu og stærstu fyrirtækjunum í landinu eða m.ö.o. þeim einstaklingum sem teljast til auðmanna landsins. Mér finnst það ekki einu sinni illgirni að segja að í leiðinni hefur verið unnið að því að tryggja erlendum auðmönnum að þeir geti gengið að innlendum verðmætum. Það er m.a. gert á „mjög góðum og upplýsandi“ fundum sem komast örugglega ekki allir í hérlenda fjölmiðla. 

Að lokum langar mig til að hveja alla til að lesa þessa færslu Frosta Sigurjónssonar og þessa færslu Jóns Lárussonar mjög vandlega.


mbl.is Óvíst um sjálfstæðisatkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég rændi smá kafla úr bloggi Jóns Baldurs Lorange sem mér finnst áhugaverð kenning.  " Það er nefnilega alltaf þannig að skuld eins er eign annars. Og ríkisstjórnin hefur ákveðið að standa vörð um hagsmuni þeirra sem eignuðust fyrir slembilukku rangláta skuldaaukningu ólánsamra heimila og fyrirtækja. Og aðeins þegar heimilin og fyrirtækin hafa verið keyrð í þrot og uppgjöf þá fyrst kemur til greina að rétta hjálparhönd. En þá er það bara of seint, því miður.

Og svo meðan Róm brennur þá skylmast alþingismenn um aðildarumsókn að ESB eða Icesave skuldirnar þeirra Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors, Kjartan Gunnarssonar og flóttamannsins í Rússlandi. Stjórnarliðar lýsa því yfir hver um annan þveran að endurreisnin geti ekki hafist fyrr en skuldir fjárglæframannanna verði orðnar skuldir okkar landsmanna. Í þessu ,,björgunarstarfi", að koma ábyrgð Icesave skulda Björgólfs og Co. yfir á þjóðina, þá finnst nægur tími til að funda fram á nótt og halda lengsta sumarþing í sögu Alþingis. En enginn fæst til að ræða um eða byggja skjaldborgina sem stjórnmálamennirnir lofuðu fyrir kosningar. "  þarna finnst mér hann vera kominn að kjarna málsins. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.8.2009 kl. 23:04

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyri að benda mér á þessa færslu Jóns Baldurs Set krækju í þessa færslu hans hér. Finnst innlegg Theódórs Norðkvists líka mjög gott.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.8.2009 kl. 23:10

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir pistilinn Rakel. Ef við skoðum verk ríkisstjórnarinnar þá verður því ekki neitað að við höfum fengið yfir okkur einhverja últra-auðvaldsstjórn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.8.2009 kl. 23:12

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nákvæmlega

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.8.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband