Í dag langar mig bara til að biðja

Heyr mína bænÍ dag langar mig bara til að biðja fyrir landi og þjóð og reyndar heimsbyggðinni allri. Ekki það að ég sé neitt sérstaklega trúuð í þeirri merkingu að vera kirkjurækin og trú Biblíunni. Ég trúi því hins vegar að lífið hafi tilgang og merkingu. Ég trúi því líka að fallegar hugsanir, bænir og óskir rati saman með öðrum slíkum og geti haft jákvæð áhrif.

Ég ætla þess vegna að senda bæn mína um réttlæti, kærleika, frið, heilbrigði og hamingju út í geiminn og vona að hún breytist í jákvæða orku sem verndar okkur öll fyrir aðsteðjandi hörmungum. Ég bið þess að okkur beri gæfa til að finna farsælar lausnir á vandamálunum sem steðja að íslensku þjóðinni og mannkyninu öllu.

Veit að ég er væmin en ákvað að leyfa mér það svona einu sinniJoyful


mbl.is Neyðarástand í Kaliforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Rakel haltu bara áfram að vera væmin fyrir okkur hin sem þurfum á einlægni þinni að halda. Takk fyrir pistilinn

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.4.2009 kl. 19:11

2 identicon

Daglega deyja 100 bandaríkjamenn úr venjulegri flensu

 Svo deyja 2 úr einhverju sem ef till vill er svínaflensa og allt verður vitlaust?

fjölmiðlaflensa.....   þar fyrir utan hafa öll tilvik hennar utan mexíkó verið væg og vel viðráðanleg

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 19:17

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir innlit og kveðjur

Sigmar: Vildi bara benda þér á að það er ekki bara svínaflensan sen veldur mér áhyggjum og er tilefni þessarar bænar. 

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.4.2009 kl. 19:27

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég bid med thér!

Sporðdrekinn, 28.4.2009 kl. 20:13

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég tek undir bænir þínar.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2009 kl. 23:04

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir það Jóna Kolbrún og Sporðdreki

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.4.2009 kl. 00:34

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það er ekkert væmið að sýna samhygð

Sigrún Jónsdóttir, 29.4.2009 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband