Ég segi nei!

Mér hefur aldrei hugnast ESB-aðild. Kannski er ég afturhaldsseggur þess vegna en ég vil frekar sitja undir því en ESB! Mér finnst alltof margt mæla á móti því að ganga inn í bandalagið. Alltof margt vera reyndar alveg stórhættulegt!

Það stærsta er það hvað felst í óvissunni um það hvað verður um smáríki meðal stórvelda. Ég held að flestir búi yfir nægri lífsreynslu til að átta sig á því. Svo má líka benda á Írland sem þrátt fyrir flatarmál og mannfjölda hefur alltaf verið umgengið eins og smáríki!

Mig langar til að benda ykkur á tvo bloggara sem ég les til að fræðast um evrópumálin. Þeir eru þeir Frosti Sigurjónsson og Haraldur Hansson. Ég vil taka það fram að ég er mjög sátt við það að fólk fylgi vel rökstuddri sannfæringu sinni. Ástæðan sem þau Birgitta, Margrét og Þór gefa til að útskýra sýna afstöðu finnst mér fullkomlega ásættanleg miðað við aðstæður. Bendi ykkur á að lesa þessa færslu Haraldar Hanssonar sem fjallar um það hvenær maður sækir ekki um Evrópuaðild!

Langar að enda þetta með þessum orðum Jóns Sigurðssonar (fann þetta í athugasemd og stal þessu) þó orð Einars þveræings eigi e.t.v. betur við núna! Smáþjóð með stórþjóðum


mbl.is Enn óljóst um atkvæði þriggja þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ingveldur: Bara svo það fari ekkert á milli mála þá byggi ég skoðun mína á fleiru en óttanum einum. Ég vísaði í bloggin þeirra, Frosta og Haraldar, til að gefa hugmynd um það hvað ég hef lesið og á hverju ég grundvallaði skoðun mína. Hins vegar tek ég alveg undir það sjónarmið þitt að það kann að vera vit í því að taka ekki endanlega afstöðu fyrr en samningurinn liggur fyrir.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.7.2009 kl. 16:11

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Kæra Rakel, ég er í mikilli óvissu. Ég klóra mér í hausnum, velti fyrir mér, hvað er slæmt við ESB? Býr vont fólk í ESB? Er maturinn eitraður? Er ESB einræðisríki? Voru þessar 27 þjóðir sem þar eru neyddar í ESB? Er verið að neyða fleiri þjóðir en litla ísland í ESB? Af hverju fóru Svíþjóð, Danmörk og Finnland í ESB?

Ég les blogg þeirra sem eru "á móti" ESB. Er engu nær um hversu slæmt ESB er því ég trúi því ekki hversu slæmt þetta ESB er. Ef það væri svona hrikalega slæmt þá væri almenningur í þeim löndum úti að mótmæla er það ekki? Ég hef komið til ESB landa, talað við fólk og tónninn í því gagnvart ESB er bara okei. Ekkert þessara landa er á leið úr ESB.

Ég er engu nær um hversu slæmt þetta fyrirbæri er en hins vegar sé ég marga kosti við að losna við verðtryggingu, endalaust fall á gjaldmiðli okkar sem geri lífið á skerinu okkar svo óendanlega flókið og erfitt, stöðugt verðlag, lægri vexti og um leið mannúðlegt lánaumhverfi, aukna samkeppni ef Guð lofar og lægri viðskiptakostnað af tilveru okkar á skerinu með þessa blessuðu krónu.

Ergó, Rakel kæra vinkona, buddan talar og hún hefur andskoti hátt.

Ég er samt ekki "harður" ESB sinni, ég vil einfaldlega sjá hvað okkar litla þjóð lengst norður í ballarhafi, óravegu frá næsta byggða bóli, þjóð sem telur rúm 300 þúsund sálir getur auðgað líf sitt með því að sjá hvað okkur býðst ákveðum við að ganga alla leið.

Kær kveðja, ari

Arinbjörn Kúld, 17.7.2009 kl. 03:28

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

 Taktu eftir því að það verður fyrst 2013 sem dýrðin sem þú lýsir gæti hugsanlega farið að hafa áhrif á þitt líf. Gjaldmiðillinn kæmi svo ekki fyrr en 5-10 árum síðar. Ég spyr líka hvaða trygging er fyrir því að aðstæðurnar innan ESB verði þá þær sömu og þú lýsir?

Ég verð líka að segja að buddan mín hefur sjaldast stýrt skoðunum mínum og gerir alls ekki í þessu sambandi. Ég gæti ekki hugsað mér að fórna heildarhagsmunum fyrir viktina í henni. Ég bið þig í því sambandi að velta því fyrir þér í hvaða aðstöðu við erum þegar beiðnin er lögð fram. Spurðu svo t.d. Íra hvernig þeir hafi það innan ESB? Ég held að það sé miklu nær að bera okkur saman við þá en Dani og Svía og jafnvel Finna.

Fer það líka ekki svolítið eftir því hvern þú spyrð í Finnlandi hvað þeir hafa að segja um sæluna. Ef markmiðið er að endurreisa bara það sem við höfðum út frá sömu teikningu skil ég að fólki hugnist ESB. Ég vil hins vegar breytingar. Breytingar á hugmyndafræðinni sem við höfum byggt samfélag okkar upp á. Ég vildi til dæmis gjarnan sjá að sama áhersla væri lögð á kærleikann í framtíðinni eins og hefur verið lögð á neysluna fram á þessu.

Læt staðar numið áður en svar mitt verður alltof, alltof langt

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.7.2009 kl. 11:37

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já, þetta er umhugsunarvert í meira lagi. Maður á eftir að leggjast vel yfir þetta. Framtíðin er alltaf óráðin en ég held að við verðum að setja hagsmuni barna okkar og barnabarna í öndvegi þegar við gerum upp hug okkar.

Sjáumst

ari

Arinbjörn Kúld, 18.7.2009 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband