Þetta var flottur fundur

A.m.k. það sem ég heyrði og sá af honum. Mér finnst fréttin sem er tengd þessari færslu reyndar ekki alveg vera í takt við það sem mér fannst vera merkilegast á þessum blaðamannafundi. En markmið hans var auðvitað að kynna frambjóðendurna. Mér sýnist fréttin gegna því markmiði bærilega.

Mér finnst hins vegar svolítið sérstakt að í féttinni er ekkert minnst á helstu stefnumál hreyfingarinnar heldur sagt að: „Ein helsta krafa Borgarahreyfingarinnar er að fá að stilla upp óröðuðum listum frambjóðenda í öllum kjördæmum landsins í þingkosningunum 25. apríl n.k.“ Til að taka af allan vafa þá er það forgangsmál Borgarahreyfingarinnar að: „Alvarleg skuldastaða heimilanna verði tafarlaust lagfærð með því að færa vísitölu verðtryggingar fram fyrir hrun hagkerfisins (til janúar 2008).“ (Sjá hér)

Ef þið hafið ekki þegar lesið færslu Friðriks Þórs Guðmundssonar við þessa sömu frétt ættuð þið endilega að gera það núna. Hann vekur nefnilega athygli á skemmtilega fjölbreyttum bakgrunni frambjóðenda hvað pólitíska fortíð þeirra varðar.


mbl.is Rithöfundar leiða í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband