Enn einn borgarafundurinn á Akureyri

... og ekki af tilefnislausu. Málefnið brýnt eins og fram kemur í meðfylgjandi auglýsingu:
Borgarafundur á Akureyri 2.04.09Þær fréttir hafa reyndar borist að Birkir Jón Jónsson komi ekki á þennan fund heldur Höskuldur Þórhallsson en hann er í öðru sæti Framsóknarflokksins í kjördæminu.

Það skal líka tekið fram að Kristján Möller hafði samband og reiknar með að koma á fundinn.

(Ef letrið á þessari auglýsingu er of smátt þá dugir að klikka á myndina tvisvar sinnum eða uns hún kemst í lesvænni stærð)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta er ágætt framtak og gott að fólkið geti fengið svör við mörgum spurningum sínum frá stjórnmálamönnum.

Hilmar Gunnlaugsson, 31.3.2009 kl. 00:38

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nákvæmlega. Nú er bara að vona að kjósendur í kjördæminu nýti þetta tækifæri til þess.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.3.2009 kl. 00:47

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Svona eiga borgarafundir að vera í aðdraganda kosninga.  Fulltrúar allra flokka í pallborði.  Ég sakna svona funda hér sunnan heiða, en svona var þetta alltaf á mínum "uppeldisstöðvum" vestur á fjörðum.

Sigrún Jónsdóttir, 31.3.2009 kl. 14:45

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er einhver að sunnan í sambandi við Sibbu Árna (ein í borgarafundarnefndinni hérna fyrir norðan). Hann ætlar að fylgjast með hvernig þetta gengur hjá okkur og reyna að standa fyrir einhverju sambærilegu fyrir sunnan líka. Draumur þinn verður þess vegna e.t.v. að veruleika

Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.3.2009 kl. 21:09

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Svona eiga fundir að vera. Minnir mig á fundina sem voru fyrir austan í eina tíð.

Haraldur Bjarnason, 31.3.2009 kl. 23:29

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Við sem ætluðum að hugsa um núttíð og framtíð og höfum þá bara hrokkið aftur í einhverja nostalgíu

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.4.2009 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband