Í lausnum hennar felast enn meiri ógöngur

Kannski eykur sú stjórn sem er í burðarliðnum einhverjum bjartsýni. Það er því kannski ljótt að lýsa því yfir að ég finn fyrir sístækkandi hnút í maganum yfir því sem mér finnst liggja í lofti þess spennuþrungna falslogns sem ríkir í samfélaginu á meðan Jóhanna og Steingrímur þæfa stjórnarsáttmálann.

Ég hef stórar áhyggjur vegna þess að mér finnst hvorki Jóhanna né Steingrímur hafa gert neitt sem sýnir að þau hafi burði til að takast á við raunveruleika þeirra vandamála sem blasa við almenningi í landinu. Hér er t.d. samantekt Lóu Pind Aldísardóttur á því sem þau bjóða þeim sem er að kikna undan húsnæðislánunum sínum. Ég birti hana hér í tveimur hlutum en samantekt Lóu var sýnd í Íslandi í dag 15. apríl sl. Kíkið endilega á þetta ef þið eruð ekki búin að sjá þetta.





Takið sérstaklega eftir því sem stjórnmálamaðurinn Árni Páll Árnason segir annars vegar og lögfræðingurinn Björn Þorri Viktorsson segir hins vegar undir lok seinni hlutans. Ég leyfi mér svo að taka undir spurningu sem er ýjað að hér sem er eitthvað á þessa leið: Hverjum er það til gagns að keyra tugþúsundir íslenskra heimila og fyrirtækja í gjadþrot með þessum aðferðum?

Svo ætla ég að draga mig aftur í hlé og velta því fyrir mér hvenær þjóðin rís upp aftur og stendur fast í fæturnar í kringum þá réttlátu kröfu að hún verði ekki keyrð niður til örbirgðar til þess að verja hagsmuni þeirra sem rændu hana! Þegar þar að kemur þá rís ég upp líka og tek undir!
mbl.is Ný ríkisstjórn um næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Miðað við hugsunarhátt Gylfa ráðherra, þá á staðan eftir að marg-marg versna, með þessa ríkisstjórn yfir höfði fólks. Hún hefur ekki hugmynd um hvað þjóðin skuldar og hvernig á að leysa efnahagsvandan. Reyndar veit engin mannvera hvað þjóðin skuldar. Ef ungu hjónin í Danmörku hafa þokkalega góða vinnu, þá eiga þau aldrei og ég meina ALDREI að flytja til Íslands aftur, því það yrði þeirra mesta ógæfu spor, því miður.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 09:29

2 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Hæ Rakel :) Mér finnst þetta nú dáldið ýkt dæmi hjá henni Lóu.

Í fyrsta lagi þá gengur hún út frá því að kreppan verði endalaus, krónan styrkist aldrei og húsnæðisverð geri ekkert nema að falla. Þetta er helst til svartsýnt fyrir minn smekk.

Í öðru lagi, þá er hún að taka dæmi um fjölskyldu sem kaupir 27 milljón króna íbúð en tekur 36 milljónir í lán. Þetta er náttla frekar heimskuleg fjármálaákvörðun og ég myndi alveg setja spurningamerki við ríkisstjórn sem segði bara "já ókei, greyið þú, þú þarft ekkert að borga þetta væni"

Auðvitað þarf að gera eitthvað, en fólk verður líka að taka dáldið ábyrgð á sínu sjálft. Auðvitað væri best ef ríkisstjórnin gerði eins og xo lagði til og færði lánin aftur í tímann og tæki á sig skuldbindingar á breytingum sem hafa orðið síðan bankahrunið varð, það væri líka hvati fyrir hana að vinna sem best, bæði að því að styrkja gengið og ná niður verðbólgunni.

Annað mál er síðan, að í Viðskiptablaðinu um daginn sagði viðskiptaráðherra að "dagar hágengisstefnu væru liðnir" og líklega væri gengið rétt eins og það er núna. Ef það er raunin höfum við sem tókum myntkörfulán verið tekin illilega í rassgatið og þá finnst mér sjálfsagt að ríkið eða hreinlega dómstólar aðstoði fólk við að ná fram réttlæti í því máli.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 4.5.2009 kl. 10:33

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki eykur hún mér bjartsýni, það virðist einlægur vilji þeirra að standa aðeins vörð um fjármagnseigendur.  Skuldarar verða látnir axla byrgðar sínar hjálparlaust.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.5.2009 kl. 11:49

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

„Skaldborgin“ margumtalaða og útþvælda var aldrei slegin utan um heimilin heldur fjármálastofnanirnar! Sumir trúa því m.a.s. að það sé eðlilegt að setja bankana í fyrsta sæti á undan heimilunum en við skulum muna að innan skjaldborgarinnar sem hefur verið reist utan um fjármálastofnanir hafa miklu hærri upphæðir verið afskrifaðar en samanlögð húsnæðislán almennings. Innan skjaldborgarinnar voru skuldir útvaldra afskrifaðar. Afskriftin fólst reyndar í tilfærslu. Skuldir eigeinda bankanna, yfirmanna, venslamanna, vina og velvildarmanna voru einfaldlega reiknaðar inn útlánasummu almennings...

Það er kannski ekki skrýtið að það þurfi að reisa traust skjaldborg utan um fjármálastofnanir sem stunda slíkan fjármálagaldur og láta heimilinum blæða sem aldrei fyrr

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.5.2009 kl. 12:57

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er ömurlegt að horfa upp á ábyrgðarlaust framferði stjórnvalda núna. Samfylkingin ætlar að keyra á milljarða útgjöld til þess að uppfylla draumaóra strákanna innan vébanda. Skýringin er "þá fær fólk að VITA hvað stendur til boða."

Fólk étur ekki það "að VITA" um þetta hugðarefni samfylkingarinnar. Þeir sem tala fjálglega um lítilmaga á þeim bæ hafa litlar áhyggjur af því þótt börn gangi svöng. Annað hafa þeir ekki sýnt með framférði þínu.

Rakel ég held að við verðum að fara að dusta rykið af búsáhöldunum.

Það þarf að hreynsa allt þetta gamla stjórnmálalið sem hugsar bara um #%#$%  á sjálfu sér eins og einn ágætur samfylkingarmaður orðaði það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.5.2009 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband