Forkastanleg vanhæfni

Það er ekki nema von að maður verði toginleitur og opinmynntur yfir því sem er að gerast í samfélagi okkar þessi misserin. Ég las það t.d. inni á visi.is fyrr í dag að Steingrímur J. Sigfússon hefði verið að átta sig á því að það væri eitthvað ákvæði til í lögunum sem heimilaði það að eigur grunaðra fjárglæframanna væru frystar!! Ég meina hvar hefur maðurinn verið????

Það var reyndar ekki að skilja að hann ætlaði að rjúka í það að nýta sér þessa heimild heldur ætlaði hann að skipa í nefnd og láta skoða það hvers vegna þessu lagaákvæði hafi ekki verið beitt!!! Ég er kannski að ýkja þetta síðasta pínulítið en...

En þá að fréttinni sem ég tengi þessari færslu. Eiginlega er ég svo gáttuð en um leið svo fjúkandi vond að ég treysti mér eiginlega ekki til að tjá mig um það allt sem þessi frétt vekur mér á yfirvegaðan, skipulegan og málefnalegan hátt. Ég get þó ekki orða bundist!

Ég verð nefnilega, í það minnsta, að minna á aðgerðaráætlun stöðugleikasáttmálans sem kveður á um endurreisn atvinnulífsins sem á að byggja á framkvæmdum eins og virkjunum, byggingu álfyrirtækja og lagningu vega... Það ætti að vera hverjum hugsandi manni fullkomlega ljóst að það eru ekki framkvæmdir af þessu tagi sem eiga eftir að skila okkur tekjum í þjóðarbúið. Mér sýnist reyndar þvert á móti!!!
HeimskaMér er skapi næst að tala um fífl og hálfvita og þaðan af verra en er ég þá ekki að setja mig á háan hest í leiðinni? En í alvöru talað er ekki möguleiki að setja einhverjar kröfur á þá sem sækjast eftir því að ráðskast með hugsmuni lands og þjóðar? Þurfum við alltaf að komast að því með sársaukafyllstu aðferðunum að þeir sem við treystum vegna ytra atgervis og talandans hafði eingöngu vitsmuni til að koma vel fyrir? Viðkomandi hafði í raun enga vitsmuni til að fara með þjóðarhagsmuni.

Niðurstaða áfangaskýrslunnar, sem hér er vísað til og birtir mat á afrakstri orkusölu til erlendrar stóriðju fyrir íslenska þjóðarbúið, færir okkur heim sanninn um það að þeir sem komu að þessum samningum fyrir Íslands hönd voru fyrst og fremst vanhæfir til að fara með slíkt umboð! Ég segi ekki meira eða stærra en það!

Hins vegar er þessi niðurstaða hrópandi dæmi um það að við verðum að setja upp hæfnismat sem þeir sem sækjast eftir stöðum innan opinberrar stjórnsýlsu verða undantekningalaust að ganga í gegnum áður en þeir taka að sér embætti á vegum sveita og ríkis!


mbl.is Lítil arðsemi af orkuvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

góður pistill hvar var maðurinn ???????

Ólafur Th Skúlason, 28.7.2009 kl. 15:39

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Rakel, það er eitthvað við íslenska samningamenn.  Þeir halda alltaf að þeir hafi gert besta dílinn, en átti sig svo á því síðar að enn einu sinni hefur sveitamaðurinn verið plataður.

Um daginn þegar fréttin kom um 2 milljarða lögfræðikostnaðinn (sem síðar var borin til baka), þá hugsaði ég að þeim peningi hafi verið vel varið hjá Bretum og betra hefði verið, ef íslensk stjórnvöld hefðu haft sömu framsýni.  Það er nefnilega málið, að slyngir lögfræðingar og samningamenn eru þyngdar sinnar virði í gulli.  Þeir eru ekki á hverju strái og svo virðist sem þessi strá finnist ekki innan opinbera geirans hér á landi.

Ekki það að ég ber mikla virðingu fyrir þeim mönnum sem stýrðu Landsvirkjun hér fyrr á árum.  Þeir stóðu sig mjög vel í skipulagningu og undirbúningi stórframkvæmda og fjármálastjórn fyrirtækisins var til fyrirmyndar.  En svo komu Kárahnjúkar inn á sjónarsviðið og þá var eins og allt færi úr böndunum.  Í staðinn fyrir að halda sig við reyndar lausnir voru farnar ótroðnar slóðir.  Afleiðingarnar eru ennþá óljósar, en það sem við höfum fengið veður af lítur ekki vel út.

Marinó G. Njálsson, 28.7.2009 kl. 16:39

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ætli rafmagnsreikningarnir okkar hækki ekki á næstunni, til þess að borga fyrir tapið af raforkusölu til álfyrirtækjanna?  Þannig hafa íslenski stjórnvöld unnið undanfarna áratugi, og engra breytinga að vænta. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.7.2009 kl. 17:13

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Jóna Kolbrún: Það er bara alls ekkert ólíklegt!

Marinó: Já, það er eitthvað við íslenska samningamenn! Sanngjarnast að kalla það skort á framsýni eða ákveðna tegund af sveitamennsku sem í Hávamálum er kennd við heimsku. Nú verða menn bara að temja sér fagmennsku, varkárni og útsjónarsemi. Það er grundvallarkrafa í öllu því er lýtur að hagsmunum þjóðarinnar og framtíð.

Þakka þér svo fyrir þinn áminnandi pistil um þetta sama efni. Ég held að ég hafi lesið það sem þú minnir á þar í höfundarkynningunni þinni einhvern tímann eða þú hefur vikið að þessu áður á blogginu þínu. Niðurstöður þinar og tómlætið gagnvart þeim er gjörsamlega með ólíkindum!

Ég spyr hvort það er virkilega ekki hægt að leiðrétta þessa afsalssamninga nú í ljósi aðstæðna?! eða sömdu samningamennirnir svo gjörsamlega af sér að það er m.a.s. bundið í samningunum við álrisanna að það megi ekki hækka raforkuveriðið til þeirra undir neinum kringumstæðum?!

Ef svo er þá langar mig til að vita hvers vegna þeir sömdu þannig!?! Það er ekki eins og innlend orka sé hóra á síðasta söludegi (afsakiöð orðbragðið en það nær einhvern veginn best að lýsa fullkominni furðu minni og vandlætingu)

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.7.2009 kl. 02:35

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæl Rakel og þakka þér fyrir pistilinn. Mútuþægni, heimska, undirlægjuháttur við útlendinga. Ég veit það ekki en maður fyllist ógeði þegar maður horfir upp á þetta. Auðvitað eru það íslenskir skattborgarar sem sitja svo uppi með skaðann.

Og stjórnmálamenn þeir hafa ekkert lært þótt þeir séu búnir að fara með allt til fjandans hér. Málið er ekki flóknara en svo.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.7.2009 kl. 02:14

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk Jakobína að draga kjarnann í þessu svona saman! Ég held að ég sé enn of reið til að ná því...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.7.2009 kl. 12:43

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nákvæmlega Rakel. Þetta er allt eitthvað svo glatað að mér fer að standa á sama og gefa bara skít í kerfið og alla þá sem það hönnuðu.

Kv, ari

Arinbjörn Kúld, 31.7.2009 kl. 00:31

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er þannig sem vanhæfnin hefur liðist hingað til. Spurning hvort það er ekki þess virði að spyrna við fótum og reyna að setja fram kröfur og fylgja þeim eftir því mistökin lenda alltaf á þeim sem leyfa vanhæfninni að þrífast. Þ.e. það erum við þjóðin sem sitjum uppi með afleiðingarnar!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.7.2009 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband