Það er að verða komið ár...
22.8.2009 | 22:38
Þegar nóttin tekur við af deginum og myrkrið þéttist utan um kennileitin. Þegar árstíðaskiptin færast yfir og kólnar í veðri verður mér hugsað ár aftur í tímann. Það er að verða komið ár síðan efnahagur landsins varð fyrir alvarlegu áfalli. Áfalli sem íslenska þjóðin hefur mætt á afar mismunandi vegu.
En enginn er ósnortinn þó sumir vilji ekki kannast við það enn. Erlendur gestur sagði að honum hefði brugðið í brún þegar hann kom til landsins í sumar; fimmta árið í röð. Það sem stakk hann mest var að Íslendingarnir sem hann hitti víðs vegar um landið brostu ekki lengur með augunum. Brosið, sem honum fannst einkenna alla sem hann hafði hitt á fyrri ferðum sínum, var slokknað.
Þeir sem þekkja til, vita að slokknuð augu er eitt megineinkenni þeirra sem hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli. Doðinn og afneitunin eru það líka. Hins vegar er það svolítið persónubundið hvernig fólk tekst á við afleiðingar áfalla. Sumir reyna að flýja raunveruleikann og gleyma sér í einhverju þægilegra. Einhverjir verða ofsareiðir þó það sé ekkert víst að reiði þeirra beinist að réttu tilefni. Enn aðrir reyna að hafa áhrif á líðan síðan með því að vinna sig út úr ástandinu.
Hrannar Baldursson skrifaði þennan pistil um það hvort ætti að virkja reiðina eða bæla hana niður. Margrét Sigurðardóttir setti þessa skynsamlegu athugasemd við færslu Hrannars:
Ég held að þeir sem taka þátt í baráttunni með almenningi fyrir réttlæti, nái að vinna betur úr reiðinni. Þeim bregður ekki lengur við fréttir af sukkinu en margir eru að fá áfall núna við fréttir af ofurlaunum skilanefnda o.þ.h. En þeir sem nota reiðina til framkvæmda, mæta á mótmæli, skrifa, lesa, mæta á upplýsingafundi og tala við náungann um stöðu mála, þeir eru ekki að byrgja inni tilfinningar heldur láta þær í ljós á þennan hátt. Innibyrgðar tilfinningar gera okkur veik. En reiði er kraftur sem má nota til uppbyggilegra hluta.
Nú hafa regluleg mótmæli legið niðri um alllangt skeið. Enginn borgarafundur hefur heldur verið haldinn nýlega. Ég hef því engan vettvang til að vinna úr tilfinningum mínum nema í mesta lagi þetta blogg. Mér hefur reyndar alltaf fundist tónlist vera fyrirtaks vettvangur til að vinna úr innri átökum en ekki síður góðar ævintýrasögur.
Í dag rakst ég á myndband inni á youtube.com þar sem þessu tvennu er blandað saman að nokkru leyti. Tónlistin er alls ekki dæmigerð fyrir þá sem ég hlusta á að öllu jöfnu en það er samt eitthvað við hana sem orkar mjög útleysandi fyrir þær innibyrgðu tilfinningar sem ég finn brjótast innra með mér í hvert skipti sem ég hugsa til þess í hvaða sporum við erum vegna örfárra dekurbarna spilltra stjórnvalda. Það er ekki aðeins textinn, sem ég læt fylgja með, heldur er það eitthvað í radd- og hljóðfærasetningunni líka.
The Magic of the Wizard's Dream
In those silent shades of grey
I will find a place
to escape the endless night
to find a new sun
I know which is my fate
bond to Erian's old tale
I'll be always there
fighting the ancient sin
Moon shine in this eternal night
ANGELS ARE CALLING
FROM DIVINE LOST CRYSTAL REALMS
RIDING FROM HEAVEN
FOR THE MAGIC OF THE WIZARD'S DREAM
In the misty lights of dawn
between heart and soul
Elgard's calling for new hope
to avoid our fall
I know which is my fate
bond to Erian's old tale
I'll be always there
fighting the ancient sin
Moon shine in this eternal night
ANGELS ARE CALLING
FROM DIVINE LOST CRYSTAL REALMS
RIDING FROM HEAVEN
FOR THE MAGIC OF THE WIZARD'S DREAM
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:34 | Facebook
Athugasemdir
Já Rakel þú segir nokkuð.
Ég hallaði mér aftur á bak með heyrnartólin, ligndi aftur augunum og hækkaði aðeins hljóðið, til þess að njóta þessa með þér.
En ég hrökk nú hratt upp af værum draumi, þetta lag er hreint hræðilegt maður úff úff úff
En pistillinn þinn góður - mikið mun meira í hann varið
Baldvin Jónsson, 22.8.2009 kl. 23:28
Af hverju er annars "að lygna aftur augunum" skrifað með Y í lygna?
Baldvin Jónsson, 22.8.2009 kl. 23:29
Dregið af logni Baldvin minn en það er ekkert logn yfir flutningnum á þessu lagi
Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.8.2009 kl. 23:31
Minnti einmitt að það ætti að vera einfalt i ef það kæmi af einföldum sérhljóða eins og til dæmis o.
Skrifaði það þannig og sá strax að það var vitlaust hjá mér.
Var alltaf afar góður í stafsetningu en arfa slakur í málfræði ;)
Baldvin Jónsson, 22.8.2009 kl. 23:34
Einhver smámisskilningur hefur læðst hérna inn. Lygna aftur augunum á að vera með y vegna þess að það er dregið af orðinu logn.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.8.2009 kl. 23:37
Akkúrat, en ég skrifaði það með einföldu í upphaflega textanum, þess vegna byrjaði ég á þessu blaðri sem er ekkert tengt færslunni
Baldvin Jónsson, 22.8.2009 kl. 23:42
Ég sé að þú ert komin í kennarahlutverkið á blogginu Rakel. Og ekki er nemandinn af verri taginu.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.8.2009 kl. 01:02
Er þá lyngdi með ypsiloni?
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.8.2009 kl. 01:04
Þetta var dálítið spes myndband, og tónlistin líka. Pistillinn var samt góður, eins og venjulega. Ég hef þá trú að baráttan sem ég hef tekið þátt í, hafi verið mjög góð fyrir sálina. Bara það að mæta á Austurvöll, og hitta alla hina gerði mér gott. Og gerir ennþá.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.8.2009 kl. 02:55
Eins og ég tók fram í færslunni þá er þetta lag alls ekki dæmigert fyrir minn tónlistarsmekk en mér finnst textinn lýsa mjög vel þeim tilfinningum sem mig langaði að koma á framfæri, sérstaklega fyrsta erindið og svo þetta: „I'll be always there fighting the ancient sin“.
Þessir, þ.e.a.s., hljómsveitin Rhapsody of Fire, áttu mörg lög í Lord of the Ring myndunum en ég held að þetta sé úr einhverri Star Wars-myndinni. Er alls ekki viss, en er þessi hvítskeggjaði, sem syngur eins og þrumuveður í þessu myndbandi, ekki Christopher Lee, sem leikur eina af lykilpersónunni í Star Wars-myndunum (ég hef ekki náð þeim þroska að falla fyrir stjörnustríðsmyndum enn, að Fifth element-myndinni undanskilinni).
Ég held að þessi leiki líka alveg örugglega Gandálf í Lord of the Ring-myndunum. Myndunum sem fjalla um baráttu góðs og ills. Baráttunni við hina fornu synd, græðgina, sem er stefnt gegn þeim sem láta sér nægja að lifa hófsömu lífi í friði og ró (sbr. hobbitarnir). Græðgin ógnar öllu og ekki síst þeim sem aðhyllast réttlæti og jafnrétti (álfarnir). Er ég að verða of djúp hérna
En já, ég hef svolitlar áhyggjur af því hvaða einkunn má gefa mér í kennarahlutverkinu þar sem það virðist svolítið erfitt að koma þessu með tengslin á milli lognið og að lygna til skila Vona að þið séuð að stríða mér skammirnar ykkar
Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.8.2009 kl. 11:16
Úpps, þetta lag er úr Lord of the Rings
Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.8.2009 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.