Og allir saman nú!

Eins og fram kemur í tengdri frétt þá hefur verið boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun (fimmtudaginn 27. ágúst) kl. 12:00. Til stendur að skapa hávaða í þeim tilgangi „að andmæla því að þjóðin verði látin borga skuldir fjárglæframanna og einkabanka þeirra.“ Sjá þessa bloggfærslu Frosta Sigurjónssonar um þessi mómæli. Þar segir hann líka:

Ef þú kemst ekki á Austurvöll getur þú samt tekið þátt með því að gera sem mestan hávaða hvar sem þú ert. Gott er að þeyta bílflautu ef hún er við höndina, hækka græjurnar í botn og opna út á götu, berja potta úti á svölum, blása í lúður eða stappa og öskra. Fáðu alla í lið með þér, því fleiri því meira gaman og þetta verður holl og góð útrás fyrir sálartetrið.

Nýverið var stofnaður inni á Fésbókinni hópurinn Viðspyrna. Þar segir:

Hugmyndin á bak við stofnun þessa hóps er að safna saman fólki sem er misboðið og finnst það einangrað í afstöðu sinni. Hópurinn er ekki síður hugsaður til þess að skapa vettvang fyrir þá sem hafa langað til að bregðast við núverandi ástandi og síðast en ekki síst fyrir þá sem langar til að vinna með öðrum við að hrinda hugmyndum sínum, um það hvernig megi sporna á móti, í framkvæmd.

Ég hef þegar sent tilkynningu um mótmælin á morgun þangað inn en mig langar til að nota tækifærið og bjóða fleirum að ganga til liðs við okkur. Einkum landsbyggðarfólki sem hefur áhyggjur af því sem fram fer í samfélaginu, ekki síst vibrögðum/viðbragðaleysi og ákvörðunum stjórnvalda, en hefur ekki fundið vettvang til að opinbera þær. Ég leyfi mér líka að lýsa eftir hugmyndum um það hvernig þeir sem ekki komast á mótmæli geta sýnt samstöðu.

Við búum dreift en við getum kannski komið okkur upp tákni eða sérstökum fána sem við hengjum upp á áberandi staði þegar mótmæli eða borgarafundir, sem við af einhverjum ástæðum komumst ekki á, standa yfir. Ég bý sjálf á Akureyri þannig að ég get að sjálfsögðu mætt í miðbæinn í mínum bæ, eins og Frosti stingur upp á, en segjum sem svo að ég væri bundinn í vinnu eða byggi langt frá þéttbýli með einhvern miðbæjarkjarna en langaði samt að sína samstöðu við þessi mótmæli, hvað gerði ég þá? Hugmyndir?


mbl.is Boða hávaða á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég ætla að mæta á Austurvelli með elstu dóttur minni, með eyrnatappa í eyrunum og eitthvað sem skapar mikinn hávaða. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.8.2009 kl. 23:43

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ein greinilega með allt á hreinu! M.a.s. búin að gera ráð fyrir eyrnatöppum Ég vona að það verði múgur og margmenni. Okkur er að takast að safna einhverjum saman hérna fyrir norðan líka. Vona að verði a.m.k. hávaði þó við verðum fá. Baráttukveðjur suður á Austurvöll!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.8.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband