Meðvituð aðferð

Þöggunin í kringum fyrrverandi eigendur bankanna hefur verið með slíkum eindæmum að hún getur ekki annað en vakið upp spurningar um ástæður hennar. Það er í hæsta máta undarlegt að nöfn þeirra hefur tæpast borið á góma á opinberum þingfundum. Gjörðir þeirra hafa heldur tæpast verið nefndar á nafn í þingsalnum öðru vísi en læðast í kringum þær með tvíræðu orðagjálfri.

Það er líka í hæsta máta undarlegt að ráðherrarnir sem stóðu að því að gefa útvöldum flokksgæðingum eða velunnurum þriggja stærstu stjórnmálaflokkanna skuli ekki hafa þurft að svara fyrir þann verknað á opinberum vettvangi eins og í þingsölum síðastliðið haust eða í fjölmiðlum. Nei, Geir sá fyrir því með því að benda á að: Núna væri ekki rétti tíminn til að benda á sökudólga!

Það er engu líkara en einhverjir séu enn í álögum þeirra orða. Það hefur nefnilega enginn verið spurður enn! Það er heldur enginn stjórnmálamaður spurður um álit hans á glæpakóngunum sem ryksuguðu sparifé þjóðarinnar út úr bönkunum í skjóli íslenskrar löggjafarsamkundu. Mér finnst það ekki síður undarlegt að enginn sem ber ábyrgð og mark er takandi á hefur fundið sig knúinn til að skýra það út fyrir þjóðinni hvað honum finnst um þessa glæpamafíu sem hreiðraði um sig í stjórnum stærstu bankanna á Íslandi.

Yfirtaka apanna á bönkunum

Mér finnst það með ólíkindum að á alþingi okkar skuli sitja stjórnmálamenn sem greiddu götu þessa glæpalýðs án þess að hafa nokkurn tíma þurft að útskýra hvernig það gat gerst að íslenskur almenningur var rændur á þann hátt sem við öll þekkjum á vaktinni hans. Sumir gleiðgosarnir eru m.a.s. í ráðherrastól að fara með framtíð landsins á alþjóðavettvangi!!! og þeir eru aldrei spurðir og ekki útlit fyrir að þeir sem vilja kalla sig fagmenn á sviði fjölmiðlunar hafi það í hyggju einu sinni...

Það er sannarlega fagnaðarefni að glæpir íslensku auðmannamafíunnar séu loks að komast upp á yfirborðið. En það er undarlegt að sjá að þöggunin í kringum þá virðist eiga að halda áfram. Hvar er t.d. frétt af glæpum Björgúlfsfrétta á einum víðlesnasta vef landsins? Hvar eru sjálfsagðar spurningar til allra þeirra sérfræðinga sem mærðu þessa glæpamenn en hafa fyrirgert rétti sínum til að fara með hagsmuna- og velferðarmál þjóðarinnar vegna þess að þeir greiddu götu glæpamanna á kostnað þjóðar sinnar!

Hvernig væri t.d. að að spyja Össur Skarphéðinsson hvernig hann treysti sér til að vinna landi sínu gang á evrópuvettvangi þegar hann hafði ekki einu sinni dómgreind til að sjá í gegnum þann glæpalýð sem hann lagði lag sitt við í ferðinni til Qatar?! Hvernig væri að að spyrja forseta lansins hvernig það megi vera að hann treysti sér til að sitja þögull heima á Bessastöðum þegar hann lagði lag sitt við þennan sama glæpalýð og hafði ekki dómgreind til annars en sæma meðlimi þessarar glæpamafíu fálkaorðu fyrir takmarkalausa gróðafíkn þeirra?!

... og svo er það stærsta spurningin: Finnst ráðherrum núverandi ríkisstjórnar það enn réttlætanlegt að bresk og hollensk stjórnvöld dæmi íslenskan almenning til ævarandi örbirgðar vegna gjörða glæpahundanna sem fengu ótakmarkað veiðileyfi í efnahagslögsögu landsins? Það er auðvitað með ólíkindum í ljósi þess að því var haldið að okkur að glæpamennirnir væru hetjur sem við ættum að líta upp til! Sumir féllu vissulega fyrir þessari reginlygi en aðrir voru með óbragð í munni og leyfðu sér að efast um að peningar þeirra yrðu til úr engu... 

Nú hefur það komið í ljós að þjóðinni var ætlað að líta upp til óvenju forhertra gróðrafíkla sem svifust einskis í að misnota allar glufur sem þeim gáfust til að arðræna sína eigin þjóð og annarra í kringum sig. Þeir komu sjálfum sér þannig fyrir að þeir gátu teygt sína glæpahneigðu fingur inn í alla sjóði landsins. Þeir blóðmjólkuðu þá og þegar þeir voru uppurnir teygðu þeir sig lengra svo kom hrunið og þeir stungu því sem þeir höfðu sankað að sér undan ...

Er nema von að maður geti ekki ályktað annað en þöggunin sem hefur viðgengist og er viðhöfð enn sé meðvituð aðferð!?


mbl.is Millifærðu hundruð milljóna milli landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er klárlega þöggun í gangi, allaveg hjá mbl.is varðandi fyrrverandi eigendur bankanna..

hilmar jónsson, 28.7.2009 kl. 00:46

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þöggunin er allstaðar í öllum fjölmiðlunum, enda eru ráðherrar, forseti, embættismenn, bankamenn, verkalíðsforingjar, þingmenn og fjölmiðlamenn upp til hópa hluti að spillingarliðinu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.7.2009 kl. 01:20

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég fullyrði a.m.k. að fjölmiðlarnir eru meira og minna í eigu fyrrverandi eigenda bankanna. Auk þess sem þar hefur verið hreinsað til og yngt upp eins og var gert í bönkunum. Það hefur farið fram meðvituð sérhæfð vanhæfing á alltof mörgum sviðum samfélagsins.

Þetta þýðir að við sitjum uppi með einstaklinga á mikilvægum stöðum sem vita heilmikið um ákaflega afmörkuð svið og alger skortur er á eðlilegri yfirsýn sem krefst þess að hlutir séu settir í samhengi. Dregið hefur verið úr öllu frumkvæði heldur hafa dyggir og trúir yfirmenn verið settir yfir starfskraftana sem berja niður alla slíka viðleitni af hollustutaminni hlýðni.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.7.2009 kl. 01:36

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Er ekki líka dálítið merkilegt að þegar eitthvað lekur út þá stíga stjórnmálamenn og sega að nú þurfi fara að ræða málin en þaga þunnu hljóði annars.

Þeir sópa öllu undir mottuna. það er ekki fyrr en einhver nær að leka einhverju til fjölmiðla að þeir ranka við sér og þá þurfa þeir að "ræða málin".

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.7.2009 kl. 01:54

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það sem væri eðlilegt er að hér væri búin að vera bullandi umræða á öllum sviðum samfélagsins hvernig eigi að byggja upp. Hvernig eigi að koma almenningi til bjargar. Hvernig eigi að skapa sátt. Hvernig eigi að binda um sárin og síðast en ekki síst ætti krafturinn að beinast að því að svipta allri leynd af þeim spillingarbælum þar sem blinda græðginnar hefur fengið að þrífast með þeim skelfilegu afleiðingum sem við stöndum frammi fyrir!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.7.2009 kl. 02:05

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þó eitthvað hafi viðgengist hingað til þarf það ekki að gera það áfram, eða hvað?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.7.2009 kl. 05:09

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála Rakel. Ályktun þín í lokin er sú sama og ég hef haft á tilfinningunni í allan vetur. Það er engin vafi á því lengur.

Kv, ari

Arinbjörn Kúld, 28.7.2009 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband