Hefur þú kynnt þér stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar?

Ég var á kynningarfundi Borgarahreyfingarinnar sem var haldinn hér á Akureyri í dag. Það var ákveðinn léttir að hlusta á frambjóðendur hennar sem ætla að fylgja eftir þeim kröfum sem hafa komið upp í mótmælunum og á borgarafundunum á liðnum vetri. Þeir bjóða sig fram á þing til að breyta því sem varð til þess að þjóðinni var silgt í kaf án nokkurrar viðvörunar síðastliðið haust.

Þeir hafa sett fram stefnuskrá sem er fullkomlega laus við auglýsingasmitaðar klisjur. Þar er aftur á móti vel sundurliðuð og útskýrð markmið sem ég hvet þig til að kynna þér hér. Ég get því miður ekki séð að þeir sem hafa komið að ríkisstjórnarstýrinu frá efnahagshruninu hafi sett almenning í landinu í fyrsta sæti í átælunum sínum. Þvert á móti er það fjármálakerfið. Sama kerfið og át upp sparnaðinn okkar og bætti taprekstri sínum ofan á lánin okkar.

Ég get ekki hugsað mér að þeir sem telja að fjármálstofnanirnar í landinu skipti meira máli en heimilin og atvinnufyrirtækin stýri landinu áfram. Ég treysti þeim hreinlega ekki fyrir hagsmunum mínum og barnanna minna. Þess vegna ætla ég að kjósa þá sem ég treysti best til að setja heildarhagsmuni þjóðarinnar á oddinn. Ég get nefnilega alls ekki séð að hagsmunir mínir eða annarra eins og mín felist í því að setja bankana sem settu okkur á hausinn í forgang.

Fyrsta atriðið í stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar er: Gripið verði þegar í stað til neyðarráðstafana í þágu heimila og fyrirtækja. Fyrsti liðurinn í útfærslu þessa mikilvæga atriðis hljóðar þannig:

1. Alvarleg skuldastaða heimilanna verði tafarlaust lagfærð með því að færa vísitölu verðtryggingar fram fyrir hrun hagkerfisins (til janúar 2008). Höfuðstóll og afborganir húsnæðislána lækki til samræmis við það. Raunvextir á verðtryggðum lánum verði að hámarki 2–3% og afborgunum af húsnæðislánum megi fresta um tvö ár með lengingu lána. Skuldabyrði heimila vegna gengistryggðra íbúðalána verði lagfærð í samræmi við verðtryggð íbúðalán. Í framhaldinu verði gert samkomulag við eigendur verðtryggðra húsnæðislána um að breyta þeim í skuldabréf með föstum vöxtum og verðtryggingarákvæði í lánasamningum verði afnumin.

Aðrir þættir á stefnuskrá þeirra eru eftirtaldir (tek það fram að þessi atriði eru útfærð á síðu Borgarahreyfingarinnar. Slóðin þangað er xo.is):
  • Landsmenn semji sjálfir sína eigin stjórnarskrá

  • Trúverðug rannsókn á íslenska efnahagshruninu fari af stað undir stjórn óháðra erlendra sérfræðinga og fari fram fyrir opnum tjöldum. Frysta skal eignir grunaðra auðmanna STRAX meðan á rannsókn stendur

  • Lögfest verði fagleg, gegnsæ og réttlát stjórnsýsla

  • Lýðræðisumbætur STRAX

  • Borgarahreyfingin leggur sig niður og hættir störfum þegar þessum markmiðum hefur verið náð eða augljóst er að þeim verður ekki náð.


mbl.is Stjórnvöld leiðrétti erlend lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Velkomin í hópinn   X-O

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.3.2009 kl. 00:26

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.3.2009 kl. 01:07

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.3.2009 kl. 01:57

4 identicon

velkomin í hópinn og ekki veitir af af marka á þessa könnun þar kemur fram að 5% kk er okkar en aðeins 1,8% konur betur má ef duga skal

Mr;Magoo (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 02:55

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Magnús: Ég velti því svolítið fyrir mér hvort það er eitthvað við hreyfinguna sem fælir konur frá henni? Hvað það geti verið ef satt er? Hvort konur eru íhaldssamari en karlar? Eða hvort þessi könnun er marktæk? Kann ekki að svara neinum af þessum spurningum sjálf, í bili a.m.k., eða því hvort þær eigi allar rétt á sér. Það getur verið að einhver annar treysti sér til þess.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.3.2009 kl. 22:19

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Erum við strákarnir ekki nógu sætir?

Arinbjörn Kúld, 31.3.2009 kl. 22:13

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég held að konur taki ákvörðun um það hverjum þær fylgja í pólitíkinn út frá öðru en útlitinu!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.3.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband